miðvikudagur, desember 29, 2004

ég horfi og horfi á fréttir. fæ iðulega tár í augun og kökk í hálsinn. svissa á milli sky, cnn og bbc. velti fyrir mér hugsunarhætti míns eigins og ábyggilega margra fleiri. fox news sýndi í gærkvöldi frétt um eitthvað efnahags eitthvað, svo frétt um nokkra aðila sem lifðu sjóinn af fyrir kraftaverk á sunnudaginn og svo frétt um íþrótta eitthvað. fékk á tilfinninguna að þeir væru að reyna að láta mér líða betur yfir ástandinu, draga fram nokkra heppna til að ég felli gleðitár í staðin fyrir vanmáttartár. sænski glókollurinn sýndur trekk í trekk í trekk, hann bjargaðist fyrir kraftaverk. it was a miracle sagði ameríska parið sem bjargaði honum. ég sé bara móðurleysi í þessari frétt. kannski er ég of neikvæð. er hægt að vera of neikvæður? ég sé draslið sem á eftir að ryðja burt, ég sé börn án foreldra, foreldra án barna, fjölskyldur án heimila og án lifibrauðs, án brauðs, með vatn upp að hnjám en þó vatnslaus. ég pirra mig á því hvernig fréttamennskan gerir einhverstaðar í undirmeðvitundinni ráð fyrir þessari tilfinningu að það sé verra að svíar deyi heldur en tælendingar. að ellefu íslendingar séu verðmætari en tuttuguþúsund sri lanka búar eða indverjar. ég þoli þessa hugsun ekki en hún er hérna samt, líka í mér.
hringdi í 907-2020 til að friða samviskuna. vona að kristján jóhannsson hirði ekki peninginn...

þriðjudagur, desember 28, 2004

jamm og jæja. eftir að hafa lesið alla þessa jólagjafalista á bloggsíðum samlanda minna ætla ég að slást í hópinn og skrifa niður það sem ég fékk. það mun sennilega líka hjálpa mér við að muna síðar hvaðan dótið mitt kom.
semsagt:
ógeðslega góða sæng
gallabuxur
bókina fólkið í kjallaranum (var að klára hana)
bókina sakleysingjarnir
bók með calvin og hobbes (búin með hana en mun lesa hana aftur og aftur)
ljósmyndabókina eftir rax
kertastjaka og leirmuni (eftir afkvæmin)
sængurver
geisladisk með slowblow
rauðvínsflösku
geisladisk með kk (sem var í pakka til makans en ég hef eignað mér líka)
ostakörfu með rauðvíni
barn með hita og hósta

greinilega kominn tími til að fara að drekka rauðvín...
en ég er semsagt hin ánægðasta. fékk meira að segja ein 6 eða 7 jólakort. er að hugsa um að taka mark á bloggsíðu tótu pönk og vera með í jólakortaflóðinu á næsta ári. ég er engan vegin nógu dugleg að rækta svona hefðir.
restin af jólunum mínum fóru í að sinna veika barninu. nei, jú, ég fór í hið árlega jóladagsboð til ömmu og át á mig enn eitt gatið. ég er orðin ansi götótt eftir allt þetta át. eins gott að ég á kort í líkamsrækt...heheheheheh.... sniff...

föstudagur, desember 24, 2004

aðfangadagskvöld og.... hér sit ég. reyndar ekki dapurlegt þar sem ég er rétt að stelast í tölvuna á meðan við bíðum eftir frænkum sem eru orðnar of seinar í matinn... assgotans vesen... ég er prúðbúin og fín í mínu pússi og langaði bara rétt si svona að góla gleðileg jól.
þær eru komnar. bon apetit.

miðvikudagur, desember 22, 2004

í dag er einn af þessum dögum (svo ég þýði beint úr anglósaxneskunni). ég svaf betur en margar undanfarnar nætur þar sem makinn sá um næturbrölt síðburans. svo skrapp ég í líkamsdýrkunarsalinn og spriklaði aðeins svona til að halda hjarta-og æðakerfinu opnu, og loksins er ég farin að geta það hassperulaust. gott ef ég er ekki orðin sterkari..hehe... nú svo fór ég í bónus á laugavegi og ríkið niðrí bæ og fékk bílastæði beint við innganginn í báðum tilfellum. mjöög sjaldgæft í mínu lífi og þar af leiðandi mjög skapbætandi. á ferðum mínum um bæinn lenti ég bara á grænum ljósum sem er heldur ekki skapverrandi og að auki fékk ég algerlega óvæntan jólabónus frá nýja vinnuveitandanum. ekkert nema gleðivaldandi uppákomur og uppgötvanir.
heima hjá mér eru einstaka jólagaurar komnir upp í hillur, þó alls ekki yfirþyrmandi margir, ég er búin að taka til í risastóra hlussuskápnum sem pappírar og drasl flæddu útúr ekki alls fyrir löngu. ég er búin að taka til í skúffunum og baðherbergisskápnum og fataskápum fjölskyldumeðlima. svona hlutir sem ég á til að fresta í ein 3-4 ár en fann skyndilega einhvern fáránlega dulinn viljastyrk til að klára. ég er búin að senda vinum og vandamönnum jólatölvupóst (því ég er svo náttúruvæn stúlka), og ég er búin að kaupa allar jólagjafir sem keyptar verða í ár. hananú og halelúja.
ég er meira að segja búin að redda jólatré sem stendur niðri og bíður eftir skrauti.
sem minnir mig á það...ég á ekkert skraut...
en allavega eru bjór í ísskápnum, pakkar í fataskápnum, skipulagning í draslskápnum og þá er bara eftir að klára yfirborðstiltektina, innpökkun á gjafadóti og skreyting á tré.
ég er samt ekki í jólaskapi.
góður dagur þrátt fyrir það...

þriðjudagur, desember 21, 2004

í gær rölti ég um með síðburann lokaðan inni í bleikri feitri úlpu og bundinn niður í gamla bónuskerru. ekki svona kerru eins og fólk setur matvörur í við innkaup heldur svona kerru sem fékkst ódýrt fyrir einhverjum árum í bónus. eða var það rúmfatalagerinn? allaveganna...
við mæðgur röltum í hægðum okkar um hundraðogeinn og skoðuðum jólasveina í búðargluggum, seríur á trjám og fleiri skrautlega hluti sem líta vel út í myrkri. það lá við að ég kæmist í jólasköpin en samt...ég er enn í leit að herslumuninum. á einhver afgangs herslumun því mig vantar eitt stykki...?
þegar ég beygði út af laugaveginum og stefndi í áttina heim (sem er annars svosem ekkert svo langt frá téðum vegi), sá ég mann. ég er ansi vön því að sjá menn, og konur líka ef út í það er farið, en þessi maður var merkilegur að því leyti að hann var að koma útúr bílnum sínum. það hljómar svosem ekki spennandi en spennan í sögunni felst í því að maðurinn var hálfpartinn fastur. af hverju var hann fastur?, kynni einhver að spyrja sig. og þá kynni ég að svara því að hann hafi verið fastur sökum fitu. ég hef sveimér aldrei nokkurntíman séð annað eins. þarna sat hann og hélt í bílhurðina sem hann notaði til þess að toga sig út. vömbin á honum skiptist í þrjá hluta. hlutann yfir stýrinu, hlutan undir stýrinu og hlutann á bakinu. hann leit eiginlega út eins og tja... eyrnatappi í eyra, ofþaninn loftpúði, vatnsblaðra í ógöngum eða kennaratyggjó í nös. eða eitthvað,... þið grípið um skaftið á mér.
þetta var svona uppákoma sem mig hefði mikið langað til að staldra við og fylgjast með til þess að sjá hvernig maðurinn fór að þessu og hvort honum tækist að lokum að losa sig. en þá hefði ég sennilega verið að leggja manninn í einelti eða eitthvað svoleiðis. eins gott að vera ekki kennd við þessháttar sjúkdóma.
ég væri líka til í að hitta gaurinn sem tókst að sannfæra þetta flykki um að kaupa sér yaris!

föstudagur, desember 17, 2004

ég þekki mann sem kallar konuna sína alltaf vinuna. sæl vinan, segir hann þegar hann hringir í hana úr vinnunni. sæll vinur, segir hann við son sinn sem er í dag menntaskólakrakki en hefur verið ávarpaður á sama máta alveg frá fæðingu. þessi sami maður kallar samstarfskonur sínar líka vinurnar, algerlega óháð aldri þeirra, en hann kallar þó ekki þær konur sem sitja í stjórn og eru þar af leiðandi hærr-settar honum, vinan. konan sem hellir uppá kaffið og er jafnaldra hans er þó vinan. ég er vinan. bróðir hans sem er talsvert yngri en þó kominn langleiðina að fimmtugsaldrinum er vinur. karlarnir í vinnunni sem eru bæði yngri og jafn gamlir en eru kollegar eru ekki ,,vinur". golffélagarnir og laxveiðifélagarnir eru ekki ávarpaðir sem ,,vinur". sennilega ekki eiginkonur þeirra heldur og svo sannarlega ekki synir þeirra og tengdasynir, sérstaklega þeir sem hafa lagt eða leggja stund á viðskipta-, hag- eða lögfræði. dætur þeirra eru þó kallaðar vinan, óháð náms eða starfsvali.
notkun orðanna vinan og vinur er helber stéttskipting í þessu tilfelli og innan þeirrar stéttskiptingar er kynskiptingin skýrari en andskotinn. aldursskiptingin er nokkur en stétt- og kyn- er sterkast.

ég kalla engann vinan eða vinur. ég kalla börnin mín elskurnar og rassa og kjánaprik og rugludalla og svo kalla ég systur mína stundum líka rassa en aldrei vinan.

ég er haldin fordómum. svo sannarlega.

fimmtudagur, desember 16, 2004

sjáðu hér er glingur
já það sé ég
ég set það á þinn fingur
já það vel ég
ertu nú alveg hissa
já það er ég
eða ertu eftilvill að gubbá mig
mikið grét ég yfir minningargreinunum áðan. svei mér ef ég er ekki ennþá bólgin í augunum. hvað er málið með alla þessa ungu krakka (aðallega stráka)? hvur assgotinn gengur eiginlega á?
eftir allar hrakfalla eldsvoða vesenisfréttirnar undanfarið fór mín útaf örkinni (ég bý nefnilega í örk) og keypti sér enn einn reykskynjarann. nú er ég með þrjá. fattaði mér til gæsahrolls í gær að sá sem er frammi á gangi var ekki með batterí. sú staðreynd kenndi mér það að það á aldrei að treysta orðum nágrannans fyrir því að hann sé sjálfur nýbúinn að tékka á skynjaranum og að hann sé í lagi. þetta gæti verið morðóður djöfull í lambadulbúningi. mikið er ég annars þakklát sjóvái fyrir að senda mér nýtt batterí í pósti. þá gat ég eins og skot komið skynjaranum í gagnið og þar af leiðandi sofið rólegri. ég bý nefnilega í timburhúsi og nýju nágrannarnir á neðri hæðinni eru ansi hrifnir af kertum og jólaseríum þannig að ég tek enga áhættu.
svo er ég líka þakklát fyrri íbúum fyrir að hafa skilið eftir eldvarnarteppið í eldhúsinu og hengitröppurnar í fataskápnum þannig að ég gæti klifrað út um gluggann með familíuna ef útgangurinn stæði í ljósum og logum.
og mætti nú hver og einn halda að ég væri haldin paranoju. tja...það gæti sosum alveg verið en einhverra hluta vegna þykir mér þægilegri tilhugsun að sýna fyrirhyggju, svona ,,better safe than sorry" eða ,,más vale prevenir que lamentar" hugsunarháttur.
elsku fólk ... viljiði gera svo vel að vera svo væn að gera mér þann greiða að tékka á reykskynjurunum ykkar, fara varlega með eld og rafmagn, keyra rólega, nota öryggisbelti og forðast ólæti á öldurhúsum. ég hreinlega get ekki fleiri minningargreinar....

þriðjudagur, desember 14, 2004

jassú, nú er ég komin í ammælisveislu til föðurins, hann á nebbla afmæli í dag blessaður. við afkvæmin splæstum í skyrtu og peysu í tilefni dagsins en ég var send útaf örkinni til að velja pakkann, enda líklega sú sem líkist honum hve mest genetískt og gæti mögulega átt auðveldara með að setja mig inn í hugsunarhátt kauða og smekk. hugsunarháttur hlýtur að vera genetískur að einhverju leyti. nema þá ef annað foreldrið hefur ómeðvitað meiri áhrif á mótun hugsunarháttar annars afkvæmis síns en ekki endilega hins. hmmm.... ég finn þef af félagsvísindakenningu í þróun...
mér þætti gaman að rannsaka rætur þeirra ólíkinda sem eru á okkur systrum. við erum nefnilega líkar en samt ekki. ólíkar en samt ekki. ástæðan fyrir því að ég hef ekki og mun að öllum ólíkindum rannsaka muninn atarna er sú að ég fékk stóra skerfinn af letigenunum.

...sem minnir mig á það... maður lifandi! mitt helsta prinsípp hefur verið brotið/rofið/vanvirt/hrakið og fleira. ég hef fyrir því áræðanlegar heimildir að það hafi sést til mín í líkamsræktarsal einum innan höfuðborgarsvæðisins. það hlýtur að vera ástæðan fyrir því að ég er með þessar hassperur í upphandleggjum-syðri. ég var að hugsa um að vera með lambúshettu til að forðast allan kennslaáburð en ákvað að hætta við eftir að ég komst að því hversu óþægilegt það getur verið að svitna með andlitið í lopalambúsi.
hverf hvort eð er ágætlega inní fjöldann, amk. miðað við að vera í götóttum gömlum og víðum adidasjoggingbuxum, bol með mynd af mexíkanska grímu-glímukappanum huracan rodriguez og rauðum slitnum leðurstrigaskóm.
og nú ætla ég að útskýra farir mínar sléttar. þannig er nefnilega mál með vöxtum að makinn fjárfesti í korti í þennan fjanda sem endist að því er virðist endalaust, eða allavega nógu ógeðslega lengi. blessaður guttinn kemst svo eftir alltsamant ekki yfir allt sem hann þarf að gera þannig að kortið lá þarna eitt og yfirgefið og reikingurinn fyrir því hélt samt áfram að koma samkvæmt undirrituðum samningi um hver mánaðarmót. klæjaði mig þá mikið í nánösina og gerðist kláðinn svo illræmdur að ég sá mig knúna til að leita þeirrar einu lækningar er ég sá mögulega, en hún var að nota fjárans kortið.
ergo- ég og harðsperrur.
hasspera= hausinn á kannabisneytanda.

alveg spurning um að gera ítarlega úttekt á gaurunum sem eru alltaf og þá meina ég alltaf í líkamsræktinni, þessum sem eru svolítið eins og snoðklippt brauðform, þessum sem eiga þrönga hlýraboli sem á stendur skyr.is, þessum sem eru með hálsinn jafn breiðan og hausinn, þessum sem eru með kálfa jafn breiða og lærin, þessum sem raka á sér bringuna og fara í ljós, þessum sem eru með 0% fitumagn, þessum sem geta ekki geta ekki klemmt olnbogana að mittinu, þessum sem fá kikk útúr því að vera spurðir aulaspurninga um tækin af linu kjedlingunni í ræktar-átfittinu frá helvíti (mér).

spurning...

sunnudagur, desember 12, 2004

einu sinni var ég að vinna á stað þar sem mér þótti starf mitt ekki eftirsóknarvert mjög. þó hafði það sína kosti. einn kostanna var sá að ég hafði nægan tíma til að þumbast um á netinu og lesa blogg og nægilega margar hugmyndir til að geta bloggað.
nú er svo komið að ég er í starfi þar sem mér finnst gaman en það hefur þann galla að ég er í fyrsta lagi ekki hangandi fyrir framan tölvu allan daginn, í öðru lagi hef ég engan tíma til að gera annað en það sem ég þarf bráðnauðsynlega að gera og í þriðja lagi hef ég um svo margt að hugsa að ég á ósköp fáar hugsanir eftir eftir vinnu. hér með er komin skýringin á orsökum míns eigins minnimáttarkenndar gagnvart gífurlega upplífgandi, hressilegum, skáldlegum og skemmtilegum textum hinna ýmsu bloggara í samanburði við að því er virðist eilífa ritstíflu hérnamegin alpafjallanna. en maður hefur sosum lent íðí verra.

nema hvað. lítill þröstur úti í garði hætti í augnablik að kroppa í brauðsneiðina sem ég henti út um baðherbergisgluggann í þeim tilgangi að hvísla að mér. hann lét mig vita að það væru að koma jól. mér skilst að samkvæmt einhverju siðavenjuhefðaalmanaki sé kominn þriðji í aðventu og allt að verða vitlaust.
ég er búin að fara á tvö jólahlaðborð (sem betur fer var ekki síld á hinu síðara, enda stútfullt af ólögráða matvendingum), en ekki komu þau mér í jólaskap. ég er óvart búin að hengja fullt af litlum ljósaperum í bandi út í glugga bara svona til að gaurarnir á neðri hæðinni líti ekki út fyrir að vera eina hressa fólkið í húsinu, en ekki kom það mér í jólaskap. ég sótti jóladraslkassana upp á loft en varð ekkert spennt yfir að kíkja ofaní þá, enda ekkert sem myndi seljast í kolaportinu þar á ferð. meira að segja hafa nokkara kúlur náð að brotna síðan í fyrra.
ég er farin að þurfa að dreifa út upplýsingum um þarfir og langanir barnanna minna í sambandi við jólagjafainnkaup stórfjölskyldunnar, en ekki kemur það mér í jólaskap. ég fékk meira að segja jólakort í gær. ekkert.
í dag stakk makinn uppá því að við færum að kaupa jólagjafir handa familíunni. mér tókst að sannfæra hann um að það væri betri hugmynd að ráfa á milli mismunandi skítafýlu í blautum fötum vegna þess að það var ókeypis aðgangur að húsdýragarðinum í dag. sú litla skemmti sér reyndar vel þangað til helvítis kalkúnninn fór að æsa sig. það er sko ekkert krúttlegt við kalkúna. hreindýrin voru svo merkileg með sig að þau litu ekki einu sinni við þegar við örguðum og góluðum á þau í aumri tilraun til að lokka þau til okkar. beljurnar kúkuðu á gólfið fyrir framan okkur og nautið guttorm hef ég aldrei séð öðruvísi en liggjandi og hálf vankaðan. svínin eru lítt skárri. reyndar voru nokkrir sætir grislingar í stíu sem eiginlega redduðu deginum fyrir mér þangað til ég fór að sjá eftir grísahakkinu sem við keyptum á tilboði í bónus um síðustu helgi. nú svo flúðum við rigninguna inn í kinda/geita/hesthúsið en sú flúun var skammvinn þar sem við ákváðum án orða á innan við 10 sekúndum að flýja aftur út í bleytuna. hvílík endemis viðbjóðs heilarýrandi nasamerjandi skítafýla. hef ég lent í ýmsu um ævina en sjaldan ef nokkurn tíman öðru eins. má ég þá frekar biðja um sköllótta kalkúnann með sinn óaðlaðandi bleika dela sem hann hreyfir út í loftið yfir goggnum.
ég er alvarlega að hugsa um að gerast grænmetisæta...
en nú sýnist mér fröken fix vera komin aðeins útfyrir efnið.
ég er semsagt ekki í jólaskapi og færist enn fjær því í hvert sinn sem ég hrekst inn í úttroðna verslunarmiðstöð með risavöxnu jólaskrauti, tónlistar,,stjörnum" sem ég hef aldrei á ævinni séð að árita diska, fólki algerlega uppi í rassgatinu á mér vegna troðnings og asa og þessa ólukkans jólatónlist sem ég enda alltaf með á heilanum í þrjá mánuði á eftir. pant ekki vera með.

mitt jólaskap er frekar að finna í hlýjum fötum í svölu veðri undir stjörnubjörtum himni eða jafnvel þunglamalegri snjókomu einhverstaðar þar sem enginn bíll keyrir, enginn sími hringir, ekkert fólk blaðrar og enginn syngur múkk.
þá leggst ég á bakið í frostglampandi grasið eða mjúkan snjóinn, horfi til himins og óska ykkur öllum gleðilegra jóla í huganum.

en þangað til það gerist sit ég bara hér með helvítis seríuna flækta í gardínunum, jólaskrautið meira og minna brotið í kassanum og slökkt á útvarpinu.

föstudagur, desember 10, 2004

mánudagur, desember 06, 2004

ég veit ekki hver það var sem stakk uppá því að síld væri góð á bragðið, og þaðanaf síður hver það var sem ákvað að apa það upp eftir honum og eta þennan fjára. það sama má segja um fólkið sem asnaðist til að sannfæra aðra um að borða eftirrétti með sjerrí, túnfisksalat, ólívur, soðinn kjúkling, sardínur, þorramat, kæsta skötu, rjúpur, soðnar gulrætur, grásleppu, blóðmör, lifur, selkjöt eða hross.
ætli það hafi ekki verið sömu fíflin og sannfærðu skrílinn um að kaffi og rauðvín væru góð

fimmtudagur, desember 02, 2004

herra blogger eitthvað að stríða okkur þessa dagana. jasso.
mín bara hérnamegin alltaf í boltanum úber hress og svona. ekki málið félagi. bara að chilla í kribbinu og ekkert nema eintóm snilld. nottla pjúra elegans og almenn skrílslæti. gjallir í stuði? bleeeessar mar alve róller haaa.

rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem fara yfir fleiri en tíu ritgerðir á sólarhring eiga á hættu að verða fyrir tímabundnum heilatruflunum og athyglisbresti. sömu rannsóknir sýndu að of mikil neysla á jógúrt eftir klukkan 22:00 getur valdið uppþembu í maga og óþægindum sem gætu orðið til að trufla svefn.

djöfull er rauðhærði maðurinn í csi miami alveg að fara í taugarnar á mér og ég sem er ekki einusinni að horfa á þáttinn. ég er að fara yfir ritgerðir...

bleeeesar

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

ég vona svo sannarlega að allir heimilismeðlimir komist heilir á húfi í gegnum daginn og enginn þurfi á læknishjálp að halda, enda er makinn þrítugur í dag. ég vona að þetta með óheppilegu stórafmælisdagana sé frekar undantekning en regla, en því munum við ekki komast að fyrr en þessi dagur er á enda runninn.
á næsta ári munum við svo halda uppá einstugsafmæli. er það stórafmæli eða smáafmæli?

í morgun sungum við mæðgin þrjú með kerti í fanginu fyrir ammlisbarnið bæði á spænsku og íslensku og við gáfum honum pakka.
aulabárðurinn ég keypti á hann skó sem reyndust of litlir. alveg gæti ég barið sjálfa mig í andlitið fyrir að vera svona mikill afmælispúper en þar sem mér þykir ósköp vænt um andlitið mitt mun ég samt sem áður sleppa barningnum. samt svekkt.

á spænsku er hægt að syngja þetta venjulega afmælislag sem allir virðast syngja amk í vestræna heiminum og flestir virðast syngja falskt. en á spænsku er líka hægt að syngja annað afmælislag sem mér finnst miklu fallegra og skemmtilegra og þar sem ég er í svo miklum hátíðarsköpum í dag ætla ég að láta það fylgja með í beinni þýðingu míns sjálfs. (hátíðarsköpin koma líka til af því að ég hef eytt morgninum í að jólaofskreyta þennan risastóra geymi sem starfsstaðurinn minn er og það er búið að vera voða gaman.
lag:
þetta eru litlu morgnarnir sem davíð kóngur söng
fyrir sætu stelpurnar/strákana (fer eftir afmælisbarni) syngjum við svona
vaknaðu mín kæra/kæri vaknaðu sjáðu það er kominn dagur
og litlu fuglarnir syngja, tunglið hefur falið sig

eða eitthvað svoleiðis...

mánudagur, nóvember 29, 2004

tók saumana úr sjálf í gær. það var ekkert vont en mér líður samt einhvernvegin eins og puttinn á mér sé á of stuttu skinni. mætti td nemanda á ganginum í morgun sem tilkynnti mér að hann væri búinn með ritgerðina og ég ætlaði að svara honum með svona ,,thumbs up" merki en þumalfingurinn minn stíflaðist á miðri leið og þetta varð eitt það fáránlegasta og aumasta merki sem ég hef á ævinni séð.
best að reyna að nota bara hægri þumalinn héreftir. fuss.

ég kemst bráðum í frí. þessi vika eftir, próf í næstu, allt að róast og þá einset ég mér að blogga betur

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

í gærkvöldi bauð sú einhenta gömlu grunnskólavinkonunum heim í síðbúið afmæliskaffi. notaði að sjálfsögðu fingurinn sem afsökun fyrir að vera ekki búin að skera niður voða lekkerar parmaskinku-pestó-miðjarðarhafssnittur einhverjar, baka stórkökur og smákökur og blanda exótískan sólardrykk með asísku ívafi (það er nefnilega ákveðin pressa að falla ekki í skuggann með veitingar eftir allar gestgjafa-meistaraverkaveislurnar sem herjað hafa á allt þetta merka þrítugs-ár). ég rölti semsagt í búðina með gula rangeygða svíninu og keypti brownies, rjóma, jarðarber, súkkulaðirúsínur, hraunbita, æðibita, gosdrykki og snakk. þessu hrúgaði ég svo á borðið óskaplega pent (fatta reyndar núna að ég gleymdi servíettum) og dömurnar sýndust mér alveg sáttar þrátt fyrir skort á fágun, hollustu og listrænum metnaði í veitingavali.
nema hvað, umræður kvöldsins voru á léttu nótunum, börn, slys á börnum (mig grunar að ég hafi átt þátt í að koma þeim þræði af stað), vinnustaðir og heimilisstörf. algeng umræðuefni og allskostar ópólitísk.
ekki get ég munað skýrt hvernig talið barst að skoðanaskiptum fólks á netinu, spjallþráðum og öllum þessum litlu og ekki eins litlu samfélögum sem hafa myndast innan þessa ó-raunveruleika sem internetið er.
vinkvennahópurinn var greinilega mestallur ókunnugur þessum skika tilverunnar og áhugalaus í ofanálag. gott ef ég skynjaði ekki vott af fordómum gagnvart þeim sem eyða tíma sínum, orku og vitsmunum í að taka þátt í og taka mark á öllum þeim samskiptum sem fram fara hérnamegin veruleikans.
(ég hélt mig inni í bloggaraskápnum eins og ég geri yfirleitt þegar átt er við jarðbundna).
svo fór ég að spegúlera... sú eina innan hópsins sem ráfar hér um víðan völl, kíkir á bloggsíður, veltir fyrir sér umræðuþráðum og skiptir sér af er einmitt sú eina sem ég umgengst umfram skyldumætingu í saumaklúbba, enda er hún sú eina sem ég get á ýmsan hátt samsamað mig við (gáfuð, smekkleg, vel lesin, góðhjörtuð, fríð, hugmyndarík, þroskuð og uppfull af manngæsku). og svo hefur hún líka heilbrigt sjálfstraust eins og ég.
nema hvað, hinar dömurnar eru á öðrum skala hvað hugmyndafræði tilverunnar varðar og nú velti ég því fyrir mér hvort það séu bara/aðallega ákveðnar týpur fólks sem taka þátt í internetmenningunni...eða telur sér trú um að það sé til fyrirbæri sem mætti kalla internetmenning... eða hefur þörf fyrir að tilheyra einhverskonar internetmenningu... eða eitthvað...


mánudagur, nóvember 22, 2004

maría paría katívatívaría katívatí vingin tingin taría.
í gær var fjölskylduvænn sunnudagur. mín vaknaði í svaka stuði, pakkaði liðinu inn, náði í græjur í kjallarann til mor og far og brunaði svo með all liðið í ártúnsbrekkuna. þar lærði frumburðurinn að komast standandi niður smá halla á skíðum og ég þrusaðist upp og niður með síðburðinn á snjóþotu. fínt fjör og gott átak fyrir rassvöðvana allt þetta brekkuklifur.
svo fórum við í bónus (fjölskylduvænt mjög) og keyptum rjóma og allar græjur þar sem ég hafði í huga að baka pönnsur (aldrei þessu vant) og gera svaka kósí kaffitíma fyrir allt útitekna útivistarfólkið.
þegar við komum heim og pönnsudeigið var að verða tilbúið ákvað ég að skella nokkrum svona "pan au chocolat" í ofninn þar sem ég átti þau í frysti. nema hvað, þar sem ég er að hamast við að losa þessi frosnu brauð í sundur (með hníf) rann ég eitthvað til og bjó til vasa á þumalfingurinn minn, alveg neðst við rótina.
svo sá ég stjörnur í smá stund, greip dömubindi í lófann og brunaði upp á slysó. þar saumaði friðrik 5 spor í fingurinn og ég fékk öðruvísi umbúðir en dömubindið góða sem þó hafði sinnt sínu hlutverki af kostgæfni.
pönnukökurnar urðu engar í þetta skiptið en deigið er ennþá til heima.
mér er bara of illt í puttanum til að klára í bili.

ætli óhappavikan sé að verða búin?

föstudagur, nóvember 19, 2004

ég er nefnilega að kenna félagsfræði þessa dagana skal ég segja ykkur. það er vandþræddur stígur á þessum síðustu og verstu tímum. ég er nottla hlutlaus vísindakona sem reynir að halda skoðunum míns eigins í skefjum og ræða hluti á málefnalegan hátt. það gengur sosum fínt. ég er tel mig vera búin að sigta út helstu áhættuhópana og nú er ég farin að vara mig á flest öllu sem gæti mögulega tæknilega komið illa við einhvern. án þess þó að hætta að tala. það sem gæti líka komið illa við einhvern tala ég alveg um samt en þá á þann hátt að áhættuhópameðlimir geti jafnvel brosað og gagnrýnt á uppbyggjandi hátt eigin aðstæður og hegðun.
fólk er vandmeðfarið.
ég er farin að hallast að því að eitt sterkasta vopn mitt við allflestar aðstæður og ekki síst í kennslunni sé húmor. lengi lifi hann.

eins og sjá má er skáldagyðjan á lágu plani í dag enda enda endalok á tilfinningaþrunginni langri og þreytandi viku. (sjá eldri afmælisvonbrigða og slysafærslu)

ég er samt að skríða og skreppa saman og allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. nú er horfið norðurland nú á ég hvergi heima.
eða ?

hér með auglýsi ég eftir upplífgandi hressilegum degi sem kemur á óvart.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

það er eitthvað svo fáránlega fáránlegt hvað dagarnir eru fljótir að líða á þessum síðustu og verstu tímum. sérstaklega eftir að ég komst í svona vinnu þar sem varla er tími til að hangsa á netinu og dútla. alveg magnað hvað vinnudagurinn flýgur og svo þegar ég er á leið heim man ég allt í einu eftir því að ég náði ekkert að blogga. heima er ég svo ekki með tengingu þannig að ég bora blogginu inn í lengstu frímínúturnar bara svona til að stirðna ekki alveg. spurning um að koma tengingunni heim aftur áður en jólafríið byrjar. við sem kennum fáum nefnilega jólafrí sko... muahaha...

nema hvað, ég átti semsagt þrítugsafmæli á mánudaginn. fékk kökur og kórónu í vinnunni í hádeginu og var alveg að upplifa daginn minn. (ég er afmælissjúklingur og fæ gífurlegt kikk útúr þessum eina degi ársins sem er minn, minn, minn...) nema hvað, eftir vinnu fór ég aðeins í bæinn og labbaði um með andlegt afmælisskilti og vonaðist til þess að fólk myndi biðja mig um kennitöluna mína, sem reyndar enginn gerði og þó svo að einhver hefði gert það hefði sú manneskja að öllum líkindum ekki kveikt á perunni og fattað að óska mér til hamingju. hlutur sem ég geri alltaf enda er ég að hugsa og hlusta þegar fólk segir mér kennitölurnar, ég veiti jafnvel hamingjuóskir nokkra daga fram eða aftur í tímann... en nema hvað... mér semsagt tókst ekki að kreista hamingjuóskir útúr grunlausum samlöndum mínum en ég var samt voða ánægð með mig. eftir smá rúnt fór ég og sótti síðburðinn í leikskólann og ætlaði að hvíla okkur heima í smá tíma áður en allt liðið yrði pússað upp og farið með fríðu föruneyti út að borða.
á leiðinni inn um dyrnar heima hjá okkur gleymdi ég hlutverki mínu sem grípari eitt augnablik, barnið rann í tröppunni og datt á andlitið á gangstéttina þar sem hún náði sér í vænan heilahristing.
afgangurinn af afmælisdeginum fór í sneiðmyndatöku, bið, lækna, hjúkrunarfræðinga og hræðslu.
kom heim í ískalt hús rétt um klukkan 23, en þá höfðu ofnar verið kaldir allan daginn sökum lagnaframkvæmda í götunni og ég hefði allt eins getað tjaldað úti í garði, slíkur var kuldinn.

í gær fékk ég svo spennufall þar sem stressið vegna barnsins með heilahristinginn og glóðuraugað kom fram auk vonbrigðanna yfir ónýta afmælisdeginum sem ég hafði beðið svo lengi.

og ég grét

mánudagur, nóvember 15, 2004

hún á afmælí dag
hún á afmælí dag
hún á afmælún maja
hún á afmælí dag
húrra fyrir mér

nú kemur í ljós hvort krísan hafði eitthvað uppá sig.

föstudagur, nóvember 12, 2004

frumburðurinn minn var einu sinni uþb 4 ára. eitthvert skiptið sat hann lengi hugsi. að lokum hóf hann upp raust sína.
,,mamma"
,,já"
,,pabbi er frá mexíkó og þar er heitt"
,,já"
,,þá er hann heitur"
,,jamm"
,,þú ert frá íslandi"
,,passar"
,,þar er kalt"
,,yfirleitt já"
,,þá ert þú köld"
,,peh"
,,ég er frá íslandi og mexíkó á sama tíma"
,,já einmitt"
...,,ég held að ég sé volgur"...

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

þar sem arafat var hvort eð er að deyja þessa dagana get ég ekki sagt annað en að ég er honum óendanlega þakklát fyrir að velja ákkúrat þá tímasetningu sem hann valdi. dauðdagi hans bjargaði heilum degi í mínu lífi og því mun ég seint gleyma. hver sá sem bjargar degi í mínu lífi á ást mína og vináttu að launum um ókomna framtíð. þar af leiðandi mun ég nú setja ljósmyndina af arafat og manninum mínum á meira áberandi stað í íbúðinni. (já þeir hittust nefnilega og já namedropping er gegnsætt en kúl).
semsagt hækkaði karlinn í tign hjá mér í dag, án þess að ég hafi svosem úthlutað honum einhverri meðvitaðri tign áður... hvað er annars tign? mikið er þetta asnalegt orð..tign..tign..tign...tignin í pontunni...tignarponta...tignin hrygnir þegar rignir eins og vignir og þá erum við illa svignir... hehe...
nema hvað, ég er líka þakklát föður mínum fyrir að hafa fundið hjá sér þörf fyrir að hringja í mig klukkan hálf níu í morgun til að láta mig vita að arafat væri allur. allur hvað? allur dauður? hehe... sniff... mikið er ég hnyttin í dag. hnyttin tign. hnyttin hátign með hatt og svepp. láttu útlending bera þetta rétt fram og verði þér að góðu.
nema hvað, pabbi karlinn hringdi semsagt í mig klukkan hálf níu í morgun til að segja frá dauða palestínuleiðtogans. og ég er svo óskaplega fegin því að hann hafi dáið á réttum tíma þannig að hann náði morgunfréttum útvarpsins sem pabbi hlustar á yfir kaffibolla og brauðsneið með kæfu eða osti, vegna þess að ef hann hefði dáið síðar og ekki hefði verið sagt frá því fyrr en í hádegisfréttum hefði pabbi aldrei hringt í mig svona snemma og þá hefði ég sofið enn lengur yfir mig og þá væri skal ég segja þér engan veginn uppi á mér tippið í dag.
semsagt, arafat og pabbi, takk fyrir að vekja mig.
shukran og aleikum asalam.

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

sumt fólk...ha...jesús minn...alveg hreint...haa... hvers vegna tala sumir við útlendinga, börn og aðra furðufugla eins og þeir séu heimskir? (þetta með furðufuglana var sko vísvitandi)
fólk hægir á talandanum, segir öll orð ó-s-k-a-p-l-e-g-a skýrt og talar helst líka með höndunum svo að setningarnar komist örugglega til skila. svo er munnurinn hreyfður örlítið meira en venjulega í þeim tilgangi að málfatlaðir geti kannski mögulega líka lesið varir, svona in keis ef táknmálið og skýrleikinn eru ekki að virka ein og sér. tóntegundin er oftar en ekki svolítið ,,stundarinnar okkar" - kennd sem er aðeins meira retarded í ofanálag. þetta tungumál er oft talað við útlendinga, sama hversu vel þeir svara fyrir sig á íslensku, lítil börn, blinda, lamaða og fatlaða. og örugglega fleiri sem ég kann ekki að nefna.
ég er svosem haldin mínum eigins fordómum gagnvart ákveðnum hópum (lesist öfga-hægrisinnuðum-trúarofstækis-bandaríkjamönnum-og-þeim-sem-halda-álíka-skoðunum-á-lofti). en ég tala ekki við neinn eins og hann sé fáviti. vonandi.
svo að ég sé algerlega hreinskilin tók ég eftir votti af eigin fordómum og almennri heimsku hér fyrir svosem eins og korteri síðan. þá kom hingað inn lágvaxin kona af asískum uppruna. konan sú talaði alveg íslensku en þó með mjög sterkum hreim sem gerði íslenskuna örlítið óskýra í framburði.
nema hvað, ég var alveg á nippinu með að hrökkva í hægtalandi og s-k-ý-r-a gírinn en stóð mig að verki áður en ég opnaði munnin og tók þá frekar þann pólinn í hæðina að tala við hana eins og ef væri hún frá tálknafirði. það gekk hreint út sagt eins og í smurðri sögu og ég tel mig nokkuð vissa um að engins einskis misskilnings hafi gætt.
fordómarnir sem ég stóð mig þarna að fólust í því að ég var næstum því farin að tala við hana eins og hún kynni ekki almennilega íslensku án þess að þekkja hvorki haus né sporð á henni og hafa í raun ekki hugmynd um hvort það væri fótur fyrir þeim dómi mínum. þarna for-dæmdi ég konu sem gerði ekkert annað en að hafa asískt andlit.
ég tók samt eftir því og kveikti á meðvitundinni. af því er ég stoltari en hinu.

mánudagur, nóvember 08, 2004

holleratsihíaholleratsihí holleratsihíahú
hvað er upp með gaurinn sem gengur um í rauðum kappakstursmannajakka sem stendur á ferrari og er rauður og stuttur í mittið með rosalegum axlarpúðum? hann gengur um eins og hann sé rosa svalt karlmenni. ég er einhvernvegin ekki alveg að kaupa þennan jakka. ætli það séu axlarpúðarnir?

eitt sem mig langar að vita.... hvað er fegurð?

(stórt spurt...ég veit)

föstudagur, nóvember 05, 2004

ég er með stöð tvö og fjölvarpið. ekki vegna þess að ég er svo rík heldur vegna þess að ég þarf ekki að borga það sjálf... löng saga... nema hvað, í fyrradag þótti mér ansi margar stöðvar vera dottnar út og þar sem ég er góðu vön vil ég að sjálfsögðu hafa allar stöðvarnar inni, þó svo að ég horfi svosem aldrei á neitt af þessu. það er bara svo pirrandi að hafa ekki eitthvað sem maður tekur sem gefnum hlut sem svo bara hverfur án þess að spyrja kóng eða prest. nema hvað, ég hringdi í þjónustuver stöðvar tvö og spurðist fyrir um afdrif stöðvanna sem ég semsagt hef aldrei horft á en vil samt hafa áfram af prinsíp-ástæðum. (annars er sko verið að svindla á aðilanum sem borgar brúsann þó svo að hann hefði hvort eð er aldrei horft á þetta sjálfur heldur). nú er ég sko í prinsípp-buxunum.
nema hvað... símsvarastúlkan tjáði mér að nú þyrfti ég að drífa mig uppeftir að skila gamla afruglaranum og fá nýju digital-ísland-græjuna. bölvað tæknifuður alltafhreint. svo eyddi hún einhverjum smá tíma í að útskýra örlítið fyrir mér hvernig þetta virkaði alltsaman. að lokum spurði hún mig hvort ég ætti nú ekki eiginmann eða einhvern karlmann í kringum mig sem gæti séð um að tengja og stilla græjuna.
- say no more -

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

það eru aldeilis blessuð heimsmálin í dag maður... vúha! fór í góða hirðinn áðan og var að dandalast eitthvað á milli heillegra og hálf-ónýtra húsgagna, keypti meðal annars þríhjól á 500 kall fyrir síðburðinn (til að angra nýju nágrannana) og 4 nýjar gamlar bækur í agötu kristí safnið mitt.
nema hvað, ungur maður með bólu á kinn í neon grænni flíspeysu merktri hirðinum vatt sér upp að mér og spurði hvernig mér litist á niðurstöður kosninganna í vestra. honum lá þetta greinilega svo þungt á hjarta að hann hreinlega varð að fá að ræða málið, og þar sem ég er þessi týpa sem fólk af einhverjum ástæðum hefur samræður við uppúr þurru, varð ég fyrir valinu. sem er svosem gott og blessað. ekkert nema gaman að fá að ræða við fólk á förnum vegi, enda er ég mjög fylgjandi slíkum samskiptum.

nema hvað, verð víst að sleppa tölvunni í bili.
sjáumst vonandi á morgun

mánudagur, nóvember 01, 2004

hananú. hlutabréfin sem ég var svo mikill snilli að láta pranga inn á mig í þeirri von að verða skyndi-rík hafa fallið í verði. nú þarf ég á peningunum að halda á föstudaginn en er tæpum 400 þúsund krónum fátækari. geri aðrir betur. er semsagt með hnút í maganum og kökk í hálsinum yfir viðskiptafréttunum og skoða nýjustu tölur frá kauphöll íslands frekar en að lesa blogg... fyrr má nú rota en dauðrota. ég veit ekki hvurn andskotann ég var að láta draga mig inní þessa heima þar sem ég tilheyri hvort eð er ekki í mínu gula og brúna röndótta prjónavesti og gallabuxum, as opposed to grá buxnadragt.
sem litla gunna og litli jón má ég að sjálfsögðu ekki við slíku tapi og sef því illa og er almennt óróleg þar sem ég hengi mig í hina veiku von um að karlarnir þarna uppi drífi sig í að gefa út frétt um að þeir séu að kaupa banka í bretlandi. helst ekki seinna en á miðvikudaginn.
svo ætla ég aldrei aldrei aldrei aftur að kaupa hlutabréf.

en mig vantar semsagt peninginn því ég er að fara að kaupa mér hús. já hús. ekki íbúð heldur hús. og garð. og rólu. og rifsberjarunna.
en ég er 400.000 krónum stutt (bein þýðing úr ensku).
hvað gera bændur þá?

föstudagur, október 29, 2004

vúha. tappar í rössum og ræpur flæða ei meir í mínum húsum.
í gær-morgun hóf ég störf klukkan níu og lauk aftur augum mínum og bókum klukkan fimm í dag-morgun. þess á milli fór ég yfir verkefni og ritgerðir og samdi próf og gaf einkunnir og umsagnir. helvítis hellings haugur og helvítis hellings endaleysur af svörum, stafsetningarvillum og djöfulgangi. og ég er syfjuð. en er ekki illt í maganum.sem er gott.
í morgun framdi ég svo mitt fyrsta próf sem kennslukonan mikla. mér sýndust néméndur ágætlega sáttir, nema þeir sem ég veit að lærðu ekki neitt hvort eð er. þeir áttu ekkert að verða sáttir.
svei mér þá ef ég er ekki að ná tökum á þessum skratta... en það skal enginn segja mér að kennarar vinni ekki mikið. assgotinn sjálfur. hjúff.
og nú loksins þegar ég er búin að skila af mér fjalli ritgerða og spurninga og verkefna fékk ég í hendurnar fjall útfylltra prófa. einkunnin skal tilbúin á sunnudag. vessgú og góða helgi með það.
ég er farin í verkfall... eða kannski bara frekar að fá mér blund áður en ég dýfi mér ofaní prófabunkann.

skemmtilegt....en.....ekki framtíðarstarfið mitt. alveg á hreinu.

miðvikudagur, október 27, 2004

thessi vika er her med tileinkud raepunni sem hrjair 3/4 fjolskyldu minnar. alla nema mig. 7-9-13
mikid vonast eg til ad losna undan drullunni sem fyrst.
sjaumst vonandi a fostudaginn.
prump

fimmtudagur, október 21, 2004

í gærkvöldi horfði ég á americas next top model og svo horfði ég á extreme makeover. gerði það nú ekki meira fyrir sál mína en svo að ég fór að plokka á mér augabrúnirnar. ég hef áður plokkað eitt og eitt hár sem hafa stungið mjög í stúf en hef aldrei látið vaða í stóraðgerðir. í gær tók ég mig hinsvegar til og bjó til lögun á herlegheitin. ekki datt mér í hug að ég væri svona loðin yfir augunum. hárin hrundu í hrönnum og ég tók meira að segja í burtu einhvern helling sem hafði stundað það að vaxa á milli augnanna. eftir aðgerðina og þegar mér leist svo á að ég hefði plokkað nóg en ekki of mikið fór ég skælbrosandi fram og stillti mér upp fyrir framan makann.
hann horfði á mig í smá stund.
svo sagði hann ,,hvað"?
og ég brosti breiðar og sagði ,,haus"
hann horfði lengur og var orðinn á svipin eins og þegar hann grunar mig um að hafa snappað og orðið geðveik.
,,fyrir ofan nef" sagði ég...
,,varstu að klippa á þér toppinn?"
,,neibb"
,,varstu að mála þig?"
,,neibb" (spennt bros og geiflur)
,,af hverju ertu svona bólgin í kringum augabrúnirnar?"
,,ha? er ég bólgin?"...
svo stökk ég inn á bað og leit í spegilinn. rauðar og þrútnar augabrúnir blöstu við. ehe.... eins gott að gera þetta ekki aftur. bölvaður andskoti.
en er ég samt ekki fín?

miðvikudagur, október 20, 2004

Plútó – appelsínugulur hundur?
Hverskonar erfðafræðilegt glundur er Guffi (Fettmúli)?
Ef Plútó er hundur, hvað er Guffi þá?
Af hverju talar Mikki mús eins og manneskja en Andrés önd eins og hann hafi lent í illa heppnaðri raddbandaaðgerð?
Hvar í fjandanum eru foreldrar Ripp, Rapp og Rupp?
Af hverju eru allar fígúrurnar í þessum teiknimyndum í hvítum hönskum?
Hvernig heldur páfagaukurinn Tweety jafnvægi með svona hrikalega stóran haus?
Hvað endist sléttuúlfur lengi án þess að borða? Af hverju eyðir hann svona miklu í ACME vörur til að veiða Roadrunner en fer ekki frekar og kaupir sér mat?
Af hverju hleypur Fred Flintstone alltaf endalaust framhjá sama húsinu ?
Ætli hann sé ekki kominn með ansi lélega fætur eftir þennan bíl sinn?
Hvaða lyfjum eru dvergarnir sjö á til þess að geta unnið í 20 tíma í námu og komið samt heim syngjandi?
Af hverju þurfti Rauðhetta að fá svona mörg hint til þess að fatta að amma hennar var í raun úlfur?, var hún á lyfjum eða er hún bara fáviti?
Hefur Rauðhetta eitthvað að gera með femínisma eða kommúnisma?
Af hverju rifna alltaf öll fötin utanaf Hulk nema gallabuxurnar? Eru þær úr teygjuefni?
Hverskonar pervertismi er eiginlega í prúðuleikurunum þar sem svín er alltaf að reyna við frosk?

hmmm...

þriðjudagur, október 19, 2004

Dear friends,
The reason I write to you in english is that I wish for this letter to reach as many countries as possible and there would probably be few able to read it if it were in icelandic.
I am working on a video-project and for the results to be of any value I will require help from people living all over the planet. Therefore I am sending this to you hoping that you read it and then send it to people you know in as many countries you find possible, and they forward it again and so on and so forth, until it has reached as many places it can.
I sincerely hope that chain-reaction will eventually result in at least one person in every part of the world writing back to me willing to help me by donating a couple of hours of their time and one video-casette for this humble project.
My request is explained in the following letter:

My name is María Hjálmtýsdóttir and I come from Iceland. I have a BA degree in anthropology and am currently teaching sociology as well as using my unpaid time for working on a video-project I have dreamt of making into reality for a long time.
At first I dreamed of travelling all over the planet to be able to ask people from every country my questions, but since that venture would probably leave my whole family in ruins I must reach out to my fellow earthlings to be able to execute my idea.
I will not explain in every detail what I have in mind in this letter, but I will most certainly explain it to those of you who wish to help me so generously.
To prevent any misunderstandings I will tell you that this is nothing bad, dirty or weird. It is a peaceful exploring of our common ideas, values and experiences. What I have in mind is making a video where a couple of people from different walks of life in as many countries possible, are asked the same questions about life and one special topic. Those will be explained in detail to those who participate.
This ofcourse will take a couple of hours of your time and you would have to send the un-edited video back to me for it to become a part of my project. Then your name will be put in the credit-list of the video. Since I am but a poor teacher-mother-of-two, I have nothing else to offer you exept my eternal gratitude and friendship. That is why I must rely on your good will and help.
If you are not interested or not able to help me, I sincerely hope that you will be so generous as to forwarding this letter to someone who might. Or perhaps you could be so kind as to help me get in contact by other means with people who live where internet-access is not available but might be willing to participate.
If you are interested and able to do me this inmense favour, please write to me at the following adress: maria151174@hotmail.com before jan. 2005. You may also write to me in spanish or french if that is easier for you.

Thank you for your time and best wishes from Iceland.
Sincerely,
María Hjálmtýsdóttir

Ps. Ofcourse I will send the finished product to those of you who participate in my project.

föstudagur, október 15, 2004

mikið er mikið meira mest gaman gamanara gamanast að kenna kennara kennarast fullorðnu fullorðnara fullorðnustu fólki. þau þauri þaurist sem eru orðin orðnari orðnust tuttuguogfjögurra tuttuguogfjögurrari tuttuguogfjögurust eru lang langari langst skemmtilegust skemmtilegustri skemmtilegustust. það er sko fólk fólkara fólkast sem hægt hægtara hægtast er að tala talara talarast við af einhverju einhverjari einhverjustu viti. ekki alltaf alltafara alltafast verið að reyna reynara reynast að skjóta skjótara skjótarast fólk í kaf kafara kafarast.

best bestara bestast er að eiga eigara eigast við fólk fólkara fólkast sem hefur hefurri hefurst náð einhverju einhverjari einhverjust þroskastigi þroskastigari þroskastigst.

hananú hananúari hananúast.

fimmtudagur, október 14, 2004

hreint út sagt óþolandi. alltaf þegar ég er nýkomin úr baði þá gerist hvað? jú, þá þarf ég að kúka. alltaf þegar ég er nýlögst í rúmið þá gerist hvað? jú, þá þarf ég að pissa. svo virðist allur taugatrekkingur fara beint í iðrin á mér og ég fæ illt í magann. einu sinni í mánuði fæ ég líka bumbu og bólur og þá fer sjálfsálitið alveg niður úr öllum hellum. mikið er ég eitthvað félagsmótuð.
líkamsstarfsemin hefur gríðarleg áhrif á sálartetrið og væs versa. eins og tildæmis áðan þegar ég komst að því að kaup á einbýlishúsinu jafngiltu því að smeygja stórri feitri skuldasnöru um hálsinn á mér og ég ákvað að leggja ekki útí slíkar raunir. eftir ákvörðunartöku og símtöl fékk ég svo heiftarlega í magann að ég held hreinlega að ég hafi svitnað köldu.
kannski eru þessi líkamlegu einkenni ventillinn fyrir fólk eins og mig sem er haldið krónískri stóískri ró. sumir tappa af með því að öskra og reiðast. aðrir tappa af í einrúmi inni á klósetti.
það er flókið að vera tilfinningaleg lífvera. nú efast ég um að ánamaðkar fái ræpu af stressi eða leggist í þunglyndi þegar fer að hausta. reyndar gruna ég þá um að vera suicidal vegna þeirrar áráttu að skríða upp á gangstéttir þegar bleytan leyfir og verða svo fyrir ofþurrki og fótgangendum og hjólum og bifreiðum og svo framvegis.
ég gef þeim þó hagnað efans (benefit of a doubt) og vona að þeir séu bara of vitlausir til að vita betur. hver veit nema ánamaðkar í sjálfsmorðshugleiðingum hugsi mér þegjandi þörfina þegar risastóra ég plokka þá upp með priki og skutla út í gras.
hver veit...

miðvikudagur, október 13, 2004

djöfull er ég að fá ógeð á hversdagsleikanum. helvítis fastir liðir eins og venjulega daglega reglulega alltaf alltaf eins og klukka. svo les ég fréttablaðið til að sjá hvað er í sjónvarpinu, eða réttara sagt til að vera alveg viss um að ég kunni dagskránna örugglega utanað. kaupa mjólk og brauð og drasl í bónus með jöfnu millibili og allir komnir í rúmið á réttum tíma svo að ég geti einbeitt mér að sjónvarpinu þar sem allir eiga svo ógeðslega merkileg líf. oj hvað það er kominn tími til að hrista upp í öllu draslinu. við fjölskyldan höfum svosem verið þekkt fyrir að hrista með jöfnu millibili, enda haldin stöðnunarfóbíu mikilli. ég vil bara ekki trúa því að lífið geti runnið í gegn í fyrsta gír án þess að maður taki eftir því eða noti tímann. ég er nú við það að ljúka tæplega 1/3 hluta þess (miðað við hvað ég ætla að verða rosalega gömul) og það veldur mér áhyggjum. má ekki sofna og sökkva upp að hálsi í sleni. ég vil gera eitthvað skemmtilegt og magnað sem hristir upp í hverjum degi þannig að enginn verði eins. þá get ég notað fréttablaðið sem hvíld frá hamaganginum frekar en sem skemmtiatriði í sleninu.
eða kannski er þetta bara svefnleysið ....
eða kannski er þetta bara öfund í garð ykkar þarna sem eruð í útlöndum því hversdagslífið í útlöndum hljómar alltaf meira spennandi...

þriðjudagur, október 12, 2004

ég á tveggja ára barn. tveggja ára börn eru svakalegur þjóðflokkur. það nýjasta er að hún vaknar uþb 15 sinnum á nóttu til að vesenast yfir því að bangsinn sé ekki á réttum stað, hún heimtar að komast í mitt rúm (sem hún fær ekki eins og staðan er), hún vill láta breyta sænginni og bara almennt rugl. við makinn höfum reynt að sofa þetta af okkur með eyrnatöppum en hún hefur dottið niður á tækni í raddbeitingu sem smýgur í gegnum hvaða eyrnatappa sem er og beina leið inn í merg og bein. það á ekki af okkur að ganga. svo vaknar maður drullupirraður og fúll og þreyttur og ringlaður og vill helst henda einhverjum út um gluggann. íbúðarskipan og fólksfjöldi heimilisins býður ekki uppá aðskilin herbergi eins og staðan er og því deilum við herbergi með nátttruflaranum. henni hefur tekist að valda þreytu með tilheyrandi taugatitringi, vondu skapi, baugum og drullumalli. ekki gott mál.
um klukkan 8, þegar við viljum helst fá að sofa áfram eftir hamagang næturinnar vaknar hún svo að fullu og þá hefst leikurinn á ný. piss og kúkur, svengd og djöfulgangur. hún í rosa góðu skapi og leikur á alls oddi þar sem hún potar legókubbum í augun á manni, danglar dúkkum út um allt og notar mig svo fyrir hest til að hossa sér á.
spurning hvort ekki væri hægt að setja barnarúmið í tjald úti í garði...?

föstudagur, október 08, 2004

í gær var stærsta fréttin mín um möguleg kaup á einbýlishúsi og var ég að vonum glöð með það (og er enn). en áður en deginum lauk fékk ég nýjar fréttir, alls ótengdar, sem mér þykja skyggja all verulega á einbýlishússhamingjuna.
það hvíslaði að mér lítill fugl að maður hefur sagt manni sem sagði konu sem sagði konu að heimilisástandið hjá mér væri allt í steik. til þess að útskýra nánar leyfi ég mér að taka fram að eins og sumir vita er maðurinn minn ljósmyndari og hann er líka útlendingur. einhverstaðar meðal kollega hans kom til umræðu að hann byði óvenjulega lág verð og eitthvað bla bla um hvort það væri nú viturlegt. útfrá umræðunni um útlenska ljósmyndarann með lágu verðin tók einhver innan hópsins sig til og upplýsti liðið um að það þyrfti nú svosem litlar áhyggjur að hafa af kauða, enda væri hann á leið úr landi fljótlega vegna þess að hann væri búinn að koma sér í svo mikil vandræði. vandræðin felast víst í því að hann er orðinn mjög óvinsæll eftir að hafa lamið konuna sína (mig) svo svakalega og oft að foreldrar mínir hefðu verið kallaðir til að skakka leikinn. og af þeim sökum er brjálaði konuberjarinn á leið úr landi.
ég get ómögulega ímyndað mér hvaðan svona saga kemur og hver hefur nægilega frjótt ímyndunarafl eða nógu mikið hatur á makanum mínum til að láta sér detta svona saga í hug og hefja dreifingu á henni. það er mér gersamlega algerlega og fullkomlega óskiljanlegt.
til að byrja með fékk ég hláturskast þegar ég heyrði þetta og fannst það svo fáránlegt og útúr öllum heilögum kúm að ég gat ekki annað en hlegið. svo síaðist alvarleikinn þó inn og ég varð sár.
mér er að því leyti sama að ég veit að það er enginn einasti fótur fyrir sögunni en það sem mér þykir þó sárast er það að við svona ásakanir verður til lítill og ljótur efi. ég finn þörf fyrir að réttlæta eitthvað sem er ekki til og finn að það er sama hvað ég segi...efinn er til staðar. hvað ef hún er svo kúguð að hún þorir ekki að segja neitt? hvað ef hún er bara að ljúga því að hún sé ekki lamin?
mannorð okkar hjónaleysu getur skaddast all svaðalega og það er ljótur leikur.
makinn minn fær á sig orð sem brjálæðingur og skíthæll og fólk sem við þekkjum og þekkjum ekki hugsar sitt óháð öllum yfirlýsingum sem við gætum gefið.
ég finn að ég er sár, reið og stressuð. einmitt þegar mér fannst lífið vera orðið of gott til að vera satt....þá var það svoleiðis eftir alltsaman.
tíminn drepur svosem niður kjaftasögurnar en litli ljóti efinn um að maðurinn minn lemji mig sundur og saman á bak við lokaðar dyr verður ábyggilega þrautseigari.
hverjum dettur svona lagað í hug?
það skal viðurkennast að makinn minn kemur úr upptrekktri menningu þar sem karlmenn leysa stundum deilumál með því að gefa hvor öðrum á snúðinn og hann hefur svosem gefið einstaka snúða hér áður fyrr, en skýrt skal tekið fram að þessháttar hefur aldrei komið fyrir nema þegar langt hefur verið farið útfyrir öll velsæmismörk í hegðun gagnvart honum. og er það hvort eð er algerlega ótengt, enda maðurinn sallarólegur að dunda sér við að stofna lítið fyrirtæki í tilraun til að losna við að vera uppvaskari eða fiskflakari og geta unnið við það sem hann hefur menntun til.

nema hvað. frímínúturnar eru búnar. best að setja upp kennarasvipinn og vona að enginn af nemendunum mínum hafi heyrt hvíslað að kennarinn þeirra sé lamin eins og harðfiskur þegar hún kemur heim úr vinnunni.

góða helgi.

fimmtudagur, október 07, 2004

nú er ég að fara með frumburðinn í tannréttingar og svo er ég að öllum líkindum að fara að eignast einbýlishús. hversu rík hljóma ég eiginlega? þetta er svosem hálfgert frauð því tannréttingarnar eru bara ódýrasta form af teygju til að mjaka kanínutönnunum aðeins afturábak og einbýlishúsið er engin villa á álftanesinu. en það er samt hús og verður vonandi mitt og þá á ég hús og garð og rifsberjarunna og rólu. þá vantar mig bara lítið bleikt grindverk og blómabala á tröppurnar. úff þetta er svo sætt. mér hlakkar svo til segir sá þágufallssjúki og ég tek undir það.

þegar ég var unglingsstúlka tíðkaðist að vera í bolum og peysum sem náðu niður í buxur og buxum sem náðu upp yfir nærbuxurnar. að þeirri tísku bý ég enn þann dag í dag þar sem ég er vön að vera amk í einni flík sem ég get girt ofaní eða utanyfir hina þannig að mér verði ekki kalt á millibilinu. svo hefur mér alltaf verið mjög illa við að nærbuxurnar mínar komi á einhvern hátt fram þegar ég er utan við veggi heimilisins.
þessi tíska hefur breyst og það mikið.
mér verður alltaf kalt þegar ég sé öll þessi millibil á þvælingi uppúr buxum sem rétt ná uppfyrir þríhyrninginn og niðurúr bolum sem varla hylja naflann. ekki truflar það mig síður þegar að vita í hvernig nærbuxum allir eru í kringum mig.
kann enginn að girða sig lengur?

miðvikudagur, október 06, 2004

bölvað hvað þær eru stuttar þessar frímínútur, ég næ hreinlega ekki að setjast niður í rólegheitum og blogga frá mér allt vit, frústrasjónir og ruglumbull. engin grið.
mikið er mikið meira gaman að kenna sumu fólki en öðru, en er það ekki bara eins og gengur skóþvengur? ojújú og sei sei.
og þá eru mínúturnar búnar.
sussumsvei.

mig langar á hjólaskauta

þriðjudagur, október 05, 2004

rém tsnnif namag ða afirks kabárutfa go akíl ða asel kabárutfa. ðikim anov gé ða rukky ikyþ ðaþ akíl namag.
ðaþ ref likimlieh anniv í ða areg atteþ ná sseþ ða aldnivs go aton ajrevhnie adlevðua ðiel. ne anovs re gé mudnuts frevhnie, mmaj go ajæj.
gim ragnal í ujglybatih í niðats riryf ðavlöb ðikor.
rænevh rumek igleh?

ramul nnigne á snie go munie aðimgulf lit adnaltú mes nnah lliv asælps á ultil gim?
únanah.

mánudagur, október 04, 2004

komin í betra skap í dag. það er gott.
einn var einn og hér var hinn hinn daginn fyrir daginn minn. dagurinn með magann og maginn um daginn allt í haginn. hringurinn um fingurinn var þvingaður á þinginu með þursabit á þöngulhaus.
gúmmulaði í súkkulaði sagði sá glaði með hraði en daði sagði ekki neitt enda var honum heitt eða ekki neitt. svo kom kona sem var að vona að svona yrði þetta ekki lengur enda enginn góður fengur ef frá er talinn lítill drengur sem enginn átti enda mátti ekki fara yfir strikið. pálína með prikið.
á íslandi er hvíslandi lækur sprækur en ekkert fjör. gjör þú svo vel að hanga heima með langa manga og horfa á sjónvarpið sem kostar meira en margir ostar en styrkir ekki bein og tennur. tvennur og þrennur, fínar þegar spila á kana og hana-nú.

best að fara að kenna eitthvað af viti

föstudagur, október 01, 2004

Jæja, hér kem ég úr örpásu. einhverra hluta vegna hefur ekki gefist tími til að krota blogg. en nema hvað... endurnærð er ég ekki en er þó tekin til við að skrá hugrenningar mínars eigins á ný.

mikið er erfitt að vera gaurinn sem reynir alltaf að halda öllum ánægðum, reynir að láta öllum líða vel og vill helst að allir séu vinir. það er heilmikil vinna og álag skal ég nú bara segja ykkur. og það besta er að fæstir fatta hvað það er mikið á sig leggjandi til að lífið renni tiltölulega mjúkt í gegn fyrir viðfangsefni þess sem er á kafi í að senda út jákvæðu bylgjurnar.
þessi gaur er sko ég. fékk netta bráðnun (melt-down) í gær og var í skít-drullu-prumpu vondu skapi. slíkt er mjög sjaldgæft hjá mér þó ekki sé meira sagt. rétt áður en ég tók til við að henda fjölskyldumeðlimum út um gluggann dreif ég mig í úlpu og skó og settist út í garð. þar varð ég ansi blaut á rassinum en lét mig hafa það enda ekki í skapi til að hafa húmor fyrir blautum derriere.
nema hvað, eftir stutta sjálfsanalísu fattaði ég að fyrir utan það að vera gersamlega ósofin eftir yfirgang síðburðarins á næturna, spennt og stressuð yfir því að standa mig í nýju vinnunni fyrir framan kröfuhörðu nemana sem vilja helst að ég troði efninu ofaní kokið á þeim svo þau þurfi bara að kyngja, pirruð yfir því að heimilið lítur alltaf út eins og eftir kjarnorkuárás á kvöldin eftir verkfallsbörnin sem ganga sjálfala, og meðvirk í áhyggjum yfir því hvort fyrirtæki makans muni nú ekki örugglega ganga vel.... já og svo þarf ég að muna að sjá um alla pappírsvinnu heimilisins, fjárhag og almennt utanumhald.
sennilega var ein lítil fýla alveg réttmæt.

kannski er eins gott að ég kann ekki að elda...

þriðjudagur, september 28, 2004

í gær kúkaði ég algjörlega í buxurnar (figuratively speaking). ég var að kenna minn fyrsta tíma í félagsfræði á ævinni minni stuttri og var búin að lesa svakalega vel og glósa allan kaflann sem ég ætlaði að fara yfir. svo þegar að tímanum kom fundust mér glósurnar eitthvað svo stirðbusalegar og mig minnti einhvernvegin að kennarar væru talandi út í eitt blaðalaust. nú svo ég byrjaði að tala einhverja bölvaða vitleysu. ætlaði að taka þetta svaka flott unplugged og læti en þegar á hólminn var komið held ég að ég hafi eiginlega frekar litið út eins og stamandi hálfviti. ég hélt steypunni á floti út fyrri klukkutímann og reyndi eins og ég gat að láta þetta líta út fyrir að það hafi átt að vera svona... og aumingja börnin horfðu á mig með óræðum svip þar sem ég frussaðist úr einu umræðuefni í annað upp og niður, út og suður, hægri vinstri, alveg niðrá tún.
svo sendi ég þau í frímínútur.
þær mínútur notaði ég til að ná úr mér taugaskjálftanum, taka andlitið mitt uppúr gólfinu og pússa það á aftur og síðast en ekki síst til að fara yfir glósurnar mínar.
í síðari kennslustundina mætti önnur stúlka en sú taugaveiklaða ruglingslega og óskipulagða sem hafði verið að prumpast við töfluna í fyrri tímanum. ég gerði punkt og greinarskil, ný málsgrein og byrja upp á nýtt. hér kemur kafli eitt: búmm. glósur. hér kemur kafli tvð: búmm. glósur... eru einhverjar spurningar? svar, svar, skila þessu í næsta tíma og lesa kafla nr.3. voilá og hananú. tan tan. saltkjöt og baunir. ég tók þetta í nefið þrátt fyrir kvefið. ég hljómaði eins og kennari og ég sá hvernig litlu ljósaperurnar í augum hormónafylltu ungæðinganna minna tindruðu á bak við "don´t give a shit"-svipinn. ég held að þau hafi skilið. ég skildi.

einhverra hluta vegna get ég ekki munað neitt úr fyrri tímanum. hann situr eftir þokukenndur í minningunni. helber afneitun.

það má læra af mistökunum og það er alls ekki eins auðvelt og það sýnist að vera kennari...ég skal nú bara segja ykkur það.

föstudagur, september 24, 2004

makinn hraut, frumburðurinn vaknaði myrkfælinn, síðburðurinn vaknaði á korters fresti, þakið nötraði og skalf og mér hefur sjaldan verið jafn illt á milli hryggjarsúlunnar og hægra herðablaðs. það á ekki af mér að ganga, dauð-þreyttri stúlkunni. í ofanálag mætti ég í gömlu vinnuna til að hjálpa til þar sem það hefur rifjast upp fyrir mér í allan morgunn hversu stjórnunarháttum er oft illa sóað á annars jákvætt starfsfólk. það ræddum við bestavinkona í hinni vikulegu kaffihúsaferð í gærkvöldi. slaka stjórnunarhætti í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. sérstaklega þó stofnunum.
gömlukynslóðarhugsunarháttur liggur þar að baki, óviðurkennd karlremba, aldursfordómar (gagnvart hinum yngri), skilningsleysi á þörfum og væntingum starfsfólks og bara almennur þurrpumpurassaháttur í bland við tilætlunarsemi og yfirlæti. vertu ekki með eitthvað væl og nöldur, þegar ég var ungur var manni þrælað út í verbúð og hent í sjóinn í síldartunnum og laminn í hausinn með hamri og maður bara lét sig hafa það og þraukaði og varð síðan harður nagli sem lærði á verðbréfamarkaðinn og spilar golf og veiðir lax.
hættu þessu bölvuðu væli stelpuskjáta.

úff

fimmtudagur, september 23, 2004

hálsbindi = gaur sem reynir að hengja sig
heftari = sá sem gerir andrúmsloft þvingað
megrun = nýjasta myndin frá hollívúdd þar sem meg ryan er maraþonhlaupari
þvottaklemma = á ég að þvo í dag eða má það bíða aðeins lengur?...
stimpill = sá sem lendir oft í stimpingum
teskeið = bresk hestaíþrótt
kveikjari = þessi sem fattar alltaf allt
barnabarn = afkvæmi mjög ungra foreldra
slökkvitæki = sjónvarp
reykskynjari = pabbi minn
vasaljós = jólaseríur í krukkum
hurðarhúnn = vel upp alinn bangsaungi
andartak = ákveðinn stingur í bakið sem veldur kjánalegri stellingu
göngulag = td. upp upp upp á fjall
rómantík = ítalskt hundakyn
pólitík = pólskt hundakyn
nasismi = það sem fjölmargir bílstjórar stunda þegar þeir halda að enginn sé að horfa
krossgötur = fríkirkjuvegur og kirkjustræti ásamt fleirum
bastarður = gróði af sölu basthúsgagna

og nú þarf ég að pissa.

bless á meðan.
miðvikudagur, september 22, 2004

alltaf þykir mér jafn kómískt þegar ég reyni óvart að vera fyndin við húmorslaust fólk. það er nefnilega svo að ekki er alltaf hægt að sjá fyrir hvernig fólk muni bregðast við bjánalegum kommentum frá fólki eins og mér sjálfri. ég (og reyndar systir mín líka) er þessi týpa sem er alltaf blaðrandi. kem inn í búð og heilsa og það bregst ekki að kommentin byrja að vella útúr mér. bara eitthvað um hvað sem er, yfirleitt í svona huh huh tóni því mér finnst ég nefnilega vera oft svo assgoti sniðug. uppáhalds fólkið mitt eru þeir sem fatta húmorinn og taka þátt svo að bullið nær að halda aðeins áfram og allir halda sína leið með glott á vör. svo eru þeir sem reyna að vera með en eru samt ekki alveg að fatta og samræðurnar misfarast svolítið, en ég fer samt út með bros því að þetta var góð tilraun og ágæt samskipti.
ein týpan segir bara já og humm og einmitt án þess að hafa hvorki áhuga né gaman af tilraunum mínum til að eiga mannleg samskipti við ókunnuga í amstri hversdagsins.
eftir svoleiðis fólk brosi ég þá helst að því hversu húmorslaus viðkomandi var.
svo er það fólkið sem einfaldlega þykist ekki heyra eða er svo svakalega skítsama og þykir ég svo hrikalega hvimleið og asnaleg að það svarar ekki. verða heyrnarlaus, mállaus og blind. tómt augnaráð og samandregnar varir.
þá líður mér eins og uppblásnu trúðatrölli sem er í engu samhengi við nokkurn skapaðan hlut. svo þagna ég og set upp herpta-rassgatsvipinn og er alvarlega konan sem kom bara inn til að skoða.
eins og það getur stundum verið gaman að eiga smá orðaskipti við ókunnuga.
ég á oft erfitt með að skynja í lyftum hvort það sé mál að skella fram eins og einu kommenti um veðrið, spegilinn eða eitthvað, eða hvort það sé best að stara á tölurnar uppi við loft og bíða eftir að sleppa útúr þrúgandi þögninni.
þá er oft þægilegra bara að segja einhvern fjandann. það versta samt við að segja eitthvað er að þá er best að halda áfram þangað til ferðinni er lokið því að það eina sem er verra en þrúgandi þögn er þrúgandi þögn á eftir kommenti.
já, listin að eiga við ókunnuga er flókin og spennandi.

ef þið hittið á förnum vegi tvær síðhærðar snótir, önnur dökkhærð og hávaxnari og hin ljóshærðari og minna hávaxnari, og þær blaðra við gesti og gangandi um eintóma steypu og hlægja svo oftar en ekki á eftir. tékkaðu þá hvort þær heiti ekki lóa og maja.

þriðjudagur, september 21, 2004

ég er að hugsa um að finna upp eitthvað ómissandi, fá einkaleyfi á því og lifa á gróðanum það sem eftir er.
nú er bara vandinn að búa til eitthvað ómissandi sem engum hefur dottið í hug fyrr.
látum okkur nú sjá....
ryksegull. nokkurskonar segull sem dregur til sín ryk í íbúðum. tækið er falið undir sófa eða úti í horni þaðan sem það sýgur bókstaflega að sér allt ryk í ákveðnum radíus. svo einu sinni í mánuði er skipt um segul og þeim eldri hent í ruslið. (þeir verða einnota svo að ég hætti ekki að græða). með þessari uppfinningu mun ég gera ryksugur svo til óþarfar á heimilum.
sjálfvirkur bak og axlanuddari. gúmmíhendur sem hengdar eru á bak og axlir og sett í gang. þá sjá hendurnar um að veita unaðslegt slökunarnudd. fjarstýring fylgir.
lyktarvari. lítill hnappur sem fólk ber með sér, einn í buxnavasa, einn í brjóstvasa, einn í hálsfesti og einn innsaumaður í skó. hnapparnir eru einskonar lyktarnemar sem skynja eingöngu svitalykt, táfýlu, andfýlu og almenna óhreinindalykt af þeim sem hnappana ber. fari lyktin yfir ákveðið hámark heyrist píp og þá getur eigandi hnappanna og lyktarinnar gert viðeigandi ráðstafanir.

nú þarf ég bara að finna útúrþví hvernig ég bý þetta dót til.

mánudagur, september 20, 2004

fékk verkfall í andlitið í morgun. henti frumburðinum í bleyti og gerði annarra barna móður ábyrga fyrir honum eftir að hann þornaði. fínt að þekkja svona listafólk sem er heima hjá sér að skapa allan daginn. frétti líka að mamman byggi til hasar mat. hasarmat, alhasamm alhamdulilah inshalla shukran.
mikið væri ég til í að tala arabísku. aneh mabedi mushkila. það þýðir víst "ég vil engin vandræði". gott að vita ef farið er í gönguferðir um stríðshrjáð lönd araba. ég var sko að tala við konu frá arabalandi áðan. hún er íslamstrúar (það er ekki vinsælt að nota orðið múslimi eða múhameðstrúar skilst mér). hún sagði mér frá því að hér á landi býr nú ágætis gomma af trúsystkinum hennar og er það vel að mínu mati. ég væri til í að kíkja í messu en ég hef ekki enn fundið bænahús þeirra ef eitthvað er.
mætti ég kaupa eins og 6 gáma, raða þeim saman og innrétta sem íbúðarhúsnæði? hvað kostar gámurinn? gámafermeterinn er líklegast ódýrari en fermeterinn í íbúðum í miðbænum, og víðsvegar annarstaðar ef út í það er farið. sennilega væri samt ódýrara að kaupa einbýlishús á patreksfirði en gám í 101. hvort ætti ég að kaupa mér pent hús eða penthouse?
sem minnir mig á hvað ég hef alltaf verið heilluð af öllu röndóttu. alveg frá því að ég man eftir mér. ætli það segi eitthvað um karakter fólks, hvernig mynstur þeim líkar best? svo eru sumir nottla einlitir. en ég er semsagt röndótt. það er bara eitthvað við þetta mynstur sem alveg gersamlega hringlar í skilningarvitunum á mér. röndótt röndótt það er ég. fann samt ekkert á útsölunni í polarn og pyret. hver röndóttur!
hvernig fara offitusjúklingar að því að troða sér inn í bíla?

ég þekki mann sem er andleg antíkmubla. mubla er tökuorð úr dönsku og hefur sennilega feststs í máli voru þegar yfirstéttin snakkaði þá tungu. mubla á spænsku er mueble, hvenær talaði yfirstéttin á spáni dönsku? eitthvað hefur greinilega farið framhjá sagnfræðingum í þessum efnum.

það er nú svo og svo er nú það.

föstudagur, september 17, 2004

finndu gildi fyrir töluna k þannig að línurnar y=kx+1 og y+2=-3(x+4) verði hornréttar hvor á aðra.

tveir vagnar með gormum, annar 0,96 kg á hraðanum 1,2 m/s til hægri en hinn 0,62 kg á hraðanum 1,6 m/s til vinstri, lenda í alfjaðrandi miðjuárekstri sem tekur 0,77 s.
hver var hámarkskraftur milli gormanna ef samanlögð skriðþungabreyting vagnanna var 4,22 Ns?

logandi ljósapera er sett í 7,9 cm fjarlægð frá 2,6 cm þykkri safnlinsu úr gleri og sést glóþráðurinn skarpur á blaði 8,3 cm hinumegin við linsuna.
hver er brennivídd linsunnar?

verðlaun fást fyrir rétt svör.

fimmtudagur, september 16, 2004

ég er í bloggmínus. glápi út í loftið og dettur ekkert í hug. hvað gera bændur þá?
mig langar að vera frjó og frumleg og fyndin. hef það bara ekki í mér eins og stendur. hljóma öll eitthvað paþettik þessa dagana.
samt er ég voða kát á öðrum sviðum. frumlegheitatengingin er einhvernvegin ekki að gera sig einmitt núna.

eins og ég væri til í að kreista fram eins og eitt gullkorn hérna í dag.
það verður víst ekkert úr því.

miðvikudagur, september 15, 2004

hvað ef ég er klón? ef ég kannski kem heim í kvöld og finn einhver sönnunargögn sem sýna að ég er ekki orgínallinn og að ég sé bara eins og ljósrit af einhverri gellu sem fannst hún svo frábær að hún ákvað að klóna sig og er svo kannski að fylgjast með mér úr leyni. djöfull væri það spúkí.

hvað ef ég er keng-spila-band-sjóðandi-geðveik? svo geðveik að ég héldi í rauninni inni í höfðinu á mér að ég væri rosalega skýr ung stúlka á uppleið, í fínni vinnu og ætti fína fjölskyldu og allt voða eðlilegt og kósí, en í raun er það bara hugarburður minn þar sem ég sit í spennitreyjunni minni úti í horni og lem höfðinu í vegginn með órætt bros á vör.

hvað ef ég er vampýra? lifi ósköp eðlilegu lífi á daginn en um leið og ég sofna vaknar hin hliðin á mér og ég læðist út í nóttina og sýg blóð úr rónum, nóg til þess að verða södd en þó ekki of mikið til að þeir verði bara rétt ringlaðir. svo skola ég á mér munninn því ég vil ekki að hin hliðin komist að næturbröltinu, áður en ég skríð upp í rúm þar sem ég vakna aftur sem dagfarsprúða ég.

kannski er það þessvegna sem ég þarf alltaf að pissa á morgnanna... ?

þriðjudagur, september 14, 2004

nú er ég kerlingin sem situr yfir nemendum sem eru að taka próf. þessi sem passar að enginn sé að svindla og segir "það eru 5 mínútur eftir" svo að allir verði stressaðir og drífi sig í stóru spurningarnar sem þeir voru að geyma þar til í restina. ég er þessi sem passar að það sé þögn og að enginn sé með gemsa á borðinu.
mikið fór fólk eins og ég í taugarnar á mér þegar ég var hinumegin við kennaraborðið.
held samt að ég nái ágætlega til grislinganna þrátt fyrir allt. þau segja mér amk hvaða kennarar eru leiðinlegir. tel það vera merki um traust.

vá hvað það er gaman að sitja í stúdíóinu á laugavegi og fylgjast með fólkinu ganga framhjá. segi mér svo enginn að íslendingar séu einsleitir.
gamlir karlar á ráfi, fullt miðaldra fólk sem hefur ekkert annað að gera en hangsa í bænum, ungar gellur með bert á milli í skóm sem segja klakk klakk, miðaldra konur í kasmír með rauðan lit í hárinu, verkamenn í göllum, ungir jakkafatar og dragt- naglar á uppleið, tölvugaurar á leið í nexus og tattúveraðir vöðvar með litað svart hár og sporðdreka á bak við eyrað.

hvaða týpa er ég eiginlega?

mánudagur, september 13, 2004

fari þeir í feitgráðuga rjómalagaða frussufiska.
hver segir að það sé hallærislegt að ráfa um ikea á sunnudögum? læt slíkt prjáltal flauelslagaðra bóhemafleggjara sem vind um eyru þjóta. það gerir blái sófinn minn líka því ég get tekið utanaf honum og stungið skyrinu í þvottavélina.
prump.
út um mela og móa
rýkur systir mín lóa
litla kokkinn að prófa
saman eta þau mat
aaaaaaaaaaa
:hanajaxl og rófa
nautahakk og ís
grjónagrautinn grófa:(kýs)
gúmmilaði mýs

(lag : út um mela og móa)

nú íbúð vil ég finna
og vantar hana fljótt,
hana fljótt fljótt fljótt, hana hana hana fljótt,
en gegn mér allir vinna og útlitið er ljótt,
það er ljótt ljótt ljótt, voða voða voða ljótt.

(lag : það var einu sinni kerling)

úff hvað ég er andlaus í dag.

föstudagur, september 10, 2004

ég er brjálæðislega fúl útí skítalabbana sem buðu hærra en ég í íbúðina sem mig langar í. hvaða endemis heimtufrekja og yfirgangur er þetta? aldrei má fólk vera í friði með sín fasteignaviðskipti án þess að aðrir fari að skipta sér af og langa í sömu íbúð. og það pakk á alltaf meiri pening en ég.
svo skil ég heldur ekki hvur djöfullinn gengur eiginlega á með 101 reykjavík en allar íbúðir sem koma á sölu og eru ekki skrilljón krónu dýrar eða algjört drasl sem þarf hreinlega að endurbyggja, eru seldar á 17 sekúndum eftir 35 tilboð. það er bara ekki hægt að standa í þessum andskota.
því hef ég ákveðið að bíða þangað til íbúðin finnur mig. hér með gerist ég örlagatrúar og geri einfaldlega ráð fyrir því að hún muni stökkva upp í hendurnar á mér þegar hún sjálf er tilbúin.
þá mun ég líka bara þurfa að borga fyrir hana það sem hún vill láta borga fyrir sig.

en jæja, nenni sosum ekki að velta mér lengur uppúr því í bili. tími ekki að eyða frímínútunum mínum í svona smámuni sem heimili eru.

nú er tjáningarkúrsinum að ljúka. síðasti tíminn er í dag. næst fer ég að kenna félagsfræði. ég er að reyna að sortera úr kennslubókinni það sem ég vil leggja mesta áherslu á. uppástungur?
ég hef hugsað mér að geyma íslenska vinnumarkaðinn, stéttarfélögin og það þangað til í lífsleikninni til að eiga til góða smá tíma í félagsfræðina.
eftir að einn 18 ára kom til mín í gær og tjáði mér að asíubúar á íslandi væru upp til hópa fífl sem nenna ekki að læra tungumálið, taka af okkur djobbin, hanga alltaf saman í klíkum og eru yfirleitt vopnaðir í þeim tilgangi að ráðast tíu saman á einn varnarlausan íslenskan ungling sá ég í hendi mér að ansi mikill tími muni fara í fordóma og að uppræta svona skítalabbahugmyndir.

vúff... mikið starf fyrir höndum, en það skal takast. ég lofa ykkur hér með að sleppa þessu liði ekki aftur út í samfélagið fyrr en það kveður við annan tón.

fimmtudagur, september 09, 2004

það er eitthvað skrýtið við bloggerinn í dag. kommentakerfið virðist vera horfið... vonandi birtist það sjálfkrafa á ný, enda veit ég fátt um það sem ég gæti gert til að redda því ef það reddar sér ekki sjálft.
nema hvað, í gær skrifaði ég voða fína færslu um síðari ferð mína í útnárann á grafarvogi, copyaði hana og allt, en einhvernvegin tókst mér að glata henni. slíkt kemur jafnvel stóískum í vont skap en ég hef ákveðið að anda djúpt og læra að sleppa. sennilega var þessari færslu ekki ætlað að birtast. æðri máttarvöld tóku hana úr umferð. eða eitthvað.

skiptir svosem ekki máli enda ekkert voðalega spennandi að lesa um hvernig mér tókst að villast og keyra um í 45 mínútur án þess að rata útúr grafarvogi.

en nú þarf ég semsagt að rjúka að sækja síðburðinn sem þjáist af leikskólabakslagi.

barf

miðvikudagur, september 08, 2004

blessaður skoðunarmaðurinn kom hreinlega og sótti mig heim í gær. átti víst leið niður í bæ og ákvað að veita mér far út í útnára til að sækja bílinn minn.
hann keyrði og keyrði og ég fann fyrir vissri gleði þegar ég hugsaði til þess að ég skuli búa í landi þar sem ég þyrfti mjög ólíklega að vantreysta þessum miðaldra manni í bláum samfestingi sem ég þekki andskotann ekki neitt.
hann sótti mig á jeppanum sínum og við spjölluðum um bíla og bifreiðaskoðun (enda það eina sem við eigum sameiginlegt) og ég gerði í því að lýsa yfir fávisku minni í þeim efnum í þeim tilgangi að vekja hjá honum samúð og löngun til að hjálpa og styðja litlu elskulegu mig í gegnum skoðunarvandræðin.
svínvirkar.
hann keyrði og keyrði og keyrði þangað til við vorum komin út í rassgat heim til hans. þar skellti ég nokkrum seðlum í lófa kauða og hann skilaði mér bíllyklinum auk þess sem hann bauðst til að finna ókeypis handa mér nýjan afturhlera á bílinn og kannski eitthvað ljós sem vantar og kannski eitthvað fleira.
hvílík elska.
og svo var kominn tími til að keyra heim. takk fyrir og bless vinkaði ég þar sem ég keyrði úr hlaði. blágalli horfði á eftir mér keyra út af bílastæðinu og beygja í vitlausa átt.
ég sá hrúgu af ljósum í fjarska og vonaði að strætóskynið færi nú ekki með mig í ógöngur. svo keyrði ég og keyrði og keyrði og hlustaði á jerry rivera syngja ljúfa tóna. eitthvað þótti mér þó vera orðið gruggugt þegar ég endaði á bílastæði og gatan var búin. á bílastæðinu var einn bíll fullur af ástföngnu pari sem var að kela í myrkrinu.
ég snéri bílnum við en um leið og ég gaf í til að fara til baka rakst ég í flautuna og hef sennilega brugðið blessuðum turtildúfunum.
nema hvað... svo keyrði ég og keyrði og eyddi um hálftíma í einhverja endemis ruglingsþvæluferð um gjörvallan grafarvog. var farin að halda að það yrði mín gröf.
svo fann ég vatnsendaveg. eftir það fóru málin að skýrast og ég muldraði með sjálfri mér ,,þarna er þá reykjavík".

þriðjudagur, september 07, 2004

ég fór með bílinn minn í viðgerð í gær. ég hafði sko farið með hann í skoðun um daginn og þá kom í ljós að það þurfti að laga eitthvað í bremsunum og eitthvað í einhverju ljósi og svona smotterí til að geta fengið hann skoðaðan. skoðunargaurinn vippaði mér útundir vegg og bauðst til þess að laga þetta sjálfur fyrir slikk sem ég og þáði, enda ekkert vit í að spreða fátæktinni í bremsur og rugl.
við mæltum okkur mót heima hjá kauða en þegar ég lagði af stað gerði ég mér grein fyrir því að ég þurfti á landakorti að halda til að rata þennan andskota.
þar sem ég þekki bara til í hólahverfi í breiðholtinu og svo í 101 reykjavík og þar á milli kann ég bara aðal strætóleiðir tólfunnar lendi ég yfirleitt í vandræðum þegar fólk segist eiga heima í kópavogi, hafnarfirði, árbæ, grafarvogi eða einhverstaðar annarstaðar sem eru ekki mín heimasvæði.
nú ég opnaði símaskránna í farþegasætinu við hlið mér og gerði hring utanum áfangastað. svo fylgdi ég grænu línunum á kortinu eins og mér var frekast unnt. þegar líða tók á ferðalagið gerði ég mér grein fyrir því að kauði býr lengst úti í lengsta útnárarassgati á grafarvogi. ég er með hálfgerða grafarvogsfóbíu. þetta hverfi vex bara og vex út í alla móa og ég verð ekkert nema ringluð í þessu kraðaki grárra ferkantaðra húsa með gasgrillum á svölum, leikvöllum á 3ja fermetra fresti og litlausum þökum.
svei mér þá ef ég hefði ekki allt eins getað verið í útlöndum.
nema hvað, ég þurfti víst að skilja kaggann eftir og sem betur fer var ég með klink í vasa til að geta tekið strætó heim. ég lenti í heilmikilli útsýnisferð um grafarvoginn ásamt einstaka síðhærðum unglingi sem duttu inn og út úr vagninum víðs vegar um hverfið.
þegar við vorum loksins komin niður á suðurlandsbraut fór ég að kannast við mig (nja, nú ýki ég reyndar aðeins), og þegar ég sá glitta í gömlu ryðguðu og litríku bárujárnshúsin í miðbænum leið mér loksins eins og flugvélin væri lent. hjarta mitt dæsti af vellíðan og ég hugsaði með sjálfri mér að ég mun aldrei svo mikið sem íhuga að kaupa mér íbúð í súbúrbíu.
austan við tjörn og vestan við klambratún. þar bý ég.

ps. æpi nú hver sem vill að ég sé fordómafull og því verður ekki neitað.

mánudagur, september 06, 2004

jamm og jæja. best að vera ekkert að blogga þetta þegar íslenskir stafir eru ekki til staðar. frussuleiðinlegt að lesa þennan fjanda.

nema hvað...
afmælisveislan tvöfalda tókst bara ansi vel þó ég segi sjálf frá. upp gufuðu tvö föt af brauðrétti, tvær púðursykurtertur með rjóma og nóakroppi, vel rúmlega hálf skúffukaka, fjall af vöfflum, heil rúlluterta með jarðaberjum og einn pakki af saltstöngum.
ég kann ekki að elda en ég státa mig þó af því að vera ansi sleip þegar kemur að kökuhlaðborðum. verð samt að viðurkenna að skúffukakan kom frá þeirri konu er veitti mér líf og rúllutertan kom frá þeirri sem veitti henni líf. svo átti síðburðurinn þátt í skreytingum og plokki. þetta var semsagt fjögurra kynslóða hlaðborð.
en ég var samt aðal. þó ég segi sjálf frá.
(þetta er þáttur í einkaþerapíunni minni... ég komst nefnilega að því að ég tilheyri kynslóð sem hefur uppsprengda þörf fyrir hrós og getur lent í sjálfsímyndarkrísu sé þeirri þörf ekki fullnægt. þar sem öðrum kynslóðum er ekkert sérlega tamt að hrósa samferðafólki sínu getur verið lífsspursmál fyrir hróshungraða eins og mig að kunna að hrósa okkur sjálf. í því felst þerapían sem um ræðir. gott hjá mér.)

mér fannst voða gaman í afmælinu að bjóða fólki að fá sér kaffi og meððí af kökuborðinu sem svignaði undan kræsingunum, og skjóta inn um leið hinu klassíska ,,endilega fáið ykkur af öllum sortum, og fyrirgefiði hvað þetta er ómerkilegt". þetta sagði ég sko til þess að fá fólk til að glotta, brosa eða hreinlega skella uppúr yfir fáránleika afsökunarbeiðninnar, enda ekkert ómerkilegt við kökuhauginn. svo sagði ég ,,ég ætla samt ekkert að vera að fá mér sjálf því ég er svo feit" til þess að fá einhvern til að segja mér að ég væri sko bara alls ekkert feit.
nei nú er ég komin með svefngalsa.... bölvað rugl og vitleysa...hahahahaha......
ég er sko ekkert feit, ég er hasar kroppur og hasar kokkur og bara hasar yfir höfuð. ekkert að mér. hahahahaha.... þessum unglingum tekst sko ekkert að komast innfyrir brynjuna mína, þau skulu aldrei ná sálinni...ég þarf hrós, ég er fín, ég get þetta, það er allt í besta lagi og ég hef fullkomna stjórn á tilverunni.

já.

anda djúpt inn um nefið
og sleppa.

mánudagur.

sunnudagur, september 05, 2004

thad er nuna eda aldrei. mig hefur lengi langad til ad profa ad blogga undir ahrifum afengis. eg er bara svo sjaldan undir sliku ad thad hefur ekki tekist fyrr en nu. og tha hef eg enga islenska stafi.... makki...arg.... (samt godar tolvur).
eg var allavega ad koma ur brudkaupi (fyrir tha sem nenna ad lesa med utlenskum hreim).
thar drakk eg bjor sem heitir thvi villandi nafni pilsner. og nu er eg semsagt full af pilsner og barnaafmaeli a dofinni a morgun. vonum bara ad enginn sjai ser leik a bordi og bjalli i barnaverndarnefnd.
klukkan er sosum bara midnaetti og afmaelid ekki fyrr en kl. fjortan ad stadartima thannig ad thad er ekki hundrad i haettunni. vakna um kl. 10, skelli saman eins og einni pudursykurtertu og einum braudretti, skelli svo voffluduftinu i skal rett adur en lidid kemur og voila. afmaeli. eg er hvort ed er buin ad fara i bonus og nu erum vid 5 a heimilinu svo ad thad verdur nog af hreingerningarlidi.
aha. eg er ad fatta ad eg var ekkert buin ad segja fra 5ta heimilismedliminum. en hann er 15 ara brodursonur makans volgur fra mexico. var skutlad i hausinn a mer fyrir viku sidan og a vist ad dvelja her medal oss i 2 manudi. sosum fint enda godur i ad hafa ofananf fyrir afkvaemunum. en mikid assgoti geta unglingar sofid og etid.
nu hefur syningum kvoldsins verid lokid i regnboganum. en thar vinnur gaur i voda finum biomannabuningi sem er voda abudarfullur alltaf i ad sinna hlutverki sinu sem biostarfsmadur. voda duglegur vid ad skipta um plaggot og svona.
en allavega ... eg er ad gleyma brudkaupinu... mig er farid ad langa heitt ad komast i brudkaup sem er ekki eins. hofum vid virkilega ekki meira hugmyndaflug i brudkaup en svo? eg bara spyr. reyndar var sukkuladikakan algjort gegg (mikid hljomadi ordid gegg klisjulega..en well... afengi er afsokun). mig er samt farid ad langa i brudkaup thar sem allt er odruvisi.
jamm og eg fekk tar i augun thegar pall oskar song i kirkjunni og presturinn sagdi brandara. er ad hugsa um ad skrifa brandarann en finn ad eg nenni ekki. tharf eiginlega meira ad fara ad pissa.
pilsner... barf.

föstudagur, september 03, 2004

síðburðurinn er 2ja ára í dag. fyrir tveimur árum var ég með illt í maganum og kveið fyrir því sem koma skyldi. hóf starfsemina rétt undir morgun og sú stutta buslaði út rétt fyrir miðnætti. það var ansi langur dagur.
mikið er ég fegin að vera ekki að fæða barn í dag.

brúðkaup á morgun. best að fara að dusta rykið af mary poppins skónum mínum og brúðkaupsdressunum. vonandi er liðið búið að gleyma kjólunum mínum síðan í síðustu brúðkaupum. þá get ég farið að byrja umferð 2 í dressanotkun. ég tími engan veginn að vera að spreða í brúðkaupsföt, enda ekki föt sem ég nota oft og mörgum sinnum. þá vil ég frekar eiga eins og 3-4 umganga sem ég nota svo bara alltaf í hring, get skreytt dæmið með mismunandi fylgihlutum og treysti svo bara á lélegt minni fólks. reyndar eru alltaf einhverjir sem leggja föt annarra á minnið... merkilegt nokk. en þá verð ég bara að bíta í það súra að lenda á svarta listanum í þeim efnum. ekkert til að verða andvaka yfir. amk.ekki í mínum heimi.

barnaafmæli á sunnudaginn. verst að vita ekki hversu margir koma. en ég geri sosum alltaf alltof margar kökur hvort eð er þannig að það ætti ekki að vera mikið mál. mér finnst gott að eiga kökur í morgunmat í viku eða svo eftir hátíðleg tækifæri. þá nýtur maður þeirra lengur.

bekkjarpartý á mánudaginn. þá verður frumburðurinn 9 ára. ég tímasetti þetta allt svona fínt til að taka bara barnaafmælarassíu einu sinni á ári og ekkert rugl.
ætla þá bara að panta pizzur, kaupa kók og henda liðinu með geislaspilara og plastglös niður í kjallara þar sem þau geta farið í flöskustút og danskeppnir og hreinlega ganga af göflunum.

svo fer ég í frí í ár.

í kvöld ætla ég að halda kökuskreytingafund með brother louie.

fimmtudagur, september 02, 2004

júllírú. þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem mánaðarmót hafa runnið upp og heimabankinn minn lýsist ekki upp eins og rauð jólakúla. í dag eru tölurnar grænar og það er fallegt á að líta. hugur og hjarta halda takti, andardrátturinn er ekkert þyngri en venjulega og mig langar ekki til að gráta.
samt var ég næstum því farin að gráta áðan. ég var sko að þvælast yfir bílastæði hagkaupa í skeifunni þegar ég sá hann. labbandi um áttaviltur og ringlaður með annan vænginn lafandi niðurmeð líkamanum. hann var kannski ekki engill en hann var samt hvítur og vængjaður. þessi týpa sem fer í taugarnar á mér þegar ég er að reyna að gefa öndunum brauð og þeir koma í hópum fljúgandi og gargandi og stela brauðinu af andarkrílunum. en þessi mávur átti bágt (er ekki annars v í mávur?).
vængbrotnir fuglar og önnur lasin dýr og ósjálfbjarga verur valda þjáningu í mínum hjartarótum.
nema hvað,
þarna stóð ég eins og kjáni á bílastæðinu og reyndi að láta mér detta í hug ráð til að bjarga vængbrotna greyinu. ekki gat ég vafið honum inn í peysuna mína og tekið hann heim til hjúkrunar vegna þess að í fyrsta lagi hefði hann ekki treyst mér og hefði örugglega barist um á hæl og hnakka, í öðru lagi er ég hrædd við dýr (þó svo að ég vorkenni þeim), í þriðja lagi veit ég ekkert hvernig maður læknar vængbrotna máva og í fjórða lagi treysti ég fuglum ekki fyrir því að vera ekki með lús.
já og svo skíta þeir út um allt.
þar sem ég gat ekki hugsað mér að taka hann til fanga sá ég ekki hvernig ég ætti að fara að því að koma honum til dýralæknis, og svo veit ég hvort eð er ekki hvernig dýralæknir hefði tekið heimsókninni...og hvert yrði svo framhaldið á þeirri heimsókn?
ég var eiginlega skák og mát.
yfirkomin af vorkunn og hryggð, en algerlega hugmyndasnauð með lausnamálin.
loks fékk ég hugmynd. ég varpaði ábyrgðinni (sem ég hafði gert að minni eigin) yfir á yfirvaldið. ég hringdi í 112, fékk samband við lögregluna og tilkynnti þeim að það væri óskaplega dapurlegur vængbrotinn mávur á bílastæðinu við hagkaup í skeifunni.
manninum fannst ég hvorki fyndin né krúttleg en lofaði þó að senda bíl ef hann sæi sér það mögulega fært. það hljómaði þó ansi hæpið enda lögreglur bæjarins uppteknar við að leysa glæpi, elta þjófa og ræningja og góma róna við hlemm.
ég þakkaði pent fyrir hönd veika fuglsins og skellti á.
svo leit ég í eitt síðasta skipti á litla greyið og hugsaði ,,ég vona að þér gangi vel litli minn...ég gerði þó að minnsta kosti ekki ekki neitt fyrir þig".
svo snéri ég mér við og hélt áfram leið minni.
nokkrum skrefum síðar fékk ég sting af dapurleika.

spurning hvort vegi þyngra, gleðin yfir að geta borgað alla reikningana eða sorgin yfir óráðnum örlögum vængbrotna fuglsins.

spurning...

miðvikudagur, september 01, 2004

mér þykir ansi merkilegt að hlusta á fólk tala um femínisma undanfarið. (þá er ég samt ekki að fjalla um hann ingó, enda trúi ég því staðfastlega að hann sé haldinn djúpum og stundum ansi óræðum húmor).
nema hvað, ég finn mig oftast verða hissa þegar ég geri mér grein fyrir því að sumt fólk sem rökræðir málið er alls ekki að grínast.
ég hef af óskýranlegum orsökum oft orðið vitni að umræðum um femínisma síðustu daga, vikur og mánuði, og umræðan er yfirleitt einstaklega svipuð. þeir sem hafa ekkert lesið sér til um femínisma nema það sem aðrir ólesnir hafa skrifað kvarta mikið yfir femínistum, segjast samt vilja jafnrétti og að þeir kjósi að kalla sig jafnréttissinna því að femínismi séu öfgar. þau rök eru oftast studd með dæmum um bandbrjálaðar gellur sem halda að þær geti eitthvað breytt heiminum standandi í bleikum bolum með spjöld fyrir utan strippklúbba og fegurðarsamkeppnir.
baráttumálin eru þó flest gúteruð, en þó vill fólk skella þeim undir jafnréttissinna-hattinn frekar því femínistar eru kjánalegir. það eru allir sammála um að fólk ætti að fá sömu laun fyrir sömu störf og að kvensal í vændisheiminum sé hið versta mál. ekki hef ég heldur heyrt neinn neita því að uppræta þurfi félags-líkamlega sjúkdóma eins og anorexíu og búlimíu eða heimilisofbeldi og nauðganir.
þeir sem samþykkja þörfina fyrir upprætinguna koma þó sjaldnast með uppástungur að nálgunaraðferðum eða mögulegum aðgerðum.
svo er alltaf þetta með jákvæðu mismununina og karlahatrið. það er ekki körlum að kenna að konur þori ekki og sæki ekki eins mikið í stóru stöðurnar. það eru nú fleiri konur í háskólanum en karlar en svo er aftur annað mál að þær sækja meira í að vera heima með börnunum (og eru líka betri í því) og eru þar af leiðandi óstabílli starfskraftar... og það er sko ekkert jafnrétti í því að verða að velja konu í stöðu ef maður og kona eru jafn hæf til starfans. aumingja karlarnir sem sækja um, eins og eitthvað sé þeim að kenna... og svo eru femínistarnir alltaf að væla yfir öllu, nöldra yfir auglýsingum, skemmtiþáttum og bloggsíðum. þær hafa engan húmor og fatta ekki að stundum er fólk bara að skemmta sér og að það er bara fallegt og gaman að horfa á sætar stelpur dilla sér. þær vilja þetta, þeir vilja þetta, hvað er málið?

vandamálið við femínista er að þetta er yfirleitt frekar menntað fólk, oftar en ekki vel lesið og kemur ósjaldan úr félagsvísindagreinum eða öðrum húmanískum fögum. þetta er fólk sem hefur lesið óteljandi kenningar og hefur tileinkað sér þá list að geta horft á samfélagið í gegnum hin ýmsu gleraugu og séð heildarmyndina.
það skoðar hegðun fólks í dag útfrá ríkjandi samfélagslegum mynstrum, sögulegri þróun, ríkjandi siðferðisreglum og öðrum óskrifuðum reglum,trúarbrögðum og fleiru. þetta er svo allt fléttað saman og útkoman gefur ákveðna sýn á hvert samfélag fyrir sig.
það fólk sem prófar að setja upp femínismagleraugun á ekki oft endurkvæmt. nálgunin er þó alls ekki persónuleg. rök eins og þau um frændann sem fékk ekki starfið útaf því að það kom kona á móti honum og hann lenti í jákvæðri mismunun tilheyra annarri umræðu. femínistinn vill breyta heildarmyndinni. til þess þarf að grafa djúpt og byrja að reyta arfann á botninum. bleikir bolir fyrir utan fegurðarsamkeppnir hljóma sennilega eins og húmbúkk þegar þeir eru dregnir uppá persónulega stigið. en fyrir fólk sem er að reyna að pota sér leið inní hugmyndafræði almennings og vill opna augu annarra fyrir því að hlutirnir séu ekki eins og þeir eru af einhverjum náttúrulegum orsökum og að forsendurnar á bak við hegðun karla og kvenna séu komnar til vegna aldagamallar og úreltrar félagsmótunar sem er ekki endilega jákvæð þó hún sé gömul, eru svosem ekki margar leiðir færar. en þær gefast ekki upp og gera sitt besta til að benda á það sem þær hafa séð í gegnum gleraugun sín. þær sjá samfélagið abstrakt. þær fá persónuleg mótrök.
á þennan hátt mun rifrildinu aldrei ljúka.

ég er þeirrar skoðunar að það sé til tvennskonar fólk.
þeir sem nota gleraugu og þeir sem nenna ekki til augnlæknis.

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

já semsagt ég er engill. það er gott að vita.
sem minnir mig á það... ég datt óvart inní lokaþátt syrpunnar angels in america (minnir mig að hún heiti), í gær. hef reyndar ekkert horft áður en datt eins og ég segi í þennan þátt. svaka frægir leikarar og greinilega ekkert sparað til. fengu ef ég skildi rétt einhvern slatta af verðlaunum og dótaríi og slógu í gegn.
get þó ekki annað sagt en að mér hafi þótt endirinn frekar ræpukenndur. sérstaklega þegar einhver gaur sem var semsagt hommi sem klifraði upp logandi stiga uppí einhverskonar himnaríki var að halda ræðu yfir nokkrum yfirmönnum í efra um að hann vildi fá að lifa. hann þruglaði eitthvað um að þó svo að lífið væri erfitt og hann væri veikur og mannveran þjáist voða mikið, vildi hann samt fá að lifa. það væri nóg fyrir mannkynið að eiga von, þá væri allt í lagi. svo talaði hann um að fólkið sem ætti engan mat, sæi fjölskyldurnar sínar veslast upp eða þyrfti að plokka flugur úr augum barna sinna vildi samt lifa, því þrátt fyrir allt eigum við von. hörmungar og vesöld eru ekki eins slæmar og englarnir héldu vegna þess að lífið er dásamlegur hlutur. já og svo reyndu þeir meira að segja að pota inn kommenti um að ísrael ætti rétt á landi sínu en að þeir ættu nú samt að vera góðir og leyfa palestínumönnum að búa í friði á gaza svæðinu. dýptin allsráðandi.
waca waca jara jara blebbedí blebb.
og hér koma bandaríkjafordómar míns eigins í ljós.
yfirlæti, heilaþvottur og kjaftæði.
allir eru jafnir fyrir guði og samkennd mannkynsins kemur fram þegar við horfum í augu hins saklausa barns og sjáum vonina og tilganginn með lífinu og birtan í kring er svo mjúk og tónlistin undir er svo fögur að það er ekki hægt annað en tárast.
endemis þvaður.

ekki það að ég þekki hreint ágætis fólk frá bandaríkjunum, en það breytir ekki því að ég er haldin fordómum.
áhugasömum vil ég benda á bókina ,,why do people hate america". hún fæst líklegast á amazon.
hananú.
ex angel
You're like an angel. As everyone knows, angels
dwell in heaven. They were desribed as shining
ones wearing white and the idea that they have
wings is believed as well. Guardian angels are
the ones that many people think are dead loved
ones who try to protect the living friends or
family they have on Earth. They usually had
blonde hair and maybe brown with flawless
appearance and sweet dispositions. They were
cheerful, hopefull, selfless, loving, and kind.
Angels are the one mystical creature that a
majority of people truly believe in. Encounters
with angels are poping up all over the world
and reassuring people's beliefs in angels.
(please rate)


What Mystical Creature Are You? (Pictures)
brought to you by Quizilla

mánudagur, ágúst 30, 2004

hananú. ennþá er ég fagurbrún á leggjunum. það er gleðilegt þegar ég girði niður um mig og sest á kamarinn að þurfa ekki alltaf að horfa uppá þessi hvítu læri. þessa dagana blasa við mér hraustleg og brúnleit læri. svei mér þá ef það er ekki bara skemmtilegra að fara á klósettið eftir brúnkukrems-insidenntið.

nema hvað.
ég er ekki enn búin að fá svör við því hvort íbúðin sem mig langar í sé mín. á morgun segir sá lati og líka fasteignasalinn. ætli hann sé latur? myndi hann vatnið smakka væri hann þyrstur? og þó?

ég er stolt fram til klukkan 13:55.
ég hef verið stolt frá því kl. 10:50.
nú lifi ég sko eftir stundaskrá með frímínútnakerfi og öllu. til nánari útskýringar lauk tímanum með fyrri hópnum mínum kl. tímíndurí ellefu og eftir þann tíma var ég stolt. sú sem hvíslaði alltaf er farin að tala svo heyrist, sá bogni leit upp og allir gerðu sitt besta og komu bara ansi hreint assgoti vel útúr því. ég gæti alveg verið hógvær og haldið því fram að þau séu að aðlagast og þá eigi þau sjálfkrafa auðveldara með að tjá sig fyrir framan hvert annað...en nei. ég tek allt hrós til mín. ég á þau, ég píndi þau og ég skal svo sannarlega fá að hirða kreditið fyrir framfarir. það er ég sem er að gera þau góð, ég er leikbrúðumeistarinn, ég kreisti karakterana útúr þöglu lokuðu skeljunum, það var ég ég ég !.....

kl. 13:55 hefst tíminn hjá seinni hópnum. hann er önnur ella. mun flóknari týpur þar á ferð og aukinn höfuðverkur kennarans.
spurning hvort ég fari stolt heim eftir vinnudaginn eða hvort ég verði enn einu sinni að sætta mig við að þau hafi ennþá yfirhöndina. munu þau leggja sig fram? verða einhverjar breytingar sjáanlegar? örlítil þróun í rétta átt?
ef ekki, nú þá er það að sjálfsögðu eingöngu þeim sjálfum að kenna fyrir að taka ekki mark á mér, fylgja ekki leiðsögn og gefa ekkert af sér.
ef glittir í smá karakter á bakvið kúlið þá er það mitt mitt og aðeins mitt. þá verð ég stolt. stolt af sjálfri mér og stolt af þeim. en meira samt af mér...

föstudagur, ágúst 27, 2004

tengdaforeldrarnir farnir og heimilið að síga aftur í sitt gamla far. ég hef ekki enn heyrt neinn kvarta yfir því. það var fínt að fá þau í heimsókn en heimsóknir verða alltaf að taka enda. annars hættir að vera gaman.

nema hvað. í gærkvöldi fór ég í bað, aldrei þessu vant. þegar ég kom uppúr langaði mig að vera voða pen og fín, aldrei þessu vant, og bar krem á fæturna á mér. kremið smurði ég hátt og lágt frá rist og upp undir bikinílínuna. svo núði ég afganginum á hendurnar á mér.
ég ber ekkert krem á restina af mér því ég er svo mjúk, en ég skellti líka smá ólívukremi í andlitið. sem betur fer. (sem betur ferið skýrist eftir augnablik).

svo skoppaði mín tindilfætt og hrein og mjúk inn í svefnherbergi, skellti sér í ljósbláa stuttermabolinn sem á stendur ,,no te metas con mi cucu", nærbuxur á sinn stað og skreið að lokum undir sæng og las nokkrar síður í agötu kristí áður en svefn hinna réttlátu náði yfirhöndinni.

í morgun um kl. 7:15 hringdi vekjarinn í símanum. eftir snús í uþb korter dröslaðist sú mjúka á fætur og rölti inn á bað.
þegar ég lyfti upp cucu bolnum og gerði mig tilbúna til að fara í fötin sá ég hvað hafði gerst.

ég bar á mig brúnkukrem.

hver í andskotanum smyglaði brúnkukremi í baðherbergisskápinn minn?!

ég fer ekki í sund næstu vikur...

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

ég sakna gula heftarans míns.
spurning um að kíkja á skrifstofuna og gá hvort ég geti sannfært einhvern um að leyfa mér að eiga hann. annars er mér sagt hér að ég fái styrk til að kaupa penna og svoleiðislagað, sem gæti falið í sér heftara, en það er einhvernvegin ekki það sama. það var eitthvað sérstakt á milli okkar, einhverskonar samband sem myndaðist þegar við í sameiningu heftuðum saman skilagreinar og fylgiskjöl í hundraðatali. ekkert skrýtið að tilfinningabönd myndist við svo nána samvinnu.
en kannski er kominn tími til að horfa fram á veginn og sleppa því sem áður var. hver veit nema heftarinn minn sé kominn í samband við aðra manneskju sem leyfir honum að halda áfram að festa saman skilagreinar og fylgiskjöl. það mun ég ekki geta veitt honum hérna, enda fátt um skilagreinar og enn færri eru fylgiskjölin.
það gæti verið honum fyrir bestu að fá að búa áfram á gamla skrifborðinu mínu innanum tölvuna sem hann þekkir svo vel, pennana sem hafa verið þarna jafn lengi og hann og gatarann sem gerir stundum bara eitt gat og fékk þá mig og alla litlu íbúa skrifborðsins til að hlægja dátt innra með okkur.
ætli það væri ekki best að leyfa honum að halda áfram störfum sínum án mín, ég held mig þá bara í fjarska til þess að hann geti horft fram á veginn án mín og án þjáningar. það getur verið erfitt að flytja og skipta um starf á sama tíma og ég vil ekki hafa slíkt á samviskunni. það er erfitt að segja til um hversu mikið litlir gulir heftarar geta þolað. þeir þola amk ekki mjög mörg hefti í einu, hvað þá með breytingar?

nú hef ég komist að niðurstöðu. ég ætla að leyfa honum að halda sínu striki og smám saman mun ég komast yfir söknuðinn. kannski kaupi ég mér jafnvel nýjan heftara.
það verður samt aldrei eins og ég mun aldre gleyma hinum gamla. ég mun minnast hans í bænum mínum þar sem ég mun óska honum farsældar og hamingjusamrar framtíðar í höndum næstu skilagreinaumsjónarmanneskju.

adios, au revoir, auf wiederschen, arrivaderchi, good bye, farvel, hej, chiao og bless
sniff

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

andskotans djöfulsins helvítis djöfulsins andskotans asni kúkur fáviti piss.
ég var búin að skrifa þessa líka löngu og fínu og skemmtilegu færslu (þó ég segi sjálf frá) og ýtti svo bara á post og þá kom eitthvað error drasl og nú finn ég hana ekki aftur. hugleiðingar mínar hafa verið útmáðar, gerðar að engu og eyðilagðar á augnabliki. ég sem var svo stolt og ánægð færslumóðir. helvítis djöfulsins andskotans helvítis drasl. ég er svo fúl að mér dettur ekki einu sinni fjölbreyttara blót í hug. skítur og fáviti. hálftími af degi mínum til einskis. ekkert stendur eftir til minningar um tilveru pistilsins nema gagnslaus reiði ungrar konu í leðursófa.
ég er ekki að öskra upphátt og ég er með gersamlega hlutlausan svip á andlitinu. fólk sem sæi mig núna myndi aldrei geta ímyndað sér hversu brjáluð ég er í raun og veru. það gæti allt eins haldið að ég væri að pikka inn ritgerð eða heimaverkefni eða bara tölvupóst um ársgjöld í 6. flokk vals fyrir veturinn.
en ég er urrandi gargandi skrjáluð. mér er skapi næst að henda tölvuskrattanum í vegginn og hlægja hástöfum þegar hún splundrast í sló mó og brotin falla á gólfið með mögnuðum hávaða og blóðdropum (sem birtast til að gefa þessu sérstakan drama-effect).
mikið er gott að vera alin upp við stóíska ró og að kunna að hafa stjórn á skapi sínu og hindra útgang reiðinnar. þá halda nefnilega allir að ég sé alltaf í góðu skapi.

nja... en ég er samt alveg í góðu skapi. varð bara svolítið svekkt. ætli þetta hafi nokkuð verið skemmtileg færsla hvort eð var.

arg.