það gengur svo mikið á að mér dettur ekkert í hug að skrifa.
allt á hvolfi hreinlega. í höfðinu, á heimilinu, í bænum, í landinu, í heiminum.
og ég er bara lítill maur í hringiðu alheimsins.
hringiða. ætli það sé ekki bara orð dagsins.
á meðan vex á mér hárið, neglurnar og eyrun. hringiða tímans. hringiða atburða. hringiða lífsins. hringiða tilfinninga.
og ég sit uppi með risastór eyru.
þriðjudagur, janúar 27, 2009
miðvikudagur, janúar 21, 2009
ókey, nú er ég komin aftur úr mótmælalægðinni og búin að hysja uppum mig brækurnar. djöfull skal ég fara askvaðandi á öll mótmæli sem verða héðanífrá þangað til eitthvað breytist í þessu andskotans drullubúðingasamfélagi.
og mín vegna má henda sumum af sérsveitarmönnum í fangelsi fyrir að vera fífl.
minn er brjálaður. gersamlega band-sjóðandi-kol-brjálaður.
og mín vegna má henda sumum af sérsveitarmönnum í fangelsi fyrir að vera fífl.
minn er brjálaður. gersamlega band-sjóðandi-kol-brjálaður.
mánudagur, janúar 19, 2009
um helgina söng ég dúett, dansaði kongó, fór út að borða, svaf vel, dreymdi vel, kenndi salsaspor, naut einveru, naut samveru og fór í sund.
góð helgi.
það er gaman að þroskast án þess að gleyma þess að njóta vanþroskans.
þetta er maría í dag. þreytt, ringluð en óskaplega ánægð með eigið hugsanaferli.
góð helgi.
það er gaman að þroskast án þess að gleyma þess að njóta vanþroskans.
þetta er maría í dag. þreytt, ringluð en óskaplega ánægð með eigið hugsanaferli.
fimmtudagur, janúar 15, 2009
það er af sem áður var þegar öll kurl eru komin til grafar. það er svosem ekki eins og kálið sé sopið þó í ausuna sé komið nema þegar eplið fellur langt frá eikinni.
ætli sé ekki best að hafa vaðið fyrir neðan sig, ekki er nefnilega allt gull sem glóir. þeir segja að morgunstund gefi gull í mund en svo beygjast krosstré sem önnur tré og þá er týpískt að árinni kennir illur ræðari.
ég reyni bara að sníða mér stakk eftir vexti, enda fiska þeir sem róa, eða svo segja þeir. stundum mætti alveg segja mér að hæst glymji í tómri tunnu þó svo að of seint sé að byrgja brunninn þegar barnið er dottið í hann.
þegar allt þetta gengur á hugsa ég með mér ,,hvað er svo glatt sem góðra vina fundur?"
ætli sé ekki best að hafa vaðið fyrir neðan sig, ekki er nefnilega allt gull sem glóir. þeir segja að morgunstund gefi gull í mund en svo beygjast krosstré sem önnur tré og þá er týpískt að árinni kennir illur ræðari.
ég reyni bara að sníða mér stakk eftir vexti, enda fiska þeir sem róa, eða svo segja þeir. stundum mætti alveg segja mér að hæst glymji í tómri tunnu þó svo að of seint sé að byrgja brunninn þegar barnið er dottið í hann.
þegar allt þetta gengur á hugsa ég með mér ,,hvað er svo glatt sem góðra vina fundur?"
þriðjudagur, janúar 13, 2009
látum okkur nú sjá.... sjáum nú til.... hmmmm..... hvað gæti ég svosem bloggað um?
hvernig gengur í vinnunni? neibb, þreytt.
hvað fjölskyldan er að gera? æi, það er svosem ekkert spennandi þessa dagana.
hvað það er kalt úti? læt gamla fólkið í pottinum um það.
hvað allt er orðið dýrt? búin að kvabba yfir því alveg feikinóg.
hvað stjórnvöld eru spillt? nenni ekki að breytast í moggablogg.
en hvað er þá eftir? hvað skrifar fólk um sem er þreytt í hausnum?
sennilega ekki neitt. ætli flestir hafi ekki vit á að halda puttunum í vösunum og grjót- halda sér saman í staðin fyrir að setjast niður, skrá sig inná bloggsíðurnar sínar og byrja að kvabba um hvað það er lítið að frétta. eins og einhver nenni að lesa um það. hrein og klár ömurð.
hvernig gengur í vinnunni? neibb, þreytt.
hvað fjölskyldan er að gera? æi, það er svosem ekkert spennandi þessa dagana.
hvað það er kalt úti? læt gamla fólkið í pottinum um það.
hvað allt er orðið dýrt? búin að kvabba yfir því alveg feikinóg.
hvað stjórnvöld eru spillt? nenni ekki að breytast í moggablogg.
en hvað er þá eftir? hvað skrifar fólk um sem er þreytt í hausnum?
sennilega ekki neitt. ætli flestir hafi ekki vit á að halda puttunum í vösunum og grjót- halda sér saman í staðin fyrir að setjast niður, skrá sig inná bloggsíðurnar sínar og byrja að kvabba um hvað það er lítið að frétta. eins og einhver nenni að lesa um það. hrein og klár ömurð.
sunnudagur, janúar 11, 2009
í gærkveld fórum við hjú í árlegt áramótapartý æskuvinkvenna minna og maka þeirra. á hverju ári er eitthvað þema og í ár var það las vegas eða kasínó. samkvæmisgestir voru svo endemis ótrúlega fínir til fara að ég hef sjaldan séð annað eins. ég var eiginlega örlítið ekki á heimavelli í svona miklum fínheitum en það er þó alltaf gaman að sjá liðið enda fínasta lið.
partýið var haldið í endanum á vatnsendahverfi, hvað sem það nú er. ég sat með símaskrárkortið í fanginu alla leið til að rata þennan skratta en það tókst á endanum. til þess að þurfa ekki að hafa fyrir því að komast uppeftir aftur í dag ákvað ég, enda skynsöm stúlka, að drekka ekki nema eitt stykki bjór og feika það svo bara með kókglasi þar sem eftir lifði kvölds. því var ég fegin bæði í gær þegar við þurftum skyndilega að hverfa úr veislunni vegna ástands á söntu maríu og líka í morgun þegar ég hvar hvorki með hausverk né þurfti að finna leið til að komast aftur út á heimsenda til að ná í bílinn.
ef ég hefði verið að drekka hefði mér þó sennilega gengið betur í póker.
partýið var haldið í endanum á vatnsendahverfi, hvað sem það nú er. ég sat með símaskrárkortið í fanginu alla leið til að rata þennan skratta en það tókst á endanum. til þess að þurfa ekki að hafa fyrir því að komast uppeftir aftur í dag ákvað ég, enda skynsöm stúlka, að drekka ekki nema eitt stykki bjór og feika það svo bara með kókglasi þar sem eftir lifði kvölds. því var ég fegin bæði í gær þegar við þurftum skyndilega að hverfa úr veislunni vegna ástands á söntu maríu og líka í morgun þegar ég hvar hvorki með hausverk né þurfti að finna leið til að komast aftur út á heimsenda til að ná í bílinn.
ef ég hefði verið að drekka hefði mér þó sennilega gengið betur í póker.
föstudagur, janúar 09, 2009
þá er fyrstu kennsluviku ársins lokið. hún var aldeilis viðburðarík og þá er vægt til orða tekið. ég er búin að sitja ófáa fundina, mis-skemmtilega, búin að ljósrita á hálfan regnskóg, læra nöfnin á um þrjátíu nemendum (þá eru bara um 90 eftir), bera bækur og hefti fram og tilbaka um skólann, standa í bréfaskriftum og undirbúningi og vera sökuð um einelti á vinnustað. og þá eru óupptalin kennslan sjálf, skráningar í tölvukerfi og fleira.
magnað hvað það eru margar gerðir af fólki á svona stórum vinnustað. maður veit svo sannarlega aldrei hverju er hægt að eiga von á. stundum, án þess að eiga von á því, lendir maður svo í uppákomum sem skilja mann eftir með kjálkann á gólfinu gapandi gónandi hissa. ég lendi nú sjaldnast í vandræðum með fólk, enda hef ég yfirleitt átt ansi gott með að umgangast það og vinna með því. en stundum lendir maður í fáránlegum aðstæðum. þá er bara að vinna sig í gegnum þær. oseisei. ég er núna að slíkri vinnu.
nema hvað, að óræðu tali slepptu er bara allt skrambi fínt að frétta.
jólaskrautið farið niður og búið að grýta jólatrénu í höfuðið á manni.
það er reyndar svolítið skemmtileg saga. eða svoleiðis, þú veist... makinn var sko að spara sér flutningana með því að skutla trénu bara niður af svölum og á gangstéttina þar sem það átti að enda. hann leit í kringum sig hægri vinstri og svo aftur áður en hann dúndraði trénu niður. um leið og hann sleppti takinu sá hann mann sem sat á bekk nákvæmlega þar sem trénu hafði verið miðað. náfölur og skjálfandi kom hann inn af svölunum með hjartað í hálsinum og kökk í augunum og sagðist sennilega hafa verið að enda við að drepa mann. svo hljóp hann niður til að tékka og þegar niður var komið mætti hann manni sem var óskaplega hissa að sjá. hann hafði þá sem betur fer bara fengið toppinn á trénu í fangið en þetta var þeldökkur túristi sem fór strax að hugsa hvort íslendingum væri svo illa við svertingja að þeir hentu jólatrjánum sínum í þá í skjóli myrkurs. makinn baðst afsökunar eins og hann ætti lífið að leysa og útskýrði að hann hefði einfaldlega ekki séð hann og gekk svo úr skugga um að greyið hefði ekkert meitt sig. svo tókust þeir bara í hendur og fóru hvor sína leið. jólatréð fór líka sína leið.
þessi litla dæmisaga kennir okkur að það er ekki sniðugt að henda trjám niður af svölum. en þetta var samt hrikalega fyndið eftirá, sko tilhugsunin um að sitja á bekk og fá jólatré í fangið. ég get allavega flissað ennþá.
en núna þarf ég að fara að velja 5 uppáhalds lögin mín (og þá er átt við ekki bara núna heldur yfir ævina), fyrir leik sem ég er flækt í. það er erfiðara en það virðist.
hvaða lög myndir þú velja?
magnað hvað það eru margar gerðir af fólki á svona stórum vinnustað. maður veit svo sannarlega aldrei hverju er hægt að eiga von á. stundum, án þess að eiga von á því, lendir maður svo í uppákomum sem skilja mann eftir með kjálkann á gólfinu gapandi gónandi hissa. ég lendi nú sjaldnast í vandræðum með fólk, enda hef ég yfirleitt átt ansi gott með að umgangast það og vinna með því. en stundum lendir maður í fáránlegum aðstæðum. þá er bara að vinna sig í gegnum þær. oseisei. ég er núna að slíkri vinnu.
nema hvað, að óræðu tali slepptu er bara allt skrambi fínt að frétta.
jólaskrautið farið niður og búið að grýta jólatrénu í höfuðið á manni.
það er reyndar svolítið skemmtileg saga. eða svoleiðis, þú veist... makinn var sko að spara sér flutningana með því að skutla trénu bara niður af svölum og á gangstéttina þar sem það átti að enda. hann leit í kringum sig hægri vinstri og svo aftur áður en hann dúndraði trénu niður. um leið og hann sleppti takinu sá hann mann sem sat á bekk nákvæmlega þar sem trénu hafði verið miðað. náfölur og skjálfandi kom hann inn af svölunum með hjartað í hálsinum og kökk í augunum og sagðist sennilega hafa verið að enda við að drepa mann. svo hljóp hann niður til að tékka og þegar niður var komið mætti hann manni sem var óskaplega hissa að sjá. hann hafði þá sem betur fer bara fengið toppinn á trénu í fangið en þetta var þeldökkur túristi sem fór strax að hugsa hvort íslendingum væri svo illa við svertingja að þeir hentu jólatrjánum sínum í þá í skjóli myrkurs. makinn baðst afsökunar eins og hann ætti lífið að leysa og útskýrði að hann hefði einfaldlega ekki séð hann og gekk svo úr skugga um að greyið hefði ekkert meitt sig. svo tókust þeir bara í hendur og fóru hvor sína leið. jólatréð fór líka sína leið.
þessi litla dæmisaga kennir okkur að það er ekki sniðugt að henda trjám niður af svölum. en þetta var samt hrikalega fyndið eftirá, sko tilhugsunin um að sitja á bekk og fá jólatré í fangið. ég get allavega flissað ennþá.
en núna þarf ég að fara að velja 5 uppáhalds lögin mín (og þá er átt við ekki bara núna heldur yfir ævina), fyrir leik sem ég er flækt í. það er erfiðara en það virðist.
hvaða lög myndir þú velja?
þriðjudagur, janúar 06, 2009
veitingastaðurinn okkar litli er ósköp kósí vinnustaður. reyndar hef ég svosem ekki mikið beinlínis unnið þar undanfarið ef frá er talið allur undirbúningur bókhalds, tímaútreikningar, lokun kassa á kvöldin og andlegur stuðningur við framkvæmdaeigandann sem er stundum á barmi taugaáfalls yfir annríkinu. nema hvað, staðurinn er kósí því starfsfólkið er fínt og gott upp til hópa og það sem mér finnst heimilislegast er hvernig næstum allir heilsast og kveðjast með kossi. ég fæ oftar en ekki nokkra kossa á kinn þegar ég mæti á svæðið og þegar ég fer aftur. það þykir mér kósí.
þegar ég var skiptinemi fyrir ár og öld heilsuðust allir þar með kossi á kinn líka. það tók stundum tímana tvenna að komast eftir löngum göngum þegar þurfti að kyssa hvern einasta sem maður mætti. en það var kósí. vinalegt. gleðiaukandi.
hér með mælist ég til þess að verða heilsað með kossi á hverjum morgni þegar ég mæti í vinnuna mína. annars neyðist ég til þess að segja upp störfum.
eða kannski ekki alveg samt...
þegar ég var skiptinemi fyrir ár og öld heilsuðust allir þar með kossi á kinn líka. það tók stundum tímana tvenna að komast eftir löngum göngum þegar þurfti að kyssa hvern einasta sem maður mætti. en það var kósí. vinalegt. gleðiaukandi.
hér með mælist ég til þess að verða heilsað með kossi á hverjum morgni þegar ég mæti í vinnuna mína. annars neyðist ég til þess að segja upp störfum.
eða kannski ekki alveg samt...
mánudagur, janúar 05, 2009
þá er vinnan komin í gang og er það vel. rútínan er sem fagurt fljóð sem liðast eftir árfarvegi alheimsins í gegnum stjörnuþoku vináttunnar. eða eitthvað.
ég var að fá niðurstöður úr kennslukönnun sem var gerð fyrir áramót meðal nemenda minna. jíha hvað ég er ánægð með það og hve þungu fargi er af mér létt. mér þykir nefnilega hrikalega erfitt að láta meta mig og hvað þá svona huglægt.
en það er yfirstaðið og ég fékk ósköp fátt annað en góða dóma. það eru svona dagar sem bæta fyrir pirringinn, þreytuna, örvæntinguna og uppgjafartilfinninguna sem hellist stundum yfir mann eftir erfiðar kennslustundir. það er þetta sem fær mig til að langa áfram til að vera kennari. meira að segja vantaði gaurinn sem vantar eiginlega aldrei í úrtakið, þennan sem hatar mann útaf lífinu. hann hefur amk ekki svarað könnuninni ef hann er þarna einhverstaðar. fallega gert af honum.
nú langar mig að gera enn betur og enn meira. uppveðruð er ég já já.
svo eldaði ég mat tvo daga í röð sem í bæði skiptin fengu góða dóma fjölskyldumeðlima. svo góða að hann kláraðist báða dagana. slíkt hefur aldrei gerst áður í manna minnum. um daginn fór ég líka í sund og var þá á óskiljanlegan hátt 3 kílóum léttari en þegar ég fór síðast á sömu vigt.
ég er farin að halda að 2009 sé mitt ár. allavega er þetta mín vika. eða eitthvað.
skiptir ekki máli. ég er glöð.
ég var að fá niðurstöður úr kennslukönnun sem var gerð fyrir áramót meðal nemenda minna. jíha hvað ég er ánægð með það og hve þungu fargi er af mér létt. mér þykir nefnilega hrikalega erfitt að láta meta mig og hvað þá svona huglægt.
en það er yfirstaðið og ég fékk ósköp fátt annað en góða dóma. það eru svona dagar sem bæta fyrir pirringinn, þreytuna, örvæntinguna og uppgjafartilfinninguna sem hellist stundum yfir mann eftir erfiðar kennslustundir. það er þetta sem fær mig til að langa áfram til að vera kennari. meira að segja vantaði gaurinn sem vantar eiginlega aldrei í úrtakið, þennan sem hatar mann útaf lífinu. hann hefur amk ekki svarað könnuninni ef hann er þarna einhverstaðar. fallega gert af honum.
nú langar mig að gera enn betur og enn meira. uppveðruð er ég já já.
svo eldaði ég mat tvo daga í röð sem í bæði skiptin fengu góða dóma fjölskyldumeðlima. svo góða að hann kláraðist báða dagana. slíkt hefur aldrei gerst áður í manna minnum. um daginn fór ég líka í sund og var þá á óskiljanlegan hátt 3 kílóum léttari en þegar ég fór síðast á sömu vigt.
ég er farin að halda að 2009 sé mitt ár. allavega er þetta mín vika. eða eitthvað.
skiptir ekki máli. ég er glöð.
sunnudagur, janúar 04, 2009
það var eins og við manninn mælt. dagurinn var klessa.
af því tilefni sit ég hér og sötra bjór til samlætis samlöndum þeim er sitja annarstaðar og drekka bjór. skál.
ég er farin að hlakka til að taka niður jólaskrautið. henda jólatrénu út á götu. losna við alla litlu kallana sem gægjast úr hillum og gluggum. hætta að sjá rautt.
jólaþreyta. ætli það sé ekki sjúkdómsgreiningin.
og þar með var hugmyndaflug mitt uppurið. uppu-rið.
sjáum til hvort það kemur aftur á morgun. mor-gun. nei djók.
af því tilefni sit ég hér og sötra bjór til samlætis samlöndum þeim er sitja annarstaðar og drekka bjór. skál.
ég er farin að hlakka til að taka niður jólaskrautið. henda jólatrénu út á götu. losna við alla litlu kallana sem gægjast úr hillum og gluggum. hætta að sjá rautt.
jólaþreyta. ætli það sé ekki sjúkdómsgreiningin.
og þar með var hugmyndaflug mitt uppurið. uppu-rið.
sjáum til hvort það kemur aftur á morgun. mor-gun. nei djók.
laugardagur, janúar 03, 2009
á fólk einhverjar ,,sínar týpur"? mig grunar einhvernvegin að einhverstaðar innst inni séum við nú mörg ósköp svipuð. eða sko, lommér að skilgreina... það eru til manngerðir og það eru til týpur. með manngerð á ég við hvernig fólk er að innan en með týpu á ég við hvaða stíl fólk hefur valið sér í klæðaburði og líferni.
mín kenning er sú að manngerðirnar geti verið nokkuð fjölbreyttar. innst inni berjumst við þó sennilega vel flest við sömu takmarkanir, vonir, drauma og þrár. en sumir eru stressaðir og aðrir ekki. einir eru yfirgangssamir, aðrir undirgefnir. sumt fólk er orkumikið, annað ekki. einhverjum þykir best að vera heima, aðrir vilja helst vera út um allt.... nema hvað... það sem ég er eiginlega frekar að hugsa um eru týpur. við mannfólkið skiptum okkur í hópa með klæðaburði, bæði meðvitað og ómeðvitað. frumburðurinn er til dæmis kominn með gallabuxurnar niður á miðjan rass og vill alls ekki láta sjá sig í neinu þröngu. með því er hann að stimpla sig inn í ákveðinn hóp fólks sem klæðir sig á þann veg.
það eru til ýmsar týpur fólks og hverjum og einum þykir hann sennilega tilheyra þeim sem eru ,,eðlilegir". ætli það megi ekki rífast um það endalaust hvað er eðlilegt eða flottara en annað, enda smekksatriði í raun og veru.
nema hvað... stíll fólks fer auðvitað að miklu leyti eftir því hverja það umgengst.
mikið af því unga fólki sem býr hér í miðbæ reykjavíkur hefur ákveðinn stíl. hann felst svolítið í ,,stílleysi", þ.e. fólk er mjög frjálst í klæðaburði en þó þannig að það sker sig úr öðrum hópum. notar t.d. gömul föt og snjáð eða gamaldags.
fatastíll fólks er líka oft skilgreindur eftir framhaldsskólum. en það er gömul saga.
en ókey... nú skal ég hætta. það sem ég er bara að reyna að segja er að það er alveg sama í hvaða hóp við skilgreinum okkur með fatastíl og útliti, þegar allt kemur til alls erum við oftar en ekki óskaplega svipuð að innan þegar fötin eru komin á gólfið.
fólk á ekki að gefa sér fyrirfram að það geti ekki átt samleið með þeim sem eru ekki ,,þeirra týpur". og hananú. heyrirðu það.
eníhús... að allri speki slepptri þá er familían á skólavörðustígnum að rísa úr rekkju, betra seint en aldrei vissulega. í gærkveld komu systirin og foreldrarnir ásamt vinum frumburðarins og við spiluðum leirsjonarí með svakalegum hamagangi og látum. leirsjonarí er eins og pictionary nema með leir. gebbað stuð. já og ég fór fyrst í sund með þeirri litlu. ýmislegt leggur maður á sig til að þreyta börnin sín. ó já. en það var gott. alltaf gott í sundi.
kvöldið endaði svo á vídeóglápi ásamt systurinni. systrakvöld alltaf góð líka. seisei.
dagurinn í dag byrjar letilega og verður sennilega hálfgerð klessa. ég er að reyna að undirbúa mig andlega undir að vakna klukkan átta á mánudaginn en það er eitthvað að gerast hægt. svo þarf ég víst að semja kennsluáætlun... úff.
en í dag er það fjölskyldan.
mín kenning er sú að manngerðirnar geti verið nokkuð fjölbreyttar. innst inni berjumst við þó sennilega vel flest við sömu takmarkanir, vonir, drauma og þrár. en sumir eru stressaðir og aðrir ekki. einir eru yfirgangssamir, aðrir undirgefnir. sumt fólk er orkumikið, annað ekki. einhverjum þykir best að vera heima, aðrir vilja helst vera út um allt.... nema hvað... það sem ég er eiginlega frekar að hugsa um eru týpur. við mannfólkið skiptum okkur í hópa með klæðaburði, bæði meðvitað og ómeðvitað. frumburðurinn er til dæmis kominn með gallabuxurnar niður á miðjan rass og vill alls ekki láta sjá sig í neinu þröngu. með því er hann að stimpla sig inn í ákveðinn hóp fólks sem klæðir sig á þann veg.
það eru til ýmsar týpur fólks og hverjum og einum þykir hann sennilega tilheyra þeim sem eru ,,eðlilegir". ætli það megi ekki rífast um það endalaust hvað er eðlilegt eða flottara en annað, enda smekksatriði í raun og veru.
nema hvað... stíll fólks fer auðvitað að miklu leyti eftir því hverja það umgengst.
mikið af því unga fólki sem býr hér í miðbæ reykjavíkur hefur ákveðinn stíl. hann felst svolítið í ,,stílleysi", þ.e. fólk er mjög frjálst í klæðaburði en þó þannig að það sker sig úr öðrum hópum. notar t.d. gömul föt og snjáð eða gamaldags.
fatastíll fólks er líka oft skilgreindur eftir framhaldsskólum. en það er gömul saga.
en ókey... nú skal ég hætta. það sem ég er bara að reyna að segja er að það er alveg sama í hvaða hóp við skilgreinum okkur með fatastíl og útliti, þegar allt kemur til alls erum við oftar en ekki óskaplega svipuð að innan þegar fötin eru komin á gólfið.
fólk á ekki að gefa sér fyrirfram að það geti ekki átt samleið með þeim sem eru ekki ,,þeirra týpur". og hananú. heyrirðu það.
eníhús... að allri speki slepptri þá er familían á skólavörðustígnum að rísa úr rekkju, betra seint en aldrei vissulega. í gærkveld komu systirin og foreldrarnir ásamt vinum frumburðarins og við spiluðum leirsjonarí með svakalegum hamagangi og látum. leirsjonarí er eins og pictionary nema með leir. gebbað stuð. já og ég fór fyrst í sund með þeirri litlu. ýmislegt leggur maður á sig til að þreyta börnin sín. ó já. en það var gott. alltaf gott í sundi.
kvöldið endaði svo á vídeóglápi ásamt systurinni. systrakvöld alltaf góð líka. seisei.
dagurinn í dag byrjar letilega og verður sennilega hálfgerð klessa. ég er að reyna að undirbúa mig andlega undir að vakna klukkan átta á mánudaginn en það er eitthvað að gerast hægt. svo þarf ég víst að semja kennsluáætlun... úff.
en í dag er það fjölskyldan.
föstudagur, janúar 02, 2009
það er sko ekkert frí að vera í fríi með börnin sín.
en nú er ég með tvö stykki sem er vissulega auðveldara en eitt því þau leika og hafa ofanaf fyrir hvort öðru. ég þarf bara að vera á svæðinu og gera eitthvað þegar þau eru svöng.
en fyrst ætla ég að fara með litla parið á róló þar sem þau geta gengið af göflunum. þar ætla ég að sitja lengi og góna út í loftið, enda enn hálf vönkuð eftir áramótin.
sitja og góna. það er það gáfulegasta sem ég get gert í dag.
en nú er ég með tvö stykki sem er vissulega auðveldara en eitt því þau leika og hafa ofanaf fyrir hvort öðru. ég þarf bara að vera á svæðinu og gera eitthvað þegar þau eru svöng.
en fyrst ætla ég að fara með litla parið á róló þar sem þau geta gengið af göflunum. þar ætla ég að sitja lengi og góna út í loftið, enda enn hálf vönkuð eftir áramótin.
sitja og góna. það er það gáfulegasta sem ég get gert í dag.
fimmtudagur, janúar 01, 2009
og þá kom nýtt ár. ég upplifi árin sem svona dagalista sem byrjar efst og fer niður. í gær var ég neðst, í dag er ég komin aftur efst.
mér tókst að sofa til klukkan tvö. alveg ótrúlegt að hægt sé að snúa sólarhringnum svona á hvolf. það verður hægara sagt en gert að koma mér aftur í vinnugírinn, svefnlega séð.
í gær var mikið gaman. byrjaði ansi rólega með hrikalega góðum mat heima hjá mor og far. þar spiluðum við tíkort og horfðum á skaupið og fannst bara fínt og gaman. eftir það skelltum við okkur á vígvöllinn fyrir framan stóru kirkjuna þarna, æi hvað heitir hún?... þessi sem er alltaf á póstkortunum. nema hvað, þar sprengdum við draslið okkar og horfðum á aðra lýsa himininn upp. svo sló klukkan tólf og allir fengu koss.
en þá var nóttin bara að byrja... rétt eftir miðnætti fór síðburðurinn heim með foreldrunum en við hin strunsuðum á söntu maríu til að undirbúa áramótapartý ársins.
það byrjaði frekar hægt og á tímabili höfðum við áhyggjur af því að hafa drullað uppá bak. en svo var eins og skrúfað hefði verið frá krana og liðið streymdi inn. mikið var spilað, sungið, dansað, trallað og drukkið alveg til klukkan 6 en þá urðum við að gera allt tilbúið fyrir morgunverðarhlaðborð hótelsins. ég var dyravörður ársins. kannski ekki alveg karakter í hlutverkið og það var einhver slatti af fólki sem lak inn sökum góðmennsku minnar en mér tókst þó ágætlega að halda fyllibyttum og leiðinlega drukknu fólki úti. einn ungur maður hafði það á orði að ég væri flottasti dyravörður sem hann hefði séð og það gerði margt gott fyrir fröken egóið mitt.
en þetta var semsagt gasalega gaman og allir sýndust mér fara hinir ánægðustu út í morgunsárið.
núna ætla ég að setja myndir frá matarboðinu og hallgrímskirkju á míns eigins fésbók og svo ætla ég að setja myndir úr partýi ársins á söntu maríu fésbókið. í myndabunka þeim kennir ýmissa grasa.
þegar ég verð búin að setja inn myndirnar ætla ég að halda áfram að slefa með hálf opinn munninn í heiladauðu sombíástandi.
svo fer bara vinnan að byrja rétt strax. jibbí kóla!
mér tókst að sofa til klukkan tvö. alveg ótrúlegt að hægt sé að snúa sólarhringnum svona á hvolf. það verður hægara sagt en gert að koma mér aftur í vinnugírinn, svefnlega séð.
í gær var mikið gaman. byrjaði ansi rólega með hrikalega góðum mat heima hjá mor og far. þar spiluðum við tíkort og horfðum á skaupið og fannst bara fínt og gaman. eftir það skelltum við okkur á vígvöllinn fyrir framan stóru kirkjuna þarna, æi hvað heitir hún?... þessi sem er alltaf á póstkortunum. nema hvað, þar sprengdum við draslið okkar og horfðum á aðra lýsa himininn upp. svo sló klukkan tólf og allir fengu koss.
en þá var nóttin bara að byrja... rétt eftir miðnætti fór síðburðurinn heim með foreldrunum en við hin strunsuðum á söntu maríu til að undirbúa áramótapartý ársins.
það byrjaði frekar hægt og á tímabili höfðum við áhyggjur af því að hafa drullað uppá bak. en svo var eins og skrúfað hefði verið frá krana og liðið streymdi inn. mikið var spilað, sungið, dansað, trallað og drukkið alveg til klukkan 6 en þá urðum við að gera allt tilbúið fyrir morgunverðarhlaðborð hótelsins. ég var dyravörður ársins. kannski ekki alveg karakter í hlutverkið og það var einhver slatti af fólki sem lak inn sökum góðmennsku minnar en mér tókst þó ágætlega að halda fyllibyttum og leiðinlega drukknu fólki úti. einn ungur maður hafði það á orði að ég væri flottasti dyravörður sem hann hefði séð og það gerði margt gott fyrir fröken egóið mitt.
en þetta var semsagt gasalega gaman og allir sýndust mér fara hinir ánægðustu út í morgunsárið.
núna ætla ég að setja myndir frá matarboðinu og hallgrímskirkju á míns eigins fésbók og svo ætla ég að setja myndir úr partýi ársins á söntu maríu fésbókið. í myndabunka þeim kennir ýmissa grasa.
þegar ég verð búin að setja inn myndirnar ætla ég að halda áfram að slefa með hálf opinn munninn í heiladauðu sombíástandi.
svo fer bara vinnan að byrja rétt strax. jibbí kóla!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)