sunnudagur, nóvember 04, 2007

áðan langaði mig í malt. af þeim sökum ákvað ég að rölta uppí dreka og splæsa á mig einni slíkri. sem er svosem ekki í frásögur færandi...
inni í drekanum voru tveir ungir menn að borga, tveir ungir menn að afgreiða og ein ung stúlka, tja...um 15-16 ára myndi ég giska á, sem sat á háum stól við hátt borð. sú var að ræða í símann og var greinilega annt um að viðmælandi hennar heyrði skýrt og greinilega það sem hún hafði að segja. amk heyrðum við sem í sjoppunni vorum það mjög vel. núnú, ég snéri mér bara að kælinum og fór að skima eftir maltinu en þar sem ég get ekki að forvitni minni gert stundum þegar fólk talar af ákafa í símann, sperrti ég eyrun og einbeitti mér við að hlusta á þá freknóttu.
,,ég veit að þú verður ekkert ánægð með það sem ég er að segja þér"
,,ég verð samt að segja þér það"
,,já, nei, sko...bíddu"
,,bebbi (náði nafninu ekki alveg, enda var það óskýrt borið fram), hann sagðist aldrei hafa riðið ástu"
,,nei, sko, hann var alveg bara, þú veist, sagði það bara við strákana alveg bara, ég reið henni ekkert"
,,já pældíðí, hann sagði eitthvað svona æi hérna, það er bara bullshit, en svo vitum við auðvitað að það er ekkert satt"
,,hann reið henni alveg, hún segir það"
,,ok bæ"

annar ungi maðurinn, sá er nær stóð mér í röðinni leit á mig og ég sá það alveg í augunum á honum. hann vissi nákvæmlega hvað ég var að hugsa. og ég sömuleiðis. svo kímdum við bæði.
nú og ég borgaði auðvitað fyrir maltið, kímin, og fauk svo heim, kímin.
jafnvel glottandi.

Engin ummæli: