þriðjudagur, júní 12, 2007

nieves þýðir snjór í fleirtölu. nieves er nafn konunnar sem þrífur fyrir mig. hún er lágvaxin, breiðvaxin og brosmild indíánakona á óræðum aldri. hún á fimm ára strák sem heitir mauricio. henni finnst fyndið hvað ég er mikill heimilishaldsauli. það hafa fleiri hlegið að því.

í dag sátu loreto og veronica hér í stofunni minni og töluðu tímunum saman um hinar kerlurnar. þær eru yfir sig hneykslaðar á ivonne (sem býr í húsi 7) vegna þess að hún fór og sagði þeirri fráskildu að hinar tvær og svilkonan hefðu verið að tala illa um hana. sem þær gerðu ekki beint. þær voru meira að gagnrýna kærastann fyrir að vera frekur við hana. veronica fór að gráta yfir því að kerlurnar í hinum húsunum virðast vera búnar að safna liði gegn litla vinkonuhópnum þeirra (sem ég telst víst hluti af) og eru leiðinlegar.
sú fráskilda kom svo og sagði okkur að henni væri skítsama og að hún væri áfram með okkur í liði. nú er ég semsagt óafvitandi komin í lið.
merkilegt samfélag atarna.

mig langar í sund.

Engin ummæli: