ég átti erfitt með að sofna í gær. sofnaði þó að lokum uppúr klukkan eitt.
klukkan nítján mínútur yfir tvö hringdi dyrabjallan. einhverra hluta vegna komst hringjarinn sem reyndist vera ung stúlka inn. hún reyndi að komast inn til konunnar á efri hæðinni. svo kom hún niður og opnaði hurðina inn til mín. þar stóð ég berrössuð með sængina utanum mig, ekkert voðalega vakandi, og spurði hana hvort hún væri að leita að einhverjum. snéri stúlkan sér þá við og hljóp út.
konan á efri hæðinni kom fram á sloppnum og ég í sænginni og við spurðum hvor aðra hvort hin hefði einhverja hugmynd, sem hvorug hafði. í því byrja þá allar dyrabjöllur í húsinu (sem eru reyndar bara hjá konunni og mér), að hringja á fullu. ég tók upp dyrasímann og sagði uþb tíu sinnum halló. konan á efri hæðinni náði í símann og bjóst til að hringja í lögregluna. hætti þá hringjarinn skyndilega, stökk upp í bíl sem var lagt beint fyrir utan dyrnar og keyrði í fússi í burtu. ég sá reyndar bílnúmerið út um gluggann og hef það vandlega geymt í fórum mínum.
mér datt þó helst í hug örvinluð kærasta að fara húsavillt, en hvað veit ég sosum...
svo fór ég í rúmið með hjartslátt og kaldan svita og var eitthvað hálf skelkuð. gott ef ég var ekki í eina þrjá tíma að sofna aftur til þess eins að vakna klukkan sjö til að vekja frumburðinn. eitthvað tókst mér að dotta til klukkan níu, en mikið óskaplega er ég þreytt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli