nú fara dagarnir í að strunsa á milli tvg-zimsen, tollstjóra, tollafgreiðslu og umferðarstofu. einn sendir mig á hinn og hinn sendir mit enn annað áður en ég er send aftur á upphafsstað. en allt strunsið hefur að lokum leitt til þess að ég fékk nýtt bílnúmer í sms skeyti frá umferðarstjóra og hlutirnir eru loksins komnir á hreyfingu. mér datt í hug að fá mér bílnúmerið efibfm sem væri skammstöfun fyrir ekki flytja inn bíl frá mexíkó, en svo hætti ég við af því að svo fáir, eða bara ég og eiríkur hjá umferðarstofu myndum skilja djókið. svo er einkanúmer dýrara en hitt. nóg þarf þó að borga fyrir hamaganginn.
en þetta er að gerast. sem betur fer. þökk sé góðhjörtuðu fólki á hinum ýmsu skrifstofum bæjarins.
en við búum núna í lítilli leiguíbúð þar sem internetið er ekkert og ég neyðist til að laumast heim til foreldra minna til að geta fylgst með umheiminum. af þeim sökum verð ég hálf gloppótt þessa dagana. en það mun lagast.
bless á meðan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli