sú fráskilda er víst búin að fá drengina sína aftur. en eiginmaðurinn er búinn að henda henni út úr húsinu hérna og heim til móður sinnar. dóttir mín saknar vinanna sinna.
áðan var hún að vaska upp fyrir mig (í mexíkó tíðkast barnaþrælkun nefnilega í sumum sveitum og þar sem ég er í sveit...). skyndilega heyrði ég læti og skruðninga og þá hafði sú stutta dottið niður á gólf. blóð úr haus og ég fékk gæsahúð. makinn í vinnunni til tilbreytingar svo ég hóaði í svilkonuna sem er líka ein heima eftir að mágurinn fór að sækja óþolandi soninn tveimur vikum of snemma til bandaríkjanna. hann á aldrei eftir að ala þennan skratta upp... bölvaður vitleysingur... en það er önnur saga... innan skamms fylltist húsið mitt af ráðleggjandi nágrönnum, sumir ennþá á náttfötunum með stírur í augum en aðrir baðaðir og fínir. en allir mættir. blóðugt höfuð dótturinnar miðpunktur allrar athygli og hver og einn kom með sínar ráðleggingar um hvað væri best að gera. að lokum tókst okkur að þrífa sárið og kom þá í ljós að það var minna en blóðmagnið sagði til um. svo kom önnur sem klippti plástra niður í eitthvað skrýtið form, sárið var klemmt saman og voilá. dóttirin eins og ný, allir nágrannarnir sáttir og ég þakklát.
og nú erum við öll að fara saman í bíó með börnin að sjá ratatuille eða hvað hún heitir þarna.
ég er hjörð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli