í dag var hellt úr fötu. frumur og geldingar. síðburðurinn vakti lukku í pollagalla og stígvélum á meðan innfædd börn hlupu úr skjóli í skjól með beyglaðar regnhlífar. börn í mexíkó eru ekki vön að leika sér í rigningu. þvert á móti eru þau skömmuð fyrir að hætta sér út í bleytuna. þau gætu orðið veik. hérna trúir fólk því að það muni veikjast af öllum skrattanum. ekki vera berfætt, þú gætir orðið veik. ekki vera á stuttermabol í rigningu, þú gætir orðið veik. ekki láta vindinn blása á þig, þú gætir orðið veik.... ekki nema von að þetta lið verði veikt af öllu ef það er alltaf að passa sig.
í dag fór ég og keypti í matinn. keypti fullt af allskonar dóti sem ég hef aldrei keypt áður vegna þess að á morgun ætla ég að elda! það er í raun í frásögur færandi. ég ætla meira að segja að búa til rétti uppúr hagkaupsuppskriftabókinni sem ég keypti mér í bjartsýniskasti einhverju áður en ég yfirgaf klakann. það verður spennandi að sjá hvað kemur útúr eldamennskunni atarna. ég er eiginlega spenntust sjálf.
vonandi verður betra veður á morgun.
ps. hvað þýðir paraguas?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli