í dag fer ég snemma heim úr vinnunni, enda búin snemma á föstudögum. þá bara dæli ég upplýsingum í liðið og þar sem ég er enn að flytja mun ég svo drífa mig heim og heim til að pakka niður og mála meira og allt þetta sem ég þarf að gera til að geta hætt á búa á tveimur stöðum í einu. sem er leiðigjarnt til lengdar.
en þess vegna geri ég ekkert fleira í dag. ekkert nema flytja á ég við. engin rólegheit til að spila á gítarinn minn, dunda mér við að skrifa tölvupósta eða neitt svona skemmtilegt. enginn friður.
en í staðin verð ég stolt af sjálfri mér á morgun þegar ég skála við vini og vandavini á karömbu fyrir sjötugsafmæli mínu og makans. þá mun ég eiga slíka pásu skilið. skilna. skilaða. skilurðu?
en semsagt... ég er farin heim. tíminn er á þrotum. ég er að niðurlotum - komin. heima við krotum og okkur dauðrotum á meðan við potum húsinu í stand. frjáls undan votum skotum.
góða helgi essgan.
föstudagur, nóvember 20, 2009
föstudagur, nóvember 13, 2009
eftir helgi verð ég hálf sjötug. í dag er ég bara hálf sextíu og átta. gasalega fljótt að tikka eitthvað.
ég er að reyna að hætta að drekka svona mikið kók áður en ég verð þrjátíuogfimm. það er barnalegt að drekka kók...hehe... eða eitthvað. ég verð samt að hætta þessu. jisús minn almáttugur. áður en ég missi allar tennurnar eða eitthvað. áður en innyflin í mér leysast upp. áður en ég verð græn og með blettaskalla. áður en eyrun á mér bráðna af og ég byrja að slefa blóðkögglum.... og svo framvegis.
það er samt eitthvað við þennan skratta. helvíti hressandi alltaf að fá sér smá kók með aspartami. þeir sem segja að aspartam sé slæmt ættu að kíkja á mig, fír og flamme. ha. ennþá allaveganna.
svo er önnin í skólanum að renna sitt skeið á enda. svo kemur jólafrí. afmæli og jólafrí... mér sýnist ég eiga eftir að eiga erfitt með að hætta kókdrykkju fyrr en eftir áramótin. þegar mexíkanarnir eru farnir. þegar rútínan byrjar aftur. þegar það er ekkert eftir til að halda uppá. þegar gleðinni verður lokið.
eða hvað? þá þarf ég kannski kók til að lyfta mér upp í grámanum. aldrei að vita.
en fyrst ætla ég að fara til ofnæmislæknis til að fá að vita hvort ég megi eignast kettling eða svo.
ég er að reyna að hætta að drekka svona mikið kók áður en ég verð þrjátíuogfimm. það er barnalegt að drekka kók...hehe... eða eitthvað. ég verð samt að hætta þessu. jisús minn almáttugur. áður en ég missi allar tennurnar eða eitthvað. áður en innyflin í mér leysast upp. áður en ég verð græn og með blettaskalla. áður en eyrun á mér bráðna af og ég byrja að slefa blóðkögglum.... og svo framvegis.
það er samt eitthvað við þennan skratta. helvíti hressandi alltaf að fá sér smá kók með aspartami. þeir sem segja að aspartam sé slæmt ættu að kíkja á mig, fír og flamme. ha. ennþá allaveganna.
svo er önnin í skólanum að renna sitt skeið á enda. svo kemur jólafrí. afmæli og jólafrí... mér sýnist ég eiga eftir að eiga erfitt með að hætta kókdrykkju fyrr en eftir áramótin. þegar mexíkanarnir eru farnir. þegar rútínan byrjar aftur. þegar það er ekkert eftir til að halda uppá. þegar gleðinni verður lokið.
eða hvað? þá þarf ég kannski kók til að lyfta mér upp í grámanum. aldrei að vita.
en fyrst ætla ég að fara til ofnæmislæknis til að fá að vita hvort ég megi eignast kettling eða svo.
miðvikudagur, október 28, 2009
loftbylgjurnar búnar, vetur genginn í garð á dagatalinu og komin rót í hárið. gangur tímans.
við erum líka bæði búin að kaupa og selja. og þá er ég að tala um húsnæði. byrjum svo hasarinn á sunnudaginn, en þá fáum við nýja staðinn í hendurnar. og þá þarf að mála og bera kassa og bera húsgögn og rífa teppi og pússa fjalir og...og... ég er orðin þreytt bara af því að hugsa um allt sem þarf að gera. æi ætli ég hætti ekki bara við eftir allt. þetta er svo mikið vesen.
ætli ég verði ekki bara veik í kvöld af álaginu.
við erum líka bæði búin að kaupa og selja. og þá er ég að tala um húsnæði. byrjum svo hasarinn á sunnudaginn, en þá fáum við nýja staðinn í hendurnar. og þá þarf að mála og bera kassa og bera húsgögn og rífa teppi og pússa fjalir og...og... ég er orðin þreytt bara af því að hugsa um allt sem þarf að gera. æi ætli ég hætti ekki bara við eftir allt. þetta er svo mikið vesen.
ætli ég verði ekki bara veik í kvöld af álaginu.
fimmtudagur, október 15, 2009
er komin með armbandið. sá reykjavík! í gær og svo skrýtna svíahljómsveit sem innihélt svarta bakraddasöngkonu í undarlegum fíling og söngvara sem var svolítið eins og michael jackson og prince hefðu eignast barn saman. ekki gott.
en ég fór samt snemma að sofa, enda samviskusöm mjög í kennarastarfinu...hehe...
er ég að fara að flytja?
já kannski.
hvenær kemur það í ljós?
mjög fljótlega.
nenni ég að mála?
neibb.
ætla ég að flytja langt ef ég flyt?
uuu...nei, eins og hálfan kílómeter í burtu eða styttra.
kann ég að spila á gítar?
tja, mjög lítið en er stolt af því litla sem ég ,,kann".
en ég fór samt snemma að sofa, enda samviskusöm mjög í kennarastarfinu...hehe...
er ég að fara að flytja?
já kannski.
hvenær kemur það í ljós?
mjög fljótlega.
nenni ég að mála?
neibb.
ætla ég að flytja langt ef ég flyt?
uuu...nei, eins og hálfan kílómeter í burtu eða styttra.
kann ég að spila á gítar?
tja, mjög lítið en er stolt af því litla sem ég ,,kann".
miðvikudagur, október 07, 2009
í dag er ég búin að vera svakalega dugleg að undirbúa vinnuna mína fram í tímann. þegar ég geri svoleiðis öðlast ég alltaf örlitla ró í hjartanu.
talandi um ró í hjartanu þá á ég von á um 16 mexíkönskum fjölskyldumeðlimum á aðfangadag. þeir fara svo heim skelþunnir á nýársdag. hver skipulagði þessar dagsetningar? það var að minnsta kosti ekki ég.
skipuleggjandinn var herra corleone, mágur minn. sá sem skipuleggur líf allra í kringum sig. þegar talað er við hann segist hann vera að fara með allt fólkið til íslands. svo ætlar hann að fara með þau í helgarferð til orlando á leiðinni heim. því hann ætlar að sýna þeim disneyland. þau eru ekki að fara saman. hann er að fara með þau. sem er líka skrýtið vegna þess að yngsti maðurinn í ferðinni er 16 ára.
en ekki minn höfuðverkur svosem. en samt skrýtið að mínu mati.
lífið er annars þokukennt. margt á dagskránni og mikið að gera en samt einhver þoka yfir öllu. yfir ölli inní mér. ég veit ekki hvort er betra að bíða hana af sér eða vonast til að rekast á einhvern færan um að hrista mig útúr henni.
væri alveg til í smá hristing.
árekstur.
raflost.
eitthvað.
ég ætti kannski bara að mæla mér mót á malecon við fánaflóa.....
talandi um ró í hjartanu þá á ég von á um 16 mexíkönskum fjölskyldumeðlimum á aðfangadag. þeir fara svo heim skelþunnir á nýársdag. hver skipulagði þessar dagsetningar? það var að minnsta kosti ekki ég.
skipuleggjandinn var herra corleone, mágur minn. sá sem skipuleggur líf allra í kringum sig. þegar talað er við hann segist hann vera að fara með allt fólkið til íslands. svo ætlar hann að fara með þau í helgarferð til orlando á leiðinni heim. því hann ætlar að sýna þeim disneyland. þau eru ekki að fara saman. hann er að fara með þau. sem er líka skrýtið vegna þess að yngsti maðurinn í ferðinni er 16 ára.
en ekki minn höfuðverkur svosem. en samt skrýtið að mínu mati.
lífið er annars þokukennt. margt á dagskránni og mikið að gera en samt einhver þoka yfir öllu. yfir ölli inní mér. ég veit ekki hvort er betra að bíða hana af sér eða vonast til að rekast á einhvern færan um að hrista mig útúr henni.
væri alveg til í smá hristing.
árekstur.
raflost.
eitthvað.
ég ætti kannski bara að mæla mér mót á malecon við fánaflóa.....
mánudagur, september 28, 2009
mér þér sér hér
dettur klettur settur mettur nettur hettur fettur brettur rettur
ekki hlekki kekki blekki bekki sekki
neitt heitt greitt meitt sneitt breytt beitt sveitt leitt
í mý ný sí hlý hví þrí frí bý því
hug flug
til þil vil gil bil
að svað hvað það tað vað bað
skrifa rifa tifa bifa
laus haus gaus hnaus raus kaus fraus hraus maus
láta skáta gráta hnáta káta gáta báta máta táta sáta
gríma síma slíma glíma híma tíma kíma víma ríma
bloggsíða til sölu.... áhugasamir skrifið orðsendingar í athugasemdakerfi.
dettur klettur settur mettur nettur hettur fettur brettur rettur
ekki hlekki kekki blekki bekki sekki
neitt heitt greitt meitt sneitt breytt beitt sveitt leitt
í mý ný sí hlý hví þrí frí bý því
hug flug
til þil vil gil bil
að svað hvað það tað vað bað
skrifa rifa tifa bifa
laus haus gaus hnaus raus kaus fraus hraus maus
láta skáta gráta hnáta káta gáta báta máta táta sáta
gríma síma slíma glíma híma tíma kíma víma ríma
bloggsíða til sölu.... áhugasamir skrifið orðsendingar í athugasemdakerfi.
mánudagur, september 14, 2009
nemendur birtust með tvo spánverja í tíma. verð ég ekki að notfæra mér það tækifæri? hugsaði ég, enda mikið að rembast við að vera kennslufræðilega frjó. og ég svaraði um hæl, jú auðvitað verð ég að nota það. lét krakkana búa til spurningar fyrir þær og lokkaði þær svo að töflunni til að svara spurningunum. spurningarnar voru stuttar og laggóðar og svörin voru jafn stutt ef ekki styttri.
ég hata að vera óundirbúin og að detta svona úr sambandi eins og ég gerði þarna.
en þetta var samt betra en ekkert. smá hlustunar og talæfing. jú jú... lagfærum þetta bara í minningunni.
ég hata að vera óundirbúin og að detta svona úr sambandi eins og ég gerði þarna.
en þetta var samt betra en ekkert. smá hlustunar og talæfing. jú jú... lagfærum þetta bara í minningunni.
miðvikudagur, september 09, 2009
tíminn gerir fátt annað en að líða. fyrir stuttu var ég glöð að nóttin varð björt. nú er ég glöð að kvöldin verða dimm. þá get ég kveikt á kertum. reyndar get ég það bara þegar síðburðurinn er sofnaður og makinn og frumburðurinn einhverstaðar annarstaðar en heima eða í stofunni. þeir hafa nefnilega ekki hugmyndaflug í margt annað en að kveikja á kassanum.
en þegar ég fæ stofuna útafyrir mig slekk ég ljósin og kveiki kertin. undanfarna daga hef ég einmitt verið svo heppin að fá að eiga stofuna mína ein. en í stað þess að sitja ein og hugleiða við kertaljós hef ég nú rifið gítarinn hennar mömmu úr unglingaherberginu, grafið upp söngbók með gítargripum og hamast nú sem iðinn hamstur við að glamra mig í gegnum lög. ég hef aldrei lært á gítar en gripin eru nú nokkuð idjótprúf sett upp. í dag er ég að drepast í þremur miðjufingrum vinstri handar eftir nótnaglamrið, en er þó stolt af meiðslunum.
í skólanum gengur allt sinn svínaflensugang. óvenjulega margir nemendur og kennarar eru veikir og nemendur gleðjast þegar kennarar veikjast því þá fá þeir frí í tíma.
í mötuneytinu er enn framleiddur trukkamatur og ég hef nóg að gera við að læra nöfn nemenda og kynnast nýju fólki. mikið að gera.
svo er ég kannski að fara að flytja. kemur í ljós á næstunni.
en þegar ég fæ stofuna útafyrir mig slekk ég ljósin og kveiki kertin. undanfarna daga hef ég einmitt verið svo heppin að fá að eiga stofuna mína ein. en í stað þess að sitja ein og hugleiða við kertaljós hef ég nú rifið gítarinn hennar mömmu úr unglingaherberginu, grafið upp söngbók með gítargripum og hamast nú sem iðinn hamstur við að glamra mig í gegnum lög. ég hef aldrei lært á gítar en gripin eru nú nokkuð idjótprúf sett upp. í dag er ég að drepast í þremur miðjufingrum vinstri handar eftir nótnaglamrið, en er þó stolt af meiðslunum.
í skólanum gengur allt sinn svínaflensugang. óvenjulega margir nemendur og kennarar eru veikir og nemendur gleðjast þegar kennarar veikjast því þá fá þeir frí í tíma.
í mötuneytinu er enn framleiddur trukkamatur og ég hef nóg að gera við að læra nöfn nemenda og kynnast nýju fólki. mikið að gera.
svo er ég kannski að fara að flytja. kemur í ljós á næstunni.
mánudagur, ágúst 10, 2009
fimmtudagur, júlí 30, 2009
mánudagur, júlí 13, 2009
þessa dagana hangir pólverji með stórt yfirvaraskegg utaná öllum gluggunum mínum. ég er á þriðju hæð og ekki vön fólki á gluggunum. þess vegna bregður mér í hvert sinn sem ég sé skapta. sat í rólegheitunum á bol og nærbuxum í sófanum í morgun og gluggaði í blaðið. birtist þá ekki helvítið áonum á glugganum og ég eins og bjáni á brókinni.
hann er sko að mála. hlýtur að fara að verða búinn... andskotinn hafi það.
við skruppum í ör-útilegu uppá hálendið um helgina. enduðum í heitum læk í landmannalaugum en tjölduðum reyndar ekki þar, enda svæðið eins og þjóðhátíð útivistarþjóðverja. landsvæðið, eins og margir hverjir vita, þarna uppfrá er hrjóstrugt og ekki mikið um gróður. eiginlega bara sandur og möl og hraun og svoleiðis. en okkur tókst að finna lítinn bala við litla á og lítinn foss hvar við tjölduðum eins og litla gunna og litli jón. lítill gróður. eiginlega enginn. hjúkk sagði ég til vonar og vara, en hef þó ekkert fundið fyrir blessuðu ofnæminu mínu það sem af er sumri.
við létum okkur hafa að tjalda í svakalegu roki, þurftum stundum að hafa fyrir því að halda okkur á jörðinni haldandi sitt í hvorn endann á risastóru tjaldi sem hafði breyst í segl. en það hafðist. og við fluttum inn. komum okkur fyrir og hituðum kakó og pylsur og sykurpúða og svoleiðis nokk.
og svo fór ég að tárast. og ég hnerraði. og mig klæjaði í nefið. og mig klæjaði í hálsinn. og mig klæjaði í augun. og ég hnerraði meira. og það lak á mér nefið.
nú get ég sennilega notað útilokunaraðferðina á þessar fjórar plöntutegundir sem uxu á svæðinu en ég var með svo blaut augu að ég sá ekkert hvaða plöntur þetta voru.
og ég er engu nær.
andskotinn hafi það.
annars er það bara hitabylgja. spurning um að skella sér í kjötsúpusund snöggvast.
og kannski borða ís eða tvo.
hann er sko að mála. hlýtur að fara að verða búinn... andskotinn hafi það.
við skruppum í ör-útilegu uppá hálendið um helgina. enduðum í heitum læk í landmannalaugum en tjölduðum reyndar ekki þar, enda svæðið eins og þjóðhátíð útivistarþjóðverja. landsvæðið, eins og margir hverjir vita, þarna uppfrá er hrjóstrugt og ekki mikið um gróður. eiginlega bara sandur og möl og hraun og svoleiðis. en okkur tókst að finna lítinn bala við litla á og lítinn foss hvar við tjölduðum eins og litla gunna og litli jón. lítill gróður. eiginlega enginn. hjúkk sagði ég til vonar og vara, en hef þó ekkert fundið fyrir blessuðu ofnæminu mínu það sem af er sumri.
við létum okkur hafa að tjalda í svakalegu roki, þurftum stundum að hafa fyrir því að halda okkur á jörðinni haldandi sitt í hvorn endann á risastóru tjaldi sem hafði breyst í segl. en það hafðist. og við fluttum inn. komum okkur fyrir og hituðum kakó og pylsur og sykurpúða og svoleiðis nokk.
og svo fór ég að tárast. og ég hnerraði. og mig klæjaði í nefið. og mig klæjaði í hálsinn. og mig klæjaði í augun. og ég hnerraði meira. og það lak á mér nefið.
nú get ég sennilega notað útilokunaraðferðina á þessar fjórar plöntutegundir sem uxu á svæðinu en ég var með svo blaut augu að ég sá ekkert hvaða plöntur þetta voru.
og ég er engu nær.
andskotinn hafi það.
annars er það bara hitabylgja. spurning um að skella sér í kjötsúpusund snöggvast.
og kannski borða ís eða tvo.
föstudagur, júlí 03, 2009
búin að fara til tyrklands í húsmæðraorlof. hel-tönnuð í drasl.
þar var gaman. konur með slæður, klístraðir karlar, góður matur, mikill hiti, epli og kappúchínó í vatnspípum, óþægilegar flugferðir, sigling til grikklands, heimsókn í þorp, tannlaus kona að vefa teppi, gaur sem heitir enginn og lærði að telja uppí tíu og segja takk. líka á grísku. takkið sko, ekki tölurnar.
og svo kom ég heim í hitabylgjuna. ræktaði tannið á austurvelli í dag og heimilið er fullt af mexíkönskum unglingum þessa dagana. bræðrasynir makans til að vera nákvæm. hér er sofið í sófum og öll rúm eru fullhlaðin. sem er fínt í svolítinn tíma. annar unglingurinn sló síðburðinn út í tal-magni og einmitt þessa stundina sit ég og nýt þagnarinnar sem ég hafði ekki heyrt lengi, á meðan strollan svamlar í laugardalslaug.
við erum búin að ganga á fjöll, synda í fossi, tékka á ýmsum sundlaugum og borða ógrynnin öll af pylsum.
blogg jú leiter.
þar var gaman. konur með slæður, klístraðir karlar, góður matur, mikill hiti, epli og kappúchínó í vatnspípum, óþægilegar flugferðir, sigling til grikklands, heimsókn í þorp, tannlaus kona að vefa teppi, gaur sem heitir enginn og lærði að telja uppí tíu og segja takk. líka á grísku. takkið sko, ekki tölurnar.
og svo kom ég heim í hitabylgjuna. ræktaði tannið á austurvelli í dag og heimilið er fullt af mexíkönskum unglingum þessa dagana. bræðrasynir makans til að vera nákvæm. hér er sofið í sófum og öll rúm eru fullhlaðin. sem er fínt í svolítinn tíma. annar unglingurinn sló síðburðinn út í tal-magni og einmitt þessa stundina sit ég og nýt þagnarinnar sem ég hafði ekki heyrt lengi, á meðan strollan svamlar í laugardalslaug.
við erum búin að ganga á fjöll, synda í fossi, tékka á ýmsum sundlaugum og borða ógrynnin öll af pylsum.
blogg jú leiter.
miðvikudagur, júní 03, 2009
mér áskotnaðist miði á hans heilagleika dalæ lama í gær. og ég fór, nema hvað.
karlinn er krútt svo ekki sé meira sagt. stundum hljómaði hann svolítið eins og prúðuleikari og stundum skildi ég tæplega hvað hann sagði með tíbetska hreimnum sínum. stundum varð ég líka syfjuð af því að einbeita mér við að hlusta og skilja.
hann sagði nú svosem ekkert nýtt. ósköp kommon sens, en samt hluti sem er ágætt að vera minntur á. svo sem eins og kærleikann og að vera ekki sama um aðra.
stundum dettur mannskepnan í að hætta að hugsa um aðra, einbeita sér bara að eigin rassi og þörfum. þá er viss hætta á að særa í hugsunarleysi þá sem maður vildi ekkert særa. hann talaði líka aðeins um mikilvægi fjölskyldunnar. sérstaklega þegar maður á börn. maður gleymir líka stundum að passa uppá þá sem eru manni næstir. að taka þá sem gefnum hlut og vera allur útávið en vanrækja þá sem eru heima. algeng mistök grunar mig og því miður geta þau verið skemmandi. þá skiptir miklu máli að grípa í rassgatið á sjálfum sér áður en skaðinn er skeður og læra að meta það sem maður á en gleymdi að sjá. sérstaklega þegar börnin eru komin. þau eiga það skilið af okkur.
karlinn er krútt svo ekki sé meira sagt. stundum hljómaði hann svolítið eins og prúðuleikari og stundum skildi ég tæplega hvað hann sagði með tíbetska hreimnum sínum. stundum varð ég líka syfjuð af því að einbeita mér við að hlusta og skilja.
hann sagði nú svosem ekkert nýtt. ósköp kommon sens, en samt hluti sem er ágætt að vera minntur á. svo sem eins og kærleikann og að vera ekki sama um aðra.
stundum dettur mannskepnan í að hætta að hugsa um aðra, einbeita sér bara að eigin rassi og þörfum. þá er viss hætta á að særa í hugsunarleysi þá sem maður vildi ekkert særa. hann talaði líka aðeins um mikilvægi fjölskyldunnar. sérstaklega þegar maður á börn. maður gleymir líka stundum að passa uppá þá sem eru manni næstir. að taka þá sem gefnum hlut og vera allur útávið en vanrækja þá sem eru heima. algeng mistök grunar mig og því miður geta þau verið skemmandi. þá skiptir miklu máli að grípa í rassgatið á sjálfum sér áður en skaðinn er skeður og læra að meta það sem maður á en gleymdi að sjá. sérstaklega þegar börnin eru komin. þau eiga það skilið af okkur.
laugardagur, maí 30, 2009
tíu dagar síðan ég skrifaði síðast nokkuð af viti. tíu rólegir dagar.
skólinn er nú búinn með pompi og pragt og ég komin í langþráð frí alla leið fram í ágúst.
þessir kennarar!
haaa....
ég er svo líka bara að reyna að hvíla mig aðeins áður en ég fer á eftir ásamt starfsfólkinu mínu á söntu út að eta og drekka og vera glöð. um daginn fór ég með æskuvinkonunum mínum í heilan óvissudag þar sem við átum og drukkum og vorum glaðar, fórum í byssuleik inni í skógi, nostalgíu myndaskoðun, út að borða og í partý. já og út að dansa svo í lokin. daginn eftir var ég þreytt. nú er ég semsagt að reyna að jafna mig alminnilega til þess að skella mér í næstu gleði.
þetta er búin að vera svo mikil törn að ég er að hugsa um að liggja heima og horfa á vídeó næstu tvo mánuði. og borða nammi. mikið af því.
sumargleðin er komin í bæinn.
skólinn er nú búinn með pompi og pragt og ég komin í langþráð frí alla leið fram í ágúst.
þessir kennarar!
haaa....
ég er svo líka bara að reyna að hvíla mig aðeins áður en ég fer á eftir ásamt starfsfólkinu mínu á söntu út að eta og drekka og vera glöð. um daginn fór ég með æskuvinkonunum mínum í heilan óvissudag þar sem við átum og drukkum og vorum glaðar, fórum í byssuleik inni í skógi, nostalgíu myndaskoðun, út að borða og í partý. já og út að dansa svo í lokin. daginn eftir var ég þreytt. nú er ég semsagt að reyna að jafna mig alminnilega til þess að skella mér í næstu gleði.
þetta er búin að vera svo mikil törn að ég er að hugsa um að liggja heima og horfa á vídeó næstu tvo mánuði. og borða nammi. mikið af því.
sumargleðin er komin í bæinn.
miðvikudagur, maí 20, 2009
sú litla er búin að kvarta um í maganum síðan hún kom heim frá vinkonu sinni áðan. svo er hún líka búin að gubba um það bil tíu sinnum. stefnir allt í að ég verði heima á morgun, sem er svosem fínt, mér veitir ekki af tíma til að taka til og gera fínt. og afsökun fyrir að vera inni í góða veðrinu. ég er líka sjálf hálf kvefuð og ætti sennilega ekki að vera að spranga um léttklædd um allt eins og ég veit ekki hver.
og svo er pabbi minn farinn á gaza svæðið. gasalega finnst mér það lítið róandi tilhugsun.
um leið og ég byrjaði að skrifa þessa færslu leit ég á klukkuna neðst í horninu á tölvuskjánum. þá var hún 00:17. Það eru tvær tímasetningar, eða þrjár, sem ég tek alltaf sérstaklega eftir þegar ég lít á klukku og hún er nákvæmlega þetta. það er kl. 12:34 (og þá óska ég mér einhvers), kl. 15:11 (afmælið mitt) og kl. 00:17. ég tek reyndar oftast þessa dagana eftir því að klukkan er afmælið mitt þegar ég tékka. en þetta með núll núll sautján er eitthvað sem ég tengi því að geta ekki sofnað. þegar ég var unglingur átti ég alveg eins rafmagnsvekjaraklukku og brandon í beverly hills 90210, en ég fékk hana í fermingargjöf frá lillý frænku og helmút. nema hvað, einhverra hluta vegna lifði ég í þeirri trú að liti ég á klukkuna áður en ég færi að sofa og hún væri þetta, ætti ég eftir að eiga í erfiðleikum með að sofna. sennilega hefur það einhverntíman hent mig og ég orðið hjátrúarfull. en þetta fylgir mér ennþá. tjah... svona er maður nú ruglöð. haaa....
núna er klukkan svo orðin núll núll tuttugu og fimm, en það breytir samt engu því ég sá hana þegar hún var hitt. ég er samt orðin sybbin og vona að sú litla sofi vært, vel og lengi án þess að þurfa að spúa meiru svo við verðum báðar hressar á samverudeginum okkar.
góða nótt.
ps. ef ég er ódugleg við að blogga er það vegna þess að það er gott veður og ég þar af leiðandi minna inni, skólaárið er búið og ég þar af leiðandi minna við tölvuvinnu og fátt að frétta og ég þar af leiðandi óskaplega lítið skemmtileg eða skapandi eða eitthvað.
og svo er pabbi minn farinn á gaza svæðið. gasalega finnst mér það lítið róandi tilhugsun.
um leið og ég byrjaði að skrifa þessa færslu leit ég á klukkuna neðst í horninu á tölvuskjánum. þá var hún 00:17. Það eru tvær tímasetningar, eða þrjár, sem ég tek alltaf sérstaklega eftir þegar ég lít á klukku og hún er nákvæmlega þetta. það er kl. 12:34 (og þá óska ég mér einhvers), kl. 15:11 (afmælið mitt) og kl. 00:17. ég tek reyndar oftast þessa dagana eftir því að klukkan er afmælið mitt þegar ég tékka. en þetta með núll núll sautján er eitthvað sem ég tengi því að geta ekki sofnað. þegar ég var unglingur átti ég alveg eins rafmagnsvekjaraklukku og brandon í beverly hills 90210, en ég fékk hana í fermingargjöf frá lillý frænku og helmút. nema hvað, einhverra hluta vegna lifði ég í þeirri trú að liti ég á klukkuna áður en ég færi að sofa og hún væri þetta, ætti ég eftir að eiga í erfiðleikum með að sofna. sennilega hefur það einhverntíman hent mig og ég orðið hjátrúarfull. en þetta fylgir mér ennþá. tjah... svona er maður nú ruglöð. haaa....
núna er klukkan svo orðin núll núll tuttugu og fimm, en það breytir samt engu því ég sá hana þegar hún var hitt. ég er samt orðin sybbin og vona að sú litla sofi vært, vel og lengi án þess að þurfa að spúa meiru svo við verðum báðar hressar á samverudeginum okkar.
góða nótt.
ps. ef ég er ódugleg við að blogga er það vegna þess að það er gott veður og ég þar af leiðandi minna inni, skólaárið er búið og ég þar af leiðandi minna við tölvuvinnu og fátt að frétta og ég þar af leiðandi óskaplega lítið skemmtileg eða skapandi eða eitthvað.
mánudagur, maí 11, 2009
heilinn er kominn í sumarfrí. kennslu lokið og rigning úti. ég veit ekkert fyrir hvern ég er að blogga lengur.... og ég á tvo nýja kjóla.
ég sef of lengi frameftir á morgnana þar eð ég þarf sjaldan að mæta til vinnu og það er í mörg horn að líta.
svo er júróvisjónpartý á morgun. og það var örlítið matarboð í gærkveld.
ég á líka nýja rauða skó. mjög rauða.
ég samdi ferskeytlur um daginn þar sem ég sat í þögn og fylgdist með nemum þreyta próf. á miðvikudaginn fór ég líka í gönguferð með foreldrum, systur og afkvæmi í kaldársel. fallegt svæði. verst að ég var allan tímann að horfa niður til að detta ekki í grjóti og mosa. fallegt samt þegar maður stoppaði og horfði í kringum sig.
karamba og santa maría eru sætar systur. það þarf samt svolítið mikið að þurrka af þeim slefið og skipta á þeim. ég ætla ekki að eignast fleiri börn.
þetta sumar í miðri kreppu virðist ætla að verða útlandasumarið mikla í mínu lífi. fyrst er það orlofið mitt, svo ætlum við að reyna að skreppa með afkvæmin í örlitla strandferð og að lokum mun ég setja punktinn yfir i-ið með því að gæta tuga drukkinna útskriftarnema í tvær vikur á mallorca. sú ferð verður væntanlega ekki hvíld.
á milli utanlandsferða hyggst ég leika mér í sólinni í nýju kjólunum mínum, fara í sund og sitja á austurvelli.
bara það hætti nú að rigna...
af hverju ætti ég annars að vera að blogga? þetta er bara bull.....
ég sef of lengi frameftir á morgnana þar eð ég þarf sjaldan að mæta til vinnu og það er í mörg horn að líta.
svo er júróvisjónpartý á morgun. og það var örlítið matarboð í gærkveld.
ég á líka nýja rauða skó. mjög rauða.
ég samdi ferskeytlur um daginn þar sem ég sat í þögn og fylgdist með nemum þreyta próf. á miðvikudaginn fór ég líka í gönguferð með foreldrum, systur og afkvæmi í kaldársel. fallegt svæði. verst að ég var allan tímann að horfa niður til að detta ekki í grjóti og mosa. fallegt samt þegar maður stoppaði og horfði í kringum sig.
karamba og santa maría eru sætar systur. það þarf samt svolítið mikið að þurrka af þeim slefið og skipta á þeim. ég ætla ekki að eignast fleiri börn.
þetta sumar í miðri kreppu virðist ætla að verða útlandasumarið mikla í mínu lífi. fyrst er það orlofið mitt, svo ætlum við að reyna að skreppa með afkvæmin í örlitla strandferð og að lokum mun ég setja punktinn yfir i-ið með því að gæta tuga drukkinna útskriftarnema í tvær vikur á mallorca. sú ferð verður væntanlega ekki hvíld.
á milli utanlandsferða hyggst ég leika mér í sólinni í nýju kjólunum mínum, fara í sund og sitja á austurvelli.
bara það hætti nú að rigna...
af hverju ætti ég annars að vera að blogga? þetta er bara bull.....
miðvikudagur, apríl 29, 2009
er það ekki týpískt að þegar ég á miða til útlanda í skemmtiferð skellur á einhver helvítis grísapest um allan heim. gat nú verið....andskotans djöfull....
nú vona ég bara að stuðið verið liðið hjá áður en ég byrja að pakka niður. nenni ekki að fá far eftir læknagrímu. gæti litið nett hallærislega út.
talandi um pólitík þá fór ég að kjósa um daginn. hélt tryggð við uppeldi mitt og æsku og hallaði mér vel til vinstri. svo virðist sem þjóðfélagið sé að hallast í sömu átt. gott gott. vont slæmt og hræðilegt segja sumir... allt í góðu með það.
horfði á brokeback mountain um daginn. hrikalega sorgleg saga um tvo gaura, kúreka, við skulum kalla þá pálma og jóa til dæmis, man ekki hvað þeir hétu. hrikaleg dramatík. ég grét. minnir þó að ég hafi séð hana áður. grét líka þá.
magnaður skítur.
um helgina ætla ég bara að horfa á gamanmyndir. og fara í afmælisveislu. og drekka bjór. mikið af honum...
nú vona ég bara að stuðið verið liðið hjá áður en ég byrja að pakka niður. nenni ekki að fá far eftir læknagrímu. gæti litið nett hallærislega út.
talandi um pólitík þá fór ég að kjósa um daginn. hélt tryggð við uppeldi mitt og æsku og hallaði mér vel til vinstri. svo virðist sem þjóðfélagið sé að hallast í sömu átt. gott gott. vont slæmt og hræðilegt segja sumir... allt í góðu með það.
horfði á brokeback mountain um daginn. hrikalega sorgleg saga um tvo gaura, kúreka, við skulum kalla þá pálma og jóa til dæmis, man ekki hvað þeir hétu. hrikaleg dramatík. ég grét. minnir þó að ég hafi séð hana áður. grét líka þá.
magnaður skítur.
um helgina ætla ég bara að horfa á gamanmyndir. og fara í afmælisveislu. og drekka bjór. mikið af honum...
þriðjudagur, apríl 21, 2009
undanfarið hef ég fylgst mikið með fólki kasta steinum úr glerhúsum. í hinum ýmsustu formum og af ýmsum tilefnum. maður nokkur sem ég hef þekkt í fjölda ára missteig sig og grjótinu rigndi. í saumaklúbbum falla heilu grjótskriðurnar og að ég tali nú ekki um pólitíkusa sem ætla mig lifandi að drepa þessa dagana.
þar sem ég er svo ný-fermd er ég sullandi blaut í kærleiksboðskapnum sem prédikaður var yfir hausamótunum á mér um helgina og svei mér ef þar er ekki hollur andskoti á ferð. það mikilvægasta held ég að sé fyrirgefningin og náungakærleikurinn sem eru, að ég held, meginuppistaðan í velflestum ef ekki öllum trúarbrögðum og burtséð frá þeim, bara skrambi þörf skilaboð.
já, og að leita fyrst og fremst að hinu góða í fólki. hitt rífur niður og rústar eins og grjót í glerhúsi.
amen.
þar sem ég er svo ný-fermd er ég sullandi blaut í kærleiksboðskapnum sem prédikaður var yfir hausamótunum á mér um helgina og svei mér ef þar er ekki hollur andskoti á ferð. það mikilvægasta held ég að sé fyrirgefningin og náungakærleikurinn sem eru, að ég held, meginuppistaðan í velflestum ef ekki öllum trúarbrögðum og burtséð frá þeim, bara skrambi þörf skilaboð.
já, og að leita fyrst og fremst að hinu góða í fólki. hitt rífur niður og rústar eins og grjót í glerhúsi.
amen.
mánudagur, apríl 20, 2009
búin að ferma. þarf ekki að ferma meir fyrr en árið...uuu... 2016.
mingin-fer gekk vel. matarborðið var töfrum líkast, gestir glömpuðu í gleði sinni, barnið-fermingar leit út eins og ungur fallegur maður og smurt gekk allt. smurt mjög. ef ég væri skikkuð til að kvarta yfir einhverju væri það helst veðrið. liðið sem átti að sjá um það klikkaði all svakalega og hefur í beinu framhaldi verið rekið. eins og sjá má í dag voru þau fljót að hypja sig þessir andskotar.
mér tókst næstum því að fá ógeð á rjóma. ég held ég verði að hvíla mig á honum í smá stund til að skemma hann ekki fyrir mér.
en semsagt. ferming 2016.
mingin-fer gekk vel. matarborðið var töfrum líkast, gestir glömpuðu í gleði sinni, barnið-fermingar leit út eins og ungur fallegur maður og smurt gekk allt. smurt mjög. ef ég væri skikkuð til að kvarta yfir einhverju væri það helst veðrið. liðið sem átti að sjá um það klikkaði all svakalega og hefur í beinu framhaldi verið rekið. eins og sjá má í dag voru þau fljót að hypja sig þessir andskotar.
mér tókst næstum því að fá ógeð á rjóma. ég held ég verði að hvíla mig á honum í smá stund til að skemma hann ekki fyrir mér.
en semsagt. ferming 2016.
þriðjudagur, apríl 14, 2009
í dag sat ég í vinnunni minni og bjó til fjögur próf. að auki undirbjó ég hvern einasta kennsludag sem eftir er fram að sumarfríi. þar var þungu fargi af mér létt. skrýtið hvernig ég hafði allt í einu einbeitingu í að sitja kyrr og skrifa, semja og hugsa. hana hef ég ekki haft lengi. einbeitinguna það er að segja.
móðirin bakar nú sem vitlaus væri fyrir ferminguna sem er á sunnudaginn næstkomandi og ég er búin að skipuleggja átta marensbotna í höfðinu. símtölum rignir inn þar sem fólk vill vita hvað drengurinn vill fá í fermingargjöf. ég er í hvert einasta skipti jafn ringluð í röddinni því ég veit hreinlega ekki hvað hann vill. nema pening, en það er eitthvað bara svo boring að segja það.
veitingastaðurinn og barinn rúlla og rúla en mér til mikils ama neyðumst við víst til að hækka verðin á matnum örlítið á næstu dögum. bara svona rétt til að lifa af.
semsagt...já.
ég er að hugsa um að fara að búa mér til alter ego sem lifir meira spennandi lífi en ég þessa dagana. þá fer ég kannski að finna eitthvað skemmtilegt að skrifa um.
en fyrst ætla ég að skoða lítið barn.
móðirin bakar nú sem vitlaus væri fyrir ferminguna sem er á sunnudaginn næstkomandi og ég er búin að skipuleggja átta marensbotna í höfðinu. símtölum rignir inn þar sem fólk vill vita hvað drengurinn vill fá í fermingargjöf. ég er í hvert einasta skipti jafn ringluð í röddinni því ég veit hreinlega ekki hvað hann vill. nema pening, en það er eitthvað bara svo boring að segja það.
veitingastaðurinn og barinn rúlla og rúla en mér til mikils ama neyðumst við víst til að hækka verðin á matnum örlítið á næstu dögum. bara svona rétt til að lifa af.
semsagt...já.
ég er að hugsa um að fara að búa mér til alter ego sem lifir meira spennandi lífi en ég þessa dagana. þá fer ég kannski að finna eitthvað skemmtilegt að skrifa um.
en fyrst ætla ég að skoða lítið barn.
þriðjudagur, apríl 07, 2009
mér skilst að það kallist að vera á krossgötum þegar maður veit ekki í hvaða átt skal halda. eða eitthvað svoleiðis.
ég held að ég sé á þeim. ég veit ekki hvort ég á að beygja til hægri eða vinstri, halda áfram eða snúa mér við og halda tilbaka. á meðan ég reyni að komast að því hvert skal haldið stend ég kyrr með kjánalegan svip, lafandi neðrivör og tómlegt augnaráð. það er vonandi að eitthvað sparki mér af stað sem fyrst.
ég held að ég sé á þeim. ég veit ekki hvort ég á að beygja til hægri eða vinstri, halda áfram eða snúa mér við og halda tilbaka. á meðan ég reyni að komast að því hvert skal haldið stend ég kyrr með kjánalegan svip, lafandi neðrivör og tómlegt augnaráð. það er vonandi að eitthvað sparki mér af stað sem fyrst.
föstudagur, apríl 03, 2009
það er komið páskafrí, það er komin hlýja í loftið og það er komið húsmæðraorlof. innan skamms mun ég bruna útúr bænum með vinkonunni og við ætlum að setjast að í heitum potti þar til við getum ekki meir. svo ætlum við að eta og drekka vel og sofa svo enn betur. það verður gott og er mér algerlega nauðsynlegt einmitt núna.
þessa stundina er ég þó stödd á karömbu og eftir augnablik hefst hér blaðamannafundur. ekkert ríkisstjórnartengt heldur í tengslum við tónleikahátíðina aldrei fór ég suður. hér er múgur og margmenni og ég í grænum sófa útí horni þar sem sólin laumast til að skína á vanga mér. það er vor í loftinu og vor í andanum. farið er að glitta í bjarta geisla og ég finn að allt á eftir að verða gott. öðruvísi gott og mjög gott. ég á góða að og marga góða vini. ég er heppin að þekkja allt þetta góða og skemmtilega fólk og það er akkeri sem ég þarf á að halda.
það er góð tilfinning að finna vorið í hjartanu.
þessa stundina er ég þó stödd á karömbu og eftir augnablik hefst hér blaðamannafundur. ekkert ríkisstjórnartengt heldur í tengslum við tónleikahátíðina aldrei fór ég suður. hér er múgur og margmenni og ég í grænum sófa útí horni þar sem sólin laumast til að skína á vanga mér. það er vor í loftinu og vor í andanum. farið er að glitta í bjarta geisla og ég finn að allt á eftir að verða gott. öðruvísi gott og mjög gott. ég á góða að og marga góða vini. ég er heppin að þekkja allt þetta góða og skemmtilega fólk og það er akkeri sem ég þarf á að halda.
það er góð tilfinning að finna vorið í hjartanu.
miðvikudagur, apríl 01, 2009
ofsalega er allt dramatískt um þessar mundir. það er dramatík heima, það er dramatík á kennarastofunni, það er dramatík í sjónvarpinu, það er dramatík úti í bæ og það er dramatískt veður. af allri dramatíkinni er ég orðin dofin. haldin dramatíkurdoða. þetta er allt orðið að risastórum hnútum sem sitja pikkfastir í öxlunum á mér og valda verkjum.
dramatískum verkjum.
ég er ekki mikið fyrir dramatík. ég kýs frekar að ræða hlutina, útskýra og fá útskýringar, fyrirgefa og vera fyrirgefið. mér er illa við að velta mér uppúr vandamálum og mér er illa við að vera gerð að vandamáli þegar ég leita einmitt statt og stöðugt að andstæðu vandamálanna. mér finnst gott að hreinsa andrúmsloftið, ræða málin, hafa allt á hreinu og fá loks tækifæri til að hlæja að sjálfri mér og því sem þótti svo alvarlegt. hlutirnir eru nefnilega lang oftast ekki eins alvarlegir og þeir virka og hljóma þegar þeim er skellt framaní mann. sé tímanum gefið færi á að gera sýnina skýra á ný sést yfirleitt að þetta hefði sennilega ekki þurft að vera svona mikið mál. það hefði kannski verið hægt að glotta að þessu. jafnvel hlæja.
nú myndi ég hlæja væri ég ekki dauð.
dramatískum verkjum.
ég er ekki mikið fyrir dramatík. ég kýs frekar að ræða hlutina, útskýra og fá útskýringar, fyrirgefa og vera fyrirgefið. mér er illa við að velta mér uppúr vandamálum og mér er illa við að vera gerð að vandamáli þegar ég leita einmitt statt og stöðugt að andstæðu vandamálanna. mér finnst gott að hreinsa andrúmsloftið, ræða málin, hafa allt á hreinu og fá loks tækifæri til að hlæja að sjálfri mér og því sem þótti svo alvarlegt. hlutirnir eru nefnilega lang oftast ekki eins alvarlegir og þeir virka og hljóma þegar þeim er skellt framaní mann. sé tímanum gefið færi á að gera sýnina skýra á ný sést yfirleitt að þetta hefði sennilega ekki þurft að vera svona mikið mál. það hefði kannski verið hægt að glotta að þessu. jafnvel hlæja.
nú myndi ég hlæja væri ég ekki dauð.
mánudagur, mars 30, 2009
sjáum fyrir okkur klósett. alveg ágætis klósett. ekkert merkileg græja svosem en sem hefur sinnt sínu hlutverki samviskusamlega árum saman.
í þetta klósett hefur verið kúkað og pissað, prumpað og gubbað. svo er sturtað niður og vatnið hreinsast. allt tilbúið fyrir næstu umferð. dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár.
einn góðan veðurdag varð álagið meira en áður hafði verið á klósettið. fólk var komið með bullandi ræpu, gubbupest, vindgang og hlandspreng. og það var sturtað niður. og sturtað niður. aftur og aftur. endalaust. hægt og rólega varð vatnið gruggugra en það hafði áður verið eftir sturtun. og hlutir fóru að verða eftir í því. óhreinindi. smá klósettpappír hér og lítill kúkur þar. og það jókst þar til klósettið mátti ekki við meiru. það gat ekki sturtað lengur niður. það stíflaðist og kúkurinn, pissið og gubbið fór að leka uppúr því og valda skítafýlu og ógeði í kringum sig. og það hrópaði á hjálp en fékk ekkert nema meiri kúk.
klósettið litla á von á drullusokki. drullusokkurinn mun vonandi losa stífluna svo hægt verði að sturta niður og hreinsa til.
en þegar það gerist er klósettið að hugsa um að verða frekar bara pissuskál.
þetta var undarlegasta myndlíking sem ég hef séð. hvaðan kom þetta? ekki veit ég.
úr iðrum jarðar kannski....
í þetta klósett hefur verið kúkað og pissað, prumpað og gubbað. svo er sturtað niður og vatnið hreinsast. allt tilbúið fyrir næstu umferð. dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár.
einn góðan veðurdag varð álagið meira en áður hafði verið á klósettið. fólk var komið með bullandi ræpu, gubbupest, vindgang og hlandspreng. og það var sturtað niður. og sturtað niður. aftur og aftur. endalaust. hægt og rólega varð vatnið gruggugra en það hafði áður verið eftir sturtun. og hlutir fóru að verða eftir í því. óhreinindi. smá klósettpappír hér og lítill kúkur þar. og það jókst þar til klósettið mátti ekki við meiru. það gat ekki sturtað lengur niður. það stíflaðist og kúkurinn, pissið og gubbið fór að leka uppúr því og valda skítafýlu og ógeði í kringum sig. og það hrópaði á hjálp en fékk ekkert nema meiri kúk.
klósettið litla á von á drullusokki. drullusokkurinn mun vonandi losa stífluna svo hægt verði að sturta niður og hreinsa til.
en þegar það gerist er klósettið að hugsa um að verða frekar bara pissuskál.
þetta var undarlegasta myndlíking sem ég hef séð. hvaðan kom þetta? ekki veit ég.
úr iðrum jarðar kannski....
sunnudagur, mars 29, 2009
þessa dagana er ég rosalega reið. reið, sár og ýmislegt fleira.
eitt af því sem er að pirra mig er fólk sem tekur þátt í því að vera hrikaleg fórnarlömb og lúffar undan þrýstingi og stressi og gefur þannig í skyn að það hafi eitthvað á samviskunni. það er asnalegt. og það sem er asnalegast af öllu og mest pirrandi er þegar þetta fólk gerir mann að grýlu í augum annarra og hendir manni t.d. út úr fésbókinni sinni. hvaða djöfulsins rugl er þetta? hver andskotinn er ég eiginlega? vondi kallinn? hættulega konan? geðsjúki brjálæðingurinn?
á ég þá bara að þykjast hafa gert eitthvað slæmt og flytja í helli? má ég ekki treysta á að tíminn rói ölduganginn og að allt geti orðið eins og það var í upphafi eftir einhvern tíma? á ég að hýða mig á miðju lækjartorgi?
hvað er fokking málið?
eitt af því sem er að pirra mig er fólk sem tekur þátt í því að vera hrikaleg fórnarlömb og lúffar undan þrýstingi og stressi og gefur þannig í skyn að það hafi eitthvað á samviskunni. það er asnalegt. og það sem er asnalegast af öllu og mest pirrandi er þegar þetta fólk gerir mann að grýlu í augum annarra og hendir manni t.d. út úr fésbókinni sinni. hvaða djöfulsins rugl er þetta? hver andskotinn er ég eiginlega? vondi kallinn? hættulega konan? geðsjúki brjálæðingurinn?
á ég þá bara að þykjast hafa gert eitthvað slæmt og flytja í helli? má ég ekki treysta á að tíminn rói ölduganginn og að allt geti orðið eins og það var í upphafi eftir einhvern tíma? á ég að hýða mig á miðju lækjartorgi?
hvað er fokking málið?
mánudagur, mars 16, 2009
nú er ég loksins búin að snúa sólarhringnum á réttuna aftur, hætt að drekka bjór á virkum dögum og komin með fulla fimm. eða svona hér um bil.
karamba litla opnaði með stæl á föstudaginn og það var drukkið, dansað og spilað. ég tók í hristuna góðu og er að verða orðin góð í lófanum eftir barninginn. er alltaf aum í nokkra daga á eftir því ég verð svo æst að spila að ég ber sjálfa mig í lófann miskunnarlaust þar til ég verð marin og blá. ég ætti kannski að skreppa á hristuleikaranámskeið til að læra góða tækni.
nú er fátt eftir en að bíða og sjá og vona að ævintýrið gangi jafn vel og ævintýrið um hana söntu maríu sem er hress og kát. við erum með svo gott fólk í kringum okkur að ég get varla haft áhyggjur.
semsagt allt gott að frétta.
karamba litla opnaði með stæl á föstudaginn og það var drukkið, dansað og spilað. ég tók í hristuna góðu og er að verða orðin góð í lófanum eftir barninginn. er alltaf aum í nokkra daga á eftir því ég verð svo æst að spila að ég ber sjálfa mig í lófann miskunnarlaust þar til ég verð marin og blá. ég ætti kannski að skreppa á hristuleikaranámskeið til að læra góða tækni.
nú er fátt eftir en að bíða og sjá og vona að ævintýrið gangi jafn vel og ævintýrið um hana söntu maríu sem er hress og kát. við erum með svo gott fólk í kringum okkur að ég get varla haft áhyggjur.
semsagt allt gott að frétta.
þriðjudagur, mars 10, 2009
hananú.
hér sit ég með bjór í hönd annað kvöldið í röð. og já, það er virkur dagur, ég er mjög meðvituð um það. í kringum mig er fullt af listafólki sem málar og teiknar á veggi eins og það sé enginn morgundagur, eins og vindurinn og eins og það eigi lífið að leysa.
og nýi staðurinn lítur út fyrir að verða hrikalega skemmtilegur. ó já.
þetta er sko jarðhæðin á gamla 22 sem við hyggjumst opna á föstudaginn og þú mátt endilega kíkja við. vonandi verður þetta gleðibanki mikill. svona litla systir söntu maríu.
nú er ég líka búin að feisbúkka (það er ný sögn) atburðinn og bjóða fólki sem getur svo áfram boðið fólki.
en þá er ekki um margt annað að ræða en að opna annan bjór og halda áfram að dútla.
dútl er gott. dútl er líka skemmtilegt orð. dútl. ég er svoddan dútlari.
áður en ég fer langar mig að telja upp það sem er komið á staðinn skemmtilega:
bleikt skrímsli, fólk, matur, nammi, ís, málverk, lukku láki, eyra, rendur, skip, fánar, póstkort, ljósmyndir og litir. og það er meira á leiðinni.
stuð eða geðveiki? tja... dæmi hver fyrir sig. bara ekki dæma mig.
hér sit ég með bjór í hönd annað kvöldið í röð. og já, það er virkur dagur, ég er mjög meðvituð um það. í kringum mig er fullt af listafólki sem málar og teiknar á veggi eins og það sé enginn morgundagur, eins og vindurinn og eins og það eigi lífið að leysa.
og nýi staðurinn lítur út fyrir að verða hrikalega skemmtilegur. ó já.
þetta er sko jarðhæðin á gamla 22 sem við hyggjumst opna á föstudaginn og þú mátt endilega kíkja við. vonandi verður þetta gleðibanki mikill. svona litla systir söntu maríu.
nú er ég líka búin að feisbúkka (það er ný sögn) atburðinn og bjóða fólki sem getur svo áfram boðið fólki.
en þá er ekki um margt annað að ræða en að opna annan bjór og halda áfram að dútla.
dútl er gott. dútl er líka skemmtilegt orð. dútl. ég er svoddan dútlari.
áður en ég fer langar mig að telja upp það sem er komið á staðinn skemmtilega:
bleikt skrímsli, fólk, matur, nammi, ís, málverk, lukku láki, eyra, rendur, skip, fánar, póstkort, ljósmyndir og litir. og það er meira á leiðinni.
stuð eða geðveiki? tja... dæmi hver fyrir sig. bara ekki dæma mig.
sunnudagur, mars 08, 2009
hvort sem þú trúir því eða ekki þá er ég búin að vera hugsi um helgina. hugsi hugsi.
það er kannski ekki beint minn stíll en ég ákvað að breyta til bara þessa helgi og hugsa.
reyndar var ég næstum allan tímann að passa tvo litla dani sem höfðu hátt á dönsku en ég fór með skytturnar þrjár í sund, tvisvar, og þá náði ég meðal annars að hugsa.
ég skellti liðinu í laugina, laumaði mér í pottinn, lagðist útaf með eyrun ofaní vatninu og lét hugann reika um víðan völl.
mér finnst stundum voða gott að horfa uppí himininn og skynja hvað ég er lítil. þá fæ ég aðeins betri heildarsýn á líf mitt og tilveru. get hálfpartinn skoðað það ofanfrá. kannski er ég á einhverjum svona endurskoðunaraldri... ég veit það ekki. isabel allende, uppáhalds rithöfundurinn minn, segir að þetta sé sérstakur aldur. frú allende hefur aldrei rangt fyrir sér í mínum bókum. eða hennar bókum. eða æ þú veist...
nema hvað...
ég er voða mikið að skoða hvar ég stend. gagnvart öllu og öllum, en þó helst gagnvart sjálfri mér.
förum nú í tilefni dagsins yfir hvar-stendur-maja-listann:
ég held að ég standi ágætlega í vinnunni þó fastráðningunni sé svosem ekki fyrir að fara. mætti kannski vera aðeins skipulagðari og duglegri að undirbúa fram í tímann en það kemur með kalda vatninu. ég held amk. að nemendur séu almennt nokkuð sáttir
veitingastaðurinn gengur og vonandi mun nýi staðurinn gera það líka. ha? ó! var ég ekki búin að segja þér það? já, sko, u, við erum að opna bar/kaffihús í næsta húsi við okkur sjálf. var það mín hugmynd? reyndar ekki, eins ótrúlegt og það má virðast... en semsagt, það er líka að hluta til á minni risastóru könnu. bókhaldsutanumhald, tímatalning vegna launa, hugmyndasmíð, málningar- og skreytingavinna og utanumhald um geðheilsu framkvæmdastjórans.
einhverstaðar þarna inná milli á ég tvö börn með þarfir og ég á víst að vera að undirbúa fermingarveislu.
af og til tekst mér að grynnka á draslinu heima, skella í þvottavélar og skjótast í bónus svo að heimilishaldið hjakkar áfram þó svo að einstaka sinnum gleymist að kaupa mjólk. ég er reyndar haldin krónískri frestunaráráttu gagnvart fjallinu sem þarf að brjóta saman og liggur ofaná þvottavélaborðinu. en það kemur...
og þá er það hún ég. hvar stend ég í öllu þessu? það má almættið vita því varla veit ég það sjálf.
í heitapottinum í dag fór ég að hugsa um litlu hlutina sem veita mér gleði. þeir eru reyndar nokkuð margir, enda er ég glöð að eðlisfari. sem dæmi um stuð má nefna að ég fer samviskusamlega á kaffihús með vinkonunni og reyni mitt besta að hitta systurina en ég mætti reyndar vera duglegri að sinna foreldrunum og ömmunni...
ef ég á að vera hreinskilin þá gæli ég stundum við hugmyndina um hreinlega að snúa mér í hring og stinga af frá pakkanum. þá myndi ég bara gera það sem mig langar að gera fyrir mig. veita mér þá eigingirni að hugsa eingöngu um eigin tilfinningar, langanir og þarfir.
en svo opna ég augun og sé krakkana sem ég ber ábyrgð á tala dönsku og íslensku saman í lauginni og heyri þau kalla að þau þurfi að pissa og séu orðin svöng.
ég veit að ég valdi mér þetta líf sjálf og ég veit að ég þarf að standa undir væntingum, kröfum, ábyrgð og öllu því. og það er alveg hægt að hafa gaman af því líka.
en ég sá samt þegar ég horfði upp í himininn að lífið er ekkert líf án sjálfrar mín. ég verð að næra hugann og hjartað. að ég verð að gera hlutina sem eru skemmtilegir .
það er kannski ekki beint minn stíll en ég ákvað að breyta til bara þessa helgi og hugsa.
reyndar var ég næstum allan tímann að passa tvo litla dani sem höfðu hátt á dönsku en ég fór með skytturnar þrjár í sund, tvisvar, og þá náði ég meðal annars að hugsa.
ég skellti liðinu í laugina, laumaði mér í pottinn, lagðist útaf með eyrun ofaní vatninu og lét hugann reika um víðan völl.
mér finnst stundum voða gott að horfa uppí himininn og skynja hvað ég er lítil. þá fæ ég aðeins betri heildarsýn á líf mitt og tilveru. get hálfpartinn skoðað það ofanfrá. kannski er ég á einhverjum svona endurskoðunaraldri... ég veit það ekki. isabel allende, uppáhalds rithöfundurinn minn, segir að þetta sé sérstakur aldur. frú allende hefur aldrei rangt fyrir sér í mínum bókum. eða hennar bókum. eða æ þú veist...
nema hvað...
ég er voða mikið að skoða hvar ég stend. gagnvart öllu og öllum, en þó helst gagnvart sjálfri mér.
förum nú í tilefni dagsins yfir hvar-stendur-maja-listann:
ég held að ég standi ágætlega í vinnunni þó fastráðningunni sé svosem ekki fyrir að fara. mætti kannski vera aðeins skipulagðari og duglegri að undirbúa fram í tímann en það kemur með kalda vatninu. ég held amk. að nemendur séu almennt nokkuð sáttir
veitingastaðurinn gengur og vonandi mun nýi staðurinn gera það líka. ha? ó! var ég ekki búin að segja þér það? já, sko, u, við erum að opna bar/kaffihús í næsta húsi við okkur sjálf. var það mín hugmynd? reyndar ekki, eins ótrúlegt og það má virðast... en semsagt, það er líka að hluta til á minni risastóru könnu. bókhaldsutanumhald, tímatalning vegna launa, hugmyndasmíð, málningar- og skreytingavinna og utanumhald um geðheilsu framkvæmdastjórans.
einhverstaðar þarna inná milli á ég tvö börn með þarfir og ég á víst að vera að undirbúa fermingarveislu.
af og til tekst mér að grynnka á draslinu heima, skella í þvottavélar og skjótast í bónus svo að heimilishaldið hjakkar áfram þó svo að einstaka sinnum gleymist að kaupa mjólk. ég er reyndar haldin krónískri frestunaráráttu gagnvart fjallinu sem þarf að brjóta saman og liggur ofaná þvottavélaborðinu. en það kemur...
og þá er það hún ég. hvar stend ég í öllu þessu? það má almættið vita því varla veit ég það sjálf.
í heitapottinum í dag fór ég að hugsa um litlu hlutina sem veita mér gleði. þeir eru reyndar nokkuð margir, enda er ég glöð að eðlisfari. sem dæmi um stuð má nefna að ég fer samviskusamlega á kaffihús með vinkonunni og reyni mitt besta að hitta systurina en ég mætti reyndar vera duglegri að sinna foreldrunum og ömmunni...
ef ég á að vera hreinskilin þá gæli ég stundum við hugmyndina um hreinlega að snúa mér í hring og stinga af frá pakkanum. þá myndi ég bara gera það sem mig langar að gera fyrir mig. veita mér þá eigingirni að hugsa eingöngu um eigin tilfinningar, langanir og þarfir.
en svo opna ég augun og sé krakkana sem ég ber ábyrgð á tala dönsku og íslensku saman í lauginni og heyri þau kalla að þau þurfi að pissa og séu orðin svöng.
ég veit að ég valdi mér þetta líf sjálf og ég veit að ég þarf að standa undir væntingum, kröfum, ábyrgð og öllu því. og það er alveg hægt að hafa gaman af því líka.
en ég sá samt þegar ég horfði upp í himininn að lífið er ekkert líf án sjálfrar mín. ég verð að næra hugann og hjartað. að ég verð að gera hlutina sem eru skemmtilegir .
mánudagur, mars 02, 2009
af og til fæ ég ljótuna og leiðinleguna og engumþykirvæntummiguna. hormónatengdur andskoti. í þokkabót fæ ég snert af vanhæfunni, vitlausunni og vonlausunni. af sumum þekkt sem vaffin þrjú. af hverjum veit ég ekki þó. til að bæta gráu ofaná svart fæ ég líka feituna og gömluna.
sem betur fer varir ástandið stutt.
á meðan á því stendur þarf ég mikið á því að halda að komast í faðm. ætli ég verði ekki bara að eiga bangsa inni í skáp sem ég get kippt fram þegar ég þarf á að halda. hvar ætli ég fái svona bangsa?
sem betur fer varir ástandið stutt.
á meðan á því stendur þarf ég mikið á því að halda að komast í faðm. ætli ég verði ekki bara að eiga bangsa inni í skáp sem ég get kippt fram þegar ég þarf á að halda. hvar ætli ég fái svona bangsa?
fimmtudagur, febrúar 26, 2009
afsakið að ég eyði tíma í að nöldra um vinnuna mína. þú ert bara eina manneskjan sem nennir að hlusta...
nema hvað. í dag var ég með krakka í prófi. ekkert erfiðu prófi, bara prófi. og það var eins og við manninn mælt. einn asni úti í horni á fullu að lesa svindlmiðann sem ég átti ekki að fatta að væri þarna.
í næstum hverju einasta prófi sem ég hef haldið er einhver með miða. í pennaveskinu, á milli fótanna á stólnum, í lófanum, á stólnum við hliðina, undir töskunni... jú neimitt. og þessar elskur halda að ég sjái ekki neitt, sé ekki að fylgjast með eða sé ekki nógu ung og fersk í höfðinu til að fatta þau. en svindlmiðahegðun er ansi hreint útreiknanleg og sýnileg. og trúðu mér að ég er meistari. til þess að geta lesið af miðanum þarf að sjá hann og ekki er hægt að láta hann liggja ofaná prófinu því ég gæti átt það til að rölta um og kíkja. miðinn þarf því að vera á góðum stað þar sem hann hverfur um leið og ég hreyfi mig. en til þess að geta lesið af honum þarf að líta í átt til hans og staldra aðeins við á meðan augun átta sig á því hvaða hluta hans þarf fyrir næsta svar. og það tekur aðeins þá örskotsstundu sem það tekur ofurkennarann hana mig að sjá hvað er í gangi.
um leið og ég fatta fæ ég hjartslátt og roð í kinnar. þoli ekki svona. verð stressuð, skil samt ekki hví. undanfarið er ég þó orðin kaldari í því að ganga bara uppað viðkomandi og taka miðann, enda búin fyrir löngu að átta mig nákvæmlega á því hvar hann er staðsettur. óþolandi helvíti.
til að svindla á prófum eru til fleiri aðferðir en miðar. svo virðist sem nemendur mínir hafi annaðhvort ekki fattað þær eða ég er ekki enn búin að læra að sjá þær í framkvæmd kennaraborðsmegin í stofunni. ég veit þó að þær virkuðu fyrir mig í den nema kennararnir hafi verið of stressaðir til að hanka mig...
nema hvað. í dag var ég með krakka í prófi. ekkert erfiðu prófi, bara prófi. og það var eins og við manninn mælt. einn asni úti í horni á fullu að lesa svindlmiðann sem ég átti ekki að fatta að væri þarna.
í næstum hverju einasta prófi sem ég hef haldið er einhver með miða. í pennaveskinu, á milli fótanna á stólnum, í lófanum, á stólnum við hliðina, undir töskunni... jú neimitt. og þessar elskur halda að ég sjái ekki neitt, sé ekki að fylgjast með eða sé ekki nógu ung og fersk í höfðinu til að fatta þau. en svindlmiðahegðun er ansi hreint útreiknanleg og sýnileg. og trúðu mér að ég er meistari. til þess að geta lesið af miðanum þarf að sjá hann og ekki er hægt að láta hann liggja ofaná prófinu því ég gæti átt það til að rölta um og kíkja. miðinn þarf því að vera á góðum stað þar sem hann hverfur um leið og ég hreyfi mig. en til þess að geta lesið af honum þarf að líta í átt til hans og staldra aðeins við á meðan augun átta sig á því hvaða hluta hans þarf fyrir næsta svar. og það tekur aðeins þá örskotsstundu sem það tekur ofurkennarann hana mig að sjá hvað er í gangi.
um leið og ég fatta fæ ég hjartslátt og roð í kinnar. þoli ekki svona. verð stressuð, skil samt ekki hví. undanfarið er ég þó orðin kaldari í því að ganga bara uppað viðkomandi og taka miðann, enda búin fyrir löngu að átta mig nákvæmlega á því hvar hann er staðsettur. óþolandi helvíti.
til að svindla á prófum eru til fleiri aðferðir en miðar. svo virðist sem nemendur mínir hafi annaðhvort ekki fattað þær eða ég er ekki enn búin að læra að sjá þær í framkvæmd kennaraborðsmegin í stofunni. ég veit þó að þær virkuðu fyrir mig í den nema kennararnir hafi verið of stressaðir til að hanka mig...
mánudagur, febrúar 23, 2009
lífið já. það er nú meiri rúnturinn. svo mikið af fólki, svo margar upplifanir.
með þátttöku minni í því sem gárungarnir kalla snjáldursskjóðunni, hef ég rekist á heljarinar helling af fólki sem ég þekki í dag eða þekkti áður. suma hef ég ekkert séð síðan ég var ólögráða, aðra hef ég rekist á á förnum vegi og enn aðra held ég stöðugara sambandi við. ég veit ekki hvort ég geti samt sagt að ég þekki í dag alla þá sem ég þekkti sem barn. ætli það megi ekki segja frekar að ég sé að kynnast fullorðnu útgáfunum af börnunum sem ég þekkti. það er líka gaman.
einstaka manneskjur skína skærar í minningunni en aðrar. þetta fólk sem manni þótti svo vænt um þá og sú væntumþykja lifir þó sambandið hafi dofnað út með árunum. fólkið sem á alltaf pláss í hjartanu. það er gott að geta fylgst með hamingju þess á veraldarvefnum.
með þátttöku minni í því sem gárungarnir kalla snjáldursskjóðunni, hef ég rekist á heljarinar helling af fólki sem ég þekki í dag eða þekkti áður. suma hef ég ekkert séð síðan ég var ólögráða, aðra hef ég rekist á á förnum vegi og enn aðra held ég stöðugara sambandi við. ég veit ekki hvort ég geti samt sagt að ég þekki í dag alla þá sem ég þekkti sem barn. ætli það megi ekki segja frekar að ég sé að kynnast fullorðnu útgáfunum af börnunum sem ég þekkti. það er líka gaman.
einstaka manneskjur skína skærar í minningunni en aðrar. þetta fólk sem manni þótti svo vænt um þá og sú væntumþykja lifir þó sambandið hafi dofnað út með árunum. fólkið sem á alltaf pláss í hjartanu. það er gott að geta fylgst með hamingju þess á veraldarvefnum.
sunnudagur, febrúar 22, 2009
föstudagur, febrúar 20, 2009
nú þarf ég að gjöra svo vel og draga höfuðið niður úr skýjunum og útúr rassgatinu á mér (sem vill svo skemmtilega til að er í skýjunum) og fara að einbeita mér.
síðan árið byrjaði hef ég gengið um í leiðslu með hugann út um víðan völl og buxurnar á hælunum í öllu skipulagi. mér finnst gott að vera skipulögð og synd að ég geti ekki verið það nema sárasjaldan. en nú er alveg að verða komið nóg. ég verð, andskotinn hafi það, að setjast niður og hugsa. planleggja. skrifa niður. búa til. hafa markmið og tilgang með því sem ég geri. hætta þessum djöfulsins gufugangi endalaust.
nú er kominn tími til að láta eins og fullorðin manneskja með ábyrgð á herðum sér og standa undir kröfum og væntingum. hætta að fresta öllu útí hið óendanlega og leysa hlutina á eins einfaldan hátt og mér er mögulegt á síðustu stundu.
ég hreinlega verð.
en í dag er föstudagur. ég byrja frekar eftir helgi....
síðan árið byrjaði hef ég gengið um í leiðslu með hugann út um víðan völl og buxurnar á hælunum í öllu skipulagi. mér finnst gott að vera skipulögð og synd að ég geti ekki verið það nema sárasjaldan. en nú er alveg að verða komið nóg. ég verð, andskotinn hafi það, að setjast niður og hugsa. planleggja. skrifa niður. búa til. hafa markmið og tilgang með því sem ég geri. hætta þessum djöfulsins gufugangi endalaust.
nú er kominn tími til að láta eins og fullorðin manneskja með ábyrgð á herðum sér og standa undir kröfum og væntingum. hætta að fresta öllu útí hið óendanlega og leysa hlutina á eins einfaldan hátt og mér er mögulegt á síðustu stundu.
ég hreinlega verð.
en í dag er föstudagur. ég byrja frekar eftir helgi....
fimmtudagur, febrúar 12, 2009
mánudagur, febrúar 09, 2009
annars er minn tími bara kominn. og ef hann er ekki alveg kominn þá mun hann koma.
draugar fortíðar, nútíðar og framtíðar sitja á spjalli frammi í eldhúsi og þeir geta ekki komið sér saman um hvað, hver og hvernig ég er og á að vera. næsta skref er að biðja þá vinsamlegast um að skunda á brott og láta mig í friði svo ég geti sjálf reynt að átta mig á hvað, hver og hvernig ég vil vera. þeir eru bara óttalegar frekjur og ekki auðveldir viðureignar. kannski ég reyni að segja eitthvað dónalegt til að særa þá og gá hvort það virki. annars eru þeir svoddan krútt. einn lítur út eins og afmyndað fermingarbarn með risastórar kinnar, annar er bara nokkuð ágætlega útlítandi en sá þriðji er ögn þokukenndur. eins og hann sé í móðu. mér sýnist hann þó líka bara fínn. ég reyndi að bjóða þeim kaffi en enginn þeirra vildi það. þeir þóttust allir vera of mikil börn til að drekka kaffi. mig grunar að þar sé á ferðinni all svakaleg afneitun.
það hefur þó verið fróðlegt að hafa þá kumpána á reiki í kringum mig undanfarna daga en ætli þetta sé ekki bara orðið gott. ég þarf að fá rými. til að anda. til að hugsa. til að vera.
draugar fortíðar, nútíðar og framtíðar sitja á spjalli frammi í eldhúsi og þeir geta ekki komið sér saman um hvað, hver og hvernig ég er og á að vera. næsta skref er að biðja þá vinsamlegast um að skunda á brott og láta mig í friði svo ég geti sjálf reynt að átta mig á hvað, hver og hvernig ég vil vera. þeir eru bara óttalegar frekjur og ekki auðveldir viðureignar. kannski ég reyni að segja eitthvað dónalegt til að særa þá og gá hvort það virki. annars eru þeir svoddan krútt. einn lítur út eins og afmyndað fermingarbarn með risastórar kinnar, annar er bara nokkuð ágætlega útlítandi en sá þriðji er ögn þokukenndur. eins og hann sé í móðu. mér sýnist hann þó líka bara fínn. ég reyndi að bjóða þeim kaffi en enginn þeirra vildi það. þeir þóttust allir vera of mikil börn til að drekka kaffi. mig grunar að þar sé á ferðinni all svakaleg afneitun.
það hefur þó verið fróðlegt að hafa þá kumpána á reiki í kringum mig undanfarna daga en ætli þetta sé ekki bara orðið gott. ég þarf að fá rými. til að anda. til að hugsa. til að vera.
þriðjudagur, febrúar 03, 2009
í gær lét ég nemendur þýða stuttan texta úr spænsku á íslensku. þau skildu flest ágætlega innihald spænska textans. það var þegar ég sá íslenskuna þeirra sem ég missti hökuna ofaní gólf. þessir krakkar eru mörg hver orðin svo msn-vædd að þau kunna varla lengur að skrifa annað en skammstafanir og brenglaðar útgáfur af orðum. hópur þeirra varð raunverulega hissa þegar ég sagði þeim að það væri ekki rétt að skrifa talaru, skrifaru, helduru og koddu. það hljóta að vera til krakkar sem halda að akkuru sé orð eða geggt eða nottla eða oní.
á svona stundum nær gamli málfarsfasistinn hún ég ekki upp í nefið á sér.
á svona stundum nær gamli málfarsfasistinn hún ég ekki upp í nefið á sér.
þriðjudagur, janúar 27, 2009
það gengur svo mikið á að mér dettur ekkert í hug að skrifa.
allt á hvolfi hreinlega. í höfðinu, á heimilinu, í bænum, í landinu, í heiminum.
og ég er bara lítill maur í hringiðu alheimsins.
hringiða. ætli það sé ekki bara orð dagsins.
á meðan vex á mér hárið, neglurnar og eyrun. hringiða tímans. hringiða atburða. hringiða lífsins. hringiða tilfinninga.
og ég sit uppi með risastór eyru.
allt á hvolfi hreinlega. í höfðinu, á heimilinu, í bænum, í landinu, í heiminum.
og ég er bara lítill maur í hringiðu alheimsins.
hringiða. ætli það sé ekki bara orð dagsins.
á meðan vex á mér hárið, neglurnar og eyrun. hringiða tímans. hringiða atburða. hringiða lífsins. hringiða tilfinninga.
og ég sit uppi með risastór eyru.
miðvikudagur, janúar 21, 2009
ókey, nú er ég komin aftur úr mótmælalægðinni og búin að hysja uppum mig brækurnar. djöfull skal ég fara askvaðandi á öll mótmæli sem verða héðanífrá þangað til eitthvað breytist í þessu andskotans drullubúðingasamfélagi.
og mín vegna má henda sumum af sérsveitarmönnum í fangelsi fyrir að vera fífl.
minn er brjálaður. gersamlega band-sjóðandi-kol-brjálaður.
og mín vegna má henda sumum af sérsveitarmönnum í fangelsi fyrir að vera fífl.
minn er brjálaður. gersamlega band-sjóðandi-kol-brjálaður.
mánudagur, janúar 19, 2009
um helgina söng ég dúett, dansaði kongó, fór út að borða, svaf vel, dreymdi vel, kenndi salsaspor, naut einveru, naut samveru og fór í sund.
góð helgi.
það er gaman að þroskast án þess að gleyma þess að njóta vanþroskans.
þetta er maría í dag. þreytt, ringluð en óskaplega ánægð með eigið hugsanaferli.
góð helgi.
það er gaman að þroskast án þess að gleyma þess að njóta vanþroskans.
þetta er maría í dag. þreytt, ringluð en óskaplega ánægð með eigið hugsanaferli.
fimmtudagur, janúar 15, 2009
það er af sem áður var þegar öll kurl eru komin til grafar. það er svosem ekki eins og kálið sé sopið þó í ausuna sé komið nema þegar eplið fellur langt frá eikinni.
ætli sé ekki best að hafa vaðið fyrir neðan sig, ekki er nefnilega allt gull sem glóir. þeir segja að morgunstund gefi gull í mund en svo beygjast krosstré sem önnur tré og þá er týpískt að árinni kennir illur ræðari.
ég reyni bara að sníða mér stakk eftir vexti, enda fiska þeir sem róa, eða svo segja þeir. stundum mætti alveg segja mér að hæst glymji í tómri tunnu þó svo að of seint sé að byrgja brunninn þegar barnið er dottið í hann.
þegar allt þetta gengur á hugsa ég með mér ,,hvað er svo glatt sem góðra vina fundur?"
ætli sé ekki best að hafa vaðið fyrir neðan sig, ekki er nefnilega allt gull sem glóir. þeir segja að morgunstund gefi gull í mund en svo beygjast krosstré sem önnur tré og þá er týpískt að árinni kennir illur ræðari.
ég reyni bara að sníða mér stakk eftir vexti, enda fiska þeir sem róa, eða svo segja þeir. stundum mætti alveg segja mér að hæst glymji í tómri tunnu þó svo að of seint sé að byrgja brunninn þegar barnið er dottið í hann.
þegar allt þetta gengur á hugsa ég með mér ,,hvað er svo glatt sem góðra vina fundur?"
þriðjudagur, janúar 13, 2009
látum okkur nú sjá.... sjáum nú til.... hmmmm..... hvað gæti ég svosem bloggað um?
hvernig gengur í vinnunni? neibb, þreytt.
hvað fjölskyldan er að gera? æi, það er svosem ekkert spennandi þessa dagana.
hvað það er kalt úti? læt gamla fólkið í pottinum um það.
hvað allt er orðið dýrt? búin að kvabba yfir því alveg feikinóg.
hvað stjórnvöld eru spillt? nenni ekki að breytast í moggablogg.
en hvað er þá eftir? hvað skrifar fólk um sem er þreytt í hausnum?
sennilega ekki neitt. ætli flestir hafi ekki vit á að halda puttunum í vösunum og grjót- halda sér saman í staðin fyrir að setjast niður, skrá sig inná bloggsíðurnar sínar og byrja að kvabba um hvað það er lítið að frétta. eins og einhver nenni að lesa um það. hrein og klár ömurð.
hvernig gengur í vinnunni? neibb, þreytt.
hvað fjölskyldan er að gera? æi, það er svosem ekkert spennandi þessa dagana.
hvað það er kalt úti? læt gamla fólkið í pottinum um það.
hvað allt er orðið dýrt? búin að kvabba yfir því alveg feikinóg.
hvað stjórnvöld eru spillt? nenni ekki að breytast í moggablogg.
en hvað er þá eftir? hvað skrifar fólk um sem er þreytt í hausnum?
sennilega ekki neitt. ætli flestir hafi ekki vit á að halda puttunum í vösunum og grjót- halda sér saman í staðin fyrir að setjast niður, skrá sig inná bloggsíðurnar sínar og byrja að kvabba um hvað það er lítið að frétta. eins og einhver nenni að lesa um það. hrein og klár ömurð.
sunnudagur, janúar 11, 2009
í gærkveld fórum við hjú í árlegt áramótapartý æskuvinkvenna minna og maka þeirra. á hverju ári er eitthvað þema og í ár var það las vegas eða kasínó. samkvæmisgestir voru svo endemis ótrúlega fínir til fara að ég hef sjaldan séð annað eins. ég var eiginlega örlítið ekki á heimavelli í svona miklum fínheitum en það er þó alltaf gaman að sjá liðið enda fínasta lið.
partýið var haldið í endanum á vatnsendahverfi, hvað sem það nú er. ég sat með símaskrárkortið í fanginu alla leið til að rata þennan skratta en það tókst á endanum. til þess að þurfa ekki að hafa fyrir því að komast uppeftir aftur í dag ákvað ég, enda skynsöm stúlka, að drekka ekki nema eitt stykki bjór og feika það svo bara með kókglasi þar sem eftir lifði kvölds. því var ég fegin bæði í gær þegar við þurftum skyndilega að hverfa úr veislunni vegna ástands á söntu maríu og líka í morgun þegar ég hvar hvorki með hausverk né þurfti að finna leið til að komast aftur út á heimsenda til að ná í bílinn.
ef ég hefði verið að drekka hefði mér þó sennilega gengið betur í póker.
partýið var haldið í endanum á vatnsendahverfi, hvað sem það nú er. ég sat með símaskrárkortið í fanginu alla leið til að rata þennan skratta en það tókst á endanum. til þess að þurfa ekki að hafa fyrir því að komast uppeftir aftur í dag ákvað ég, enda skynsöm stúlka, að drekka ekki nema eitt stykki bjór og feika það svo bara með kókglasi þar sem eftir lifði kvölds. því var ég fegin bæði í gær þegar við þurftum skyndilega að hverfa úr veislunni vegna ástands á söntu maríu og líka í morgun þegar ég hvar hvorki með hausverk né þurfti að finna leið til að komast aftur út á heimsenda til að ná í bílinn.
ef ég hefði verið að drekka hefði mér þó sennilega gengið betur í póker.
föstudagur, janúar 09, 2009
þá er fyrstu kennsluviku ársins lokið. hún var aldeilis viðburðarík og þá er vægt til orða tekið. ég er búin að sitja ófáa fundina, mis-skemmtilega, búin að ljósrita á hálfan regnskóg, læra nöfnin á um þrjátíu nemendum (þá eru bara um 90 eftir), bera bækur og hefti fram og tilbaka um skólann, standa í bréfaskriftum og undirbúningi og vera sökuð um einelti á vinnustað. og þá eru óupptalin kennslan sjálf, skráningar í tölvukerfi og fleira.
magnað hvað það eru margar gerðir af fólki á svona stórum vinnustað. maður veit svo sannarlega aldrei hverju er hægt að eiga von á. stundum, án þess að eiga von á því, lendir maður svo í uppákomum sem skilja mann eftir með kjálkann á gólfinu gapandi gónandi hissa. ég lendi nú sjaldnast í vandræðum með fólk, enda hef ég yfirleitt átt ansi gott með að umgangast það og vinna með því. en stundum lendir maður í fáránlegum aðstæðum. þá er bara að vinna sig í gegnum þær. oseisei. ég er núna að slíkri vinnu.
nema hvað, að óræðu tali slepptu er bara allt skrambi fínt að frétta.
jólaskrautið farið niður og búið að grýta jólatrénu í höfuðið á manni.
það er reyndar svolítið skemmtileg saga. eða svoleiðis, þú veist... makinn var sko að spara sér flutningana með því að skutla trénu bara niður af svölum og á gangstéttina þar sem það átti að enda. hann leit í kringum sig hægri vinstri og svo aftur áður en hann dúndraði trénu niður. um leið og hann sleppti takinu sá hann mann sem sat á bekk nákvæmlega þar sem trénu hafði verið miðað. náfölur og skjálfandi kom hann inn af svölunum með hjartað í hálsinum og kökk í augunum og sagðist sennilega hafa verið að enda við að drepa mann. svo hljóp hann niður til að tékka og þegar niður var komið mætti hann manni sem var óskaplega hissa að sjá. hann hafði þá sem betur fer bara fengið toppinn á trénu í fangið en þetta var þeldökkur túristi sem fór strax að hugsa hvort íslendingum væri svo illa við svertingja að þeir hentu jólatrjánum sínum í þá í skjóli myrkurs. makinn baðst afsökunar eins og hann ætti lífið að leysa og útskýrði að hann hefði einfaldlega ekki séð hann og gekk svo úr skugga um að greyið hefði ekkert meitt sig. svo tókust þeir bara í hendur og fóru hvor sína leið. jólatréð fór líka sína leið.
þessi litla dæmisaga kennir okkur að það er ekki sniðugt að henda trjám niður af svölum. en þetta var samt hrikalega fyndið eftirá, sko tilhugsunin um að sitja á bekk og fá jólatré í fangið. ég get allavega flissað ennþá.
en núna þarf ég að fara að velja 5 uppáhalds lögin mín (og þá er átt við ekki bara núna heldur yfir ævina), fyrir leik sem ég er flækt í. það er erfiðara en það virðist.
hvaða lög myndir þú velja?
magnað hvað það eru margar gerðir af fólki á svona stórum vinnustað. maður veit svo sannarlega aldrei hverju er hægt að eiga von á. stundum, án þess að eiga von á því, lendir maður svo í uppákomum sem skilja mann eftir með kjálkann á gólfinu gapandi gónandi hissa. ég lendi nú sjaldnast í vandræðum með fólk, enda hef ég yfirleitt átt ansi gott með að umgangast það og vinna með því. en stundum lendir maður í fáránlegum aðstæðum. þá er bara að vinna sig í gegnum þær. oseisei. ég er núna að slíkri vinnu.
nema hvað, að óræðu tali slepptu er bara allt skrambi fínt að frétta.
jólaskrautið farið niður og búið að grýta jólatrénu í höfuðið á manni.
það er reyndar svolítið skemmtileg saga. eða svoleiðis, þú veist... makinn var sko að spara sér flutningana með því að skutla trénu bara niður af svölum og á gangstéttina þar sem það átti að enda. hann leit í kringum sig hægri vinstri og svo aftur áður en hann dúndraði trénu niður. um leið og hann sleppti takinu sá hann mann sem sat á bekk nákvæmlega þar sem trénu hafði verið miðað. náfölur og skjálfandi kom hann inn af svölunum með hjartað í hálsinum og kökk í augunum og sagðist sennilega hafa verið að enda við að drepa mann. svo hljóp hann niður til að tékka og þegar niður var komið mætti hann manni sem var óskaplega hissa að sjá. hann hafði þá sem betur fer bara fengið toppinn á trénu í fangið en þetta var þeldökkur túristi sem fór strax að hugsa hvort íslendingum væri svo illa við svertingja að þeir hentu jólatrjánum sínum í þá í skjóli myrkurs. makinn baðst afsökunar eins og hann ætti lífið að leysa og útskýrði að hann hefði einfaldlega ekki séð hann og gekk svo úr skugga um að greyið hefði ekkert meitt sig. svo tókust þeir bara í hendur og fóru hvor sína leið. jólatréð fór líka sína leið.
þessi litla dæmisaga kennir okkur að það er ekki sniðugt að henda trjám niður af svölum. en þetta var samt hrikalega fyndið eftirá, sko tilhugsunin um að sitja á bekk og fá jólatré í fangið. ég get allavega flissað ennþá.
en núna þarf ég að fara að velja 5 uppáhalds lögin mín (og þá er átt við ekki bara núna heldur yfir ævina), fyrir leik sem ég er flækt í. það er erfiðara en það virðist.
hvaða lög myndir þú velja?
þriðjudagur, janúar 06, 2009
veitingastaðurinn okkar litli er ósköp kósí vinnustaður. reyndar hef ég svosem ekki mikið beinlínis unnið þar undanfarið ef frá er talið allur undirbúningur bókhalds, tímaútreikningar, lokun kassa á kvöldin og andlegur stuðningur við framkvæmdaeigandann sem er stundum á barmi taugaáfalls yfir annríkinu. nema hvað, staðurinn er kósí því starfsfólkið er fínt og gott upp til hópa og það sem mér finnst heimilislegast er hvernig næstum allir heilsast og kveðjast með kossi. ég fæ oftar en ekki nokkra kossa á kinn þegar ég mæti á svæðið og þegar ég fer aftur. það þykir mér kósí.
þegar ég var skiptinemi fyrir ár og öld heilsuðust allir þar með kossi á kinn líka. það tók stundum tímana tvenna að komast eftir löngum göngum þegar þurfti að kyssa hvern einasta sem maður mætti. en það var kósí. vinalegt. gleðiaukandi.
hér með mælist ég til þess að verða heilsað með kossi á hverjum morgni þegar ég mæti í vinnuna mína. annars neyðist ég til þess að segja upp störfum.
eða kannski ekki alveg samt...
þegar ég var skiptinemi fyrir ár og öld heilsuðust allir þar með kossi á kinn líka. það tók stundum tímana tvenna að komast eftir löngum göngum þegar þurfti að kyssa hvern einasta sem maður mætti. en það var kósí. vinalegt. gleðiaukandi.
hér með mælist ég til þess að verða heilsað með kossi á hverjum morgni þegar ég mæti í vinnuna mína. annars neyðist ég til þess að segja upp störfum.
eða kannski ekki alveg samt...
mánudagur, janúar 05, 2009
þá er vinnan komin í gang og er það vel. rútínan er sem fagurt fljóð sem liðast eftir árfarvegi alheimsins í gegnum stjörnuþoku vináttunnar. eða eitthvað.
ég var að fá niðurstöður úr kennslukönnun sem var gerð fyrir áramót meðal nemenda minna. jíha hvað ég er ánægð með það og hve þungu fargi er af mér létt. mér þykir nefnilega hrikalega erfitt að láta meta mig og hvað þá svona huglægt.
en það er yfirstaðið og ég fékk ósköp fátt annað en góða dóma. það eru svona dagar sem bæta fyrir pirringinn, þreytuna, örvæntinguna og uppgjafartilfinninguna sem hellist stundum yfir mann eftir erfiðar kennslustundir. það er þetta sem fær mig til að langa áfram til að vera kennari. meira að segja vantaði gaurinn sem vantar eiginlega aldrei í úrtakið, þennan sem hatar mann útaf lífinu. hann hefur amk ekki svarað könnuninni ef hann er þarna einhverstaðar. fallega gert af honum.
nú langar mig að gera enn betur og enn meira. uppveðruð er ég já já.
svo eldaði ég mat tvo daga í röð sem í bæði skiptin fengu góða dóma fjölskyldumeðlima. svo góða að hann kláraðist báða dagana. slíkt hefur aldrei gerst áður í manna minnum. um daginn fór ég líka í sund og var þá á óskiljanlegan hátt 3 kílóum léttari en þegar ég fór síðast á sömu vigt.
ég er farin að halda að 2009 sé mitt ár. allavega er þetta mín vika. eða eitthvað.
skiptir ekki máli. ég er glöð.
ég var að fá niðurstöður úr kennslukönnun sem var gerð fyrir áramót meðal nemenda minna. jíha hvað ég er ánægð með það og hve þungu fargi er af mér létt. mér þykir nefnilega hrikalega erfitt að láta meta mig og hvað þá svona huglægt.
en það er yfirstaðið og ég fékk ósköp fátt annað en góða dóma. það eru svona dagar sem bæta fyrir pirringinn, þreytuna, örvæntinguna og uppgjafartilfinninguna sem hellist stundum yfir mann eftir erfiðar kennslustundir. það er þetta sem fær mig til að langa áfram til að vera kennari. meira að segja vantaði gaurinn sem vantar eiginlega aldrei í úrtakið, þennan sem hatar mann útaf lífinu. hann hefur amk ekki svarað könnuninni ef hann er þarna einhverstaðar. fallega gert af honum.
nú langar mig að gera enn betur og enn meira. uppveðruð er ég já já.
svo eldaði ég mat tvo daga í röð sem í bæði skiptin fengu góða dóma fjölskyldumeðlima. svo góða að hann kláraðist báða dagana. slíkt hefur aldrei gerst áður í manna minnum. um daginn fór ég líka í sund og var þá á óskiljanlegan hátt 3 kílóum léttari en þegar ég fór síðast á sömu vigt.
ég er farin að halda að 2009 sé mitt ár. allavega er þetta mín vika. eða eitthvað.
skiptir ekki máli. ég er glöð.
sunnudagur, janúar 04, 2009
það var eins og við manninn mælt. dagurinn var klessa.
af því tilefni sit ég hér og sötra bjór til samlætis samlöndum þeim er sitja annarstaðar og drekka bjór. skál.
ég er farin að hlakka til að taka niður jólaskrautið. henda jólatrénu út á götu. losna við alla litlu kallana sem gægjast úr hillum og gluggum. hætta að sjá rautt.
jólaþreyta. ætli það sé ekki sjúkdómsgreiningin.
og þar með var hugmyndaflug mitt uppurið. uppu-rið.
sjáum til hvort það kemur aftur á morgun. mor-gun. nei djók.
af því tilefni sit ég hér og sötra bjór til samlætis samlöndum þeim er sitja annarstaðar og drekka bjór. skál.
ég er farin að hlakka til að taka niður jólaskrautið. henda jólatrénu út á götu. losna við alla litlu kallana sem gægjast úr hillum og gluggum. hætta að sjá rautt.
jólaþreyta. ætli það sé ekki sjúkdómsgreiningin.
og þar með var hugmyndaflug mitt uppurið. uppu-rið.
sjáum til hvort það kemur aftur á morgun. mor-gun. nei djók.
laugardagur, janúar 03, 2009
á fólk einhverjar ,,sínar týpur"? mig grunar einhvernvegin að einhverstaðar innst inni séum við nú mörg ósköp svipuð. eða sko, lommér að skilgreina... það eru til manngerðir og það eru til týpur. með manngerð á ég við hvernig fólk er að innan en með týpu á ég við hvaða stíl fólk hefur valið sér í klæðaburði og líferni.
mín kenning er sú að manngerðirnar geti verið nokkuð fjölbreyttar. innst inni berjumst við þó sennilega vel flest við sömu takmarkanir, vonir, drauma og þrár. en sumir eru stressaðir og aðrir ekki. einir eru yfirgangssamir, aðrir undirgefnir. sumt fólk er orkumikið, annað ekki. einhverjum þykir best að vera heima, aðrir vilja helst vera út um allt.... nema hvað... það sem ég er eiginlega frekar að hugsa um eru týpur. við mannfólkið skiptum okkur í hópa með klæðaburði, bæði meðvitað og ómeðvitað. frumburðurinn er til dæmis kominn með gallabuxurnar niður á miðjan rass og vill alls ekki láta sjá sig í neinu þröngu. með því er hann að stimpla sig inn í ákveðinn hóp fólks sem klæðir sig á þann veg.
það eru til ýmsar týpur fólks og hverjum og einum þykir hann sennilega tilheyra þeim sem eru ,,eðlilegir". ætli það megi ekki rífast um það endalaust hvað er eðlilegt eða flottara en annað, enda smekksatriði í raun og veru.
nema hvað... stíll fólks fer auðvitað að miklu leyti eftir því hverja það umgengst.
mikið af því unga fólki sem býr hér í miðbæ reykjavíkur hefur ákveðinn stíl. hann felst svolítið í ,,stílleysi", þ.e. fólk er mjög frjálst í klæðaburði en þó þannig að það sker sig úr öðrum hópum. notar t.d. gömul föt og snjáð eða gamaldags.
fatastíll fólks er líka oft skilgreindur eftir framhaldsskólum. en það er gömul saga.
en ókey... nú skal ég hætta. það sem ég er bara að reyna að segja er að það er alveg sama í hvaða hóp við skilgreinum okkur með fatastíl og útliti, þegar allt kemur til alls erum við oftar en ekki óskaplega svipuð að innan þegar fötin eru komin á gólfið.
fólk á ekki að gefa sér fyrirfram að það geti ekki átt samleið með þeim sem eru ekki ,,þeirra týpur". og hananú. heyrirðu það.
eníhús... að allri speki slepptri þá er familían á skólavörðustígnum að rísa úr rekkju, betra seint en aldrei vissulega. í gærkveld komu systirin og foreldrarnir ásamt vinum frumburðarins og við spiluðum leirsjonarí með svakalegum hamagangi og látum. leirsjonarí er eins og pictionary nema með leir. gebbað stuð. já og ég fór fyrst í sund með þeirri litlu. ýmislegt leggur maður á sig til að þreyta börnin sín. ó já. en það var gott. alltaf gott í sundi.
kvöldið endaði svo á vídeóglápi ásamt systurinni. systrakvöld alltaf góð líka. seisei.
dagurinn í dag byrjar letilega og verður sennilega hálfgerð klessa. ég er að reyna að undirbúa mig andlega undir að vakna klukkan átta á mánudaginn en það er eitthvað að gerast hægt. svo þarf ég víst að semja kennsluáætlun... úff.
en í dag er það fjölskyldan.
mín kenning er sú að manngerðirnar geti verið nokkuð fjölbreyttar. innst inni berjumst við þó sennilega vel flest við sömu takmarkanir, vonir, drauma og þrár. en sumir eru stressaðir og aðrir ekki. einir eru yfirgangssamir, aðrir undirgefnir. sumt fólk er orkumikið, annað ekki. einhverjum þykir best að vera heima, aðrir vilja helst vera út um allt.... nema hvað... það sem ég er eiginlega frekar að hugsa um eru týpur. við mannfólkið skiptum okkur í hópa með klæðaburði, bæði meðvitað og ómeðvitað. frumburðurinn er til dæmis kominn með gallabuxurnar niður á miðjan rass og vill alls ekki láta sjá sig í neinu þröngu. með því er hann að stimpla sig inn í ákveðinn hóp fólks sem klæðir sig á þann veg.
það eru til ýmsar týpur fólks og hverjum og einum þykir hann sennilega tilheyra þeim sem eru ,,eðlilegir". ætli það megi ekki rífast um það endalaust hvað er eðlilegt eða flottara en annað, enda smekksatriði í raun og veru.
nema hvað... stíll fólks fer auðvitað að miklu leyti eftir því hverja það umgengst.
mikið af því unga fólki sem býr hér í miðbæ reykjavíkur hefur ákveðinn stíl. hann felst svolítið í ,,stílleysi", þ.e. fólk er mjög frjálst í klæðaburði en þó þannig að það sker sig úr öðrum hópum. notar t.d. gömul föt og snjáð eða gamaldags.
fatastíll fólks er líka oft skilgreindur eftir framhaldsskólum. en það er gömul saga.
en ókey... nú skal ég hætta. það sem ég er bara að reyna að segja er að það er alveg sama í hvaða hóp við skilgreinum okkur með fatastíl og útliti, þegar allt kemur til alls erum við oftar en ekki óskaplega svipuð að innan þegar fötin eru komin á gólfið.
fólk á ekki að gefa sér fyrirfram að það geti ekki átt samleið með þeim sem eru ekki ,,þeirra týpur". og hananú. heyrirðu það.
eníhús... að allri speki slepptri þá er familían á skólavörðustígnum að rísa úr rekkju, betra seint en aldrei vissulega. í gærkveld komu systirin og foreldrarnir ásamt vinum frumburðarins og við spiluðum leirsjonarí með svakalegum hamagangi og látum. leirsjonarí er eins og pictionary nema með leir. gebbað stuð. já og ég fór fyrst í sund með þeirri litlu. ýmislegt leggur maður á sig til að þreyta börnin sín. ó já. en það var gott. alltaf gott í sundi.
kvöldið endaði svo á vídeóglápi ásamt systurinni. systrakvöld alltaf góð líka. seisei.
dagurinn í dag byrjar letilega og verður sennilega hálfgerð klessa. ég er að reyna að undirbúa mig andlega undir að vakna klukkan átta á mánudaginn en það er eitthvað að gerast hægt. svo þarf ég víst að semja kennsluáætlun... úff.
en í dag er það fjölskyldan.
föstudagur, janúar 02, 2009
það er sko ekkert frí að vera í fríi með börnin sín.
en nú er ég með tvö stykki sem er vissulega auðveldara en eitt því þau leika og hafa ofanaf fyrir hvort öðru. ég þarf bara að vera á svæðinu og gera eitthvað þegar þau eru svöng.
en fyrst ætla ég að fara með litla parið á róló þar sem þau geta gengið af göflunum. þar ætla ég að sitja lengi og góna út í loftið, enda enn hálf vönkuð eftir áramótin.
sitja og góna. það er það gáfulegasta sem ég get gert í dag.
en nú er ég með tvö stykki sem er vissulega auðveldara en eitt því þau leika og hafa ofanaf fyrir hvort öðru. ég þarf bara að vera á svæðinu og gera eitthvað þegar þau eru svöng.
en fyrst ætla ég að fara með litla parið á róló þar sem þau geta gengið af göflunum. þar ætla ég að sitja lengi og góna út í loftið, enda enn hálf vönkuð eftir áramótin.
sitja og góna. það er það gáfulegasta sem ég get gert í dag.
fimmtudagur, janúar 01, 2009
og þá kom nýtt ár. ég upplifi árin sem svona dagalista sem byrjar efst og fer niður. í gær var ég neðst, í dag er ég komin aftur efst.
mér tókst að sofa til klukkan tvö. alveg ótrúlegt að hægt sé að snúa sólarhringnum svona á hvolf. það verður hægara sagt en gert að koma mér aftur í vinnugírinn, svefnlega séð.
í gær var mikið gaman. byrjaði ansi rólega með hrikalega góðum mat heima hjá mor og far. þar spiluðum við tíkort og horfðum á skaupið og fannst bara fínt og gaman. eftir það skelltum við okkur á vígvöllinn fyrir framan stóru kirkjuna þarna, æi hvað heitir hún?... þessi sem er alltaf á póstkortunum. nema hvað, þar sprengdum við draslið okkar og horfðum á aðra lýsa himininn upp. svo sló klukkan tólf og allir fengu koss.
en þá var nóttin bara að byrja... rétt eftir miðnætti fór síðburðurinn heim með foreldrunum en við hin strunsuðum á söntu maríu til að undirbúa áramótapartý ársins.
það byrjaði frekar hægt og á tímabili höfðum við áhyggjur af því að hafa drullað uppá bak. en svo var eins og skrúfað hefði verið frá krana og liðið streymdi inn. mikið var spilað, sungið, dansað, trallað og drukkið alveg til klukkan 6 en þá urðum við að gera allt tilbúið fyrir morgunverðarhlaðborð hótelsins. ég var dyravörður ársins. kannski ekki alveg karakter í hlutverkið og það var einhver slatti af fólki sem lak inn sökum góðmennsku minnar en mér tókst þó ágætlega að halda fyllibyttum og leiðinlega drukknu fólki úti. einn ungur maður hafði það á orði að ég væri flottasti dyravörður sem hann hefði séð og það gerði margt gott fyrir fröken egóið mitt.
en þetta var semsagt gasalega gaman og allir sýndust mér fara hinir ánægðustu út í morgunsárið.
núna ætla ég að setja myndir frá matarboðinu og hallgrímskirkju á míns eigins fésbók og svo ætla ég að setja myndir úr partýi ársins á söntu maríu fésbókið. í myndabunka þeim kennir ýmissa grasa.
þegar ég verð búin að setja inn myndirnar ætla ég að halda áfram að slefa með hálf opinn munninn í heiladauðu sombíástandi.
svo fer bara vinnan að byrja rétt strax. jibbí kóla!
mér tókst að sofa til klukkan tvö. alveg ótrúlegt að hægt sé að snúa sólarhringnum svona á hvolf. það verður hægara sagt en gert að koma mér aftur í vinnugírinn, svefnlega séð.
í gær var mikið gaman. byrjaði ansi rólega með hrikalega góðum mat heima hjá mor og far. þar spiluðum við tíkort og horfðum á skaupið og fannst bara fínt og gaman. eftir það skelltum við okkur á vígvöllinn fyrir framan stóru kirkjuna þarna, æi hvað heitir hún?... þessi sem er alltaf á póstkortunum. nema hvað, þar sprengdum við draslið okkar og horfðum á aðra lýsa himininn upp. svo sló klukkan tólf og allir fengu koss.
en þá var nóttin bara að byrja... rétt eftir miðnætti fór síðburðurinn heim með foreldrunum en við hin strunsuðum á söntu maríu til að undirbúa áramótapartý ársins.
það byrjaði frekar hægt og á tímabili höfðum við áhyggjur af því að hafa drullað uppá bak. en svo var eins og skrúfað hefði verið frá krana og liðið streymdi inn. mikið var spilað, sungið, dansað, trallað og drukkið alveg til klukkan 6 en þá urðum við að gera allt tilbúið fyrir morgunverðarhlaðborð hótelsins. ég var dyravörður ársins. kannski ekki alveg karakter í hlutverkið og það var einhver slatti af fólki sem lak inn sökum góðmennsku minnar en mér tókst þó ágætlega að halda fyllibyttum og leiðinlega drukknu fólki úti. einn ungur maður hafði það á orði að ég væri flottasti dyravörður sem hann hefði séð og það gerði margt gott fyrir fröken egóið mitt.
en þetta var semsagt gasalega gaman og allir sýndust mér fara hinir ánægðustu út í morgunsárið.
núna ætla ég að setja myndir frá matarboðinu og hallgrímskirkju á míns eigins fésbók og svo ætla ég að setja myndir úr partýi ársins á söntu maríu fésbókið. í myndabunka þeim kennir ýmissa grasa.
þegar ég verð búin að setja inn myndirnar ætla ég að halda áfram að slefa með hálf opinn munninn í heiladauðu sombíástandi.
svo fer bara vinnan að byrja rétt strax. jibbí kóla!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)