fimmtudagur, nóvember 02, 2006

ég finn hvernig bölið læðist aftanað mér. eða frekar innanúr mér. þessi óhroði sem ég fékk í arf frá foreldrum mínum. af og til sýnir þessi óværa á sér klærnar, sérstaklega þegar ég má minnst við því. þegar ég er veik fyrir og viðkvæm. þá kemur hún. ég finn hitan sem hún sendir frá sér, kitlandi straumar sem minna á tilveru hennar. svo hlær hún beint uppí opið geðið á mér. í andlitið á mér. á vörina á mér. helvítis frunsuandskoti.
ætli þessir plástrar virki eitthvað?

Engin ummæli: