ég er dán. dán og át. ég er stödd á krossgötum og veit svei mér ekki í hvaða átt er best að fara. hvor áttin fyrir sig felur í sér ákveðna fórn. mér finnst fúlt að þurfa að fórna.
ef ég flyt í einhvern tíma til mexíkó á næstu dögum þarf ég að hætta í skemmtilegri vinnu, hætta að hitta fjölskylduna mína oft og hætta að fara á kaffihús með beggu vinkonu á fimmtudögum. á móti kemur að ég mun hafa frelsi til að gera eitthvað nýtt, gott veður, fullt af fjölskyldu og fjárhagsáhyggjur munu færast af mér yfir á makann.
ef ég bý áfram á íslandi næstu árin mun ég að öllum líkindum verða einstæð móðir. en ég mun halda áfram í skemmtilegu vinnunni, fara á kaffihús á fimmtudögum og hitta fjölskylduna mína oft, kannski ekki alltaf í góðu veðri.
prós og kons.
hvort myndir þú gera?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli