þriðjudagur, mars 13, 2007

jasso. ég er að fatta að til eru risastór bloggsamfélög.
já hnussið bara og sveiið yfir því hversu sein ég er til. mér er alveg sama.
ég hef heyrt útundan mér að fólk talar um moggablogg og svo er víst eitthvaðannaðblogg og það er víst svolítið eins og að vera í mr eða versló, svona bloggrígur...eða eitthvað. kannski er ég bara að misskilja. en þetta er semsagt til. ég komst að því í eigin persónu núna bara rétt í þessu þegar ég valt inná síður sem voru kyrfilega merktar mbl.is. svo sá ég líka að fólk þarna inni er með rosalega langa lista yfir bloggvini og mynd af þeim flestum og allt.
þetta er svona svolítið eins og að hellingur af fólki hafi breyst í lítið fréttafólk þar sem liðið bloggar þvert og endilangt um málefni líðandi stundar. frumvörp, klámráðstefnur, smáralindarbæklinga, stjórnmálafólk og kvóta. og ekki vantar skoðanirnar svei mér þá.
kannski hef ég bara verið að misskilja þetta allan tímann og hinn raunverulegi tilgangur bloggs sé að vera fréttatúlkunarmiðill. ég hef bara verið að lesa síður hjá öðru fólki sem er líka að misskilja og þess vegna hef ég ekkert fattað villu míns vegar. en mér finnst bara einhvernvegin miklu skemmtilegra að lesa ruglumbull og venjulegheit sem eru oft óvenjuleg. mér þykir tildæmis sérstaklega skemmtilegt að dýfa mér inní hugarheim minnar kæru systur (bróður lúí) sem er með eindemum geðsjúk á geði og hnyttin.
ég er að hugsa um að vera ekki fréttakona, enda nóg af liði um hinar háværu umræður.
pant vera gaurinn sem fær að skrifa um ekki neitt.
ps. það eru líka til megrunarbloggsamfélög. þetta er ég allt að fatta núna. í dag.

Engin ummæli: