miðvikudagur, júní 13, 2007

í gær áttu sumir afmæli. í dag eiga sumir afmæli. á morgun eiga sumir aðrir afmæli. ég ætla að hringja í suma á morgun og syngja afmælissönginn. á íslensku.

núverandi dagur er langur og tíðindalaus dagur. eða hvað...
ég fékk gaur með yfirvaraskegg heim til mín og hann lagaði internetið. kom í ljós að símainnstungan sem ég hafði verið að tengja módemið við var tóm að innan. þar var bara ein lítil könguló sem var ekki tengd við alnetið og gat þar af leiðandi ekkert hjálpað til.
svo kom annar gaur með yfirvaraskegg sem tengdi sjónvarpið mitt. nú er ég með sjónvarp. ég er samt of upptekin af púslinu til að geta horft á það.
núna er gaur með yfirvaraskegg úti að tæma ruslatunnurnar.
bráðum kemur mágur minn með yfirvaraskeggið sitt heim úr vinnunni.
hvað er málið með öll þessi yfirvaraskegg?
erik hinn hollenski í húsi eitt er búinn að vera hérna of lengi. það sést á því að hann er með stórt ljóst yfirvaraskegg.
makinn minn er búinn að vera nógu lengi á íslandi til að vera yfirvaraskeggslaus.

á meðan ég man.... ef þú ert nemandi í menntaskólanum hraðbraut þá sæki ég hér með um að fá senda útskriftarbók takk. og á næsta ári líka. takk.

heimilisfang tengdamóður minnar (sem er betur staðsett en ég uppá póst að gera) er:
maría hjálmtýsdóttir c/dolores alvarez de ortiz
huasteca 311. col. industrial
cp. 07800 zp. 14
mexico df
mexico

Engin ummæli: