þriðjudagur, júlí 10, 2007

áðan settist ég á hvítan plaststól. það væri varla í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hann brotnaði undan mér. brotnir stólar eru satt best að segja ekki þægilegir. en það er í lagi með mig, þetta var mjúk lending...

ef þú ert að hugsa að hún hafi verið mjúk af því að ég er með stóran rass þá er það hinn mesti misskilningur. þú getur bara sjálf-ur verið með stóran rass. típískt þú að hugsa eitthvað svona... rassinn á mér er bara mjög fínn þakka þér fyrir. sinnir sínu hlutverki fullkomlega. og það er mun þægilegra að vera með smá rass heldur en að þurfa að sitja á beinunum. og lendingin var mjúk af því að stóllinn bognaði hægt og rólega niður í gólf. og nei, það var ekki af því að ég er svo þung. ertu að segja að ég sé þung? og feit? ha? stólandskotinn var brotinn fyrir. og þetta var bara drasl-stóll. ég er ekkert feit. ég er stórbeinótt. og sterkleg.
hver var að biðja þig um álit hvort eð er?

andskotans vitleysa...
ps. láttu svo ekki eins og þú sért ekki þarna, ég sé þig vel.

Engin ummæli: