miðvikudagur, maí 09, 2007

ég er farin að fatta útá hvað mínimalistastíllinn gengur. öll þessi heimili sem hafa verið til sýnis í lífsstílsþáttum og tímaritum þar sem ekkert virðist vera á heimilinu nema örfá húsgögn og innréttingar. auðvitað er þetta til að hjálpa fólki við flutninga. þessi heimili tilheyra fólki sem hefur flutt oft og er komið með ógeð á því að eiga dót. þess vegna þykir þeim best að búa með næstum því ekkert.
ég held að ég eigi eftir að enda á forsíðu lífsstílstímarits einhvern daginn. fyrirsögnin verður ,,kíkt inn hjá maju, mínimalisminn tekinn með trukki".

magnað annars hvað er hægt að eiga mikið skran, samt þóttist ég vera gaur sem er alltaf að losa sig við frekar en að safna. en það safnast nú bara samt.

sem minnir mig á það. ég er að sjóða egg og var næstum því búin að gleyma því. verð að hlaupa....

Engin ummæli: