ég horfi og horfi á fréttir. fæ iðulega tár í augun og kökk í hálsinn. svissa á milli sky, cnn og bbc. velti fyrir mér hugsunarhætti míns eigins og ábyggilega margra fleiri. fox news sýndi í gærkvöldi frétt um eitthvað efnahags eitthvað, svo frétt um nokkra aðila sem lifðu sjóinn af fyrir kraftaverk á sunnudaginn og svo frétt um íþrótta eitthvað. fékk á tilfinninguna að þeir væru að reyna að láta mér líða betur yfir ástandinu, draga fram nokkra heppna til að ég felli gleðitár í staðin fyrir vanmáttartár. sænski glókollurinn sýndur trekk í trekk í trekk, hann bjargaðist fyrir kraftaverk. it was a miracle sagði ameríska parið sem bjargaði honum. ég sé bara móðurleysi í þessari frétt. kannski er ég of neikvæð. er hægt að vera of neikvæður? ég sé draslið sem á eftir að ryðja burt, ég sé börn án foreldra, foreldra án barna, fjölskyldur án heimila og án lifibrauðs, án brauðs, með vatn upp að hnjám en þó vatnslaus. ég pirra mig á því hvernig fréttamennskan gerir einhverstaðar í undirmeðvitundinni ráð fyrir þessari tilfinningu að það sé verra að svíar deyi heldur en tælendingar. að ellefu íslendingar séu verðmætari en tuttuguþúsund sri lanka búar eða indverjar. ég þoli þessa hugsun ekki en hún er hérna samt, líka í mér.
hringdi í 907-2020 til að friða samviskuna. vona að kristján jóhannsson hirði ekki peninginn...
miðvikudagur, desember 29, 2004
þriðjudagur, desember 28, 2004
jamm og jæja. eftir að hafa lesið alla þessa jólagjafalista á bloggsíðum samlanda minna ætla ég að slást í hópinn og skrifa niður það sem ég fékk. það mun sennilega líka hjálpa mér við að muna síðar hvaðan dótið mitt kom.
semsagt:
ógeðslega góða sæng
gallabuxur
bókina fólkið í kjallaranum (var að klára hana)
bókina sakleysingjarnir
bók með calvin og hobbes (búin með hana en mun lesa hana aftur og aftur)
ljósmyndabókina eftir rax
kertastjaka og leirmuni (eftir afkvæmin)
sængurver
geisladisk með slowblow
rauðvínsflösku
geisladisk með kk (sem var í pakka til makans en ég hef eignað mér líka)
ostakörfu með rauðvíni
barn með hita og hósta
greinilega kominn tími til að fara að drekka rauðvín...
en ég er semsagt hin ánægðasta. fékk meira að segja ein 6 eða 7 jólakort. er að hugsa um að taka mark á bloggsíðu tótu pönk og vera með í jólakortaflóðinu á næsta ári. ég er engan vegin nógu dugleg að rækta svona hefðir.
restin af jólunum mínum fóru í að sinna veika barninu. nei, jú, ég fór í hið árlega jóladagsboð til ömmu og át á mig enn eitt gatið. ég er orðin ansi götótt eftir allt þetta át. eins gott að ég á kort í líkamsrækt...heheheheheh.... sniff...
semsagt:
ógeðslega góða sæng
gallabuxur
bókina fólkið í kjallaranum (var að klára hana)
bókina sakleysingjarnir
bók með calvin og hobbes (búin með hana en mun lesa hana aftur og aftur)
ljósmyndabókina eftir rax
kertastjaka og leirmuni (eftir afkvæmin)
sængurver
geisladisk með slowblow
rauðvínsflösku
geisladisk með kk (sem var í pakka til makans en ég hef eignað mér líka)
ostakörfu með rauðvíni
barn með hita og hósta
greinilega kominn tími til að fara að drekka rauðvín...
en ég er semsagt hin ánægðasta. fékk meira að segja ein 6 eða 7 jólakort. er að hugsa um að taka mark á bloggsíðu tótu pönk og vera með í jólakortaflóðinu á næsta ári. ég er engan vegin nógu dugleg að rækta svona hefðir.
restin af jólunum mínum fóru í að sinna veika barninu. nei, jú, ég fór í hið árlega jóladagsboð til ömmu og át á mig enn eitt gatið. ég er orðin ansi götótt eftir allt þetta át. eins gott að ég á kort í líkamsrækt...heheheheheh.... sniff...
föstudagur, desember 24, 2004
aðfangadagskvöld og.... hér sit ég. reyndar ekki dapurlegt þar sem ég er rétt að stelast í tölvuna á meðan við bíðum eftir frænkum sem eru orðnar of seinar í matinn... assgotans vesen... ég er prúðbúin og fín í mínu pússi og langaði bara rétt si svona að góla gleðileg jól.
þær eru komnar. bon apetit.
þær eru komnar. bon apetit.
miðvikudagur, desember 22, 2004
í dag er einn af þessum dögum (svo ég þýði beint úr anglósaxneskunni). ég svaf betur en margar undanfarnar nætur þar sem makinn sá um næturbrölt síðburans. svo skrapp ég í líkamsdýrkunarsalinn og spriklaði aðeins svona til að halda hjarta-og æðakerfinu opnu, og loksins er ég farin að geta það hassperulaust. gott ef ég er ekki orðin sterkari..hehe... nú svo fór ég í bónus á laugavegi og ríkið niðrí bæ og fékk bílastæði beint við innganginn í báðum tilfellum. mjöög sjaldgæft í mínu lífi og þar af leiðandi mjög skapbætandi. á ferðum mínum um bæinn lenti ég bara á grænum ljósum sem er heldur ekki skapverrandi og að auki fékk ég algerlega óvæntan jólabónus frá nýja vinnuveitandanum. ekkert nema gleðivaldandi uppákomur og uppgötvanir.
heima hjá mér eru einstaka jólagaurar komnir upp í hillur, þó alls ekki yfirþyrmandi margir, ég er búin að taka til í risastóra hlussuskápnum sem pappírar og drasl flæddu útúr ekki alls fyrir löngu. ég er búin að taka til í skúffunum og baðherbergisskápnum og fataskápum fjölskyldumeðlima. svona hlutir sem ég á til að fresta í ein 3-4 ár en fann skyndilega einhvern fáránlega dulinn viljastyrk til að klára. ég er búin að senda vinum og vandamönnum jólatölvupóst (því ég er svo náttúruvæn stúlka), og ég er búin að kaupa allar jólagjafir sem keyptar verða í ár. hananú og halelúja.
ég er meira að segja búin að redda jólatré sem stendur niðri og bíður eftir skrauti.
sem minnir mig á það...ég á ekkert skraut...
en allavega eru bjór í ísskápnum, pakkar í fataskápnum, skipulagning í draslskápnum og þá er bara eftir að klára yfirborðstiltektina, innpökkun á gjafadóti og skreyting á tré.
ég er samt ekki í jólaskapi.
góður dagur þrátt fyrir það...
heima hjá mér eru einstaka jólagaurar komnir upp í hillur, þó alls ekki yfirþyrmandi margir, ég er búin að taka til í risastóra hlussuskápnum sem pappírar og drasl flæddu útúr ekki alls fyrir löngu. ég er búin að taka til í skúffunum og baðherbergisskápnum og fataskápum fjölskyldumeðlima. svona hlutir sem ég á til að fresta í ein 3-4 ár en fann skyndilega einhvern fáránlega dulinn viljastyrk til að klára. ég er búin að senda vinum og vandamönnum jólatölvupóst (því ég er svo náttúruvæn stúlka), og ég er búin að kaupa allar jólagjafir sem keyptar verða í ár. hananú og halelúja.
ég er meira að segja búin að redda jólatré sem stendur niðri og bíður eftir skrauti.
sem minnir mig á það...ég á ekkert skraut...
en allavega eru bjór í ísskápnum, pakkar í fataskápnum, skipulagning í draslskápnum og þá er bara eftir að klára yfirborðstiltektina, innpökkun á gjafadóti og skreyting á tré.
ég er samt ekki í jólaskapi.
góður dagur þrátt fyrir það...
þriðjudagur, desember 21, 2004
í gær rölti ég um með síðburann lokaðan inni í bleikri feitri úlpu og bundinn niður í gamla bónuskerru. ekki svona kerru eins og fólk setur matvörur í við innkaup heldur svona kerru sem fékkst ódýrt fyrir einhverjum árum í bónus. eða var það rúmfatalagerinn? allaveganna...
við mæðgur röltum í hægðum okkar um hundraðogeinn og skoðuðum jólasveina í búðargluggum, seríur á trjám og fleiri skrautlega hluti sem líta vel út í myrkri. það lá við að ég kæmist í jólasköpin en samt...ég er enn í leit að herslumuninum. á einhver afgangs herslumun því mig vantar eitt stykki...?
þegar ég beygði út af laugaveginum og stefndi í áttina heim (sem er annars svosem ekkert svo langt frá téðum vegi), sá ég mann. ég er ansi vön því að sjá menn, og konur líka ef út í það er farið, en þessi maður var merkilegur að því leyti að hann var að koma útúr bílnum sínum. það hljómar svosem ekki spennandi en spennan í sögunni felst í því að maðurinn var hálfpartinn fastur. af hverju var hann fastur?, kynni einhver að spyrja sig. og þá kynni ég að svara því að hann hafi verið fastur sökum fitu. ég hef sveimér aldrei nokkurntíman séð annað eins. þarna sat hann og hélt í bílhurðina sem hann notaði til þess að toga sig út. vömbin á honum skiptist í þrjá hluta. hlutann yfir stýrinu, hlutan undir stýrinu og hlutann á bakinu. hann leit eiginlega út eins og tja... eyrnatappi í eyra, ofþaninn loftpúði, vatnsblaðra í ógöngum eða kennaratyggjó í nös. eða eitthvað,... þið grípið um skaftið á mér.
þetta var svona uppákoma sem mig hefði mikið langað til að staldra við og fylgjast með til þess að sjá hvernig maðurinn fór að þessu og hvort honum tækist að lokum að losa sig. en þá hefði ég sennilega verið að leggja manninn í einelti eða eitthvað svoleiðis. eins gott að vera ekki kennd við þessháttar sjúkdóma.
ég væri líka til í að hitta gaurinn sem tókst að sannfæra þetta flykki um að kaupa sér yaris!
við mæðgur röltum í hægðum okkar um hundraðogeinn og skoðuðum jólasveina í búðargluggum, seríur á trjám og fleiri skrautlega hluti sem líta vel út í myrkri. það lá við að ég kæmist í jólasköpin en samt...ég er enn í leit að herslumuninum. á einhver afgangs herslumun því mig vantar eitt stykki...?
þegar ég beygði út af laugaveginum og stefndi í áttina heim (sem er annars svosem ekkert svo langt frá téðum vegi), sá ég mann. ég er ansi vön því að sjá menn, og konur líka ef út í það er farið, en þessi maður var merkilegur að því leyti að hann var að koma útúr bílnum sínum. það hljómar svosem ekki spennandi en spennan í sögunni felst í því að maðurinn var hálfpartinn fastur. af hverju var hann fastur?, kynni einhver að spyrja sig. og þá kynni ég að svara því að hann hafi verið fastur sökum fitu. ég hef sveimér aldrei nokkurntíman séð annað eins. þarna sat hann og hélt í bílhurðina sem hann notaði til þess að toga sig út. vömbin á honum skiptist í þrjá hluta. hlutann yfir stýrinu, hlutan undir stýrinu og hlutann á bakinu. hann leit eiginlega út eins og tja... eyrnatappi í eyra, ofþaninn loftpúði, vatnsblaðra í ógöngum eða kennaratyggjó í nös. eða eitthvað,... þið grípið um skaftið á mér.
þetta var svona uppákoma sem mig hefði mikið langað til að staldra við og fylgjast með til þess að sjá hvernig maðurinn fór að þessu og hvort honum tækist að lokum að losa sig. en þá hefði ég sennilega verið að leggja manninn í einelti eða eitthvað svoleiðis. eins gott að vera ekki kennd við þessháttar sjúkdóma.
ég væri líka til í að hitta gaurinn sem tókst að sannfæra þetta flykki um að kaupa sér yaris!
föstudagur, desember 17, 2004
ég þekki mann sem kallar konuna sína alltaf vinuna. sæl vinan, segir hann þegar hann hringir í hana úr vinnunni. sæll vinur, segir hann við son sinn sem er í dag menntaskólakrakki en hefur verið ávarpaður á sama máta alveg frá fæðingu. þessi sami maður kallar samstarfskonur sínar líka vinurnar, algerlega óháð aldri þeirra, en hann kallar þó ekki þær konur sem sitja í stjórn og eru þar af leiðandi hærr-settar honum, vinan. konan sem hellir uppá kaffið og er jafnaldra hans er þó vinan. ég er vinan. bróðir hans sem er talsvert yngri en þó kominn langleiðina að fimmtugsaldrinum er vinur. karlarnir í vinnunni sem eru bæði yngri og jafn gamlir en eru kollegar eru ekki ,,vinur". golffélagarnir og laxveiðifélagarnir eru ekki ávarpaðir sem ,,vinur". sennilega ekki eiginkonur þeirra heldur og svo sannarlega ekki synir þeirra og tengdasynir, sérstaklega þeir sem hafa lagt eða leggja stund á viðskipta-, hag- eða lögfræði. dætur þeirra eru þó kallaðar vinan, óháð náms eða starfsvali.
notkun orðanna vinan og vinur er helber stéttskipting í þessu tilfelli og innan þeirrar stéttskiptingar er kynskiptingin skýrari en andskotinn. aldursskiptingin er nokkur en stétt- og kyn- er sterkast.
ég kalla engann vinan eða vinur. ég kalla börnin mín elskurnar og rassa og kjánaprik og rugludalla og svo kalla ég systur mína stundum líka rassa en aldrei vinan.
ég er haldin fordómum. svo sannarlega.
notkun orðanna vinan og vinur er helber stéttskipting í þessu tilfelli og innan þeirrar stéttskiptingar er kynskiptingin skýrari en andskotinn. aldursskiptingin er nokkur en stétt- og kyn- er sterkast.
ég kalla engann vinan eða vinur. ég kalla börnin mín elskurnar og rassa og kjánaprik og rugludalla og svo kalla ég systur mína stundum líka rassa en aldrei vinan.
ég er haldin fordómum. svo sannarlega.
fimmtudagur, desember 16, 2004
mikið grét ég yfir minningargreinunum áðan. svei mér ef ég er ekki ennþá bólgin í augunum. hvað er málið með alla þessa ungu krakka (aðallega stráka)? hvur assgotinn gengur eiginlega á?
eftir allar hrakfalla eldsvoða vesenisfréttirnar undanfarið fór mín útaf örkinni (ég bý nefnilega í örk) og keypti sér enn einn reykskynjarann. nú er ég með þrjá. fattaði mér til gæsahrolls í gær að sá sem er frammi á gangi var ekki með batterí. sú staðreynd kenndi mér það að það á aldrei að treysta orðum nágrannans fyrir því að hann sé sjálfur nýbúinn að tékka á skynjaranum og að hann sé í lagi. þetta gæti verið morðóður djöfull í lambadulbúningi. mikið er ég annars þakklát sjóvái fyrir að senda mér nýtt batterí í pósti. þá gat ég eins og skot komið skynjaranum í gagnið og þar af leiðandi sofið rólegri. ég bý nefnilega í timburhúsi og nýju nágrannarnir á neðri hæðinni eru ansi hrifnir af kertum og jólaseríum þannig að ég tek enga áhættu.
svo er ég líka þakklát fyrri íbúum fyrir að hafa skilið eftir eldvarnarteppið í eldhúsinu og hengitröppurnar í fataskápnum þannig að ég gæti klifrað út um gluggann með familíuna ef útgangurinn stæði í ljósum og logum.
og mætti nú hver og einn halda að ég væri haldin paranoju. tja...það gæti sosum alveg verið en einhverra hluta vegna þykir mér þægilegri tilhugsun að sýna fyrirhyggju, svona ,,better safe than sorry" eða ,,más vale prevenir que lamentar" hugsunarháttur.
elsku fólk ... viljiði gera svo vel að vera svo væn að gera mér þann greiða að tékka á reykskynjurunum ykkar, fara varlega með eld og rafmagn, keyra rólega, nota öryggisbelti og forðast ólæti á öldurhúsum. ég hreinlega get ekki fleiri minningargreinar....
eftir allar hrakfalla eldsvoða vesenisfréttirnar undanfarið fór mín útaf örkinni (ég bý nefnilega í örk) og keypti sér enn einn reykskynjarann. nú er ég með þrjá. fattaði mér til gæsahrolls í gær að sá sem er frammi á gangi var ekki með batterí. sú staðreynd kenndi mér það að það á aldrei að treysta orðum nágrannans fyrir því að hann sé sjálfur nýbúinn að tékka á skynjaranum og að hann sé í lagi. þetta gæti verið morðóður djöfull í lambadulbúningi. mikið er ég annars þakklát sjóvái fyrir að senda mér nýtt batterí í pósti. þá gat ég eins og skot komið skynjaranum í gagnið og þar af leiðandi sofið rólegri. ég bý nefnilega í timburhúsi og nýju nágrannarnir á neðri hæðinni eru ansi hrifnir af kertum og jólaseríum þannig að ég tek enga áhættu.
svo er ég líka þakklát fyrri íbúum fyrir að hafa skilið eftir eldvarnarteppið í eldhúsinu og hengitröppurnar í fataskápnum þannig að ég gæti klifrað út um gluggann með familíuna ef útgangurinn stæði í ljósum og logum.
og mætti nú hver og einn halda að ég væri haldin paranoju. tja...það gæti sosum alveg verið en einhverra hluta vegna þykir mér þægilegri tilhugsun að sýna fyrirhyggju, svona ,,better safe than sorry" eða ,,más vale prevenir que lamentar" hugsunarháttur.
elsku fólk ... viljiði gera svo vel að vera svo væn að gera mér þann greiða að tékka á reykskynjurunum ykkar, fara varlega með eld og rafmagn, keyra rólega, nota öryggisbelti og forðast ólæti á öldurhúsum. ég hreinlega get ekki fleiri minningargreinar....
þriðjudagur, desember 14, 2004
jassú, nú er ég komin í ammælisveislu til föðurins, hann á nebbla afmæli í dag blessaður. við afkvæmin splæstum í skyrtu og peysu í tilefni dagsins en ég var send útaf örkinni til að velja pakkann, enda líklega sú sem líkist honum hve mest genetískt og gæti mögulega átt auðveldara með að setja mig inn í hugsunarhátt kauða og smekk. hugsunarháttur hlýtur að vera genetískur að einhverju leyti. nema þá ef annað foreldrið hefur ómeðvitað meiri áhrif á mótun hugsunarháttar annars afkvæmis síns en ekki endilega hins. hmmm.... ég finn þef af félagsvísindakenningu í þróun...
mér þætti gaman að rannsaka rætur þeirra ólíkinda sem eru á okkur systrum. við erum nefnilega líkar en samt ekki. ólíkar en samt ekki. ástæðan fyrir því að ég hef ekki og mun að öllum ólíkindum rannsaka muninn atarna er sú að ég fékk stóra skerfinn af letigenunum.
...sem minnir mig á það... maður lifandi! mitt helsta prinsípp hefur verið brotið/rofið/vanvirt/hrakið og fleira. ég hef fyrir því áræðanlegar heimildir að það hafi sést til mín í líkamsræktarsal einum innan höfuðborgarsvæðisins. það hlýtur að vera ástæðan fyrir því að ég er með þessar hassperur í upphandleggjum-syðri. ég var að hugsa um að vera með lambúshettu til að forðast allan kennslaáburð en ákvað að hætta við eftir að ég komst að því hversu óþægilegt það getur verið að svitna með andlitið í lopalambúsi.
hverf hvort eð er ágætlega inní fjöldann, amk. miðað við að vera í götóttum gömlum og víðum adidasjoggingbuxum, bol með mynd af mexíkanska grímu-glímukappanum huracan rodriguez og rauðum slitnum leðurstrigaskóm.
og nú ætla ég að útskýra farir mínar sléttar. þannig er nefnilega mál með vöxtum að makinn fjárfesti í korti í þennan fjanda sem endist að því er virðist endalaust, eða allavega nógu ógeðslega lengi. blessaður guttinn kemst svo eftir alltsamant ekki yfir allt sem hann þarf að gera þannig að kortið lá þarna eitt og yfirgefið og reikingurinn fyrir því hélt samt áfram að koma samkvæmt undirrituðum samningi um hver mánaðarmót. klæjaði mig þá mikið í nánösina og gerðist kláðinn svo illræmdur að ég sá mig knúna til að leita þeirrar einu lækningar er ég sá mögulega, en hún var að nota fjárans kortið.
ergo- ég og harðsperrur.
hasspera= hausinn á kannabisneytanda.
alveg spurning um að gera ítarlega úttekt á gaurunum sem eru alltaf og þá meina ég alltaf í líkamsræktinni, þessum sem eru svolítið eins og snoðklippt brauðform, þessum sem eiga þrönga hlýraboli sem á stendur skyr.is, þessum sem eru með hálsinn jafn breiðan og hausinn, þessum sem eru með kálfa jafn breiða og lærin, þessum sem raka á sér bringuna og fara í ljós, þessum sem eru með 0% fitumagn, þessum sem geta ekki geta ekki klemmt olnbogana að mittinu, þessum sem fá kikk útúr því að vera spurðir aulaspurninga um tækin af linu kjedlingunni í ræktar-átfittinu frá helvíti (mér).
spurning...
mér þætti gaman að rannsaka rætur þeirra ólíkinda sem eru á okkur systrum. við erum nefnilega líkar en samt ekki. ólíkar en samt ekki. ástæðan fyrir því að ég hef ekki og mun að öllum ólíkindum rannsaka muninn atarna er sú að ég fékk stóra skerfinn af letigenunum.
...sem minnir mig á það... maður lifandi! mitt helsta prinsípp hefur verið brotið/rofið/vanvirt/hrakið og fleira. ég hef fyrir því áræðanlegar heimildir að það hafi sést til mín í líkamsræktarsal einum innan höfuðborgarsvæðisins. það hlýtur að vera ástæðan fyrir því að ég er með þessar hassperur í upphandleggjum-syðri. ég var að hugsa um að vera með lambúshettu til að forðast allan kennslaáburð en ákvað að hætta við eftir að ég komst að því hversu óþægilegt það getur verið að svitna með andlitið í lopalambúsi.
hverf hvort eð er ágætlega inní fjöldann, amk. miðað við að vera í götóttum gömlum og víðum adidasjoggingbuxum, bol með mynd af mexíkanska grímu-glímukappanum huracan rodriguez og rauðum slitnum leðurstrigaskóm.
og nú ætla ég að útskýra farir mínar sléttar. þannig er nefnilega mál með vöxtum að makinn fjárfesti í korti í þennan fjanda sem endist að því er virðist endalaust, eða allavega nógu ógeðslega lengi. blessaður guttinn kemst svo eftir alltsamant ekki yfir allt sem hann þarf að gera þannig að kortið lá þarna eitt og yfirgefið og reikingurinn fyrir því hélt samt áfram að koma samkvæmt undirrituðum samningi um hver mánaðarmót. klæjaði mig þá mikið í nánösina og gerðist kláðinn svo illræmdur að ég sá mig knúna til að leita þeirrar einu lækningar er ég sá mögulega, en hún var að nota fjárans kortið.
ergo- ég og harðsperrur.
hasspera= hausinn á kannabisneytanda.
alveg spurning um að gera ítarlega úttekt á gaurunum sem eru alltaf og þá meina ég alltaf í líkamsræktinni, þessum sem eru svolítið eins og snoðklippt brauðform, þessum sem eiga þrönga hlýraboli sem á stendur skyr.is, þessum sem eru með hálsinn jafn breiðan og hausinn, þessum sem eru með kálfa jafn breiða og lærin, þessum sem raka á sér bringuna og fara í ljós, þessum sem eru með 0% fitumagn, þessum sem geta ekki geta ekki klemmt olnbogana að mittinu, þessum sem fá kikk útúr því að vera spurðir aulaspurninga um tækin af linu kjedlingunni í ræktar-átfittinu frá helvíti (mér).
spurning...
sunnudagur, desember 12, 2004
einu sinni var ég að vinna á stað þar sem mér þótti starf mitt ekki eftirsóknarvert mjög. þó hafði það sína kosti. einn kostanna var sá að ég hafði nægan tíma til að þumbast um á netinu og lesa blogg og nægilega margar hugmyndir til að geta bloggað.
nú er svo komið að ég er í starfi þar sem mér finnst gaman en það hefur þann galla að ég er í fyrsta lagi ekki hangandi fyrir framan tölvu allan daginn, í öðru lagi hef ég engan tíma til að gera annað en það sem ég þarf bráðnauðsynlega að gera og í þriðja lagi hef ég um svo margt að hugsa að ég á ósköp fáar hugsanir eftir eftir vinnu. hér með er komin skýringin á orsökum míns eigins minnimáttarkenndar gagnvart gífurlega upplífgandi, hressilegum, skáldlegum og skemmtilegum textum hinna ýmsu bloggara í samanburði við að því er virðist eilífa ritstíflu hérnamegin alpafjallanna. en maður hefur sosum lent íðí verra.
nema hvað. lítill þröstur úti í garði hætti í augnablik að kroppa í brauðsneiðina sem ég henti út um baðherbergisgluggann í þeim tilgangi að hvísla að mér. hann lét mig vita að það væru að koma jól. mér skilst að samkvæmt einhverju siðavenjuhefðaalmanaki sé kominn þriðji í aðventu og allt að verða vitlaust.
ég er búin að fara á tvö jólahlaðborð (sem betur fer var ekki síld á hinu síðara, enda stútfullt af ólögráða matvendingum), en ekki komu þau mér í jólaskap. ég er óvart búin að hengja fullt af litlum ljósaperum í bandi út í glugga bara svona til að gaurarnir á neðri hæðinni líti ekki út fyrir að vera eina hressa fólkið í húsinu, en ekki kom það mér í jólaskap. ég sótti jóladraslkassana upp á loft en varð ekkert spennt yfir að kíkja ofaní þá, enda ekkert sem myndi seljast í kolaportinu þar á ferð. meira að segja hafa nokkara kúlur náð að brotna síðan í fyrra.
ég er farin að þurfa að dreifa út upplýsingum um þarfir og langanir barnanna minna í sambandi við jólagjafainnkaup stórfjölskyldunnar, en ekki kemur það mér í jólaskap. ég fékk meira að segja jólakort í gær. ekkert.
í dag stakk makinn uppá því að við færum að kaupa jólagjafir handa familíunni. mér tókst að sannfæra hann um að það væri betri hugmynd að ráfa á milli mismunandi skítafýlu í blautum fötum vegna þess að það var ókeypis aðgangur að húsdýragarðinum í dag. sú litla skemmti sér reyndar vel þangað til helvítis kalkúnninn fór að æsa sig. það er sko ekkert krúttlegt við kalkúna. hreindýrin voru svo merkileg með sig að þau litu ekki einu sinni við þegar við örguðum og góluðum á þau í aumri tilraun til að lokka þau til okkar. beljurnar kúkuðu á gólfið fyrir framan okkur og nautið guttorm hef ég aldrei séð öðruvísi en liggjandi og hálf vankaðan. svínin eru lítt skárri. reyndar voru nokkrir sætir grislingar í stíu sem eiginlega redduðu deginum fyrir mér þangað til ég fór að sjá eftir grísahakkinu sem við keyptum á tilboði í bónus um síðustu helgi. nú svo flúðum við rigninguna inn í kinda/geita/hesthúsið en sú flúun var skammvinn þar sem við ákváðum án orða á innan við 10 sekúndum að flýja aftur út í bleytuna. hvílík endemis viðbjóðs heilarýrandi nasamerjandi skítafýla. hef ég lent í ýmsu um ævina en sjaldan ef nokkurn tíman öðru eins. má ég þá frekar biðja um sköllótta kalkúnann með sinn óaðlaðandi bleika dela sem hann hreyfir út í loftið yfir goggnum.
ég er alvarlega að hugsa um að gerast grænmetisæta...
en nú sýnist mér fröken fix vera komin aðeins útfyrir efnið.
ég er semsagt ekki í jólaskapi og færist enn fjær því í hvert sinn sem ég hrekst inn í úttroðna verslunarmiðstöð með risavöxnu jólaskrauti, tónlistar,,stjörnum" sem ég hef aldrei á ævinni séð að árita diska, fólki algerlega uppi í rassgatinu á mér vegna troðnings og asa og þessa ólukkans jólatónlist sem ég enda alltaf með á heilanum í þrjá mánuði á eftir. pant ekki vera með.
mitt jólaskap er frekar að finna í hlýjum fötum í svölu veðri undir stjörnubjörtum himni eða jafnvel þunglamalegri snjókomu einhverstaðar þar sem enginn bíll keyrir, enginn sími hringir, ekkert fólk blaðrar og enginn syngur múkk.
þá leggst ég á bakið í frostglampandi grasið eða mjúkan snjóinn, horfi til himins og óska ykkur öllum gleðilegra jóla í huganum.
en þangað til það gerist sit ég bara hér með helvítis seríuna flækta í gardínunum, jólaskrautið meira og minna brotið í kassanum og slökkt á útvarpinu.
nú er svo komið að ég er í starfi þar sem mér finnst gaman en það hefur þann galla að ég er í fyrsta lagi ekki hangandi fyrir framan tölvu allan daginn, í öðru lagi hef ég engan tíma til að gera annað en það sem ég þarf bráðnauðsynlega að gera og í þriðja lagi hef ég um svo margt að hugsa að ég á ósköp fáar hugsanir eftir eftir vinnu. hér með er komin skýringin á orsökum míns eigins minnimáttarkenndar gagnvart gífurlega upplífgandi, hressilegum, skáldlegum og skemmtilegum textum hinna ýmsu bloggara í samanburði við að því er virðist eilífa ritstíflu hérnamegin alpafjallanna. en maður hefur sosum lent íðí verra.
nema hvað. lítill þröstur úti í garði hætti í augnablik að kroppa í brauðsneiðina sem ég henti út um baðherbergisgluggann í þeim tilgangi að hvísla að mér. hann lét mig vita að það væru að koma jól. mér skilst að samkvæmt einhverju siðavenjuhefðaalmanaki sé kominn þriðji í aðventu og allt að verða vitlaust.
ég er búin að fara á tvö jólahlaðborð (sem betur fer var ekki síld á hinu síðara, enda stútfullt af ólögráða matvendingum), en ekki komu þau mér í jólaskap. ég er óvart búin að hengja fullt af litlum ljósaperum í bandi út í glugga bara svona til að gaurarnir á neðri hæðinni líti ekki út fyrir að vera eina hressa fólkið í húsinu, en ekki kom það mér í jólaskap. ég sótti jóladraslkassana upp á loft en varð ekkert spennt yfir að kíkja ofaní þá, enda ekkert sem myndi seljast í kolaportinu þar á ferð. meira að segja hafa nokkara kúlur náð að brotna síðan í fyrra.
ég er farin að þurfa að dreifa út upplýsingum um þarfir og langanir barnanna minna í sambandi við jólagjafainnkaup stórfjölskyldunnar, en ekki kemur það mér í jólaskap. ég fékk meira að segja jólakort í gær. ekkert.
í dag stakk makinn uppá því að við færum að kaupa jólagjafir handa familíunni. mér tókst að sannfæra hann um að það væri betri hugmynd að ráfa á milli mismunandi skítafýlu í blautum fötum vegna þess að það var ókeypis aðgangur að húsdýragarðinum í dag. sú litla skemmti sér reyndar vel þangað til helvítis kalkúnninn fór að æsa sig. það er sko ekkert krúttlegt við kalkúna. hreindýrin voru svo merkileg með sig að þau litu ekki einu sinni við þegar við örguðum og góluðum á þau í aumri tilraun til að lokka þau til okkar. beljurnar kúkuðu á gólfið fyrir framan okkur og nautið guttorm hef ég aldrei séð öðruvísi en liggjandi og hálf vankaðan. svínin eru lítt skárri. reyndar voru nokkrir sætir grislingar í stíu sem eiginlega redduðu deginum fyrir mér þangað til ég fór að sjá eftir grísahakkinu sem við keyptum á tilboði í bónus um síðustu helgi. nú svo flúðum við rigninguna inn í kinda/geita/hesthúsið en sú flúun var skammvinn þar sem við ákváðum án orða á innan við 10 sekúndum að flýja aftur út í bleytuna. hvílík endemis viðbjóðs heilarýrandi nasamerjandi skítafýla. hef ég lent í ýmsu um ævina en sjaldan ef nokkurn tíman öðru eins. má ég þá frekar biðja um sköllótta kalkúnann með sinn óaðlaðandi bleika dela sem hann hreyfir út í loftið yfir goggnum.
ég er alvarlega að hugsa um að gerast grænmetisæta...
en nú sýnist mér fröken fix vera komin aðeins útfyrir efnið.
ég er semsagt ekki í jólaskapi og færist enn fjær því í hvert sinn sem ég hrekst inn í úttroðna verslunarmiðstöð með risavöxnu jólaskrauti, tónlistar,,stjörnum" sem ég hef aldrei á ævinni séð að árita diska, fólki algerlega uppi í rassgatinu á mér vegna troðnings og asa og þessa ólukkans jólatónlist sem ég enda alltaf með á heilanum í þrjá mánuði á eftir. pant ekki vera með.
mitt jólaskap er frekar að finna í hlýjum fötum í svölu veðri undir stjörnubjörtum himni eða jafnvel þunglamalegri snjókomu einhverstaðar þar sem enginn bíll keyrir, enginn sími hringir, ekkert fólk blaðrar og enginn syngur múkk.
þá leggst ég á bakið í frostglampandi grasið eða mjúkan snjóinn, horfi til himins og óska ykkur öllum gleðilegra jóla í huganum.
en þangað til það gerist sit ég bara hér með helvítis seríuna flækta í gardínunum, jólaskrautið meira og minna brotið í kassanum og slökkt á útvarpinu.
mánudagur, desember 06, 2004
ég veit ekki hver það var sem stakk uppá því að síld væri góð á bragðið, og þaðanaf síður hver það var sem ákvað að apa það upp eftir honum og eta þennan fjára. það sama má segja um fólkið sem asnaðist til að sannfæra aðra um að borða eftirrétti með sjerrí, túnfisksalat, ólívur, soðinn kjúkling, sardínur, þorramat, kæsta skötu, rjúpur, soðnar gulrætur, grásleppu, blóðmör, lifur, selkjöt eða hross.
ætli það hafi ekki verið sömu fíflin og sannfærðu skrílinn um að kaffi og rauðvín væru góð
ætli það hafi ekki verið sömu fíflin og sannfærðu skrílinn um að kaffi og rauðvín væru góð
fimmtudagur, desember 02, 2004
herra blogger eitthvað að stríða okkur þessa dagana. jasso.
mín bara hérnamegin alltaf í boltanum úber hress og svona. ekki málið félagi. bara að chilla í kribbinu og ekkert nema eintóm snilld. nottla pjúra elegans og almenn skrílslæti. gjallir í stuði? bleeeessar mar alve róller haaa.
rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem fara yfir fleiri en tíu ritgerðir á sólarhring eiga á hættu að verða fyrir tímabundnum heilatruflunum og athyglisbresti. sömu rannsóknir sýndu að of mikil neysla á jógúrt eftir klukkan 22:00 getur valdið uppþembu í maga og óþægindum sem gætu orðið til að trufla svefn.
djöfull er rauðhærði maðurinn í csi miami alveg að fara í taugarnar á mér og ég sem er ekki einusinni að horfa á þáttinn. ég er að fara yfir ritgerðir...
bleeeesar
mín bara hérnamegin alltaf í boltanum úber hress og svona. ekki málið félagi. bara að chilla í kribbinu og ekkert nema eintóm snilld. nottla pjúra elegans og almenn skrílslæti. gjallir í stuði? bleeeessar mar alve róller haaa.
rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem fara yfir fleiri en tíu ritgerðir á sólarhring eiga á hættu að verða fyrir tímabundnum heilatruflunum og athyglisbresti. sömu rannsóknir sýndu að of mikil neysla á jógúrt eftir klukkan 22:00 getur valdið uppþembu í maga og óþægindum sem gætu orðið til að trufla svefn.
djöfull er rauðhærði maðurinn í csi miami alveg að fara í taugarnar á mér og ég sem er ekki einusinni að horfa á þáttinn. ég er að fara yfir ritgerðir...
bleeeesar
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)