föstudagur, júní 22, 2007

þetta er svolítið ruglingslegt með tímann. hjá mér er ennþá fimmtudagskveld en hún er að ganga föstudagur hjá ykkur. svo að dagsetningarnar hérna hjá mér eru aðeins skakkar. en það ætti svosem ekki að rugla aðra en þá sem eru tæpir á tímagreindinni.
nema hvað. rólegur fimmtudagur semsagt að kveldi kominn.
í dag púslaði ég eins og moððer og á bara eftir hvít púsl sem eru að gera mig geðveika. ég þarf greinilega að fara að finna mér eitthvað gáfulegra að gera á daginn.

ég var að fá hugmynd. mér datt semsagt í hug að reyna að gera eitthvað gagn á meðan ég er að nöldra þetta og þá fannst mér góð hugmynd að á hverjum degi myndi ég kenna ykkur sem kunnið ekki eitthvað smá í spænsku, segjum 10 orð. þetta litla hafið þið svo á heilanum þangað til þið komið aftur (ef þið komið aftur) og lærið næsta skammt.
hvernig líst ykkur á? (ég lofa að vera samt ekki með endalaust tungumálaþvaður)

ef fólk fer að kvarta, nú þá hætti ég bara... en til að byrja með ætla ég að byrja. þar sem ég sit í eldhúsinu verður fyrsti skammtur um mat:
pan = brauð
leche (borið fram letsje) = mjólk
refresco = gosdrykkur
manzana = epli
platano = banani
queso (borið fram keso) = ostur
jamón (borið fram hamon) = skinka
huevos (h er aldrei borið fram í spænsku) = egg
carne = kjöt
pollo (tvöfalt l er alltaf borið fram sem j eða pojo) = kjúklingur

úff...þetta er leiðinlegt. ég er hætt.

tölum frekar um eitthvað skemmtilegra...

Engin ummæli: