föstudagur, mars 31, 2006

einhverntíman væri gaman að skoða viðbrögð fólks ef að ég klóraði mér í rassinum (innanundir buxunum) og þefaði svo vel og vandlega af fingrinum á mér á meðan verið er að tala við mig.
hehehe... eða kannski fyrir framan hóp af fólki.
svo væri hægt að þurrka puttann í peysuna og stinga honum beint upp í nefið og tengja slummuna beint niður í munn (og horfa rangeygð niður á meðan). þurrka afganginn af horinu í ermina og klóra sér svo lengi og vel í eyranu áður en ég skoða hvað ég fann þar og hreinsa svo undan nöglinni með framtönnunum. smjatta svo aðeins og brosa.

góða helgi

þriðjudagur, mars 28, 2006

það er yndislegt að eiga fólk í heiminum sem alltaf er hægt að tala við eins og ekkert hafi í skorist, jafnvel þó að einhver ár líði á milli endurfunda eða spjallrásaspjalla (þegar einhver er í útlandi).
það er góð tilfinning að þykja vænt um fólk og vita að einhverjir muna alltaf eftir þér og hugsa til þín endrum og sinnum og vilja þér allt hið besta.
það er gott að eiga fjölskyldur hingað og þangað.
ég hef kynnst helling af fólki á mínum rétt rúmu 30 árum, en það fólk sem hefur á einhverjum tímapunkti verið hluti af lífi mínu er mjög margt horfið úr því. þeir sem taka ekki lengur pláss í daglega lífinu en taka ennþá pláss í hjartanu og í góðu minningunum er fólkið sem skiptir máli í minni tilveru. og að sjálfsögðu líka fólkið sem tekur plássið í daglega lífinu, en það er sér kapítuli útafyrir sig.

nú er ég að kafna úr væntumþykju...

sunnudagur, mars 26, 2006

nú lítur út fyrir að við hin fjögur fræknu munum eignast húsnæði handan við götuhornið eða niðri á klapparstíg.
það eina sem ég tengi við klapparstíg er rakarastofa, en nú hýsir hann víst trendí fyrirbæri eins og dauðabúðina, grænmetismatarbúllu og sirkus. sem minnir mig á það... einu sinni fyrir langa langa löngu var ég beðin um að kyssa dauðahönnuðinn, af mjög auðútskýranlegum ástæðum sem ég mun hinsvegar ekki útskýra einmitt núna en þeir sem muna umræður aftur í tímann gætu skilið.
nema hvað, ég neitaði að kyssa manngreyið, ólíkt öðrum stúlkum í sömu sporum, þannig að ég fékk séns á því að þykjast bara kyssa hann og henda svo nærbuxum í gólfið.
ég efast einhvernvegin um að ég gæti leikið í ástarsenu án þess að fá kaldan svita, aulahroll helvítis og skjálfta í ískalda útlimina. það yrði þá senuhelvítið...

nema hvað, hefst ný lota á morgun og er það vel. það er óhollur andskoti að hafa of mikinn tíma til að vera í líkamsræktarsölum. þá staðreynd verð ég stöðugt sannfærðari um, en eins og staðan er í dag geng ég um sem væri ég spastísk og tel mig heppna ef ég dett ekki niður tröppurnar heima hjá mér (sem ég þjáist við að fara upp og niður oft á dag). ástandið má rekja til lærvöðvaþjálfunar sem fór úr böndunum.
annars gaman að segja frá því að á föstudaginn var ég næstumþví búin að hrynja niður helling af tröppum og beint í flasið á sveittum bubba morthens. þá var ég semsagt nýbúin að gera fjárans fótaæfingarnar, klöngraðist svo upp í herbergi til að gera magaæfingar, en þar sem ég stóð aftur upp til að koma mér í sturtu mætti segja að fyrrnefndar æfingar hafi sparkað inn (svo ég þýði beint úr engilsaxnesku).
núnú, ég lagði auðvitað af stað niður tröppurnar óafvitandi um dauða lærvöðvanna, en þegar ég byrjaði að labba niður fann ég hvernig lærin á mér fóru í verkfall og ég varð eftir í lausu lofti fótalaus. þá komu handleggsvöðvarnir sér vel, en mér tókst að grípa í handriðin og brölta niður eins og lömuð manneskja sem er að reyna að byrja aftur að ganga. þetta gerði ég á eins óáberandi hátt og mér var mögulegt, en ég vonaði þá og vona enn að viðstaddir hafi frekar tekið eftir feita karlinum í rauða bolnum sem missti af hlaupabrettinu og skaust á ógnarhraða afturfyrir sig og klesstist á spegilinn.
hehehehehe.... hann var fyndinn.

talandi um fyndið... verð að stela brandaranum hans þórðar því hann er svo góður. en hann er semsagt svona:

a dyslexic man walked in to a bra...

miðvikudagur, mars 22, 2006

einu sinni ekki alls fyrir slöngu vann ég á skrifstofu. það var reyndar aldrei alveg minn tebolli en ég lærði þó ýmislegt á veru minni þar...sem er reyndar önnur saga.
en semsagt þegar ég var að vinna þarna lék ég mér stundum að því að lesa nöfn í þjóðskránni, enda mikil áhugamanneskja um nöfn og agötu christie bækur, en það er önnur saga.
áðan fann ég miðana þar sem ég hafði dundað mér við að skrifa niður nokkur þeirra nafna sem mér þóttu merkileg, skrýtin, furðuleg, fyndin eða bara gaman að segja þau oft.
hér með mun ég skrá á spjöld alheimsvefjarins þau nöfn sem ég skrifaði hér um árið á litla post-it miða:
sturlaugur, ína, engilbjört, engill, engiljón, engilbertína, engilráð, enóla, sívar, dagmann, karel, albína, guðgeir, kristbergur, ásólfur, gógó, metta, hjálmdís, húni, kallý, gunnrún, sumarrós, rósant, rósanna, rósar, rósberg, rósbjörg, rósfríð, rósi, rósinkar, rósinberg, rósíka, róslín, róslind, rósný, runný, helma, valþór, friðný, styrr, ríkey, jónheiður, bjarnþrúður, randíður, sölvey, hugborg, víoletta, jósavin, danival, þórvör, mörk, eyðfríð, ástmar, fura ösp, æska, æsgerður, lofthildur, loftveig, logey, þorbera, ædís, álfdís, friðbert, magný, hallfreður, dagbjartur, ótta, uni, njála, íren, líneyk, arngunnur, bergrós, ljósbrá, júníus, ölvir, metúsalem, kúld, hrollaugur, bertil, dúfa, sigurhjörtur, bjarmi, jóel, ýrar, bersi, alvar, marmundur, hörn, elínbergur, reynar, jarl, márus, abelína, aðalrós, njóla, nýbjörg, odda, októ, salmanía, ölveig, öndís, þiðrandi og ögmundína.

og hananú

þriðjudagur, mars 21, 2006

fékk þetta í tölvupósti áðan. hringdi heim til nöfnu minnar til að ganga úr skugga um sannleikann í málinu. hann er algjör og skipið leggur af stað á sunnudaginn næstkomandi. skipið heitir hringur og liggur við grandagarð nálægt vélsmiðjunni gjörva (var mér sagt).
hér kemur svo bréfið sem ég fékk:

Kæru vinir og félagar, þannig er að það er að fara skip á vegum fjölskyldu
minnar til Namibíu eftir ca. viku.

Þar er mikil fátækt og atvinnuleysi. Kristján sonur minn er búin að vera
þar í tæpt ár núna, vinnur ásamt pabba sínum og bróðir að útgerð.

Þeir eru feðgar að sigla skipi þangað um helgina, eins og áður sagði. Eftir
að hafa gengið um þetta stóra skip galtómt, hvort við hérna heima gætum ekki
nýtt þetta tækifæri og sent eitthvað með þessu skipi.

Að höfðu samráði við feðgana, þá er það helst eitthvað TENGT BÖRNUM OG KONUM
SEM KÆMI SÉR BEST. ÞAÐ ERU NOKKRAR KONUR ÞARNA AÐ REYNA AÐ KOMA AF STAÐ
LEIKSKÓLA FYRIR BÖRN. þÆR HAFA FENGIÐ HÚSNÆÐI, EN ALLT ANNAÐ VANTAR.

NÚ SENDI ÉG YKKUR SEM ÉG ER MEÐ Á PÓSTLISTA HJÁ MÉR, ÞENNAN TÖLVUPÓST, MEÐ
VON UM GÓÐ VIÐBRÖGÐ.

ÞIÐ LEIKSKÓLAKENNARAR SITJIÐ KANNSKI UPP MEÐ EITTHVAÐ Í GEYMSLUNUM Í
LEIKSKÓLANUM OG/EÐA VITIÐ UM EITTHVAÐ SEM HÆGT VÆRI AÐ NÝTA.

PAPPÍR, LITIR OG Þ.H. VÆRI LÍKA VEL ÞEGIÐ.

SAUMAVÉLAR, ER ÞAÐ SEM KONURNAR DREYMIR HELST UM OG EITTHVAÐ HANNYRÐA TENGT.

ÁGÆTU VINIR, LÁTIÐ NÚ ÞESSI BOÐ GANGA ÁFRAM FYRIR MIG Í VIKUNNI OG SÖFNUM Í
SKIPIÐ.

SKIPIÐ LIGGUR Í REYKJAVÍKURHÖFN, FYRIR ÞÁ SEM HAFA TÖK Á AÐ KOMA HLUTUM
ÞANGAÐ.

EÐA HAFIÐ SAMBAND VIÐ MIG OG ÉG GET NÁLGAST HLUTI HJÁ YKKUR.

HAFIÐ SAMBAND, BESTU KVEÐJUR, MAJA KRISTJÁNS. SÍMI: 664-5845 OG
HEIMASÍMI: 555-3487

fimmtudagur, mars 16, 2006

nú bið ég um álit ykkar merkisfólks og svör við eftirfarandi spurningum er spyr ég mig þessa dagana.

hversu alvarlegt mál er ritstuldur?
er hann léttvægari ef stolið er af netinu?
er meira í lagi að taka efni af einum síðum en öðrum?
er hann í lagi á einhverjum sviðum samfélagsins, s.s. í grunnskóla og framhaldskóla?
hvenær er ritstuldur ekki ritstuldur?

eru til ritstultur eða ritsultur?

sunnudagur, mars 12, 2006

lokapróf á morgun. svo hægist um hjá mér næstu tvær vikurnar og þá get ég einbeitt mér að húsaskoðun.
fjölskyldan mín öll (og þá á ég við minn eigin afleggjara, foreldra mína, systur og mág), er að fara að flytja í apríl og maí. það verður nú meiri endemis vitleysan get ég sagt ykkur, enda skyldmenni mín ekki þekkt fyrir að henda dóti.
systir mín á meðal annars hið ótrúlegasta smádót og furðulegheit sem hún hefur sankað að sér síðan hún var...tja... tveggja ára, og það er sjaldgæft að hún hendi. reyndar gerðist það hér um árið að hún hélt garðsölu ásamt geðóðum handrukkara í garðinum á bakvið hjall nokkurn sem ég bjó í, en í þeirri sölu seldi hún hina ýmsu muni úr æskusafni sínu. nokkra þeirra á ég sjálf reyndar í dag því ég tímdi ekki að hún myndi selja þá...en það er önnur saga. ég leyfi mér þó að efast um að hún eigi eitthvað minna dót í dag en hún átti fyrir garðsöluna atarna.
núnú og foreldrar mínir eru annað keis útafyrir sig. þar sem þau hafa reynt að flytja sem minnst síðustu tuttuguogsex árin, hefur dótið eins gefur að skilja hrannast upp, enda nóg af geymsluplássi á þeim bænum.
móðir mín á tildæmis hið ótrúlegasta safn sænskra bóka um líkamsmeðvitund og allskyns skandinavískrasjúkraþjálfaraheimspeki, en hún bliknar þó við hlið föðurins sem fær taugakippi í andlitið ef minnst er á að henda einhverju af því sem finnst í skúmaskotum heimilisins (þó svo að hann hafi verið búinn að steingleyma tilveru hlutanna þangað til spurt er hvort megi henda).
það er þessvegna sem enn má finna uppi á lofti mao tse tung complete works, stalin complete works, karl marx og frederic engels complete works, húa kúa feng complete works (eða ekki), serki frá marokkó, ýmis dreifirit ungra kommúnista frá sjöunda áratugnum, röndóttar skyrtur og fleira og fleira. já og svo má ekki gleyma sjóreknu netakúlunum sem systirin hirti fyrir einhverjum áratug síðan til að nota í listaverk sem varð aldrei til og eru enn inni í skáp hjá foreldrunum rétt hjá kassanum með fötunum sem mér þóttu flott þegar ég var með duran duran plaggöt í herberginu mínu.

sökum einhverrar andlegrar vanstillingar hef ég skuldbundið mig til að hjálpa til við yfirvofandi flutninga umfram mína eigin.... það verður hægara sagt en gert.

þriðjudagur, mars 07, 2006

skoðaði húsnæði í gærkveld. mér líður enn eins og ég sé skítug eftir að hafa verið þar inni. dvergskrattinn sem tók á móti okkur hafði ekki einusinni haft fyrir því að sturta niður kúkahlussunni sem flaut í klósettinu áður en hann sýndi okkur heimili sitt (ef heimili skal kalla). þegar ég hugsa um baðherbergið atarna fæ ég svona óhreinsandrúmsloftstilfinningu niður í háls og lungu. bleh, ðach, fjúff, ullabjakk...
ótrúlegt hvað sumt fólk getur verið mikill viðbjóður.

nema hvað... fór með síðburðinn í þriggjaoghálfsársskoðun í morgun. hún er stór og gáfuð og fín eins og mamma sín...hehe... frumburðurinn er lagður af stað í langa tannréttingaför sem mun kosta blóð, svita, tár og mikla peninga.
um daginn borgaði ég tæpar níuþúsundkrónur fyrir að láta segja mér að við þyrftum að koma aftur og láta taka ný mót. þá sveið mig í olnbogann (eins og þeir segja í heimalandi makans).
nú og svo er sá stutti að fara að fá einhverja svaðalega græju sérsmíðaða í hollandi til þess að toga fram á honum neðri kjálkann svo að það verði eitthvað samræmi í þeim, en drengurinn bítur beint upp í góminn á sér án nokkurrar fyrirstöðu, sem er eins og gefur að skilja slæmt og ansi óþægilegt.
nema hvað... þar sem ekki er verið að troða spöngum uppí barnið er hann víst ekki hæfur til endurgreiðslu frá tryggingastofnun. hollensk activator-græja eru ekki spangir og þá get ég bara etið það sem úti frýs.
eitthvað þykist ég vita um að lýtalækningar fáist niðurgreiddar af ríkinu séu þær skilgreindar sem nauðsynlegar aðgerðir en fegrunaraðgerðir fá ekki endurgreiðslu.
þessi skilgreining er ekki til staðar í tannréttingum þannig að fái manneskja sér spangir bara til þess að vera aðeins sætari er það endurgreitt að einhverju leyti. barn sem á eftir að vera í vandræðum með skoltinn á sér alla ævi verði hann ekki lagaður, en fær eitthvað annað en spangir skal bara vera svo heppið að eiga efnaða foreldra takk fyrir kaffið.

asni, kúkur, fáviti, piss.

mánudagur, mars 06, 2006

gúglaði hvaða fræga fólk á sama afmælisdag og ég.
listinn er eftirfarandi:
zena grey
frida lyngstad (dökkhærða konan úr abba)
sam waterston
petula clark
ed asner
bill "c.w.mccall" fries
judge joseph wapner
georgia o´keeffe
og siggi stærðfræðikennari (fann hann reyndar ekki á gúglinu).

hvaða lið er þetta eiginlega spyr ég nú bara...?

föstudagur, mars 03, 2006

og hér kemur sjálfhverfa dagsins:

Fernt sem ég hef unnið við:
1. þjónn og glasabarn á glaumbar
2. hitt og þetta í þvottahúsi (og líka að skúra helvítis þvottahúsið)
3. passa miðbæjarbörn á tjarnarborg og kenna leiklist í grunnskóla
4. enskukennari í mexíkó

Fjórar bíómyndir sem ég get/gat horft á aftur og aftur:
1. princess bride (my name is inigo montoya, you killed my father, prepare to die)
2. myndirnar með meg ryan og tom hanks (já já...ég veit...)
3. matando cabos (eintóm snilld)
4. dogma

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér finnast skemmtilegir:
1. los simpsons
2. ed (því miður búnir)
3. staupasteinn
4. stelpurnar

Fjórar bækur sem ég gæti lesið aftur og aftur:
1. hobbit
2. kapítóla
3. why do people hate america?
4. frú pigalopp og jólapósturinn

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
1. þrastarhólum og dúfnahólum
2. rue de paris 64
3. huasteca 311
4. hraunteigi, njálsgötu, laufásvegi, freyjugötu, nönnugötu, laugavegi, hverfisgötu og vonandi bráðum lindargötu

Fjögur lönd sem ég hef heimsótt:
1. stór hluti vestur evrópu
2. mexíkó
3. puerto rico
4. nokkrir staðir í júessei

Fjórar síður sem ég fer inn á daglega:
1. kbbanki.is
2. hradbraut.is
3. bloggsíður hinar og þessar
4. tja...mbl.is?

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
1. pizzur
2. tacos
3. ís
4. flest allt sem mamma og makinn gera

Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna:
1. í mexíkó
2. í heimsreisu
3. í bíó
4. undir sæng

guten helgen

fimmtudagur, mars 02, 2006

hahahahaha....þessir nemendur eru svo vitlausir....hahahaha.... einu sinni var nemandi sem var svo vitlaus að hann mætti í náttfötunum í skólann....hahaha.... og einu sinni var nemandi sem var svo vitlaus að hann sofnaði í tíma og hraut ....hahahahaha.... og einu sinni var nemandi sem var svo vitlaus að hann hélt að frímínúturnar væru ekki búnar þegar þær voru löngu búnar og fékk punkt ....hahahaha....sniff....haha.. og einu sinni var nemandi sem var svo vitlaus að hann mætti í vitlausa skólastofu og fattaði ekki að hann var ekki einu sinni í réttum bekk eða réttu fagi....muahahahaha... og einu sinni var nemandi sem var svo vitlaus að hann kunni ekki að skrifa nafnið sitt....hahaha.... hvað þarf marga nemendur til að skipta um ljósaperu?.... þúsund... einn til að halda perunni og 999 til að snúa húsinu....hahahaha..... hvað þarf marga nemendur til að skipta um ljósaperu? bara einn, en þeir geta það ekki því þeir eru of uppteknir við að læra....hahahahaha...... hvernig kemur þú hundrað nemendum í eina bjöllu?..... kastar inn svörunum við lokaprófinu.....hahahahaha........
sniff...
eins gott að það eru engir nemendur að lesa þessa síðu....hahahaha......

miðvikudagur, mars 01, 2006

ég veit ekki hvað það er en ég fæ alltaf dúndrandi aulahroll þegar ég sé börn í grímubúningum syngja fyrir framan afgreiðslufólk.
mikið djöfulli er ég fegin að vera ekki að vinna á svona nammidreifingarstað í dag.
hvað varð annars um öskupokana? ekki reyna að segja mér að sá siður hafi lagst af einfaldlega vegna þess að það var hætt að selja beygjanlega títuprjóna. það væri þá lásí og ódýr siður ef hann hefur dáið af svona lélegum ástæðum.
þessi sönglandi sníkjudýr sem ráfa frosin um bæinn í dag hafa ábyggilega ekki einu sinni séð öskupoka, nema þá kannski á þjóðminjasafninu...
er ekki að verða málið að færa bara allt þetta grímubúningavesen yfir á halloween og klára alveg að taka kanann á draslið?
ekki það að mér þykir sosum vænt um öskudaginn, það er bara fjárans aulahrollurinn sem setur mig úr sambandi.
ég skal hætta að nöldra