ég er alltaf svo glöð í mínu litla hjarta þegar ég finn aftur fólk sem hefur á einhverjum tímapunkti verið hluti af lífinu mínu. um daginn var ég að láta mér detta í hug að halda einhverntíman stóra veislu þar sem þemað væri jarðarförin mín.
ég fór nefnilega því miður í jarðarför ungs manns um daginn og þar sem ég horfði tárvotum augum í kringum mig fór ég að hugsa hvað það væri leiðinlegt fyrir strákinn sem dó að hafa misst af þessum degi þar sem fullt af fólki sem á einhvern hátt tengdist lífi hans kom saman. honum hefur ábyggilega aldrei í lifanda lífi tekist að hóa saman öllu þessu fólki sem þótti vænt um hann.
þess vegna var ég að hugsa um að halda einhverntíman veislu (kannski fertugs), þar sem öllum þeim sem myndu mæta í jarðarförina mína væri boðið. þar með þyrfti ég ekki að missa af þessari stórkostlegu samkomu nema bara auðvitað einu sinni.
svo er auðvitað spurning hversu margir myndi í raun mæta þegar á hólminn er komið...
og nú spyr ég ykkur aftur (því þannig fæ ég greinilega svo mörg svör sem er hollt fyrir fólk í niðursveiflu sem vantar egóbúst)...
myndir þú mæta í jarðarförina mína?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli