ég fór í líkamsrækt í fyrsta sinn í langan tíma í morgun. núna á ég erfitt með að fara upp og niður tröppur.
nágrannakonurnar byrjuðu í jóga á sama tíma. þær ætla að fara í jóga daglega. og kannski líka eróbikk tíma. mér skilst að þær segi þetta á hverju hausti en hætti svo að fara eftir nokkrar vikur. mér skilst líka að loreto, þessi sem sofnar þegar hún hlær, prumpi svo mikið í jógatímum að engin hinna nái að einbeita sér. þess vegna fer ég ekki í jóga. ekki af því að hún prumpar, heldur af því að ég er hrædd um að gera það sjálf. og ef einhver prumpar í jógatímum mun ég vera sú fyrsta sem byrjar að hlæja og sú síðasta sem hættir. ég á mjög erfitt með svoleiðis aðstæður.
loreto, þessi sem sofnar og prumpar, segist aldrei prumpa fyrir framan eiginmann sinn og að hann prumpi ekki heldur fyrir framan hana. ég hef heyrt af fleiri svoleiðis hjónaböndum hérna í mexíkó. einn vinur makans fer alltaf inná klósett til að prumpa, svona eins og ónefnd nafna systur minnar frænka gerir á morgnana. einhvernvegin þykir mér það skrýtið. kannski er það bara af því að ég er alin upp við prumpusamkeppnir og ropmeting.
ég er heimilisprumpari. prumpa þar sem ég er afslöppuð og á heimavelli. fer líka eftir félagsskap. rop er fyrsta stig. svo kemur hitt.
það væri nú eiginlega spennandi að rannsaka þetta fyrirbæri, hvort afstaða til prumps sé menningar- eða einstaklingsbundin. hmmm....
ætluðu ekki fleiri að gefa mér kökuuppskriftir?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli