mánudagur, júlí 02, 2007

mikið félagslíf átti sér stað um helgina. í dag þjáist ég af þreytu af þeim sökum.
á föstudaginn fóru karlarnir á nágrannafundinn mikla sem endaði víst bara ósköp rólega. reiðin runnin af öllum og þeir hegðuðu sér víst næstum því eins og mestu sjentílmenni. á meðan þeir voru á fundinum sátum við, aðþrengdu eiginkonurnar, með romm í glösum og biðum spenntar eftir fréttum. fréttirnar urðu fáar, en rommglösin urðu mörg því við vorum svo hrikalega spenntar. og það var hlegið og blaðrað og sungið. á laugardeginum hittust allir makabræðurnir með svilkonunum og frændsystkini makans ásamt eigin mökum, á veitingastað/bar í borginni. tilefnið var tilvonandi afmæli næstyngsta mágsins. staðurinn var á mörgum hæðum og stíllinn var svona sumarhús á grikklandi eitthvað... allt hvítt og eiginlega bara rosa flott. verðið var í samræmi við flottheitin. á grikklandi var drukkið og hlegið og spjallað og hlegið meira. vinirnir og vandamennirnir urðu vel slompuð og svo fórum við heim.
í morgun (núna er sunnudagskveld) þurftum við svo að mæta snemma í morgunmat/fermingu hjá vini elsta mágsins sem bauð okkur öllum. það var verið að kaþólikkaferma börnin hans tvö. og við átum og átum og átum aðeins meira undir tónlist sem hefði frekar átt heima í brúðkaupsveislupartýi um kvöld. ekki alveg það sem mig langaði að heyra svona á sunnudagsmorgni eftir ,,erfiða" nótt.
núna er ég að deyja úr þreytu.

Engin ummæli: