fimmtudagur, nóvember 29, 2007

ég fór í atvinnuviðtal í dag. það var nokkuð spennandi verð ég að segja, en sökum lúðagangs og vantrausts á eigin getu þykist ég ekkert sérstaklega viss um að fá starfið. en það kemur bara í ljós á næstunni. spennandi samt.

mig langar samt alveg aftur í gömlu vinnuna mína. er ekki alveg komin yfir fráhvarfseinkennin og söknuðinn.

en fyrir utan það er allt spennandi. bráðum fáum við afhenta íbúðina okkar á skólavörðustíg sem er næstum því með útsýni yfir kirkju hallgríms. það er á spennandilistanum aldeilis. makinn á afmæli á morgun, líka spennandi. algjör atvinnuóvissa, spennandi nokk. jól og áramót, alltaf spennandi. próf á mánudaginn og þar með lok fjarnámsins, svaka spennandi.
allt að gerast. spennandilistinn langur.

ég er líka að hugsa um að hefja byltingu. það þarf alveg að taka til í samfélaginu og heiminum almennt. og þar sem enginn virðist hafa tök á að breyta hlutunum til betri vegar er ég að hugsa um að taka það bara að mér sjálf. það gerist aldrei neitt nema kona geri það sjálf. fyrst þarf ég bara að skipuleggja hvar ég ætla að byrja. svo þarf ég að gera plan yfir aðferðir sem þarf til að gera það sem þarf að gera. eftir það fara hlutirnir að breytast og batna.
ég er að hugsa um að byrja á því að þjálfa samlanda mína í að láta ekki vaða yfir okkur og vera samtaka í að mótmæla og kvarta og bojkötta. svo þegar þeim hluta lýkur lækka verðin sjálfkrafa, laugavegurinn verður ekki rifinn og gerður að verslanamiðstöð og heilbrigðiskerfið verður ekki einkavætt. svo verður líka hætt að virkja og umönnunar- og uppeldisstarfsfólk verður svaka vel launað.

einhver með í uppreisnarherinn? áhugasamir skrái sig í athugasemdakerfið og byltingarnefndin mun hafa samband eftir próf.

sem minnir mig á það.... margt spennandi að skoða á www.freedocumentaries.org

Engin ummæli: