miðvikudagur, apríl 25, 2007

ég get varla hætt að velta mér uppúr þessu með að vera að fara. ég bið ykkur að afsaka og hafa þolinmæði.

nema hvað. ég á móðurbróðir sem er íslenskur, ættaður úr strandasýslu svona eins og ég í helminginn á mér. þessi frændi á íslenska konu. og íslensk börn.
þessi frændi er stundum svolítið alvarlega þenkjandi og veltir hlutunum mikið fyrir sér. um daginn sátum við frændfólkið sem oftar í kringum kræsingarnar á matarborði ömmu minnar og vorum að spjalla um lífið og lífsins sorgir (eins og hún amma segir).
einhverstaðar í samræðunum spurði frændinn hvað þetta væri eiginlega með okkur konurnar í ættinni, hvort íslenskir karlmenn væru ekki nógu góðir fyrir okkur.
þá fór ég að telja í huganum... ég á mann frá mexíkó, systir mömmu á mann frá noregi, önnur systir mömmu á mann frá þýskalandi, önnur systir mömmu á barn með manni frá noregi, systurdóttir mömmu er gift bandaríkjamanni og systir hennar býr með manni frá kólumbíu. nú og svo er bróðurdóttir mömmu gift dana, en þá held ég að listinn sé kominn. reyndar er hann ansi langur svona fyrir eina fjölskyldu.
en ég held að þetta sé bara tilviljun. okkur þykir óskaplega vænt um íslenska karlmenn, enda komnar undan slíkum og skyldar mörgum eintökum. sumar okkar eru vissulega giftar þeim, eins og tildæmis hún mamma mín, og ég á marga vini sem eru íslenskir karlmenn og mér þykir mjög vænt um. þeir eru sko aldeilis nógu góðir fyrir mig, bara voru einhvernvegin ekki á réttum stað á réttum tíma :)
einhverra hluta vegna hefur þetta bara æxlast svona í ættinni... kannski einhver gen frá ömmu sem langaði alltaf að búa þar sem sæist oftar í sólina.
ég veit ekki...

Engin ummæli: