föstudagur, júlí 30, 2004

pabbi minn segir ad thad se miklu betra ad eiga makka. thess vegna nota eg alltaf makka nema i vinnunni. nu er eg med makka sem hann lanadi mer med nyju styrikerfi en thad eru eins og sest ekki komnir islensku stafirnir i hana. thad er gallinn vid makkana. islenskustafaruglid alltafhreint. annars eru their sosum voda finir.
eg veit ad thad er ekki gaman ad lesa svona islensku. thad venst samt agaetlega og er kannski fin aefing i hljodfraedi..hehe.. nu er eg ad reyna ad taka pollyonnu a astandid.
en vikan er nu senn a enda og thessi stafafotlun min fer ad lagast. eg nenni nottlega ekkert ad blogga af viti thegar astandid er svona, en svo segja frodir ad madur eigi lika ad vera i frii thegar madur er i frii...
eg er heilmikid ad spogulera thessa dagana og margt sem mig langar til ad gubba fra mer i vangaveltudagbokina mina, en thad verdur bara svo ansi kjanalegt svona. best ad halda i ser adeins lengur.
hald

miðvikudagur, júlí 28, 2004

okey, n'u er 'eg komin med tolvu en enga helv'itis 'islenska stafi svo ad 'eg segi pass... thegar 'eg verd komin med thetta allt 'i lag verd 'eg komin aftur 'i vinnuna thar sem allt er 'i lagi.
sskrambinn.
bare with me....
arg

þriðjudagur, júlí 27, 2004

nú er ég í fríi. það er sko ekkert frí að vera í fríi. það þarf víst að gefa þessum krökkum að eta oftar ein einu sinni á dag, svo þarf víst að skipta bleyjunum á þeirri litlu oftar en mig minnti og í ofanálag þarf að sjá til þess að liðið deyi ekki úr leiðindum.
ef ekki væri fyrir veðrið liggur við að ég væri farin að hlakka til haustsins þegar blessuð rútínan leggst yfir. ég er að átta mig á því að ég er óttalegur rútínubolti. vil geta lesið tölvupóstinn minn að staðaldri, lesið blogg, borðað hádegismat klukkan eitthvað ákveðið og allt eitthvað svona skipulagt. ætli þetta séu ekki eftirköstin af því að hafa verið lengi í skóla þar sem stundaskráin sér um þetta allt fyrir mann. sjálfstæð tímaskipulagning óþörf. eins gott að ég er aftur að komast í skóla. spurning þó hvort að kennarar fái að lifa eftir stundaskránni líka...
en ég er semsagt núna ekki með internet heima og er í mínus. ég er sko með nettengingu en enga tölvu sem virkar. bara eina gamla druslu sem sagði bara bíp bíp í gærkvöldi þegar ég stakk henni í samband. eins gott að hún sprakk ekki hreinlega í andlitið á mér helvísk.
og ég var með fráhvarfseinkenni allan gærdaginn. lét mig meira að segja hafa það að hlaupa heim til mor og far í þeim tilgangi að sjá póstinn og svona..... og hér er ég... algjör fíkill og lúði.
en mikið líður mér samt betur....aaaaahhhhh.... ég er búin að blogga.
þá er best að taka nálina úr handleggnum, losa um teygjuna og slaaaaka.....

svo á eftir fer ég að hafa áhyggjur af því hvernig ég get reddað mér skammtinum á morgun.

(svo hef ég líka þessa fínu afsökun fyrir þá sem finnst ég skrýtin að ég VERÐ að geta skoðað fasteignavefinn því nú er ég að leita mér að íbúð)

sjáumst vonandi á morgun. ef ekki þá megið þið hugsa til mín sveittrar, fölrar, pirraðrar, dapurlegrar með stóra bauga undir augunum, slímkennt munnvatn og léttan skjálfta.
spurning um að kæra bill gates.... hmmm??!

laugardagur, júlí 24, 2004

nú fór ekki betur en svo að færslan mín sem leiddi af sér þessar fínustu umræður um klambratúnið og önnur falleg nöfn sem við nostalgíufroskarnir höldum á lofti í hjörtum okkar er horfin. en umræðurnar voru samt skemmtilegar. ég skal reyna að lofa því að láta ekki fleira hverfa í framtíðinni.
nema hvað, nú er ég komin í frí. vúha! ég veit reyndar ekkert hvað ég á að gera við það, enda er makinn að hefja störf strax á mánudaginn (talking about timing!) og ég verð sennilega eitthvað að ræflast með barn í kerru og annað einhverstaðar úti að hjóla í rúma viku. sosum gerir maður leiðinlegri hluti... en það er nú samt hægt að fá leið á laugaveginum.

nú er eitthvað svo margt í gangi. bleikklæddu sólbrenndu mennirnir fengu sínu fram og núna er ég að fara að skipta um starf, skipta um hús, makinn að skipta um vinnustað, síðburðurinn að skipta um dagvistun, það þarf að skipta á henni oft á dag og muna að skipta reglulega um föt.
ef ég er strætó þegar ég fer út að keyra þá er ég stödd á einhverskonar gífulegum skiptimiðastað í lífinu einmitt núna. spurning um að koma sér í eitthvað skiptinemaprógramm.... eða kannski ekki. er sosum búin að því tvisvar. geri aðrir betur.

svo áður en ég dríf mig upp í rúm (sem þarfnast fljótlega skiptingar á rúmfötum) langar mig að segja ykkur frá því að ég er í agötu kristí rassíu þessa dagana. nú hef ég tekið einar 11 bækur á bókasafninu og kláraði loksins að lesa þær sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina og svei mér þá ef kerlingin er ekki hreinn og klár snillingur. tilgangurinn með þessari rassíu minni er sá að komast að því hversu margar bækur ég þarf að lesa til þess að geta loksins áttað mig á því fyrirfram hver morðinginn er. mér tókst það reyndar einu sinni en það var bara í einni lítilli smásögu svo að það telst eiginlega bara sem hálft stig. svo gæti nottlega verið að ég hafi lesið hana einhverntíman áður og þess vegna munað í undirmeðvitundinni að konan sem kom heim með manninum af ströndini hafi hreinlega ekki verið sú sama og hún þóttist vera, heldur var hún að þykjast vera konan sem drukknaði, til þess að koma sökinni af eiginmanninum.
mér er hreinlega farið að þykja vænt um þessar ofboðslega bresku týpur sem eru alltaf á sveimi í þessum bókum. og málfarið er ekkert annað en hreinræktuð konungleg bresk snilld síns tíma.
samt fúlt að geta ekki áttað sig á plottinu. vonandi segir það þó meira um snilld agötu en hitt...sem ég vil ekki einu sinni hugsa.... arg...
but for now I bid you farewell my distinguished guests as I retire myself from this gathering and turn to my chambers.
may all of you enjoy your festivities this weekend and be in the best of health among your loved ones.

föstudagur, júlí 23, 2004

he he he.... http://www.wilken.freeserve.co.uk/Montypython/songs.htm ... he he... sniff....
news flash:  vinningshafi skoðanakannananannarinnanannarinnar (erfitt að stoppa...vúhú) var númerið fimm fimmtíogtveir þrjátíogfjórir fimmtíogtveir. eða fimm fimm tveir þrír fjórir fimm tveir, fer eftir því hvort fólk er poteitó eða potató týpan.
þetta er semst númerið á laugavegi 85. fylgist spennt með eftir helgi. alltaf góð þjónusta. ódýrt og öðruvísi. (létt stef leikið undir)
(þetta er auglýsing í boði hússins)

fimmtudagur, júlí 22, 2004

alveg kemur það mér í hin bestu sköp þegar ég kemst að því að einhver hefur gaman af röflinu í mér. slíkt kitlar alltaf egóið og veitir gleði.

fyrir þá sem hafa áhuga þá er ég ekki alveg búin að gera upp á milli símanúmerana fimm fimm tveir fjórir sex átta núll og fimm fimm tveir þrír fjórir fimm tveir. en það voru þau sem mér sýndist hljóta flest atkvæði í skoðanakönnunni minni hér áður. ég sef á því þangað til við verðum búin að tosa símatenginguna á sinn stað og einhver í síma 800-7000 aulast til að svara símanum.
annars er ég með nokkrar pælingar í höfðinu sem mig langar til að skrásetja hér á hin stafrænu spjöld sögunnar. önnur þeirra er eftirfarandi:

ég er strætó.
ég er tólfan og hundraðogtólfan, nema leiðakerfinu hafi verið breytt eitthvað mikið undanfarin ár.  fyrir þá sem ekki kannast við sögu mína þá er ég alin upp í breiðholtinu, nánar tiltekið alveg efst í hólahverfi þar sem tólfan og hundraðogtólfan snúa við og leggja aftur af stað niður í bæ.
yðar einlæg er með áttavilltari einstaklingum sem fyrirfinnast og ég hef aldrei átt auðvelt með að finna út svona stutta ketti (shortkötts) eða átta mig almennt á áttum.
ég á eina bestu vinkonu og því miður er hún líka strætó.
eitt sinn fyrir einum 12 árum síðan, þegar við vorum tiltölulega nýkomnar með bílpróf áttum við eitthvað erindi í laugardalinn. ég man reyndar ekki hvor okkar var að keyra, en við lögðum galvaskar af stað og keyrðum eins og leið hundraðogtólfunnar lá (enda kunnum við fátt annað en strætóleiðir um bæinn).  ég hafði óljósa hugmynd um að þegar við yrðum komnar vel í átt að hlemmi/lækjartorgi myndum við sjálfkrafa sjá laugardalshöllina blasa við á hægri hönd og þá yrði eftirleikurinn kökusneið. 
þarna rúntuðum við svo miklubrautina fram og tilbaka alveg niður að sjó og aftur hálfa leið upp í árbæ en hvergi sást í hvítu kúluna. ég var alvarlega farin að halda að laugardalshöllin hefði verið færð eða að eitthvað alvarlegra hefði komið fyrir.
það var örlitlu seinna sem okkur datt í hug að ,,skipta um vagn" og skella okkur á grensásveginn. þar breyttumst við í tólfuna og vissum að hún beygði til vinstri niður suðurlandsbrautina. þá fóru málin að skýrast. við höfðum verið vitlaus strætó! 
síðan þá munum við báðar að vera tólfan þegar við þurfum að finna laugardalinn.
reyndar búum við nær því svæði í dag og ég hugsa að ég sé eiginlega frekar fimman þegar ég á leið þarna uppeftir, en ég er sko alls ekkert að rugla mig á flóknum hliðargötum og rugli.
okkur vinkonunum tókst líka einu sinni að týna heiðmörk, en það er önnur saga og lengri...


til ingó:
vettlingur = blautur breti
túristi = aðeins meira en femínisti

 

miðvikudagur, júlí 21, 2004

varðeldur =  einu sinni var eldspýta og svo...
órói =  sá sem fór aldrei á siglinganámskeið
vangefinn = sá sem er seldur
þvottabjörn = björn þór frændi í þvottahúsinu
skrifstofa = stofan mín eftir að síðburðurinn komst í pennaveskið
sófasett = síðburðurinn var í ... eftir að upp komst um skrifstofuna
óregla = bogin reglustika
grindverk = nokkuð sem ég fæ af og til eftir meðgönguna
óráð = ríkisstjórn íslands
valkostur = kosturinn við að vera ekki kr-ingur
sársauki = sá sem eykur sár
fulltrúi = það sem fólk verður eftir aðeins of marga drykki
veggfóður = það sem verður til þegar síðburinn dregur óhreina fingur eftir veggjunum
bæklingur = enskur hjólreiðamaður
glærur = konur, daginn eftir áfengisdrykkju
garðyrkja = þegar ég sest út í garð með blað og penna fer ég að ...
blogg = það sem heyrist þegar ég skrúfa ekki nógu vel fyrir
kartafla = ilmtöflur í baðið
skjávarpi = makinn minn eftir að tölvan eyðilagði allt fyrir honum
spítali = sá sem er alinn upp á munnvatninu einu saman
pennaveski = töskur rithöfunda
kossaflens = frunsa
lyklaborð = staðurinn þar sem ég tæmi úr vösunum þegar ég kem heim
öryggi = öryggeinker heima ?
gatari = eða gat hann ekki ?
stafrænt = abcdefghijkl nopqrstuvxyzþæö

vahú hvað þetta var mikil og slöpp útrás fyrir aulahúmorinn.
ég biðst innilegrar afsökunar á þessu framferði mínu. (innileg = það sem ég er að þykjast vera þó svo að mig langi meira út)
ég skal reyna að gera aldrei svona aftur.... arg...
í dag samdi ég skilagreinalagið. það er nánar tiltekið texti við lagið óli skans en hann fjallar um þau plögg sem liggja fyrir framan mig á skrifborðinu einmitt núna. það væri ekki úr vegi fyrir aðra gleðipinna að taka nú undir og syngja hástöfum með:

fjarðabyggð, varmaland, bessastaðahreppur,
akranes, húsavík, reykhólar og kleppur.
grinda- grinda- grindavík,
siglufjörður, grafningshreppur, tálknafjarðarbrík.

við þetta má dansa polka.

í dag vaknaði ég svolítið eins og sverrir stormsker. ég veit reyndar ekkert hvernig hann vaknar, en ég á við að mér líður svolítið stormskerslega. með því á ég við að ég er illa haldin af óskaplega undarlegum bjánahúmor sem ég er ansi hrædd um að muni ekki skapa mér vinsældir á vinnustað ef ég tjái mig of mikið um málið.

já og við leiðina (by the way) vil ég geta þess að beggi dot com leiðrétti mig í gær með það að placido domingo væri tenór. annað hvort tek ég til baka að mér finnist tenórar leiðinlegir eða ég tek til baka að mér finnist sunnudagur vera sætur. (domingo = sunnudagur) (úff, ekki byrjar aulahúmorinn vel)...

 

þriðjudagur, júlí 20, 2004

mig vantar átrúnaðargoð.
einu sinni var ég gífurlega skotin í sigga breik, mig minnir að ég hafi verið um 9 ára. þá var hann frægur eins og nafnið gefur til kynna, fyrir að breika. ég hef aldrei þekkt kauða, en mikið óskaplega þótti mér hann merkilegur og fullkominn. svo elskaði ég john taylor og simon le bon úr duran duran. ég man að ég varð óskaplega pirruð þegar simon le bon gifti sig. hann var fram að þeim tímapunkti algerlega fullkominn í mínum augum og ég þráði ekkert heitara en að kynnast honum. ég var á tímabili óskaplega heilluð af elvis presley og horfði löngunaraugum á myndir af honum. verst að hann var dáinn.
einhverntíman þóttist ég finna tengsl á milli mín og johnny logan sem söng hold me now í eurovision. ég átti meira að segja kasettu þar sem ég hafði tekið það lag upp aftur og aftur út alla spóluna, og ég átti það til að sofna útfrá henni....,, hold me now, don´t cry, don´t say a word, just hold me now..." einstök fegurð þar á ferð og hann var fullkominn fyrir að geta látið mér líða svona fallega.
ég heillaðist líka af nokkrum drengjum sem áttu samleið með mér í skóla og þá voru þeir fyrir mér fegurðin ein, ósnertanlegir og bestir, hvort sem það var við að skrifa, spila fótbolta eða kasta í mig snjóboltum. sá fyrsti sem ég man eftir að hafa fallið fyrir var drengur að nafni viggó ásgeirsson. hann er tveimur árum eldri en ég og bjó í blokkinni við hliðina á. mér þótti hann lengi vera fullkomnunin holdi klædd. þegar ég var 6 eða 7 ára man ég eftir því að við vorum eitthvað að leika okkur úti og það voru pollar á gangstéttinni. hann notaði litla fötu til að setja pollavatn í og svo fékk hann sér sopa úr fötunni. þá notaði ég tækifærið og fékk mér líka sopa, nákvæmlega á sama stað og hann hafði drukkið. það má eiginlega segja að það hafi verið minn fyrsti koss. í dag er viggó hamingjusamlega giftur formanni stúdentaráðs og ég get ekki betur séð en að það hafi ræst ágætlega úr honum. hann er samt ekki mín týpa.
þar sem ég virðist vera farin að nota þetta blogg til að koma útúr ýmsum skápum get ég alveg eins rifjað það upp að ég átti tímabil þar sem ég var óskaplega heilluð af placido domingo og kristni sigmundssyni. það er eitthvað við þessa stóru og djúprödduðu óperusöngvara sem ég féll alveg fyrir. mér þykja þeir nú reyndar ennþá sætir enn þann dag í dag, en ég fæ samt ekkert í hnén þegar ég sé þá. tenórarnir hafa mér alltaf þótt síður spennandi.
 
á ákveðnum tímapunkti komst ég að því að mannfólkið er ófullkomið, hvert eitt og einasta eintak. meira að segja súperman er breyskur. síðan þá hefur mér ekki tekist að eignast almennilegt átrúnaðargoð. eins og það var nú spennandi tilfinning að geta horft á myndir af einhverjum og séð ekkert nema ljós.
í þá tíð bjuggu fleiri fiðrildi í maganum á mér.
spurning um að fara að rækta eins og nokkur stykki?
 
 
 

mánudagur, júlí 19, 2004

hér kemur skoðanakönnun. ég er að reyna að velja símanúmer fyrir nýja stúdíóið sem ég vil bæ ðe vei nefna að mun birtast innan skamms á laugavegi 85 (þetta er auglýsing), en allavega langar mig að fá álit sem flestra á því hvaða símanúmer lítur best út og yrði auðminnanlegast fyrir fólk.
hér koma möguleg símanúmer á lausu:
55-24680
55-23457
55-23452
552-0807
552-1986
552-1989
55-11-22-6
 
ég er persónulega búin að eignast uppáhald, en ætla ekki að segja frá því til að lita ekki kosninguna.
og vinsamlegast ekki stela þessum númerum frá mér fyrr en ég verð búin að velja.
atkvæði óskast í kommentakerfið hér að neðan.
með fyrirfram þakklæti fyrir þátttökuna,
Hryssa Hjálmtýs.
 
 
hér með er hafin síðasta vika fyrir fyrstu fríviku fyrir síðustu starfsviku fyrir aðra fríviku fyrir fyrstu starfsviku í nýju starfi. rosalega líður tíminn hratt.
 
hér eru flestir í fríi. þar af leiðandi sit ég umvafin háum kennitölufjöllum sem ná varla að klárast áður en næsta fjall er komið í pósti.
sjaldan hefur mér þótt pósturinn óaðlaðandi fyrirbæri en í þetta sinn verður því miður að viðurkennast að mér finnst hann fúll og óspennandi.
annað en í gamla daga þegar ég átti bara von á bréfum frá pennavinum mínum og einu og einu ástarbréfi. þá var pósturinn spennandi.
eftir að ég komst á blað sem ,,fullorðin" fæ ég ekkert heim til mín heldur nema ruslpóst. Þar má meðal annars nefna nýjustu sólstólatilboð rúmfatalagersins, tölvuleikjatilboð bt tölva, sólveggjatilboð húsasmiðjunnar og dótarístilboð hagkaupa. svo fæ ég yfirlit yfir reikningana mína, greiðsluseðla og ítrekanir, tilboð um að ganga í andrésar andar klúbbinn, yfirlit yfir tryggingar og iðgjöld og fréttablaðið.
það er ekki nema rétt yfir jólin sem eitt og eitt handskrifað slæðist inn um lúguna til mín.
ég er farin að kunna sífellt betur að meta handskrift. reyndar segja jólakortin yfirleitt lítið annað en gleðileg jól og takk fyrir allt hitt og svoleiðis, en það er samt fallegt til þess að hugsa að einhver hafi gefið sér tíma til að handskrifa kort til mín. það er ekkert sjálfgefið á þessum síðustu og verstu að fólk kroti annað en undirskriftina sína.
ég sjálf skrifa lang oftast nafnið mitt og einstaka stikkorð á gula miða til að gleyma ekki einhverju. restin fer í gegnum lyklaborðið sem ég er orðin ansi fær í að nota, þó ég segi sjálf frá...
 
liðin er sú tíð þegar ég hélt dagbækur þar sem ég skrifaði hvern einasta dag samviskusamlega á línustrikaðar blaðsíðurnar, og þegar ég átti í bréfasambandi við svo marga að ég spændi í mig heilu stílabækurnar og skrifaði svo löng bréf að ég var á mörkum sinaskeiðabólgu.
mig minnir að síðasta almennilega handskrifaða bréfið frá mér hafi verið póstlagt árið 1994.
það ætti í raun heima á safni sem minjagripur um breytta tíma...hmmm.... hvert ætli ég hafi sent ansans bréfið...?
í dag held ég dagbók svona eins og ég er að gera núna. þetta er samt eiginlega ekki alveg dagbók, eiginlega meira svona vangaveltusafn, og eins og sjá má er þetta síður en svo handskrifað. ég skrifa líka slatta af bréfum, en þau rata aldrei í umslög. þeim er bara skutlað út í loftið í gegnum allskyns símtengingar og dótarí.
fussumsvei.
kannski ætti ég að reyna að verða mér útum almennilegan pennavin, svona handskrifandi, til þess að gera póstinn aftur spennandi og koma mér aftur í handskriftarform.
eða kannski nenni ég því ekki. ég verð alltof þreytt á því að skrá allar kennitölurnar...
ég ætla samt að reyna að vera dugleg í jólakortunum í ár.

föstudagur, júlí 16, 2004

og þá meinti ég auðvitað framyfir miðnætti. slap. arg!
ég sé að ég skrifaði sjá í gegn, en að sjálfsögðu átti ég við slá í gegn.
stundum stend ég mig að því að birta skrifin óprófarkalesin og þá slæðast oftar en ekki inn einstaka villingar. þegar slíkt gerist þá slæ ég sjálfa mig í ennið og dreg frá eitt stig í sjálfsáliti.
en jæja, what to do, was macht gefahren, keskonfe, que hacer og hvad kan man lave.
sosum.
 
þegar ég renndi yfir færsluna um bíómyndaleik minn þá mundi ég skyndilega eftir nokkuð skondnu atriði sem átti sér stað við tökur myndarinnar.  þá vorum við stödd fullt af tökuliði og öðru liði í portinu á bak við það sem nú er bónus á laugavegi. þar átti ég að leika atriðið í porsche-inum þegar ég hitti persónu jóns sæmundar í fyrsta skipti. þetta var seint um kvöld og allir voru orðnir frekar þreyttir. eitthvað vesen var með eiganda bílsins sem vildi ekki leyfa okkur að opna húddið eða skottið á bílnum (hvoru megin er vélin í porsche?), en eníhú þá átti hluti atriðisins að snúast um það að jón var að hjálpa mér að koma bílnum í gang og þurfti að kíkja á vélina. nema hvað, það var svo mikið endalaust stapp og rugl með þennan blessaða bíl að leikstjórinn fór í fýlu og rauk í burtu. restin af okkur hékk þarna í einhvern tíma eins og aulabárðar og vissum ekkert hvað skyldi til bragðs taka, enda lá engin smá vinna á bak við að koma öllu draslinu upp og svo virtist það hafa verið allt til einskis. allavega fór liðið smám saman að pakka saman og flestir gerðu sig klára til að stinga af.  þar sem flestir voru uppteknir við að pakka saman og taka til var enginn að skipta sér af mér. barinn sem var þarna við hliðina sem hét ef mig misminnir ekki elvis eða presley eða eitthvað svoleiðis, var lokaður, enda var klukkan komin langt frameftir miðnætti.
nema hvað, mér var orðið svakalega mikið mál að pissa. ég komst ekki inn á barinn og ég bjó í breiðholti og frekar langt að fara á klósettið heima. efst í horninu til vinstri á bílastæðinu stóð stór bíll, svona amerískur van. þar sem enginn var á ferli þar í kring og allir staddir á gangstéttinni við hverfisgötuna ákvað ég að smeygja mér á bak við bílinn og láta vaða. þarna pukraðist ég voða laumuleg, girti niður um mig og sprændi. ég man ekki hvað ég hafði verið að drekka svona mikið en allavega man ég að ég pissaði að því er virtist endalaust.
svo stóð ég upp í rólegheitunum og fór að girða uppum mig þegar ég heyrði gífurleg öskur og læti ekki alls svo langt í burtu.
,,Hver var að hella niður?!, Hvað er þetta?!, Drífið ykkur strákar, kippum mónítornum í burtu!!".
ég lagði ekki strax saman 2 og 2. ég blandaði mér óséð inn í hópinn og fór að fylgjast með því sem á gekk. allt í einu fékk ég út 4. helvítis bílastæðið hallar!
sem betur fer lenti lækurinn bara á smá slatta af vatnsheldum snúrum.
þegar leikstjórinn með höndina ákvað loks að hætta að vera í fýlu og kom aftur var öllu draslinu skellt upp eins og ekkert hefði í skorist og senan var tekin upp.
leyndardómurinn um lækinn og blautu snúrurnar var aldrei leystur
...fyrr en í dag.
góðan og blessaðan föstudaginn. eitthvað lítur blogger.com öðruvísi út í dag en venjulega, en við skulum bara vona að það trufli engann og að allt komist til skila.
nema hvað. færsla dagsins er tileinkuð honum einari. hann kallar sig stundum einar, stundum einar j, ingó kallar hann einar umferðar og á bloggsíðu sinni er hann þekktur sem uppglenningur. þessi ungi maður á færslu dagsins vegna þess að hann giskaði rétt á þá kvikmynd sem ég lék í (sem fæstra minninga), og við sömdum um að verðlaun fyrir rétt svar yrðu í formi tileinkunar. reyndar kom ég sjálfri mér í þessa stöðu að vissu leyti því hann var alveg að gefast upp og ég gaf þetta líka rosalega ítarlega hint sem kom honum yfir endalínuna.
hafi einhver áhuga á að finna nafnið á myndinni skal því fólki bent á að skreppa í ratleik hér á síðunni.
 
þar sem ég er komin út úr skápnum með þessa bíómynd væri sosum ekkert úr vegi að fjalla aðeins um þá lífsreynslu.
ég var semsagt uþb 17 ára að pranga áfengi á glaumbar (lögin voru ekki eins ströng í gamladaga), þegar ég tók eftir því að tveir menn sem mér þóttu ansi fullorðnir miðað við sjálfa mig, voru eitthvað að fylgjast með mér. annar þeirra var dökkhærður og hinn var alltaf með höndina inni í jakkanum sínum. síðar komst ég að því að þessi dökkhærði hét jón sæmundur og þessi með höndina var kallaður jonni og hafði víst eitthvað verið viðriðinn kvikmyndagerð í bænum.
nema hvað, eitt gott veðurkvöld þar sem ég gekk á milli borða og bauð vín til sölu, kom þessi með höndina að máli við mig og spurði mig hreint út hvort ég hefði áhuga á því að leika í bíómynd.  ég var 17 ára eins og áður sagði og á þeim aldri virkar heimurinn allt öðruvísi. og ég sagði já já (enda datt mér ekki annað í hug en að ég ætti eftir að sjá algerlega í gegn).
svo var mér sagt að mæta þarna og þarna, ég fékk handrit í hendurnar og gott ef karakterinn sem ég átti að lesa hét ekki kata. svo var ég sminkuð og fékk föt í hendurnar og uppstríluð hlýddi ég einfaldlega fyrirskipunum um það sem ég átti að gera á hverjum stað á hverjum tíma. ég hafði gersamlega enga tilfinningu fyrir neinu samhengi í neinu og hreyfði bara líkamann og andlitið eftir því sem leikstjórinn skipaði. nokkuð viss þó um að það myndi svo bara líta ansi vel út í bíó. mér fannst þetta allt í allt vera svakalega spennandi upplifun þó svo að ég hafi verið umkringd af prímadonnum sem voru of uppteknar af eigin tilveru til að taka eftir lummum eins og mér.
í þetta batterí fóru ófá kvöld, hálfar nætur og heilir dagar. ef ég man rétt birtist ég allt í allt í uþb 45 sekúntur í myndinni og segi um 30 orð.
á frumsýningardaginn fór ég í háskólabíó til að sjá sjálfa mig. mikið er sérkennilegt að sjá sjálfa sig á svona stóru tjaldi með svona mörgu fólki. og mikið fæ ég ennþá stóran kjánahroll þegar ég sé hulstrið úti á vídeóleigu. ég þyrfti kannski að fara að sjá hana aftur til að vinna mig útúr afneituninni. þetta hérna er þó fyrsta skrefið.
 
ég er þó ekki frá því að ef ég fengi annan séns yrði ég sennilega hin fínasta leikkona. anyone?!..
 
ps. gerðu svo vel einar minn og til hamingju með daginn. 

fimmtudagur, júlí 15, 2004

undanfarið hef ég einhverra hluta vegna verið voðalega mikið að spögúlera í blóti. þá á ég ekki við þorrablót eða þvíumlíkt heldur svona #$$#&$&#$/&%#& blóti.
eins og þeir sem þekkja mig vita, er ég forfallinn málvísindanörd. sem betur fer er þetta þó bara á áhugamannastiginu því að ef ég færi að gera karrír úr þessu mætti íslenska málfarsakademían fara að vara sig.
nema hvað, ég er semsagt að hugsa blót. það er ábyggilega ekki vinsælt hobbí í himnaríki að vera íslenskur blótari, enda virðist massífur meirihluti blótsyrða okkar tengjast gaurnum í kjallaranum.
sem dæmi má nefna: helvítis, djöfulsins, andskotans, fjandans, skrattinn, fjárinn, bölvaður, árinn, bévítans og skrambinn (eða er það ekki?). þetta er í raun nokkuð merkileg stúdía þetta með allar helvítistengingarnar.
svo eigum við eitthvað smá anal líka sbr. hoppaðu eða troddu því uppí rassgatið á þér, en reyndar er þetta með rassgatið aðeins að rugla mig því að talað er um að lítil börn séu svo mikil rassgöt og svo er alls ekki of slæmt að vera borubrattur.
nema hvað. kvenfólk sem pirrar hugmyndasnauða blótara eru stundum kallaðar píkur, tussur eða kuntur. karlmenn geta verið karlpungar (en ekki hvað? kvenpungar?), en ég hef ekki enn heyrt neinn vera kallaðan typpi eða brjóst. frekar er minnst á gáfnafarið og getur viðkomandi þá verið hálfviti, fáviti, vanviti, kjáni, bjáni, auli eða þumbi. það þykir ekki heldur gott að vera ofviti. lengi lifi meðalmennskan.
í barnaskólasamfélaginu fyrir einum 20 árum síðan var ýmislegt notað sem blótsyrði sem er það ekki lengur og ég verð brjáluð ef ég heyri notað í dag á niðrandi hátt. ég man eftir að hafa heyrt (og eflaust notað) hommi, arabi, mongólíti og fatlaður. já og svo var líka ansi ljótt að vera kelling. á tímabili þótti einhverjum ljótt að vera kallaður jónas eða skúli, en ég held að það hafi verið stutt tískutímabil og óska jónösum og skúlum þessa lands alls hins besta með sín fögru nöfn.

nú dettur mér í hug sú lenska að stunda holdafarsblót. hlussa, jussa, fitubolla og spikklessa. það er líka hægt að vera títuprjónn, en eins og hugsunarhátturinn er í dag yrði því sennilega frekar tekið sem hrósi en einhverju öðru.
þetta er svosem ekki allt blót þó svo að ég kalli það svo, ég nenni bara ómögulega að fara útí að skilgreina uppnefni, dónaskap, blót og níðingshátt..eða hvað þetta heitir nú alltsamant. ég á bara við, og vona að það skiljist, það sem fólk lætur útúr sér þegar það er að óska öðrum ferðar til fjandans eða vill minna það á aumingjahátt sinn.

nú er ekki úr vegi að minnast á niðurstöður mínar eftir blótunarskoðun í ólíkum samfélögum. ég komst nefnilega að því að við erum eftir allt saman ósköp krúttaraleg og saklaus í þessum málum, og í raun alveg hrikalega blótsyrðafátæk. sumir bæta sér það upp með því að nota orð sem eru ekkert ljót og segja þau á voða ásakandi hátt þannig að þau hljómi aðeins verr. það gera tildæmis foreldrar mínir þegar þau keyra um bæinn og kalla aðra ökumenn uglur og aparassa.
í mexíkó er mun algengara að farið sé inná kynferðismál og stór hluti uppnefna tengist móður viðkomandi og kynlífi. mjög algengt í spænskumælandi löndum er td. að vera kallaður afkvæmi vændiskonu og í mexíkó gæti fólk átt það til að benda þér á að stunda nú kynlíf með þeirri góðu konu. þetta mæðratal tengist sennilega kaþólskunni og þeim stalli sem móðirin er höfð á sem gyðja. þar sem hún er svona mikilvæg og heilög er nottlega assgoti sárt þegar einhver skítalabbi segir eitthvað ljótt um hana (kúkalabbi og skíthæll). okkur þykir líka vænt um mæður okkar en hin látlausu trúarbrögð lúters lögðu aldrei áherslu á mikilvægi móðurinnar.
en nú er ég hreinlega komin með efni í doktorsritgerð.

asni kúkur fáviti piss.

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Stefnumót align=right>
Þá er þetta allt að leka saman. Veruleikaþátturinn stefnumót fer í tökur á næstunni. Ætlunin er að fá þáttakendur á aldrinum 24-35 af báðum kynjum, jafnmarga af hvoru kyni. Þáttakendur munu hittast á veitingahúsi í Reykjavík snemma kvölds. Forskráning fer fram á netinu og munu allir þáttakendur hafa séð mynd og fengið upplýsingar um hvort annað til að byggja upp spennu og auðvelda val.
Framleiðandi er NN-Fjölmiðlaþjónusta og er miðað við tíu þáttakendur af hvoru kyni. Á næstunni verða kynntar reglur og netfang til skráningar þáttakenda.
(peistað af síðu ingó, sjá link hér til hægri)
þegar ég var lítil átti ég plötu með míní-pops. ég kunni ekki ensku en kunni samt textann þannig að ég gat sungið með. skildi ekki baun í því sem ég var að syngja en var samt alveg viss um að þetta væri nokkuð rétt hjá mér. ,,æ ló wokenwol, sjugganoðadæm ina tjúbos beibí.." ég klæddi mig í gallajakkann með marglitaða stjörnumynstrinu, bretti upp jakkaermarnar, tróð skálmunum ofaní sokkana (til að ná fram stretch-buxna-effektinum) og túberaði hárið með vatni. svo notaði ég hárburstann sem hljóðnema og með hann í hönd dansaði ég og söng fyrir framan stóra spegilinn í stofunni (bara þegar enginn sá til). þá var ég aðal gellan í míní-pops. ég átti mér endalausa dagdrauma um hvernig það yrði þegar ég yrði loks uppgötvuð og fengin til að syngja inn á næstu plötu.

ég man líka eftir því að hafa horft á miss world keppnirnar. þegar þær voru í gangi fór ég stundum í sundbolinn minn og vínrauðu háhæluðu skóna hennar mömmu. ég togaði sundbolinn vel upp á hliðunum svona eins og þær voru með í keppninni og svo labbaði ég og stillti mér upp, óskaplega fegurðardrottningalega fyrir framan stóra spegilinn í stofunni. þetta var ekki spurning um ef, heldur hvenær ég yrði nógu stór til að verða beðin um að taka þátt og sigra miss world. ég ætlaði sko ekki að grenja þegar nafnið mitt yrði lesið upp.

ég var á tímabili að æfa sund. á þeim tíma voru einmitt ólympíuleikar í gangi. ég horfði á leikana og dáðist að glamúrnum sem fylgir því að fá að vera í skrilljónmanna skrúðgöngu og á opnunarhátíðinni. ég sá mig fyrir mér þar sem ég gengi inn á leikvöllinn, fremst í flokki, með íslenska fánann og allir myndu veifa mér á móti þegar ég veifaði. svo ætlaði ég nottlega að sigra allar mínar keppnir og verða þjóðhetja. ég átti það til að æfa fyrir framan stóra spegilinn í stofunni, hvernig ég myndi stíga upp á verðlaunapallinn og beygja mig niður til að taka á móti gullmedalíunni. mig minnir að ég hafi reiknað út að ég yrði nógu gömul til að taka þátt í ólympíuleikunum árið 1992, nema ef ég yrði svo rosalega góð að ég fengi undanþágu og gæti tekið þátt árið 1988.

fyrir framan stóra spegilinn í stofunni hef ég líka æft mig í því að ganga eftir rauða dreglinum á óskarsverðlaunaafhendingunni sem ég ætlaði að koma á, sjá og sigra eftir óviðjafnanlegan leik minn í fallegustu bíómynd allra tíma. gott ef ég var ekki búin að velja dress (og vínrauðu háhæluðu skóna hennar mömmu).

í dag er enginn spegill í stofunni minni. ég fékk aldrei tilboð um að syngja inn á plötu, mér var aldrei boðið að taka þátt í fegurðarsamkeppnum eða fyrirsætubransanum, ég náði engum frama í sundinu og það eina sem ég hef leikið í bíómynd mætti skrá á spjöld sögunnar sem ein sú versta frammistaða í lélegustu mynd allra tíma. (já, ég hef leikið í bíómynd...believe it or not... hahahaha.....þeir sem ekki vita mega giska)

spurning um að sætta mig við orðinn hlut og vera ánægð með að vera ágætis manneskja í ágætis starfi,
eða fara að æfa mig í að ávarpa þjóðina...
ég þarf að fara að redda mér spegli.

þriðjudagur, júlí 13, 2004

mig dreymdi um daginn. það er eitt af þessum litlu hlutum sem eru orðnir í frásögur færandi á þessum síðustu og verstu tímum rumskandi barna og bleyjuskipta.
en nema hvað,ekki nóg með að mig hafi dreymt, heldur var draumurinn atarna ansi sniðugur, svona einn af þessum sem fær fólk til að hugsa, setja vísifingur á höku og segja hmmm...? ætli þetta séu skilaboð að handan, eða er þetta mitt alter ego að reyna að segja mér eitthvað? er þetta gersamlega tilviljanakennd súpa eða er yfirvaldið að koma upplýsingum á framfæri við mig í gegnum undirmeðvitundina?
ég bara spyr...
en draumurinn var semsagt eftirfarandi:
ég var stödd í byggingu. ég var meðvituð um að þetta væri margra hæða bygging, en hver hæð var ekkert voðalega stór. veggirnir voru dökkmálaðir, en alls ekkert þrúgandi eða sérstakir á neinn hátt. á miðri hæðinni var stigagangurinn en allt í kring voru dyr og gluggar inn í rýmin sem tilheyrðu hæðinni. á hæðinni þar sem ég stóð (ásamt einhverri mannveru sem ég get ómögulega komið fyrir mig), var meðal annars einn stór gluggi sem snéri inn að danssal þar sem hópur fólks var að æfa sig í nokkurskonar ballett. ég horfði aðeins á þau inn um gluggann og langaði eitthvað til að skoða nánar þannig að ég fór og opnaði dyrnar. um leið og ég gerði það sá ég að það var ekkert fyrir innan, en þegar ég lokaði sá ég samt dansarana inn um gluggann.
ég ákvað að gera fleiri tilraunir og það kom á daginn að það sem ég sá inn um gluggana reyndist aldrei vera það sem ég sá þegar ég opnaði dyrnar. og ég flakkaði á milli hæða og prufaði mig áfram, en ekkert breyttist.
þá kom þessi manneskja sem var þarna líka til mín og spurði mig hvort ég hefði pælt í því að kannski væru dansararnir bara á annarri hæð en þeirri sem ég var viss um að þeir væru á. ég var ekki alveg að skilja þetta en þá sagði hún að um leið og ég gerði ráð fyrir því að ég myndi sjá dansara, þá sæi ég þá ekki, þá væru þeir annarstaðar. að ég gæti ekki séð þá fyrr en ég hætti að gera ráð fyrir því að þeir væru staddir fyrir innan dyrnar sem ég var að opna.
þá skildi ég betur og fór aftur á hæðina þar sem dansararnir höfðu verið. ég horfði á þá inn um gluggann en einbeitti mér að því að gera alveg eins ráð fyrir því að sjá ekki nokkurn skapaðan hlut þegar ég opnaði dyrnar.
þegar sú hugmynd var komin vel í hausinn minn ákvað ég að opna dyrnar og viti menn.....
þarna var fullt af fólki að æfa sig að dansa ballett.

svo vaknaði ég.
vinsamlegast leggið inn draumráðningar eftir að tónninn heyrist...
bíp.

mánudagur, júlí 12, 2004

ég fór í brúðkaup á laugardaginn. fólk á mínum aldri er víst eitthvað meira í því að gifta sig en td. fólk á aldri við foreldra mína. það er ábyggilega hægt að tína til góðan bunka af ástæðum fyrir því.
eníhú þá sannfærist ég betur og betur eftir því sem líða tekur á daginn um að þetta brúðkaup hafi ekki verið nema lítill þáttur í einu allsherjar samsæri. gegn hverjum? jú auðvitað mér. enda er flestum samsærum beint gegn mér á einn eða annan hátt, bara mis augljóslega.
ég er viss um að þessi vika sem er að hefjast í dag, hefði átt að vera rosalega mikilvæg í mínu lífi. einhver undur og stórmerki áttu að eiga sér stað, ég hefði átt að vera óviðjafnanlega skapandi og kraftmikil, jafnvel svo að það hefði náð að ógna sitjandi ríkisstjórn og allri grunn-byggingu lýðræðisins á vesturlöndum. ég hefði getað séð í gegnum allar utanríkisstefnur bandalagslandavandabandagættuþinnahanda. svei mér þá ef þetta hefði ekki verið vikan sem mér var ætluð til þess að láta mér detta í hug verkefnið sem ég hefði fengið friðarverðlaun nóbels fyrir.
þetta sáu stjörnufræðingar stóra bróður fyrir og massíft apparat var sett í gang til að fyrirbyggja snilligáfu mína þessa viðkvæmu daga.
brúðkaup var sett á laggirnar, þar sem fengin voru til að gifta sig tvö grunlaus ungmenni sem hafa enn þann dag í dag ekki hugmynd um að þau hafi gift sig útaf öðru en ást og kærleika.
veislan var skipulögð undir vökulu auga yfirvaldsins og nafn mitt ritað á lítinn grænan miða við borð svo að ég myndi sitja á réttum stað miðað við upptökutæki og eftirlitsvélar ýmiskonar.
svo hófst eitrunin. áfengi af ýmsum gerðum var vísvitandi látið standa á öllum þeim borðum sem ég kom nálægt og á þaulskipulagðan hátt var séð til þess að glasið mitt var alltaf fullt.
að sjálfsögðu var þetta ekki venjulegt áfengi sem hellt var í mitt glas heldur sérstaklega blönduð mixtúra sem gerði það að verkum að ég hresstist við hvert glas, lét mér ekki detta í hug að fara að sofa og að auki hefur að öllum líkindum verið skellt útí smá sannleikslyfi. það hafa þeir gert til að fá mig til að kjafta frá því sem ég veit. en þeim mistókst það all hrapalega. mér tókst að sjá viððeim og ég passaði mig sérstaklega að segja eintóma vitleysu allt kvöldið og langt framundir morgun. ég sá líka alveg í gegnum þetta með skoska útsendarann... ég talaði við hann með skoskum hreim totally brilljant, en honum tókst ekki til að dáleiða mig með röndótta jakkanum og doppótta bindinu. no way jose.

að vissu leyti verður þó að viðurkennast að samsærisfólkið hefur uppskorið erindi sem erfiði. ég svaf sama og ekkert og vaknaði svo með þann versta höfuðverk sem ég hef nokkurtíman fengið (algengar hliðarverkanir af svona sannleikamixtúrum og drykkjum blönduðum af sérsveitum yfirvaldsins), og ég sé ekki fram á að ná mér að fullu á strik fyrr en í lok vikunnar.
og þá verður orðið of seint að virkja kraftinn sem átti að koma yfir mig þessa viku.
far well mín kæru friðarverðlaun... sniff...

föstudagur, júlí 09, 2004

vaknaði með stíft bak í morgun og er frekar krambúleraður karakter í dag. lét það þó ekki stöðva mig frá því að vafra um garðinn minn eins og sjá má á mínum eldrauðu kinnum og handleggjum. ég hefði lagst í sólbað ef ég vissi ekki að þá myndi ég festast enn frekar og gæti sennilega ekki staðið upp aftur næstu sólarhringa.

annars þykir mér vænt um að sjá undirtektirnar við fyrirspurn minni um unga efnilega karlmenn á lausu. ég er bara að fatta að ég var ekki komin lengra en svo í hugsuninni að ég hef ekki hugmynd um hvernig ég ætti svo að snúa mér í því að láta blessað fólkið kynnast. enda er ég sosum algerlega laus endi í þessu máli.
en það sakar ekki að reyna. ég er opin fyrir tillögum og uppástungum (sem eru sennilega eitt og hið sama fyrirbærið).
ég ætla svo að gera þetta enn meira spennandi með því að lofa því að þegar ég verð forseti ætla ég að bjóða hinu lukkulega pari til 5 réttaðrar kvöldmáltíðar á bessastöðum. á minn kostnað.

en nóg um það í bili. ég held ykkur póstlögðum ef eitthvað gerist fréttnæmt. (þetta var enskusletta á íslensku í boði hússins).

ég hjólaði á spænska túrista í gær. þar sem ég var á leið til vinnu, enn eina ferðina, þurfti ég sem oftar að hjóla framhjá nordica hótelinu. þar fyrir utan, í kringum klukkan 8:30 á morgnanna, eru alltaf einhverjar rútur og slatti af túristum á leið á gullfoss og geysi, í bláa lónið eða einhverjar aðrar af hinum áræðanlega fjöldamörgu ferðum sem eru á boðstólnum fyrir þá sem nenna og tíma (týma?) að heimsækja skerið. nema hvað, í þetta sinnið voru rúturnar tvær. þeim var lagt samhliða, langsum á bílastæðinu og á milli þeirra var um það bil 3ja metra bil. þeir metrar voru fylltir með spánverjum. ég sá hópinn löngu áður en ég kom að þeim og gerði ráð fyrir að amk einn af uþb 40 manns myndi verða litið í átt til mín og gæti sá hinn sami vonandi bent hinum á að víkja. hópurinn nálgaðist og ég hægði á mér. ekkert haggaðist og ég hægði enn meir. þegar ég var komin alveg að hópnum var ég farin að hjóla löturhægt og var deffinittlí orðin nógu áberandi til þess að fá einhver viðbrögð. en nei. grúppan stóð þarna sem fastast líkt og væru þau keppendur í styttukeppni blindra og heyrnarlausra.
ég bremsaði þegar dekkið var komið eins og eina mannsbreidd inn í þvöguna. ekkert.
þá hóf ég upp raust mína og sagði á spænsku "con su permiso por favor". en það útleggst á íslensku eitthvað svona" með yðar leyfi, ef þið vilduð gera svo vel".
allt í einu var eins og væri kveikt á litlum upptrekktum mörgæsum og allir fóru að afsaka sig og biðjast fyrigefningar hvert ofaní annað. mikil óvissa virtist ríkja um það í hvaða átt hver og einn ætlaði að fara í þeim tilgangi að hleypa mér framhjá. brátt tókst mér að sjá út þrönga en þó mögulega leið í gegnum grúppuna og þá leið smeygði ég mér fimlega og á örskotsstundu. svo hélt ég bara áfram að hjóla.
fyrir aftan mig heyrði ég spænskan klið þar sem beðist var afsökunar og óskað fyrirgefningar hægri vinstri. ég vona bara að þau hafi endanlega áttað sig á því að ég var löngu farin og komið sér upp í rúturnar.

og nú dettur mér í hug önnur dæmisaga af spánverjum. þegar ég sat í heita pottinum ásamt makanum mínum um daginn, eins og ég nefndi hér áður, komu 4 spánverjar út. þar sem við vorum stödd eru tveir pottar. annar heitari en hinn. sá heitari var tómur en hinn var fullur. þar sem spánverjarnir komu tiplandi út heyrði ég þau tjá sig um að nú væri mikið gáfulegra að fara í innri pottinn, enda hann alveg tómur. þar gætu þau verið í friði.
þau komu ansi rauð og soðin uppúr eftir að þau höfðu kveikt á perunni með blessuð skiltin sem hanga fyrir ofan pottana. þar stendur nefnilega hitastigið á vatninu.

þegar mexíkanar segja hafnfirðingabrandara eru hafnfirðingarnir frá spáni.


fimmtudagur, júlí 08, 2004

http://www.liquidgeneration.com/quiz/images/shehulk.jpg
To link it (the actual code):
vinkona mín og samstarfskona á systur. þær eiga reyndar allar systur stúlkurnar sem vinna hérna, en það er allt önnur og óskyld ella.
nema hvað. þessi sem ég á við á semsagt systur. systirin þessi er 27 ára gömul yngismær búsett á höfuðborgarsvæðinu. hún er eitthvað farin að verða stressuð á því að kynnast engum efnilegum mönnum á sínum aldri og systirin eldri, sú sem vinnur með mér, hefur tekið að sér að stinga höfðum okkar hinna kvennanna í bleyti. þá datt mér í hug að teygja út arm boðorðsins og tékka á hræðunum mínum hjá hryssunni.
(úff, gaslykt frá tannsmiðunum.... ætla að skjótast og loka dyrunum...augnablik)

...já hvað var ég að segja.. jú, semsagt, hér með langar mig að heyra hvort einhvert ykkar kannast við unga menn á aldrinum 27-33 ára sem langar að vita meira um systur samstarfskonu stúlkunnar sem skrifaði bloggið. ég veit ekkert um hana sjálf. eða hvað... ég veit að hún hefur gaman af ferðalögum, lestri góðra bóka, kvikmyndum. vahú, ég er farin að hljóma eins og kynnir í fegurðarsamkeppni. en ætli það gerist ekki alltaf þegar fólk fer að telja upp áhugamálin sín. þau hljóma hálf kjánalega svona sem upptalning. tökum sem dæmi mig sjálfa. mín helstu áhugamál eru ferðalög, lestur góðra eða arfa-slæmra bóka, blogglestur og bloggskrif, garðaumhirða af og til, kvikmyndir og almennt nöldur (kannski gerði ég í því núna að vera ekki klisjukennd, svona til að hljóma aðeins meira spennandi en ég er...en well, what to do).
nema hvað. ég var að tala um þessa ungu stúlku. hún hefur víst ferðast töluvert. já. og svo man ég ekki meira.
ég get amk sagt að maki þessarar stúlku mun eignast mjög góða mágkonu, barnvæna og kvikmyndafróða.
áhugasamir vinsamlegast leggið inn skilaboð eftir að tónninn heyrist.....
bíp.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

ég fór í sund í gær ásamt mínum ektamanni. það er alveg í frásögur færandi vegna þess að við fórum barnlaus og slíkt kemur ekki fyrir oft á þessum síðustu og verstu tímum. þetta var óskaplega kósý sundferð, aðallega stíluð uppá hangs í heitum potti og rólegheit innanum fljótandi hár og húðflögur.
þar sem við sátum þarna í pottinum birtist gamall kunningi. drengur sem ég hef vitað af síðan ég var 9 ára og þekkt síðan ég var 13. enginn besti vinur, en þó lenti ég í ýmsu braski ásamt honum og hans bestu vinum út grunnskólann og langleiðina í gegnum framhaldsskólann. í dag er þessi góði drengur orðinn meðlimur í leikhúselítu landsmanna.
,,nei hæ!" sagði ég.
,,hæ hæ" sagði hann.
,,gaman að sjá þig, hvað segir þú gott?" sagði ég.
,,bara allt gott" sagði hann. ,,ég er að setja upp ***** sýninguna og það er allt á fullu".
,,já alveg rétt, ég las einhverstaðar um það. gengur ekki bara vel?" spurði ég.
,,jú jú, bara rosalega mikið að gera, þetta er mikil vinna" svaraði hann.
,,fjölskyldan hress og allir kátir?" spurði ég.
,,já, allt í góðu bara" svaraði hann.
,,til hamingju með þetta allt saman" sagði ég.
,,takk" sagði hann.
og svo var það búið. ég sat þarna með mitt vinalegasta samræðubros á vörum en datt hreinlega ekkert fleira í hug að segja. makinn minn var að ræða við einhverja túrista og ekki fékk ég aðstoð frá leikhúsmanninum. hann þurfti allt í einu eitthvað voðalega mikið að skoða himininn og umhverfi pottarins og svipurinn á honum bar ekki merki um að nokkur sála sem hann kannaðist við væri á svæðinu. ég ákvað að vera ekkert að trufla manninn með rausi þannig að við urðum bara ókunnugt fólk eftir að samræðunum lauk. nokkrum þagnar-mínútum síðar stóð hann upp og óð af stað uppúr pottinum. ég greip í rassgatið á honum með röddinni:
,,gaman að sjá þig og gangi þér vel með sýninguna!" gólaði ég.
,,takk" muldraði hann og dreif sig uppúr.
eftir þetta fór ég að spögúlera. ég veit ekki hvað það er, en ég reyni að gera aldrei svona, sama við hvern ég er að tala. ég hefði spurt á móti, ,,hvað er svo að frétta af þér og þínum?", ,,hvað ert þú að gera þessa dagana?", allt þetta klassíska tsjitt tsjatt sem við förum í gegnum við þessháttar tækifæri. ég er spurð og ég spyr á móti. ég segi frá og ég bið um frásögn á móti.
en sumt fólk er bara svona. það kallast víst egósentrískt (nema hann sé orðinn svona merkilegur með sig blessaður..hehe).
ég þekki nokkra aðila sem eru egósentrískir. að tala við þau er eins og að vera hvíslari í leikhúsi. ég hvísla inn nokkrum stikkorðum sem aðalleikarinn grípur á lofti og notar til að halda áfram með eigin texta.
ég segi ,,barn"
stjarnan segir ,,já, hann gulli minn var að byrja á leikskóla, hann hefur verið svo veikur í vetur. ég fór með hann til læknis um daginn og ble ble........"
að lokum er bara sagt takk og bless.
eintal með passívan hlustanda.
ég og mér og mig og mínum og minna.
það getur vel verið að sumt fólk hafi hreinlega engan einasta áhuga á að vita nokkurn skapaðan hlut um mig eða mín afdrif. ekkert frekar en að ég sé nokkuð að deyja úr spenningi yfir að vita hver sé að vinna hvar. en stundum lendir fólk samt í kurteisistali um daginn og veginn og það þarf alls ekki að vera leiðinlegur eða neikvæður hlutur. ef rétt er haldið á spöðunum.
ef ég hitti hann aftur í pottinum og hann spyr mig ekki hvað ég segi gott, þá ætla ég bara að fara í kaf og vera þar eins lengi og ég get.
hann getur þá kannski rætt um það við næsta viðmælanda að hann hafi hitt mig og sýnst ég eiginlega vera orðin svolítið skrýtin.

þriðjudagur, júlí 06, 2004

ég er búin að bjóðast til að syngja fyrir samstarfsfólk mitt þannig að allir heyri. það var afþakkað. ég bauðst til þess að dansa fyrir þau á meðan þau eru að vinna. það var afþakkað. nú síðast bauðst ég til þess að lesa upphátt fyrir þau allar kennitölurnar og upphæðirnar sem ég er að skrá niður, jafnóðum og ég skrái. það var líka afþakkað. svo segir fólk að ég sé ekki að reyna að gera lífið skemmtilegra. ég held að það ætti nú bara að líta yfir farinn veg og skoða alla þá fjöldamörgu möguleika sem þeim hafa staðið til boða en hafa verið afþakkaðir (á mis-vinalegan hátt).
stundum syng ég nú bara samt og stundum stíg ég nokkur dansspor og stundum tala ég við tölvuna mína og les upphátt úr því sem ég er að gera.
mér finnst það vera alveg óborgaranlegt og gaman. lífgar uppá daginn og svona. það getur samt vel verið að ég sé gersamlega óþolandi samstarfsfélagi.ég gæti jafnvel farið í taugarnar á sjálfri mér. sem betur fer er ég ekki samstarfsfélagi minn.

nú er ég að hugsa um að kvabba aðeins upphátt yfir því að lyklaborðshlutinn á skrifborðinu mínu er farinn að síga ansi óþægilega niður á lærin á mér og pirrar mig við skriftir. svo ætla ég að hamast svolítið með hausinn undir borði og rassinn út í loftið, við að pota og tosa í allt járndraslið sem heldur borðinu saman og röfla yfir því að það sé orðið laust og þetta borð sé ömurlegt. þegar ég verð búin að því ætla ég fram í geymslu til að finna mér skrúflykil og svoleis dótarí og í framhaldi af því ætla ég að stinga hausnum aftur undir borð (alls ekki þegjandi og hljóðalaust) þar sem ég mun skrúfa og herða allt sem ég kem höndum yfir (eða undir). þegar því verður lokið ætla ég að eyða tíma í að blaðra um hvað ég sé sniðug að hafa bara reddað þessu sjálf, hvað þetta sé allt annað líf og að ég þurfi sko ekki á neinni aðstoð að halda.
svo ætla ég að syngja ,,hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður" (með bakröddum og öllu).
segiði svo ekki að það sé ekkert fjör á skrifstofum!

mánudagur, júlí 05, 2004

í gærkvöldi þar sem ég lá undir sæng og rembdist við að sigra koffínvímuna var ég alveg með á hreinu hvað ég ætlaði að blogga um í dag. það kemur sjaldan fyrir að ég fæ góðar svona fyrirfram-blogghugmyndir, en í gær var semsagt eitt af þeim skiptum. nú get ég ómögulega munað hvað það var sem ég ætlaði að skrifa um. ég man að það var ansi hreint sniðugt hjá mér. nú verð ég ekki í rónni fyrr en ég man hvað í fjáranum það var sem ég hafði hugsað mér. það var ekki þetta með forsetaframboðið, því ég er búin að skrifa það. (er samt enn á því að það sé ansi góð hugmynd). það var ekki um skordýr, því ég er búin að skrifa það... hvað var það? arg.. alveg er það óþolandi þegar heilinn á manni fer í tabula-raza ástandið. (sko! nú sló ég um mig með útlenskum frasa og þykir mér hafa tekist bara vel upp með það).
ég man að ég var eitthvað að hugsa um að blogga á útlensku, en fannst það svo vera frekar ósniðug hugmynd. börnin mín hafa ekki gert neitt afspyrnu afbrigðilegt undanfarið, svo varla ætlaði ég að skrifa um þau... nema hvað að síðburðurinn greindist með bronkítis á laugardaginn. pensilín, púst og andvökunætur í koffínvímu eru svona í grófum dráttum úttekt á helginni minni... en ég ætlaði alveg örugglega ekki að skrifa um það heldur.
ég er ekki að fylgjast með fótboltanum, komst þó ekki hjá því að vita að grikkland vann portúgal í gær. ég þykist vera alveg viss um að ég hafi engan veginn ætlað að blogga um það. hvur fjundinn... þetta er ekkert að koma hjá mér. ég er að reyna að beita útilokunaraðferðinni en það er hreinlega ekki að kvikna á neinum perum.
ofninn í stofunni hjá mér er fastur á funheitu þó svo að skrúftakkinn sýni að það sé slökkt á honum. það er benidorm-stemming í stofunni hjá mér og píparinn svarar ekki í símann. ég veit nú samt að það er ekki eitthvað sem ég var að velta fyrir mér í gærkvöldi, enda vissi ég ekki þá að hann myndi ekki svara í símann.
ég er farin að halda að þessi skyndilegi heiladauði sem ég þjáist af hérna á skrifstofunni séu afleiðingar eins alsherjar samsæris. hérna utar á ganginum eru nefnilega tannsmiðir með bækistöðvar. (tannsmiðir og lífeyrissjóður á sama gangi...hljómar frekar gruggugt...), en allaveganna þá slæðist mjög oft hingað inn til mín, og þá sérstaklega til mín þar sem mér var á mjööög dúbíus hátt skipað að flytja mig á skrifborðið í horninu einmitt þar sem dragsúgurinn síast beinast inn, en allavega þá síast semsagt hingað inn alveg svakaleg skrýtin gas-lykt sem er af einhverju sem ,,tannsmiðirnir" nota. ég er nú alveg hætt að trúa því að þetta séu tannsmiðir, enda eintómar ungar myndarlegar stúlkur í hvítum sloppum, mjög ótannsmíðalegar... þær eru eiginlega meira í átt að Bond-stúlkum... sem bendir eindregið til þess að þær séu handbendi yfirvalda, enda ekkert nema fallegt kvenfólk að vinna fyrir yfirvöld... þannig að ég held semsagt að þetta gas sé hæg-heiladrepandi eiturgufa sem er beint vísvitandi í mín vit í þeim tilgangi að halda skilningarvitum mínum daufum og sköpunarkraftinum í lágmarki. enda aldrei að vita til hvers ég væri vís ef ég væri með fullum fimm. ég væri að minnsta kosti mikil ógn við yfirvaldið á ýmsa vegu.
en ég er nú samt alveg viss um að ég hafi ekki ætlað að blogga um það. enda óþarfi að vera að básúna upplýsingum um þau samsæri sem beinast gegn mér svona á opinberum vettvangi. það mun amk ekki hjálpa mér mikið við forsetaframboðið.
spurning hvort síðburðurinn minn sé á mála hjá þeim... andvökunæturnar mætti líka skoða sem beinskeytta pyntingaraðferð sem ýta undir doða minn, og svo er málið afgreitt enn betur af ,,tannsmiðunum". hverjum hefði dottið í hug að það væri tenging þar á milli? það verður fróðlegt að vita hverju ,,stóri bróðir" tekur uppá þegar hann sér að ég er hérna enn...
hvað í skrattanum ætlaði ég eiginlega að blogga um??!

föstudagur, júlí 02, 2004

eftir góðar viðtökur pistilsins frá í gær hef ég ákveðið að standa við ákvörðun mína. hananú.
nema hvað, fyrir utan það alltsaman þá er bara allt gott að frétta. ég er búin að útbúa forsendur nýrrar reiknivélar, þ.e.a.s. lista yfir þær forsendur sem þurfa að vera til staðar þegar tryggingastærðfræðingurinn tekur við, nýtt eyðublað sem var sameining tveggja eldri eyðublaða, úrdrátt úr samþykktum, ítarefni og góðan og fínan bunka af skilagreinum. næsta mál á dagskrá verður að skrá þær í réttindakerfið. hljómar líf mitt spennandi? mikið er ég hræddum að svo sé ekki.
ég fékk að vita í gær að gaurinn sem sjúkdómsgreindi bílinn minn hafi að öllum líkindum verið óttalegur kjáni. það er ekkert að kúplingunni. þetta er kertavandamál og kannski vantar smá vökva á kúplinguna.(eða í hana?). nema hvað, þar með hef ég sparað mér tugi þúsunda sem ég átti ekki til og er það mér mikið gleðiefni.
hér flæða spennandi málefni dagsins yfir allt og út úr hverju skúmaskoti. inni í eldhúsi lekur vatn úr krana (hér í vinnunni sko), en það er til þess að vatnið nái að kólna því þetta er óskaplega volgt lengi vel. svo set ég kalt vatnið í tvær 2ja lítra flöskur og geymi í ísskápnum, þaðan sem ég tek það svo aftur af og til í þeim tilgangi að fylla á glasið mitt sem ég hef hér fyrir framan mig, á milli mín og tölvuskjásins, án þess þó að það sé fyrir mér. hérna á ganginum fyrir aftan mig er vatnsdúnkur. svona kæli/hitaapparat með krönum og stórum vatnshlunki á hvolfi. það er vatn frá hafnarfirði. það eru ekki fordómar út í hafnfirðinga þegar ég segi það sem mér þykir, en mér finnst einfaldlega gamla góða gvendarbrunnar hreinlega betra. það er eitthvað bölvað járnbragð af hinu.
en jæja... þetta var semsagt gúrka dagsins.
góða helgi.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

ég ætla að bjóða mig fram til forseta í næstu kosningum. ég er ekki pólitísk. ég á ekki eins marga óvini og ólafur, ég er ekki eins skrýtin og umdeild og ástþór, ég á örugglega séns í baldur og það er kominn tími á aðra konu á bessastöðum. svo á ég maka frá útlöndum (sem virðist vera orðið skilyrði) og ég tala nokkur tungumál. ég get talað mjög fína íslensku, alveg hreint til sóma fyrir land og þjóð, ég lít ekkert illa út í glæsilegum síðkjólum og ég er voðalega góð í að spjalla við fólk í formlegum boðum. ég á auðvelt með að slá á létta strengi (án þess þó að missa stílinn), ég get sett mig inn í alvarleg og flókin málefni, ég er ekkert tengd inn í baug, norðurljós, sjálfstæðisflokkinn eða frímúrararegluna, ég er scandal-free og ég ætti ábyggilega auðvelt með að nota þokka minn og útgeislun í þágu lands og þjóðar þar sem ég spásseraði á háum hælum meðal þjóðhöfðingja heimsins og sannfærði þá um að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir. ég myndi beita mér fyrir heimsfriði (á ó-geðveikislegan hátt) og hafa óskaplega réttláta sýn á öll þau málefni sem fyrir mig yrðu borin. undirritun laga myndi ég að sjálfsögðu íhuga vel í hvert sinn, sama hversu stór eða smá málin myndu virðast því að í réttlátu lýðræði skiptir hver og einn máli. ég er ekki af ríku fólki komin og ég á engan pening. af þeim sökum mun kosningabarátta mín hvorki verða bruðl með fé né mafíósaskapur með peningagjöfum. ég mun láta fólkið í landinu um að breiða út orðið auk þess sem ég mun þakka hverjum þeim fjölmiðli er sæi sér fært að leyfa mér að láta ljós mitt skína.
vinsamlegast styðjið málstaðinn og safnið undirskriftum.