þriðjudagur, október 16, 2007

um eftirmiðdaginn erum við að fara að borða með langafanum sem er 91 vetra gamall. það verður gaman. samt er erfitt að kaupa gjafir handa sumum sem eiga allt og nota sama og ekkert af hlutum. karlinn geymir sokka og sloppa og allskonar hluti sem honum hafa verið gefnir enn niðurpakkaða. þess vegna keyptum við lesefni fyrir hann, enda skilst okkur að hann lesi allt sem hann kemur höndum yfir.

miðbær höfuðborgarinnar hefur verið tæmdur. engir farandsölumenn mega setja upp tjöldin þar sem þeir hafa selt skran og eftirhermugeisladiska lengi vel. miðbærinn er allur annar, hægt er að skoða fallegu byggingarnar sem eru þar og einnig er auðveldara að ganga um göturnar. það er mikið af fallegum byggingum og sögulegum þarna sem vel er þess virði að skoða vel og vandlega.

merkilegt hvernig maður er alltaf öfugur. þegar við erum heima langar mig ekki að fara þaðan, en þegar nær dregur heimför langar mig alveg að vera lengur. ruglað.

frumburðurinn er samt hinn glaðasti, hlakkar til að fara að spila körfubolta og hitta vinina.

mig grunar að þetta muni vera spurning um að eiga heima þar sem hlutirnir eru einfaldir = heima, og ferðast svo bara eins mikið og hægt er þangað sem hitinn er og volg hafgolan. mig grunar það.

um daginn vann makinn einhverskonar happdrætti. vinningurinn var litun og klipping. gærdagurinn var þess vegna tileinkaður lubbalitun minni. það var aldeilis flott.

eftir nokkrar klukkustundir leggur systirin af stað heim til að syngja. leitt að missa af skemmtuninni. eftir tæpa viku munum við hittast þar sem systirin lærir. það verður gaman. við hlökkum mikið til.

það er erfiðara en það virðist að skrifa kommulaust.
en það venst...

Engin ummæli: