þriðjudagur, maí 22, 2007

kona á barmi taugaáfalls.
í gær fékk ég leirskál með haus frá samstarfsmanni og konu hans, leirlistakonunni. áðan fékk ég svona leyndóbox og hálsfesti með hvítum steini frá mjög svo krúttlegum nem-öndum.
er von að maður þurfi að hlaupa á klóstið að grenja?
ég veit ekki hvað þetta er, en á einhverjum tímapunkti í lífi mínu skrúfaðist frá einhverri stöð í heilanum á mér sem veldur því að ég á á stundum mjög, ef ekki of, auðvelt með að tárast og hreinlega bresta í grát. stundum brest ég í söng og stundum brest ég í dans en stundum brest ég bara í grát. eins og þegar ég þarf að segja bless við fallegt fólk. ég væri ekki góður kynnir á fegurðarsamkeppnum....
djók... ég á við svona hinsegin fallegt fólk... svona sem mér þykir vænt um.
hananú, nú er ég byrjuð að tárast... assgotinn....

ég tárast stundum yfir auglýsingum, græt oft yfir bíómyndum, grenja stundum úr hlátri en allra verst er ég þegar komið er að kveðjustundum.

úff....

Engin ummæli: