ég sé skilaboð um að ég eigi að færa mig yfir í nýrri versjón af bloggernum. því þori ég ekki, enda ekki nýjungagjörn manneskja í svona málum. svo stendur líka að ég eigi þá að nota google leyniorðið mitt sem ég á ekki svo að ég er hrædd um að týna öllu klabbinu. má ég ekki bara halda áfram svona? ætli einhver tölvugaur þarna úti eigi eftir að breyta öllu kerfinu svo að ég lendi í vandræðum og rugli? mikið vona ég ekki.
nema hvað. græna fólkið er alveg að hverfa af fótleggnum á mér, enda lá ég í sundi í klukkutíma í morgun í von um að það strokaðist út. ég held að græna fólkið sem gægðist uppúr peysunni minni í borgarleikhúsinu á föstudaginn sé amk alveg farið. mikið hló ég annars þegar ég sá bakið á mér í speglinum eftir að hafa verið voða fín í leikhúsi með grænt fólk á bakinu. (peysan er semsagt þannig að það sést í bak).
annars er það eitt að frétta að ég vaknaði eftir mjög annasama nótt við hlið andvaka síðburðar, algerlega pikkföst frá hálsi og niður með vinstra herðablaði. nuddpotturinn í laugardalnum mýkti mig aðeins upp en stíf er ég þó enn. ég væri alveg til í að láta klóna fyrir mig nýtt bak. fer það ekki að verða möguleiki fljótlega?
sem minnir mig á það.... hver haldiði að eigi ammæli á miðvikudaginn??!!
í dag er semsagt fyrsti í afmælisviku 2006. uppáhalds vikan mín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli