mánudagur, október 15, 2007

ætli maður verði ekki bara að reyna að notast aðeins við orð sem innihalda ekki kommur yfir stafi. það ætti svo sem að vera hægt að redda hlutunum þannig einhvernvegin.
var að enda við kvikmynd sem heitir the great global warming swindle. það er heimildamynd. myndin varð þess valdandi að maður byrjar að efast. það er mikilvægt að vera hlutlaus þegar maður er fjölmiðill. hryssan er að vissu leyti einhverskonar fjölmiðill og þess vegna verður að gæta hlutleysis stundum, ef ekki oftast. vegna þess mælum við með að allir skoði samhliða kvikmynd al gores sem heitir the inconvenient truth og ofantalda mynd.
texti dagsins hefur verið ritaður algerlega laus við kommunotkun, enda eru þær enn bilaðar. enn hefur engum tekist að leysa hinn dularfulla lyklaborðsvanda. en það mun gerast. vissulega eru allir vissir um það. og vonum hið besta. annars verður allur texti eftir þennan dag frekar undarlegur þar sem endalaust verður leitast við að losna við kommur.
fjandakornið hvað þetta er mikið afrek. finnst ykkur það ekki?

Engin ummæli: