fimmtudagur, nóvember 29, 2007

ég fór í atvinnuviðtal í dag. það var nokkuð spennandi verð ég að segja, en sökum lúðagangs og vantrausts á eigin getu þykist ég ekkert sérstaklega viss um að fá starfið. en það kemur bara í ljós á næstunni. spennandi samt.

mig langar samt alveg aftur í gömlu vinnuna mína. er ekki alveg komin yfir fráhvarfseinkennin og söknuðinn.

en fyrir utan það er allt spennandi. bráðum fáum við afhenta íbúðina okkar á skólavörðustíg sem er næstum því með útsýni yfir kirkju hallgríms. það er á spennandilistanum aldeilis. makinn á afmæli á morgun, líka spennandi. algjör atvinnuóvissa, spennandi nokk. jól og áramót, alltaf spennandi. próf á mánudaginn og þar með lok fjarnámsins, svaka spennandi.
allt að gerast. spennandilistinn langur.

ég er líka að hugsa um að hefja byltingu. það þarf alveg að taka til í samfélaginu og heiminum almennt. og þar sem enginn virðist hafa tök á að breyta hlutunum til betri vegar er ég að hugsa um að taka það bara að mér sjálf. það gerist aldrei neitt nema kona geri það sjálf. fyrst þarf ég bara að skipuleggja hvar ég ætla að byrja. svo þarf ég að gera plan yfir aðferðir sem þarf til að gera það sem þarf að gera. eftir það fara hlutirnir að breytast og batna.
ég er að hugsa um að byrja á því að þjálfa samlanda mína í að láta ekki vaða yfir okkur og vera samtaka í að mótmæla og kvarta og bojkötta. svo þegar þeim hluta lýkur lækka verðin sjálfkrafa, laugavegurinn verður ekki rifinn og gerður að verslanamiðstöð og heilbrigðiskerfið verður ekki einkavætt. svo verður líka hætt að virkja og umönnunar- og uppeldisstarfsfólk verður svaka vel launað.

einhver með í uppreisnarherinn? áhugasamir skrái sig í athugasemdakerfið og byltingarnefndin mun hafa samband eftir próf.

sem minnir mig á það.... margt spennandi að skoða á www.freedocumentaries.org

mánudagur, nóvember 26, 2007

og nú er það próflestur.
ég skil reyndar ekki hvað það er við próflestur, en alveg síðan ég man eftir mér við slíka iðju hefur sami kvillinn hrjáð mig. ég verð syfjuð. því meira sem ég einbeiti mér við lesturinn, því syfjaðri verð ég og oftar en ekki ranka ég svo við mér með kramda kinn á útslefaðri bók.
bókasöfn eru verstu staðirnir fyrir próflestur þar sem í þögninni leggst syfjan enn kröftuglegar yfir mig en ella. en ef efnið er óspennandi sef ég hreinlega hvar sem er.
núna er ég að reyna að lesa fyrir próf um sögu menntunar. mér tekst ómögulega að komast í gegnum fyrsta kaflann, hvað þá alla hina, og ég er á mörkunum að örvænta. ég keypti helling af kóki (kaffi er vont), til að reyna að vinna gegn syfjunni, en allt kemur fyrir ekkert.
þegar ég les hinsvegar annarskonar efni, eða jafnvel þetta sama efni, án þess að tilgangur lestursins sé próf, get ég vakað og vakað og vakað og vakað sleflaust.

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

í heiladoða mínum eftir heilan dag við ferilmöppugerð og ritgerðarskrif fór ég á klósettið. sem er svosem ekki í frásögur færandi.
nema hvað... þar sem ég sat þarna með dofið augnaráð, hárið úfið og buxurnar á hælunum datt mér í hug glænýtt orð. ég vona svo sannarlega að það nái fótfestu í orðaforða íslendinga og komist að í orðabókum, enda fallegt orð.
það gerðist þannig að ég byrjaði að undirbúa mig undir skeiningu og greip í endann á neðsta blaði klósettrúllunnar. en það rifnaði af. ég greip í næsta blað, en það rifnaði af líka. og svona hélt þetta áfram, pappírinn rifnaði bleðil fyrir bleðil og ég náði bara litlum bunka í staðin fyrir upprúllu eins og ég er vön. og þá sló það mig. klósettpappírinn var rifnæmur. rifnæmur...finnst ykkur það ekki fallegt orð? ég sé ekki hvað nýyrðanefnd gæti mögulega sett útá það. og svo getur fólk farið að venjast notkun þess. til dæmis næst þegar þið farið út í búð að kaupa klósettpappír getið þið sagt stundarhátt ,,ég ætla sko ekki að kaupa þennan rifnæma pappír. láttu mig heldur fá þennan sterka og þykka" og þannig mun orðið breiðast út þar til allir nota það.
úff hvað ég er hrifnæm í dag.

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

það var einu sinni ritgerð og hún hét pálína pálínanana pála pála pálína
það eina sem hún átti var bull og vitleysa vitleysasasa vittavittavitleysa.

en ég er alveg alveg næstumþví að verða búin að gera allt sem ég þarf að gera til að geta titlað mig kennara. loksins þegar ég er hætt að kenna. ekki seinna vænna.

mig langar voða mikið að skrifa allskonar nöldur og pælingar. tildæmis um stöðu kennara og einkavæðingu alls og nauðganir og okurverð í búðum og svefntíma krakka og náttúruvernd og tískusnobb og allskonar fleiri hluti. ég er bara með heilastíflu.

laugardagur, nóvember 17, 2007

í gær fór ég í æfingakennslu og íha eins og kúrekarnir myndu segja. það var svitavaldandi reynsla. ég hafði verið voða dugleg að útbúa kennsluáætlun uppfulla af fjölbreyttum kennsluaðferðum í samræmi við fjölgreindakenningu gardners og fleira svona fansí pansí dót. til að gera langa sögu stutta get ég sagt að ég hefði alveg eins bara punktað hjá mér tveggja tíma bardagaplan. skóli án aðgreiningar er ekkert grín. ég var í mestu vandræðum með að velja hvort ég ætti að eyða kröftum mínum í stelpurnar og þá fáu stráka sem voru að vinna og vantaði hjálp eða í hina strákana sem voru hlaupandi út og inn, hoppandi upp og niður og látandi hreinlega eins og bavíanar. ég reyndi svosem að dreifa orkunni á báða hópa en það er sannarlega hægara sagt en gert. sem veldur áhyggjum mínum af stöðu rosalega kláru krakkanna sem þegja og gera það sem þau eiga að gera.
ég var mjög þreytt þegar ég kom heim eftir tveggja tíma törn í gær. ég dáist eftir gærdaginn að grunnskólakennurum sem eru á vígvellinum alla daga fyrir skít og kanel.
pant ekki vera ein af þeim.

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

ég á afmæli í dag og er í nýjum kjól og kjólar eru frábær föt og það er gleðilegt að eiga afmæli og það er hægt að lesa aldurinn minn afturábak og áfram í fyrsta sinn síðan ég var tuttuguogtveggja og það væri kannski ekkert vitlaust að skreppa í bæinn og kaupa mér bjór og mér er alveg sama að bjór sé ekki til í bónus því það er hollt að labba þó að ég eigi núna bíl sem sigldi yfir sjóinn og er kominn með íslenskan ríkisborgararétt sem er ekkert líkur hamborgararéttum þó að hamborgarar séu stundum góðir er pizzan á eldsmiðjunni samt best en ég ætla samt ekki að fara þangað að borða í kvöld þó að ég eigi afmæli því ég ætla bara að fara eitthvað annað í staðin til að halda uppá daginn minn sem er skemmtilegasti dagur ársins fyrir utan alla hina bara af því að ég á hann sjálf eins og hinir sem eiga afmæli sama dag og ég en hann er samt oggulítið meira minn finnst mér svona eins og nafnið mitt en þó að ég eigi margar nöfnur grunar mig að ég sé eina alnafna mín í heiminum þó að ég eigi frænkur sem heiti svipað en það skiptir heldur ekki máli því þær eiga ekki afmæli í dag eins og ég.
ligga ligga lái.

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

yndislegur rauðhærður nágranni leyfði mér að tengjast internetinu sínu.
fyrir það verð ég honum ævinlega þakklát.

mánudagur, nóvember 12, 2007

þetta er allt að koma. dótið okkar á leið í hús og engin kvörtun enn komin frá tollinum um bílinn. okkur vantar bara internet...

ég er búin að átta mig á því að til þess að fá góða og fljótlega þjónustu á opinberum skrifstofum og svona bjúrókrasíu og því, er best að hafa nokkur atriði í huga áður en farið er af stað. það getur t.d. verið gagnlegt að leitast við að verða afgreiddur af karlmönnum (að því gefnu að ég sé kvenkyns auðvitað). mikilvægt er að hætta ekki að brosa á meðan sést til þín. smá klaufaskapur og stór undrunaraugu hjálpa til við að fá extra góða afgreiðslu. svo þegar hlutirnir eru alveg að verða tilbúnir og vantar bara lokahnykkinn skemmir ekki að fá örlítinn daðurglampa í augun, bara svona til þess að menn leggi sig alla fram við að gera þig glaða.
kvenkynsafgreiðslufólk afgreiði ég með öðrum hætti. brosið breytist ekki, en í stað klaufans/daðrarans set ég upp vinkonuna sem skilur svo vel hvað hún er að ganga í gegnum við að standa í þessu öllu saman. gvuð, já...alveg magnað hvað þessi tollur gerir manni erfitt fyrir...haaa....kannast viððetta vinkona....
ef konurnar eru þessi þurra týpa sem finnst maður ekkert krúttlegur er best að vera bara hreinn og beinn, ekkert of mikið að reyna að vera fyndin en lauma þó inn stöku brosi þegar hún lítur upp og segir eitthvað gagnlegt. mikið þakklæti mýkir oft upp samskiptin.
þegar fara þarf með bílinn í skoðun mæli ég með kvenlega klaufadaðraranum. ef bíllinn flýgur ekki í gegnum skoðunina er amk hægt þannig að fá bestu mögulegar upplýsingar um ódýrustu og einföldustu leiðina til að redda málunum. einn bauð mér meira að segja heim til sín þar sem hann lagaði bremsuljósin fyrir skít og kanil.

jamm... ég er að verða ansi góð í fólki...

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

nú fara dagarnir í að strunsa á milli tvg-zimsen, tollstjóra, tollafgreiðslu og umferðarstofu. einn sendir mig á hinn og hinn sendir mit enn annað áður en ég er send aftur á upphafsstað. en allt strunsið hefur að lokum leitt til þess að ég fékk nýtt bílnúmer í sms skeyti frá umferðarstjóra og hlutirnir eru loksins komnir á hreyfingu. mér datt í hug að fá mér bílnúmerið efibfm sem væri skammstöfun fyrir ekki flytja inn bíl frá mexíkó, en svo hætti ég við af því að svo fáir, eða bara ég og eiríkur hjá umferðarstofu myndum skilja djókið. svo er einkanúmer dýrara en hitt. nóg þarf þó að borga fyrir hamaganginn.
en þetta er að gerast. sem betur fer. þökk sé góðhjörtuðu fólki á hinum ýmsu skrifstofum bæjarins.
en við búum núna í lítilli leiguíbúð þar sem internetið er ekkert og ég neyðist til að laumast heim til foreldra minna til að geta fylgst með umheiminum. af þeim sökum verð ég hálf gloppótt þessa dagana. en það mun lagast.

bless á meðan.

sunnudagur, nóvember 04, 2007

áðan langaði mig í malt. af þeim sökum ákvað ég að rölta uppí dreka og splæsa á mig einni slíkri. sem er svosem ekki í frásögur færandi...
inni í drekanum voru tveir ungir menn að borga, tveir ungir menn að afgreiða og ein ung stúlka, tja...um 15-16 ára myndi ég giska á, sem sat á háum stól við hátt borð. sú var að ræða í símann og var greinilega annt um að viðmælandi hennar heyrði skýrt og greinilega það sem hún hafði að segja. amk heyrðum við sem í sjoppunni vorum það mjög vel. núnú, ég snéri mér bara að kælinum og fór að skima eftir maltinu en þar sem ég get ekki að forvitni minni gert stundum þegar fólk talar af ákafa í símann, sperrti ég eyrun og einbeitti mér við að hlusta á þá freknóttu.
,,ég veit að þú verður ekkert ánægð með það sem ég er að segja þér"
,,ég verð samt að segja þér það"
,,já, nei, sko...bíddu"
,,bebbi (náði nafninu ekki alveg, enda var það óskýrt borið fram), hann sagðist aldrei hafa riðið ástu"
,,nei, sko, hann var alveg bara, þú veist, sagði það bara við strákana alveg bara, ég reið henni ekkert"
,,já pældíðí, hann sagði eitthvað svona æi hérna, það er bara bullshit, en svo vitum við auðvitað að það er ekkert satt"
,,hann reið henni alveg, hún segir það"
,,ok bæ"

annar ungi maðurinn, sá er nær stóð mér í röðinni leit á mig og ég sá það alveg í augunum á honum. hann vissi nákvæmlega hvað ég var að hugsa. og ég sömuleiðis. svo kímdum við bæði.
nú og ég borgaði auðvitað fyrir maltið, kímin, og fauk svo heim, kímin.
jafnvel glottandi.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

nú vérð ég áð skrífá méð kómmúm tíl áð háldá úppá áð ég ér búín áð fá kómmúrnár mínár áftúr. mágnáð hváð ég héf sáknáð þéssárá lítlú skráttá. óg hváð þær skíptá míklú málí. gótt éf ég ér ékkí bárá fárín áð lésá þéttá méð rússnéskúm hréím...hé hé hé...
áf hvérjú géríst þáð áð ég vákná méð núll prósént þólínmæðí gágnvárt börnúm þégár ég sófná úm éftírmíðdágínn? kánníst þíð víð þéttá vándámál? ég vákná úrrándí óg bítándí óg nénní éngán végínn áð éígá sámskíptí víð úngvíðíð. ófsálégá pírrúð mámmá.
mákínn kémúr á láúgárdágsmórgúnínn.
mámmá mín prúmpáðí rétt í þéssú óg svó fór hún áð hlæjá.

áðán dóttáðí ég í míðjúm sámræðúm víð són mínn. míg býrjáðí áð dréýmá éítthváð óg svó fór ég áð svárá hónúm í sámræmí víð dráúmínn én þáð vár ékkért téngt því sém hánn vár áð tálá úm. svó hrökk ég úpp óg hló vóðá míkíð, éndá fýndíð áð svárá bárá éíntómú búllí.

búllúmrúgl.