þriðjudagur, ágúst 09, 2011

Nú er ég komin svo ofsalega úr þjálfun að ég gleymi síðunni. Sem er synd.
Annars er lífið bara yndislegt. Man ekki hvort ég var búin að segja það. Stanslaus fiðringur í maga yfir því sem gæti gerst og mun gerast en ég veit ekki ennþá. Sólin skín og ég er alltaf að eignast gamla vini upp á nýtt og rifja upp hver ég var og er. Stundum horfi ég bara upp í himininn eða á trén og get ekki annað en brosað yfir því hvað þetta er nú allt frábært. Það er undarlegt hvað er hægt að lifa lengi í bölvaðri þoku en líka svo magnað þegar þokunni léttir og allt í kring er gleði og fegurð. Nú hljóma ég sennilega eins og trúboði eða brjálæðingur...en ég get ekki að þessu gert. Það er svo gaman að vera til. Þess vegna skil ég ekki alveg hvers vegna ég er að drepast úr vöðvabólgu... en hey, hvað er vöðvabólga á milli vina? Ekki rassgat.

sunnudagur, júlí 24, 2011

Góðan og blessaðan daginn. Maja hér. Komin aftur eftir langa þögn til þess að skrifa út í tómið.
Margt og mikið hefur á daga mína drifið síðan ég skrifaði hér síðast. Mest og stærst er sennilega það að makinn er ekki lengur maki. Ekki minn allavega. Ætli hann verði ekki maki einhvers...
Nema hvað. Ég er fýr og flamme. Hress og kát. Hýr og rjóð. Stór og sterk.
Og ætla að fara að vera duglegri við að skrásetja hugleiðingar mínar því það getur verið svo gott að lesa þær seinna. Sérstaklega fyrir minnislausa eins og sjálfa mig.
Smá hint svona í lokin... lífið er yndislegt og spennandi og ég er stanslaust að uppgötva nýja hluti. Ýtt hefur verið á týnda takka og sumarið er tíminn...

miðvikudagur, janúar 13, 2010

nú er ég hætt alveg að nenna netinu. hreinsaði fésbókina út og er að hugsa um að slútta þessari elsku hérna líka í tilefni af 6 ára afmælinu. að minnsta kosti í bili.
nú er í gangi innri hreinsun og hluti af henni er að hvíla hugann frá netinu.
svo þegar ég kemst aftur í stuð, nú þá hefst stuðið bara aftur. en þá almennilega. ekki svona hrafl með hangandi hendi.
og hananú!

föstudagur, nóvember 20, 2009

í dag fer ég snemma heim úr vinnunni, enda búin snemma á föstudögum. þá bara dæli ég upplýsingum í liðið og þar sem ég er enn að flytja mun ég svo drífa mig heim og heim til að pakka niður og mála meira og allt þetta sem ég þarf að gera til að geta hætt á búa á tveimur stöðum í einu. sem er leiðigjarnt til lengdar.
en þess vegna geri ég ekkert fleira í dag. ekkert nema flytja á ég við. engin rólegheit til að spila á gítarinn minn, dunda mér við að skrifa tölvupósta eða neitt svona skemmtilegt. enginn friður.
en í staðin verð ég stolt af sjálfri mér á morgun þegar ég skála við vini og vandavini á karömbu fyrir sjötugsafmæli mínu og makans. þá mun ég eiga slíka pásu skilið. skilna. skilaða. skilurðu?

en semsagt... ég er farin heim. tíminn er á þrotum. ég er að niðurlotum - komin. heima við krotum og okkur dauðrotum á meðan við potum húsinu í stand. frjáls undan votum skotum.

góða helgi essgan.

föstudagur, nóvember 13, 2009

eftir helgi verð ég hálf sjötug. í dag er ég bara hálf sextíu og átta. gasalega fljótt að tikka eitthvað.
ég er að reyna að hætta að drekka svona mikið kók áður en ég verð þrjátíuogfimm. það er barnalegt að drekka kók...hehe... eða eitthvað. ég verð samt að hætta þessu. jisús minn almáttugur. áður en ég missi allar tennurnar eða eitthvað. áður en innyflin í mér leysast upp. áður en ég verð græn og með blettaskalla. áður en eyrun á mér bráðna af og ég byrja að slefa blóðkögglum.... og svo framvegis.
það er samt eitthvað við þennan skratta. helvíti hressandi alltaf að fá sér smá kók með aspartami. þeir sem segja að aspartam sé slæmt ættu að kíkja á mig, fír og flamme. ha. ennþá allaveganna.

svo er önnin í skólanum að renna sitt skeið á enda. svo kemur jólafrí. afmæli og jólafrí... mér sýnist ég eiga eftir að eiga erfitt með að hætta kókdrykkju fyrr en eftir áramótin. þegar mexíkanarnir eru farnir. þegar rútínan byrjar aftur. þegar það er ekkert eftir til að halda uppá. þegar gleðinni verður lokið.
eða hvað? þá þarf ég kannski kók til að lyfta mér upp í grámanum. aldrei að vita.

en fyrst ætla ég að fara til ofnæmislæknis til að fá að vita hvort ég megi eignast kettling eða svo.

miðvikudagur, október 28, 2009

loftbylgjurnar búnar, vetur genginn í garð á dagatalinu og komin rót í hárið. gangur tímans.
við erum líka bæði búin að kaupa og selja. og þá er ég að tala um húsnæði. byrjum svo hasarinn á sunnudaginn, en þá fáum við nýja staðinn í hendurnar. og þá þarf að mála og bera kassa og bera húsgögn og rífa teppi og pússa fjalir og...og... ég er orðin þreytt bara af því að hugsa um allt sem þarf að gera. æi ætli ég hætti ekki bara við eftir allt. þetta er svo mikið vesen.

ætli ég verði ekki bara veik í kvöld af álaginu.

fimmtudagur, október 15, 2009

er komin með armbandið. sá reykjavík! í gær og svo skrýtna svíahljómsveit sem innihélt svarta bakraddasöngkonu í undarlegum fíling og söngvara sem var svolítið eins og michael jackson og prince hefðu eignast barn saman. ekki gott.
en ég fór samt snemma að sofa, enda samviskusöm mjög í kennarastarfinu...hehe...

er ég að fara að flytja?
já kannski.
hvenær kemur það í ljós?
mjög fljótlega.
nenni ég að mála?
neibb.
ætla ég að flytja langt ef ég flyt?
uuu...nei, eins og hálfan kílómeter í burtu eða styttra.
kann ég að spila á gítar?
tja, mjög lítið en er stolt af því litla sem ég ,,kann".