ég eyddi síðari hluta föstudags og fram að síðari hluta laugardags í félagskap tuttuguogeitthvað unglinga. einn var víst orðinn tvítugur og sá sem á eftir mér kom sem aldursforseti er tuttuguogfimm. hitt liðið var á milli fimmtán og sautján-átján.
skólaferð semsagt.
á tímabili hafði ég áhyggjur, verður að segjast eins og er. ég vissi frá upphafi að einhverjir hefðu í huga að koma með áfengi með sér og það stressaði mig nokkuð.
síðar átti eftir að koma í ljós hvurslags ljós eru í þessum skóla. sumir stundum svolítið stærri að utan en að innan, en í heildina blessaðir öðlingar.
semsagt, allt fór vel fram. eitthvað var um að hormónin næðu yfirhöndinni og sumir áttu víst erfitt með að hemja kynkvötina. lítill hvítur hundur sást á sveimi í félagsheimilinu, en ég var of upptekin við að sigra trivial til að láta hann pirra mig. annars hafa mér alltaf þótt litlir hvítir hundar hvimleiðir. sérstaklega poodle.
nema hvað, ég sigraði trivial á aldri. vil ég meina. þetta var afmælisútgáfan sem virðist hafa verið miðuð við árið 1985, en amk heyrði ég ekki mikið um spurningar þar sem eitthvað átti að hafa gerst fyrir þann tíma. af þeim sökum bar ég höfuð og herðar yfir aðra keppendur, enda megnið af þeim fætt í kringum 1990 og gátu ekki með neinu móti munað eitthvað sem gerðist á milli 1987 og 1995. muahahahaha.... (ég lendi reyndar í vandræðum með spurningar um eminem og tölvuforrit einhverskonar..ehe). einn guttinn reyndi að vera flottur á því að minna mig á hvurslags eiginlega forngripur ég væri, en hann fékk það í bakið blessaður daginn eftir þegar honum féll í skaut að þrífa karlaklósettin. vonandi kennir það honum að vera ekki dónalegur við ungar konur.
eitt sem vakti athygli mína innanum þessa krakka var hversu tæknivædd þau eru. sumir voru með fartölvur, góður slatti með ipod (með 30gb minni og bíómyndaskjá!), einhver var með lítinn ferðadvdspilara og allir sem ég sá voru með síma með ljósmynda og vídeóupptökuvél. minn var sá eini sem náði ekki sambandi við umheiminn, enda gamall, ódýr og aumingjalegur innanum allan þennan lúxustæknivarning.
mér taldist til að sumir væru að minnsta kosti með kvartmilljón í vösunum af tækni. og afþreyingin glumdi langt frameftir nóttu þar til slökknaði á fólkinu og græjunum í morgunsárið.
ég er enn að reyna að jafna mig á svefnleysi næturinnar, enda orðin gömul í hettunni..hehe... eða ekki.
já og við fórum á laugardaginn að sjá hval vera skorinn. magnaður skratti. mikið af keti sem ég skil ekki alveg hver ætlar að eta. ekki ég aðminnstakosti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli