og nú er það próflestur.
ég skil reyndar ekki hvað það er við próflestur, en alveg síðan ég man eftir mér við slíka iðju hefur sami kvillinn hrjáð mig. ég verð syfjuð. því meira sem ég einbeiti mér við lesturinn, því syfjaðri verð ég og oftar en ekki ranka ég svo við mér með kramda kinn á útslefaðri bók.
bókasöfn eru verstu staðirnir fyrir próflestur þar sem í þögninni leggst syfjan enn kröftuglegar yfir mig en ella. en ef efnið er óspennandi sef ég hreinlega hvar sem er.
núna er ég að reyna að lesa fyrir próf um sögu menntunar. mér tekst ómögulega að komast í gegnum fyrsta kaflann, hvað þá alla hina, og ég er á mörkunum að örvænta. ég keypti helling af kóki (kaffi er vont), til að reyna að vinna gegn syfjunni, en allt kemur fyrir ekkert.
þegar ég les hinsvegar annarskonar efni, eða jafnvel þetta sama efni, án þess að tilgangur lestursins sé próf, get ég vakað og vakað og vakað og vakað sleflaust.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli