þriðjudagur, maí 31, 2005

var að enda við að hlusta á erp fjalla á dönsku um danskt rapp. svona er dönskukennslan öppdeituð og reynt að færa hana nær ungdómnum. ég skildi meirihlutann merkilegt nokk og þykist bara nokkuð góð. gaman að segja frá því að ég greindist með danmerkurfordóma fyrir stuttu síðan en ég er að reyna að losna við þá því uppáhalds samstarfsfélagan mín er dönsk og er eiginlega bara skide fín og skemmtileg.
ég er svosem líka haldin íslandsfordómum og bandaríkjafordómum og spánverjafordómum og frakkafordómum og bretafordómum og ítalafordómum og svíafordómum og nossarafordómum og þjóðverjafordómum og hollendingafordómum og afríkufordómum og suðurameríkufordómum og ástralíufordómum og asíufordómum og sveitamannafordómum og rapparafordómum og snobbfordómum og fátæklingafordómum og öryrkjafordómum og ellifordómum og unglingafordómum og samkynhneigðarfordómum og bóhemfordómum og skrifstofufordómum og frekjufordómum og mikilmennskubrjálæðisfordómum og trúarfordómum og vísindafordómum og menntasnobbfordómum og iðnaðarverkamannafordómum og stjórnmálafordómum og sjálfstæðismannafordómum og vinstrisinnaðrafordómum og ríkidæmisfordómum og íþróttamannafordómum og útlitsfordómum og ljósabekkjafordómum og fordómum gagnvart mér sjálfri.
þar sem ég hef á einhvern hátt fyrirfram mótaða hugmynd um hreinlega allt og alla á ég ekki annarra kosta völ en að meðtaka allan heila pakkann og hafa gaman af eigin heimsku.
ég hugga mig við að kannski má flokka fordómalistann minn sem flokkunaráráttu mannkynsins og þörf mína til að setja allt í hugmyndalega flokka til að ná utanum margbreytileika tilverunnar.
æi haltu kjafti...

mánudagur, maí 30, 2005

hananú!
You scored as Cultural Creative. Cultural Creatives are probably the newest group to enter this realm. You are a modern thinker who tends to shy away from organized religion but still feels as if there is something greater than ourselves. You are very spiritual, even if you are not religious. Life has a meaning outside of the rational.

Cultural Creative

100%

Postmodernist

88%

Existentialist

69%

Idealist

56%

Modernist

44%

Materialist

44%

Romanticist

44%

Fundamentalist

38%

What is Your World View? (updated)
created with QuizFarm.com

föstudagur, maí 27, 2005

jedúddamía. makinn á leið úr landi í heila 5 daga frá og með fyrramálinu og ég sit uppi með tvö börn, vorhátíð, fótboltamót, körfuboltamaraþon og heila 6 kvöldmatartíma. ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að koma þessu öllu heim og saman í skeddjúal. sem betur fer kann ég að elda nógu marga rétti til að þurfa ekki að endurtaka á tímabilinu. þá yrði þetta einhvernvegin svona: lau-megavika dómínós (Lóa þú mátt vera memm). sun-matur hjá mömmu. mán-spagettí. þri-fiskur í móti með hrísgrjónum, sveppum og karrí. mið-kjötbollur. fim-kjúklingabringur í indverskri krukkusósu og hrísgrjón. svo á föstudaginn verður makinn kominn aftur heim og þá get ég andað léttar enda mikið á mig lagt að þurfa að standa undir öllum þessum pakka. ég er nefnilega óttalegur karlmaður þegar kemur að matseld... hehehehehe.....

miðvikudagur, maí 25, 2005

þriðjudagur, maí 24, 2005

æskuvinkonufundur í gærkvöldi.
gerði mér grein fyrir ósameiginlegheitum sumra ef ekki flestra okkar þegar sú ameríkuskotna spurði ,,hver er che guevara?". ég og hinn hippinn reyndum eitthvað að útskýra ,,sko hann var í byltingunni á kúbu með kastró" ,,með kastró?!, er þetta þá einhver helvítis kommúnisti?" gólaði sú strípulagða með gullúrið og plokkuðu augabrúnirnar. ,,æi hann var þarna í bíómyndinni um mótorhjóladagbækurnar" upplýsti flugfreyjan. ,,núúú...jaaaá, ætli ég verði ekki bara að sjá þá mynd" sögðu strípurnar (með fullri virðingu fyrir strípum).
ég og hinn hippinn horfðumst í ranghvolfd augu þvert yfir stílhreina og lekkera stofu innanhússhönnuðarins sem var fljót að snúa umræðuefninu aftur yfir í fæðingar og barnauppeldi, enda ólétt sjálf í augnablikinu.
kvöldið leið áfram inn um eitt og út um hitt án þess að spennandi umræðuefni kæmu fyrir nema í þá stuttu stund sem ég gat skemmt mér yfir spjalli um þá kúkafýlu sem gýs uppúr sérstökum amerískum kúkableyjuruslatunnum, séu þær ekki tæmdar daglega.
svo eru víst til bleyjur í amríkunni sem gefa frá sér góða lykt sem yfirgnæfir kúkafýluna.

svona hafa sumir öðruvísi áhugamál en aðrir. o sei sei...

sunnudagur, maí 22, 2005

hér með langar mig til þess að gera könnun. könnunin atarna er ekki beint skoðanakönnun en þó felur hún skoðanir í sér á óbeinan hátt þar sem skoðanir markhópsins virðast alls ekki vera neitt svo ó svipaðar að ýmsu og fáeinu leyti. könnunin kemur til af því að mig er farið að gruna að 90% lesenda minna elskulegra (þaðeraðsegja ykkur) séu íbúar á njálsgötu, annarra gatna í póstnúmeri hundraðogeinum eða í hlíðahverfi númeruðu hundraðogfimm. svo tilheyrir hún veiga mín kær tildæmis hinum tíuprósentunum en hún var semsagt samstarfskona mín og býr í kópavogi og á kött og nýja íbúð og tilhamingju með það.
en semsagt er ég að velta því fyrir mér hvort íbúar þessa miðsvæðis svæðis séu þá frekar vísir til að hrasa hingað inn og lesa mig sér til dundurs, en aðrir. og þá sömuleiðis hvort ég sé þá sjálf vísari til að lesa síður ykkar sem einhverra hluta vegna veljið að búa í svipuðu umhverfi og ég sjálf. er það rétt að fólk af einhverskonar svipuðum toga sæki frekar í ákveðin hverfi og fólk af öðrum svipuðum togum sæki í önnur ákveðin hverfi? og á þetta fólk þá sameiginlegan einhvern lífstíl, skoðun eða húmor frekar en annað fólk í öðrum borgarhlutum? er steríótýperíseríngin í fullum rétti? hverjir búa þá helst hvar?

blogg er svosem hugmynd útafyrir sig... en það er ekki sama blogg og sérablogg.
eins og þau sem hafa eytt tíma í að ráfa niður tenglabloggaralistann minn hér á yðar hægri hönd hafið væntanlega gert ykkur grein fyrir, er ýmiskonar fólk að blogga og það af fítonskrafti. (hver var fíton?)
nemendur mínir eru margflestir virkir í íþróttinni en síður þeirra eru engan veginn af þeim toga sem ég nenni að lesa af viti, krafti eða áhuga.
það vantar ekki fjölda síðna skal ég segja ykkur, en litli trausti kjarninn sem ég les oftar en sjaldnar virðast semsagt af einhverjum ástæðum flestir vera grannar mínir. ástralarnir vita sko hvað þeir syngja. sumir viljana góða og granna en allir þurfa góða granna.
hér með hefst semsagt könnunin: kæru lesendur, vinsamlegast látið ekki ykkar kyrrt eftir liggja og verið svo væn að gera mér þann greiða að sýna lit og taka höndum saman um að opna innskotsglugga minn hér að neðan þar sem þau ykkar sem þorið getið og viljið mættuð skrifa niður nafn götunnar þar sem þið eruð íbúar, en séuð þið haldin ofsóknarbrjálæði á einhverju stigi, manna- og félagsfælni, áráttuhegðun eða óyfirstíganlegri feimni, læt ég mér nægja póstnúmerið. (nema auðvitað þau ykkar sem eruð í parís eða svoleiðis krummaskuðum, þið skráið auðvitað niður svæðið sem þið tilheyrið þegar þið dveljist hér heima í stórborginni).
reynist grunur minn á rökum studdur mun ég héreftir keppast við að brosa vinalega til eins margra miðbæjarbúa og ég get sem ég sé glitta í á milli gorítexklæddra útlendinga hér í bárujárnsbænum. hver veit nema ég eigi eftir að brosa til þín?

sem minnir mig á það... mig langar mjög að stofna til brosherferðar. bros eru svo góð fyrir sálina, það léttir tilveruna að gefa þau og gleður sálina að fá þau.
og hér með er herferðarhugmyndinni semsagt komið á framfæri sem mitt litla sandkorn til þess að fegra heiminn.
megsí bokú, þeinkjú, dankesjön, grassjas, túsintakk, obbrígaða, kítos, spassíba, gratsí og þakkykkur firir. :)

föstudagur, maí 20, 2005

jújú, horfði á júróvisjón í gær. það segir mér bara eitt. ég er hér með að blogga í annað sinn um júróvisjón hér síðan ég hóf störf sem blogggæra. aaaha...þetta orð myndi sóma sér vel í færslu tótu pönk um svona orð. sko mig.
nema hvað, ég legg hér með til að undankeppninni verði skipt í austurjúróvisjón og vesturjúróvisjón og úr hverjum hópi komist 5 áfram í lokakeppni. eða kannski legg ég bara til að við hættum að eyða pening í þessa bölvuðu vitleysu sem vesturevrópubúar (nema íslendingar) eru löngu hættir að horfa á eða sýna áhuga, hvað þá að eyða peningum og tíma í að hringja inn og kjósa.
jahú hvað það er gaman að blogga um svona hluti sem allir hafa skoðun á einmitt í dag og hætta svo að tala um um leið og helgin brestur á.
ég talaði við viðar um umferð þá þáverandi kom kommúnistinn með meðvirka sem semur við viðlög og oggulitla hér hérastúfa.
góðos helgos.

fimmtudagur, maí 19, 2005

sól í heiði skín og vindur úti hvín. gluggaveður dynur á vitum vorum og engin undankomuleið flúið fær.
nú er ég að skoða stúlku með lokk í tungu. mikið þykir mér það magnað hugmyndaflug. paradís kækjanna. áðan starði ég beint á naflalokk. óttalegt bling bling attítúd í þessum ungmennum í dag. ég er ekki vön að nota bling bling sem tjáningarmáta en þegar ég spurði stúlkuna hvort hún væri með tungulokk sagði hún ,,já bling blingið mitt?"
þetta er ungt og leikur sér segi ég nú bara.
eftir að aldurinn og viskan færðust yfir mig hef ég varla getað annað en þakkað minni sælu fyrir að hafa alltaf gugnað á því að láta tattúvera á mig sól eða auga eða aðrar táknrænur sem mér þóttu merkilegar og kúl á sínum tíma. ég er líka óneitanlega fegin að hafa hætt við að ganga með lokk í nefi, enda væri gatið orðið ansi vel gróið á nasavængi vora í dag.
sem betur fer var ég ung en gekk þó hægt um gleðinnar dyr, lék mér af varfærni og þorði sjaldnast að hella mér af of miklum krafti í töffaralifnaðinn.
þar af leiðandi er ég ekki með gaddavír teiknaðan í kringum upphandlegginn á mér, ekki með lafandi göt á skrýtnum stöðum eða takmarkaðan hárvöxt á augabrúnum eftir ofplokkun.
ég þekki strák sem er með garfield á upphandleggnum.
djöfull hefði ég grátið ef væri ég hann..... muahahahahahaha

fimmtudagur, maí 12, 2005

jújú ég horfði á ópru vinnfrí í gærkvöldi. eins og svo margir aðrir.
mikið erum við klisjukennd í landkynningu alltafhreint. og mikið eru þetta villandi og heimskulegar áherslur. þetta hljómar eins og bærinn sé fullur af djammandi tilkippilegum einstæðum mæðrum um 15 ára. það gleymdist að taka fram að djammliðið er flest á aldrinum 17-27 ára, er ekki sérlega spennandi og er bæði dýrt og fljótt þreytandi. reyndar þekki ég svosem ekkert svo rosalega stóra prósentu íslenskra kvenna en sá litli þverskurður sem ég þekki passar greinilega ekki alveg við steríótýpuna sem einhverra hluta vegna er endalaust troðið uppá útlendinga.
makinn minn er eins og ýmsir vita, ekki hérlendur og þátturinn í gær fór fyrir brjóstið á honum. samt er hann alls ekki fyrsti maður til að stíga fram og verja landið bláa þegar kvartað er yfir því. honum þótti þetta þó skítt og fíflalegt og hann nefndi fullt af jákvæðum atriðum sem hefði mátt nefna frekar, auk þess sem hann benti á þá staðreynd að maka hans og dóttir væru báðar íslenskar og ekki þætti honum nú fallegt að erlendingum væri gefin jafn kynlífstengd hugmynd um samlendar konur og raun bar vitni, og hvað þá í svona þætti sem horft er á af þrilljónum manns og kvenns.
spurning um að fara að safna fyrir heilsíðuauglýsingu í new york times til að leiðrétta kvenkynninguna.

mánudagur, maí 09, 2005

merkilegt hvað hárgreiðsla og litur getur breytt fésinu á fólki. mér var hrint inná hárgreiðslustofu fyrir helgina og þar réðust á mig stílistar og klipparar og litarar og plokkarar og annað hryðjuverkafólk sem hafði greinilega gaman af að upplifa eigin ekstrím meikóver á manneskju sem hefur ekki farið inn á slíka stofu í slatta mörg ár, með ólitað hár og fölt íslenskt vetrarandlit nýskriðið undan snjónum.
nema hvað, ég var hárreytt, lamin og barin en þegar mér loksins tókst að rífa mig lausa úr skærakrumlum þeirra leit ég hreint ansi vel út skal ég bara segja þér. og geri enn.
gott ef ég fékk ekki bara augnaráð á laugardagskvöldið þegar ég saup öl ásamt systur minni kærkominni á litlu samkomuhúsi í miðbæ höfuðborgarinnar.
reyndar er ég farin að fá örlitla bakþanka...þegar liturinn dofnar í burtu og stytturnar síkka á braut... hvað þá? er ég föst í vítahring fegurðarbransans?
úff hvað það er erfitt að vera fórnarlamb...

mánudagur, maí 02, 2005

ein ég spítá sæma, inner fyllt í rúsín, engill kemur af spáni, nema litla dúxinn, hoppaðu uppí, lof hvað er aurunum, bent hann var hestur, bent fór í klaustur, bent hann á mann sem að mér þykir klesstur.

ég skrifaði einusinni lista yfir nöfn sem ég fann í þjóðskránni sem mér þóttu undarlega merkileg nema hvoru tveggja bæri og hvort um sig. sá listi er í einhverjum buxnavasa mínum og bíður þess að verða skráður hér niður eða þess að lenda óvart í þvottavélinni ásamt buxunum er hann umlykja. það sem er þó í frásögur færandi er eitt nafnanna á listanum sem er ógurlega sjaldgæft, svakalega skrýtið og undrunarvert. það sem gerir nafnið merkilegra en önnur í mínum kokkabókum er sú staðreynd að síðan ég hætti að vinna á staðnum þar sem ég eyddi dýrmætum tíma í að skrá niður skrýtin nöfn, er ég farin að vinna á nýjum stað og hver er að vinna með mér hérna önnur en ein tveggja kvenda á landinu sem heita þessu annars rólega nafni (þarna er ég að gefa mjög óskýrt hint en nafnið felur rólegheit í sér)
allavega... eitt nafnanna var engill og það þykir mér heldur magnað líka þó svo að það tengist samstarfskonu minni ekki nokkurn skapaðan hátt.