þriðjudagur, október 03, 2006

já einhver er nú lægðin í fingrum mínum þessa dagana. heilastarfsemin er ekki eins virk og hún mætti vera, en hún á það til að grána í þoku hversdagsleikans.

nú sit ég semsagt og sinni starfi yfirsetukonu. starf yfirsetukonu felst í því að sitja yfir. gengt mér eru litlu nemendadvergarnir mínir sem ég er reyndar ekki að kenna þessa dagana því nú er ég spænskukennari og það er ekki sama hvenær hver kennir hverjum hvað. oseisei.

annars er það að frétta að ég skrifaði undir kauptilboð eins og fífl á föstudaginn og vil nú út eftir að eigendafíflin sáu sér ekki fært að neita tilboðinu. út vil ek sökum gífulegra magnaðrar vaxtapressu sem bankabáknið vill skella á herðar mér en ek vil eigi.
eftir að ég tilkynnti löggilta fasteignasalanum með gráa hárið og smeðjulega brosið um aðstæður mínar lét hann mig vita í óspurðum fréttum að þá væri hægt að lögsækja mig.
kemur þá uppúr krafsinu maðkurinn í mysunni eins og skrattinn úr sauðaleggnum í dauðans ofboði. mannandskotinn sleppti því að hafa fyrirvara um fjármögnun í samningnum ,,því að við litum að hans mati út fyrir að vera svo örugg með okkur". og ég eins og fífl og fáviti (sem ég get stundum verið, ekki oft en stundum), las ekki út og inn samningshelvítið vegna þess að ég hef lesið svona samninga svo oft og þeir hafa alltaf verið eins MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN. mér hefur meira að segja verið sagt af fasteignasala að fyrirvarinn atarna sé fastur og óhagganlegur liður í svona samningum. en nei. ekki í þessu tilfelli.
og hér sit ég með hjartað í buxunum, köggulinn í hálsinum, lífið í lúkunum, hland fyrir hjartanu (sem er í buxunum) og tárin í augunum og vonast eftir því að verða ekki lögsótt af slímkenndum smjörlegnum fasteignasala með álímt smeðjubros sem nær engan vegin til augnanna.

Engin ummæli: