gleðilegan stelpudag.
um daginn fórum við í verslanaklasa og ég stakk mér inn að kaupa flugmiða. á meðan væflaðist makinn með afkvæmin fyrir utan. mér seinkaði aðeins. þegar ég kom út héldu afkvæmin á plastpokum. í þeim voru tveir litlir fiskar og tvær litlar skjaldbökur. andskotans vitleysa.
fiskarnir voru skírðir kinkin og tómas en skjaldbökurnar taketsi og patricia. guð má vita hvaðan afkvæmin fengu þessi nöfn en svo var nú það.
í gærkveldi fundum við patriciu uppi í litla plastbonzaitrénu sem er í búrinu. makinn tók hana niður en hrökk við þar sem hún hreyfðist ekkert og lá sem dauð. makinn úrræðagóður skutlaði henni í klósettið og sturtaði niður. þar sem vatnið sogaði hana nær gatinu sá hann að .... hún hreyfðist víst!
nú er patricia ein einhverstaðar úti í sjó og við með samviskuna í molum.
í fyrramálið legg ég ein af stað heim í smá frí frá fríinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli