naggrísinn er farinn til annars eiganda. ég held að ég sé með ofnæmi fyrir honum. naggrísir eru svosem ekkert spennandi dýr. gera ekki annað en éta og kúka og hlaupa svo í burtu ef maður vill snerta þá.
en dýrasagan er ekki öll úti enn. í gær átti ég leið framhjá subbulegri gæludýrabúð í subbulegri götu. þar var afgreiðslukonan með búr. í búrinu sat lítill grár kettlingur sem horfði á mig svona eins og stígvélaði kötturinn í shrek gerir. ég stoppaði að forvitnast og komst þá að því að sá litli var búinn að vera í búðinni í nokkurn tíma ásamt systkinum sínum sem öll höfðu verið gefin. hann var sá síðasti og virtist ekkert ætla að ganga út. hún nennti honum ekki lengur og ætlaði að láta svæfa hann.
og ég kom heim með kettling.
núna er bara spurning hvort ég sé líka með ofnæmi fyrir honum... kemur í ljós.
hann heitir týri :) og er voða sætur. bara pínulítið vælinn.
eftir smá stund hittast samstarfsfólk mitt og nemendur í síðustu kvöldmáltíðinni. mér þykir súrt að vera fjarri góðu gamni. það er svo gaman að vera með þessu fólki.
ég verð amk á lækjarbrekku í anda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli