miðvikudagur, mars 31, 2004

þar er ar komar hádegir. tjú tjú trallalla. ef maður hættir að blogga í nokkra daga, dettur síðan þá bara út? hvernig getur fólk eignast dagbókina sína svo þegar það hættir að nennessu? skrattekornet. nú er ég sko að hugsa fram og aftur í tímann, fram þegar ég vil hætta og aftur þegar ég vil lesa hvað ég var að hugsa á unglingsárunum þegar ég var 29 ára. ekki alveg nógu stabíll bransi þetta internet. alltaf best að eiga kópíu undir koddanum, gamla góða safe way.
nema hvað, ég held svei mér þá að ég sé að fá flösu. best að redda sér head and sholders. eða kannski er þetta bara snjór..??
lóa systir mín er að fara til þýskalands á mánudaginn. við fórum saman á nellýs í gær að drekka ódýran bjór í tilefni tilvonandi brottfarar. það var kósí. svo á meðan lóa skrapp á klóstið var ég að hlusta á hina gestina þarna inni sem voru þrír frekar sjúskaðir karlmenn á fertugsaldri, greinilega nokkuð sjóaðir í alkohólinu, en þeir voru að rökræða á þennan skemmtilega hátt sem þessi kynstofn gerir oft. það var talað óskaplega hátt og mikið gripið framí og mikið skammað fyrir að grípa framí (framm í) "hlustaðu á mig!!" svona eitthvað, en þeir voru allaveganna að ræða hvort það væri lógískt að útlendingar væru skikkaðir til að læra tungumál viðkomandi lands ef þeir vildu fá dvalar og atvinnuleyfi. niðurstöður þeirrar umræðu voru eftirfarandi: bróðir eins var einu sinni búsettur í svíþjóð en pabbi hans er ameríkani. annar á þrjú systkyni og voru þau öll búsett í svíþjóð- gautaborg, uppúr 1979, en hann var sjálfur að vinna í málningarverksmiðju. þar var hann eitt sinn beðinn um að þýða á milli samræður á ensku og sænsku, en hann var ekki viss hvort hann gæti það og fékk að sjá til. sá þriðji sá aðallega um að skilja á milli þessarra tveggja fyrrnefndra þegar frammígripin urðu heiftarleg. og það að allir finnar skuli tala sænsku er sko hinn mesti misskilningur!
þetta lærði ég af hinum óskaplega rökrænu samræðum sem ég hlustaði á af ánægju á nellýs í gær með ódýran bjór í glasi.
gott mál. mun þó sakna lóulings

þriðjudagur, mars 30, 2004

bara rólegt í dag. eldhúsgólfið mitt er tilbúið. mikið óskaplega er það annars fallegt. ég er farin að halda að ég hafi hreint alveg ágætan smekk.
mánuður í niðurstöður frá khí um það hvort ég eigi möguleika á að losna úr skrifstofubúrinu. ef það bregst hef ég hreint út sagt ekki græna glóru um hvað ég á að gera næst. ja hérna. ég er amk búin að sjá það út að hérna innanhúss verður vöxtur bæði persónulegur og fjárhagslegur af takmörkuðum toga þannig að ég verð að leita á önnur mið til að geta breitt úr vængjunum. (nú tékkaði ég á því að það er ekki y í breitt því ég ætla nebbnilega að verða svo góður prófarkalesari). ó mæ god, aldrei datt mér í hug að mér ætti eftir að þykja spennandi að starfa svona nokkuð... svo beygjast krosstré sem önnur tré og hananú og sei sei... nema hvað, getur þú minn kæri lesandi sagt mér eitthvað um hvernig á að eiga heilbrigða jukku? mín hefur nefnilega verið hálf slöpp síðan ég fékk hana. jukka er sko planta. ég vorkenni slöppum plöntum. hinar eru allar voða hressar. Gúndi burkni sem ég fékk í afmælisgjöf frá vinum og kærasta þegar ég varð 16 eða 17 (þeir skruppu sko út í blómabúð til michaelsen homma fyrir partíið mitt til að redda gjöf), hann er alveg stálhress. hefur reyndar nokkrum sinnum verið í pössun hjá mor á meðan ég hef þvælst til úklanda, en hann er aldrei jafn hress og þegar hann er hjá mömmu sinni, mér, tæplega 13 ára gamall þessi elska... hvað lifa burknar annars lengi?
svo á ég líka voða fallusarlegan kaktus sem sveigist all ískyggilega til vinstri (ef maður snýr honum þannig). ég er voða mikil blómakona, alltaf verst þegar mér hefur dottið í hug að fara til útlanda að koma þeim í pössun, ættleiðingu eða ruslið. en sem dæmi um mína grænu fingur má nefna að ég hendi aldrei jólastjörnum (eða hvað þær heita nú þessar rauðu sem eru útum allt um jólin), heldur eru þær heilsársplöntur hjá mér og alltaf í svaka stuði með græn laufblöð. svo áskotnuðust mér um árið nokkur (uþb.40) fræ af ákveðinni ónefndri ólöglegri plöntu með 5-7 skipt laufblöð, ég plantaði fræjunum bara í róligheitunum úti í glugga, og viti menn, innan nokkurra vikna var ég á milljón að reyna að losna við sem flesta afleggjara, algjör Pablo Escobar á Freyjugötunni. á reyndar nokkur fræ núna en þyrfti eiginlega að skreppa í blómaval að redda mold. þetta eru bara svo assgoti sætar plöntur þó ekki væri nema fyrir fegurðargildið. svo er alltaf voða gaman að gera það sem er bannað... bara útafþví...
ábyrga móðirin hérnamegin..............

mánudagur, mars 29, 2004

farin snemma heim. hvernig er best að auglýsa ljósmyndastúdíó og prófarkalestur ódýrt?

föstudagur, mars 26, 2004

djöfull bjó ég til massa flotta kúrfu í tryggingafræðilega línuritinu áðan. sjihitt! svo fékk ég pínku ponsu hrós fyrir að fatta beisik villu í skýringamynd. hér á bæ eru sko hrósin dýr og mikill skortur í þeim efnum. hrósa mér þá bara sjálf, djöfull er það annars gott hjá mér... ha! svona á að gera þetta... ekkert væl. eintóm hörkutól. blessuð blíðan annars. eins gott að ég á enga vorlauka því þeir væru sennilega gengnir af göbblunum greyin. spurning um að splæsa á cerveza í miðjum fátækheitunum og slá þessu upp í kæruleysi. fátt annað en kæruleysi í boði þegar fer að snjóa undir lok mars. ekki það að ég er orðin svo góðu vön að ég gútera yfir höfuð óskaplega lítinn snjó. djöfull er ég annars hress í augnablikinu, ætli koffínið í vífilfellsafurðinni minni sé að láta til sín taka... og á meðan ég man: rosalega góð hugmynd sem fæddist í gær. íslensk heimasíða með illa þýddum textum úr sjónvarpi og bíómyndum. djöfull myndi ég hlæja. fékk þessa hugmynd í gærkvöldi, eins og áður sagði, þegar ég var að horfa á fína grínmynd á bíó rásinni. nema hvað, tveir FBI gaurar eru að flýta sér út á flugvöll og þurfa að beygja í gegnum röð af bílum til að komast yfir á aðra akrein. Þá segir sá svarti eitthvað svona: let´s see if this guy´ll let me squeeze in.
Þá skrifaði snirlingurinn sem þýddi myndina eitthvað svona: Sjáum til hvort þessi gaur er til í að leyfa mér að hnerra.
HA HA HA HA HA HA HA
sem minnir mig á þegar einhver var að horfa á sápuóperu þar sem var sagt: I´m back, like it or not.
og það var þýtt sem: ég er kominn aftur, laus og liðugur eins og hurðahúnn... HA HA HA... og svo var það "it´s pretty basic" sem var þýtt sem "þetta eru snotrar búðir" HA HA HA... osfrv osfrv. hér með legg ég til söfnun á slíkri snilld og skjalavörslu á síðum alnetsins alræmda.
rétt upp hend sem vill vera með...

fimmtudagur, mars 25, 2004

ekki eins gaman í dag. gott skap þó. klæjar í nefið. langar í marga peninga. tóm stikkorð í heila. þörf fyrir félagslíf. langar til útlanda.

maðurinn með hattinn
stendur upp við staur
borgar ekki skattinn
því hann á engan aur
hausinn oní maga
maginn oní skó
reima svo fyrir
og hendonum útí sjó.

farin í góða hirðinn að skoða rusl.

miðvikudagur, mars 24, 2004

hvenær hættir fólk að blogga? hvaða stig kemst fólk á, eða hvaða stað í lífinu? njah, nenni ekki að vera djúp í dag. bleh.
er búin að eyða deginum sem hönnuður og auglýsingagerðarkona. það er gaman. bjó til fullt af slagorðum og þefaði uppi fyndar myndir af netinu, bögglaði öllu svo samanvið grútleiðilegan texta um kjarasamninga, iðgjöld og ávöxtun, og út kom þessi líka litli sæti kynningarbæklingur sem var, þó ég segi sjálf frá, bara hreint ekki svo slæmur og þunglamalegur (miðað við aðstæður). framaná eru td svona tveir voða krúttílegir gamlir karlar (merkilegt hvað ég fann mikið fleiri myndir af fyndnum gömlum körlum en konum), eníhú, þá segir annar við hinn: hvað ætlar þú svo að verða þegar þú verður stór?
ha ha ha ha ha... og svo er á baksíðunni algjör sorasvitakall í letistól, allur subbulegur og þreyttur (soldið gamall sko) og hann segir svona: lífeyris.... hvað??... ha ha ha ha... úff ég er sko lífeyrisgrínarinn. spurning um að koma með show sem heitir af lífeyrismálum og samþykktum skv. lögum nr.129/1996 um skyldusparnað og starfsemi lífeyrissjóða. viss um að ég myndi fylla laugardalshöllina trekk í trekk.
men, nú er ég alveg að ganga framaf sjálfri mér í skemmtilegheitum.
ein spurning... má ég nota svona almenningsgrínmyndir af netinu í kynningarbækling? eða verð ég að fara að herma...
nema hvað, ég er að spjögúlera hvað það gæti þýtt að dreyma sæta rottu sem hoppar alltaf á vinstri höndina á mér þegar hún sér mig og sleppir ekki og ég hristi og hristi því það er svo óþægileg tilfinning að hafa hangandi rottu á höndinni.
bara að spögúlera...

þriðjudagur, mars 23, 2004

ég þarf að fara að verða mér úti um fleiri skemmtilega linka eftir að lóa-dead datt út og þessi áhugaverði sem var semsagt páll ásgeir einhver blaðamaður. eins og ég segi man ég aldrei nöfn.
annars er það að frétta að mér tókst að búa til lífeyrissjóðsbrandara. geri aðrir betur. spurning hvort það sé merki um að ég hafi háþróaðan húmor eða hvort húmorinn minn sé endanlega dauður og tröllum gefinn. ég veit ekki...
en nú þarf ég að pissa.
bless á meðan

mánudagur, mars 22, 2004

jibbí hvað það er gaman að gera svona í dag!! jibbilí dúda, það les þetta hvort sem er enginn nema þú þórður minn og þú getur þá bara spólað yfir niðurstöðurnar...
My inner child is ten years old today

My inner child is ten years old!


The adult world is pretty irrelevant to me. Whether
I'm off on my bicycle (or pony) exploring, lost
in a good book, or giggling with my best
friend, I live in a world apart, one full of
adventure and wonder and other stuff adults
don't understand.


How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla

You're Perfect ^^
-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla

go maja!! he he he
japanska kona númer 2 horfin. hjúkk!
entrancing
You have an entrancing kiss~ the kind that leaves
your partner bedazzled and maybe even feeling
he/she is dreaming. Quite effective; the kiss
that never lessens and always blows your
partner away like the first time.


What kind of kiss are you?
brought to you by Quizilla

nú er ég á quizzaflippi og fæ eintómar frábærar niðurstöður. jibbí egódagur!!
hjálp, hvernig losna ég við þessa japönsku konu ??
ó mæ god hvað ég er léleg í svona hlutum. tókst að rústa því...

djöh!
twisted
You have a twisted soul! Twisted Souls are never
bad, and actually, are a rarity amongst souls.
These souls are a little combination of
everything, with always a little of their own
chaos to add. Twisted Souls are kind, loving,
weird, zany, temperamental, and very talented.
They have their own firm opinion, and can at
one time be very outspoken and passionate, and
the other time shy and feeling insignificant.
Twisted Souls have good senses of Humor and
other times can be a bore. You can act quite
intelligent at one time, and grasp concepts
easily, while other times they can find it
difficult to understand. Twisted Souls are
always very fun and Kind, and can be party
animals. But, if you love someone, youre
serious about it, intense, and forever loyal.
Congratulations-the world should have more like
you.



What Kind of SOUL do you posses? (For Girls only) Incredible Anime Pictures!
brought to you by Quizilla


tók þetta próf. alltaf gaman fyrir egó litlu að fá svona niðurstöður úr svona líka óskaplega fræðilegum og áreiðanlegum prófum
geisp....
mikið var erfitt að vakna í morgun. mikið er erfitt að halda sér vakandi yfir kennitölum og iðgjöldum. mikið langar mig undir sæng.
ég er með batanga.com í vinstra eyra, stundum hressilegt, stundum svæfandi, en alltaf skemmtilegt. mig er eiginlega farið að langa að kíkja til le mexique að heilsa uppá liðið. mig er líka farið að langa til kúbu að skoða tímagatið. mig er farið að langa að þurfa ekki að vinna fasta vinnu og vera innanhúss lungann úr deginum. mig er farið að langa í hlýtt veður.
talandi um hlýtt veður...mikið skratti er dýrt fyrir par með smákrakka að kíkja í húsdýragarðinn. greiddi heilar 11 hundruð krónur fyrir að finna skítalykt og skoða latar og loðnar hrúgur á básum. sú litla skemmti sér þó frábærlega þar sem hún urraði á svínið, muaði á kýrnar og sló hestinn Hildu utanundir. gott að grey dýrin eru orðin vön urrandi brjáluðum dvergum. ég get nú samt ekkert að því gert að dýraverndunarsinninn í mér fær alltaf kökk í hálsinn þegar ég horfi uppá ófrjáls dýr. ég er eiginlega svona anti-domestication-sinni. við verðum að læra upp á nýtt að lifa með náttúrunni og hætta að vera stanslaust að troða henni undir hælinn.
get nú bara sagt það að aumingja Guttormur naut virkaði ekki kátur á mig og ég sá ekkert dýr brosa nema kattarskrattann sem sat á afgreiðsluborðinu á meðan var verið að okra á mér. ég held að kettir glotti því það eru frekar þeir sem hafa tamið okkur en við þá. hin dýrin glotta ekki.
jæja, nóg um það.
hvað getur fólk sem ekki drekkur kaffi gert til að vakna?

föstudagur, mars 19, 2004

föstudagur eina ferðina enn. ekkert slæmt við það. garðsalan halaði inn rúmum fjögurþúsundkalli í gær, geri aðrir betur. og nú viðrar heldur betur betur en hver sem betur getur. ójú. verst með vindinn, en maður snýr nú bara rassinum upp í hann og passar sig að pissa ekki á móti honum eða leysa hann. skáldagyðjan alveg að fara með mig í dag, enda ekki nema von enda er hér á ferð kona sem hefur nú skal ég segja þér kynnt sér skýrslur hagstofunnar, seðlabankans og fjármálaeftirlitsins í dag. lauk svo deginum á því að finna það sem ég var að leita að, en það er hrein meðalraunávöxtun lífeyrissjóða síðastliðin 10 ár. eureka! og hvað ætlar svo daman að gera við fjársjóðinn?, ójú, honum verður breytt í ótrúlega djúsí kynningarbækling á næstu dögum.
hver gæti eiginlega hjálpað mér núna??
EL CHAPULIN COLORADO!!!!
(ef þú vilt fatta brandarann skaltu kíkja á: http://www.chavodel8.com/elchapulin.html)

góða helgi

fimmtudagur, mars 18, 2004

systir mín kær situr í garðinum mínum væntanlega nokkuð blaut eftir upphafsdag garðsölunnar miklu... he he he... góð hugmynd atarna. ég er samt stolt af henni að láta hendur standa fram úr ermum og leggja ekki árar í bát. go lóa!
mikið getur fólk fengið illt í bakið af því að hreinlega bara sitja og skrifa í heilan dag. ég var alveg að fríka út í skáldlegheitunum í allan dag þar sem ég brilleraði á ritun fylgibréfs greiðsluyfirlita vegna iðgjalda fyrir árið 2003. svoleiðis skáldverk gera fátt annað en að lífga andann og lyfta sálinni í hæstu hæðir. jedúdda hvað mig langar að vera svona formlegheitabréfarithöfundur þegar ég verð stór. ekkert skáldlegt, ekkert fyndið, ekkert frumlegt og ekkert sem nokkur lifandi manneskja mun nenna að lesa nokkurntíman. ég var semsagt að enda við að eyða heilum degi í að semja texta sem mun lenda í ruslafötum eða í órannsökuðum blaðabunkum í 99,5% tilfella. geri aðrir betur innan rithöfundastétta.
getur annars einhver sagt mér hvað maður þarf að gera til að verða prófarkalesari að aukavinnu? ég er nefnilega farin að velta því fyrir mér hvort ég gæti ekki verið svona prófarkalesari í hjáverkum, allt voða ódýrt hjá mér, og þannig gæti ég auk þess að snapa mér inn smá auka aur, fengið útrás fyrir litla geðsjúka málfarsfasistann sem ég er alltaf með hangandi í eyrnasneplinum á mér....
bara svona að spögúlera.......

miðvikudagur, mars 17, 2004

núnú, bara komin mið vika og ég alveg á núlli. og dagurinn í dag búinn.
hvusslagserðetteiginlega...sussumsvei.

best að fara að koma sér í gír aftur svona hvað úr hverju, en frekar á morgun en í dag því nú er ég að fara heim.

smús

föstudagur, mars 12, 2004

nú og svo fór ég með síðburðinn í sprautu og skoðun í morgun. stór og fín eins og bera ver.
sú litla tók sig til og endurraðaði biðstofunni hjá lækninum, enda mikið fyrir að færa stóla. svo tók mín einn lítinn grænan barnastól, setti hann í mitt herbergið, settist á hann allsnakin og fór að lesa bók á hvolfi. í hvert sinn sem einhver gekk inn leit hún uppúr bókinni og sagði : alló!
ansi kómísk sú stutta, svona eins og mamma sín...
með þessari læknisheimsókn og lyklaskilum í framhaldi var þessari viku opinberlega skipt út fyrir rólegra hversdagslíf. nú er ég hætt að vera rosalega bissí og get loksins farið að einbeita mér að því að dusta rykið af nýja heimilinu, raða húsgögnum og plokka svo uppúr kössunum alla fjársjóðina mína. það þarf að klára eldhúsið (ef þú veist hvernig maður snýr sér í því að láta skera flísar máttu endilega kommentera í gestabókina), það þarf að sækja bókahilluna í vinnuna til pabba, raða fötum í fataskápinn og skúffurnar og svo framvegis og svo framvegis.
ekki það skemmtilegasta, en verður að klárast.
ég kláraði framkomunámskeið eddu björgvins í gærkvöldi. það var gaman. nú syng ég hátt í bílnum mínum og anda djúpt og er ánægð með að vera eins og ég er. ég hef sosum oft sungið í bílnum og andað djúpt og er yfirleitt ansi ánægð með mig, en það er alltaf gott að fá aðra til að minna sig á svona hluti. o sei sei
ég er svo að hugsa um að loka mig af í litlu glerkúlunni minni og hætta algerlega að fylgjast með fréttum. fréttirnar gera það svo sárt að búa í þessum heimi og það er svo óskiljanlegt að mannskepnan sé svona mikil skepna og svona heimsk og mikið skrýmsli að mér er hreinlega farið að vera illt í maganum og óglatt.
hvernig tókst okkur að skemma tilveruna svona? hvað gerðist, hvar, á hvaða tímapunkti og hverjir voru þar að verki? ég hef bara hitt svo indælt fólk á stuttu rölti mínu um jörðina, allt fólk sem myndi ekki gera flugu mein, sammála um lífið og tilveruna í grófum dráttum og hjálpsamt.
þegar ég er hlusta á fréttir þessa dagana þá er fáviska mín er alger, máttleysi mitt yfirþyrmandi, reiði mín og vonbrigði fullkomin. ég vil ekki þurfa að búa við þessa óöryggistilfinningu. því ætla ég að búa mér hana til inni í glerkúlunni minni. svo er einhver vinsamlegast beðinn um að banka og láta mig vita þegar allt er yfirstaðið og heimurinn orðinn fallegt heimili.

fimmtudagur, mars 11, 2004

fór á danssýningu í skólanum hjá frumburðinum í morgun. mikið er gaman að sjá hvað krakkar geta verið fallega skemmtilega ósamhæfðir í hreyfingum. ég veit ekki hvað það er, en þegar ég fer á svona sýningar fæ ég alltaf tár í augun. ekki grátitár, en bara svona gleðihamingjutár. en á íslandi hefur maður verið alinn upp við að það sé eitthvað ó-ó þannig að ég eyði yfirleitt meirihluta slíkra sýninga í að hafa áhyggjur af tárunum... sem er algjört bull núna þegar ég skrifa þetta niður fyrir framan mig og fer að hugsa skýrt. huh, hvað í skrattanum kemur öðrum við þó ég tárist yfir öllum andskotanum. er ekki kostur frekar en galli að vera tilfinningavera? það segir edda björgvins amk á framkomunámskeiðinum sem ég er að fara að klára í kvöld. segið svo að þessi námskeið séu gagnlaus... hér eftir mun ég sitja gersamlega áhyggjulaus með tárin lekandi niður kinnarnar á skólasýningum, foreldrafundum, jólaskemmtunum og öllu sem mér verður boðið á. (þangað til frumburðurinn fer að skammast sín og hættir að bjóða mér... tje hje hje...)
það er gott að tárast.

hér er svo eitt af uppáhalds ljóðunum hennar ömmu minnar því hún er best: (það er eftir böðvar frá hnífsdal

ég þekki konur með eld í æðum
frjálsar í skapi, fyndnar í ræðum
þær þekkja lífið og lífsins sorgir
en minnast aldrei á brunnar borgir

æskan er svívirt og eiðar lognir
en brennumenn í burtu flognir
heimurinn dæmir þær hyggju spilltar
um nætur bestar, í nautnum villtar

dæmir þær úrhrök og einskis virði
og dræpi þær eflaust ef hann þyrði
heimur skolaðu hendur þínar
ég þekki sjálfur systur mínar

konur sem dansa með dauðann í hjarta
þær kunna að elska en ekki að kvarta
konur sem hlægja og hylja tárin
þær brosa fegurst þá blæða sárin

húff!

miðvikudagur, mars 10, 2004

þegar rokið er mikið myndast dragsúgur í byggingum og hurðir og gluggar slást upp og út og suður. hér í skrifstofubyggingunni er ekki hægt að opna glugga því allt fer á fullt og byrjar að skellast. þar af leiðandi er súrefnið af skornum skammti. súrefnisleysi er slæmt leysi. þá vildi ég frekar lystarleysi eða framtaksleysi, en ég berst auk súrefnisleysis við svefnleysi sem er það leysi sem ég fæ hve oftast frá afkvæmunum. nú heyrnarleysi, málleysi og sjónleysi eru ekki vandamál hér á bæ, ekki heldur húsnæðisleysi eða atvinnuleysi og bílleysi, en þó hef ég átt í basli með litleysi en fæturnir á mér eru farnir að skína bláleitu svona undir lok vetrar. snjóleysi er fínt mál en sólarleysi ekki eins. mætti ég þá frekar en leysi biðja um geisla, eða bara leysigeisla... he he... nei nú eru allir tappar foknir úr hreiðrinu. þetta er nú meiri arfavitleysan og dómadags kjánaskapurinn. ég þekki mann sem kann ekki að hætta að tala og hann talar og talar og talar og talar og talar. honum hefur verið líkt við excel skjal. hellingur af rugli, en ef þú sorterar, flokkar og skoðar má greina smá bút af nothæfum upplýsingum.... er að hugsa um að kalla hann excelinn hér eftir. úff, þegar maður er farinn að notast við skrifstofuhúmor er voðinn vís. excelinn... ó mæ god hvað ég er komin utarlega á nöfina!! hvað er annars nöf? og hvað er nokk? er til innsta nöf? eða miðju-nöf? er til ómerkilegt nokk? eða eru öll nokk, merkileg? þessi aulahúmor minnir mig á ljóshærðan aðila frá agureyri, nafna lesanda míns, en hann var að hugsa um að fara að selja herslumun. er það ekki eitthvað sem alltaf vantar? ég hef alltaf haft gaman af orðaleikjum og málfarshúmor. það er minn nördaskapur. ég er eiginlega svolítið mikill isti. ég er nördisti, femínisti, kommúnisti, anarkisti, píanisti, póstmódernisti, nisti, málfarsfasisti, pósitívisti, mínimalisti, lististi og þristi.
æi góða haltu kjafti...

þriðjudagur, mars 09, 2004

það er blésuð blíðan úti. hurðir og gluggar fjúka upp og einstaka gardínur dangla úti. ætli ruslið sé ekki barasta fokið alltsamant úr garðinum mínum og þar af leiðandi hefur okkur verið spöruð ferð í sorpu. heh.
systir mín tók fína skyndiákvörðun í gær. þær geta nebblega verið skratti fínar þegar rétt er staðið að málunum.
jæja, dagurinn búinn, náði ekki að blogga meira því miður.
sjáumst manjana.
mandarína

mánudagur, mars 08, 2004

komst að því í gær að allar hurðir í íbúðinni minni eru bognar. get þal ekki lokað nema útidyra. það er sosum nóg fyrir mig í bili... sjarmerandi skratti. inni á baði er svona lás sem maður stingur titti í gat. svona fallusarlás.. he he. eníhú, þá er hurðin svo undin að þegar maður ætlar að stinga tittinum í gatið verður að leggjast á hurðina og reyna að beygla hana tilbaka svo hægt sé að læsa. ef þetta er orðið svona mikið mál, nú þá fer það bara að verða spurning um að læsa andskotann ekki neitt. enda fer fátt fram á baðinu sem aðrir ættu ekki að þekkja. óviðkomandi hrekjast hvort eð er snöggt frá þegar alvarlegar aðgerðir eru í gangi... stressum okkur nú ekkert á því...
af skrifstofunni er allt fínt að frétta. í dag bárust yfirlit vegna skattaframtala til fólks. reyndust öll vera vitlaus svo við þurftum að byrja upp á nýtt og ég hef eytt deginum í að segja sjöþúsund sinnum á klst. nákvæmlega sama hlutinn í símann. sem er sosum ágætt miðað við heilaskaðað ástandið á mér eftir að bera kassa niður og upp og niður og upp og niður og upp etc... í gær í roki og rigningu í þokkabót. þú hefðir átt að sjá upplitið á okkur hjónakornum.
svo voru kassafjöll komin innum alla íbúð, allir saddir eftir dinner hjá mömmu, börnin komin í gömul rúm á nýjum stað, ég fann til föt fyrir daginn í dag, tvo diska, tvær skeiðar, kókópöffs og mjólk og punktur. heilinn í mér fór á off og ég hef ekki getað hugsað síðan. spurning um að fara að tjúnna sig í gír fyrir kvöldið því ég mun fljótt verða geðveik á kassalifnaði. svo vöknuðu nottlega allir í morgun og byrjuðu "mamma, hvar er leikfimisdótið mitt, mamma, ég er í trompet í dag, mama túta (sem þýðir á lottlensku, ég er búin að skíta á mig)"osfrv út í hið óendanlega. ég sá bara stjörnur, rótaði á yfirborðinu í nokkrum kössum, fann ekki neitt og gafst upp. en ég tók samt kúkinn.
það er sko ekki sopið draslið þó í íbúðina sé komið.
ég endaði kvöldið á því að færa til kassana svo sæist í sjónvarpið og horfa á gunnar í krossinum og sigmund erni ræðast við. mikið var nú hann simmi að rembast við að negla kallinn. ég hélt við vissum öll fyrir löngu að gunni verður aldrei negldur, maðurinn er eigandi sannleikans, hvurjum fjandanum ætlarðu að troða uppí hann? it is because it is because it is because it is..... eiginlega bara leiðinlegt að rökræða við svona fólk því það er eins og að reyna að hagga steinsteypufíl. nenni ekki einu sinni að eyða kröftum í að ræða grjótheilann.(er nú samt að því)
pípuhattaleiga tómasar góðan dag!...

föstudagur, mars 05, 2004

obbosí, gleymdi mér þarna í gær. nema hvað, ég fæ nýtt sár á hendur í hvert skipti sem ég fer í nýja húsið mitt að mála og snurfusa. í gær fékk ég 100 ára gamla flís í baugfingur hægri handar og í morgun var kominn gröftur, þó svo að ég hafi tekið flísina í gær. nú er vont að skrifa o, l, punkt og delete á lyklaborðinu því það stingst í puttann.
það er ýmislegt lagt á sig fyrir eigið húsnæði. o sei sei.
föstudagur í dag. gott mál. flutningar yfirvofandi, ég verð semsagt flutt þegar ég birtist hér aftur því það mun gerast um helgina. mikið líður tíminn hratt, ja hérna!
nú velti ég því stundarkorn fyrir mér af hverju sumt fólk sækir í að eiga mun yngri maka (eða hjásvæfu). ætli það sé spurning um valdatengsl, eldri aðilinn fær kikk útúr að vera "eldri og vitrari", svona meira átorítet, en sá yngri fílar sig geðveikt svalan og þroskaðan, eða kannski bara verndaðan og lítinn... nú veit ég ekki. svo er ég líka aðeins að spögúlera af hverju það þykir svona mun óeðlilegra að konur eigi yngri maka en vice versa. was ist das?
höfum við svona mikið meira sjálfstraust að við þurfum ekki að geta montað okkur af unga og hraustlega makanum þegar við erum allar að linast og hrukkast?, eða ætli við séum svona miklar skræfur að við aumingjumst ekki til að þora að vera "valdaaðilinn", þar sem átorítet fylgir oft aldri. gott að vera pössuð, aaa við maju... eða eru eldri karlmenn sætari? nei nú er ég sosum bara að velta þessu fyrir mér svona á yfirborðskenndan hátt, ekkert fræðilegt, engar kenningasmíðir eða gröfuframkvæmdir á ferðinni. bara myndin af demi moore og ashton þarna gaur sem svífur einhverra hluta vegna fyrir hugskotsjónum mér þennan blessaða föstudagsmorgunn.
ég og makinn minn eigum afmæli í sama mánuði og fæddumst sama ár. heimilishaldið mitt hefur hossast, rokkað og rólað í slatta mörg ár og á þeim tíma hefur það einhvernvegin óvart slípast þannig að heima hjá mér ríkir hið fínasta jafnrétti. ég held að ég sé jafnvel ágætis efni í handbók heimilisjafnvægissköpunar kynjanna. temmilega löt, algerlega heimsk í eldhúsi, ágæt í öðru og með húmorinn bak við eyrað. makinn mun smám saman króast af og verða að læra að elda góðan mat og lyfta fingrum við heimilisstörfin því annars endum við bara í ruslakassa með 1944 í matinn. he he he he........

miðvikudagur, mars 03, 2004

ég er farin að frussa alltaf óvenju mikið þegar ég tala. það er ekki gott mál. ætli þetta þýði ekki bara að ég eigi að drífa mig í leiklistarskólann, því leikarar eru jú fólk sem fær borgað fyrir að frussa þegar það talar. svei mér þá, gott ef ég var ekki að enda við að fá alveg hreint brilljant hugmynd!
hvernig verður fólk snobbað? hvað þarf að gerast í lífi fólks, eða við hvaða aðstæður þarf það að alast upp til þess að verða snobbaðir monthanar með meirimáttarkennd? hvernig er hægt að búa til fólk sem finnst það í raun og veru vera á einhvern hátt yfir einhvern annan hafið? við erum vissulega mis-heppin og mis-klók við að notfæra okkur möguleikana, eigum mis-góða og mis-marga valkosti og fáum mis-jöfn tækifæri á lífsleiðinni. þessi heimur er mis-heimur. en ekki bætir úr skák þegar einn helvítis hópur af fólki ræður öllu um alla hina, stýrir því og stjórnar með litlaputta, heldur peningunum innan eigin hóps og þykist í þokkabót vera eitthvað merkilegri og betur heppnaðar mannverur.
pakk

þriðjudagur, mars 02, 2004

ég er með gat á sokknum svo að stóra tá hægri fótar stingst út. ég er í támjóum skóm sem eru að drepa mig, hver lét sér eiginlega detta í hug að támjótt væri flott? ætla sko aldrei að nota þessa skratta aftur. mikið er ég fegin að þeir kostuðu bara þúsundkall í hagkaupum. definitely ekki minn stíll. var bara að reyna að vera svolítið kaupþingsleg svona til að fitta inn hérna í snuffheimum. plottið er samt eiginlega ekki að ganga alveg upp því mér líður eins og hænu á teini. best að halda bara áfram að stinga í stúfinn...
málningarvinnan gengur fínt í bakarahúsinu hans kolbeins kafteins. verst hvað það er óhemju leiðinlegt að mála panel. skoruskrattar alltafhreint.
mig langar í brauð með roastbeef og remúlaði.
lengi lifi hárkolluhönnuðir og ljósritunarvélar.
nú vantar mig svefn.
sniff

mánudagur, mars 01, 2004

Jörgen Emil Jensen var bakari. hann starfrækti norkska bakaríið í Fischersundi 3 árum saman. í janúar árið 1905 keypti Jörgen Emil lóð þar sem hann hugðist reisa sér og fjölskyldu sinni heimili. í mars sama ár fékk hann leyfi fyrir húsbyggingu á lóðinni. Einar Erlendsson hannaði fyrir hann húsið sem er talið vera bæði fallegt og virðulegt. bygging þess gekk hratt og vel fyrir sig og var það fullbúið þann 27. nóv. 1905, en þá var það brunavirt.
Jörgen Emil bjó reyndar ekki nema í 5 ár í húsinu, en árið 1910 var það selt Lárusi Benediktssyni sem svo seldi það samdægurs timburversluninni Völundi.
hálfu ári síðar var það keypt af miklum frumkvöðli í togaraútgerð landsins, honum Kolbeini Þorsteinssyni skipstjóra sem bjó þar ásamt Kristínu Vigfúsdóttur konu sinni og börnum. um það leyti er þau fluttu í húsið var því skipt í tvær íbúðir og hefur það talið tvö heimili alla tíð síðan. frá árinu 1911 hefur húsið verið í eigu sömu ættar, allt til ársins 1991 en þá hefur það líklega verið keypt af Laufeyju nokkurri, fjögurra barna ekkju. árið 2000 ákvað Laufey að selja íbúðina á efri hæðinni og það var keypt af Björgu kennslukonu. sökum deilna gengu þau kaup til baka árið 2002 og var efri hæðin síðan í eigu fasteignasölunnar sem hafði séð um kaup Bjargar. neðri hæðin seldist fljótlega þorsteini fasteignasala sem keypti hana með útleigu í huga og búa þar í dag tveir ungir listamenn og hönnuðir. efri hæðin var til sölu í nokkurn tíma eða þangað til maría mógúll og neto ljósmyndari keyptu hana með sín tvö börn, sem annað heitir einmitt Emil eins og Jörgen Emil bakari, og nú er sagan rétt að hefjast.....