litlu rassgötin synir fráskildu konunnar stálu nokkrum af púslunum mínum. konan sem passar þá henti þeim í ruslið. og ég er svekkt.
ég er að hugsa um að banna dóttur minni að vera kærastan þeirra. í hefndarskyni.
móðir mín og faðir prófuðu messenger í fyrsta sinn í dag. þau voru alveg hissa hvað þetta er sniðugt fyrirbæri. fyrsti fjölskyldufundurinn á netinu var haldinn áðan. það var gaman. við erum nefnilega svo sniðug fjölskylda, þó ég segi sjálf frá.
í dag eldaði ég. aldrei þessu vant. og maturinn var góður. aldrei þessu vant. svona getur maður nú komið sér á óvart. ég sá að fólk var hálf hrætt við að prófa, af fenginni reynslu, en þau urðu jafn hissa og ég.
í fyrradag fór ég að kaupa í matinn allt dótaríið sem ég þurfti fyrir hina svakalegu grænmetisrétti sem ég eldaði í dag. í uppskriftinni stóð að ég þyrfti að nota kókosmjólk. ég fór og keypti eitthvað sem heitir crema de coco. 4 dósir því að ég ætla aldeilis að vera dugleg í eldhúsmálunum á næstunni. þegar ég opnaði fyrstu dósina í dag gerði ég mér grein fyrir því að þetta var svona sætt sull til að nota í piña colada, lyktaði eins og sólarvörn. ég rauk útí búð, enda með fullan pott af sætum kartöflum, lauk og graskeri, og bað um kókosmjólk. búðargaurinn fór með mig beint að hillunni þar sem piña colada-mixið var. ég sagðist nú aldeilis ekki ætla að gera sömu mistökin tvisvar, en hann kannaðist ekkert við kókos- mjólk. bíddu hægur, sagði ég og stakk nefinu inní allar hillur búðarinnar, svona eins og sherlock holmes myndi gera. mig vantaði bara stækkunarglerið og hatt. að lokum kom ég að hillunni þar sem asíski maturinn var. sushi dót og svona. þar stóðu þær, rauðar og glansandi og á þeim stóð ,,leche de coco importada" og svo eitthvað á kínversku. hróðug staflaði ég fjórum dósum í fangið og ráfaði með montsvip um búðina þangað til ég fann gaurinn aftur. sjáðu, sagði ég. þetta er kókós MJÓLK... ekki notuð í kokteila heldur til matargerðar. hann varð hissa og sagðist aldrei hafa séð þetta áður.
mig grunar sterklega að grænmetisréttatrendið sé ekki enn komið hingað til lands.
og ég get ekki fyrir mitt litla líf fundið túrmerik.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli