hananú. þarf að skipta tveimur gjöfum. fékk illt í magann af kínverskum mat í gær. tapaði í popppunkti og fór of seint að sofa eins og ég hef aulast til að gera hvern einasta dag frísins. sem er svosem gott og blessað að ýmsu leyti, mætti vera betra að öðru leyti. mig langar í lífsklukku sem vekur mig hægt og rólega með dagsbirtuhermi sem smýgur inn í merg og bein og vekur líkama minn áður en ég vakna alveg endurnærð á líkama og sál en ekki súr, örvinda og syfjuð eins og ég virðist vera þegar mestallur dagurinn er nótt.
svei mér þá ef þetta er ekki fyrsta árið sem ég tek eftir því að skammdegið hafi í raun áhrif á skapið og klukkuna í mér. og í fyrsta skipti hef ég spurt fólk útí þetta vandamál og í fyrsta skipti hef ég komist að því að flestum þykir bara drullu erfitt að rífa sig uppúr rúminu þegar dagarnir eru svona þunglamalegir.
einhvernvegin fór þetta alltaf framhjá mér, enda hef ég kannski ekki endilega verið þekktust fyrir að vera í óskaplegum tengslum við eigin líkamsstarfsemi og andlegt ástand. það hefur meira verið mömmu deild að tengja síkósómatíkina og jingið og jangið og allt það stöff. ég hef bara einhvernvegin verið.
hér með tel ég ákveðnu þroskastigi náð og þetta þroskastig hyggst ég taka með mér inn í nýja árið.
sem minnir mig á það... hvað í andskotanum ætlar fólk að gera á gamlárs? einhvernvegin heyrist mér að allir séu að fara að gera bara eitthvað og enginn viti alveg hvað það verði. eða er það bara í mínu umhverfi?
svei mér þá ef mig vantar ekki að fara að búa til míns eigins hefðir og hætta að stóla á annarramanna stöff.
miðvikudagur, desember 28, 2005
miðvikudagur, desember 21, 2005
þar sem ég tilheyri þeim forréttindaríka þjóðfélagshópi sem nýtur þess að fá almennilegt jólafrí hef ég ekki verið og mun ekki vera dugleg að blogga þessa dagana. frumburðurinn er kominn í jólafrí og við splæstum sömuleiðis fríi á síðburðinn þrátt fyrir að því er virðist óendanlegan opnunartíma leikskólanna. við höfum eytt vikunni við turtildúfurnar í gjafakaup og kaup á ýmiskonar dótaríi sem hefur límst við okkur á leiðinni, auk þess sem við höfum ræktað líkama og sál. í dag fór svo jólafrísfjölskyldan í sundferð þar sem við fengum heila innilaug bara fyrir okkur og sturtuklefana svotil tóma þar sem aðrir virðast vera of uppteknir til að bleyta sig.
á morgun og hinn og á þorláki mun svo verða hangsað, jafnvel synt aðeins meira, og jafnvel bakaðar fleiri smákökusortir þar sem hinar tvær sem við bökuðum eru að klárast.
við munum sofa út, fara seint framúr, borða síðbúinn morgunmat í rólegheitum og stunda almennt dundur algerlega laus við stress, flýti og pirring. sama dagskrá verður viðhöfð á milli jóla og nýárs.
keyptir hafa verið slatta margir metrar af jólapappír og skrautborðum ýmiskonar sem munu verða vafðir eftir að kertasníkir svæfir börnin á þorláki, innihaldið í mexíkanska jólasaltfiskréttinn eru einnig komin í hús og föndrað verður við matseldina frá og með morgundeginum, enda langdreginn réttur í framkvæmd. jólakort hafa ekki verið send einni einustu sálu þar sem ég virðist vera haldin einhverskonar jólakortalæsingu, en það mun kannski rjátlast af mér einhverntíman í framtíðinni. eða ekki.
allt í allt er þetta semsagt barasta skrambi fín árstíð hérna í litla gula húsinu.
ef ég sé ykkur ekki á næstu dögum langar mig hér með til þess að óska ykkur öllum gleðilegra jóla, sólstöðuhátíðar, hanukka eða hvað það nú er sem þið kjósið að halda uppá, eða bara góðrar helgar ef trúarbrögð ykkar eru ekki í stuði þessa dagana. svo vil ég óska ykkur gleði, friðar og hamingju um leið og ég þakka fyrir liðna samfylgd, vonast eftir áframhaldandi samveru og bið ykkur vel að lifa.
sjáumst vonandi fljótlega aftur en ég er semsagt upptekin í bili við að gera allt og ekkert í góðu stuði.
á morgun og hinn og á þorláki mun svo verða hangsað, jafnvel synt aðeins meira, og jafnvel bakaðar fleiri smákökusortir þar sem hinar tvær sem við bökuðum eru að klárast.
við munum sofa út, fara seint framúr, borða síðbúinn morgunmat í rólegheitum og stunda almennt dundur algerlega laus við stress, flýti og pirring. sama dagskrá verður viðhöfð á milli jóla og nýárs.
keyptir hafa verið slatta margir metrar af jólapappír og skrautborðum ýmiskonar sem munu verða vafðir eftir að kertasníkir svæfir börnin á þorláki, innihaldið í mexíkanska jólasaltfiskréttinn eru einnig komin í hús og föndrað verður við matseldina frá og með morgundeginum, enda langdreginn réttur í framkvæmd. jólakort hafa ekki verið send einni einustu sálu þar sem ég virðist vera haldin einhverskonar jólakortalæsingu, en það mun kannski rjátlast af mér einhverntíman í framtíðinni. eða ekki.
allt í allt er þetta semsagt barasta skrambi fín árstíð hérna í litla gula húsinu.
ef ég sé ykkur ekki á næstu dögum langar mig hér með til þess að óska ykkur öllum gleðilegra jóla, sólstöðuhátíðar, hanukka eða hvað það nú er sem þið kjósið að halda uppá, eða bara góðrar helgar ef trúarbrögð ykkar eru ekki í stuði þessa dagana. svo vil ég óska ykkur gleði, friðar og hamingju um leið og ég þakka fyrir liðna samfylgd, vonast eftir áframhaldandi samveru og bið ykkur vel að lifa.
sjáumst vonandi fljótlega aftur en ég er semsagt upptekin í bili við að gera allt og ekkert í góðu stuði.
mánudagur, desember 19, 2005
mikið er svona heiladauð starfsemi stundum góð fyrir egóið....tíhíhí
Your Seduction Style: Au Natural |
You rank up there with your seduction skills, though you might not know it. That's because you're a natural at seduction. You don't realize your power! The root of your natural seduction power: your innocence and optimism. You're the type of person who happily plays around and creates a unique little world. Little do you know that your personal paradise is so appealing that it sucks people in. You find joy in everything - so is it any surprise that people find joy in you? You bring back the inner child in everyone you meet with your sincere and spontaneous ways. Your childlike (but not childish) behavior also inspires others to care for you. As a result, those who you befriend and date tend to be incredibly loyal to you. |
fimmtudagur, desember 15, 2005
einhverra hluta vegna var ég að hugsa um aldur í gærkveld þar sem ég lá og reyndi að sofna. hvimleiður vani að hugsa þegar líkaminn er að reyna að sofna... nema hvað, ætli ég hafi ekki verið að hugsa um aldur sökum þess að í gær gerðist sá merkisatburður að karl faðir minn gerðist sextugur. þá var ég semsagt að velta því fyrir mér að hann væri kominn samkvæmt íslensku tímatali á sjötugsaldur en það þykir mér einhverra hluta vegna hljóma of gamalt miðað við hvað hann er alls ekki gamall maður. svo hélt ég áfram að hugsa og mundi að ég sjálf telst núna vera á fertugsaldri, sem er líka alltof mikið hugtak fyrir svona litla stúlku eins og mig. nú og enn héldu þankagangar mínir áfram og eftir mikil brot í heila reiknaðist mér svo til að ég eigi son á tvítugsaldri og dóttur á tugsaldri.
sonur minn er nú hreinskilnislega sagt ekki með þroska til að teljast til tvítugsaldurs frekar en ég er með þroska til að vera á fertugsaldri frekar en pabbi er lítur út fyrir að vera á sjötugsaldri. hann er sennilega þroskaðri en ég en ég tel mig semsagt ekki hafa þroska til að segja til um þroska þeirra sem eru ofar mér í aldri þar sem ég hef engan samanburð innan þess aldurshóps við sjálfa mig.
nema hvað.... niðurstaða mín er eiginlega sú að ég tel aldurstímatal íslendinga vera niðurdrepandi og sjálfsmyndartruflandi og frekar svona glasið er hálf tómt eitthvað heldur en hitt.
leyfist mér hér með að leggja til að tugirnir verði taldir eftir því sem þeim er lokið og þar með á ég dóttur sem er barn, son sem hefur nýverið fyllt sinn fyrsta tug, er sjálf á þrítugsaldri og á móður á fimmtugsaldri og föður á sextugsaldri.
það hljómar einhvernvegin réttara.
sonur minn er nú hreinskilnislega sagt ekki með þroska til að teljast til tvítugsaldurs frekar en ég er með þroska til að vera á fertugsaldri frekar en pabbi er lítur út fyrir að vera á sjötugsaldri. hann er sennilega þroskaðri en ég en ég tel mig semsagt ekki hafa þroska til að segja til um þroska þeirra sem eru ofar mér í aldri þar sem ég hef engan samanburð innan þess aldurshóps við sjálfa mig.
nema hvað.... niðurstaða mín er eiginlega sú að ég tel aldurstímatal íslendinga vera niðurdrepandi og sjálfsmyndartruflandi og frekar svona glasið er hálf tómt eitthvað heldur en hitt.
leyfist mér hér með að leggja til að tugirnir verði taldir eftir því sem þeim er lokið og þar með á ég dóttur sem er barn, son sem hefur nýverið fyllt sinn fyrsta tug, er sjálf á þrítugsaldri og á móður á fimmtugsaldri og föður á sextugsaldri.
það hljómar einhvernvegin réttara.
laugardagur, desember 10, 2005
það er eitthvað kósí við myrkrið. það er líka eitthvað kósí við hlý föt og rauð nef og kinnar niðri í bæ þegar allt er upplýst og draslið vellur útúr búðargluggunum. eitthvað sem veldur því að ég er haldin óstöðvandi löngun í heita köku með rjóma og jólaöl.
það er ekkert kósí við hrannir af fólki sem treðst inn á milli hillna í búðum og streymir framhjá andlitinu á mér í verslanamiðstöðvum. veldur mér eiginlega bara svima og óþægindatilfinningu. lætur mig langa til að fara heim og horfa á súrrealísku jólaskreytingarnar eftir þriggja ára innanhúshönnuðinn minn.
mér þykja þessi upplýstu kósílegheit vera uppspretta góðrar tilfinningar sem veldur mér brosi í tíma og ótíma. það sem mér þykir skrýtnast er að sjá ekki fleiri bros á röltinu um bæinn. það eru flestir of uppteknir við að ana til þess að rölta. rölt er mun geðheilsuvænna og frekar brosaframleiðandi.
ég sé fólk bresta í bros þegar það mætir vinum og kunningjum. anið stöðvast um stund og alvarlega einbeitingarinnkaupahrukkan breytist í stutta gleði.
mér finnst að fólk ætti að vera duglegra að brosa til ókunnugra líka.
það er hægt að brosa til fólks af því að veðrið er svo frábært, af því að veðrið er svo vont að það er hreinlega fyndið, af því að við erum samferða í augnablik framhjá sniðugu fyrirbæri eða bara af því að það er gaman að gefa og þiggja bros.
en jæja... það er kannski bara ég....
það er ekkert kósí við hrannir af fólki sem treðst inn á milli hillna í búðum og streymir framhjá andlitinu á mér í verslanamiðstöðvum. veldur mér eiginlega bara svima og óþægindatilfinningu. lætur mig langa til að fara heim og horfa á súrrealísku jólaskreytingarnar eftir þriggja ára innanhúshönnuðinn minn.
mér þykja þessi upplýstu kósílegheit vera uppspretta góðrar tilfinningar sem veldur mér brosi í tíma og ótíma. það sem mér þykir skrýtnast er að sjá ekki fleiri bros á röltinu um bæinn. það eru flestir of uppteknir við að ana til þess að rölta. rölt er mun geðheilsuvænna og frekar brosaframleiðandi.
ég sé fólk bresta í bros þegar það mætir vinum og kunningjum. anið stöðvast um stund og alvarlega einbeitingarinnkaupahrukkan breytist í stutta gleði.
mér finnst að fólk ætti að vera duglegra að brosa til ókunnugra líka.
það er hægt að brosa til fólks af því að veðrið er svo frábært, af því að veðrið er svo vont að það er hreinlega fyndið, af því að við erum samferða í augnablik framhjá sniðugu fyrirbæri eða bara af því að það er gaman að gefa og þiggja bros.
en jæja... það er kannski bara ég....
fimmtudagur, desember 08, 2005
mánudagur, desember 05, 2005
rembumst við og rembumst við að selja okkar hús
selja okkar hús
selja okkar hús
rembumst við og rembumst við að selja okkar hús
snemma á mánudags morgni
svona gerum við er við pússum okkar gólf
pússum okkar gólf
pússum okkar gólf
svona gerum við er við pússum okkar gólf
snemma á mánudags morgni
með nefið fullt af ryki og augun full af skít
augun full af skít
augun full af skít
með nefið fullt af ryki og augun full af skít
snemma á mánudags morgni
svona gerum við til að selja okkar hús
selja okkar hús
selja okkar hús
svona gerum við til að selja okkar hús
snemma á mánudags morgni
selja okkar hús
selja okkar hús
rembumst við og rembumst við að selja okkar hús
snemma á mánudags morgni
svona gerum við er við pússum okkar gólf
pússum okkar gólf
pússum okkar gólf
svona gerum við er við pússum okkar gólf
snemma á mánudags morgni
með nefið fullt af ryki og augun full af skít
augun full af skít
augun full af skít
með nefið fullt af ryki og augun full af skít
snemma á mánudags morgni
svona gerum við til að selja okkar hús
selja okkar hús
selja okkar hús
svona gerum við til að selja okkar hús
snemma á mánudags morgni
föstudagur, desember 02, 2005
mín ekki lengur makalaus. alveg makalaust hvað makaleysi er erfitt, slítandi, ágætt og afslappandi í senn. en nú eru hlutirnir semsagt aftur farnir að taka á sig upprunalegt form. ég er hætt að þurfa að elda og börnin eru svo límd við föður sinn sökum fyrrum fjarveru hans að þeim gæti ekki verið meira sama hvort ég er á svæðinu eða ekki, sem veitir vissulega heilmikla hvíld bæði andlega og líkamlega.
annars er síður gaman að segja frá því að makinn kom heim aftur nokkrum kílóum léttari, mörgum vöðvum stinnari, mörgum hárum klipptari og mörgum tónum brúnni.
sem aftur gerir það að verkum að ég lít út fyrir að vera feitari, grárri, þreyttari og lufsulegri í samanburðinum sem er ekki alveg mér í hag á þessum síðustu og verstu líkamsútlitsfegurðaræskudýrkunartímum. það er eiginlega bara svolítið erfitt að eiga sætan mann því að kröfurnar aukast, enda kvenaðilinn oft undir pressu að vera ekki eftirbátur karlaðilans í útliti.
ég get allavega huggað mig við það að ég er sko alls ekkert vitlausari en hann... að einhverju leyti ...held ég ....eða ekki ...heh
annars er síður gaman að segja frá því að makinn kom heim aftur nokkrum kílóum léttari, mörgum vöðvum stinnari, mörgum hárum klipptari og mörgum tónum brúnni.
sem aftur gerir það að verkum að ég lít út fyrir að vera feitari, grárri, þreyttari og lufsulegri í samanburðinum sem er ekki alveg mér í hag á þessum síðustu og verstu líkamsútlitsfegurðaræskudýrkunartímum. það er eiginlega bara svolítið erfitt að eiga sætan mann því að kröfurnar aukast, enda kvenaðilinn oft undir pressu að vera ekki eftirbátur karlaðilans í útliti.
ég get allavega huggað mig við það að ég er sko alls ekkert vitlausari en hann... að einhverju leyti ...held ég ....eða ekki ...heh
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
ég þarf að verða mér útum svona tannkrem eins og er selt í ameríku.
ég veit ekki hvað það er en það virðist amk vera svo gasalega magnað að fólk vaknar ilmandi og til í kossaflens um leið og það opnar augun á morgnana.
eða kannski er fólk í hollívúdd bara almennt ekki viðkvæmt fyrir morgunandfýlu.
en miðað við það sem ég hef séð í sjónvarpinu þá er þetta allavega eitthvað aðeins öðruvísi heldur en á mínu heimili þar sem allir vakna með prumpufýlu í munninum.
ég veit ekki hvað það er en það virðist amk vera svo gasalega magnað að fólk vaknar ilmandi og til í kossaflens um leið og það opnar augun á morgnana.
eða kannski er fólk í hollívúdd bara almennt ekki viðkvæmt fyrir morgunandfýlu.
en miðað við það sem ég hef séð í sjónvarpinu þá er þetta allavega eitthvað aðeins öðruvísi heldur en á mínu heimili þar sem allir vakna með prumpufýlu í munninum.
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
föstudagur, nóvember 25, 2005
jedúdda... ég hef orðið fyrir einhverju fyrirbæri sem kallast kitl af völdum ljúfu. en áður en ég vind mér í listagerð langar mig að þakka ykkur kærlega fyrir góð viðbrögð við betli mínu og þakka þér farfugl fyrir dótakassann og þér hildigunnur fyrir að skutla dótinu til mín. gaman að fá andlit á bak við kommentakunningjana. (gaman annars að segja frá því að þegar hún hringdi á dyrabjöllunni sat ég einmitt í hægðum mínum á klósettinu og var næstum því búin að missa af henni, enda með allt á hælunum...tíhí). já og við erum semsagt enn að bíða eftir kolaportsbásnum en hún verður pottþétt þar 11., 17. og 18. des. og svo verður hún með skartgripina sína í jólaþorpinu í hafnarfirði á þorláksmessu. svona er maður nú mikill reddari.
nema hvað. hér koma kitlviðbrögðin.
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. skrifa bók (hvort ég ætli að gefa hana út er önnur ella)
2. ferðast um stóran hluta heimsins
3. eiga pening
4. læra arabísku og/eða japönsku
5. læra að búa til eitthvað að borða
6. hjálpa einhverjum
7. panta mér grafreit á íslandi
7 hlutir sem ég get:
1. talað spænsku og skilið ýmislegt á frönsku sjónvarpsstöðvunum
2. fengið fólk til að brosa og jafnvel hlægja
3. hlustað á aðra, fundið málamiðlanir og stundum ný sjónarhorn eða lausnir
4. sungið ógrynnin öll af íslenskum leikskólalögum og vísnabókarsöngvum
5. munað ógeðslega mörg símanúmer og allskyns fáránlegar tölurunur (og munað hvar allt er heima hjá mér)
6. haldið uppi samræðum við ókunnuga
7. bakkað óaðfinnanlega í hin þrengstu bílastæði
7 hlutir sem ég get ekki:
1. farið í handahlaup, splitt eða spígat
2. munað uppskriftina að kaffi
3. skammað eða rifist
4. hætt að líta á þrastarhóla 10 sem húsið mitt
5. hætt að borða nammi
6. horft á íslenska raunveruleikaþætti
7. verið eðlileg í kirkju eða á öðrum mjög formlegum samkundum
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið
1. kímnigáfa og léttleiki
2. fallegar hendur og neglur (hvað er það hjá mörgu kvenfólki?)
3. hárlaus brjóstkassi
4. hreinlæti
5. heiðarleiki
6. framkvæmdagleði
7. orðheppni
7 frægir karlmenn sem heilla mig
1. depp eins og svo margar aðrar
2. elvis presley áður en hann fór í herinn
3. hilmir snær
4. yahir (frægur söngvari í mexíkó sko)
5. garðar þór cortez
6. ricky martin þegar hann dansar
7. simon le bon löngu áður en hann kom til íslands
7 orð eða setningar sem ég segi oftast:
1. ertu búinn að læra heima og æfa þig á trompet?
2. burstaðu tennurnar og farðu að hátta
3. vertu kyrr / hættu þessu
4. núnú
5. drífðu þig á fætur / þú ert að verða of seinn
6. góðan dag / halló
7. hvusslags
7 manneskjur sem ég ætla að kitla
1. min söster
2. veiga
3. þórður
4. tinna æ
5. pass
6. pass
7. pass
nema hvað. hér koma kitlviðbrögðin.
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. skrifa bók (hvort ég ætli að gefa hana út er önnur ella)
2. ferðast um stóran hluta heimsins
3. eiga pening
4. læra arabísku og/eða japönsku
5. læra að búa til eitthvað að borða
6. hjálpa einhverjum
7. panta mér grafreit á íslandi
7 hlutir sem ég get:
1. talað spænsku og skilið ýmislegt á frönsku sjónvarpsstöðvunum
2. fengið fólk til að brosa og jafnvel hlægja
3. hlustað á aðra, fundið málamiðlanir og stundum ný sjónarhorn eða lausnir
4. sungið ógrynnin öll af íslenskum leikskólalögum og vísnabókarsöngvum
5. munað ógeðslega mörg símanúmer og allskyns fáránlegar tölurunur (og munað hvar allt er heima hjá mér)
6. haldið uppi samræðum við ókunnuga
7. bakkað óaðfinnanlega í hin þrengstu bílastæði
7 hlutir sem ég get ekki:
1. farið í handahlaup, splitt eða spígat
2. munað uppskriftina að kaffi
3. skammað eða rifist
4. hætt að líta á þrastarhóla 10 sem húsið mitt
5. hætt að borða nammi
6. horft á íslenska raunveruleikaþætti
7. verið eðlileg í kirkju eða á öðrum mjög formlegum samkundum
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið
1. kímnigáfa og léttleiki
2. fallegar hendur og neglur (hvað er það hjá mörgu kvenfólki?)
3. hárlaus brjóstkassi
4. hreinlæti
5. heiðarleiki
6. framkvæmdagleði
7. orðheppni
7 frægir karlmenn sem heilla mig
1. depp eins og svo margar aðrar
2. elvis presley áður en hann fór í herinn
3. hilmir snær
4. yahir (frægur söngvari í mexíkó sko)
5. garðar þór cortez
6. ricky martin þegar hann dansar
7. simon le bon löngu áður en hann kom til íslands
7 orð eða setningar sem ég segi oftast:
1. ertu búinn að læra heima og æfa þig á trompet?
2. burstaðu tennurnar og farðu að hátta
3. vertu kyrr / hættu þessu
4. núnú
5. drífðu þig á fætur / þú ert að verða of seinn
6. góðan dag / halló
7. hvusslags
7 manneskjur sem ég ætla að kitla
1. min söster
2. veiga
3. þórður
4. tinna æ
5. pass
6. pass
7. pass
mánudagur, nóvember 21, 2005
komið heil og sæl kæru vinir.
þannig er mál með vöxtum fyrir þau sem ekki vita, að ég hef gerst stuðningsfjölskylda fyrir unga fjögurra barna makalausa móður frá kólumbíu sem kom hingað til lands fyrir rúmum mánuði síðan.
hún er á fullu að læra íslensku og rembist við að aðlagast nýjum aðstæðum og undarlegu tungumáli.
framfærslupening fær hún í hverjum mánuði frá borginni, en eftir að leigan hefur verið greidd og strætómiðar keyptir og allt sem fylgir einföldustu gerð lífernis er ekki mikill peningur eftir fyrir konu sem býr með 8, 11, 12 og 15 ára ungmennum.
hún hefur verið að búa til mjög fallega skartgripi heima hjá sér úr ýmiskonar perlum, lituðum fræjum, kaffibaunum, skeljum og fleiru náttúrulegu og sniðugu og hana langar mikið til að koma sér af stað við að selja framleiðsluna og læra betur á íslenska samfélagið. til þess að prófa hefur hún ákveðið að leigja sér bás í kolaportinu um næstu helgi, en skartgripirnir hennar eru ekki nægilega margir til þess að halda uppi heilum bás.
þar kem ég inní myndina og vonandi þið líka. mér datt nefnilega í hug að smala saman smotteríi úr geymslum þeirra sem nóg eiga þannig að hún geti dundað sér við að selja notaða hluti og fengið þannig smá aukapening fyrir jólin. margt smátt gerir nefnilega eitt stórt.
ef eitthvert ykkar nennir, vill og getur litið í kringum sig eftir seljanlegu skrani sem þið notið ekki lengur og munið aldrei nenna að koma í verð sjálf, mun vinkona mín og ég fyrir hennar hönd, verða hin hamingjusamasta. ég gæti tekið að mér að skreppa eftir dóti til ykkar (ágætis ástæða líka til að koma í heimsókn...ehe), eða ef þið eigið leið hjá njálsgötu, nú þá bý ég þar með opinn faðminn og pláss í geymslunni.
þetta var semsagt jólabón ársins frá mér til ykkar.
þannig er mál með vöxtum fyrir þau sem ekki vita, að ég hef gerst stuðningsfjölskylda fyrir unga fjögurra barna makalausa móður frá kólumbíu sem kom hingað til lands fyrir rúmum mánuði síðan.
hún er á fullu að læra íslensku og rembist við að aðlagast nýjum aðstæðum og undarlegu tungumáli.
framfærslupening fær hún í hverjum mánuði frá borginni, en eftir að leigan hefur verið greidd og strætómiðar keyptir og allt sem fylgir einföldustu gerð lífernis er ekki mikill peningur eftir fyrir konu sem býr með 8, 11, 12 og 15 ára ungmennum.
hún hefur verið að búa til mjög fallega skartgripi heima hjá sér úr ýmiskonar perlum, lituðum fræjum, kaffibaunum, skeljum og fleiru náttúrulegu og sniðugu og hana langar mikið til að koma sér af stað við að selja framleiðsluna og læra betur á íslenska samfélagið. til þess að prófa hefur hún ákveðið að leigja sér bás í kolaportinu um næstu helgi, en skartgripirnir hennar eru ekki nægilega margir til þess að halda uppi heilum bás.
þar kem ég inní myndina og vonandi þið líka. mér datt nefnilega í hug að smala saman smotteríi úr geymslum þeirra sem nóg eiga þannig að hún geti dundað sér við að selja notaða hluti og fengið þannig smá aukapening fyrir jólin. margt smátt gerir nefnilega eitt stórt.
ef eitthvert ykkar nennir, vill og getur litið í kringum sig eftir seljanlegu skrani sem þið notið ekki lengur og munið aldrei nenna að koma í verð sjálf, mun vinkona mín og ég fyrir hennar hönd, verða hin hamingjusamasta. ég gæti tekið að mér að skreppa eftir dóti til ykkar (ágætis ástæða líka til að koma í heimsókn...ehe), eða ef þið eigið leið hjá njálsgötu, nú þá bý ég þar með opinn faðminn og pláss í geymslunni.
þetta var semsagt jólabón ársins frá mér til ykkar.
gerði þau hálfvitalegu og fábjánalega algengu mistök að drekka koffín fyrir svefninn. gat svo ekki sofnað en lá delírandi í rúminu í marga klukkutíma. vaknaði svo um einum til tveimur tímum síðar við að síðburðurinn hafði klifrað uppí og migið undir okkur báðar. kippti henni úr neðri hlutanum og fór í nýjan bol og ætlaði að nota hinn helming rúmsins til að klára nóttina en komst þá að því að frumburðurinn hafði lagt hann undir sig sökum martraðar.
brölti ég þá í hans ból sem er lítið og ekki eins gott og mitt.
brölti þá síðburðurinn þangað á eftir mér því stóra dýra ameríska rúmið mitt er ekki nógu gott fyrir hana ef ég er ekki í því. svaf því skökk og illa í smá stund í viðbót.
skemmst er frá því að segja að ég er þreytt, úrill og svakalega tæp á geði í dag.
brölti ég þá í hans ból sem er lítið og ekki eins gott og mitt.
brölti þá síðburðurinn þangað á eftir mér því stóra dýra ameríska rúmið mitt er ekki nógu gott fyrir hana ef ég er ekki í því. svaf því skökk og illa í smá stund í viðbót.
skemmst er frá því að segja að ég er þreytt, úrill og svakalega tæp á geði í dag.
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
búin að laga athugasemdakerfið, amk síðast þegar ég vissi.
ég hlustaði á sjón lesa uppúr einni af eldri bókum sínum í gær. svo sagði hann frá starfi sínu og við spurðum útí hvernig þetta virkar alltsamant og hvað liggur að baki hverri bók.
gott ef hann skrúfaði ekki endanlega fyrir allar mínar hugmyndir um að verða rithöfundur þegar ég verð stór. ég hef hvorki einbeitingu né tíma til þess að ráfa um bókasöfn og fornbókabúðir til þess að sanka að mér efni til að lesa svo að það geti gerjast í hausnum á mér í nokkur ár þangað til ég hrasa um sögupersónur sem verða að komast á blað, öll púslin falla á rétta staði og bókin skrifar sig sjálf í höndunum á mér.
ég kann heldur ekkert að gera trúverðuga persónusköpun og vel hnýttar sögufléttur og hvað þetta heitir nú alltsaman þetta bókmenntamömbódjömbó.
kannski væri betra fyrir mig að skrifa eins og eina sjálfshjálparbók um eitthvað sem böggar alla, hrista fram töfralausn og verða þýdd á ensku og seljast í milljónum eintaka og koma fram í ópru og doktor fill.
áður en ég kem mér að verki þarf ég bara að lesa eins og eina sjálfshjálparbók um það hvernig ég get haft meiri tíma og einbeitt mér betur.
í millitíðinni held ég mig bara við hryssuna mína. hún er gæf og hlýðin þessi elska.
ég hlustaði á sjón lesa uppúr einni af eldri bókum sínum í gær. svo sagði hann frá starfi sínu og við spurðum útí hvernig þetta virkar alltsamant og hvað liggur að baki hverri bók.
gott ef hann skrúfaði ekki endanlega fyrir allar mínar hugmyndir um að verða rithöfundur þegar ég verð stór. ég hef hvorki einbeitingu né tíma til þess að ráfa um bókasöfn og fornbókabúðir til þess að sanka að mér efni til að lesa svo að það geti gerjast í hausnum á mér í nokkur ár þangað til ég hrasa um sögupersónur sem verða að komast á blað, öll púslin falla á rétta staði og bókin skrifar sig sjálf í höndunum á mér.
ég kann heldur ekkert að gera trúverðuga persónusköpun og vel hnýttar sögufléttur og hvað þetta heitir nú alltsaman þetta bókmenntamömbódjömbó.
kannski væri betra fyrir mig að skrifa eins og eina sjálfshjálparbók um eitthvað sem böggar alla, hrista fram töfralausn og verða þýdd á ensku og seljast í milljónum eintaka og koma fram í ópru og doktor fill.
áður en ég kem mér að verki þarf ég bara að lesa eins og eina sjálfshjálparbók um það hvernig ég get haft meiri tíma og einbeitt mér betur.
í millitíðinni held ég mig bara við hryssuna mína. hún er gæf og hlýðin þessi elska.
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
ég á afmælí dag,
ég á afmælí dag,
ég á afmælún éheg
ég á afmælí dag.
húrra!
kveðjur og hamingjuóskir vinsamlegast þakkaðar.
ég fékk kórónu og þrjár gerðir af kökum í fyrstu frímínútum. yndisfagurt er að vinna með fólki sem eru álíka mikil afmælisbörn og ég sjálf. unaðurinn einsamall.
það var sko ein ostakaka, ein súkkulaðikaka og ein svona með hvítum botni, brúnum rjóma, perum og einhverju súkkulaðiskrauti ofaná. mikil var sú fegurð og fagurt var bragðið. nú og svo verður hátíðarkvöldverður í faðmi fjölskyldunnar heima hjá móður í kveld. þar mun gúmmulaðið aldeilis flæða yfir bakka sína.
um daginn fann ég nokkur 20 ára gömul bravoblöð. ég gaf þýskukennaranum þau eftir að hafa hirt duran duran plaggat sem einhverra hluta vegna hefur farið framhjá mér á sínum tíma. nú hangir plaggatið hér fínt og fagurt fyrir ofan skrifborðið mitt þar sem ég get blikkað þá og þeir eru ekki orðnir hrukkóttir eða gamlir.
stundum er bara eitthvað svo yndislegt að vera til....
ég á afmælí dag,
ég á afmælún éheg
ég á afmælí dag.
húrra!
kveðjur og hamingjuóskir vinsamlegast þakkaðar.
ég fékk kórónu og þrjár gerðir af kökum í fyrstu frímínútum. yndisfagurt er að vinna með fólki sem eru álíka mikil afmælisbörn og ég sjálf. unaðurinn einsamall.
það var sko ein ostakaka, ein súkkulaðikaka og ein svona með hvítum botni, brúnum rjóma, perum og einhverju súkkulaðiskrauti ofaná. mikil var sú fegurð og fagurt var bragðið. nú og svo verður hátíðarkvöldverður í faðmi fjölskyldunnar heima hjá móður í kveld. þar mun gúmmulaðið aldeilis flæða yfir bakka sína.
um daginn fann ég nokkur 20 ára gömul bravoblöð. ég gaf þýskukennaranum þau eftir að hafa hirt duran duran plaggat sem einhverra hluta vegna hefur farið framhjá mér á sínum tíma. nú hangir plaggatið hér fínt og fagurt fyrir ofan skrifborðið mitt þar sem ég get blikkað þá og þeir eru ekki orðnir hrukkóttir eða gamlir.
stundum er bara eitthvað svo yndislegt að vera til....
föstudagur, nóvember 11, 2005
fólk er stundum fífl. margir. fólk er samt nauðsynlegt og þegar upp er staðið er fólk það eina sem skiptir máli. það gerir öllum gott að skipta máli fyrir fólk, þó ekki séu það endilega margir. fólk sem skiptir ekki máli fyrir neitt fólk hverfur. sumt fólk er óþarft fyrir annað fólk, flestir eru þó nauðsynlegir fyrir einhverja og yfirleitt þarf ekki marga til. einstaka fólk kemur sér í þá stöðu að vera þarfir fyrir marga og jafnvel flesta, en það er fólk sem hættir að vera fólk að mörgu leyti og verður tákn. svo notum við fólk til að miða okkur við, líta upp til eða kvabba yfir sem getur verið bæði gaman og gefandi.
mig langar ekkert endilega að vera tákn en ég hef mikla þörf fyrir sumt fólk og hef þörf fyrir að það fólk hafi þörf fyrir mig.
í mínum huga er tilgangur lífsins þessi: fólk.
mig langar ekkert endilega að vera tákn en ég hef mikla þörf fyrir sumt fólk og hef þörf fyrir að það fólk hafi þörf fyrir mig.
í mínum huga er tilgangur lífsins þessi: fólk.
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
ég á fáránlega nágranna. einhversstaðar rétt hjá mér býr td. gaur sem á af og til leið framhjá baðherbergisglugganum mínum. hann er í götuhæð og auðvelt fyrir hvern sem er að beygja sig niður og kíkja á tildæmis mig á klósettinu. nema hvað, ég er oft með opinn gluggann af ýmsum ástæðum þegar ég er við iðju mína þar en nú fer það að verða erfitt vegna þess að nágrannahelvítið á það til að hlaupa framhjá og á hlaupunum vippar hann inn litlum ógeðslegum kúkafýlusprengjum sem valda vondri lykt í talsvert langan tíma inni á baði.
ég hef reyndar ósköp lítið orðið vör við þetta vandamál sjálf, en hún systir mín er ótrúlega óheppin. í hvert skipti sem hún kemur í heimsókn til mín og fær að nota klósettið kemur þetta svín og skutlar sprengju inn. aumingja hún kemur síðan út af baðherberginu illa lyktandi hrikalega vandræðaleg yfir lykt sem hún hefur ekkert með að gera.
ætli ég endi ekki á að setja upp öryggismyndavélar fyrir utan baðherbergisgluggann og siga löggunni á þetta pakk.
ég hef reyndar ósköp lítið orðið vör við þetta vandamál sjálf, en hún systir mín er ótrúlega óheppin. í hvert skipti sem hún kemur í heimsókn til mín og fær að nota klósettið kemur þetta svín og skutlar sprengju inn. aumingja hún kemur síðan út af baðherberginu illa lyktandi hrikalega vandræðaleg yfir lykt sem hún hefur ekkert með að gera.
ætli ég endi ekki á að setja upp öryggismyndavélar fyrir utan baðherbergisgluggann og siga löggunni á þetta pakk.
mánudagur, nóvember 07, 2005
eftir tiltektina miklu uppi á lofti hjá mor og far datt ég ofaní fulla tösku endurminninga frá unglingsárunum og öðrum ungdómi. það var eitthvað svo mikið við hæfi svona þegar dregur nær fyrsta þrjátíuogeitthvað afmælisdeginum mínum.
mikið var ég annars mikið yngri þarna þegar ég var yngri en þóttist vera eldri... en það voru svosem allir hinir á myndunum líka.
ég sat áðan í sófanum mínum bláa eftir að börnin skriðu í rúmið og þögnin færðist yfir, nartaði í súkkulaði og rölti niður minningaakreinina í fylgd með gömlum myndaalbúmum og ýmiskonar krotbókum. á rölti mínu rakst ég á mig sem félagsmálaforsprakka, leikkonu, dansara, blómabarn, fitubollu, mjónu, hárlitunarmódel, skákmeistara, ljóðskáld, fótboltakennara, leiklistarkennara, partýljón, barnunga móður, daðrara, barþjón, prom queen (lööng saga), hafnarboltaaðdáanda, billjardspilara, málara, sundkappa, píanóleikara, rithöfund, háskólanema, söngleikjahöfund, útlending og fleira og fleira.
í dag myndi ég segja að ég væri mamma, maki og réttindalaus kennslu-eitthvað.
hvað varð um úbermaju?
mikið var ég annars mikið yngri þarna þegar ég var yngri en þóttist vera eldri... en það voru svosem allir hinir á myndunum líka.
ég sat áðan í sófanum mínum bláa eftir að börnin skriðu í rúmið og þögnin færðist yfir, nartaði í súkkulaði og rölti niður minningaakreinina í fylgd með gömlum myndaalbúmum og ýmiskonar krotbókum. á rölti mínu rakst ég á mig sem félagsmálaforsprakka, leikkonu, dansara, blómabarn, fitubollu, mjónu, hárlitunarmódel, skákmeistara, ljóðskáld, fótboltakennara, leiklistarkennara, partýljón, barnunga móður, daðrara, barþjón, prom queen (lööng saga), hafnarboltaaðdáanda, billjardspilara, málara, sundkappa, píanóleikara, rithöfund, háskólanema, söngleikjahöfund, útlending og fleira og fleira.
í dag myndi ég segja að ég væri mamma, maki og réttindalaus kennslu-eitthvað.
hvað varð um úbermaju?
föstudagur, nóvember 04, 2005
ég var beðin um að ganga í sjálfstæðisflokkinn framyfir helgi, bara til að taka þátt í prófkjörinu. svo var mér sagt að ég mætti hætta í flokknum strax á mánudaginn.
mér var meira að segja sagt að það skipti í raun engu máli hvort ég væri skráð í tvo flokka í einu. allavega framyfir helgi.
hugmyndin var sú að þar sem sjálfstæðisflokkkurinn myndi hvort eð er að öllum líkindum vinna, þá gæti ég að minnsta kosti valið skárri kostinn af tveimur illum.
skárri kosturinn er þá semsagt gísli marteinn og verri kosturinn vilhjálmur.
eru hægrimenn virkilega að taka völdin?
er í raun og veru svona stór hluti borgarbúa með einstaklingshyggjukúk á milli eyrnanna? er málið að einkavæða allt draslið og stefna svo öll í að verða jakkafata og dragtarklætt úberfólk á uppleið?
er málið að vera jafnréttissinnuð ofurkona sem notar orðið femínisti yfir krúttílegar sínöldrandi risaeðlumussur eins og rúnu í stígamótum og hlægja svo að því hvernig strákarnir láta yfir fótboltanum þar sem við sitjum í háhæluðu manolo blatsnjikk skónum okkar með jóa fel snittu á milli naglalakkaðra fingra?
vill einhver annað hvort skjóta mig eða forða mér frá fordómum mínum gagnvart hægrisinnuðum.... eða kannski frekar hjálpa mér að kjósa einhvern annan flokk?
mér var meira að segja sagt að það skipti í raun engu máli hvort ég væri skráð í tvo flokka í einu. allavega framyfir helgi.
hugmyndin var sú að þar sem sjálfstæðisflokkkurinn myndi hvort eð er að öllum líkindum vinna, þá gæti ég að minnsta kosti valið skárri kostinn af tveimur illum.
skárri kosturinn er þá semsagt gísli marteinn og verri kosturinn vilhjálmur.
eru hægrimenn virkilega að taka völdin?
er í raun og veru svona stór hluti borgarbúa með einstaklingshyggjukúk á milli eyrnanna? er málið að einkavæða allt draslið og stefna svo öll í að verða jakkafata og dragtarklætt úberfólk á uppleið?
er málið að vera jafnréttissinnuð ofurkona sem notar orðið femínisti yfir krúttílegar sínöldrandi risaeðlumussur eins og rúnu í stígamótum og hlægja svo að því hvernig strákarnir láta yfir fótboltanum þar sem við sitjum í háhæluðu manolo blatsnjikk skónum okkar með jóa fel snittu á milli naglalakkaðra fingra?
vill einhver annað hvort skjóta mig eða forða mér frá fordómum mínum gagnvart hægrisinnuðum.... eða kannski frekar hjálpa mér að kjósa einhvern annan flokk?
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
úrverk með túrverk.
ég vil fá steiktan snák og sniglagraut og geðveiku gæsina sem afi skaut, refahakk í rófustöppu og rifinn ost, þetta kallar maður þrumu veislukost.
bróðir minn kveðst vera raunsær frekar en neikvæður. þetta er velta sem ég hef verið að velta fyrir mér ásamt minni bestu vinkvinnu og líka honum brósa undanfarið.
það er svo skrýtið að vera staddur á þeim stað tilverunnar að nenna óskaplega fáu fólki. sérstaklega þegar horft er uppá aðra íbúa bæjarins hamast við að rotta sig saman í allskonar hópum, dekurvinkonuhópum, pjattuppskriftamatarhópum, megrunaráhugahópum og sexinthecitywannabehópum. (oftar en ekki einn og sami hópurinn). og svo situr einhver ég úti í horni og hreinlega nenni engan veginn að setja mig inní áhugamálin eða samræðurnar eða vináttuna.
það þarf tildæmis mikla vináttu til þess að ég asnist til að muna afmælisdaga vinaafkvæma og ég er engan, og ég endurtek engan veginn í því að fylgjast með krúsímúsísögum á heimasíðum smábarna á barnalandi. hreinlega nenni ekki.
ég veit ekki hvort ég er bara neikvæði gaurinn í kjallaranum eða hvort ég sjái einfaldlega ekki tilganginn í að eyða tíma mínum í að standa í pjáturhjali og vangaveltum um sniðugustu aðferðina til að eiga óaðfinnanlegt heimilislíf og fullkomna tilveru. komin með upp í háls af sjálfshjálparbókaheiminum þar sem vala matt og sirrý vita betur.
ég er líka annað hvort of raunsæ eða of neikvæð eða of heimsk til þess að nenna kirkjum, heilurum og orkuflæðissteinum.
ég fæ kjánahroll yfir halloween, valentínusardeginum og raunveruleikasjónvarpi og mér er ekkert í mun að bæta ,,deit" menningu íslendinga. að auki þykir mér frægt fólk á íslandi ekki merkilegt og þeim fer ört fækkandi sem mér þykja merkilegir erlendis.
hvað er svo að fólki sem setur upp jólaskraut í október?
en eins og ég segi er ég ekki alveg viss hvort ég er of raunsæ/jarðbundin (skilgreiningaratriði), eða ógeðslega neikvæður og fúll karakter yfir höfuð.
(áður en þið veljið fúll karakter langar mig að bæta því við að ég get slett fram kaldhæðnislegum athugasemdum um flest ef ekki allt ofantalið um leið og það berst í tal)
ég vil fá steiktan snák og sniglagraut og geðveiku gæsina sem afi skaut, refahakk í rófustöppu og rifinn ost, þetta kallar maður þrumu veislukost.
bróðir minn kveðst vera raunsær frekar en neikvæður. þetta er velta sem ég hef verið að velta fyrir mér ásamt minni bestu vinkvinnu og líka honum brósa undanfarið.
það er svo skrýtið að vera staddur á þeim stað tilverunnar að nenna óskaplega fáu fólki. sérstaklega þegar horft er uppá aðra íbúa bæjarins hamast við að rotta sig saman í allskonar hópum, dekurvinkonuhópum, pjattuppskriftamatarhópum, megrunaráhugahópum og sexinthecitywannabehópum. (oftar en ekki einn og sami hópurinn). og svo situr einhver ég úti í horni og hreinlega nenni engan veginn að setja mig inní áhugamálin eða samræðurnar eða vináttuna.
það þarf tildæmis mikla vináttu til þess að ég asnist til að muna afmælisdaga vinaafkvæma og ég er engan, og ég endurtek engan veginn í því að fylgjast með krúsímúsísögum á heimasíðum smábarna á barnalandi. hreinlega nenni ekki.
ég veit ekki hvort ég er bara neikvæði gaurinn í kjallaranum eða hvort ég sjái einfaldlega ekki tilganginn í að eyða tíma mínum í að standa í pjáturhjali og vangaveltum um sniðugustu aðferðina til að eiga óaðfinnanlegt heimilislíf og fullkomna tilveru. komin með upp í háls af sjálfshjálparbókaheiminum þar sem vala matt og sirrý vita betur.
ég er líka annað hvort of raunsæ eða of neikvæð eða of heimsk til þess að nenna kirkjum, heilurum og orkuflæðissteinum.
ég fæ kjánahroll yfir halloween, valentínusardeginum og raunveruleikasjónvarpi og mér er ekkert í mun að bæta ,,deit" menningu íslendinga. að auki þykir mér frægt fólk á íslandi ekki merkilegt og þeim fer ört fækkandi sem mér þykja merkilegir erlendis.
hvað er svo að fólki sem setur upp jólaskraut í október?
en eins og ég segi er ég ekki alveg viss hvort ég er of raunsæ/jarðbundin (skilgreiningaratriði), eða ógeðslega neikvæður og fúll karakter yfir höfuð.
(áður en þið veljið fúll karakter langar mig að bæta því við að ég get slett fram kaldhæðnislegum athugasemdum um flest ef ekki allt ofantalið um leið og það berst í tal)
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
hæbb. öll að hressast. þakka skilning og stuðning á þreytutímum.
annars má ég til með að segja frá því að ég fór í sund í morgun eins og flesta aðra morgna undanfarið, sem er svosem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að ég fór ekki beina leið heim eins og ég hef yfirleitt gert.
eftir sundið í dag keyrði ég að þvottabásastöðinni þarna fyrir ofan ikea og keypti mér nokkra peninga í þvottabás nr.1.
eins og oftar er ég hef átt leið um bifreiða-eitthvað í heiminum, var ég eini kvenmaðurinn á svæðinu.
nema hvað, maðurinn í afgreiðslunni horfði skilningsríkum augum á mig á meðan hann útskýrði virkni tækjanna á máli sem hefði betur átt heima í stundinni okkar, enda greinilega vanur því að sumar tegundir af fólki ættu erfiðara með að fatta græjur en aðrar.
ég leyfi mér þó að efast um að búnaðurinn geti vafist fyrir mörgum þar sem að á tækinu sem peningunum er stungið inní er rofi. í kringum rofann eru tölustafir og við hvern tölustaf stendur eitt stikkorð sem vísar til leiðbeininganna á veggjunum. á veggjunum eru flennistór skilti þar sem viðeigandi tölustafir eru ásamt upplýsingum um verkfærið. röðin er eftirfarandi:
1- tjöruleysir, 2- háþrýstiskolun, 3- kústur með sápulöðri og 4- háþrýstiskolun (með bóni ef vill). fyrir 600 krónur fást 10,5 mínútur til þess að ljúka áðurnefndu ferli af. aukamínútur má svo kaupa fyrir 200 krónur (ekkert svo vitlaus bransi það).
nema hvað, stillir svo hver og einn á fyrsta stað á rofanum og spúir tjöruleysinum yfir bílinn, svo er stillt á tvo og þá fer sprautan í gang, varast ber þó að eyða of miklum tíma í hana því hún stoppar ekki sjálfkrafa og auðvelt er að falla í tímaeyðslu á þessu stigi málsins. þriðja stig er ekki heldur tímastillt svo að þeir sem hafa gaman af löðri skyldu vara sig á þeirri gryfjunni. nú og svo lýkur meðferðinni með lokaskolun með bónspúli sem stöðvast um leið og 10,5 mínúturnar eru liðnar, hvort sem bíllinn er hálfur útataður í löðri eða ekki.
nema hvað, ég hefði nú varla nennt að eyða tíma eða orku í að segja svo nákvæmlega frá þessu öllu saman ef ekki væri fyrir þá litlu og glottvænu staðreynd að ég horfði uppá karlana alla fara aðra ferð inn að kaupa sér aukamínútur á meðan mín kona tjöruhreinsaði, spúlaði, löðraði og bónskolaði og átti meira að segja auka mínútu til þess að splæsa á aðra umferð af lokaskolun. geri aðrir betur.
nú og svo setti ég hundraðkall í 9 mínútna ryksuguna og þótti tíminn ansi drjúgur, enda komin í mikið stuð og góðan gír.
eftir aðgerðirnar gekk ég í kringum bílinn og virti afrekið fyrir mér áður en ég leit stolt og sveitt yfir öxlina og brosti meðaumkvunarbrosinu mínu í áttina að pirruðum körlum með vatnslausar sprautur og bíla sem litu út eins og dóttir mín í freyðibaði.
á leiðinni heim setti ég upp montrassalegan svip á hverju einasta rauða ljósi, enda viss um að nýfenginn gljái á bifreiðinni minni færi ekki framhjá neinum.
sem minnir mig á það... 13 dagar í afmæli og hér með vil ég vinsamlegast biðja alla um að fara varlega í kringum afmælisdaginn minn svo að ég geti eytt honum í eintóma gleði.
annars má ég til með að segja frá því að ég fór í sund í morgun eins og flesta aðra morgna undanfarið, sem er svosem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að ég fór ekki beina leið heim eins og ég hef yfirleitt gert.
eftir sundið í dag keyrði ég að þvottabásastöðinni þarna fyrir ofan ikea og keypti mér nokkra peninga í þvottabás nr.1.
eins og oftar er ég hef átt leið um bifreiða-eitthvað í heiminum, var ég eini kvenmaðurinn á svæðinu.
nema hvað, maðurinn í afgreiðslunni horfði skilningsríkum augum á mig á meðan hann útskýrði virkni tækjanna á máli sem hefði betur átt heima í stundinni okkar, enda greinilega vanur því að sumar tegundir af fólki ættu erfiðara með að fatta græjur en aðrar.
ég leyfi mér þó að efast um að búnaðurinn geti vafist fyrir mörgum þar sem að á tækinu sem peningunum er stungið inní er rofi. í kringum rofann eru tölustafir og við hvern tölustaf stendur eitt stikkorð sem vísar til leiðbeininganna á veggjunum. á veggjunum eru flennistór skilti þar sem viðeigandi tölustafir eru ásamt upplýsingum um verkfærið. röðin er eftirfarandi:
1- tjöruleysir, 2- háþrýstiskolun, 3- kústur með sápulöðri og 4- háþrýstiskolun (með bóni ef vill). fyrir 600 krónur fást 10,5 mínútur til þess að ljúka áðurnefndu ferli af. aukamínútur má svo kaupa fyrir 200 krónur (ekkert svo vitlaus bransi það).
nema hvað, stillir svo hver og einn á fyrsta stað á rofanum og spúir tjöruleysinum yfir bílinn, svo er stillt á tvo og þá fer sprautan í gang, varast ber þó að eyða of miklum tíma í hana því hún stoppar ekki sjálfkrafa og auðvelt er að falla í tímaeyðslu á þessu stigi málsins. þriðja stig er ekki heldur tímastillt svo að þeir sem hafa gaman af löðri skyldu vara sig á þeirri gryfjunni. nú og svo lýkur meðferðinni með lokaskolun með bónspúli sem stöðvast um leið og 10,5 mínúturnar eru liðnar, hvort sem bíllinn er hálfur útataður í löðri eða ekki.
nema hvað, ég hefði nú varla nennt að eyða tíma eða orku í að segja svo nákvæmlega frá þessu öllu saman ef ekki væri fyrir þá litlu og glottvænu staðreynd að ég horfði uppá karlana alla fara aðra ferð inn að kaupa sér aukamínútur á meðan mín kona tjöruhreinsaði, spúlaði, löðraði og bónskolaði og átti meira að segja auka mínútu til þess að splæsa á aðra umferð af lokaskolun. geri aðrir betur.
nú og svo setti ég hundraðkall í 9 mínútna ryksuguna og þótti tíminn ansi drjúgur, enda komin í mikið stuð og góðan gír.
eftir aðgerðirnar gekk ég í kringum bílinn og virti afrekið fyrir mér áður en ég leit stolt og sveitt yfir öxlina og brosti meðaumkvunarbrosinu mínu í áttina að pirruðum körlum með vatnslausar sprautur og bíla sem litu út eins og dóttir mín í freyðibaði.
á leiðinni heim setti ég upp montrassalegan svip á hverju einasta rauða ljósi, enda viss um að nýfenginn gljái á bifreiðinni minni færi ekki framhjá neinum.
sem minnir mig á það... 13 dagar í afmæli og hér með vil ég vinsamlegast biðja alla um að fara varlega í kringum afmælisdaginn minn svo að ég geti eytt honum í eintóma gleði.
sunnudagur, október 30, 2005
ég er þreytt.
þreytt á að halda uppi heimili ein
þreytt á að vera vakin á næturnar og eldsnemma á morgnana
þreytt á að þurfa að fara snemma að sofa
þreytt á að eiga aldrei pening
þreytt á að finna upp eitthvað í matinn
þreytt á að útbúa matinn
þreytt á að gera hreint
þreytt á að vera alltaf að gera sömu hlutina
þreytt á að hafa engan drifkraft eða hugmyndaflug
þreytt á að fara út í kuldann á morgnana
þreytt á að vera kalt á tánum á kvöldin
þreytt á veðrinu
þreytt á sumu fólki í vinnunni minni
þreytt á hafa engin spennandi verkefni fyrir stafni
þreytt á að vera alltaf í sömu gömlu fötunum
þreytt á að nenna aldrei neinu
þreytt á að hugsa um skuldir og skuldbindingar
þreytt á að finnast ég vera of þung og slöpp og drusluleg
þreytt á að plokka á mér augabrúnirnar og raka mig
þreytt á að hugsa um að hreyfa mig og borða hollt
þreytt á að hafa áhyggjur af því að eldast
þreytt á að bera ábyrgð á öðrum
þreytt á því að vita ekkert hvað ég á að læra meira og gera meira
þreytt á að flytja
þreytt á að vera kyrr
þreytt á að vera þreytt...
þreytt á að halda uppi heimili ein
þreytt á að vera vakin á næturnar og eldsnemma á morgnana
þreytt á að þurfa að fara snemma að sofa
þreytt á að eiga aldrei pening
þreytt á að finna upp eitthvað í matinn
þreytt á að útbúa matinn
þreytt á að gera hreint
þreytt á að vera alltaf að gera sömu hlutina
þreytt á að hafa engan drifkraft eða hugmyndaflug
þreytt á að fara út í kuldann á morgnana
þreytt á að vera kalt á tánum á kvöldin
þreytt á veðrinu
þreytt á sumu fólki í vinnunni minni
þreytt á hafa engin spennandi verkefni fyrir stafni
þreytt á að vera alltaf í sömu gömlu fötunum
þreytt á að nenna aldrei neinu
þreytt á að hugsa um skuldir og skuldbindingar
þreytt á að finnast ég vera of þung og slöpp og drusluleg
þreytt á að plokka á mér augabrúnirnar og raka mig
þreytt á að hugsa um að hreyfa mig og borða hollt
þreytt á að hafa áhyggjur af því að eldast
þreytt á að bera ábyrgð á öðrum
þreytt á því að vita ekkert hvað ég á að læra meira og gera meira
þreytt á að flytja
þreytt á að vera kyrr
þreytt á að vera þreytt...
miðvikudagur, október 26, 2005
fimmtudagur, október 20, 2005
og er nú ritgerða og prófavertíð runnin upp. verða rauðir pennar spændir upp við leiðréttinga og yfirferðastörf. mér þykja rauðir pennar skemmtilegir.
ég nota þá óspart til að fara yfir félagsfræðiritgerðir og þá krota ég í hverja einustu stafsetningarvillu sem ég rekst á. einhverjum gæti þótt það fasistalegar aðferðir þar sem ég sé ekki um íslenskukennslu en ég lít á það þannig að með þessu er ég að benda þeim á allt sem þau eru að gera vitlaust (dreg þó að sjálfsögðu ekki niður fyrir stafsetningarvillur en þó hefur lélegur frágangur og kæruleysi áhrif á einkunn). þegar fólk fær félagsfræðiritgerðir í hausinn sem eru allar útkrotaðar vegna lélegrar íslensku eða stafsetningar ætti það að sýna þeim að þörf er á úrbótum. ég er nefnilega ein af þessu fólki sem hefur gaman af tungumálinu og hef gaman af að nota það en fæ illt í beinin þegar farið er illa með það (eins og ég hef örugglega áður sagt).
bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi hef ég rekist á ófáa íslenskuaulabárðana sem tala ósköp ágætlega en skrifa eins og fíbbl. mér er sagt að grunnskólakennarar efri bekkja séu núna komnir með einhverja reglufóbíu og forðist að kenna krökkunum ,,hardcore" (harðkjarna) reglur en séu meira í því að reyna að láta upplýsingarnar meltast inn í skallan á krökkunum í gegnum leik og störf.... svo kann þetta lið ekki að stafsetja nokkurn skapaðan hlut þegar þeim er skilað út í samfélagið vegna þess að skólakerfið er orðið of tilfinningavænt og manneskjulegt fyrir utanbókarlærdóm og reglur.
ég segi nú bara fyrir sjálfa mig að það eina sem ég man úr grunnskóla eru fjandans reglurnar sem ég tróð inn í hausinn á mér með því að endurtaka aftur og aftur.
einkunn, miskunn, vorkunn, forkunn. ap,jún, sept, nóv, 30 hver, einn til hinir kjósa sér, febrúar tvenna fjórtán ber. annar fáeinir enginn neinn, ýmis báðir sérhver, hvorugur sumir hver og einn, hvor og nokkur einhver. annar hver, annar hvor, annar tveggja, hvor tveggja.
jæja, best að hætta þessu nöldri
ég nota þá óspart til að fara yfir félagsfræðiritgerðir og þá krota ég í hverja einustu stafsetningarvillu sem ég rekst á. einhverjum gæti þótt það fasistalegar aðferðir þar sem ég sé ekki um íslenskukennslu en ég lít á það þannig að með þessu er ég að benda þeim á allt sem þau eru að gera vitlaust (dreg þó að sjálfsögðu ekki niður fyrir stafsetningarvillur en þó hefur lélegur frágangur og kæruleysi áhrif á einkunn). þegar fólk fær félagsfræðiritgerðir í hausinn sem eru allar útkrotaðar vegna lélegrar íslensku eða stafsetningar ætti það að sýna þeim að þörf er á úrbótum. ég er nefnilega ein af þessu fólki sem hefur gaman af tungumálinu og hef gaman af að nota það en fæ illt í beinin þegar farið er illa með það (eins og ég hef örugglega áður sagt).
bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi hef ég rekist á ófáa íslenskuaulabárðana sem tala ósköp ágætlega en skrifa eins og fíbbl. mér er sagt að grunnskólakennarar efri bekkja séu núna komnir með einhverja reglufóbíu og forðist að kenna krökkunum ,,hardcore" (harðkjarna) reglur en séu meira í því að reyna að láta upplýsingarnar meltast inn í skallan á krökkunum í gegnum leik og störf.... svo kann þetta lið ekki að stafsetja nokkurn skapaðan hlut þegar þeim er skilað út í samfélagið vegna þess að skólakerfið er orðið of tilfinningavænt og manneskjulegt fyrir utanbókarlærdóm og reglur.
ég segi nú bara fyrir sjálfa mig að það eina sem ég man úr grunnskóla eru fjandans reglurnar sem ég tróð inn í hausinn á mér með því að endurtaka aftur og aftur.
einkunn, miskunn, vorkunn, forkunn. ap,jún, sept, nóv, 30 hver, einn til hinir kjósa sér, febrúar tvenna fjórtán ber. annar fáeinir enginn neinn, ýmis báðir sérhver, hvorugur sumir hver og einn, hvor og nokkur einhver. annar hver, annar hvor, annar tveggja, hvor tveggja.
jæja, best að hætta þessu nöldri
þriðjudagur, október 18, 2005
jón gnarr er farinn að fara í taugarnar á mér. allir siðapostular gera það.
and now to something completely different....
ég er alltaf að reyna að hætta að éta nammi og drekka gos á virkum dögum. ég finn mér samt alltaf afsökun fyrir að gera það ,,bara í dag" og svo finnst mér ég vera fáviti.
en ég syndi fimmhundruð metra á hverjum virkum degi, geri aðrir betur. og af því er ég stolt. svo stolt að ég fæ mér nammi í tilefni dagsins.
barf.
mér er farið að líða eins og hafnarfirði. ég er full af hringtorgum. ég er ekki fyrr komin af stað í eitthvað en ég kem að hringtorgi og þarf að velja hvaða útgang ég ætla að nota. hver útgangur kemur mér svo á sitthvorn staðinn í lífinu. núna er ég einmitt á leið inná eitt slíkt torg. ég get ómögulega valið hvar ég á að beygja...
hvort er betra að vera sáttur við það sem er þegar fínt og ágætt og gæti orðið þannig um ókomin ár, fínt og ágætt alltaf eins, eða taka sénsinn, stökkva út í djúpu laugina og sjá hvað setur, prófa eitthvað nýtt og óþekkt og hrista upp í hlutunum?
ég er heimaskítsmát.
and now to something completely different....
ég er alltaf að reyna að hætta að éta nammi og drekka gos á virkum dögum. ég finn mér samt alltaf afsökun fyrir að gera það ,,bara í dag" og svo finnst mér ég vera fáviti.
en ég syndi fimmhundruð metra á hverjum virkum degi, geri aðrir betur. og af því er ég stolt. svo stolt að ég fæ mér nammi í tilefni dagsins.
barf.
mér er farið að líða eins og hafnarfirði. ég er full af hringtorgum. ég er ekki fyrr komin af stað í eitthvað en ég kem að hringtorgi og þarf að velja hvaða útgang ég ætla að nota. hver útgangur kemur mér svo á sitthvorn staðinn í lífinu. núna er ég einmitt á leið inná eitt slíkt torg. ég get ómögulega valið hvar ég á að beygja...
hvort er betra að vera sáttur við það sem er þegar fínt og ágætt og gæti orðið þannig um ókomin ár, fínt og ágætt alltaf eins, eða taka sénsinn, stökkva út í djúpu laugina og sjá hvað setur, prófa eitthvað nýtt og óþekkt og hrista upp í hlutunum?
ég er heimaskítsmát.
fimmtudagur, október 13, 2005
konur sem eru pirraðar og fúlar á móti þegar þær eru berrassaðar í sturtuklefum sundlauga eru asnalegar. það er asnalegt að vera pirraður og berrassaður á sama tíma. og það á við um karla líka, ég var bara svo ung þegar ég fór í karlaklefann síðast að ég get ekki sagt að ég muni eftir því.
sem minnir mig á það... mig langar stundum að valsa inn í karlaklefann þegar ég er í sundi. ekki til að sjá berrassaða karla heldur bara vegna þess að það er bannað. mér finnst svo óþægilegt að horfa á þennan inngang þar sem helmingur mannkynsins má fara inn og út að eigin vild, en mega ekki sjálf kíkja smá, hvað þá meira. mig langar líka svo mikið að fá að bera saman... labba um og benda í allar áttir. ,,hey! af hverju eruð þið með svona?" ,,hva? eruð þið ekki með blásara?"... og svona gaman.
ef búningsklefarnir í sundi hefðu einfaldlega alltaf verið sameiginlegir fyndist okkur sennilega ekkert skrýtið að fara öll í sturtu saman. þá væri líklega minna um útlendinga í laugunum. sökum spéhræðslu sko, ekkert að útlendingum þannig lagað, enda á ég einn og tvo hálfa heima hjá mér og get lítt kvartað.
hér með legg ég til að aðskilnaðarstefnu sundlauga og íþróttahúsa verði útrýmt og kynjaaðskilnaðarmúrinn verði brotinn niður á milli klefanna.
niður með spéhræðsluna!
ps. nú skipa ég eins og ljúfa: kvittaðu ef þú lest mig.
sem minnir mig á það... mig langar stundum að valsa inn í karlaklefann þegar ég er í sundi. ekki til að sjá berrassaða karla heldur bara vegna þess að það er bannað. mér finnst svo óþægilegt að horfa á þennan inngang þar sem helmingur mannkynsins má fara inn og út að eigin vild, en mega ekki sjálf kíkja smá, hvað þá meira. mig langar líka svo mikið að fá að bera saman... labba um og benda í allar áttir. ,,hey! af hverju eruð þið með svona?" ,,hva? eruð þið ekki með blásara?"... og svona gaman.
ef búningsklefarnir í sundi hefðu einfaldlega alltaf verið sameiginlegir fyndist okkur sennilega ekkert skrýtið að fara öll í sturtu saman. þá væri líklega minna um útlendinga í laugunum. sökum spéhræðslu sko, ekkert að útlendingum þannig lagað, enda á ég einn og tvo hálfa heima hjá mér og get lítt kvartað.
hér með legg ég til að aðskilnaðarstefnu sundlauga og íþróttahúsa verði útrýmt og kynjaaðskilnaðarmúrinn verði brotinn niður á milli klefanna.
niður með spéhræðsluna!
ps. nú skipa ég eins og ljúfa: kvittaðu ef þú lest mig.
miðvikudagur, október 12, 2005
í gærkveldi þar sem ég lá í rúminu mínu stóra og mikla og tómlega datt mér eitthvað stórsniðugt í hug til að blogga um í dag. svo hugsaði ég með mér að það væri nú sniðugt að skrifa hugmyndirnar hjá mér til að muna þær í dag. en nennti ekki framúr. og nú man ég ómögulega hvað þetta sniðuga var sem ég ætlaði að skrifa.
nema hvað... síðburður minn sem ráfar nú í kringum mig með hárið í hnút, hor og tár flæðandi um allt og einstaklega beinaborandi vælutón yfir einhverjum fjandans bláum plastketti úr kexpakka sem hún heimtaði af ákafa að ég klippti í sundur áðan en vill nú fá hann aftur í samt lag, er ekki að hjálpa mér mikið við að muna góðu hugmyndina. frekar mætti segja að hún væri að pynta heilasellur mínar og steikja þær á pönnu. eina í einu.
barn til sölu. fæst ódýrt.
já og svo langar mig til að þakka ykkur kæru gestir fyrir að sýna mér þann einstaka heiður að kíkja hingað inn af og til, það er ekkert nema unaður fyrir sálartetrið þegar einhver hefur gaman af. (ef einhverjir eru ósýnilegir þá þakka ég þeim líka)
farin að leika aðframkomna yfirgefna móður með tvö börn og heimili...
nema hvað... síðburður minn sem ráfar nú í kringum mig með hárið í hnút, hor og tár flæðandi um allt og einstaklega beinaborandi vælutón yfir einhverjum fjandans bláum plastketti úr kexpakka sem hún heimtaði af ákafa að ég klippti í sundur áðan en vill nú fá hann aftur í samt lag, er ekki að hjálpa mér mikið við að muna góðu hugmyndina. frekar mætti segja að hún væri að pynta heilasellur mínar og steikja þær á pönnu. eina í einu.
barn til sölu. fæst ódýrt.
já og svo langar mig til að þakka ykkur kæru gestir fyrir að sýna mér þann einstaka heiður að kíkja hingað inn af og til, það er ekkert nema unaður fyrir sálartetrið þegar einhver hefur gaman af. (ef einhverjir eru ósýnilegir þá þakka ég þeim líka)
farin að leika aðframkomna yfirgefna móður með tvö börn og heimili...
fimmtudagur, október 06, 2005
í gærkveldi ákvað ég að söðla um, skipta um sjóndeildarhring, venda kvæði mínu í kross og láta til skarar skríða. ég settist niður með blýant og strokleður í hönd og stílabók á hnjám eftir að hafa ákveðið að prófa að stinga litlu tánni innfyrir veröld minnar kæru litlusystur. svo bjó ég til nokkrar teiknimyndasögur, eða svokallaða einrömmunga eins og skörungar innan stéttarinnar vilja víst kalla þá.
mér hálfpartinn brá þegar ég sá hvað ég er óhemju lélegur teiknari en ég fyrirgaf sjálfri mér þó hæfileikaskortinn þegar ég sá hvað fyrsta myndin var ógeðslega fyndin. allavega samkvæmt mínum fyndnimæli.
þá er sennilega fátt eftir í stöðunni annað en að leyfa einhverjum að sjá og verða svo fyrir vonbrigðum af því að enginn á eftir að hlægja jafn mikið og ég.
nú velti ég því fyrir mér hvort teiknimyndasöguhöfundar hlæi að eigin afrakstri.
ekki það að ég er svosem enginn teiknimyndasöguhöfundur, eiginlega frekar svona lítið eftirhermurassgat sem er að rembast við að vera memm.
nema hvað. lúsarleit hefur verið gerð að eftirlifandi lúsum en þær virðast semsagt hafa dottið okkur allar dauðar úr höfði um síðustu helgi. þökk sé guði í upphæðum.
svona breytast nú hádramatískar uppákomur oft í skondnar sögur úr fortíðinni. o sei sei...
mér hálfpartinn brá þegar ég sá hvað ég er óhemju lélegur teiknari en ég fyrirgaf sjálfri mér þó hæfileikaskortinn þegar ég sá hvað fyrsta myndin var ógeðslega fyndin. allavega samkvæmt mínum fyndnimæli.
þá er sennilega fátt eftir í stöðunni annað en að leyfa einhverjum að sjá og verða svo fyrir vonbrigðum af því að enginn á eftir að hlægja jafn mikið og ég.
nú velti ég því fyrir mér hvort teiknimyndasöguhöfundar hlæi að eigin afrakstri.
ekki það að ég er svosem enginn teiknimyndasöguhöfundur, eiginlega frekar svona lítið eftirhermurassgat sem er að rembast við að vera memm.
nema hvað. lúsarleit hefur verið gerð að eftirlifandi lúsum en þær virðast semsagt hafa dottið okkur allar dauðar úr höfði um síðustu helgi. þökk sé guði í upphæðum.
svona breytast nú hádramatískar uppákomur oft í skondnar sögur úr fortíðinni. o sei sei...
þriðjudagur, október 04, 2005
þetta var nú meiri helgin. á föstudaginn duttu mér allar dauðar lýs úr höfði. bókstaflega.
ég var með tvær. og nit.
síðburðinum hafði þá tekist að dangla sínum ljósu mexíkanalokkum í eitthvað eða einhvern með pöddur í skallanum og ein þeirra hefur náð taki á höfuðleðri dótturinnar. nú og svo hefur verið stundað lúsakynlíf á höfði hennar og eggjum var verpt hirst og her. annað hvort hefur hún orðið fyrir massívu áhlaupi innflytjendalúsa eða þær hafa verið iðnar við kolann við að fjölga sér því að hún var með einar fimm og góðan slatta afkvæma í eggjum. og svo fékk ég náttúrulega afleggjara.
ég rauk í apótekið og hvíslaði laumulega að afgreiðslustúlkunni að ég þyrfti lúsasjampó. ,,ertu búin að finna lús?" spurði hún ekki hvíslandi. ,,já" hvíslaði ég. ,,Sigga, komdu aðeins, hvort er aftur betra að nota olíuna eða sjampóið þegar lúsin er fundin?" gólaði sú sloppaklædda aftur fyrir sig og gerði mér ansi erfitt fyrir að forðast augnaráð raðarkollega minna.
ég fór út með sjampóið og reyndi að ganga bein í baki eins og stoltur og herskár lúsaveiðimaður en ekki eins og laumuleg subbubarnamóðir.
og svo var þvegið og skrúbbað og nuddað og plokkað.
og okkur duttu allar dauðar lýs úr höfði.
nú bíð ég bara eftir njálgnum. þá fyrst verður gaman í apótekinu.
ps. ég komst að því að amma mín er haldin fordómum gagnvart lúsugum. henni þykir samt voða vænt um okkur...hehehe...
psps.lúsarsmit tengist ekki skorti á hreinlæti. bara svo þið vitið það, ha. ha!
ég var með tvær. og nit.
síðburðinum hafði þá tekist að dangla sínum ljósu mexíkanalokkum í eitthvað eða einhvern með pöddur í skallanum og ein þeirra hefur náð taki á höfuðleðri dótturinnar. nú og svo hefur verið stundað lúsakynlíf á höfði hennar og eggjum var verpt hirst og her. annað hvort hefur hún orðið fyrir massívu áhlaupi innflytjendalúsa eða þær hafa verið iðnar við kolann við að fjölga sér því að hún var með einar fimm og góðan slatta afkvæma í eggjum. og svo fékk ég náttúrulega afleggjara.
ég rauk í apótekið og hvíslaði laumulega að afgreiðslustúlkunni að ég þyrfti lúsasjampó. ,,ertu búin að finna lús?" spurði hún ekki hvíslandi. ,,já" hvíslaði ég. ,,Sigga, komdu aðeins, hvort er aftur betra að nota olíuna eða sjampóið þegar lúsin er fundin?" gólaði sú sloppaklædda aftur fyrir sig og gerði mér ansi erfitt fyrir að forðast augnaráð raðarkollega minna.
ég fór út með sjampóið og reyndi að ganga bein í baki eins og stoltur og herskár lúsaveiðimaður en ekki eins og laumuleg subbubarnamóðir.
og svo var þvegið og skrúbbað og nuddað og plokkað.
og okkur duttu allar dauðar lýs úr höfði.
nú bíð ég bara eftir njálgnum. þá fyrst verður gaman í apótekinu.
ps. ég komst að því að amma mín er haldin fordómum gagnvart lúsugum. henni þykir samt voða vænt um okkur...hehehe...
psps.lúsarsmit tengist ekki skorti á hreinlæti. bara svo þið vitið það, ha. ha!
fimmtudagur, september 29, 2005
jæja, þá líður að því að makinn yfirgefi oss, eins og hross. hryssan mun sitja ein eftir með sár á enni eða sárt enni og tvö folöld. hvort kom á undan, ísöld eða folöld?
nema hvað, ég óska hér með eftir vorkunn og miskunn og einkunn og forkunn svo sem væri ég einstæður faðir eða svokallaður grasekkill. grasekill er sá sem ekur á grasi eða sá sem reykir gras áður en hann heldur af stað út í umferðina.
ég geri mér hins vegar ekki fulla grein fyrir tilgangi þess að hafa gras með í ekkju/ekklastöðu tímabundiðyfirgefinna maka.
nema hvað, makinn leitar á heimaslóðir sökum framtíðardrauma, nostalgíutilfinningar og matgræðgi.
svo fær hann vonandi fljótt leið á heimalandinu og snýr aftur hingað sem við samlandar köllum heim, þangað sem vindurinn syngur fögur vögguljóð og spilar á ruslatunnulok, opin hlið og laust drasl í nýbyggingum. þangað sem vingjarnlegur faðmur vetrarkonungs klípur í kinn og strýkur öll bein á meðan frostrósaskreytt farartæki bræðir af sér vélarhrímið í morgunsárið.
ég gef honum tvær vikur og hann verður kominn aftur grátbiðjandi um myrkur og beinaskjálfta.
heppin ég að fá að vera eftir með börn og buru....
einkunn, miskunn, vorkunn, forkunn.
nema hvað, ég óska hér með eftir vorkunn og miskunn og einkunn og forkunn svo sem væri ég einstæður faðir eða svokallaður grasekkill. grasekill er sá sem ekur á grasi eða sá sem reykir gras áður en hann heldur af stað út í umferðina.
ég geri mér hins vegar ekki fulla grein fyrir tilgangi þess að hafa gras með í ekkju/ekklastöðu tímabundiðyfirgefinna maka.
nema hvað, makinn leitar á heimaslóðir sökum framtíðardrauma, nostalgíutilfinningar og matgræðgi.
svo fær hann vonandi fljótt leið á heimalandinu og snýr aftur hingað sem við samlandar köllum heim, þangað sem vindurinn syngur fögur vögguljóð og spilar á ruslatunnulok, opin hlið og laust drasl í nýbyggingum. þangað sem vingjarnlegur faðmur vetrarkonungs klípur í kinn og strýkur öll bein á meðan frostrósaskreytt farartæki bræðir af sér vélarhrímið í morgunsárið.
ég gef honum tvær vikur og hann verður kominn aftur grátbiðjandi um myrkur og beinaskjálfta.
heppin ég að fá að vera eftir með börn og buru....
einkunn, miskunn, vorkunn, forkunn.
miðvikudagur, september 28, 2005
þriðjudagur, september 27, 2005
tengdamóðirin lá í slökun á gólfinu með pínulitla bastkörfu á nefinu, einhverra hluta vegna. síðburðurinn kraup í uþb meters fjarlægð og var að dunda sér með borða í mexíkönsku fánalitunum. eitthvað höfðu koppaferðir farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeirri litlu svo að það varð slys. hún gólaði vansældarlega á mig, móður sína, og vorkenndi sjálfri sér sökum pissubleytu. ég lyfti þeirri stuttu upp af gólfinu, skóf af henni blauta neðanklæðnaðinn og þurrkaði henni frá mitti til táar.
tengdamóðirin lá sem fastast og bastkarfan haggaðist ekki.
að loknum þurrkstörfum snéri ég mér á ný að þeim verkum sem ég hafði verið að sinna pre-piss og sú stutta skipti á borðanum og nýju áhugamáli.
og tengdamóðirin lá.
einum tíu mínútum síðar átti ég leið framhjá brúnu konunni í rauðu flíspeysunni (þ.e. tengdó) og gerði ég mér þá grein fyrir ástæðu þess að pissupollurinn sem ég þurkkaði upp hafði verið svona óhemju lítill og nettur.
ástæðan var sú að ég bý í tæplega hundrað ára timburhúsi í miðbæ reykjavíkur þar sem varla er hægt að gera ráð fyrir óhallandi gólffleti. af sömu ástæðu hafði megnið af pissinu breytt sér í litla lækjarsprænu sem smeygði sér ósköp dúllulega undir flískragann og inní hárgelið og niður undir bak tengdamóðurinnar.
hún hafði ekki orðið vör við neitt þar til hún sá mitt stóra rauða andlit fast í hláturgrettu beint yfir henni. þá reis hún upp og fann skyndilegan kulda færast yfir höfuðleður og bak sitt þar sem þvag dóttur minnar hafði tekið sér bólfestu.
og þá varð kátt í höllinni....
tengdamóðirin lá sem fastast og bastkarfan haggaðist ekki.
að loknum þurrkstörfum snéri ég mér á ný að þeim verkum sem ég hafði verið að sinna pre-piss og sú stutta skipti á borðanum og nýju áhugamáli.
og tengdamóðirin lá.
einum tíu mínútum síðar átti ég leið framhjá brúnu konunni í rauðu flíspeysunni (þ.e. tengdó) og gerði ég mér þá grein fyrir ástæðu þess að pissupollurinn sem ég þurkkaði upp hafði verið svona óhemju lítill og nettur.
ástæðan var sú að ég bý í tæplega hundrað ára timburhúsi í miðbæ reykjavíkur þar sem varla er hægt að gera ráð fyrir óhallandi gólffleti. af sömu ástæðu hafði megnið af pissinu breytt sér í litla lækjarsprænu sem smeygði sér ósköp dúllulega undir flískragann og inní hárgelið og niður undir bak tengdamóðurinnar.
hún hafði ekki orðið vör við neitt þar til hún sá mitt stóra rauða andlit fast í hláturgrettu beint yfir henni. þá reis hún upp og fann skyndilegan kulda færast yfir höfuðleður og bak sitt þar sem þvag dóttur minnar hafði tekið sér bólfestu.
og þá varð kátt í höllinni....
mánudagur, september 26, 2005
listi nr.2:
1. mér finnst gaman að skrifa svona lista um sjálfa mig en þykir þó ögn vandræðalegt að troða listum uppá annað fólk þannig að við svona tækifæri brjótast um í mér tilfinningar sem gera það að verkum að mig bæði langar og langar ekki til að gera annan lista.
2. ég tel mig vera mannþekkjara og held oft að ég sjái auðveldlega í gegnum fólk, þ.e. hverskonar týpur það er, en samt finnast mér flestir vera fínir þegar ég kynnist þeim og það þarf oft góðan slatta af óverdósi til þess að einhver fari virkilega í taugarnar á mér.
3. mig langar til að vera ódauðleg og ég er óhemju hrædd við dauðann. ég fæ stóran sting í magann þegar ég hugsa til þess að dagur dauða míns muni renna upp. sömuleiðis fæ ég stinginn þegar ég hugsa um mína nánustu.
4. ég skrifaði einusinni fullt af ljóðum en er hætt því í seinni tíð. ljóðræni neistinn er eitthvað slappur. einu sinni þegar ég var í tónmenntatímum í effbé, (fjölbraut breiðholti) skrifaði ég alltaf litla ljóðabók í hverjum tíma og skildi hana eftir á ofninum við hliðina á borðinu mínu. svo ímyndaði ég mér rómantískar sögur um manneskjuna sem fyndi ljóðin eftir dularfulla skáldið. litlu ljóðabækurnar voru alltaf horfnar í næsta tíma en í seinni tíð er mig farið að gruna ræstingafólkið og ruslatunnuna.
5. ég á óskaplega erfitt með kveðjustundir og er haldin kveðjufælni. ég græt jafn auðveldlega yfir kveðjustundum og ég geri yfir auglýsingum og bíómyndum. ég hef þó reynt að losna við þetta með því að grisja út sambönd við fólk sem ég hef í raun og veru hvorki gagn né gaman af að umgangast og þá leysi ég það einfaldlega með því að hverfa án þess að kveðja.
6. kveðjufælni mín og listaskrifanautn gera það að verkum að mér þykir sárt að þurfa að hætta að skrifa listann minn.....
1. mér finnst gaman að skrifa svona lista um sjálfa mig en þykir þó ögn vandræðalegt að troða listum uppá annað fólk þannig að við svona tækifæri brjótast um í mér tilfinningar sem gera það að verkum að mig bæði langar og langar ekki til að gera annan lista.
2. ég tel mig vera mannþekkjara og held oft að ég sjái auðveldlega í gegnum fólk, þ.e. hverskonar týpur það er, en samt finnast mér flestir vera fínir þegar ég kynnist þeim og það þarf oft góðan slatta af óverdósi til þess að einhver fari virkilega í taugarnar á mér.
3. mig langar til að vera ódauðleg og ég er óhemju hrædd við dauðann. ég fæ stóran sting í magann þegar ég hugsa til þess að dagur dauða míns muni renna upp. sömuleiðis fæ ég stinginn þegar ég hugsa um mína nánustu.
4. ég skrifaði einusinni fullt af ljóðum en er hætt því í seinni tíð. ljóðræni neistinn er eitthvað slappur. einu sinni þegar ég var í tónmenntatímum í effbé, (fjölbraut breiðholti) skrifaði ég alltaf litla ljóðabók í hverjum tíma og skildi hana eftir á ofninum við hliðina á borðinu mínu. svo ímyndaði ég mér rómantískar sögur um manneskjuna sem fyndi ljóðin eftir dularfulla skáldið. litlu ljóðabækurnar voru alltaf horfnar í næsta tíma en í seinni tíð er mig farið að gruna ræstingafólkið og ruslatunnuna.
5. ég á óskaplega erfitt með kveðjustundir og er haldin kveðjufælni. ég græt jafn auðveldlega yfir kveðjustundum og ég geri yfir auglýsingum og bíómyndum. ég hef þó reynt að losna við þetta með því að grisja út sambönd við fólk sem ég hef í raun og veru hvorki gagn né gaman af að umgangast og þá leysi ég það einfaldlega með því að hverfa án þess að kveðja.
6. kveðjufælni mín og listaskrifanautn gera það að verkum að mér þykir sárt að þurfa að hætta að skrifa listann minn.....
föstudagur, september 23, 2005
miðvikudagur, september 21, 2005
ókey, þórdís sagði klukk við mig í kommentakerfinu mínu og eftir að hafa grennslast fyrir um þýðingu þessa klukks hef ég komist að því að mér er ætlað að láta í ljós fimm atriði um sjálfa mig.
skal gert:
1. ég borða ekki túnfisk, ólífur eða þorramat og drekk hvorki kaffi né rauðvín.
2. ég fæ niðurgang úr spenningi vegna ferðalaga eða stressi vegna ósættis og rifrilda.
3. ég er með hálfa framtönn úr plasti eftir að fá skíðalyftu í andlitið í austurríki 12 ára að aldri.
4. ég kann ekki að elda og finnst ekkert gott sem ég geri nema kökur. ég er líka lélegur föndrari.
5. ég er ógeðslega kaldhæðin og get verið algjör skítalabbi, en samt þarf ekki meira en ungbarnatær í sjónvarpinu til og þá er ég komin með gæsahúð og tár í augun. en í raun grenja ég meira yfir sjónvarpsefni heldur en raunveruleikanum því að í honum er ég barasta ansi hreint ánægð og kátur karakter.
og hananú.
klukk Lóa.
skal gert:
1. ég borða ekki túnfisk, ólífur eða þorramat og drekk hvorki kaffi né rauðvín.
2. ég fæ niðurgang úr spenningi vegna ferðalaga eða stressi vegna ósættis og rifrilda.
3. ég er með hálfa framtönn úr plasti eftir að fá skíðalyftu í andlitið í austurríki 12 ára að aldri.
4. ég kann ekki að elda og finnst ekkert gott sem ég geri nema kökur. ég er líka lélegur föndrari.
5. ég er ógeðslega kaldhæðin og get verið algjör skítalabbi, en samt þarf ekki meira en ungbarnatær í sjónvarpinu til og þá er ég komin með gæsahúð og tár í augun. en í raun grenja ég meira yfir sjónvarpsefni heldur en raunveruleikanum því að í honum er ég barasta ansi hreint ánægð og kátur karakter.
og hananú.
klukk Lóa.
mánudagur, september 19, 2005
og enn túristast ég... nú liggur leiðin í lónið bláa þar sem hárlufsur svamla á milli tánna og höfuðleður breytist í strý. en strý varð ekki troðið nema stebbi træði strý. eintreður stebbi strý, tvítreður stebbi strý... og svo framvegis. sem minnir mig á það... langt síðan ég hef heyrt í honum stebba blessuðum.
jæja, það er víst verið að bíða eftir mér....... farin að tala á spænsku.
hasta la vista
jæja, það er víst verið að bíða eftir mér....... farin að tala á spænsku.
hasta la vista
miðvikudagur, september 14, 2005
lá í bleyti með tengdamóður og tengdamóðursystur og maka í einar þrjár klukkustundir í gær. ég er ekki vön slíkri langlegubleytu, en það var gaman.
þær áttu óskaplega erfitt með að losa um hömlur sínar og vaða berrassaðar í sturtu, en slepptu sér að lokum og berrössuðust með mér um ganga laugardalslaugarbúningsklefanna.
nema hvað, þegar mér hafði rétt svo tekist að sannfæra þær um ágæti þess að striplast innanum ókunnugar konur hittum við ekki nema hana ömmu mína berrassaða með sundhettu. hún var hin kátasta að kynnast kerlingunum mínum og kyssti þær og faðmaði. mér sýndist á svipnum á þeim að þeim hafi þótt fundurinn ansi hreint óþægilegur.
ég brosti bara og naut súrrealisma augnabliksins. hehehe..... pomm pomm pomm...
já og svo komst ég að því að tengdamóðir mín hefur síðustu tvær vikur klínt sig alla út í hárnæringu á hverjum degi því hún kláraði aldrei að lesa á umbúðirnar og hélt að hún væri með body-lotion í höndunum....hahahahahaha....og svo var hún voða ánægð með hvað húðin á henni varð stinn og stíf af nýja kreminu ..... hahahahaha... sniff ....hehe...púff... ha ha ...
þær áttu óskaplega erfitt með að losa um hömlur sínar og vaða berrassaðar í sturtu, en slepptu sér að lokum og berrössuðust með mér um ganga laugardalslaugarbúningsklefanna.
nema hvað, þegar mér hafði rétt svo tekist að sannfæra þær um ágæti þess að striplast innanum ókunnugar konur hittum við ekki nema hana ömmu mína berrassaða með sundhettu. hún var hin kátasta að kynnast kerlingunum mínum og kyssti þær og faðmaði. mér sýndist á svipnum á þeim að þeim hafi þótt fundurinn ansi hreint óþægilegur.
ég brosti bara og naut súrrealisma augnabliksins. hehehe..... pomm pomm pomm...
já og svo komst ég að því að tengdamóðir mín hefur síðustu tvær vikur klínt sig alla út í hárnæringu á hverjum degi því hún kláraði aldrei að lesa á umbúðirnar og hélt að hún væri með body-lotion í höndunum....hahahahahaha....og svo var hún voða ánægð með hvað húðin á henni varð stinn og stíf af nýja kreminu ..... hahahahaha... sniff ....hehe...púff... ha ha ...
fimmtudagur, september 08, 2005
ég spyr mig hvaða heilvita hálfvita dettur í hug að birta fullt nafn bloggara sem skrifar ekki undir fullu nafni? og það í dje vaff!
jújú blogg eru á internetinu og þar af leiðandi opinber og aðgengileg hverjum sem vill, en litlum blogglingum sem langar bara að vera memm í að ruglumbulla og eignast kannski í leiðinni smá hóp af svipað nafnlausum eða nafnlitlum félögum og kunningjum undir huliðshjálmi internetsins, ætti að leyfast að halda sínu heil- eða hálf nafnleysi.
ég get sem dæmi nefnt sjálfa mig, en þeir sem vilja geta auðvitað komist að því hver ég er og ýmsir vita það líka. þar með er þó ekki sagt að ég hafi áhuga á því að hver sem er komist í tæri við síðuna mína og hefur mér blessunarlega tekist að sneiða hjá því að bókstaflega allir sem vita hver ég er séu að lesa þetta krafs mitt, enda hef ég ekkert sérstaklega verið að auglýsa að ég sé að blogga.
en jæja, það verður víst ekki á allt kosið.
en í öðrum fréttum langaði mig til að segja frá því að í gær fór ég til heimilislæknis. ástæðan fyrir förinni var sú að ég ætlaði að fá beiðni til að geta farið til sjúkraþjálfara sem mun vonandi á mánudaginn losa um þá tvo hryggjarliði mína sem eru víst eitthvað fastir. þá get ég líka vonandi hætt að væla yfir því að vera illt í bakinu.
nema hvað, þar sem ég fer mjööög sjaldan til læknis útaf sjálfri mér ákvað ég að nota tækifærið og fá ýmiskonar smyrsl og dótarí til að losna við nokkur lítil vandamál sem hafa fengið að malla án þess að ég hafi haft sérstaklega fyrir því að heimsækja lækni vegna þeirra. sem dæmi má nefna krónískt sár í nefinu þegar kólna tekur (gen frá pabba), bólur þegar ég byrja á túr, áratugagömul varta á hæl sem vörtuplástrar hafa ekki virkað á og dularfull bóla á rasskinn hægri. (gaman að segja frá því...)
nema hvað, heimilislæknirinn minn er eins og einhverntíman áður sagði aldrei við, svo að ég lenti hjá enn einum staðgenglinum. hann reyndist ekki vera stóri krúttbangsinn sem ég fór með makann til (sælla minninga), heldur var þetta drengur á aldri við mig, jafnvel nokkrum árum yngri, nýútskrifaður og í þokkabót bara hreint ansi laglegur ef ekki bara sætur.
hann bauð mig velkomna og ég settist á móti honum við skrifborðið og hann setti sig í læknastellingar og ég í sjúklingsstellingar. ,,jæja, hvað er svo hægt að gera fyrir þig?" spurði hann. ,,tjaaa...sko, mér er illt í bakinu...." (og svo fylgdu nánari útlistingar á því vandamáli). eftir að það hafði verið leyst var ég víst einhverstaðar á leiðinni búin að gubba því útúr mér að ég ætti við fleiri vandamál að stríða sem ég vildi láta hann skoða, þannig að eftir baklausnina spurði hann mig hver hin vandamálin voru. þá hrökk mín dama í baklás og renndi á ljóshraða í huganum yfir listann sem ég hafði ætlað að láta hann laga og ritskoðaði hann all svakalega.
ef hann hefði verið miðaldra karl, nú eða kona á hvaða aldri sem var, eða óhugnalega ljótur jafnaldri minn hefði ég að öllum líkindum rifið mig úr sokknum og skellt vörtunni uppá borð, ýtt nefinu upp til að sýna innviði nasa minna, girt niður brókina til að ljóstra upp um rassabóluna og fleira.... en ég bara fór að stama og roðna og breyttist í heilalausan hálfvita þar sem ég ældi útúr mér ,,nei, bara ég fæ sár í nefið þegar það er kalt úti en ekkert meira...".
ég kom heim með beiðni til sjúkraþjálfara, lyfseðil fyrir sterakrem í nös, vörtu á hælnum, bólu á rassinum og túrbó. (sem er sko stytting á túrbólur)
það ætti að banna sæta stráka á heilsugæslustöðvum.
jújú blogg eru á internetinu og þar af leiðandi opinber og aðgengileg hverjum sem vill, en litlum blogglingum sem langar bara að vera memm í að ruglumbulla og eignast kannski í leiðinni smá hóp af svipað nafnlausum eða nafnlitlum félögum og kunningjum undir huliðshjálmi internetsins, ætti að leyfast að halda sínu heil- eða hálf nafnleysi.
ég get sem dæmi nefnt sjálfa mig, en þeir sem vilja geta auðvitað komist að því hver ég er og ýmsir vita það líka. þar með er þó ekki sagt að ég hafi áhuga á því að hver sem er komist í tæri við síðuna mína og hefur mér blessunarlega tekist að sneiða hjá því að bókstaflega allir sem vita hver ég er séu að lesa þetta krafs mitt, enda hef ég ekkert sérstaklega verið að auglýsa að ég sé að blogga.
en jæja, það verður víst ekki á allt kosið.
en í öðrum fréttum langaði mig til að segja frá því að í gær fór ég til heimilislæknis. ástæðan fyrir förinni var sú að ég ætlaði að fá beiðni til að geta farið til sjúkraþjálfara sem mun vonandi á mánudaginn losa um þá tvo hryggjarliði mína sem eru víst eitthvað fastir. þá get ég líka vonandi hætt að væla yfir því að vera illt í bakinu.
nema hvað, þar sem ég fer mjööög sjaldan til læknis útaf sjálfri mér ákvað ég að nota tækifærið og fá ýmiskonar smyrsl og dótarí til að losna við nokkur lítil vandamál sem hafa fengið að malla án þess að ég hafi haft sérstaklega fyrir því að heimsækja lækni vegna þeirra. sem dæmi má nefna krónískt sár í nefinu þegar kólna tekur (gen frá pabba), bólur þegar ég byrja á túr, áratugagömul varta á hæl sem vörtuplástrar hafa ekki virkað á og dularfull bóla á rasskinn hægri. (gaman að segja frá því...)
nema hvað, heimilislæknirinn minn er eins og einhverntíman áður sagði aldrei við, svo að ég lenti hjá enn einum staðgenglinum. hann reyndist ekki vera stóri krúttbangsinn sem ég fór með makann til (sælla minninga), heldur var þetta drengur á aldri við mig, jafnvel nokkrum árum yngri, nýútskrifaður og í þokkabót bara hreint ansi laglegur ef ekki bara sætur.
hann bauð mig velkomna og ég settist á móti honum við skrifborðið og hann setti sig í læknastellingar og ég í sjúklingsstellingar. ,,jæja, hvað er svo hægt að gera fyrir þig?" spurði hann. ,,tjaaa...sko, mér er illt í bakinu...." (og svo fylgdu nánari útlistingar á því vandamáli). eftir að það hafði verið leyst var ég víst einhverstaðar á leiðinni búin að gubba því útúr mér að ég ætti við fleiri vandamál að stríða sem ég vildi láta hann skoða, þannig að eftir baklausnina spurði hann mig hver hin vandamálin voru. þá hrökk mín dama í baklás og renndi á ljóshraða í huganum yfir listann sem ég hafði ætlað að láta hann laga og ritskoðaði hann all svakalega.
ef hann hefði verið miðaldra karl, nú eða kona á hvaða aldri sem var, eða óhugnalega ljótur jafnaldri minn hefði ég að öllum líkindum rifið mig úr sokknum og skellt vörtunni uppá borð, ýtt nefinu upp til að sýna innviði nasa minna, girt niður brókina til að ljóstra upp um rassabóluna og fleira.... en ég bara fór að stama og roðna og breyttist í heilalausan hálfvita þar sem ég ældi útúr mér ,,nei, bara ég fæ sár í nefið þegar það er kalt úti en ekkert meira...".
ég kom heim með beiðni til sjúkraþjálfara, lyfseðil fyrir sterakrem í nös, vörtu á hælnum, bólu á rassinum og túrbó. (sem er sko stytting á túrbólur)
það ætti að banna sæta stráka á heilsugæslustöðvum.
þriðjudagur, september 06, 2005
síðburðurinn orðin priggja síðan á laugardaginn og frumburðurinn fyllir sinn fyrsta tug í dag. hann á allt nema alla playstation leiki í heimi. hann vantar ennþá mikinn meirihluta þeirra. heiladauðir foreldrar fjárfestu þar af leiðandi í einum nýjum í safnið. sú yngri var mun auðveldari í gjafameðförum, enda vilja priggja ára tröllaprinsessur oft vera það.
á eftir mun heimili mitt fyllast af karlkyninu í bekk frumburðarins og er þar um að ræða töffaraher mikinn. bónushamborgararnir, bónussnakkið, gosið og skúffukakan sem ég töfraði fram úr ermunum í gærkvöldi bíða átekta og áfergju þeirrar sem mun að öllum líkindum verða þeim aldurtila (það er að segja veitingunum). til að vernda dreggjar geðheilsu okkar skötuhjúa fjárfesti ég í plastglösum, plastdiskum, plasthnífapörum og einnota servíettum. (ekki það að ég hef svosem aldrei átt annað en einnota servíettur...en það er önnur saga).
annars er bara allt gott að frétta. mexíkanaparið úr heimsókn hinni fyrri er farið heim í sólina og nú er vika í næsta mexíkanapar sem samanstendur af tengdamóður vorri og systur hennar sem eru í miðaldrahúsmæðraorlofi, nú staddar í le paris. þær eru víst frelsinu fegnar og mér skilst að þær stefni á svakalegt þjóðhátíðarpartí á heimili mínu þann 15. þessa mánaðar (þjóðhátíðardagur mexíkó) og ég sé fram á að föndraðar verði piñötur og allt. (til að skrifa orðið piñötur þarf ég að breyta lyklaborðinu mínu úr íslensku yfir í spænsku og svo strax aftur í íslensku til að fá ö), það er ýmislegt á sig lagt fyrir alþjóðlegu stafsetninguna skal ég segja ykkur... en ég nenni semsagt ekki aftur að skrifa þetta orð.
eins og sést eru stöðug jól á heimili mínu þessa dagana, enda fengum við fyrst gjafir frá mexíkönum 1 (mági mínum og svilkonu með kaupæði), svo fóru þau til parísar og komu aftur með fleiri gjafir handa okkur. nú svo voru gefnar gjafir á afmæli burðar nr. 1 og svo aftur í dag í afmæli nr. 2, og þá er bara eftir að klára þriggja kílóa m&m pokann og skúffukökuna og mexíkanska chili-nammið og sterku sósurnar áður en næsti skammtur kemur í hús á þriðjudaginn næstkomandi (ásamt meðfylgjandi gjafaflóði þeirrar heimsóknar). nú þegar þær fara heim verður orðið stutt í afmæli mitt og makans í nóvember, og þá koma jólin...
ætli ég sleppi ekki öllum tilraunum til að fækka kílóum fram yfir áramót, þetta lítur hreint ekki svo vel út.
púff
á eftir mun heimili mitt fyllast af karlkyninu í bekk frumburðarins og er þar um að ræða töffaraher mikinn. bónushamborgararnir, bónussnakkið, gosið og skúffukakan sem ég töfraði fram úr ermunum í gærkvöldi bíða átekta og áfergju þeirrar sem mun að öllum líkindum verða þeim aldurtila (það er að segja veitingunum). til að vernda dreggjar geðheilsu okkar skötuhjúa fjárfesti ég í plastglösum, plastdiskum, plasthnífapörum og einnota servíettum. (ekki það að ég hef svosem aldrei átt annað en einnota servíettur...en það er önnur saga).
annars er bara allt gott að frétta. mexíkanaparið úr heimsókn hinni fyrri er farið heim í sólina og nú er vika í næsta mexíkanapar sem samanstendur af tengdamóður vorri og systur hennar sem eru í miðaldrahúsmæðraorlofi, nú staddar í le paris. þær eru víst frelsinu fegnar og mér skilst að þær stefni á svakalegt þjóðhátíðarpartí á heimili mínu þann 15. þessa mánaðar (þjóðhátíðardagur mexíkó) og ég sé fram á að föndraðar verði piñötur og allt. (til að skrifa orðið piñötur þarf ég að breyta lyklaborðinu mínu úr íslensku yfir í spænsku og svo strax aftur í íslensku til að fá ö), það er ýmislegt á sig lagt fyrir alþjóðlegu stafsetninguna skal ég segja ykkur... en ég nenni semsagt ekki aftur að skrifa þetta orð.
eins og sést eru stöðug jól á heimili mínu þessa dagana, enda fengum við fyrst gjafir frá mexíkönum 1 (mági mínum og svilkonu með kaupæði), svo fóru þau til parísar og komu aftur með fleiri gjafir handa okkur. nú svo voru gefnar gjafir á afmæli burðar nr. 1 og svo aftur í dag í afmæli nr. 2, og þá er bara eftir að klára þriggja kílóa m&m pokann og skúffukökuna og mexíkanska chili-nammið og sterku sósurnar áður en næsti skammtur kemur í hús á þriðjudaginn næstkomandi (ásamt meðfylgjandi gjafaflóði þeirrar heimsóknar). nú þegar þær fara heim verður orðið stutt í afmæli mitt og makans í nóvember, og þá koma jólin...
ætli ég sleppi ekki öllum tilraunum til að fækka kílóum fram yfir áramót, þetta lítur hreint ekki svo vel út.
púff
fimmtudagur, september 01, 2005
jón nuddari sagði að vandamálið væri í mjöðmunum á mér. er hann lét orð sín falla hrundi haugur af dauðum lúsum úr höfði mér. þá var ég svo aldeilis hlessa þar sem ég lá eins og klessa. svo potaði hann og kleip orðum sínum til stuðnings og ég lá með andlitið í gati þar sem ég umlaði og gargaði ofaní ilmandi nuddstofuhandklæðið. án þess að hafa hugmynd um það var ég í raun og veru aumari í rasskinnum efri heldur en nokkurntíman í bakinu sjálfu. bakið er bara birtingarmynd slæmra setustellinga og fótleggjakrossunar og almennrar mjaðmaskekkju af mínum eigins völdum.
,,svona eins og þegar viftuspaðinn í bílnum þínum hættir að virka þá er það kannski ekki vegna þess að spaðinn sjálfur er ónýtur heldur er bíllinn kannski bensínlaus", sagði jón til að útskýra vandamálið enn betur fyrir mér. ekki batnaði skákin hjá mér þegar hann skipti úr nudd-anatómíuútskýringum yfir í bifreiðasamlíkingar. ,,nú, stoppa viftuspaðar þegar bílar verða bensínlausir?" spurði ég ofaní gatið í mesta sakleysi. ,,nei, ég segi bara svona, ég meina bara eitthvað svona svo að þú fattir" svaraði jón. ,,ó, já, ég skil" umlaðist uppúr gatinu og svo ákvað ég bara að halda mér saman enda engin leið að vita hvort ég sjálf eða jón værum fáfróðari um bíla án þess að koma upp um míns eigins algera heimsku.
en nuddið sem slíkt var óskaplega gott og fínt. nema kannski stirðnaði ég örlítið upp, alveg ósjálfrátt, þegar blessunin hann jón vippaði fótunum á mér upp á öxl sér og hóf að nudda þá bókstaflega frá toppi til táa. ekki það að fótanudd er gífurlega þægilegt en ég á því miður ekki auðvelt með að leyfa fólki að káfast í tánum á mér, hvað þá ókunnugum mönnum sem eru með þær alveg ofaní andlitinu á sér.
ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég hef aldrei farið í fótsnyrtingu. biddu fyrir þér! má ég þá frekar biðja um rasssnyrtingu því ég átti töluvert auðveldara með að höndla jón á rasskinnunum á mér heldur en á tánum.
nema hvað, núna sit ég voðalega bein og rétt og óskökk og með fæturna herramannslega útglennta og olnbogana nálægt síðunum og úlnliðina í afslappaðri hæð á lyklaborðinu. svo er ég með bólgueyðandi rauða pillu í æðakerfinu einhverstaðar.
slaka á öxlunum og rétta mjaðmaskekkjur.
kæru lesendur, vinsamlegast lærið af mistökum mínum og notist við réttar vinnustellingar. þannig má vonandi koma í veg fyrir vöðvabólgufaraldur mikinn.
spurning um að kæra billa hlið fyrir að hafa komið okkur öllum fyrir framan tölvur og verið þannig valdur að vökunóttum og óþrjótandi tölvuverkjum.
,,svona eins og þegar viftuspaðinn í bílnum þínum hættir að virka þá er það kannski ekki vegna þess að spaðinn sjálfur er ónýtur heldur er bíllinn kannski bensínlaus", sagði jón til að útskýra vandamálið enn betur fyrir mér. ekki batnaði skákin hjá mér þegar hann skipti úr nudd-anatómíuútskýringum yfir í bifreiðasamlíkingar. ,,nú, stoppa viftuspaðar þegar bílar verða bensínlausir?" spurði ég ofaní gatið í mesta sakleysi. ,,nei, ég segi bara svona, ég meina bara eitthvað svona svo að þú fattir" svaraði jón. ,,ó, já, ég skil" umlaðist uppúr gatinu og svo ákvað ég bara að halda mér saman enda engin leið að vita hvort ég sjálf eða jón værum fáfróðari um bíla án þess að koma upp um míns eigins algera heimsku.
en nuddið sem slíkt var óskaplega gott og fínt. nema kannski stirðnaði ég örlítið upp, alveg ósjálfrátt, þegar blessunin hann jón vippaði fótunum á mér upp á öxl sér og hóf að nudda þá bókstaflega frá toppi til táa. ekki það að fótanudd er gífurlega þægilegt en ég á því miður ekki auðvelt með að leyfa fólki að káfast í tánum á mér, hvað þá ókunnugum mönnum sem eru með þær alveg ofaní andlitinu á sér.
ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég hef aldrei farið í fótsnyrtingu. biddu fyrir þér! má ég þá frekar biðja um rasssnyrtingu því ég átti töluvert auðveldara með að höndla jón á rasskinnunum á mér heldur en á tánum.
nema hvað, núna sit ég voðalega bein og rétt og óskökk og með fæturna herramannslega útglennta og olnbogana nálægt síðunum og úlnliðina í afslappaðri hæð á lyklaborðinu. svo er ég með bólgueyðandi rauða pillu í æðakerfinu einhverstaðar.
slaka á öxlunum og rétta mjaðmaskekkjur.
kæru lesendur, vinsamlegast lærið af mistökum mínum og notist við réttar vinnustellingar. þannig má vonandi koma í veg fyrir vöðvabólgufaraldur mikinn.
spurning um að kæra billa hlið fyrir að hafa komið okkur öllum fyrir framan tölvur og verið þannig valdur að vökunóttum og óþrjótandi tölvuverkjum.
þriðjudagur, ágúst 30, 2005
ef einhver veit um bakvöðvagjafa þá vinsamlegast látið þá hafa samband við mig í gegnum athugasemdakerfið. mig vantar þessa þarna sem liggja á milli herðablaðanna og valda tölvuviðsetuverkjum. ég er alltaf að reyna að flikka uppá þá sem mér voru gefnir í móðurkviði en þeir eru bara ekki alveg að gera sig. skítt að þessir skrattar komi ekki með ábyrgð og skiptimiða.
ég var að lesa óskaplega skemmtilega bók um félagsfræði en hún var rituð einhverntíman á sjötta eða sjöunda áratugnum. nema hvað að þar er talað um andlegt hispursleysi. þetta þótti mér hljóma svo skemmtilega og spennandi að ég skrifaði það á töfluna hér við hlið skrifborðs míns og svo glotti ég við og við þegar ég rek augun í andlega hispursleysið. hinsvegar get ég ekki alveg sagt að ég skilji hvað felst í orðunum að öllu leyti. hvernig mynduð þið skilgreina andlegt hispursleysi? er það gott eða vont?
jæja, nú er ég orðin hungurmorða og þá er best að borða, fá sér forða án þess að einskorða sig við samlokuborðið, nú hef ég orðið og játa á mig morðið á gamla bílnum.
sjitt hvað ég er lélegur rappari....
ég var að lesa óskaplega skemmtilega bók um félagsfræði en hún var rituð einhverntíman á sjötta eða sjöunda áratugnum. nema hvað að þar er talað um andlegt hispursleysi. þetta þótti mér hljóma svo skemmtilega og spennandi að ég skrifaði það á töfluna hér við hlið skrifborðs míns og svo glotti ég við og við þegar ég rek augun í andlega hispursleysið. hinsvegar get ég ekki alveg sagt að ég skilji hvað felst í orðunum að öllu leyti. hvernig mynduð þið skilgreina andlegt hispursleysi? er það gott eða vont?
jæja, nú er ég orðin hungurmorða og þá er best að borða, fá sér forða án þess að einskorða sig við samlokuborðið, nú hef ég orðið og játa á mig morðið á gamla bílnum.
sjitt hvað ég er lélegur rappari....
fimmtudagur, ágúst 25, 2005
tölvan mín dó. það var víst vatninu að kenna sem sullaðist yfir hana um daginn. síðan þá hefur hún verið að veslast upp greyið og í gær drukknaði hún endanlega.
blessuð sé minning hennar.
en harði diskurinn er í lagi svo að upplýsingunum mínum er borgið. heill sé himnunum og þökk sé sófóklesi og lengi lifi allir heilagir andar og veðranna guðir og verndandi englar og gæfunnar smiðir.
landsins æskulýður og aðrir þroskaðir lesendur, lærið af fyrrverandi yfirvofandi katastrófu í lífi mínu áður en hún mun ná að læsa klóm sínum beittum í hold yðar þaðan sem ljúfustu tónar munu eigi ná að tæla hana og fá hana til að sleppa af yður hvössu sársaukafullu takinu og óáreitt mun að endingu draga yður til andlegs dauða og sálarlegrar eymdar.
vistið reglulega upplýsingar yðar úr rafeindaskjátölvubúnaði og eigið afrit af öllu því er þér megið ómögulega missa.
munið boðorðið, því meira sem eigið þér á diski hörðum, því gífurlegri hættan á háu falli af himnum ofan. nema himnarnir hrynji yfir okkur á undan tölvukerfunum....
hjálpi okkur allir heilagir!
blessuð sé minning hennar.
en harði diskurinn er í lagi svo að upplýsingunum mínum er borgið. heill sé himnunum og þökk sé sófóklesi og lengi lifi allir heilagir andar og veðranna guðir og verndandi englar og gæfunnar smiðir.
landsins æskulýður og aðrir þroskaðir lesendur, lærið af fyrrverandi yfirvofandi katastrófu í lífi mínu áður en hún mun ná að læsa klóm sínum beittum í hold yðar þaðan sem ljúfustu tónar munu eigi ná að tæla hana og fá hana til að sleppa af yður hvössu sársaukafullu takinu og óáreitt mun að endingu draga yður til andlegs dauða og sálarlegrar eymdar.
vistið reglulega upplýsingar yðar úr rafeindaskjátölvubúnaði og eigið afrit af öllu því er þér megið ómögulega missa.
munið boðorðið, því meira sem eigið þér á diski hörðum, því gífurlegri hættan á háu falli af himnum ofan. nema himnarnir hrynji yfir okkur á undan tölvukerfunum....
hjálpi okkur allir heilagir!
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
jæja, þá er tölvan mín enn eina ferðina með stæla og hér sit ég inni á skrifstofu að stelast í stóru tölvuna svo ég fái ekki kaldan kalkúna sökum internetskorts.
heimilið mitt er hlaðið mexíkönum þessa dagana og er það vel. gott að fá hlýja menningarstrauma í kjallarann og tequila í eldhússkápinn. svo kemur þetta lið alltaf með svo fjandi mikið af gjöfum að það mætti næstum halda að jólin væru komin. þá hefði ég nú bara sagt feliz navidad og sungið bóní emm lög í tilefni dagsins.
eini gallinn á gjöfunum er sá að einhverra hluta vegna virðist þessi blessuð tengdafjölskylda mín endalaust misskilja mig og minn smekk og stíl og þau gefa mér alltaf skartgripi og fatnað sem ég læt bara sjá mig í og með í þeirra návist. svo fer klabbið ofaní skúffu þar sem það bíður næstu heimsóknar.
en börnin mín og makinn fengu voða fínt og mun nothæfara dót, og nóg af því, enda eru gestir dagsins kaupsjúklingar.
mér finnst alltaf fyndnast að sjá takkþettaeræðislegtúffsvipinn á minni elskulegu systur þegar hún fær alveg eins glingur og ég.....híhíhí......
ég hlakka líka til að sjá svipinn á mömmu þegar hún fær svarta þykka bjölluskreytta hálsfestar og armbandssettið sem bíður hennar heima í kjallara.....muahahaha....
heimilið mitt er hlaðið mexíkönum þessa dagana og er það vel. gott að fá hlýja menningarstrauma í kjallarann og tequila í eldhússkápinn. svo kemur þetta lið alltaf með svo fjandi mikið af gjöfum að það mætti næstum halda að jólin væru komin. þá hefði ég nú bara sagt feliz navidad og sungið bóní emm lög í tilefni dagsins.
eini gallinn á gjöfunum er sá að einhverra hluta vegna virðist þessi blessuð tengdafjölskylda mín endalaust misskilja mig og minn smekk og stíl og þau gefa mér alltaf skartgripi og fatnað sem ég læt bara sjá mig í og með í þeirra návist. svo fer klabbið ofaní skúffu þar sem það bíður næstu heimsóknar.
en börnin mín og makinn fengu voða fínt og mun nothæfara dót, og nóg af því, enda eru gestir dagsins kaupsjúklingar.
mér finnst alltaf fyndnast að sjá takkþettaeræðislegtúffsvipinn á minni elskulegu systur þegar hún fær alveg eins glingur og ég.....híhíhí......
ég hlakka líka til að sjá svipinn á mömmu þegar hún fær svarta þykka bjölluskreytta hálsfestar og armbandssettið sem bíður hennar heima í kjallara.....muahahaha....
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
ég hefði sennilega átt að gerast verkfræðingur. gerði það þó ekki sökum stærðfræðifælni á háu stigi. fékk þá fælni um leið og einkunnirnar fóru niður í 6 og 5 í lokaáföngum framhaldsskóla en þá var mér semsagt ætlað að diffra og tegra en hugurinn var staddur í ástarbréfum til útlanda svo að ég diffraðist öll í klessu og tegraði mig út í horn. síðan þá hef ég staðið föst á því að ég sé óhæf til stærðfræðilegra hugsana.
reyndar er ég voða klár við að fatta allskonar reglur þegar á hólminn er komið, en ég hef forðast öll hin síðustu ár að leggja af stað á hólminn. þessvegna lærði ég félagsvísindi og tungumál og þess vegna ákvað ég að aðferðafræðin væri hryllingur. samt stóð ég mig ágætlega þar miðað við að hugurinn var duglegur við að telja mér trú um að ég væri ömurleg og þetta væri pynting.
nema hvað, pælingin um verkfræðina kemur til af því að hér í kennaravinnuherberginu er sko hlussu-málm-rimla-gardína sem slæst alltaf með hávaða og látum í glerhurðina þegar einhver stingur hausnum inn eða jafnvel öllum líkamanum.
í morgun féll dropinn sem fyllti minn annars risavaxna mæli og ég fór á vettvang þar sem ég safnaði saman kennaratyggjói, bréfaklemmum og rúllu af borða í íslensku fánalitunum. vopnuð þessum græjum tók ég til við að hneppa renna smella hnýta og voilá, nú má skella og vesenast án þess að í gardínunni heyrist múkk.
múkk eru hvimleið.
og nú sit ég hér með smækkaða hátalara í eyrunum og hlusta á suðrænu tónlistina mína og vonast til þess að einhver fari að drullast til að mæta og taka eftir meistaraverkinu svo ég geti barið mér á brjóst og sagst vera snillingur. (að sjálfsögðu væri ekki verra ef einhver tæki af mér ómakið og segði mig snilling að fyrra bragði, en ég er tilbúin til þess að gera það sjálf ef út í það fer).
hvar eru allir?
reyndar er ég voða klár við að fatta allskonar reglur þegar á hólminn er komið, en ég hef forðast öll hin síðustu ár að leggja af stað á hólminn. þessvegna lærði ég félagsvísindi og tungumál og þess vegna ákvað ég að aðferðafræðin væri hryllingur. samt stóð ég mig ágætlega þar miðað við að hugurinn var duglegur við að telja mér trú um að ég væri ömurleg og þetta væri pynting.
nema hvað, pælingin um verkfræðina kemur til af því að hér í kennaravinnuherberginu er sko hlussu-málm-rimla-gardína sem slæst alltaf með hávaða og látum í glerhurðina þegar einhver stingur hausnum inn eða jafnvel öllum líkamanum.
í morgun féll dropinn sem fyllti minn annars risavaxna mæli og ég fór á vettvang þar sem ég safnaði saman kennaratyggjói, bréfaklemmum og rúllu af borða í íslensku fánalitunum. vopnuð þessum græjum tók ég til við að hneppa renna smella hnýta og voilá, nú má skella og vesenast án þess að í gardínunni heyrist múkk.
múkk eru hvimleið.
og nú sit ég hér með smækkaða hátalara í eyrunum og hlusta á suðrænu tónlistina mína og vonast til þess að einhver fari að drullast til að mæta og taka eftir meistaraverkinu svo ég geti barið mér á brjóst og sagst vera snillingur. (að sjálfsögðu væri ekki verra ef einhver tæki af mér ómakið og segði mig snilling að fyrra bragði, en ég er tilbúin til þess að gera það sjálf ef út í það fer).
hvar eru allir?
þriðjudagur, ágúst 16, 2005
djöfullinn, ég skrifaði færslu í gær, voða fyndin og sniðug eins og alltaf, svo dó hún.
hún var um að ég var semsagt að byrja að kenna aftur í gær sko og mér fannst svo sniðugt hvað þetta eru litlir krakkar sko þúveist nefnilega eru þau fædd nítjánhundruðáttatíuogníu og þá var ég byrjuð að djamma og djúsa á leið útúr grunnskóla og átti kærasta og var formaður nemendaráðs og átti háhælaða skó og rauðan varalit og perlueyrnalokka og svo skrifaði ég í gær sko að þá var þetta lið ennþá legvatnsblautt og þá fannst mér ég svo fyndin þúveist að hérna ég hló eiginlega alveg bara að því hvað þetta var sniðugt hjá mér skiluru og svo bara hvarf hérna færslan sko...
hún var um að ég var semsagt að byrja að kenna aftur í gær sko og mér fannst svo sniðugt hvað þetta eru litlir krakkar sko þúveist nefnilega eru þau fædd nítjánhundruðáttatíuogníu og þá var ég byrjuð að djamma og djúsa á leið útúr grunnskóla og átti kærasta og var formaður nemendaráðs og átti háhælaða skó og rauðan varalit og perlueyrnalokka og svo skrifaði ég í gær sko að þá var þetta lið ennþá legvatnsblautt og þá fannst mér ég svo fyndin þúveist að hérna ég hló eiginlega alveg bara að því hvað þetta var sniðugt hjá mér skiluru og svo bara hvarf hérna færslan sko...
föstudagur, ágúst 12, 2005
og nú er ég öll hvítklístruð á fingrunum vegna þess að makinn ákvað í einhverskonar sparnaðarkasti að kaupa ekki terpentínuna sem ég otaði að honum þar sem við stóðum í málningarbúð og fjárfestum í viðarvörn fyrir innganginn. klístrið er þó eiginlega meira hvíta lakkinu að kenna sem ég klístraði á gluggakarmana inni á nýgræna stigaganginum mínum þar sem ég stóð á tröppum í tröppum með lofthræðsluhnút í maganum, lakkdós í einni, aumingjalegasta pensil í heimi í hinni og tunguna út um munnvikið.
heimilið mitt er að verða voða fínt. ætli ég panti ekki barasta pítsu í tilefni dagsins og dugnaðarins.
og nú vil ég biðja ykkur foreldra stúlkubarna um að ráðleggja mér. hvernig er hægt að losna við króníska klobbalykt af litlum koppanotandi stúlkum sem fara þó í bað daglega?
heimilið mitt er að verða voða fínt. ætli ég panti ekki barasta pítsu í tilefni dagsins og dugnaðarins.
og nú vil ég biðja ykkur foreldra stúlkubarna um að ráðleggja mér. hvernig er hægt að losna við króníska klobbalykt af litlum koppanotandi stúlkum sem fara þó í bað daglega?
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
sunnudagur, ágúst 07, 2005
vika eftir af fríinu mínu. tilhugsunin vekur undarlega söknuðartilfinningu fram í tímann. ég sakna frísins sem ég er ennþá í. ekki það að vinnan mín er svosem ósköp fín, sérstaklega fyrir áramót, en frí eru skemmtilegri.
hvaða störf gæti ég fundið mér sem veittu mér svigrúm til þess að vinna heima hjá mér á mínu eigin tímaplani? ég er nefnilega vampírutýpan. vinn mun betur á næturna heldur en snemma dags. gæti auðveldlega unnið á kvöldin eftir að börnin eru sofnuð. geri það meira að segja þegar þannig verkefni liggja fyrir s.s. semja próf, fara yfir ritgerðir og þessháttar.
hvaða fólk vinnur heima hjá sér?... rithöfundar, mmm...hljómar vel en ég veit ekki hvort ég hef það sem þarf. hvað er annars það sem þarf?
úff, mig langar að vinna við að skrifa og búa til dót og hugmyndir og fá fullt fullt af peningum fyrir það.
en mér dettur ekkert í hug.......
hvaða störf gæti ég fundið mér sem veittu mér svigrúm til þess að vinna heima hjá mér á mínu eigin tímaplani? ég er nefnilega vampírutýpan. vinn mun betur á næturna heldur en snemma dags. gæti auðveldlega unnið á kvöldin eftir að börnin eru sofnuð. geri það meira að segja þegar þannig verkefni liggja fyrir s.s. semja próf, fara yfir ritgerðir og þessháttar.
hvaða fólk vinnur heima hjá sér?... rithöfundar, mmm...hljómar vel en ég veit ekki hvort ég hef það sem þarf. hvað er annars það sem þarf?
úff, mig langar að vinna við að skrifa og búa til dót og hugmyndir og fá fullt fullt af peningum fyrir það.
en mér dettur ekkert í hug.......
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
ég fór með makann til læknis í morgun. hann hefur nefnilega verið sárþjáður í neðra baki og ég pantaði fyrir hann tíma hjá heimilislækninum þegar ég gat hreinlega ekki horft uppá þessa hörmung lengur. (verkina sko, ekki makann).
núnú, sem oft og endranær var heimilislæknirinn í fríi þannig að okkur var vísað til staðgengils hans sem reyndist vera hávaxinn, hárlítill ungur maður talsvert yfir kjörþyngd. ósköp indæll og eiginlega bara svolítið bangsakrúsílegur. allavega jafn krúsílegur og hárlitlir hávaxnir menn yfir kjörþyngd geta orðið.
nema hvað, hann teygði og tosaði makann, lamdi hann í hnén, beygði hann fram og aftur, hægri og vinstri og ég túlkaði öll litlu læknisfræðilegu orðin sem makinn kannaðist ekki við að skilja.
það getur verið óheyrilega skemmtilegt að fylgjast með fólki tjá sig við útlendinga á íslensku, það verður eitthvað svo sniðuglega ýkt í líkamlegum útskýringum.
nema hvað, bangsímon skrifaði uppá verkjastillandi og bólgueyðandi og þuldi svo upp ýmiskonar ráð sem bakviðkvæmum ber að fara eftir í þeim tilgangi að forðast framtíðarverki. framtíðarverkir eru sko verkir sem eru ekki enn komnir en munu koma ef ekki er farið að áðurnefndum ráðum.
nema hvað, að upptöldum löngum lista ráða ákvað sá þungi að setja punktinn yfir i-ið með því að sýna okkur þessar líka fínu bakstyrkingaræfingar sem við ættum endilega að prófa. minn maður skellir sér með andlitið á hurðina, treður höndunum á sér á milli brjóstanna og hurðarinnar og teygir svo höfuðið eins og fimasti svanur í átt að okkur. þetta endurtók þessi elska um það bil sjö sinnum eins og til að leggja áherslu á orð sín um hvað þetta væri góð æfing, nema auðvitað ætti að framkvæma hana liggjandi á gólfinu.
þóttu mér þetta nú frekar skondin tilþrif en þegar ég leit mér á hægri hönd og sá hvar makinn faldi andlitið í höndum sér sökum óviðráðanlegs hláturskasts gat ég ekki haldið aftur af mér og fékk kjánafliss.
afgangurinn af læknisheimsókninni fór í að þurrka tár, sjúga upp í nef, forðast augnsamband við makann og reyna að stynja upp einhverri fáránlegri útskýringu á því hvers vegna við sætum þarna með hland í brókunum úr hlátri.
krúsilíus brosti bara að okkur en á svip hans tókst mér engan veginn að sjá að hann hafi gert sér grein fyrir raunverulegri ástæðu hláturkastsins. hann hefur sennilega bara haldið að útlendingurinn hafi prumpað.
þetta var hreint út sagt sú hressilegasta læknisheimsókn sem ég hef lent í.
og makabakið er allt að skána.
núnú, sem oft og endranær var heimilislæknirinn í fríi þannig að okkur var vísað til staðgengils hans sem reyndist vera hávaxinn, hárlítill ungur maður talsvert yfir kjörþyngd. ósköp indæll og eiginlega bara svolítið bangsakrúsílegur. allavega jafn krúsílegur og hárlitlir hávaxnir menn yfir kjörþyngd geta orðið.
nema hvað, hann teygði og tosaði makann, lamdi hann í hnén, beygði hann fram og aftur, hægri og vinstri og ég túlkaði öll litlu læknisfræðilegu orðin sem makinn kannaðist ekki við að skilja.
það getur verið óheyrilega skemmtilegt að fylgjast með fólki tjá sig við útlendinga á íslensku, það verður eitthvað svo sniðuglega ýkt í líkamlegum útskýringum.
nema hvað, bangsímon skrifaði uppá verkjastillandi og bólgueyðandi og þuldi svo upp ýmiskonar ráð sem bakviðkvæmum ber að fara eftir í þeim tilgangi að forðast framtíðarverki. framtíðarverkir eru sko verkir sem eru ekki enn komnir en munu koma ef ekki er farið að áðurnefndum ráðum.
nema hvað, að upptöldum löngum lista ráða ákvað sá þungi að setja punktinn yfir i-ið með því að sýna okkur þessar líka fínu bakstyrkingaræfingar sem við ættum endilega að prófa. minn maður skellir sér með andlitið á hurðina, treður höndunum á sér á milli brjóstanna og hurðarinnar og teygir svo höfuðið eins og fimasti svanur í átt að okkur. þetta endurtók þessi elska um það bil sjö sinnum eins og til að leggja áherslu á orð sín um hvað þetta væri góð æfing, nema auðvitað ætti að framkvæma hana liggjandi á gólfinu.
þóttu mér þetta nú frekar skondin tilþrif en þegar ég leit mér á hægri hönd og sá hvar makinn faldi andlitið í höndum sér sökum óviðráðanlegs hláturskasts gat ég ekki haldið aftur af mér og fékk kjánafliss.
afgangurinn af læknisheimsókninni fór í að þurrka tár, sjúga upp í nef, forðast augnsamband við makann og reyna að stynja upp einhverri fáránlegri útskýringu á því hvers vegna við sætum þarna með hland í brókunum úr hlátri.
krúsilíus brosti bara að okkur en á svip hans tókst mér engan veginn að sjá að hann hafi gert sér grein fyrir raunverulegri ástæðu hláturkastsins. hann hefur sennilega bara haldið að útlendingurinn hafi prumpað.
þetta var hreint út sagt sú hressilegasta læknisheimsókn sem ég hef lent í.
og makabakið er allt að skána.
þriðjudagur, ágúst 02, 2005
séu einhverjir eftir sem lesa ennþá þessa himinbrúnu síðu mína langar mig til að spyrja ykkur álits á því sem skrumskælir þanka mína í dag.
til þess að spara ykkur langan lestur og forsögu ætla ég að vinda mér beint í þungamiðju vandamálsins, þangað sem stóra spurningin (samkvæmt sjálfri mér) liggur.
skiptir engu máli hver kennir félagsfræði á framhaldskólastigi?
dótturspurningar þessarar spurningar væru svo eftirfarandi:
er ekki gert ráð fyrir neinum sérstökum félagsfræðilegum metnaði í félagsfræðikennslu á þessu skólastigi og þarf svo ekki að vera? er félagsfræðin í raun svo mikið kommon sens kjaftafag að hver sem er getur sett sig inní hana á nóinu? getur skrifstofukona með guðfræðimenntun kennt hana á sömu forsendum og manneskja tja segjum til dæmis með ba próf í mannfræði? (mannfræði er sko systir félagsfræðinnar fyrir þá sem ekki vita).
er félagsfræðilegur þankagangur ekki eitthvað sem teljast má gott og gilt og jafnvel nauðsynlegt að kynna fyrir ungviði þessa lands? (svo ég taki nú fullorðinslega til orða)
hefði mannfræðiútskrifaða manneskjan (sem má þó ekki kalla sig mannfræðing því hún er ekki með master), þá alveg eins getað skippað háskólanum og farið beint að kenna félagsfræðina?
allt þetta leiðir mig svo að einum og sama staðnum, sínkt síknt sýknt signt og heilagt, sem er hin talsvert opna spurning: eru íslenska, enska og stærðfræði einu fögin sem virkilega skipta máli allt framundir háskólann og þau einu sem virkilega virkilega virkilega þarf að leggja metnað í?
spyr sú sem hreinlega ekki veit lengur...
til þess að spara ykkur langan lestur og forsögu ætla ég að vinda mér beint í þungamiðju vandamálsins, þangað sem stóra spurningin (samkvæmt sjálfri mér) liggur.
skiptir engu máli hver kennir félagsfræði á framhaldskólastigi?
dótturspurningar þessarar spurningar væru svo eftirfarandi:
er ekki gert ráð fyrir neinum sérstökum félagsfræðilegum metnaði í félagsfræðikennslu á þessu skólastigi og þarf svo ekki að vera? er félagsfræðin í raun svo mikið kommon sens kjaftafag að hver sem er getur sett sig inní hana á nóinu? getur skrifstofukona með guðfræðimenntun kennt hana á sömu forsendum og manneskja tja segjum til dæmis með ba próf í mannfræði? (mannfræði er sko systir félagsfræðinnar fyrir þá sem ekki vita).
er félagsfræðilegur þankagangur ekki eitthvað sem teljast má gott og gilt og jafnvel nauðsynlegt að kynna fyrir ungviði þessa lands? (svo ég taki nú fullorðinslega til orða)
hefði mannfræðiútskrifaða manneskjan (sem má þó ekki kalla sig mannfræðing því hún er ekki með master), þá alveg eins getað skippað háskólanum og farið beint að kenna félagsfræðina?
allt þetta leiðir mig svo að einum og sama staðnum, sínkt síknt sýknt signt og heilagt, sem er hin talsvert opna spurning: eru íslenska, enska og stærðfræði einu fögin sem virkilega skipta máli allt framundir háskólann og þau einu sem virkilega virkilega virkilega þarf að leggja metnað í?
spyr sú sem hreinlega ekki veit lengur...
laugardagur, júlí 30, 2005
hana... svo virðist sem ég hafi loksins fattað reglurnar.
nema hvað, ég er semsagt að horfa á sápuóperu frá venezuela sem heitir örlög konu eða destino de mujer á frummálinu. hún er sýnd á tve frá klukkan 0:30 til klukkan 2:00 að nóttu til alla sjö daga vikunnar. og já ég er geðveik og illa farin í heilanum.
þetta er bara svo yndislega hræðilega brjálæðislega fallega hallærislegt að ég get hreinlega ekki slitið mig í burtu. er þar af leiðandi svolítið lúin á morgnanna en læt mig hafa það. ýmislegt lagt á sig fyrir listina...
nema hvað, ég veit ekkert hvenær hún byrjaði og ég sé ekkert fram á að hún endi. þetta verður sennilega flóknara þegar ég þarf að mæta aftur til vinnu... bleh.
fyrir þau ykkar sem skiljið ekki spænsku eða nennið af öðrum ástæðum ekki að hefja áhorf fyrrnefndrar óperu, ætla ég aðeins að skýra frá aðal söguhetjunum og aðstæðum þeirra.
victor manuel er aðal karlinn, ungur, ljós á hörund, hávaxinn og sætur og þar af leiðandi góður gaur. (já sko karakterar í suður ameríku eru yfirleitt betri eftir því sem þeir eru ljósari). victor manuel missti föður sinn í barnæsku þegar hann var skotinn til bana af alfredo oropeza. maríana er ljóshærð og bláeygð og hún er dóttir fyrrnefnds alfredos, heldur hún semsagt, en hún og victor eru ástfangin og eiga lítinn son. en victor situr á þeim upplýsingum að hún sé í raun dóttir estefans föður síns sem alfredo drap og þau séu þar af leiðandi systkini. en maríana veit það ekki. maríana er dóttir auroru en þær halda báðar að lucrecia systir auroru sé móðir maríönu þar sem lucrecia lét hana halda að dóttir hennar hefði látist í fæðingu og svo lokaði hún systur sína inni á geðveikrahæli í tuttugu ár. alfredo oropeza er eiginmaður lucreciu en svo virðist sem hann hafi nauðgað auroru fyrir þessum tuttugu árum sem þar af leiðandi fær mig til að telja að maríana sé í raun dóttir hans og þar af leiðandi ekki systir victors manuels sem þar af leiðandi gerir ást þeirra mögulega og hef ég komist að þeirri niðurstöðu að allt muni enda vel áður en langt um líður. eða eftir að langt um líður.
það sem flækir hinsvegar málin er að victor manuel er búinn að biðja um hönd vanessu, sem er afbrýðisöm og fölsk og victor manuel notar hana bara til að reyna að komast yfir maríönu, en alberto fósturbróðir victors er ástfanginn af vanessu og frekar pirraður á bróður sínum fyrir að vera með henni. og svo er maríana búin að játa bónorði enriques, læknis sem er voða ástfanginn af henni, en hún samþykkti bara bónorðið til að reyna að gleyma victori manueli sem hún elskar heitt og skilur ekki af hverju hann forðast hana, enda veit hún ekki að hann heldur að þau séu systkini. en enrique á litla dóttur sem trúir ekki að móðir hennar sé látin og er þar af leiðandi ekki ánægð með kærustu föður síns og virkar þar af leiðandi sem hindrun fyrir brúðkaupi þeirra.
svo eru fullt fullt af fleiri persónum sem tengjast inní þetta hægri vinstri, þar á meðal luis miguel sem var alinn upp af barnapíunni frá kólumbíu en komst að því rétt áður en alfredo oropeza drap hann að hann var í raun sonur estefans og bróðir victors manuels sem hann hataði því hann sjálfur var líka ástfanginn af maríönu. en þeir voru einmitt orðnir vinir og voru að ræða hvernig þeir ætluðu að hjálpast að við að hefna föður síns þegar luis miguel var skotinn til bana eftir að hann henti sér í veg fyrir victor manuel sem var sá sem alfredo vildi drepa útaf einhverri gamalli skuld og ýmiskonar gamalgrónum hatri.
nema hvað, hafi einhver áhuga á að fylgjast nánar með framvindu mála skal ég með glöðu geði láta ykkur vita hvernig allt gengur.
ég hef hvort sem er ekkert gáfulegra efni á milli eyrnanna þessa dagana og er hreint út sagt heiladauð.
spurning hvort óperan sé orsök eða afleiðing....
nema hvað, ég er semsagt að horfa á sápuóperu frá venezuela sem heitir örlög konu eða destino de mujer á frummálinu. hún er sýnd á tve frá klukkan 0:30 til klukkan 2:00 að nóttu til alla sjö daga vikunnar. og já ég er geðveik og illa farin í heilanum.
þetta er bara svo yndislega hræðilega brjálæðislega fallega hallærislegt að ég get hreinlega ekki slitið mig í burtu. er þar af leiðandi svolítið lúin á morgnanna en læt mig hafa það. ýmislegt lagt á sig fyrir listina...
nema hvað, ég veit ekkert hvenær hún byrjaði og ég sé ekkert fram á að hún endi. þetta verður sennilega flóknara þegar ég þarf að mæta aftur til vinnu... bleh.
fyrir þau ykkar sem skiljið ekki spænsku eða nennið af öðrum ástæðum ekki að hefja áhorf fyrrnefndrar óperu, ætla ég aðeins að skýra frá aðal söguhetjunum og aðstæðum þeirra.
victor manuel er aðal karlinn, ungur, ljós á hörund, hávaxinn og sætur og þar af leiðandi góður gaur. (já sko karakterar í suður ameríku eru yfirleitt betri eftir því sem þeir eru ljósari). victor manuel missti föður sinn í barnæsku þegar hann var skotinn til bana af alfredo oropeza. maríana er ljóshærð og bláeygð og hún er dóttir fyrrnefnds alfredos, heldur hún semsagt, en hún og victor eru ástfangin og eiga lítinn son. en victor situr á þeim upplýsingum að hún sé í raun dóttir estefans föður síns sem alfredo drap og þau séu þar af leiðandi systkini. en maríana veit það ekki. maríana er dóttir auroru en þær halda báðar að lucrecia systir auroru sé móðir maríönu þar sem lucrecia lét hana halda að dóttir hennar hefði látist í fæðingu og svo lokaði hún systur sína inni á geðveikrahæli í tuttugu ár. alfredo oropeza er eiginmaður lucreciu en svo virðist sem hann hafi nauðgað auroru fyrir þessum tuttugu árum sem þar af leiðandi fær mig til að telja að maríana sé í raun dóttir hans og þar af leiðandi ekki systir victors manuels sem þar af leiðandi gerir ást þeirra mögulega og hef ég komist að þeirri niðurstöðu að allt muni enda vel áður en langt um líður. eða eftir að langt um líður.
það sem flækir hinsvegar málin er að victor manuel er búinn að biðja um hönd vanessu, sem er afbrýðisöm og fölsk og victor manuel notar hana bara til að reyna að komast yfir maríönu, en alberto fósturbróðir victors er ástfanginn af vanessu og frekar pirraður á bróður sínum fyrir að vera með henni. og svo er maríana búin að játa bónorði enriques, læknis sem er voða ástfanginn af henni, en hún samþykkti bara bónorðið til að reyna að gleyma victori manueli sem hún elskar heitt og skilur ekki af hverju hann forðast hana, enda veit hún ekki að hann heldur að þau séu systkini. en enrique á litla dóttur sem trúir ekki að móðir hennar sé látin og er þar af leiðandi ekki ánægð með kærustu föður síns og virkar þar af leiðandi sem hindrun fyrir brúðkaupi þeirra.
svo eru fullt fullt af fleiri persónum sem tengjast inní þetta hægri vinstri, þar á meðal luis miguel sem var alinn upp af barnapíunni frá kólumbíu en komst að því rétt áður en alfredo oropeza drap hann að hann var í raun sonur estefans og bróðir victors manuels sem hann hataði því hann sjálfur var líka ástfanginn af maríönu. en þeir voru einmitt orðnir vinir og voru að ræða hvernig þeir ætluðu að hjálpast að við að hefna föður síns þegar luis miguel var skotinn til bana eftir að hann henti sér í veg fyrir victor manuel sem var sá sem alfredo vildi drepa útaf einhverri gamalli skuld og ýmiskonar gamalgrónum hatri.
nema hvað, hafi einhver áhuga á að fylgjast nánar með framvindu mála skal ég með glöðu geði láta ykkur vita hvernig allt gengur.
ég hef hvort sem er ekkert gáfulegra efni á milli eyrnanna þessa dagana og er hreint út sagt heiladauð.
spurning hvort óperan sé orsök eða afleiðing....
fimmtudagur, júlí 28, 2005
mánudagur, júlí 25, 2005
úff, ég veit ekki alveg hvernig þetta er að gera sig, en ég er amk búin að breyta. nú er ég ekki viss hvort linkarnir hafi haldið sér eða kommentakerfið en ef kommentakerfið vantar veit ég ekki alveg hvernig ég á að laga það því ég man ekkert hvernig ég setti það inn til að byrja með. vinsamlegast kommentið á hvernig ég get sett það inn ef það vantar...hehehe...
nema hvað, á daga mína hefur hitt og þetta drifið undanfarið. ég fór með fjölskylduna í okkar fyrstu tjaldútilegu út í bláinn. hún entist í uþb einn og hálfan sólarhring enda komumst við að því þar sem við tjölduðum undir vatnajökli að við vorum með eina nothæfa dýnu (við erum sko fjögur), ekkert teppi var með í ferðinni, almennileg fæða var af skornum skammti og við höfðum ekki tekið neitt með til að sitja á. við létum okkur hafa eina nótt sem við eyddum reyndar á óskaplega fögrum bletti aðeins innar en skaftafellstjaldstæðið, en við vorum ekki alveg í stuði fyrir gorítex sportklæðnaðarútihátíðina sem virtist hafa safnast saman þar. svo við keyrðum lengra eins og góðir antísósíalistar. á fimmtudagsmorguninn pökkuðum við risatjaldinu hans pabba saman og gengum upp að jökli. á leiðinni fundum við fallega steina og sáum leifar af fugli sem hafði greinilega verið étinn af einhverskonar óargadýri, eða kannski svöngum túrista í gönguskóm.
nú svo fórum við uppað svínafellsjökli, skoðuðum skógarfoss, fórum í sund í vík sem er stödd í mýrdal og keyptum okkur skinkusalat og rauðan lakkrís í kjarvali á kirkjubæjarklaustri. þeir sem eru góðir í landafræði geta svo raðað atburðarásinni í rétta röð.
á föstudaginn fór ég svo í sjúkranudd til að reyna að ná úr mér vöðvabólgunni eftir tjalddýnuandskotann.
mikið er annars gott að fara í svona nudd. ég vissi ekki að ég væri með sogæðar fyrr en ég varð aum í upphandleggjunum og fékk útskýringar á því.
en jæja, best að fara upp að horfa á venesólönsku sápuóperuna mína.
ef einhver hefur áhuga skal ég segja ykkur betur frá henni síðar en hún er gífurlega spennandi og svo yndislega illa leikin að ég er dáleidd.
adiós amigos
nema hvað, á daga mína hefur hitt og þetta drifið undanfarið. ég fór með fjölskylduna í okkar fyrstu tjaldútilegu út í bláinn. hún entist í uþb einn og hálfan sólarhring enda komumst við að því þar sem við tjölduðum undir vatnajökli að við vorum með eina nothæfa dýnu (við erum sko fjögur), ekkert teppi var með í ferðinni, almennileg fæða var af skornum skammti og við höfðum ekki tekið neitt með til að sitja á. við létum okkur hafa eina nótt sem við eyddum reyndar á óskaplega fögrum bletti aðeins innar en skaftafellstjaldstæðið, en við vorum ekki alveg í stuði fyrir gorítex sportklæðnaðarútihátíðina sem virtist hafa safnast saman þar. svo við keyrðum lengra eins og góðir antísósíalistar. á fimmtudagsmorguninn pökkuðum við risatjaldinu hans pabba saman og gengum upp að jökli. á leiðinni fundum við fallega steina og sáum leifar af fugli sem hafði greinilega verið étinn af einhverskonar óargadýri, eða kannski svöngum túrista í gönguskóm.
nú svo fórum við uppað svínafellsjökli, skoðuðum skógarfoss, fórum í sund í vík sem er stödd í mýrdal og keyptum okkur skinkusalat og rauðan lakkrís í kjarvali á kirkjubæjarklaustri. þeir sem eru góðir í landafræði geta svo raðað atburðarásinni í rétta röð.
á föstudaginn fór ég svo í sjúkranudd til að reyna að ná úr mér vöðvabólgunni eftir tjalddýnuandskotann.
mikið er annars gott að fara í svona nudd. ég vissi ekki að ég væri með sogæðar fyrr en ég varð aum í upphandleggjunum og fékk útskýringar á því.
en jæja, best að fara upp að horfa á venesólönsku sápuóperuna mína.
ef einhver hefur áhuga skal ég segja ykkur betur frá henni síðar en hún er gífurlega spennandi og svo yndislega illa leikin að ég er dáleidd.
adiós amigos
mánudagur, júlí 18, 2005
ég er með risastóran marblett á handleggnum. bæði fyrir ofan og neðan olnboga.
það er sko frekar lágt til lofts í kjallaranum hjá mér og ég var stödd af einhverjum orsökum inni á baði (sem er í kjallaranum), ásamt makanum. nema hvað, ég fékk þessa góðu hugdettu að hefja meting um hvort okkar gæti sparkað hærra upp í loft, enda fullviss um að ég sjálf hefði ekkert stirðnað síðan ég horfði á karate kid hérna um árið og æfði karatespörk í allar áttir. nema hvað, makinn, sem er um 7 sentimetrum hærri en ég byrjaði leikinn og sparkaði ansi hátt. innra með mér glotti karate krakkinn gamli góði þar sem ég hysjaði upp um mig gallabuxnaskálmarnar og gerði mig tilbúna fyrir hið svakalegasta spark sem nokkurntíman hefði sést norðan alpafjalla. gott ef ég var ekki farin að hafa nettar áhyggjur af því að gera gat í loftið... nema hvað, þegar ég vippaði hægri fótlegg af öllu afli í átt að halógenljósinu átti sá vinstri við ofurefli að etja og ákvað að vera ekkert að hafa of langt bil á milli þeirra bræðra þannig að hann fylgdi á eftir. það segir sig svo sjálft að tveir fótleggir á sömu manneskju á leið upp í loft gera fátt annað en að kippa öllum stuðningi og jarðtengingu undan öðrum hlutum líkamans. og ég skelltist ásamt öllum mínum kílóum í gólfflísarnar en lappirnar stóðu eftir upp í loft.
á svona augnablikum er erfitt að ákveða hvort skuli gráta eða pissa í sig úr hlátri. ég gerði svona nokkurnvegin bæði. í einu.
og nú er ég með marblett stóran og feitan og fjólubláan.
alveg magnað hvað hægt er að upplifa svona móment hægt.
það er sko frekar lágt til lofts í kjallaranum hjá mér og ég var stödd af einhverjum orsökum inni á baði (sem er í kjallaranum), ásamt makanum. nema hvað, ég fékk þessa góðu hugdettu að hefja meting um hvort okkar gæti sparkað hærra upp í loft, enda fullviss um að ég sjálf hefði ekkert stirðnað síðan ég horfði á karate kid hérna um árið og æfði karatespörk í allar áttir. nema hvað, makinn, sem er um 7 sentimetrum hærri en ég byrjaði leikinn og sparkaði ansi hátt. innra með mér glotti karate krakkinn gamli góði þar sem ég hysjaði upp um mig gallabuxnaskálmarnar og gerði mig tilbúna fyrir hið svakalegasta spark sem nokkurntíman hefði sést norðan alpafjalla. gott ef ég var ekki farin að hafa nettar áhyggjur af því að gera gat í loftið... nema hvað, þegar ég vippaði hægri fótlegg af öllu afli í átt að halógenljósinu átti sá vinstri við ofurefli að etja og ákvað að vera ekkert að hafa of langt bil á milli þeirra bræðra þannig að hann fylgdi á eftir. það segir sig svo sjálft að tveir fótleggir á sömu manneskju á leið upp í loft gera fátt annað en að kippa öllum stuðningi og jarðtengingu undan öðrum hlutum líkamans. og ég skelltist ásamt öllum mínum kílóum í gólfflísarnar en lappirnar stóðu eftir upp í loft.
á svona augnablikum er erfitt að ákveða hvort skuli gráta eða pissa í sig úr hlátri. ég gerði svona nokkurnvegin bæði. í einu.
og nú er ég með marblett stóran og feitan og fjólubláan.
alveg magnað hvað hægt er að upplifa svona móment hægt.
sunnudagur, júlí 17, 2005
miðvikudagur, júlí 13, 2005
gamla fastheldna ég neyddist til að skipta um lúkk. valdi brúnt því það fer mér svo vel. ég fann ekkert sem heitir tequila en það er nú sennilega bara vegna þess að ég kann ekki að leita.
annars hef ég það barasta fínt hér í fríinu, sérstaklega þegar ég er ekki úti að hræra steypu, saga spýtur eða negla húsið mitt saman. óttalega mikið að gera hjá fólki sem kaupir sér húsnæði frá 1910. hreint út sagt snilldarlega vanhugsað hjá mér þó ekki sé tekið harkalegar til orða.
ég veit ekki hvaða ástand er á mér undanfarið en ég hreinlega nenni ekki að blogga neitt af viti. ætli það sé ekki af því að ég hef ekkert nennt að hugsa síðustu vikur.
hjálp!
annars hef ég það barasta fínt hér í fríinu, sérstaklega þegar ég er ekki úti að hræra steypu, saga spýtur eða negla húsið mitt saman. óttalega mikið að gera hjá fólki sem kaupir sér húsnæði frá 1910. hreint út sagt snilldarlega vanhugsað hjá mér þó ekki sé tekið harkalegar til orða.
ég veit ekki hvaða ástand er á mér undanfarið en ég hreinlega nenni ekki að blogga neitt af viti. ætli það sé ekki af því að ég hef ekkert nennt að hugsa síðustu vikur.
hjálp!
föstudagur, júlí 08, 2005
hananú. síðasti kennsludagur er í gangi hérmeð og ég á leið í frí. síðburðurinn minn er líka á leið í frí eftir daginn í dag, en hún stendur í þeirri meiningu að frí sé einhver staður og hún er að verða ansi pirruð á því að ég skuli aldrei fara með hana í frí, hvar svo sem það er.
á morgun ætla afi og amma að fara með hana í frí. frí er á hólmavík.
nema hvað... annars er það af mínu sálarástandi að frétta að ég er enn að reyna að átta mig á því hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. þetta er ákveðin dílemma sem ég er að kljást við þessa dagana, vikurnar og mánuðina. ég veit ekki hvort ég á að reyna að fara útí bisness og nota fjármálanefið mitt sem foreldrarnir eru svo ánægðir með, hvort ég á að vera hagsýn og læra að vera betri kennari og halda þannig áfram á þeirri braut sem ég rann óvart inná, eða hvort ég á að hlaupa útá hugsjónabrautina og læra kvikmyndagerð og taka þannig sénsinn á að vera sífellt blönk. eða kannski ætti ég bara að gera eitthvað allt annað... ég er hreinlega komin í kleinu.
mig vantar að eignast ástríðu. á einhver ástríðu til að lána mér?
á morgun ætla afi og amma að fara með hana í frí. frí er á hólmavík.
nema hvað... annars er það af mínu sálarástandi að frétta að ég er enn að reyna að átta mig á því hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. þetta er ákveðin dílemma sem ég er að kljást við þessa dagana, vikurnar og mánuðina. ég veit ekki hvort ég á að reyna að fara útí bisness og nota fjármálanefið mitt sem foreldrarnir eru svo ánægðir með, hvort ég á að vera hagsýn og læra að vera betri kennari og halda þannig áfram á þeirri braut sem ég rann óvart inná, eða hvort ég á að hlaupa útá hugsjónabrautina og læra kvikmyndagerð og taka þannig sénsinn á að vera sífellt blönk. eða kannski ætti ég bara að gera eitthvað allt annað... ég er hreinlega komin í kleinu.
mig vantar að eignast ástríðu. á einhver ástríðu til að lána mér?
mánudagur, júlí 04, 2005
ó já ég fór á duran. keypti miða á síðustu stundu. er enn að jafna mig eftir hálsríginn, svitakastið, súrefnisleysið og ofþreytu axlarliðanna sökum klapps. ég hef svosem ýmislegt útá fyrirkomulagið að setja en ætla ekki að eyða orku í það hér og nú.
annars er ég bara á leið með rúma 50 unglinga og ungmenni í þórsmörk á morgun. við erum tvær þrítugar að fara að passa liðið. gangi okkur bara vel... já já.
ætli ég muni ekki segja betur frá þeirri reynslu hér síðarmeir þegar og ef ég hef náð sönsum eftir heimkomu.
það er ýmislegt á sig lagt þegar fólk kann ekki að segja nei.....
annars er ég bara á leið með rúma 50 unglinga og ungmenni í þórsmörk á morgun. við erum tvær þrítugar að fara að passa liðið. gangi okkur bara vel... já já.
ætli ég muni ekki segja betur frá þeirri reynslu hér síðarmeir þegar og ef ég hef náð sönsum eftir heimkomu.
það er ýmislegt á sig lagt þegar fólk kann ekki að segja nei.....
þriðjudagur, júní 28, 2005
þú hér?
merkilegt hvað þessi árstíð ruglar mínu annars skipulagða rútínueðli. og ég sem er ekki einu sinni komin í frí.
ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég sé nokkuð bloggari lengur þar sem starfsemin er svo til hætt að vera fastur hluti tilveru minnar. að auki hef ég þjáðst af krónískum hugmyndaleysiskomplex undanfarna mánuði og fæ hreinlega ekkert upp í höfuðskelina þegar ég sest niður til þess að skrifa.
ég hef til að mynda ekkert horft á sjónvarp í lengri tíma og hef þar af leiðandi enga skoðun á því sem þar fram fer. sá td. aldrei allt í drasli, hef ekkert séð af hemma gunn síðan hann var grafinn upp aftur, veit ekkert um silvíu nótt, sirkus eða brúðkaup sumarsins. ég les reyndar alltaf bæði blöðin sem ég fæ ókeypis inn um lúguna hjá mér (nema fréttablaðið um helgar því ég virðist vera í einhverskonar fréttablaðshelgarstraffi, fæ það bara á virkum dögum), og svo er forsíðu dv og glanstímaritanna þröngvað uppá sjónsvið mitt þegar ég stend í biðröð í bónus. þar fæ ég gloppótta innsýn í líf bubba og fleiri. heildarmyndin fer annars eftir því hversu oft ég þarf að gera innkaup. (ég versla ekki - nota bene, því pabbi minn segir að kaupmenn versli, viðskiptavinir kaupi). (já og það er engin vél í ristavél sem ætti þar af leiðandi að heita brauðrist). (já og mér er sagt í vinnunni að það sé rétt að segja góðan dag, en góðan daginn sé vitleysa). (já og svo á að segja hafa gaman af og að gefnu tilefni).
nema hvað, ég hef ósköp litla skoðun á gangi lands, þjóðar og umheims þessa dagana. er meira með nefið í eigin nafla (ekki þó bókstaflega), og reyni að vera jákvæð og bjartsýn á sumarið þrátt fyrir endalausa vætutíð.
reyndar er ég alvarlega farin að velta fyrir mér að fara á stúfana og setjast að á stað þar sem meðalárshiti er um og yfir 20 gráðum á selsíus. það er að hluta til vegna þess að eftir því sem árin færast yfir virðast þau líða hraðar og hér á landi er allt of stutt á milli vetra. ég er ekki fyrr búin að hreinsa snjógallana úr fatahenginu en það er kominn tími til að rífa þá upp aftur. hvað þá ef mig langar að hætta á að vera úti í náttúrunni þó svo að um sumarmánuð sé að ræða.
béskotans vitleysa. mín lund er léttust þegar heiðskýrt er úti og hlýtt. hvað þá ef hitinn helst langt framá nótt. þá er ég í s-inu mínu. engisprettusöngur setur svo punktinn yfir i-ið. mig langar að búa á stað sem byrjar á s-i og endar á i-i. og þá á ég ekki við á sauðárkróki, stykkishólmi, stöðvarfirði, seyðisfirði eða í sætúni.
adiós amigos.
merkilegt hvað þessi árstíð ruglar mínu annars skipulagða rútínueðli. og ég sem er ekki einu sinni komin í frí.
ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég sé nokkuð bloggari lengur þar sem starfsemin er svo til hætt að vera fastur hluti tilveru minnar. að auki hef ég þjáðst af krónískum hugmyndaleysiskomplex undanfarna mánuði og fæ hreinlega ekkert upp í höfuðskelina þegar ég sest niður til þess að skrifa.
ég hef til að mynda ekkert horft á sjónvarp í lengri tíma og hef þar af leiðandi enga skoðun á því sem þar fram fer. sá td. aldrei allt í drasli, hef ekkert séð af hemma gunn síðan hann var grafinn upp aftur, veit ekkert um silvíu nótt, sirkus eða brúðkaup sumarsins. ég les reyndar alltaf bæði blöðin sem ég fæ ókeypis inn um lúguna hjá mér (nema fréttablaðið um helgar því ég virðist vera í einhverskonar fréttablaðshelgarstraffi, fæ það bara á virkum dögum), og svo er forsíðu dv og glanstímaritanna þröngvað uppá sjónsvið mitt þegar ég stend í biðröð í bónus. þar fæ ég gloppótta innsýn í líf bubba og fleiri. heildarmyndin fer annars eftir því hversu oft ég þarf að gera innkaup. (ég versla ekki - nota bene, því pabbi minn segir að kaupmenn versli, viðskiptavinir kaupi). (já og það er engin vél í ristavél sem ætti þar af leiðandi að heita brauðrist). (já og mér er sagt í vinnunni að það sé rétt að segja góðan dag, en góðan daginn sé vitleysa). (já og svo á að segja hafa gaman af og að gefnu tilefni).
nema hvað, ég hef ósköp litla skoðun á gangi lands, þjóðar og umheims þessa dagana. er meira með nefið í eigin nafla (ekki þó bókstaflega), og reyni að vera jákvæð og bjartsýn á sumarið þrátt fyrir endalausa vætutíð.
reyndar er ég alvarlega farin að velta fyrir mér að fara á stúfana og setjast að á stað þar sem meðalárshiti er um og yfir 20 gráðum á selsíus. það er að hluta til vegna þess að eftir því sem árin færast yfir virðast þau líða hraðar og hér á landi er allt of stutt á milli vetra. ég er ekki fyrr búin að hreinsa snjógallana úr fatahenginu en það er kominn tími til að rífa þá upp aftur. hvað þá ef mig langar að hætta á að vera úti í náttúrunni þó svo að um sumarmánuð sé að ræða.
béskotans vitleysa. mín lund er léttust þegar heiðskýrt er úti og hlýtt. hvað þá ef hitinn helst langt framá nótt. þá er ég í s-inu mínu. engisprettusöngur setur svo punktinn yfir i-ið. mig langar að búa á stað sem byrjar á s-i og endar á i-i. og þá á ég ekki við á sauðárkróki, stykkishólmi, stöðvarfirði, seyðisfirði eða í sætúni.
adiós amigos.
laugardagur, júní 25, 2005
miðvikudagur, júní 22, 2005
fékk þagnarkvörtun frá þórði... ég er hérna ennþá.
var að enda við að fá staðfestingu á því að ég er hreint ekkert svo slæm í kennslumálum. svei mér þá ef ég komst ekki bara í enn betra skap en ég var í fyrir, sem var þó ansi gott.
nema hvað, nú er það að frétta að frumburðurinn svífur seglum þöndum í átt að fyrrum heimaslóðum keikós heitins þar sem hann (frumburðurinn en ekki keikó) mun sparka tuðru ásamt hundruðum ef ekki þúsundum jafnaldra sinna í litríkum íþróttatreyjum og stuttbuxum. það verður gaman hjá honum. mesta spennan fyrir mig verður þegar ég fer að taka uppúr töskunum hans á mánudaginn því þá mun ég sjá hversu hárri prósentu farangursins hann hefur gleymt/týnt/skemmt.
svo er það að frétta að hér heldur skólastarf áfram sökum hraða og fríið ekki enn í sjónmáli á þessum bænum. hinsvegar er ég mjög glöð að stór hluti samstarfsfólks sé á leið í frí á undan mér vegna þess að ég er að því komin að byrja að sparka í sköflunga ákveðinna aðila.
mér þykir alltaf jafn skrýtið að til skuli vera fólk sem meðhöndlar lífið með endalausu kvabbi, kvarti og nöldri, neikvæðni og pirringi. mér þykir alltaf jafn leiðinlegt að umgangast svoleiðis fólk og hvað þá að vera innilokuð með slíku fólki tímunum saman.
jæja, komið er að hlustunarprófi....
sjáumst sem fyrst.
var að enda við að fá staðfestingu á því að ég er hreint ekkert svo slæm í kennslumálum. svei mér þá ef ég komst ekki bara í enn betra skap en ég var í fyrir, sem var þó ansi gott.
nema hvað, nú er það að frétta að frumburðurinn svífur seglum þöndum í átt að fyrrum heimaslóðum keikós heitins þar sem hann (frumburðurinn en ekki keikó) mun sparka tuðru ásamt hundruðum ef ekki þúsundum jafnaldra sinna í litríkum íþróttatreyjum og stuttbuxum. það verður gaman hjá honum. mesta spennan fyrir mig verður þegar ég fer að taka uppúr töskunum hans á mánudaginn því þá mun ég sjá hversu hárri prósentu farangursins hann hefur gleymt/týnt/skemmt.
svo er það að frétta að hér heldur skólastarf áfram sökum hraða og fríið ekki enn í sjónmáli á þessum bænum. hinsvegar er ég mjög glöð að stór hluti samstarfsfólks sé á leið í frí á undan mér vegna þess að ég er að því komin að byrja að sparka í sköflunga ákveðinna aðila.
mér þykir alltaf jafn skrýtið að til skuli vera fólk sem meðhöndlar lífið með endalausu kvabbi, kvarti og nöldri, neikvæðni og pirringi. mér þykir alltaf jafn leiðinlegt að umgangast svoleiðis fólk og hvað þá að vera innilokuð með slíku fólki tímunum saman.
jæja, komið er að hlustunarprófi....
sjáumst sem fyrst.
föstudagur, júní 10, 2005
jæja, aðeins minna að gera í dag. þetta er allt að koma...
ég lét nemana horfa á konur á barmi taugaáfalls í morgun. semsagt bíómyndina eftir almodovar. nú þegar ég hugsa um það hefði sannarlega verið gaman að geta bókstaflega látið þau horfa á konur á barmi taugaáfalls, en ég er svosem ekki alveg viss hvaða konur ég hefði getað beðið um að mæta.
nema hvað, myndin er frá áttatíuogeitthvað og það sést á henni. en hún er samt skemmtileg. þó get ég ekki sagt að allir átjánárakrakkarnir hafi verið sammála mér. ég býst eiginlega frekar við því að þau telji kvikmyndasmekk minn og húmor frekar slappan, svo ég taki vægt til orða.
það er reyndar alveg satt, sé miðað við húmor og kvikmyndasmekk almennt hjá átjánárakrökkum. en þó eru til undantekningar og það eru þeir sem verða uppáhaldsnemarnir mínir af því þeir kveikja á perunni og glotta á réttum stöðum.
mér þykir mjög vænt um glott. glott eru skemmtileg. bara orðið eitt og sér segir mikið um hvað glott eru frábær. glott. eitt glott, mörg glott, glott er flott og mikið gott lottu skott. ó já.
það er smá föstudagur kominn í frúnna. eða er ég frúna? frúna mína, frúnna minna. já, frúna átti ég við.
seisei.
hvað varð um bílasölu guðfinns?
ég lét nemana horfa á konur á barmi taugaáfalls í morgun. semsagt bíómyndina eftir almodovar. nú þegar ég hugsa um það hefði sannarlega verið gaman að geta bókstaflega látið þau horfa á konur á barmi taugaáfalls, en ég er svosem ekki alveg viss hvaða konur ég hefði getað beðið um að mæta.
nema hvað, myndin er frá áttatíuogeitthvað og það sést á henni. en hún er samt skemmtileg. þó get ég ekki sagt að allir átjánárakrakkarnir hafi verið sammála mér. ég býst eiginlega frekar við því að þau telji kvikmyndasmekk minn og húmor frekar slappan, svo ég taki vægt til orða.
það er reyndar alveg satt, sé miðað við húmor og kvikmyndasmekk almennt hjá átjánárakrökkum. en þó eru til undantekningar og það eru þeir sem verða uppáhaldsnemarnir mínir af því þeir kveikja á perunni og glotta á réttum stöðum.
mér þykir mjög vænt um glott. glott eru skemmtileg. bara orðið eitt og sér segir mikið um hvað glott eru frábær. glott. eitt glott, mörg glott, glott er flott og mikið gott lottu skott. ó já.
það er smá föstudagur kominn í frúnna. eða er ég frúna? frúna mína, frúnna minna. já, frúna átti ég við.
seisei.
hvað varð um bílasölu guðfinns?
mánudagur, júní 06, 2005
föstudagur, júní 03, 2005
tölvan mín vaknaði hress og kát í morgun, eins og enginn hafi í hana skorist. mikið létti það á mínu hjarta og lund sem var á við hund þó ég hafi farið í sund og léttst um hálft pund eins og sprund sú sem við hlið mér stóð eftir síðasta fund þar sem ég gat ekki orða bund-
ist og fékk mér blund í stað þess að drekka bölvað glund-
ur sem boðið var uppá þessa stund þar sem rætt var um heimanmund. (ég ætla ekki að skrifa brund því mér þykir það ekki við hæfi á svona siðsamlegri bloggsíðu).
makinn minn er líka kominn heim. það er gott nema þegar hann missir pissudropa á gólfið fyrir framan klósettið. en það verður víst ekki á allt kosið.
þeir pissa sem drekka sagði máltækið... rapparinn sagði þeir pissa sem drekka mannvitsbrekka þeir engan dissa sem að verða aldrei hissa er þeir missa frá sér vitið en ekki skitið hvernig er á það litið jó jó jó.
jamm... í kvöld er árshátíð nemanna skólans míns. okkur gamla fólkinu er boðið með. það voru kosningar. ég komst ekki á lista yfir 5 vinsælustu kennarana af 10 sem segir mér að ég sé í mesta lagi í 6 sæti og þá eru ansi margir óspennandi karakterar með mér í flokki. ég komst heldur ekki í efstu 5 sæti um kynþokkafyllsta starfsmanninn. ég er hinsvegar ekki alveg viss hvað mér á að þykja um þá staðreynd...
mér þykir skrýtið að tengja saman kennslu og kynþokka...en mannfræðingurinn í mér segir mér að þetta sé eiginlega frekar merki um tímana sem við lifum á en annað, það skiptir greinilega miklu máli fyrir unga fólkið að finna kynþokka.
á meðal nemenda er valið um fallegasta fólkið,kynþokkafyllstu nemendurna, flottasta rassinn, höstler ársins, mesta krúttið, fallegasta brosið (og svo nokkra neikvæðari flokka eins og kennarasleikja ársins oflr.). en í miklum meirihluta eru kosningar um útlitsfegurð og kynþokka.
ég man eftir herra og ungfrú hólabrekkuskóla en ekki kynþokkatitlum...
eða man ég illa?
ist og fékk mér blund í stað þess að drekka bölvað glund-
ur sem boðið var uppá þessa stund þar sem rætt var um heimanmund. (ég ætla ekki að skrifa brund því mér þykir það ekki við hæfi á svona siðsamlegri bloggsíðu).
makinn minn er líka kominn heim. það er gott nema þegar hann missir pissudropa á gólfið fyrir framan klósettið. en það verður víst ekki á allt kosið.
þeir pissa sem drekka sagði máltækið... rapparinn sagði þeir pissa sem drekka mannvitsbrekka þeir engan dissa sem að verða aldrei hissa er þeir missa frá sér vitið en ekki skitið hvernig er á það litið jó jó jó.
jamm... í kvöld er árshátíð nemanna skólans míns. okkur gamla fólkinu er boðið með. það voru kosningar. ég komst ekki á lista yfir 5 vinsælustu kennarana af 10 sem segir mér að ég sé í mesta lagi í 6 sæti og þá eru ansi margir óspennandi karakterar með mér í flokki. ég komst heldur ekki í efstu 5 sæti um kynþokkafyllsta starfsmanninn. ég er hinsvegar ekki alveg viss hvað mér á að þykja um þá staðreynd...
mér þykir skrýtið að tengja saman kennslu og kynþokka...en mannfræðingurinn í mér segir mér að þetta sé eiginlega frekar merki um tímana sem við lifum á en annað, það skiptir greinilega miklu máli fyrir unga fólkið að finna kynþokka.
á meðal nemenda er valið um fallegasta fólkið,kynþokkafyllstu nemendurna, flottasta rassinn, höstler ársins, mesta krúttið, fallegasta brosið (og svo nokkra neikvæðari flokka eins og kennarasleikja ársins oflr.). en í miklum meirihluta eru kosningar um útlitsfegurð og kynþokka.
ég man eftir herra og ungfrú hólabrekkuskóla en ekki kynþokkatitlum...
eða man ég illa?
fimmtudagur, júní 02, 2005
ég er ekki góður kennari. ég kann ekki að skamma fólk, ég kann ekki að segja nei, ég ber of mikið traust til ókunnugra, ég trúi að aðrir eigi að hafa dómgreind til að halda kjafti þegar almenn skynsemi kallar á þögn, ég verð sorgmædd yfir áhugaleysi, ég þoli ekki málfræðiheiti og ég kann enga kennslutækni.
í öðrum álíka upplífgandi fréttum er það helst að ég er einhverra hluta vegna að steypast út í bólum á fésinu. gæti verið að ég sé að smitast af unglingaskrílnum... ekki hjálpar til að mér tekst ekki að afgosdrykkja mig.
já, og ég er ekki heldur góð móðir. á laugardaginn borðuðu börnin mín kalda pizzu á körfuboltamaraþoni, á sunnudaginn borðuðu þau bragðlausan fisk, á mánudaginn fengu þau afganginn af bragðlausa fiskinum, á þriðjudaginn borðuðu þau (eða ekki) ofkryddaðan kjúkling og í gær dró ég þau í drekann að éta hamborgara og franskar.
ef ég væri raunverulega einstæð ættum við sennilega öll við offituvandamál að etja.
svo ég haldi nú áfram með góðu fréttirnar gerðist það í morgun að ég sullaði vatni yfir lyklaborðið á tölvunni minni með þeim afleiðingum að það er enn slökkt á henni. nú er ég semsagt við lánstölvu. í tölvunni minni eru öll gögnin sem ég ætlaði að vinna með í dag, skyndiprófið sem átti að vera tilbúið fyrir morgundaginn og tónlistin sem ég ætlaði að nota með hlustunaræfingunni.
einhverra hluta vegna er ég ekkert rosalega hress og skemmtileg ákkúrat í augnablikinu.
í öðrum álíka upplífgandi fréttum er það helst að ég er einhverra hluta vegna að steypast út í bólum á fésinu. gæti verið að ég sé að smitast af unglingaskrílnum... ekki hjálpar til að mér tekst ekki að afgosdrykkja mig.
já, og ég er ekki heldur góð móðir. á laugardaginn borðuðu börnin mín kalda pizzu á körfuboltamaraþoni, á sunnudaginn borðuðu þau bragðlausan fisk, á mánudaginn fengu þau afganginn af bragðlausa fiskinum, á þriðjudaginn borðuðu þau (eða ekki) ofkryddaðan kjúkling og í gær dró ég þau í drekann að éta hamborgara og franskar.
ef ég væri raunverulega einstæð ættum við sennilega öll við offituvandamál að etja.
svo ég haldi nú áfram með góðu fréttirnar gerðist það í morgun að ég sullaði vatni yfir lyklaborðið á tölvunni minni með þeim afleiðingum að það er enn slökkt á henni. nú er ég semsagt við lánstölvu. í tölvunni minni eru öll gögnin sem ég ætlaði að vinna með í dag, skyndiprófið sem átti að vera tilbúið fyrir morgundaginn og tónlistin sem ég ætlaði að nota með hlustunaræfingunni.
einhverra hluta vegna er ég ekkert rosalega hress og skemmtileg ákkúrat í augnablikinu.
miðvikudagur, júní 01, 2005
for-dómar = að dæma fólk fyrirfram, semsagt án þess að þekkja það, útfrá fyrirframgefnum hugmyndum um staðalímyndir fólks úr ákveðnum hópi. þarf ekki endilega að vera áfellingardómur, bara dómur svona eins og dómgreind, dómur-að gera sér einhverja ákveðna hugmynd um eitthvað án þess að vita.
eníhús, ég er farin í sund.
eníhús, ég er farin í sund.
þriðjudagur, maí 31, 2005
var að enda við að hlusta á erp fjalla á dönsku um danskt rapp. svona er dönskukennslan öppdeituð og reynt að færa hana nær ungdómnum. ég skildi meirihlutann merkilegt nokk og þykist bara nokkuð góð. gaman að segja frá því að ég greindist með danmerkurfordóma fyrir stuttu síðan en ég er að reyna að losna við þá því uppáhalds samstarfsfélagan mín er dönsk og er eiginlega bara skide fín og skemmtileg.
ég er svosem líka haldin íslandsfordómum og bandaríkjafordómum og spánverjafordómum og frakkafordómum og bretafordómum og ítalafordómum og svíafordómum og nossarafordómum og þjóðverjafordómum og hollendingafordómum og afríkufordómum og suðurameríkufordómum og ástralíufordómum og asíufordómum og sveitamannafordómum og rapparafordómum og snobbfordómum og fátæklingafordómum og öryrkjafordómum og ellifordómum og unglingafordómum og samkynhneigðarfordómum og bóhemfordómum og skrifstofufordómum og frekjufordómum og mikilmennskubrjálæðisfordómum og trúarfordómum og vísindafordómum og menntasnobbfordómum og iðnaðarverkamannafordómum og stjórnmálafordómum og sjálfstæðismannafordómum og vinstrisinnaðrafordómum og ríkidæmisfordómum og íþróttamannafordómum og útlitsfordómum og ljósabekkjafordómum og fordómum gagnvart mér sjálfri.
þar sem ég hef á einhvern hátt fyrirfram mótaða hugmynd um hreinlega allt og alla á ég ekki annarra kosta völ en að meðtaka allan heila pakkann og hafa gaman af eigin heimsku.
ég hugga mig við að kannski má flokka fordómalistann minn sem flokkunaráráttu mannkynsins og þörf mína til að setja allt í hugmyndalega flokka til að ná utanum margbreytileika tilverunnar.
æi haltu kjafti...
ég er svosem líka haldin íslandsfordómum og bandaríkjafordómum og spánverjafordómum og frakkafordómum og bretafordómum og ítalafordómum og svíafordómum og nossarafordómum og þjóðverjafordómum og hollendingafordómum og afríkufordómum og suðurameríkufordómum og ástralíufordómum og asíufordómum og sveitamannafordómum og rapparafordómum og snobbfordómum og fátæklingafordómum og öryrkjafordómum og ellifordómum og unglingafordómum og samkynhneigðarfordómum og bóhemfordómum og skrifstofufordómum og frekjufordómum og mikilmennskubrjálæðisfordómum og trúarfordómum og vísindafordómum og menntasnobbfordómum og iðnaðarverkamannafordómum og stjórnmálafordómum og sjálfstæðismannafordómum og vinstrisinnaðrafordómum og ríkidæmisfordómum og íþróttamannafordómum og útlitsfordómum og ljósabekkjafordómum og fordómum gagnvart mér sjálfri.
þar sem ég hef á einhvern hátt fyrirfram mótaða hugmynd um hreinlega allt og alla á ég ekki annarra kosta völ en að meðtaka allan heila pakkann og hafa gaman af eigin heimsku.
ég hugga mig við að kannski má flokka fordómalistann minn sem flokkunaráráttu mannkynsins og þörf mína til að setja allt í hugmyndalega flokka til að ná utanum margbreytileika tilverunnar.
æi haltu kjafti...
mánudagur, maí 30, 2005
You scored as Cultural Creative. Cultural Creatives are probably the newest group to enter this realm. You are a modern thinker who tends to shy away from organized religion but still feels as if there is something greater than ourselves. You are very spiritual, even if you are not religious. Life has a meaning outside of the rational.
What is Your World View? (updated) created with QuizFarm.com |
föstudagur, maí 27, 2005
jedúddamía. makinn á leið úr landi í heila 5 daga frá og með fyrramálinu og ég sit uppi með tvö börn, vorhátíð, fótboltamót, körfuboltamaraþon og heila 6 kvöldmatartíma. ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að koma þessu öllu heim og saman í skeddjúal. sem betur fer kann ég að elda nógu marga rétti til að þurfa ekki að endurtaka á tímabilinu. þá yrði þetta einhvernvegin svona: lau-megavika dómínós (Lóa þú mátt vera memm). sun-matur hjá mömmu. mán-spagettí. þri-fiskur í móti með hrísgrjónum, sveppum og karrí. mið-kjötbollur. fim-kjúklingabringur í indverskri krukkusósu og hrísgrjón. svo á föstudaginn verður makinn kominn aftur heim og þá get ég andað léttar enda mikið á mig lagt að þurfa að standa undir öllum þessum pakka. ég er nefnilega óttalegur karlmaður þegar kemur að matseld... hehehehehe.....
þriðjudagur, maí 24, 2005
æskuvinkonufundur í gærkvöldi.
gerði mér grein fyrir ósameiginlegheitum sumra ef ekki flestra okkar þegar sú ameríkuskotna spurði ,,hver er che guevara?". ég og hinn hippinn reyndum eitthvað að útskýra ,,sko hann var í byltingunni á kúbu með kastró" ,,með kastró?!, er þetta þá einhver helvítis kommúnisti?" gólaði sú strípulagða með gullúrið og plokkuðu augabrúnirnar. ,,æi hann var þarna í bíómyndinni um mótorhjóladagbækurnar" upplýsti flugfreyjan. ,,núúú...jaaaá, ætli ég verði ekki bara að sjá þá mynd" sögðu strípurnar (með fullri virðingu fyrir strípum).
ég og hinn hippinn horfðumst í ranghvolfd augu þvert yfir stílhreina og lekkera stofu innanhússhönnuðarins sem var fljót að snúa umræðuefninu aftur yfir í fæðingar og barnauppeldi, enda ólétt sjálf í augnablikinu.
kvöldið leið áfram inn um eitt og út um hitt án þess að spennandi umræðuefni kæmu fyrir nema í þá stuttu stund sem ég gat skemmt mér yfir spjalli um þá kúkafýlu sem gýs uppúr sérstökum amerískum kúkableyjuruslatunnum, séu þær ekki tæmdar daglega.
svo eru víst til bleyjur í amríkunni sem gefa frá sér góða lykt sem yfirgnæfir kúkafýluna.
svona hafa sumir öðruvísi áhugamál en aðrir. o sei sei...
gerði mér grein fyrir ósameiginlegheitum sumra ef ekki flestra okkar þegar sú ameríkuskotna spurði ,,hver er che guevara?". ég og hinn hippinn reyndum eitthvað að útskýra ,,sko hann var í byltingunni á kúbu með kastró" ,,með kastró?!, er þetta þá einhver helvítis kommúnisti?" gólaði sú strípulagða með gullúrið og plokkuðu augabrúnirnar. ,,æi hann var þarna í bíómyndinni um mótorhjóladagbækurnar" upplýsti flugfreyjan. ,,núúú...jaaaá, ætli ég verði ekki bara að sjá þá mynd" sögðu strípurnar (með fullri virðingu fyrir strípum).
ég og hinn hippinn horfðumst í ranghvolfd augu þvert yfir stílhreina og lekkera stofu innanhússhönnuðarins sem var fljót að snúa umræðuefninu aftur yfir í fæðingar og barnauppeldi, enda ólétt sjálf í augnablikinu.
kvöldið leið áfram inn um eitt og út um hitt án þess að spennandi umræðuefni kæmu fyrir nema í þá stuttu stund sem ég gat skemmt mér yfir spjalli um þá kúkafýlu sem gýs uppúr sérstökum amerískum kúkableyjuruslatunnum, séu þær ekki tæmdar daglega.
svo eru víst til bleyjur í amríkunni sem gefa frá sér góða lykt sem yfirgnæfir kúkafýluna.
svona hafa sumir öðruvísi áhugamál en aðrir. o sei sei...
sunnudagur, maí 22, 2005
hér með langar mig til þess að gera könnun. könnunin atarna er ekki beint skoðanakönnun en þó felur hún skoðanir í sér á óbeinan hátt þar sem skoðanir markhópsins virðast alls ekki vera neitt svo ó svipaðar að ýmsu og fáeinu leyti. könnunin kemur til af því að mig er farið að gruna að 90% lesenda minna elskulegra (þaðeraðsegja ykkur) séu íbúar á njálsgötu, annarra gatna í póstnúmeri hundraðogeinum eða í hlíðahverfi númeruðu hundraðogfimm. svo tilheyrir hún veiga mín kær tildæmis hinum tíuprósentunum en hún var semsagt samstarfskona mín og býr í kópavogi og á kött og nýja íbúð og tilhamingju með það.
en semsagt er ég að velta því fyrir mér hvort íbúar þessa miðsvæðis svæðis séu þá frekar vísir til að hrasa hingað inn og lesa mig sér til dundurs, en aðrir. og þá sömuleiðis hvort ég sé þá sjálf vísari til að lesa síður ykkar sem einhverra hluta vegna veljið að búa í svipuðu umhverfi og ég sjálf. er það rétt að fólk af einhverskonar svipuðum toga sæki frekar í ákveðin hverfi og fólk af öðrum svipuðum togum sæki í önnur ákveðin hverfi? og á þetta fólk þá sameiginlegan einhvern lífstíl, skoðun eða húmor frekar en annað fólk í öðrum borgarhlutum? er steríótýperíseríngin í fullum rétti? hverjir búa þá helst hvar?
blogg er svosem hugmynd útafyrir sig... en það er ekki sama blogg og sérablogg.
eins og þau sem hafa eytt tíma í að ráfa niður tenglabloggaralistann minn hér á yðar hægri hönd hafið væntanlega gert ykkur grein fyrir, er ýmiskonar fólk að blogga og það af fítonskrafti. (hver var fíton?)
nemendur mínir eru margflestir virkir í íþróttinni en síður þeirra eru engan veginn af þeim toga sem ég nenni að lesa af viti, krafti eða áhuga.
það vantar ekki fjölda síðna skal ég segja ykkur, en litli trausti kjarninn sem ég les oftar en sjaldnar virðast semsagt af einhverjum ástæðum flestir vera grannar mínir. ástralarnir vita sko hvað þeir syngja. sumir viljana góða og granna en allir þurfa góða granna.
hér með hefst semsagt könnunin: kæru lesendur, vinsamlegast látið ekki ykkar kyrrt eftir liggja og verið svo væn að gera mér þann greiða að sýna lit og taka höndum saman um að opna innskotsglugga minn hér að neðan þar sem þau ykkar sem þorið getið og viljið mættuð skrifa niður nafn götunnar þar sem þið eruð íbúar, en séuð þið haldin ofsóknarbrjálæði á einhverju stigi, manna- og félagsfælni, áráttuhegðun eða óyfirstíganlegri feimni, læt ég mér nægja póstnúmerið. (nema auðvitað þau ykkar sem eruð í parís eða svoleiðis krummaskuðum, þið skráið auðvitað niður svæðið sem þið tilheyrið þegar þið dveljist hér heima í stórborginni).
reynist grunur minn á rökum studdur mun ég héreftir keppast við að brosa vinalega til eins margra miðbæjarbúa og ég get sem ég sé glitta í á milli gorítexklæddra útlendinga hér í bárujárnsbænum. hver veit nema ég eigi eftir að brosa til þín?
sem minnir mig á það... mig langar mjög að stofna til brosherferðar. bros eru svo góð fyrir sálina, það léttir tilveruna að gefa þau og gleður sálina að fá þau.
og hér með er herferðarhugmyndinni semsagt komið á framfæri sem mitt litla sandkorn til þess að fegra heiminn.
megsí bokú, þeinkjú, dankesjön, grassjas, túsintakk, obbrígaða, kítos, spassíba, gratsí og þakkykkur firir. :)
en semsagt er ég að velta því fyrir mér hvort íbúar þessa miðsvæðis svæðis séu þá frekar vísir til að hrasa hingað inn og lesa mig sér til dundurs, en aðrir. og þá sömuleiðis hvort ég sé þá sjálf vísari til að lesa síður ykkar sem einhverra hluta vegna veljið að búa í svipuðu umhverfi og ég sjálf. er það rétt að fólk af einhverskonar svipuðum toga sæki frekar í ákveðin hverfi og fólk af öðrum svipuðum togum sæki í önnur ákveðin hverfi? og á þetta fólk þá sameiginlegan einhvern lífstíl, skoðun eða húmor frekar en annað fólk í öðrum borgarhlutum? er steríótýperíseríngin í fullum rétti? hverjir búa þá helst hvar?
blogg er svosem hugmynd útafyrir sig... en það er ekki sama blogg og sérablogg.
eins og þau sem hafa eytt tíma í að ráfa niður tenglabloggaralistann minn hér á yðar hægri hönd hafið væntanlega gert ykkur grein fyrir, er ýmiskonar fólk að blogga og það af fítonskrafti. (hver var fíton?)
nemendur mínir eru margflestir virkir í íþróttinni en síður þeirra eru engan veginn af þeim toga sem ég nenni að lesa af viti, krafti eða áhuga.
það vantar ekki fjölda síðna skal ég segja ykkur, en litli trausti kjarninn sem ég les oftar en sjaldnar virðast semsagt af einhverjum ástæðum flestir vera grannar mínir. ástralarnir vita sko hvað þeir syngja. sumir viljana góða og granna en allir þurfa góða granna.
hér með hefst semsagt könnunin: kæru lesendur, vinsamlegast látið ekki ykkar kyrrt eftir liggja og verið svo væn að gera mér þann greiða að sýna lit og taka höndum saman um að opna innskotsglugga minn hér að neðan þar sem þau ykkar sem þorið getið og viljið mættuð skrifa niður nafn götunnar þar sem þið eruð íbúar, en séuð þið haldin ofsóknarbrjálæði á einhverju stigi, manna- og félagsfælni, áráttuhegðun eða óyfirstíganlegri feimni, læt ég mér nægja póstnúmerið. (nema auðvitað þau ykkar sem eruð í parís eða svoleiðis krummaskuðum, þið skráið auðvitað niður svæðið sem þið tilheyrið þegar þið dveljist hér heima í stórborginni).
reynist grunur minn á rökum studdur mun ég héreftir keppast við að brosa vinalega til eins margra miðbæjarbúa og ég get sem ég sé glitta í á milli gorítexklæddra útlendinga hér í bárujárnsbænum. hver veit nema ég eigi eftir að brosa til þín?
sem minnir mig á það... mig langar mjög að stofna til brosherferðar. bros eru svo góð fyrir sálina, það léttir tilveruna að gefa þau og gleður sálina að fá þau.
og hér með er herferðarhugmyndinni semsagt komið á framfæri sem mitt litla sandkorn til þess að fegra heiminn.
megsí bokú, þeinkjú, dankesjön, grassjas, túsintakk, obbrígaða, kítos, spassíba, gratsí og þakkykkur firir. :)
föstudagur, maí 20, 2005
jújú, horfði á júróvisjón í gær. það segir mér bara eitt. ég er hér með að blogga í annað sinn um júróvisjón hér síðan ég hóf störf sem blogggæra. aaaha...þetta orð myndi sóma sér vel í færslu tótu pönk um svona orð. sko mig.
nema hvað, ég legg hér með til að undankeppninni verði skipt í austurjúróvisjón og vesturjúróvisjón og úr hverjum hópi komist 5 áfram í lokakeppni. eða kannski legg ég bara til að við hættum að eyða pening í þessa bölvuðu vitleysu sem vesturevrópubúar (nema íslendingar) eru löngu hættir að horfa á eða sýna áhuga, hvað þá að eyða peningum og tíma í að hringja inn og kjósa.
jahú hvað það er gaman að blogga um svona hluti sem allir hafa skoðun á einmitt í dag og hætta svo að tala um um leið og helgin brestur á.
ég talaði við viðar um umferð þá þáverandi kom kommúnistinn með meðvirka sem semur við viðlög og oggulitla hér hérastúfa.
góðos helgos.
nema hvað, ég legg hér með til að undankeppninni verði skipt í austurjúróvisjón og vesturjúróvisjón og úr hverjum hópi komist 5 áfram í lokakeppni. eða kannski legg ég bara til að við hættum að eyða pening í þessa bölvuðu vitleysu sem vesturevrópubúar (nema íslendingar) eru löngu hættir að horfa á eða sýna áhuga, hvað þá að eyða peningum og tíma í að hringja inn og kjósa.
jahú hvað það er gaman að blogga um svona hluti sem allir hafa skoðun á einmitt í dag og hætta svo að tala um um leið og helgin brestur á.
ég talaði við viðar um umferð þá þáverandi kom kommúnistinn með meðvirka sem semur við viðlög og oggulitla hér hérastúfa.
góðos helgos.
fimmtudagur, maí 19, 2005
sól í heiði skín og vindur úti hvín. gluggaveður dynur á vitum vorum og engin undankomuleið flúið fær.
nú er ég að skoða stúlku með lokk í tungu. mikið þykir mér það magnað hugmyndaflug. paradís kækjanna. áðan starði ég beint á naflalokk. óttalegt bling bling attítúd í þessum ungmennum í dag. ég er ekki vön að nota bling bling sem tjáningarmáta en þegar ég spurði stúlkuna hvort hún væri með tungulokk sagði hún ,,já bling blingið mitt?"
þetta er ungt og leikur sér segi ég nú bara.
eftir að aldurinn og viskan færðust yfir mig hef ég varla getað annað en þakkað minni sælu fyrir að hafa alltaf gugnað á því að láta tattúvera á mig sól eða auga eða aðrar táknrænur sem mér þóttu merkilegar og kúl á sínum tíma. ég er líka óneitanlega fegin að hafa hætt við að ganga með lokk í nefi, enda væri gatið orðið ansi vel gróið á nasavængi vora í dag.
sem betur fer var ég ung en gekk þó hægt um gleðinnar dyr, lék mér af varfærni og þorði sjaldnast að hella mér af of miklum krafti í töffaralifnaðinn.
þar af leiðandi er ég ekki með gaddavír teiknaðan í kringum upphandlegginn á mér, ekki með lafandi göt á skrýtnum stöðum eða takmarkaðan hárvöxt á augabrúnum eftir ofplokkun.
ég þekki strák sem er með garfield á upphandleggnum.
djöfull hefði ég grátið ef væri ég hann..... muahahahahahaha
nú er ég að skoða stúlku með lokk í tungu. mikið þykir mér það magnað hugmyndaflug. paradís kækjanna. áðan starði ég beint á naflalokk. óttalegt bling bling attítúd í þessum ungmennum í dag. ég er ekki vön að nota bling bling sem tjáningarmáta en þegar ég spurði stúlkuna hvort hún væri með tungulokk sagði hún ,,já bling blingið mitt?"
þetta er ungt og leikur sér segi ég nú bara.
eftir að aldurinn og viskan færðust yfir mig hef ég varla getað annað en þakkað minni sælu fyrir að hafa alltaf gugnað á því að láta tattúvera á mig sól eða auga eða aðrar táknrænur sem mér þóttu merkilegar og kúl á sínum tíma. ég er líka óneitanlega fegin að hafa hætt við að ganga með lokk í nefi, enda væri gatið orðið ansi vel gróið á nasavængi vora í dag.
sem betur fer var ég ung en gekk þó hægt um gleðinnar dyr, lék mér af varfærni og þorði sjaldnast að hella mér af of miklum krafti í töffaralifnaðinn.
þar af leiðandi er ég ekki með gaddavír teiknaðan í kringum upphandlegginn á mér, ekki með lafandi göt á skrýtnum stöðum eða takmarkaðan hárvöxt á augabrúnum eftir ofplokkun.
ég þekki strák sem er með garfield á upphandleggnum.
djöfull hefði ég grátið ef væri ég hann..... muahahahahahaha
fimmtudagur, maí 12, 2005
jújú ég horfði á ópru vinnfrí í gærkvöldi. eins og svo margir aðrir.
mikið erum við klisjukennd í landkynningu alltafhreint. og mikið eru þetta villandi og heimskulegar áherslur. þetta hljómar eins og bærinn sé fullur af djammandi tilkippilegum einstæðum mæðrum um 15 ára. það gleymdist að taka fram að djammliðið er flest á aldrinum 17-27 ára, er ekki sérlega spennandi og er bæði dýrt og fljótt þreytandi. reyndar þekki ég svosem ekkert svo rosalega stóra prósentu íslenskra kvenna en sá litli þverskurður sem ég þekki passar greinilega ekki alveg við steríótýpuna sem einhverra hluta vegna er endalaust troðið uppá útlendinga.
makinn minn er eins og ýmsir vita, ekki hérlendur og þátturinn í gær fór fyrir brjóstið á honum. samt er hann alls ekki fyrsti maður til að stíga fram og verja landið bláa þegar kvartað er yfir því. honum þótti þetta þó skítt og fíflalegt og hann nefndi fullt af jákvæðum atriðum sem hefði mátt nefna frekar, auk þess sem hann benti á þá staðreynd að maka hans og dóttir væru báðar íslenskar og ekki þætti honum nú fallegt að erlendingum væri gefin jafn kynlífstengd hugmynd um samlendar konur og raun bar vitni, og hvað þá í svona þætti sem horft er á af þrilljónum manns og kvenns.
spurning um að fara að safna fyrir heilsíðuauglýsingu í new york times til að leiðrétta kvenkynninguna.
mikið erum við klisjukennd í landkynningu alltafhreint. og mikið eru þetta villandi og heimskulegar áherslur. þetta hljómar eins og bærinn sé fullur af djammandi tilkippilegum einstæðum mæðrum um 15 ára. það gleymdist að taka fram að djammliðið er flest á aldrinum 17-27 ára, er ekki sérlega spennandi og er bæði dýrt og fljótt þreytandi. reyndar þekki ég svosem ekkert svo rosalega stóra prósentu íslenskra kvenna en sá litli þverskurður sem ég þekki passar greinilega ekki alveg við steríótýpuna sem einhverra hluta vegna er endalaust troðið uppá útlendinga.
makinn minn er eins og ýmsir vita, ekki hérlendur og þátturinn í gær fór fyrir brjóstið á honum. samt er hann alls ekki fyrsti maður til að stíga fram og verja landið bláa þegar kvartað er yfir því. honum þótti þetta þó skítt og fíflalegt og hann nefndi fullt af jákvæðum atriðum sem hefði mátt nefna frekar, auk þess sem hann benti á þá staðreynd að maka hans og dóttir væru báðar íslenskar og ekki þætti honum nú fallegt að erlendingum væri gefin jafn kynlífstengd hugmynd um samlendar konur og raun bar vitni, og hvað þá í svona þætti sem horft er á af þrilljónum manns og kvenns.
spurning um að fara að safna fyrir heilsíðuauglýsingu í new york times til að leiðrétta kvenkynninguna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)