þriðjudagur, október 10, 2006

hananú. nú fæ ég krabbamein af því að drekka kók læt. svo fæ ég offitu af því að drekka kók ólæt. best að reyna bara að sleppa svörtum drykkjum yfir höfuð sýnist mér. er þó erfiðara en það hljómar.
skrattakornið að þurfa að sleppa svona mörgum skemmtilegum hlutum úr tilverunni bara til að vera heilbrigður.
fly on the wings of love hljómar nú í eyrum mér og ég er að dunda mér við að skipuleggja morgundaginn vinnulega séð. svo er ég líka að hugsa hvað í skrattanum ég eigi eiginlega að hafa í matinn í kveld. á sama tíma er ég að ákveða hvað ég eigi að kenna námskeiðsfólkinu mínu á eftir. ég þarf að muna að hringja í píparann. ætli arkítektinn eigi eftir að hringja í mig í dag eins og hann sagði? ég þarf að minna son minn á að læra heima og æfa sig á trompetinn. úff, það verður að þrífa heima hjá mér fljótlega og ég verð að muna að stinga í þvottavél á eftir. já og svo tók ég að mér að finna verð á hliði fyrir húsfélagið. muna líka að rukka þá sem skulda mér. og finna tíma til að fara í ræktina. hvað ætli hafi orðið um sunddót sonar míns? hann á að mæta fljótlega til tannlæknis, verð að muna það. sem minnir mig á það, ég þyrfti sjálf að fara að panta tíma. gott ef það þarf ekki að fara að smyrja bílinn hvað úr hverju, best að minna makann á það. já og fara yfir prófin.

magnað hvað heilinn rúmar mikið af drasli...

Engin ummæli: