tengdamóðir mín á sextugsafmæli í dag. hún ákvað í tilefni dagsins að halda veislu (sem er að byrja einmitt núna).
vinkonum hennar, systur, frænkum og tengdadætrum var öllum boðið en engu karlkyns. (þeir fá að bjóða henni út að borða á morgun)
þema veislunnar eru prinsessur. tengdamóðirin saumaði sér stóran öskubuskukjól, skreytti skóna sína með fjöðrum og blómum, varð sér úti um kórónu og svo er salurinn víst skreyttur í hólf og gólf með prinsessum í stíl við afmælistertuna og piñötuna sem verður slegin í veislunni. frá þessu sagði hún blessunin mér í hláturskasti, enda mjög glöð kona.
ég er svekkt að vera ekki stödd í mexíkó núna en ég er alveg að hugsa um að geyma hugmyndina og nota hana þegar ég verð sjálf sextug.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli