mánudagur, júní 05, 2006


þetta er hljómsveitin sem lék undir á nautaatinu (þar sem ekkert naut var drepið eða meitt).

þessi með hattinn er leobardo. blindur á hægra auga. góður knapi og góð sál.

þetta er sólarpýramídinn í teotihuacan, borg hinna dauðu.

við fórum semsagt í fullorðinsferð til huamantla, tlaxcala um helgina. börnin urðu eftir hjá ömmu og afa. tíu pör fóru af stað á föstudagsmorgunn. keyrðum með leiðsögumann á milli gamalla búgarða þar sem við fengum að skoða hvar naut til ata eru alin, við sáum gamla hestvagna frá 18. öld og gengum um herbergi með gömlum málverkum af fyrrum eigendum sem horfðu niður á okkur á frekar draugalegan hátt. draugalegheitin mögnuðust svo með braki í gólffjölum og marri í dyrum. litla myrkfælna ég átti bágt, en ég hélt mér dauðahaldi í makann alla leið.
eftir að heimsækja búgarðana fórum við til huamantla þar sem við gistum á búgarði sem hefur verið breytt í hótel. þar var fyllerí og karókí frameftir nóttu.
á laugardaginn eftir morgunmat var farið í útreiðatúr, sem var stjórnað af leo og hinum knöpunum á efstu myndinni. eftir útreiðatúrinn fórum við í lítinn nautaatshring þar sem hljómsveitin á neðstu myndinni spilaði undir, við drukkum bjór og átum meðlæti og allir sem vildu fengu að spreyta sig sem nautabanar (án þess þó að bana neinum). nautið var lítið en þó nóg til að fá hjartað mitt litla hlustaðu á til að reyna að brjótast útúr brjóstinu þegar ég fór niður í hringinn og horfði í augu á nautinu.
nú og svo fór nautið bara heim og við fórum að borða. svo var fyllerí og ruglumbull framundir sunnudagsmorgun. og í gær komum við aftur heim þreytt og ánægð.
ole!!!!

Engin ummæli: