miðvikudagur, júní 03, 2009

mér áskotnaðist miði á hans heilagleika dalæ lama í gær. og ég fór, nema hvað.
karlinn er krútt svo ekki sé meira sagt. stundum hljómaði hann svolítið eins og prúðuleikari og stundum skildi ég tæplega hvað hann sagði með tíbetska hreimnum sínum. stundum varð ég líka syfjuð af því að einbeita mér við að hlusta og skilja.
hann sagði nú svosem ekkert nýtt. ósköp kommon sens, en samt hluti sem er ágætt að vera minntur á. svo sem eins og kærleikann og að vera ekki sama um aðra.
stundum dettur mannskepnan í að hætta að hugsa um aðra, einbeita sér bara að eigin rassi og þörfum. þá er viss hætta á að særa í hugsunarleysi þá sem maður vildi ekkert særa. hann talaði líka aðeins um mikilvægi fjölskyldunnar. sérstaklega þegar maður á börn. maður gleymir líka stundum að passa uppá þá sem eru manni næstir. að taka þá sem gefnum hlut og vera allur útávið en vanrækja þá sem eru heima. algeng mistök grunar mig og því miður geta þau verið skemmandi. þá skiptir miklu máli að grípa í rassgatið á sjálfum sér áður en skaðinn er skeður og læra að meta það sem maður á en gleymdi að sjá. sérstaklega þegar börnin eru komin. þau eiga það skilið af okkur.