fimmtudagur, júlí 05, 2007

í dag er svona afturfótadagur. allt gengur á þeim.
í gærkveld setti ég naggrísinn hana krúsí í risastórt búr til að gleðja hana. í morgun þegar ég vaknaði var hún búin að sparka mat og sagi útum allt gólf. og ég þreif. svo bjó ég mér til svona eggjabrauð sem varð allt ónýtt. einhver setti kókómalt í glasi í ísskápinn. einhver hellti því niður í ísskápnum. og ég þreif. svo ætlaði ég að gera egg fyrir frumburðinn... missti egg í gólfið. og þreif.
á meðan sat litla dóttir veronicu þögul uppi á baði. þegar ég kom upp var baðherbergið á floti. sú litla líka. og búin að pissa í sig. og ég þreif.
ég veit ekki hvort ég þori að gera neitt fleira í dag, þetta lítur ekki vel út með heppnina og svona...

ps. hvað þýðir mala suerte?

Engin ummæli: