fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Þórður er snilli. kannski ekki nema von, enda maðurinn gall-harður femínisti, gersamlega at-ease með eigin karlmennsku, úttroðinn af mannfræði og umhverfisvænn í þokkabót. geri aðrir betur og skapi aðrir mannkynsvænni syni! say no more! nod nod, know what I mean!... (varð að taka smá Python á þessa rullu, fannst það eiga einhvernvegin við).
nema hvað, hann benti mér svo vinsamlegast á að betla í gestabókina. þannig er nefnilega mál með vexti að telpur eins og ég sem þykjast nokkuð góðar og hreint ágætar, nú þeim getur þótt gott að fá búst. við mannkynið erum nú einu sinni þannig gerð að við komumst langt á athygli annarra. lóa systir mín er sæt og fín og hún lætur reglulega vita af sér í gestabókinni minni, sem aftur skapar bros á mínum vörum og eykur skrifgleði og tilfinningu um tilgang. mikið óskaplega þætti mér vænt um einstaka komment frá þeim hræðum sem leggja leið sína hingað, ef þær eru þá til. hmmm....

Engin ummæli: