á föstudagskvöldið gerðist eitthvað. kannski keyrði einhver á staur. kannski var staurinn fúinn í gegn. kannski var hann étinn af termítum. kannski laust hann elding. hvað svo sem gerðist er málið að símastaur hérna rétt fyrir utan hrundi niður á föstudagskvöldið. og við vorum síma- og internetlaus alla helgina og þangað til í gærkveld. sem frústreraði mig örlítið og vakti þar með eigin grunsemdir um internetfíkn, en annars hafði ég það bara fínt. við familían fórum á rúntinn um höfuðborgina og ég tók myndir og við átum góðan mat og ís og alltmuligt.
og svosem ekkert merkilegt með það...
hér í hverfinu eru samskiptamynstrin farin að þróast úr upphafsæsingnum yfir í eðlilegra magn samskipta. kerlurnar halda áfram að púsla heima hjá hver annarri, karlarnir halda áfram að vinna allan daginn og börnin halda áfram að leika og rífast til skiptis. ég er hinsvegar búin að finna minn passlega skammt sem felst í því að kíkja af og til á púslarana en eyða annars tíma mínum í aðra hluti, s.s. eins og að undirbúa mig fyrir próf og svona.
ég var bara að enda við að átta mig á muninum á því að hafa rafmagn og síma neðanjarðar eða hangandi yfir höfðinu á þér. aldeilis munur.
hvað segir þú annars gott?
þriðjudagur, júlí 31, 2007
laugardagur, júlí 28, 2007
svosem ekki merkileg tannlæknaferð. frumburðurinn fékk gúlann fylltan af málmi og aðstoðarkonan var klædd eins og hún væri á leiðinni í partý. ég er einhvernvegin ekki vön því að aðstoðarkonur á tannlæknastofum séu uppstrílaðar.
javier var hress og gott ef ég sá hann ekki blikka þá stuttu sem brosti blítt á móti.
en það var meira spennandi í fyrra skiptið.
núna eru þrumur og eldingar úti og himnarnir eru að hrynja yfir okkur. á til að gerast seinnipartinn þessa dagana.
ég er farin að keyra um bæinn eins og ég fái borgað fyrir og núna rata ég á amk. 4 staði. og er stolt af.
ég er að hugsa um að slaka á yfir helgina.
sjáumst á mánudaginn ef mér dettur ekkert fleira í hug...
javier var hress og gott ef ég sá hann ekki blikka þá stuttu sem brosti blítt á móti.
en það var meira spennandi í fyrra skiptið.
núna eru þrumur og eldingar úti og himnarnir eru að hrynja yfir okkur. á til að gerast seinnipartinn þessa dagana.
ég er farin að keyra um bæinn eins og ég fái borgað fyrir og núna rata ég á amk. 4 staði. og er stolt af.
ég er að hugsa um að slaka á yfir helgina.
sjáumst á mánudaginn ef mér dettur ekkert fleira í hug...
föstudagur, júlí 27, 2007
það er ennþá fimmtudagur hjá mér. þess vegna er ég ekki enn búin að fara til tannréttingalæknisins. það er á morgun. mañana, eins og þeir segja.
hvað er annars að frétta? allt gott?
jú jú, svosem, allt í besta lagi bara...
erum að hugsa um að skreppa úr bænum um helgina. breyta um umhverfi. vandamálið er bara hver á að gefa skjaldbökunum að eta. týri fær úr sjálfskammtandi matarílátunum.
það minnir mig á brandarann um sjálfvirka skeinarann sem pabbi sagði mér þegar ég var lítil. hehe... sjálfvirkur skeinari.
nágrannakonurnar mínar voru um daginn að tala um skeiningar. kom þá ekki uppúr kafinu að þær kíkja aldrei á klósettpappírinn þegar þær skeina sér. segja að þeim verði óglatt við tilhugsunina. ég spurði í sakleysi mínu hvernig þær vissu þá að þær væru búnar að skeina sér almennilega. þær segjast finna það á áferðinni.
hmmm.... áferðin blekkir stundum hugsaði ég með sjálfri mér en sagði ekkert upphátt til að stressa þær ekki. en ég þykist viss um að þær séu stundum rauðar á rassinum ef þær treysta alltaf bara á áferðina. það er nauðsynlegt að kíkja. alveg óþarfi að vera svona pen í einrúmi á klósettinu.
tengdamóðir mín kúgast ef einhver minnist á hor. hor er bannorð heima hjá henni. og auðvitað kúkur og piss og allt það líka. en hún er voðalega viðkvæm fyrir hor. þess vegna hef ég ákveðið að vera ekkert að segja henni að ég borðaði hor með bestu lyst alla mína barnæsku og sá ekkert athugavert við athæfið. man meira að segja eftir því að hafa tengt horið beint úr nefinu niður í munn og sogið....ha ha ha ha..... bernskuminningar. ef ég segði tengdamóður minni frá þessu myndi hún sennilega bara gubba um leið. óttaleg viðkvæmni er þetta... reyndar grunar mig að mexíkanar almennt séu haldnir ákveðinni hor-fóbíu. hérna sé ég t.d. aldrei eins og heima á íslandi karla sem sitja í bílunum sínum á rauðu ljósi og bora í nefið eins og þeir fái borgað fyrir það. ég held, svei mér þá, að ég hafi aldrei séð mexíkana eldri en 2ja ára stinga fingri í nös.
skiptir svosem ekki máli.... eða hvað?
hvað er annars að frétta? allt gott?
jú jú, svosem, allt í besta lagi bara...
erum að hugsa um að skreppa úr bænum um helgina. breyta um umhverfi. vandamálið er bara hver á að gefa skjaldbökunum að eta. týri fær úr sjálfskammtandi matarílátunum.
það minnir mig á brandarann um sjálfvirka skeinarann sem pabbi sagði mér þegar ég var lítil. hehe... sjálfvirkur skeinari.
nágrannakonurnar mínar voru um daginn að tala um skeiningar. kom þá ekki uppúr kafinu að þær kíkja aldrei á klósettpappírinn þegar þær skeina sér. segja að þeim verði óglatt við tilhugsunina. ég spurði í sakleysi mínu hvernig þær vissu þá að þær væru búnar að skeina sér almennilega. þær segjast finna það á áferðinni.
hmmm.... áferðin blekkir stundum hugsaði ég með sjálfri mér en sagði ekkert upphátt til að stressa þær ekki. en ég þykist viss um að þær séu stundum rauðar á rassinum ef þær treysta alltaf bara á áferðina. það er nauðsynlegt að kíkja. alveg óþarfi að vera svona pen í einrúmi á klósettinu.
tengdamóðir mín kúgast ef einhver minnist á hor. hor er bannorð heima hjá henni. og auðvitað kúkur og piss og allt það líka. en hún er voðalega viðkvæm fyrir hor. þess vegna hef ég ákveðið að vera ekkert að segja henni að ég borðaði hor með bestu lyst alla mína barnæsku og sá ekkert athugavert við athæfið. man meira að segja eftir því að hafa tengt horið beint úr nefinu niður í munn og sogið....ha ha ha ha..... bernskuminningar. ef ég segði tengdamóður minni frá þessu myndi hún sennilega bara gubba um leið. óttaleg viðkvæmni er þetta... reyndar grunar mig að mexíkanar almennt séu haldnir ákveðinni hor-fóbíu. hérna sé ég t.d. aldrei eins og heima á íslandi karla sem sitja í bílunum sínum á rauðu ljósi og bora í nefið eins og þeir fái borgað fyrir það. ég held, svei mér þá, að ég hafi aldrei séð mexíkana eldri en 2ja ára stinga fingri í nös.
skiptir svosem ekki máli.... eða hvað?
miðvikudagur, júlí 25, 2007
fór með frumburðinn til tannréttingalæknis áðan til að halda áfram þar sem frá var horfið á snorrabraut. sá heppni heitir javier (borið fram havíer). hann er brúnn á brá og með spegilslétt afturgreitt hárið líktist hann mest suðrænni sápuóperustjörnu. hefði ábyggilega fengið hlutverk flagarans sem elskar allar konurnar og kann aldeilis að hvísla í eyru þeirra því sem þær vilja heyra svo að þær kikna í hnjáliðunum.
aðstoðarkonan hans javier er lágvaxin en þó í góðum hlutföllum. hlutföllin atarna mátti vel greina í gegnum níðþröngan gulan stuttermabolinn með glimmerstöfunum yfir barminn og álíka þröngum, ef ekki þrengri brúnar mittisbuxurnar sem sáu til þess að ekki færi framhjá neinum að innanundir þeim væru oggulitlar tannþráðarnærbuxur (kannski við hæfi á tannlæknastofu...).
ég er yfirleitt voða ónæm á strauma í kringum mig. en inni á litlu tannlæknastofunni var eitthvað í loftinu. eitthvað næstum áþreifanlegt.
ég leiddi hugann svosem lítið að því í upphafi, enda upptekin við að horfa uppí frumburðinn minn, en svo var það eitt augnablik að ég sá hvað var í gangi. ég sá hvernig javier laumaðist til að mæla rassinn á aðstoðarstúlkunni út þar sem hún beygði sig fram til að útbúa drulluna sem er notuð til að taka mót af gómum. hún snéri sér við og javier horfði lostafullu augnaráði á glitrandi gulan barminn. tannlæknastofan ilmaði öll af framhjáhaldi tannlæknisins með aðstoðarstúlkunni. einhverstaðar á þessu augnabliki sem það tók fyrir þau að daðra þegjandi og mig að kveikja á perunni leit hún í augun á mér. svipurinn á henni sagði ,,úps!". eftir það passaði hún sig að halda sig frá honum svo að þetta yrði ekki vandræðalegra en það var þegar orðið. ég passaði mig bara að halda augnaráðinu föstu við jaxla sonarins þangað til allt var yfirstaðið.
einhverra hluta vegna leit hún aldrei upp á meðan hún rukkaði mig og gaf mér tíma á föstudaginn.
framhald á föstudaginn...
aðstoðarkonan hans javier er lágvaxin en þó í góðum hlutföllum. hlutföllin atarna mátti vel greina í gegnum níðþröngan gulan stuttermabolinn með glimmerstöfunum yfir barminn og álíka þröngum, ef ekki þrengri brúnar mittisbuxurnar sem sáu til þess að ekki færi framhjá neinum að innanundir þeim væru oggulitlar tannþráðarnærbuxur (kannski við hæfi á tannlæknastofu...).
ég er yfirleitt voða ónæm á strauma í kringum mig. en inni á litlu tannlæknastofunni var eitthvað í loftinu. eitthvað næstum áþreifanlegt.
ég leiddi hugann svosem lítið að því í upphafi, enda upptekin við að horfa uppí frumburðinn minn, en svo var það eitt augnablik að ég sá hvað var í gangi. ég sá hvernig javier laumaðist til að mæla rassinn á aðstoðarstúlkunni út þar sem hún beygði sig fram til að útbúa drulluna sem er notuð til að taka mót af gómum. hún snéri sér við og javier horfði lostafullu augnaráði á glitrandi gulan barminn. tannlæknastofan ilmaði öll af framhjáhaldi tannlæknisins með aðstoðarstúlkunni. einhverstaðar á þessu augnabliki sem það tók fyrir þau að daðra þegjandi og mig að kveikja á perunni leit hún í augun á mér. svipurinn á henni sagði ,,úps!". eftir það passaði hún sig að halda sig frá honum svo að þetta yrði ekki vandræðalegra en það var þegar orðið. ég passaði mig bara að halda augnaráðinu föstu við jaxla sonarins þangað til allt var yfirstaðið.
einhverra hluta vegna leit hún aldrei upp á meðan hún rukkaði mig og gaf mér tíma á föstudaginn.
framhald á föstudaginn...
mánudagur, júlí 23, 2007
þar fór helgin... afspyrnu róleg ef útí það er farið. setti einhverjar myndir af henni inná myndasíðuna mína.... hmmm... jújú... oseisei... jæja.....
annars er ég bara að skrifa ritgerð og lesa slúðurblöð frá því í mars til skiptis. áðan kom haglél úti. hlussuhagl var það heillin. ég er viss um að það er ekki hagl á íslandi núna. aldeilis ekki.
ég er í nágrannafríi. smá pása. það getur verið geðveiluvaldandi að vera alltaf að gera ekkert með fólki. sérstaklega fólki sem er stanslaust að tala um eitthvað sem þú annað hvort veist ekkert um, hefur engan áhuga á eða hefur heyrt áður. sérstaklega fólki sem er talandi allan daginn. sérstaklega fólki sem þú átt hérumbil ekkert sameiginlegt með. sérstaklega fólki sem nennir að eyða heilu eftirmiðdegi í að tala um fjólubláan kúst sem sópar og skúrar á sama tíma og auglýsinguna þar sem kústurinn birtist.
þannig að nú er ég semsagt í pásu. brosi fallega og afþakka pent þegar mér er boðið með í leiðangur í fatahreinsunina og til saumakonunnar sem er að laga skólabúningana.
þær halda að ég sé í fýlu af því að ég nenni ekki öllu. skilja það ekki. fatta ekki persónulegt rými. hérna sýnist mér mottóið vera ,,einu sinni vinkona, alltaf saman vinkona". eða eitthvað svoleiðis.
ég er meira svona kaffihús á fimmtudögum, hagkaup í hádeginu og stundum meira stuð vinkona.
en það skiptir svosem ekki miklu. ég er alltaf á frípassa útaf því að ég er útlendingur. þessir útlendingar eru stundum svo skrýtnir...
annars er ég bara að skrifa ritgerð og lesa slúðurblöð frá því í mars til skiptis. áðan kom haglél úti. hlussuhagl var það heillin. ég er viss um að það er ekki hagl á íslandi núna. aldeilis ekki.
ég er í nágrannafríi. smá pása. það getur verið geðveiluvaldandi að vera alltaf að gera ekkert með fólki. sérstaklega fólki sem er stanslaust að tala um eitthvað sem þú annað hvort veist ekkert um, hefur engan áhuga á eða hefur heyrt áður. sérstaklega fólki sem er talandi allan daginn. sérstaklega fólki sem þú átt hérumbil ekkert sameiginlegt með. sérstaklega fólki sem nennir að eyða heilu eftirmiðdegi í að tala um fjólubláan kúst sem sópar og skúrar á sama tíma og auglýsinguna þar sem kústurinn birtist.
þannig að nú er ég semsagt í pásu. brosi fallega og afþakka pent þegar mér er boðið með í leiðangur í fatahreinsunina og til saumakonunnar sem er að laga skólabúningana.
þær halda að ég sé í fýlu af því að ég nenni ekki öllu. skilja það ekki. fatta ekki persónulegt rými. hérna sýnist mér mottóið vera ,,einu sinni vinkona, alltaf saman vinkona". eða eitthvað svoleiðis.
ég er meira svona kaffihús á fimmtudögum, hagkaup í hádeginu og stundum meira stuð vinkona.
en það skiptir svosem ekki miklu. ég er alltaf á frípassa útaf því að ég er útlendingur. þessir útlendingar eru stundum svo skrýtnir...
föstudagur, júlí 20, 2007
í gærkveld fór ég út að borða með þremur aðþrengdum eiginkonum. ein átti afmæli. við fórum voða fínar á ítalskan veitingastað og fengum okkur góðan mat og aðeins neðaníði. ég held að við höfum verið voða sætar því þjónarnir komu í hópum með tælandi glott á vörum og hálf partinn rifust um að þjóna okkur. eða kannski var það bara af því að það var ekkert annað að gera hjá þeim...
nema hvað
engin kerlanna sem ég var með er ólétt og engin þeirra á nýfætt barn. samt eyddu þær öllum tímanum í að tala um og rifja upp fæðingar og óléttur. mig var farið að gruna að einhver væri ólétt, en svo reyndist semsagt ekki vera. eftir matinn fórum við heim til einnar þeirra að fá okkur aðeins meira neðaníði og þá til allrar hamingju breyttist umræðuefnið. það fór úr óléttum og fæðingum yfir í fjarverandi og furðulega feður. ég gat svosem ekkert sagt um pabba minn þar sem hann stakk ekki af þegar ég var lítil, er ekki með skrýtna sjúkdóma, á ekki börn með öðrum konum sem ég kynntist á fullorðinsaldri (amk. ekki að því er ég veit :), er mér ekki ókunnugur og er ekki ekki alvöru pabbi minn (ég held amk ekki því við erum svo fjári lík).
þannig að ég bara drakk og hlustaði og brosti.
í dag þreif ég húsið mitt til tilbreytingar, eða ekki. og svo henti ég unglingnum óþolandi öfugum út. það þarf mikið til að ég snappi en honum tekst einhvernvegin að vera stanslaust á mörkunum mínum. og í dag fór hann yfir þau. og fór út. og ég meira að segja öskraði á hann. það eru fáir til í þessum heimi sem hafa heyrt mig öskra. og það reiða.
ó já.
nema hvað
engin kerlanna sem ég var með er ólétt og engin þeirra á nýfætt barn. samt eyddu þær öllum tímanum í að tala um og rifja upp fæðingar og óléttur. mig var farið að gruna að einhver væri ólétt, en svo reyndist semsagt ekki vera. eftir matinn fórum við heim til einnar þeirra að fá okkur aðeins meira neðaníði og þá til allrar hamingju breyttist umræðuefnið. það fór úr óléttum og fæðingum yfir í fjarverandi og furðulega feður. ég gat svosem ekkert sagt um pabba minn þar sem hann stakk ekki af þegar ég var lítil, er ekki með skrýtna sjúkdóma, á ekki börn með öðrum konum sem ég kynntist á fullorðinsaldri (amk. ekki að því er ég veit :), er mér ekki ókunnugur og er ekki ekki alvöru pabbi minn (ég held amk ekki því við erum svo fjári lík).
þannig að ég bara drakk og hlustaði og brosti.
í dag þreif ég húsið mitt til tilbreytingar, eða ekki. og svo henti ég unglingnum óþolandi öfugum út. það þarf mikið til að ég snappi en honum tekst einhvernvegin að vera stanslaust á mörkunum mínum. og í dag fór hann yfir þau. og fór út. og ég meira að segja öskraði á hann. það eru fáir til í þessum heimi sem hafa heyrt mig öskra. og það reiða.
ó já.
fimmtudagur, júlí 19, 2007
ég skil ekki hvernig konurnar hérna nenna að vera svona mikið heima hjá sér. þær eru hér um bil alltaf heima. nema þegar þær fara einstaka sinnum saman að borða morgunmat á kaffihúsi. eða fara saman í innkaupaleiðangur. eða fara saman að sækja börnin í skólann eða á sumarnámskeiðin. núna eru öll börnin á sumarnámskeiðum því að þær nenna ekki að hafa þau heima í fríinu. ekki af því að þær eru ekki heima. þær eru víst heima, bara uppteknar við að láta þrífa húsin fyrir sig og púsla og reykja. eftir að ég kom hingað og þær heyrðu allt um hvað ég er vön því að vinna byrjuðu þær að tala voða mikið um að fara nú að gera eitthvað annað. breyta til.
fyrst ætluðu þær að vera brúðkaupsskipuleggjendur. svo sögðu þær að það væri of mikið vesen. svo ætluðu þær að búa til tímarit. það datt uppfyrir. síðast ætluðu þær að verða innanhúshönnuðir. ég held að þær séu búnar að gleyma því líka. þær gleymdu sér nefnilega þegar tvö risastór púsluspil blönduðust saman. núna er aðal stemmingin í því að reyna að skilja þau sundur, fatta hvaða púsl eiga heima hvoru megin. og til þess þarf næði.
þær fáu sem hafa lært eitthvað umfram grunnskóla/framhaldsskóla eru löngu búnar að gleyma því sem þær lærðu. orðnar staðnaðar.
eins gott að passa sig.
fyrst ætluðu þær að vera brúðkaupsskipuleggjendur. svo sögðu þær að það væri of mikið vesen. svo ætluðu þær að búa til tímarit. það datt uppfyrir. síðast ætluðu þær að verða innanhúshönnuðir. ég held að þær séu búnar að gleyma því líka. þær gleymdu sér nefnilega þegar tvö risastór púsluspil blönduðust saman. núna er aðal stemmingin í því að reyna að skilja þau sundur, fatta hvaða púsl eiga heima hvoru megin. og til þess þarf næði.
þær fáu sem hafa lært eitthvað umfram grunnskóla/framhaldsskóla eru löngu búnar að gleyma því sem þær lærðu. orðnar staðnaðar.
eins gott að passa sig.
þriðjudagur, júlí 17, 2007
ég hef átt heima við margar götur. ég ætla að reyna að rifja þær upp í réttri röð.
baldursgata, álftamýri, lundur, þrastarhólar 10, loma alta, laufásvegur 54, dúfnahólar 2, hraunteigur 17, huasteca 311, nönnugata 8(minnir mig), laugavegur, rue de paris 64, la continental, laufásvegur 14, hverfisgata 53, njálsgata 17, klapparstígur 37, avenida tecnológico 798. er ég að gleyma einhverju...?
en þú?
baldursgata, álftamýri, lundur, þrastarhólar 10, loma alta, laufásvegur 54, dúfnahólar 2, hraunteigur 17, huasteca 311, nönnugata 8(minnir mig), laugavegur, rue de paris 64, la continental, laufásvegur 14, hverfisgata 53, njálsgata 17, klapparstígur 37, avenida tecnológico 798. er ég að gleyma einhverju...?
en þú?
mánudagur, júlí 16, 2007
ég held að mig langi til að flytja til frakklands. í litla borg sunnarlega. þar sem ég get sagt bon jour við nágrannana og ávaxtasalann og svona. og ég ætla að verða rosa góð í frönsku. og búa í lítilli íbúð. verst að mér þykir rauðvín vont.
í metepec gengur lífið sinn vanagang. það er hálf þreytandi að vera í fríi. ég hef alltaf verið meira fyrir hina dagana. nema að vakna snemma. ég er b-manneskja. fúnkera best á kvöldin.
ég er að verða hugmyndalaus.... um hvað á ég að skrifa?
í metepec gengur lífið sinn vanagang. það er hálf þreytandi að vera í fríi. ég hef alltaf verið meira fyrir hina dagana. nema að vakna snemma. ég er b-manneskja. fúnkera best á kvöldin.
ég er að verða hugmyndalaus.... um hvað á ég að skrifa?
sunnudagur, júlí 15, 2007
sú fráskilda er víst búin að fá drengina sína aftur. en eiginmaðurinn er búinn að henda henni út úr húsinu hérna og heim til móður sinnar. dóttir mín saknar vinanna sinna.
áðan var hún að vaska upp fyrir mig (í mexíkó tíðkast barnaþrælkun nefnilega í sumum sveitum og þar sem ég er í sveit...). skyndilega heyrði ég læti og skruðninga og þá hafði sú stutta dottið niður á gólf. blóð úr haus og ég fékk gæsahúð. makinn í vinnunni til tilbreytingar svo ég hóaði í svilkonuna sem er líka ein heima eftir að mágurinn fór að sækja óþolandi soninn tveimur vikum of snemma til bandaríkjanna. hann á aldrei eftir að ala þennan skratta upp... bölvaður vitleysingur... en það er önnur saga... innan skamms fylltist húsið mitt af ráðleggjandi nágrönnum, sumir ennþá á náttfötunum með stírur í augum en aðrir baðaðir og fínir. en allir mættir. blóðugt höfuð dótturinnar miðpunktur allrar athygli og hver og einn kom með sínar ráðleggingar um hvað væri best að gera. að lokum tókst okkur að þrífa sárið og kom þá í ljós að það var minna en blóðmagnið sagði til um. svo kom önnur sem klippti plástra niður í eitthvað skrýtið form, sárið var klemmt saman og voilá. dóttirin eins og ný, allir nágrannarnir sáttir og ég þakklát.
og nú erum við öll að fara saman í bíó með börnin að sjá ratatuille eða hvað hún heitir þarna.
ég er hjörð.
áðan var hún að vaska upp fyrir mig (í mexíkó tíðkast barnaþrælkun nefnilega í sumum sveitum og þar sem ég er í sveit...). skyndilega heyrði ég læti og skruðninga og þá hafði sú stutta dottið niður á gólf. blóð úr haus og ég fékk gæsahúð. makinn í vinnunni til tilbreytingar svo ég hóaði í svilkonuna sem er líka ein heima eftir að mágurinn fór að sækja óþolandi soninn tveimur vikum of snemma til bandaríkjanna. hann á aldrei eftir að ala þennan skratta upp... bölvaður vitleysingur... en það er önnur saga... innan skamms fylltist húsið mitt af ráðleggjandi nágrönnum, sumir ennþá á náttfötunum með stírur í augum en aðrir baðaðir og fínir. en allir mættir. blóðugt höfuð dótturinnar miðpunktur allrar athygli og hver og einn kom með sínar ráðleggingar um hvað væri best að gera. að lokum tókst okkur að þrífa sárið og kom þá í ljós að það var minna en blóðmagnið sagði til um. svo kom önnur sem klippti plástra niður í eitthvað skrýtið form, sárið var klemmt saman og voilá. dóttirin eins og ný, allir nágrannarnir sáttir og ég þakklát.
og nú erum við öll að fara saman í bíó með börnin að sjá ratatuille eða hvað hún heitir þarna.
ég er hjörð.
föstudagur, júlí 13, 2007
sú fráskilda fór úr húsi í gær til að forðast rifrildi við eiginmanninn á meðan hann kæmi að heimsækja synina tvo. skildi þá eftir með magos sem er konan sem hefur búið heima hjá henni til að þrífa, elda og sjá um strákana. þegar hún kom heim í gærkveld hafði eiginmaðurinn farið með strákana og magos og nú hefur hún ekki hugmynd hvar þeir eru niðurkomnir. þetta er samt allt eitthvað gruggugt. hún er amk farin með fötin sín heim til móður sinnar og hér stendur húsið autt. fullt af dóti, en autt. það sem hún segir stemmir samt ekki alltaf svo að það verður að passa að skoða allar hliðar málsins.
eiginmaðurinn hélt framhjá en varð svo fúll þegar hún kom heim með kærasta viku eftir að hann fór. hún hefur verið svo upptekin af kærastanum að þjónustustúlkan er næstum búin að sjá um þá ein undanfarið. pabbinn er búinn að vera pirraður og erfiður, en við erum að sjálfsögðu bara búin að fá hennar hlið málsins.
þessi mun að öllum líkindum vinna verðlaunin sem safaríkasta kjaftasaga ársins í þessu hverfi...
en nú er ég að fara á nágrannafund. ætla að sjá hvort mér tekst að ná myndum af einhverjum af söguhetjunum.
eiginmaðurinn hélt framhjá en varð svo fúll þegar hún kom heim með kærasta viku eftir að hann fór. hún hefur verið svo upptekin af kærastanum að þjónustustúlkan er næstum búin að sjá um þá ein undanfarið. pabbinn er búinn að vera pirraður og erfiður, en við erum að sjálfsögðu bara búin að fá hennar hlið málsins.
þessi mun að öllum líkindum vinna verðlaunin sem safaríkasta kjaftasaga ársins í þessu hverfi...
en nú er ég að fara á nágrannafund. ætla að sjá hvort mér tekst að ná myndum af einhverjum af söguhetjunum.
þriðjudagur, júlí 10, 2007
ég þarf að kaupa batterí.
þegar ég verð búin að gera það mun ég tengja myndavélina mína við tölvuna og bregða á leik. ég er sko búin að fá mér síðu þar sem ljósmyndirnar mínar verða til sýnis þeim sem hafa áhuga. núna er ég bara búin að setja 3 inn af því að mig vantar batterí. svo ætla ég að vera dugleg að taka og setja inn. ég ætla að taka myndir af fjölskyldunni minni fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá hana, af nágrönnunum fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá þá og af umhverfinu og því sem ég sé á förnum vegi fyrir þá sem hafa áhuga á því. þeir sem hafa ekki áhuga á neinu af áðurnefndu geta bara gert eitthvað annað.
http://www.flickr.com/photos/hryssa/
þegar ég verð búin að gera það mun ég tengja myndavélina mína við tölvuna og bregða á leik. ég er sko búin að fá mér síðu þar sem ljósmyndirnar mínar verða til sýnis þeim sem hafa áhuga. núna er ég bara búin að setja 3 inn af því að mig vantar batterí. svo ætla ég að vera dugleg að taka og setja inn. ég ætla að taka myndir af fjölskyldunni minni fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá hana, af nágrönnunum fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá þá og af umhverfinu og því sem ég sé á förnum vegi fyrir þá sem hafa áhuga á því. þeir sem hafa ekki áhuga á neinu af áðurnefndu geta bara gert eitthvað annað.
http://www.flickr.com/photos/hryssa/
áðan settist ég á hvítan plaststól. það væri varla í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hann brotnaði undan mér. brotnir stólar eru satt best að segja ekki þægilegir. en það er í lagi með mig, þetta var mjúk lending...
ef þú ert að hugsa að hún hafi verið mjúk af því að ég er með stóran rass þá er það hinn mesti misskilningur. þú getur bara sjálf-ur verið með stóran rass. típískt þú að hugsa eitthvað svona... rassinn á mér er bara mjög fínn þakka þér fyrir. sinnir sínu hlutverki fullkomlega. og það er mun þægilegra að vera með smá rass heldur en að þurfa að sitja á beinunum. og lendingin var mjúk af því að stóllinn bognaði hægt og rólega niður í gólf. og nei, það var ekki af því að ég er svo þung. ertu að segja að ég sé þung? og feit? ha? stólandskotinn var brotinn fyrir. og þetta var bara drasl-stóll. ég er ekkert feit. ég er stórbeinótt. og sterkleg.
hver var að biðja þig um álit hvort eð er?
andskotans vitleysa...
ps. láttu svo ekki eins og þú sért ekki þarna, ég sé þig vel.
ef þú ert að hugsa að hún hafi verið mjúk af því að ég er með stóran rass þá er það hinn mesti misskilningur. þú getur bara sjálf-ur verið með stóran rass. típískt þú að hugsa eitthvað svona... rassinn á mér er bara mjög fínn þakka þér fyrir. sinnir sínu hlutverki fullkomlega. og það er mun þægilegra að vera með smá rass heldur en að þurfa að sitja á beinunum. og lendingin var mjúk af því að stóllinn bognaði hægt og rólega niður í gólf. og nei, það var ekki af því að ég er svo þung. ertu að segja að ég sé þung? og feit? ha? stólandskotinn var brotinn fyrir. og þetta var bara drasl-stóll. ég er ekkert feit. ég er stórbeinótt. og sterkleg.
hver var að biðja þig um álit hvort eð er?
andskotans vitleysa...
ps. láttu svo ekki eins og þú sért ekki þarna, ég sé þig vel.
mánudagur, júlí 09, 2007
týri litli er farinn að aðlagast heimilinu. hann varð reyndar svolítið hissa í dag þegar síðburðurinn kom heim úr sólar- og sundferð með ömmu, afa og litlu frænkunum. þau höfðu nefnilega aldrei hist og hann bjóst sennilega ekki við því að þurfa að vera leikfang líka. en mér sýnist þeim koma vel saman.
í gær var hann horfinn meirihluta dags. ég heyrði ekki múkk og var farin að halda að hann hefði á óútskýranlegan hátt gufað upp úr læstu húsi. svo fann ég hann í gati á undir eldavélinni og asnabárðurinn komst ekki út. ég kallaði út björgunarsveitina og við vorum hér fimm nágrannakonur á hnjánum og maganum í langan tíma að bauka við að fá litla loðna fáráðlinginn undan eldavélinni. rori maður veronicu kom líka og tók næstum alla eldavélina í sundur. sem reyndist svo óþarfi svo að hann varð að setja hana saman aftur.... en ég var honum þakklát því hann er drullu hræddur við ketti. hann höndlar hvaða dýr sem er nema ketti. hinar kerlurnar voru endalaust að klóra í kálfana á honum því þeim þótti svo fyndið að sjá hann hoppa og góla.
rorí er svolítið fyndinn. hann talar alltaf við mann eins og lítið barn. svona gússí gússí. um daginn eftir nokkra áfengisdropa fór ég óvart að herma eftir honum. að honum fjarstöddum. loreto sofnaði úr hlátri og núna í hvert sinn sem rorí heilsar okkur byrja kerlur að tísta úr niðurbældum hlátri.
óþolandi unglingurinn fór í gær til júessei í herskólann sem reyndist eftir allt bara vera sumarbúðir með kajakferðum, hestum og sundi. hann er svo mikil frekja og klikkhaus að núna, á fyrsta degi, er honum að takast að sannfæra pabba sinn um að fara aftur heim á morgun.
við sem vorum farin að hlakka svo til að hvíla okkur á kauða.
í gær var hann horfinn meirihluta dags. ég heyrði ekki múkk og var farin að halda að hann hefði á óútskýranlegan hátt gufað upp úr læstu húsi. svo fann ég hann í gati á undir eldavélinni og asnabárðurinn komst ekki út. ég kallaði út björgunarsveitina og við vorum hér fimm nágrannakonur á hnjánum og maganum í langan tíma að bauka við að fá litla loðna fáráðlinginn undan eldavélinni. rori maður veronicu kom líka og tók næstum alla eldavélina í sundur. sem reyndist svo óþarfi svo að hann varð að setja hana saman aftur.... en ég var honum þakklát því hann er drullu hræddur við ketti. hann höndlar hvaða dýr sem er nema ketti. hinar kerlurnar voru endalaust að klóra í kálfana á honum því þeim þótti svo fyndið að sjá hann hoppa og góla.
rorí er svolítið fyndinn. hann talar alltaf við mann eins og lítið barn. svona gússí gússí. um daginn eftir nokkra áfengisdropa fór ég óvart að herma eftir honum. að honum fjarstöddum. loreto sofnaði úr hlátri og núna í hvert sinn sem rorí heilsar okkur byrja kerlur að tísta úr niðurbældum hlátri.
óþolandi unglingurinn fór í gær til júessei í herskólann sem reyndist eftir allt bara vera sumarbúðir með kajakferðum, hestum og sundi. hann er svo mikil frekja og klikkhaus að núna, á fyrsta degi, er honum að takast að sannfæra pabba sinn um að fara aftur heim á morgun.
við sem vorum farin að hlakka svo til að hvíla okkur á kauða.
föstudagur, júlí 06, 2007
naggrísinn er farinn til annars eiganda. ég held að ég sé með ofnæmi fyrir honum. naggrísir eru svosem ekkert spennandi dýr. gera ekki annað en éta og kúka og hlaupa svo í burtu ef maður vill snerta þá.
en dýrasagan er ekki öll úti enn. í gær átti ég leið framhjá subbulegri gæludýrabúð í subbulegri götu. þar var afgreiðslukonan með búr. í búrinu sat lítill grár kettlingur sem horfði á mig svona eins og stígvélaði kötturinn í shrek gerir. ég stoppaði að forvitnast og komst þá að því að sá litli var búinn að vera í búðinni í nokkurn tíma ásamt systkinum sínum sem öll höfðu verið gefin. hann var sá síðasti og virtist ekkert ætla að ganga út. hún nennti honum ekki lengur og ætlaði að láta svæfa hann.
og ég kom heim með kettling.
núna er bara spurning hvort ég sé líka með ofnæmi fyrir honum... kemur í ljós.
hann heitir týri :) og er voða sætur. bara pínulítið vælinn.
eftir smá stund hittast samstarfsfólk mitt og nemendur í síðustu kvöldmáltíðinni. mér þykir súrt að vera fjarri góðu gamni. það er svo gaman að vera með þessu fólki.
ég verð amk á lækjarbrekku í anda.
en dýrasagan er ekki öll úti enn. í gær átti ég leið framhjá subbulegri gæludýrabúð í subbulegri götu. þar var afgreiðslukonan með búr. í búrinu sat lítill grár kettlingur sem horfði á mig svona eins og stígvélaði kötturinn í shrek gerir. ég stoppaði að forvitnast og komst þá að því að sá litli var búinn að vera í búðinni í nokkurn tíma ásamt systkinum sínum sem öll höfðu verið gefin. hann var sá síðasti og virtist ekkert ætla að ganga út. hún nennti honum ekki lengur og ætlaði að láta svæfa hann.
og ég kom heim með kettling.
núna er bara spurning hvort ég sé líka með ofnæmi fyrir honum... kemur í ljós.
hann heitir týri :) og er voða sætur. bara pínulítið vælinn.
eftir smá stund hittast samstarfsfólk mitt og nemendur í síðustu kvöldmáltíðinni. mér þykir súrt að vera fjarri góðu gamni. það er svo gaman að vera með þessu fólki.
ég verð amk á lækjarbrekku í anda.
fimmtudagur, júlí 05, 2007
í dag er svona afturfótadagur. allt gengur á þeim.
í gærkveld setti ég naggrísinn hana krúsí í risastórt búr til að gleðja hana. í morgun þegar ég vaknaði var hún búin að sparka mat og sagi útum allt gólf. og ég þreif. svo bjó ég mér til svona eggjabrauð sem varð allt ónýtt. einhver setti kókómalt í glasi í ísskápinn. einhver hellti því niður í ísskápnum. og ég þreif. svo ætlaði ég að gera egg fyrir frumburðinn... missti egg í gólfið. og þreif.
á meðan sat litla dóttir veronicu þögul uppi á baði. þegar ég kom upp var baðherbergið á floti. sú litla líka. og búin að pissa í sig. og ég þreif.
ég veit ekki hvort ég þori að gera neitt fleira í dag, þetta lítur ekki vel út með heppnina og svona...
ps. hvað þýðir mala suerte?
í gærkveld setti ég naggrísinn hana krúsí í risastórt búr til að gleðja hana. í morgun þegar ég vaknaði var hún búin að sparka mat og sagi útum allt gólf. og ég þreif. svo bjó ég mér til svona eggjabrauð sem varð allt ónýtt. einhver setti kókómalt í glasi í ísskápinn. einhver hellti því niður í ísskápnum. og ég þreif. svo ætlaði ég að gera egg fyrir frumburðinn... missti egg í gólfið. og þreif.
á meðan sat litla dóttir veronicu þögul uppi á baði. þegar ég kom upp var baðherbergið á floti. sú litla líka. og búin að pissa í sig. og ég þreif.
ég veit ekki hvort ég þori að gera neitt fleira í dag, þetta lítur ekki vel út með heppnina og svona...
ps. hvað þýðir mala suerte?
ég er að horfa á fréttir með öðru auganu.
uppi í sveit hrundi fjallshlíðin yfir rútu. nú þarf að grafa fólkið upp til að geta grafið það. dapurlegt.
annarstaðar uppi í sveit var herinn að eyða mörgum hekturum af maríjúanaekrum.
heima hjá kínverja í mexíkóborg fundust 268 milljón dollarar í hundraðdollaraseðlum. í sama herbergi voru 50 milljón evrur, 200 og eitthvað þúsund pesosar og einhver slatti af jenum. mig grunar að peningarnir hafi verið of óhreinir til að fara í bankann. þeir voru allavega of margir til að passa undir dýnuna.
púsluspilið er búið. það vantar 14 púsl. arg.
ég er ekki enn búin að finna mig í neinni sápuóperu. samt eru ábyggilega um 15 í gangi. þær heita allar mjög mögnuðum nöfnum. listin að elska. tvær konur, einn vegur. faðmaðu mig fast. stjúpmóðirin. svikakvendið. ég elska juan querendón. villihjarta. ást í ræktun.... þetta hljómar allt einhvernvegin væmnara á spænsku.
uppi í sveit hrundi fjallshlíðin yfir rútu. nú þarf að grafa fólkið upp til að geta grafið það. dapurlegt.
annarstaðar uppi í sveit var herinn að eyða mörgum hekturum af maríjúanaekrum.
heima hjá kínverja í mexíkóborg fundust 268 milljón dollarar í hundraðdollaraseðlum. í sama herbergi voru 50 milljón evrur, 200 og eitthvað þúsund pesosar og einhver slatti af jenum. mig grunar að peningarnir hafi verið of óhreinir til að fara í bankann. þeir voru allavega of margir til að passa undir dýnuna.
púsluspilið er búið. það vantar 14 púsl. arg.
ég er ekki enn búin að finna mig í neinni sápuóperu. samt eru ábyggilega um 15 í gangi. þær heita allar mjög mögnuðum nöfnum. listin að elska. tvær konur, einn vegur. faðmaðu mig fast. stjúpmóðirin. svikakvendið. ég elska juan querendón. villihjarta. ást í ræktun.... þetta hljómar allt einhvernvegin væmnara á spænsku.
miðvikudagur, júlí 04, 2007
mér er illt í ónýta jaxlinum. mig langar til tomma tannlæknis. ég treysti einhvernvegin ekki mexíkönskum tannlæknum eftir að bifvélavirkinn dró úr mér endajaxlinn hérna um árið. makinn minn var aðstoðarmaður hans. martröð.
væri einhver til í að stofna söfnunarreikning undir nafninu ,,tannlækninn út"? og svo sendið þið mér vinsamlegast hann tomma hingað út svo að hann geti lagað mig. ég yrði óendanlega þakklát.
væri einhver til í að stofna söfnunarreikning undir nafninu ,,tannlækninn út"? og svo sendið þið mér vinsamlegast hann tomma hingað út svo að hann geti lagað mig. ég yrði óendanlega þakklát.
mánudagur, júlí 02, 2007
hérna er oftast sól á daginn. hitinn fer yfirleitt hærra en á íslandi. samt er sumarið á íslandi einhvernvegin meira spennandi. þegar ég sé að það er hlýtt heima langar mig í sund og að kaupa ís og grilla. hérna koma stundum karlar að slá grasið og þá fyllist ég sumarstemmingu. það er eitthvað við hljóðið í slátturvél.
ég hlusta á bylgjuna í gegnum netið og það heyrist á fólki að það er sumar. alltaf verið að tala um veðrið og svo er fólk voða mikið að óska manni gleðilegs sumars. hérna óskar aldrei neinn gleðilegs sumars og enginn talar neitt sérstaklega um sólina.
mig vantar meira svona sumar sumar.
gleðilegt sumar
ég hlusta á bylgjuna í gegnum netið og það heyrist á fólki að það er sumar. alltaf verið að tala um veðrið og svo er fólk voða mikið að óska manni gleðilegs sumars. hérna óskar aldrei neinn gleðilegs sumars og enginn talar neitt sérstaklega um sólina.
mig vantar meira svona sumar sumar.
gleðilegt sumar
mikið félagslíf átti sér stað um helgina. í dag þjáist ég af þreytu af þeim sökum.
á föstudaginn fóru karlarnir á nágrannafundinn mikla sem endaði víst bara ósköp rólega. reiðin runnin af öllum og þeir hegðuðu sér víst næstum því eins og mestu sjentílmenni. á meðan þeir voru á fundinum sátum við, aðþrengdu eiginkonurnar, með romm í glösum og biðum spenntar eftir fréttum. fréttirnar urðu fáar, en rommglösin urðu mörg því við vorum svo hrikalega spenntar. og það var hlegið og blaðrað og sungið. á laugardeginum hittust allir makabræðurnir með svilkonunum og frændsystkini makans ásamt eigin mökum, á veitingastað/bar í borginni. tilefnið var tilvonandi afmæli næstyngsta mágsins. staðurinn var á mörgum hæðum og stíllinn var svona sumarhús á grikklandi eitthvað... allt hvítt og eiginlega bara rosa flott. verðið var í samræmi við flottheitin. á grikklandi var drukkið og hlegið og spjallað og hlegið meira. vinirnir og vandamennirnir urðu vel slompuð og svo fórum við heim.
í morgun (núna er sunnudagskveld) þurftum við svo að mæta snemma í morgunmat/fermingu hjá vini elsta mágsins sem bauð okkur öllum. það var verið að kaþólikkaferma börnin hans tvö. og við átum og átum og átum aðeins meira undir tónlist sem hefði frekar átt heima í brúðkaupsveislupartýi um kvöld. ekki alveg það sem mig langaði að heyra svona á sunnudagsmorgni eftir ,,erfiða" nótt.
núna er ég að deyja úr þreytu.
á föstudaginn fóru karlarnir á nágrannafundinn mikla sem endaði víst bara ósköp rólega. reiðin runnin af öllum og þeir hegðuðu sér víst næstum því eins og mestu sjentílmenni. á meðan þeir voru á fundinum sátum við, aðþrengdu eiginkonurnar, með romm í glösum og biðum spenntar eftir fréttum. fréttirnar urðu fáar, en rommglösin urðu mörg því við vorum svo hrikalega spenntar. og það var hlegið og blaðrað og sungið. á laugardeginum hittust allir makabræðurnir með svilkonunum og frændsystkini makans ásamt eigin mökum, á veitingastað/bar í borginni. tilefnið var tilvonandi afmæli næstyngsta mágsins. staðurinn var á mörgum hæðum og stíllinn var svona sumarhús á grikklandi eitthvað... allt hvítt og eiginlega bara rosa flott. verðið var í samræmi við flottheitin. á grikklandi var drukkið og hlegið og spjallað og hlegið meira. vinirnir og vandamennirnir urðu vel slompuð og svo fórum við heim.
í morgun (núna er sunnudagskveld) þurftum við svo að mæta snemma í morgunmat/fermingu hjá vini elsta mágsins sem bauð okkur öllum. það var verið að kaþólikkaferma börnin hans tvö. og við átum og átum og átum aðeins meira undir tónlist sem hefði frekar átt heima í brúðkaupsveislupartýi um kvöld. ekki alveg það sem mig langaði að heyra svona á sunnudagsmorgni eftir ,,erfiða" nótt.
núna er ég að deyja úr þreytu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)