ég er þreytt.
þreytt á að halda uppi heimili ein
þreytt á að vera vakin á næturnar og eldsnemma á morgnana
þreytt á að þurfa að fara snemma að sofa
þreytt á að eiga aldrei pening
þreytt á að finna upp eitthvað í matinn
þreytt á að útbúa matinn
þreytt á að gera hreint
þreytt á að vera alltaf að gera sömu hlutina
þreytt á að hafa engan drifkraft eða hugmyndaflug
þreytt á að fara út í kuldann á morgnana
þreytt á að vera kalt á tánum á kvöldin
þreytt á veðrinu
þreytt á sumu fólki í vinnunni minni
þreytt á hafa engin spennandi verkefni fyrir stafni
þreytt á að vera alltaf í sömu gömlu fötunum
þreytt á að nenna aldrei neinu
þreytt á að hugsa um skuldir og skuldbindingar
þreytt á að finnast ég vera of þung og slöpp og drusluleg
þreytt á að plokka á mér augabrúnirnar og raka mig
þreytt á að hugsa um að hreyfa mig og borða hollt
þreytt á að hafa áhyggjur af því að eldast
þreytt á að bera ábyrgð á öðrum
þreytt á því að vita ekkert hvað ég á að læra meira og gera meira
þreytt á að flytja
þreytt á að vera kyrr
þreytt á að vera þreytt...
sunnudagur, október 30, 2005
miðvikudagur, október 26, 2005
fimmtudagur, október 20, 2005
og er nú ritgerða og prófavertíð runnin upp. verða rauðir pennar spændir upp við leiðréttinga og yfirferðastörf. mér þykja rauðir pennar skemmtilegir.
ég nota þá óspart til að fara yfir félagsfræðiritgerðir og þá krota ég í hverja einustu stafsetningarvillu sem ég rekst á. einhverjum gæti þótt það fasistalegar aðferðir þar sem ég sé ekki um íslenskukennslu en ég lít á það þannig að með þessu er ég að benda þeim á allt sem þau eru að gera vitlaust (dreg þó að sjálfsögðu ekki niður fyrir stafsetningarvillur en þó hefur lélegur frágangur og kæruleysi áhrif á einkunn). þegar fólk fær félagsfræðiritgerðir í hausinn sem eru allar útkrotaðar vegna lélegrar íslensku eða stafsetningar ætti það að sýna þeim að þörf er á úrbótum. ég er nefnilega ein af þessu fólki sem hefur gaman af tungumálinu og hef gaman af að nota það en fæ illt í beinin þegar farið er illa með það (eins og ég hef örugglega áður sagt).
bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi hef ég rekist á ófáa íslenskuaulabárðana sem tala ósköp ágætlega en skrifa eins og fíbbl. mér er sagt að grunnskólakennarar efri bekkja séu núna komnir með einhverja reglufóbíu og forðist að kenna krökkunum ,,hardcore" (harðkjarna) reglur en séu meira í því að reyna að láta upplýsingarnar meltast inn í skallan á krökkunum í gegnum leik og störf.... svo kann þetta lið ekki að stafsetja nokkurn skapaðan hlut þegar þeim er skilað út í samfélagið vegna þess að skólakerfið er orðið of tilfinningavænt og manneskjulegt fyrir utanbókarlærdóm og reglur.
ég segi nú bara fyrir sjálfa mig að það eina sem ég man úr grunnskóla eru fjandans reglurnar sem ég tróð inn í hausinn á mér með því að endurtaka aftur og aftur.
einkunn, miskunn, vorkunn, forkunn. ap,jún, sept, nóv, 30 hver, einn til hinir kjósa sér, febrúar tvenna fjórtán ber. annar fáeinir enginn neinn, ýmis báðir sérhver, hvorugur sumir hver og einn, hvor og nokkur einhver. annar hver, annar hvor, annar tveggja, hvor tveggja.
jæja, best að hætta þessu nöldri
ég nota þá óspart til að fara yfir félagsfræðiritgerðir og þá krota ég í hverja einustu stafsetningarvillu sem ég rekst á. einhverjum gæti þótt það fasistalegar aðferðir þar sem ég sé ekki um íslenskukennslu en ég lít á það þannig að með þessu er ég að benda þeim á allt sem þau eru að gera vitlaust (dreg þó að sjálfsögðu ekki niður fyrir stafsetningarvillur en þó hefur lélegur frágangur og kæruleysi áhrif á einkunn). þegar fólk fær félagsfræðiritgerðir í hausinn sem eru allar útkrotaðar vegna lélegrar íslensku eða stafsetningar ætti það að sýna þeim að þörf er á úrbótum. ég er nefnilega ein af þessu fólki sem hefur gaman af tungumálinu og hef gaman af að nota það en fæ illt í beinin þegar farið er illa með það (eins og ég hef örugglega áður sagt).
bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi hef ég rekist á ófáa íslenskuaulabárðana sem tala ósköp ágætlega en skrifa eins og fíbbl. mér er sagt að grunnskólakennarar efri bekkja séu núna komnir með einhverja reglufóbíu og forðist að kenna krökkunum ,,hardcore" (harðkjarna) reglur en séu meira í því að reyna að láta upplýsingarnar meltast inn í skallan á krökkunum í gegnum leik og störf.... svo kann þetta lið ekki að stafsetja nokkurn skapaðan hlut þegar þeim er skilað út í samfélagið vegna þess að skólakerfið er orðið of tilfinningavænt og manneskjulegt fyrir utanbókarlærdóm og reglur.
ég segi nú bara fyrir sjálfa mig að það eina sem ég man úr grunnskóla eru fjandans reglurnar sem ég tróð inn í hausinn á mér með því að endurtaka aftur og aftur.
einkunn, miskunn, vorkunn, forkunn. ap,jún, sept, nóv, 30 hver, einn til hinir kjósa sér, febrúar tvenna fjórtán ber. annar fáeinir enginn neinn, ýmis báðir sérhver, hvorugur sumir hver og einn, hvor og nokkur einhver. annar hver, annar hvor, annar tveggja, hvor tveggja.
jæja, best að hætta þessu nöldri
þriðjudagur, október 18, 2005
jón gnarr er farinn að fara í taugarnar á mér. allir siðapostular gera það.
and now to something completely different....
ég er alltaf að reyna að hætta að éta nammi og drekka gos á virkum dögum. ég finn mér samt alltaf afsökun fyrir að gera það ,,bara í dag" og svo finnst mér ég vera fáviti.
en ég syndi fimmhundruð metra á hverjum virkum degi, geri aðrir betur. og af því er ég stolt. svo stolt að ég fæ mér nammi í tilefni dagsins.
barf.
mér er farið að líða eins og hafnarfirði. ég er full af hringtorgum. ég er ekki fyrr komin af stað í eitthvað en ég kem að hringtorgi og þarf að velja hvaða útgang ég ætla að nota. hver útgangur kemur mér svo á sitthvorn staðinn í lífinu. núna er ég einmitt á leið inná eitt slíkt torg. ég get ómögulega valið hvar ég á að beygja...
hvort er betra að vera sáttur við það sem er þegar fínt og ágætt og gæti orðið þannig um ókomin ár, fínt og ágætt alltaf eins, eða taka sénsinn, stökkva út í djúpu laugina og sjá hvað setur, prófa eitthvað nýtt og óþekkt og hrista upp í hlutunum?
ég er heimaskítsmát.
and now to something completely different....
ég er alltaf að reyna að hætta að éta nammi og drekka gos á virkum dögum. ég finn mér samt alltaf afsökun fyrir að gera það ,,bara í dag" og svo finnst mér ég vera fáviti.
en ég syndi fimmhundruð metra á hverjum virkum degi, geri aðrir betur. og af því er ég stolt. svo stolt að ég fæ mér nammi í tilefni dagsins.
barf.
mér er farið að líða eins og hafnarfirði. ég er full af hringtorgum. ég er ekki fyrr komin af stað í eitthvað en ég kem að hringtorgi og þarf að velja hvaða útgang ég ætla að nota. hver útgangur kemur mér svo á sitthvorn staðinn í lífinu. núna er ég einmitt á leið inná eitt slíkt torg. ég get ómögulega valið hvar ég á að beygja...
hvort er betra að vera sáttur við það sem er þegar fínt og ágætt og gæti orðið þannig um ókomin ár, fínt og ágætt alltaf eins, eða taka sénsinn, stökkva út í djúpu laugina og sjá hvað setur, prófa eitthvað nýtt og óþekkt og hrista upp í hlutunum?
ég er heimaskítsmát.
fimmtudagur, október 13, 2005
konur sem eru pirraðar og fúlar á móti þegar þær eru berrassaðar í sturtuklefum sundlauga eru asnalegar. það er asnalegt að vera pirraður og berrassaður á sama tíma. og það á við um karla líka, ég var bara svo ung þegar ég fór í karlaklefann síðast að ég get ekki sagt að ég muni eftir því.
sem minnir mig á það... mig langar stundum að valsa inn í karlaklefann þegar ég er í sundi. ekki til að sjá berrassaða karla heldur bara vegna þess að það er bannað. mér finnst svo óþægilegt að horfa á þennan inngang þar sem helmingur mannkynsins má fara inn og út að eigin vild, en mega ekki sjálf kíkja smá, hvað þá meira. mig langar líka svo mikið að fá að bera saman... labba um og benda í allar áttir. ,,hey! af hverju eruð þið með svona?" ,,hva? eruð þið ekki með blásara?"... og svona gaman.
ef búningsklefarnir í sundi hefðu einfaldlega alltaf verið sameiginlegir fyndist okkur sennilega ekkert skrýtið að fara öll í sturtu saman. þá væri líklega minna um útlendinga í laugunum. sökum spéhræðslu sko, ekkert að útlendingum þannig lagað, enda á ég einn og tvo hálfa heima hjá mér og get lítt kvartað.
hér með legg ég til að aðskilnaðarstefnu sundlauga og íþróttahúsa verði útrýmt og kynjaaðskilnaðarmúrinn verði brotinn niður á milli klefanna.
niður með spéhræðsluna!
ps. nú skipa ég eins og ljúfa: kvittaðu ef þú lest mig.
sem minnir mig á það... mig langar stundum að valsa inn í karlaklefann þegar ég er í sundi. ekki til að sjá berrassaða karla heldur bara vegna þess að það er bannað. mér finnst svo óþægilegt að horfa á þennan inngang þar sem helmingur mannkynsins má fara inn og út að eigin vild, en mega ekki sjálf kíkja smá, hvað þá meira. mig langar líka svo mikið að fá að bera saman... labba um og benda í allar áttir. ,,hey! af hverju eruð þið með svona?" ,,hva? eruð þið ekki með blásara?"... og svona gaman.
ef búningsklefarnir í sundi hefðu einfaldlega alltaf verið sameiginlegir fyndist okkur sennilega ekkert skrýtið að fara öll í sturtu saman. þá væri líklega minna um útlendinga í laugunum. sökum spéhræðslu sko, ekkert að útlendingum þannig lagað, enda á ég einn og tvo hálfa heima hjá mér og get lítt kvartað.
hér með legg ég til að aðskilnaðarstefnu sundlauga og íþróttahúsa verði útrýmt og kynjaaðskilnaðarmúrinn verði brotinn niður á milli klefanna.
niður með spéhræðsluna!
ps. nú skipa ég eins og ljúfa: kvittaðu ef þú lest mig.
miðvikudagur, október 12, 2005
í gærkveldi þar sem ég lá í rúminu mínu stóra og mikla og tómlega datt mér eitthvað stórsniðugt í hug til að blogga um í dag. svo hugsaði ég með mér að það væri nú sniðugt að skrifa hugmyndirnar hjá mér til að muna þær í dag. en nennti ekki framúr. og nú man ég ómögulega hvað þetta sniðuga var sem ég ætlaði að skrifa.
nema hvað... síðburður minn sem ráfar nú í kringum mig með hárið í hnút, hor og tár flæðandi um allt og einstaklega beinaborandi vælutón yfir einhverjum fjandans bláum plastketti úr kexpakka sem hún heimtaði af ákafa að ég klippti í sundur áðan en vill nú fá hann aftur í samt lag, er ekki að hjálpa mér mikið við að muna góðu hugmyndina. frekar mætti segja að hún væri að pynta heilasellur mínar og steikja þær á pönnu. eina í einu.
barn til sölu. fæst ódýrt.
já og svo langar mig til að þakka ykkur kæru gestir fyrir að sýna mér þann einstaka heiður að kíkja hingað inn af og til, það er ekkert nema unaður fyrir sálartetrið þegar einhver hefur gaman af. (ef einhverjir eru ósýnilegir þá þakka ég þeim líka)
farin að leika aðframkomna yfirgefna móður með tvö börn og heimili...
nema hvað... síðburður minn sem ráfar nú í kringum mig með hárið í hnút, hor og tár flæðandi um allt og einstaklega beinaborandi vælutón yfir einhverjum fjandans bláum plastketti úr kexpakka sem hún heimtaði af ákafa að ég klippti í sundur áðan en vill nú fá hann aftur í samt lag, er ekki að hjálpa mér mikið við að muna góðu hugmyndina. frekar mætti segja að hún væri að pynta heilasellur mínar og steikja þær á pönnu. eina í einu.
barn til sölu. fæst ódýrt.
já og svo langar mig til að þakka ykkur kæru gestir fyrir að sýna mér þann einstaka heiður að kíkja hingað inn af og til, það er ekkert nema unaður fyrir sálartetrið þegar einhver hefur gaman af. (ef einhverjir eru ósýnilegir þá þakka ég þeim líka)
farin að leika aðframkomna yfirgefna móður með tvö börn og heimili...
fimmtudagur, október 06, 2005
í gærkveldi ákvað ég að söðla um, skipta um sjóndeildarhring, venda kvæði mínu í kross og láta til skarar skríða. ég settist niður með blýant og strokleður í hönd og stílabók á hnjám eftir að hafa ákveðið að prófa að stinga litlu tánni innfyrir veröld minnar kæru litlusystur. svo bjó ég til nokkrar teiknimyndasögur, eða svokallaða einrömmunga eins og skörungar innan stéttarinnar vilja víst kalla þá.
mér hálfpartinn brá þegar ég sá hvað ég er óhemju lélegur teiknari en ég fyrirgaf sjálfri mér þó hæfileikaskortinn þegar ég sá hvað fyrsta myndin var ógeðslega fyndin. allavega samkvæmt mínum fyndnimæli.
þá er sennilega fátt eftir í stöðunni annað en að leyfa einhverjum að sjá og verða svo fyrir vonbrigðum af því að enginn á eftir að hlægja jafn mikið og ég.
nú velti ég því fyrir mér hvort teiknimyndasöguhöfundar hlæi að eigin afrakstri.
ekki það að ég er svosem enginn teiknimyndasöguhöfundur, eiginlega frekar svona lítið eftirhermurassgat sem er að rembast við að vera memm.
nema hvað. lúsarleit hefur verið gerð að eftirlifandi lúsum en þær virðast semsagt hafa dottið okkur allar dauðar úr höfði um síðustu helgi. þökk sé guði í upphæðum.
svona breytast nú hádramatískar uppákomur oft í skondnar sögur úr fortíðinni. o sei sei...
mér hálfpartinn brá þegar ég sá hvað ég er óhemju lélegur teiknari en ég fyrirgaf sjálfri mér þó hæfileikaskortinn þegar ég sá hvað fyrsta myndin var ógeðslega fyndin. allavega samkvæmt mínum fyndnimæli.
þá er sennilega fátt eftir í stöðunni annað en að leyfa einhverjum að sjá og verða svo fyrir vonbrigðum af því að enginn á eftir að hlægja jafn mikið og ég.
nú velti ég því fyrir mér hvort teiknimyndasöguhöfundar hlæi að eigin afrakstri.
ekki það að ég er svosem enginn teiknimyndasöguhöfundur, eiginlega frekar svona lítið eftirhermurassgat sem er að rembast við að vera memm.
nema hvað. lúsarleit hefur verið gerð að eftirlifandi lúsum en þær virðast semsagt hafa dottið okkur allar dauðar úr höfði um síðustu helgi. þökk sé guði í upphæðum.
svona breytast nú hádramatískar uppákomur oft í skondnar sögur úr fortíðinni. o sei sei...
þriðjudagur, október 04, 2005
þetta var nú meiri helgin. á föstudaginn duttu mér allar dauðar lýs úr höfði. bókstaflega.
ég var með tvær. og nit.
síðburðinum hafði þá tekist að dangla sínum ljósu mexíkanalokkum í eitthvað eða einhvern með pöddur í skallanum og ein þeirra hefur náð taki á höfuðleðri dótturinnar. nú og svo hefur verið stundað lúsakynlíf á höfði hennar og eggjum var verpt hirst og her. annað hvort hefur hún orðið fyrir massívu áhlaupi innflytjendalúsa eða þær hafa verið iðnar við kolann við að fjölga sér því að hún var með einar fimm og góðan slatta afkvæma í eggjum. og svo fékk ég náttúrulega afleggjara.
ég rauk í apótekið og hvíslaði laumulega að afgreiðslustúlkunni að ég þyrfti lúsasjampó. ,,ertu búin að finna lús?" spurði hún ekki hvíslandi. ,,já" hvíslaði ég. ,,Sigga, komdu aðeins, hvort er aftur betra að nota olíuna eða sjampóið þegar lúsin er fundin?" gólaði sú sloppaklædda aftur fyrir sig og gerði mér ansi erfitt fyrir að forðast augnaráð raðarkollega minna.
ég fór út með sjampóið og reyndi að ganga bein í baki eins og stoltur og herskár lúsaveiðimaður en ekki eins og laumuleg subbubarnamóðir.
og svo var þvegið og skrúbbað og nuddað og plokkað.
og okkur duttu allar dauðar lýs úr höfði.
nú bíð ég bara eftir njálgnum. þá fyrst verður gaman í apótekinu.
ps. ég komst að því að amma mín er haldin fordómum gagnvart lúsugum. henni þykir samt voða vænt um okkur...hehehe...
psps.lúsarsmit tengist ekki skorti á hreinlæti. bara svo þið vitið það, ha. ha!
ég var með tvær. og nit.
síðburðinum hafði þá tekist að dangla sínum ljósu mexíkanalokkum í eitthvað eða einhvern með pöddur í skallanum og ein þeirra hefur náð taki á höfuðleðri dótturinnar. nú og svo hefur verið stundað lúsakynlíf á höfði hennar og eggjum var verpt hirst og her. annað hvort hefur hún orðið fyrir massívu áhlaupi innflytjendalúsa eða þær hafa verið iðnar við kolann við að fjölga sér því að hún var með einar fimm og góðan slatta afkvæma í eggjum. og svo fékk ég náttúrulega afleggjara.
ég rauk í apótekið og hvíslaði laumulega að afgreiðslustúlkunni að ég þyrfti lúsasjampó. ,,ertu búin að finna lús?" spurði hún ekki hvíslandi. ,,já" hvíslaði ég. ,,Sigga, komdu aðeins, hvort er aftur betra að nota olíuna eða sjampóið þegar lúsin er fundin?" gólaði sú sloppaklædda aftur fyrir sig og gerði mér ansi erfitt fyrir að forðast augnaráð raðarkollega minna.
ég fór út með sjampóið og reyndi að ganga bein í baki eins og stoltur og herskár lúsaveiðimaður en ekki eins og laumuleg subbubarnamóðir.
og svo var þvegið og skrúbbað og nuddað og plokkað.
og okkur duttu allar dauðar lýs úr höfði.
nú bíð ég bara eftir njálgnum. þá fyrst verður gaman í apótekinu.
ps. ég komst að því að amma mín er haldin fordómum gagnvart lúsugum. henni þykir samt voða vænt um okkur...hehehe...
psps.lúsarsmit tengist ekki skorti á hreinlæti. bara svo þið vitið það, ha. ha!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)