þriðjudagur, september 30, 2008

æ æ æ... nú er komið að skoðanakönnun lítilli og óformlegri. hún hljómar svona:
telur þú að litli veitingastaðurinn santa maría skjóti sig í fótinn með því að hækka verðin um 200 kall á rétt? á fólk eftir að blóta okkur og finnast við vera svikarar? mun doktor gunni aldrei tala við okkur aftur?
við erum nebbla að verða svolítið stressuð á verðhækkunum allra þeirra sem selja okkur vörur og langar helst ekki að fara á hausinn. svona hækkanir koma einhvernvegin ansi illa við lið sem rekur bisness nálægt núllinu og þó svo að það hafi verið oft mikið að gera þá hefur það hingað til bara rétt náð yfir það sem reksturinn kostar. ég sjálf hef t.d. ekki borgað mér krónu fyrir vinnuna og er hún þó mikil. ekki það að mig vanti laun, ég hef það fínt kennarinn sjálfur. en mér finnst bara eitthvað svo sorglegt að missa þetta úr höndunum, böndunum og öndunum. raddböndum þöndunum. er eitthvað að röndunum? fólk frá ýmsu löndunum hélt á blóm-vöndunum á ströndum og söndunum. er eitthvað að frétta af pöndunum?
svo er bara að stoppa í sokkana og halda kúlinu.

mánudagur, september 29, 2008

santa-maria.is takið eftir strikinu. við ætluðum að fá santamaria.is en þá hafði ákveðinn innflytjandi vara hrifsað nafnið til sín og vill ekki sleppa. helvískur.
en þá er bara að auglýsa strikið. strikið.

fimmtudagur, september 25, 2008

merkilegt hvað það þarf stundum lítið til að skemma mikið.
í nótt átti einhver greinilega leið framhjá húsinu mínu. einhver sem sá sig knúinn/knúna til að ýta örstutt á dyrabjölluna hjá okkur.
með þessari einu litlu hreyfingu handarinnar tókst þessum skítarassakúkalúsablesa að eyðileggja fyrir mér alla nóttina. mér bregður við dyrabjöllur um miðja nótt. þegar mér bregður fæ ég hjartslátt. þegar ég fæ hjartslátt á ég erfitt með að sofna aftur. þegar ég veit að ég á erfitt með að sofna aftur fer ég að hugsa. þegar ég fer að hugsa verður enn erfiðara að sofna. þegar ég á erfitt með að sofna á ég erfitt með að vakna. þegar ég á erfitt með að vakna er ég þreytt allan daginn. þegar ég er þreytt allan daginn er ég leiðinleg.
þannig að það er semsagt þessum drulludela að þakka að ég er leiðinleg í dag.
takk fyrir það.

mánudagur, september 22, 2008

ó je beibe nú erum við góðu gæjarnir
hér sit ég í skólastofunni, hrikalega meðvituð og samfélagslega ábyrg. ó já.
að gefnu og lánuðu tilefni tek ég fram að herra doktor gunna þekki ég ekki nokkurn skapaðan hlut. mér finnst samt prumpulagið alltaf jafn skemmtilegt.

miðvikudagur, september 17, 2008

hvernig er hin fullkomna manneskja? er hún alltaf í stuði? er hún alltaf með svör á reiðum höndum? kemur hún aldrei neinum í vont skap eða gerir hún alla óréttláta brjálaða með réttlætiskennd sinni? er hún laus við appelsínuhúð og bólur? gerir hún allt sem hún gerir vel? kann hún að hlusta á fólk og ráðleggja því þannig að öllum líði vel? er hún alltaf skipulögð og veit hvað hún er að gera? er hún aldrei með mat í tönnunum? hefur hún alltaf gaman af börnum og gamalmennum? segir hún alltaf satt og talar alltaf vel um alla? fara öll föt henni vel? heldur hún heimili sínu hreinu og bakar sitt eigið brauð? eldar hún næringarríkan mat fyrir fólkið sitt sem hún svo borðar með fjölskyldunni stundvíslega klukkan sjö? nennir hún endalaust að leika við börnin sín sem borða ekki sykur og horfa hvorki á sjónvarp né leika sér í tölvuleikjum? stundar hún gefandi kynlíf með myndarlega makanum sínum sem hún er alltaf jafn ástfangin af? er hún dugleg við að gera rómantíska hluti með honum og er alltaf frumleg og sniðug í gjöfum og uppákomum? er hún jafn góð í íþróttum og trivial pursuit?
er hún gersamlega óþolandi í fullkomnun sinni?

mánudagur, september 15, 2008


ætli þetta hafi heppnast hjá mér? vonum það.
annars er þetta litla uppáhalds hljómsveitin mín. seisei já.

í dag er þjóðhátíðardagur le mexique. á laugardagskveldið síðasta var því fagnað á litla veitingastaðnum sem kenndur er við heilaga nöfnu mína. þar brilleraði tengdamóðirin í happdrættinu, gaf viðstöddum gjafir og lét liðið spila bingó. þeir einu sem skildu hana voru meðlimir mexíkanaskarans sem var á staðnum í hátíðarskapi. mér sýndust allir vera glaðir.
það besta voru þó yfirvaraskeggin sem flæddu um allt. ég og litli bróðir minn stóðum saman og þurftum ekki annað en horfa hvor á aðra með yfirvaraskegg til þess að bresta í grátlegan hlátur. boj hvað það var gaman. ætli ég skelli ekki myndum af uppátækinu inn loksins þegar staðurinn eignast heimasíðuna sína sem verður vonandi hvað úr hverju.
hvað úr hverju.

laugardagur, september 13, 2008

ég kannast alls ekki við að eiga við drykkjuvandamál að stríða. reyndar fékk ég mér slatta af bjór í sumar. stundum meiri slatta en stundum, en aldrei þó þannig að ég hafi misst stjórn á mér, gleymt stað og stund, nú eða gubbað. það mætti eiginlega segja að ég hafi tekið örfáar góðar rispur á meðan á sumrinu stóð en bara þegar tilefni var til. sumra á milli fer áfengi ansi sjaldan inn fyrir mínar varir. bara svona ef það er eitthvað sérstakt. eða einstaka sinnum einn og einn bjór í kósíheitum á föstudagskveldi og með vinkonunum á kaffihúsi. þegar fólk fer sérstaklega út á svokallað djamm eða fer í skemmtiferðir yfir helgi til útlanda mætti segja mér að það þætti tiltölulega eðlilegt að hafa áfengi um hönd á meðan fólk hegðar sér innan velsæmismarka.
við slík tækifær hef ég endrum og eins torgað ansi miklu magni af þeim gula en hef, eins og ég segi, talið mig innan markanna. hef bara haft gaman og hlegið mikið.
það er þó til manneskja á höfuðborgarsvæðinu sem virðist greinilega hafa sóað tíma sínum í að velta mér og minni drykkju fyrir sér og haft af henni áhyggjur. það þykir mér að vissu leyti heiður, en tími annarra sem fer í að hugsa um mig er það. en mér þykir það líka undarlegt, skrýtið og stórfurðulegt. hefur þessi elska virkilega ekki annað við tíma sinn að gera?
skál í botn.

þriðjudagur, september 09, 2008

sumt fólk sýýýgur úr mér alla orku og allan mátt. Því tekst að taka mig úr stuði og koma mér í vont skap þó að ég reyni svosem að láta ekki á neinu bera. sérstaklega þegar ég stend fyrir framan 30 manna hóp þar sem 3 einstaklingar ætla mig lifandi að drepa en hinir eiga ekkert skilið annað en mitt besta. ég reyni að horfa annað, hugsa annað og tala annað. en það er bara þessi viðvera. þetta orkusvarthol sem sogar mig inní myrkviði sín sama hvað ég streitist á móti. ég brosi og horfi annað en sé samt alltaf útundan mér þetta fólk. stundum eru þær ekki að horfa á mig og ég ekki að horfa á þær. samt þreyta þær mig. þreyta mig með þessu ,,mér er skít sama hvað þú segir ég ranghvolfi bara augunum yfir öllu og á rétt á því að mér séu gefnir sénsar því annars ert þú bara ósanngjörn jussa" viðhorfi sem skín útúr augum þeirra stanslaust. alltaf. endalaust.
búin áðí.
pant vera kennari.

fimmtudagur, september 04, 2008

gaman að því hvað fólk er mismunandi. mér finnst mjög fínt að vera mismunandi. ég er svo hrikalega mismunandi að ég hef sjaldan séð annað eins.
og nú er síðburðurinn orðin 6 ára. fyrir sléttum 6 árum síðan var ég reytt og ringluð með þrútin brjóst í rauðum flauelssófa. tæpum sólarhring eftir burð. fyrir 6 árum og degi síðan sat ég og horfði á gamanmynd og át pizzu frá eldsmiðjunni. setti svo af og til á pásu á meðan hríðirnar liðu hjá.
í dag er ég ekki að fara að eiga fleiri börn. nó vei hósei. ekki séns. ekki að ræðaða. ekki fræðilegur. glætan. þokka fokkinglega ekki. ég er orðin of sjálfselsk með aldrinum. eða kannski var ég alltaf svona sjálfselsk. fattaði það bara ekki. sjálfselska er genetísk. held ég.
þörf fyrir athygli er það líka.
er kuala lumpur höfuðborg malasíu? ha?
heyrðu maður, ég var að láta 10. bekkinga horfa á spænska bíómynd í dag. guð minn góður hvað ég hefði átt að horfa á hana fyrst, ég var alveg búin að gleyma henni. fór örlítið mikið hjá mér þegar drullusokkurinn í myndinni fór að tala um rassaríðingar og annarskonar ansi myndrænar ríðingar.
börnin flissuðu. sennilega ýmsu vön. ég bíð svo bara eftir símtalinu frá brjálaða foreldrinu...

mánudagur, september 01, 2008

nei sko. þú hérna ennþá?
ég er líka hérna ennþá. bara eitthvað slöpp í blogginu.

það er alveg sama hver er hver og hvernig hann er. aukamanneskja á heimilinu er slítandi fyrirbæri, sérstaklega þegar tíminn er langur. nú hefur heimilið mitt innihaldið auka eintak alveg síðan í júní og nýlega er ég farin að finna fyrir því að það hangir yfir mér aukaeintaksþreyta. hún hefur verið að gerjast í einhvern tíma en ég hef lifað, eins og svo oft áður, í afneitun. stundum er ég bara eitthvað svo lítið í tengslum við sjálfa mig. hugurinn lengst í burtu frá líkamanum og engin meðvitund um tengslin á milli vöðvabólgunnar, syfjunnar, hausverkjarins og skortsins á ég-sjálf-tíma eða bara ró og friði.
það ættu að vera gefin nóbelsverðlaun fyrir að lifa af heimili sem inniheldur hormónahlaðinn ný-ungling sem liggur svo svakalega á að verða stór en er samt svo lítill að hann veit ekkert hvernig hann á að vera, frekt og síkjaftandi 6 ára eintak, ofvirkan athafnamann með athyglisbrest og sennilega heyrnarvandamál (miðað við raddstyrkinn) og tiltektarsjúka mjög heimakomna tengdamóður sem vill öllum vel en tekst samt að lauma inn athugasemdum sem skilja eftir súrt bragð. sbr. um daginn þegar hún var að skoða mynd af mér. ,,mikið ertu nú sæt elskan. þetta er rosa fín mynd af þér. nú er það eina sem þú þyrftir að gera að losna við appelsínuhúðina af lærunum og rassinum. ég heyrði í útvarpinu úti í mexíkó hjá manni sem er svaaakalega klár að besta ráðið sé að setja gúrku og vatn í blandara og nugga því svo á appelsínuhúðina..." eða þegar ég var eitthvað að tala um að mér fyndist ég hafa fitnað... ,,nei nei elskan, þú ert bara næstum því feit..."
stundum langar mig bara að setja tannburstann minn í bakpoka og rölta til timbúktú.