fimmtíu félagsfræðiritgerðir liggjandi í bunka
fimmtíu félagsfræðiritgerðir liggjandi í bunka
og ef að ein lítil ritgerð fær nú yfirferð
þá eru fjörutíuogníu félagsfræðiritgerðir liggjandi í bunka
fjörutíuogníu félagsfræðiritgerðir liggjandi í bunka
fjörutíuogníu félagsfræðiritgerðir liggjandi í bunka
og ef að ein lítil ritgerði fær nú yfirferð
þá eru fjörutíuogátta félagsfræðiritgerðir liggjandi í bunka
syngist alveg niður í núll.
sunnudagur, apríl 29, 2007
fimmtudagur, apríl 26, 2007
systir mín opnar sína fyrstu einkasýningu klukkan fimm í dag. hún er svaka flott og ég mæli með því að þú leggir leið þína í 101 gallerý fyrir aftan alþjóðahúsið einhverntíman á milli klukkan 2 og 5 fyrir 31.maí.
amma mín er áttatíuogþriggjaára í dag. hún er æði hún amma-geddon.
mig dreymdi innkaupaferð í hagkaup ásamt sigga stærðfræðikennara sem endaði með því að við hættum við þegar við mundum að allt væri ódýrara í bónus. svo var mikið hlegið og ég vaknaði. við siggi höfum eytt miklum tíma saman í hagkaupum... það verður ekki af okkur skafið.
þegar ég vaknaði mundi ég að á fimmtudögum fara krakkarnir í leikskólanum í göngutúr svo ég rauk á fætur til að skutla síðburðinum á sinn stað. ég hoppaði í buxur og skyrtu og sokka og brjóstahaldara og skó og brunaði með barnið á áfangastað.
svo fór ég aftur heim, reif makann fram úr rúminu, makaði á mig maskara, skipti um peysu og lét keyra mig í vinnuna.
þar fór ég að vinna.
og blogga, en það er önnur saga...
svo vann ég og vann þangað til upp fyrir mér rann fyrir framan mann að ég kann að hafa haft sokkinn þann þar sem enginn sæi hann en ég fann eitthvað skrýtið og það er nú svo.
þetta var rapp.
það sem rappið fjallar um er semsagt að þegar ég var búin að vera að vinna í smá tíma og nemendur nokkrir góðir fínir og fagrir voru inni hjá okkur hinum að spjalla og fá ráðgjöf um þýskar sagnir í þátíð, fann ég eitthvað skrýtið. eitthvað sem líktist stóru illkynja æxli, appelsínuhúð gone wrong eða tvíburasystkini mínu sem ætlaði að brjótast útúr líkama mínum aftaná vinstra hné.
ég þreifaði og velti þessu fyrir mér þangað til ég fann svarið.
þetta var sokkurinn sem ég var í í gær sem kláraði aldrei að detta úr skálminni niður á gólf.
nú svo var bara farið í að ná sokknum útúr skálminni á ekkert svo laumulegan hátt, enda skammast ég mín voða lítið fyrir svona uppákomur og leyfi fólki frekar að njóta þess með mér þegar ég finn sokka innaní fötunum mínum og þessháttar. og nú liggur sokkurinn lúpulegur og þreyttur í tölvutöskunni minni og bíður þess að komast í óhreina tauið ásamt bróður sínum sem sleppti takinu og lét sig detta niður á gólf í gærkveld. svona eins og hlýðnir sokkar eiga að gera.
ég er fegin samt að þetta voru ekki nærbuxur...tíhí...
amma mín er áttatíuogþriggjaára í dag. hún er æði hún amma-geddon.
mig dreymdi innkaupaferð í hagkaup ásamt sigga stærðfræðikennara sem endaði með því að við hættum við þegar við mundum að allt væri ódýrara í bónus. svo var mikið hlegið og ég vaknaði. við siggi höfum eytt miklum tíma saman í hagkaupum... það verður ekki af okkur skafið.
þegar ég vaknaði mundi ég að á fimmtudögum fara krakkarnir í leikskólanum í göngutúr svo ég rauk á fætur til að skutla síðburðinum á sinn stað. ég hoppaði í buxur og skyrtu og sokka og brjóstahaldara og skó og brunaði með barnið á áfangastað.
svo fór ég aftur heim, reif makann fram úr rúminu, makaði á mig maskara, skipti um peysu og lét keyra mig í vinnuna.
þar fór ég að vinna.
og blogga, en það er önnur saga...
svo vann ég og vann þangað til upp fyrir mér rann fyrir framan mann að ég kann að hafa haft sokkinn þann þar sem enginn sæi hann en ég fann eitthvað skrýtið og það er nú svo.
þetta var rapp.
það sem rappið fjallar um er semsagt að þegar ég var búin að vera að vinna í smá tíma og nemendur nokkrir góðir fínir og fagrir voru inni hjá okkur hinum að spjalla og fá ráðgjöf um þýskar sagnir í þátíð, fann ég eitthvað skrýtið. eitthvað sem líktist stóru illkynja æxli, appelsínuhúð gone wrong eða tvíburasystkini mínu sem ætlaði að brjótast útúr líkama mínum aftaná vinstra hné.
ég þreifaði og velti þessu fyrir mér þangað til ég fann svarið.
þetta var sokkurinn sem ég var í í gær sem kláraði aldrei að detta úr skálminni niður á gólf.
nú svo var bara farið í að ná sokknum útúr skálminni á ekkert svo laumulegan hátt, enda skammast ég mín voða lítið fyrir svona uppákomur og leyfi fólki frekar að njóta þess með mér þegar ég finn sokka innaní fötunum mínum og þessháttar. og nú liggur sokkurinn lúpulegur og þreyttur í tölvutöskunni minni og bíður þess að komast í óhreina tauið ásamt bróður sínum sem sleppti takinu og lét sig detta niður á gólf í gærkveld. svona eins og hlýðnir sokkar eiga að gera.
ég er fegin samt að þetta voru ekki nærbuxur...tíhí...
miðvikudagur, apríl 25, 2007
ég get varla hætt að velta mér uppúr þessu með að vera að fara. ég bið ykkur að afsaka og hafa þolinmæði.
nema hvað. ég á móðurbróðir sem er íslenskur, ættaður úr strandasýslu svona eins og ég í helminginn á mér. þessi frændi á íslenska konu. og íslensk börn.
þessi frændi er stundum svolítið alvarlega þenkjandi og veltir hlutunum mikið fyrir sér. um daginn sátum við frændfólkið sem oftar í kringum kræsingarnar á matarborði ömmu minnar og vorum að spjalla um lífið og lífsins sorgir (eins og hún amma segir).
einhverstaðar í samræðunum spurði frændinn hvað þetta væri eiginlega með okkur konurnar í ættinni, hvort íslenskir karlmenn væru ekki nógu góðir fyrir okkur.
þá fór ég að telja í huganum... ég á mann frá mexíkó, systir mömmu á mann frá noregi, önnur systir mömmu á mann frá þýskalandi, önnur systir mömmu á barn með manni frá noregi, systurdóttir mömmu er gift bandaríkjamanni og systir hennar býr með manni frá kólumbíu. nú og svo er bróðurdóttir mömmu gift dana, en þá held ég að listinn sé kominn. reyndar er hann ansi langur svona fyrir eina fjölskyldu.
en ég held að þetta sé bara tilviljun. okkur þykir óskaplega vænt um íslenska karlmenn, enda komnar undan slíkum og skyldar mörgum eintökum. sumar okkar eru vissulega giftar þeim, eins og tildæmis hún mamma mín, og ég á marga vini sem eru íslenskir karlmenn og mér þykir mjög vænt um. þeir eru sko aldeilis nógu góðir fyrir mig, bara voru einhvernvegin ekki á réttum stað á réttum tíma :)
einhverra hluta vegna hefur þetta bara æxlast svona í ættinni... kannski einhver gen frá ömmu sem langaði alltaf að búa þar sem sæist oftar í sólina.
ég veit ekki...
nema hvað. ég á móðurbróðir sem er íslenskur, ættaður úr strandasýslu svona eins og ég í helminginn á mér. þessi frændi á íslenska konu. og íslensk börn.
þessi frændi er stundum svolítið alvarlega þenkjandi og veltir hlutunum mikið fyrir sér. um daginn sátum við frændfólkið sem oftar í kringum kræsingarnar á matarborði ömmu minnar og vorum að spjalla um lífið og lífsins sorgir (eins og hún amma segir).
einhverstaðar í samræðunum spurði frændinn hvað þetta væri eiginlega með okkur konurnar í ættinni, hvort íslenskir karlmenn væru ekki nógu góðir fyrir okkur.
þá fór ég að telja í huganum... ég á mann frá mexíkó, systir mömmu á mann frá noregi, önnur systir mömmu á mann frá þýskalandi, önnur systir mömmu á barn með manni frá noregi, systurdóttir mömmu er gift bandaríkjamanni og systir hennar býr með manni frá kólumbíu. nú og svo er bróðurdóttir mömmu gift dana, en þá held ég að listinn sé kominn. reyndar er hann ansi langur svona fyrir eina fjölskyldu.
en ég held að þetta sé bara tilviljun. okkur þykir óskaplega vænt um íslenska karlmenn, enda komnar undan slíkum og skyldar mörgum eintökum. sumar okkar eru vissulega giftar þeim, eins og tildæmis hún mamma mín, og ég á marga vini sem eru íslenskir karlmenn og mér þykir mjög vænt um. þeir eru sko aldeilis nógu góðir fyrir mig, bara voru einhvernvegin ekki á réttum stað á réttum tíma :)
einhverra hluta vegna hefur þetta bara æxlast svona í ættinni... kannski einhver gen frá ömmu sem langaði alltaf að búa þar sem sæist oftar í sólina.
ég veit ekki...
þriðjudagur, apríl 24, 2007
nú er síðasta kennsluvikan mín að hálfna og kökkurinn í maganum að stækka. ég á svo mikið af uppáhaldsfólki hérna í vinnunni minni að mig langar mest að fara að grenja við að hugsa um að fara.
en ég mun lifa það af sosum eins og flest annað. svo kem ég bara aftur og sæki um vinnu hérna þegar hinu lýkur.
en sjitt hvað þetta er erfitt...
en ég mun lifa það af sosum eins og flest annað. svo kem ég bara aftur og sæki um vinnu hérna þegar hinu lýkur.
en sjitt hvað þetta er erfitt...
mánudagur, apríl 23, 2007
þegar ég stend í þeim sporum að vera að flytja úr landi gerist alltaf eitthvað skrýtið. það blossar upp í mér einhver svakalegur íslendingur og ég fyllist einhverri óskilgreindri nostalgíu sem ég upplifi annars aldrei þegar ég er búsett hérna.
núna er ég tildæmis með á heilanum að eignast stóra feita vísnasöngbók, eða hvað hún heitir nú, svo að ég geti sungið fyrir og með börnunum mínum. núna er mér allt í einu mikið í mun að þau kunni að syngja lög sem ég hef hingað til ekki haft neinn áhuga á að þau læri frekar en eitthvað annað. svo þykir mér mjög mikilvægt að þau eignist teiknimyndir, bækur og geisladiska á íslensku svo að orðaforðinn þeirra takmarkist ekki við daglegt líf með mér. (sem er reyndar lógískt)
þegar ég er hve verst í þessu ástandi ímynda ég mér börnin mín og mig í ullarhosum uppi í sveit að leika með bein og skeljar, tínandi ber og þefandi af fíflum.
ég horfi upp í gráan himininn og þefa út í loftið með brjóstið fullt af ættjarðarást.
ég sé fegurðina í ryðguðu bárujárni, berrössuðum trjám og ljóshærðum börnum með hor í nös. mér þykir kaldur vindurinn þægilegur og ég glotti yfir pirruðu fólki á götum úti.
þegar ég bý á íslandi og er ekkert að fara neitt hef ég ekki áhyggjur af því hvaða lög börnin mín kunna að syngja. ég er dugleg við að láta þau horfa á teiknimyndir á spænsku vegna þess að það er gagnlegt að kunna spænsku, og ég fer næstum aldrei með þau útfyrir bæinn. ég horfi aldrei upp í gráan himininn og þykir lyktin af landinu ekkert merkileg. ég pirra mig á ryðguðu bárujárni, berrössuðum trjám og ljóshærðum börnum með hor. mér þykir kaldur vindurinn óþolandi og ég verð pirruð á pirruðu fólki á götum úti.
kannski kann ég best að meta landið þegar ég er á leiðinni í burtu. ætli það væri þá ekki sniðugt að vera bara alltaf á leiðinni út. nú og svo þegar ég fer út hlakka ég til að koma aftur og þegar ég kem aftur get ég ekki beðið eftir því að fara út.
það er ekki auðvelt að vera erfiður....
sem minnir mig á það. hverja þarf ég að kveðja?
núna er ég tildæmis með á heilanum að eignast stóra feita vísnasöngbók, eða hvað hún heitir nú, svo að ég geti sungið fyrir og með börnunum mínum. núna er mér allt í einu mikið í mun að þau kunni að syngja lög sem ég hef hingað til ekki haft neinn áhuga á að þau læri frekar en eitthvað annað. svo þykir mér mjög mikilvægt að þau eignist teiknimyndir, bækur og geisladiska á íslensku svo að orðaforðinn þeirra takmarkist ekki við daglegt líf með mér. (sem er reyndar lógískt)
þegar ég er hve verst í þessu ástandi ímynda ég mér börnin mín og mig í ullarhosum uppi í sveit að leika með bein og skeljar, tínandi ber og þefandi af fíflum.
ég horfi upp í gráan himininn og þefa út í loftið með brjóstið fullt af ættjarðarást.
ég sé fegurðina í ryðguðu bárujárni, berrössuðum trjám og ljóshærðum börnum með hor í nös. mér þykir kaldur vindurinn þægilegur og ég glotti yfir pirruðu fólki á götum úti.
þegar ég bý á íslandi og er ekkert að fara neitt hef ég ekki áhyggjur af því hvaða lög börnin mín kunna að syngja. ég er dugleg við að láta þau horfa á teiknimyndir á spænsku vegna þess að það er gagnlegt að kunna spænsku, og ég fer næstum aldrei með þau útfyrir bæinn. ég horfi aldrei upp í gráan himininn og þykir lyktin af landinu ekkert merkileg. ég pirra mig á ryðguðu bárujárni, berrössuðum trjám og ljóshærðum börnum með hor. mér þykir kaldur vindurinn óþolandi og ég verð pirruð á pirruðu fólki á götum úti.
kannski kann ég best að meta landið þegar ég er á leiðinni í burtu. ætli það væri þá ekki sniðugt að vera bara alltaf á leiðinni út. nú og svo þegar ég fer út hlakka ég til að koma aftur og þegar ég kem aftur get ég ekki beðið eftir því að fara út.
það er ekki auðvelt að vera erfiður....
sem minnir mig á það. hverja þarf ég að kveðja?
sunnudagur, apríl 22, 2007
merkilegt hvað það draslast mikið til heima hjá mér eftir að makinn kom aftur. þegar ég var ein með afkvæmin mín var einhvernvegin nóg að rétt lifta upp því sem hafði færst úr stað yfir daginn, vaska upp þrjá diska, þrjár skálar, þrjú glös og þrenn hnífapör, ryksuga einu sinni í viku og búa um rúmin til að allt liti eðlilega út. svona fimm mínútna yfirferð á dag eða tæplega það.
svo kom makinn. hann eldar með látum, færir húsgögn úr stað til að leika í/á þeim, raðar koddum og púðum á gólfið svo að krókódílarnir bíti mann ekki í tærnar, tengir á engan hátt það að fara úr fötunum við óhreinatauskörfur, skápa eða skúffur, sér ekki tilganginn með því að hengja handklæðin upp á þartilgerða snaga og setur setuna aldrei niður nema þegar hann sjálfur þarf að setjast á hana.
ekki nóg með það, heldur hef ég sjálf staðið mig að því að vera mun afslappaðri í þessum málum eftir að við urðum tvö.
þar af leiðir að það er allt á floti allstaðar á þessu heimili. en ég þarf amk ekki að gera fínt ein.
annars er makinn á útleið fljótlega ásamt frumburðinum og við kvenleggurinn munum fylgja fljótlega í kjölfarið. búseta fjölskyldunnar er áætluð í bæ sem heitir metepec og er í 65 km fjarlægð frá höfuðborginni, þó svo að í raun og veru sé bærinn mun nær, enda höfuðborgin komin út um víðan völl með hlátrasköll. í metepec munum við búa í þriggja hæða húsi í lokuðu hverfi þar sem við þekkjum nú þegar fólkið, það þekkir okkur, flestir eru á okkar aldri með börn á barnanna aldri og svei mér ef þetta lítur ekki bara ágætlega út alltsamant.
í húsinu sem við munum búa í er stórt gestaherbergi sem stendur hverjum þeim sem heimsækja okkur vill opið. eins og þeir segja þarna úti, ,,mi casa, su casa".
en ég er nú ekki farin enn... fyrst þarf að ganga frá dótinu okkar, selja íbúðirnar og kaupa flugmiðana.
ég fór að gráta þegar ég tilkynnti brottför mína í vinnunni. skrýtið hvað ég tek það nærri mér. en mér var sagt að ég ætti alltaf samastað þar svo að mér líður strax betur. gott að eiga samastaði.
svo kom makinn. hann eldar með látum, færir húsgögn úr stað til að leika í/á þeim, raðar koddum og púðum á gólfið svo að krókódílarnir bíti mann ekki í tærnar, tengir á engan hátt það að fara úr fötunum við óhreinatauskörfur, skápa eða skúffur, sér ekki tilganginn með því að hengja handklæðin upp á þartilgerða snaga og setur setuna aldrei niður nema þegar hann sjálfur þarf að setjast á hana.
ekki nóg með það, heldur hef ég sjálf staðið mig að því að vera mun afslappaðri í þessum málum eftir að við urðum tvö.
þar af leiðir að það er allt á floti allstaðar á þessu heimili. en ég þarf amk ekki að gera fínt ein.
annars er makinn á útleið fljótlega ásamt frumburðinum og við kvenleggurinn munum fylgja fljótlega í kjölfarið. búseta fjölskyldunnar er áætluð í bæ sem heitir metepec og er í 65 km fjarlægð frá höfuðborginni, þó svo að í raun og veru sé bærinn mun nær, enda höfuðborgin komin út um víðan völl með hlátrasköll. í metepec munum við búa í þriggja hæða húsi í lokuðu hverfi þar sem við þekkjum nú þegar fólkið, það þekkir okkur, flestir eru á okkar aldri með börn á barnanna aldri og svei mér ef þetta lítur ekki bara ágætlega út alltsamant.
í húsinu sem við munum búa í er stórt gestaherbergi sem stendur hverjum þeim sem heimsækja okkur vill opið. eins og þeir segja þarna úti, ,,mi casa, su casa".
en ég er nú ekki farin enn... fyrst þarf að ganga frá dótinu okkar, selja íbúðirnar og kaupa flugmiðana.
ég fór að gráta þegar ég tilkynnti brottför mína í vinnunni. skrýtið hvað ég tek það nærri mér. en mér var sagt að ég ætti alltaf samastað þar svo að mér líður strax betur. gott að eiga samastaði.
miðvikudagur, apríl 18, 2007
ég er alltaf svo glöð í mínu litla hjarta þegar ég finn aftur fólk sem hefur á einhverjum tímapunkti verið hluti af lífinu mínu. um daginn var ég að láta mér detta í hug að halda einhverntíman stóra veislu þar sem þemað væri jarðarförin mín.
ég fór nefnilega því miður í jarðarför ungs manns um daginn og þar sem ég horfði tárvotum augum í kringum mig fór ég að hugsa hvað það væri leiðinlegt fyrir strákinn sem dó að hafa misst af þessum degi þar sem fullt af fólki sem á einhvern hátt tengdist lífi hans kom saman. honum hefur ábyggilega aldrei í lifanda lífi tekist að hóa saman öllu þessu fólki sem þótti vænt um hann.
þess vegna var ég að hugsa um að halda einhverntíman veislu (kannski fertugs), þar sem öllum þeim sem myndu mæta í jarðarförina mína væri boðið. þar með þyrfti ég ekki að missa af þessari stórkostlegu samkomu nema bara auðvitað einu sinni.
svo er auðvitað spurning hversu margir myndi í raun mæta þegar á hólminn er komið...
og nú spyr ég ykkur aftur (því þannig fæ ég greinilega svo mörg svör sem er hollt fyrir fólk í niðursveiflu sem vantar egóbúst)...
myndir þú mæta í jarðarförina mína?
ég fór nefnilega því miður í jarðarför ungs manns um daginn og þar sem ég horfði tárvotum augum í kringum mig fór ég að hugsa hvað það væri leiðinlegt fyrir strákinn sem dó að hafa misst af þessum degi þar sem fullt af fólki sem á einhvern hátt tengdist lífi hans kom saman. honum hefur ábyggilega aldrei í lifanda lífi tekist að hóa saman öllu þessu fólki sem þótti vænt um hann.
þess vegna var ég að hugsa um að halda einhverntíman veislu (kannski fertugs), þar sem öllum þeim sem myndu mæta í jarðarförina mína væri boðið. þar með þyrfti ég ekki að missa af þessari stórkostlegu samkomu nema bara auðvitað einu sinni.
svo er auðvitað spurning hversu margir myndi í raun mæta þegar á hólminn er komið...
og nú spyr ég ykkur aftur (því þannig fæ ég greinilega svo mörg svör sem er hollt fyrir fólk í niðursveiflu sem vantar egóbúst)...
myndir þú mæta í jarðarförina mína?
mánudagur, apríl 16, 2007
ég er dán. dán og át. ég er stödd á krossgötum og veit svei mér ekki í hvaða átt er best að fara. hvor áttin fyrir sig felur í sér ákveðna fórn. mér finnst fúlt að þurfa að fórna.
ef ég flyt í einhvern tíma til mexíkó á næstu dögum þarf ég að hætta í skemmtilegri vinnu, hætta að hitta fjölskylduna mína oft og hætta að fara á kaffihús með beggu vinkonu á fimmtudögum. á móti kemur að ég mun hafa frelsi til að gera eitthvað nýtt, gott veður, fullt af fjölskyldu og fjárhagsáhyggjur munu færast af mér yfir á makann.
ef ég bý áfram á íslandi næstu árin mun ég að öllum líkindum verða einstæð móðir. en ég mun halda áfram í skemmtilegu vinnunni, fara á kaffihús á fimmtudögum og hitta fjölskylduna mína oft, kannski ekki alltaf í góðu veðri.
prós og kons.
hvort myndir þú gera?
ef ég flyt í einhvern tíma til mexíkó á næstu dögum þarf ég að hætta í skemmtilegri vinnu, hætta að hitta fjölskylduna mína oft og hætta að fara á kaffihús með beggu vinkonu á fimmtudögum. á móti kemur að ég mun hafa frelsi til að gera eitthvað nýtt, gott veður, fullt af fjölskyldu og fjárhagsáhyggjur munu færast af mér yfir á makann.
ef ég bý áfram á íslandi næstu árin mun ég að öllum líkindum verða einstæð móðir. en ég mun halda áfram í skemmtilegu vinnunni, fara á kaffihús á fimmtudögum og hitta fjölskylduna mína oft, kannski ekki alltaf í góðu veðri.
prós og kons.
hvort myndir þú gera?
laugardagur, apríl 14, 2007
sagði ekki einhver spök manneskja einhverstaðar einhverntíman að hverjum þætti sinn fugl fagur? nú er ég hér fyrir framan sjónvarpið að dást að mínum fuglum sem eru kannski ekkert voðalega mikið mínir en ég er í þeirra liði, svona við á móti þeim eitthvað... ég er sko að horfa á söngvakeppni framhaldsskólanna.
mikið er ég annars búin að nöldra í minn tungumálafasistabarm yfir þessari keppni. það er varla hægt að skilja hvað þetta lið er að muldra í hljóðnemann. það er stakt orð á stangli borið skýrt fram en restin klessist í einhverja drullu þannig að ég gæti eins verið að hlusta á urdu, svo mikill er skilningurinn. og svo ég haldi áfram að tjá mitt innra gamla skass, spyr ég mig hvurn andskotann fólk er eiginlega að meina með þessum þýðingum á enskum lögum yfir á íslensku. hvílík misnotkun á annars fallegri tungu. þvílíkur leirburður. fussumsvei.
nú loka ég fyrir skassið.
ég er hreint ekki frá því að reykjavíkurskólarnir tveir sem eru svo heppnir að bera sömu upphafsstafi og ég (menntaskólinn hraðbraut og menntaskólinn við hamrahlíð), hafi verið bestir. sá fyrrnefndi af því að ég er með þeim í liði og hún sirrý söng svo vel og ég skildi allt sem hún söng og hún valdi lag með meistara bubba sem þurfti ekki að böggla yfir á íslensku og hann rafn spilaði vel undir þó svo að hann sitji kannski ekki alveg kyrr í tímum og loki kannski ekki alveg munninum þegar hann ætti að vera lokaður.
sá síðarnefndi af því að þeir voru greinilega húmoristar, og það vel syngjandi.
spennandi að sjá hvernig þetta fer..... ég er farin að horfa á úrslitin.
mikið er ég annars búin að nöldra í minn tungumálafasistabarm yfir þessari keppni. það er varla hægt að skilja hvað þetta lið er að muldra í hljóðnemann. það er stakt orð á stangli borið skýrt fram en restin klessist í einhverja drullu þannig að ég gæti eins verið að hlusta á urdu, svo mikill er skilningurinn. og svo ég haldi áfram að tjá mitt innra gamla skass, spyr ég mig hvurn andskotann fólk er eiginlega að meina með þessum þýðingum á enskum lögum yfir á íslensku. hvílík misnotkun á annars fallegri tungu. þvílíkur leirburður. fussumsvei.
nú loka ég fyrir skassið.
ég er hreint ekki frá því að reykjavíkurskólarnir tveir sem eru svo heppnir að bera sömu upphafsstafi og ég (menntaskólinn hraðbraut og menntaskólinn við hamrahlíð), hafi verið bestir. sá fyrrnefndi af því að ég er með þeim í liði og hún sirrý söng svo vel og ég skildi allt sem hún söng og hún valdi lag með meistara bubba sem þurfti ekki að böggla yfir á íslensku og hann rafn spilaði vel undir þó svo að hann sitji kannski ekki alveg kyrr í tímum og loki kannski ekki alveg munninum þegar hann ætti að vera lokaður.
sá síðarnefndi af því að þeir voru greinilega húmoristar, og það vel syngjandi.
spennandi að sjá hvernig þetta fer..... ég er farin að horfa á úrslitin.
þriðjudagur, apríl 10, 2007
í gærkveld vildi síðburðurinn ekki klára matinn sinn. ég pressa ekki á hana að klára ef hún er södd, en hún kláraði ekki einu sinni helminginn svo að ég var að pressa.
,,og hvað, á ég bara að henda þessu öllu í ruslið?"
,,já"
,,veistu að það er fullt af krökkum í útlöndum sem myndu fara að gráta ef þau sæju þig henda svona miklum mat í ruslið"
,,af hverju?"
,,af því að þau fá aldrei svona mikinn mat og eru oft voða svöng"
,,af hverju?"
,,af því að þau eiga ekki peninga til að kaupa mat og þá fá þau bara ekkert að borða"
,,ég trúi þér ekki"
,,ha, hvers vegna ekki?"
,,af því að þau geta bara farið í hraðbankann!"
í kveld lá ég hjá sömu fjögurra ára manneskju og var að syngja sofðu unga ástin mín. upp úr því er mér virtist þurru sá ég allt í einu glitta í sorgmæddan svip og tár í auga.
,,mamma"
,,já"
,,af hverju dó jesú?"
,,mmm... af því að það voru vondir karlar sem sögðu að hann væri vondur"
,,var hann bara hengdur út á snúru og varð svo rosalega svangur og dó svo bara?"
,,hann var hengdur á kross, en jú jú, hann dó"
,,hvað er kross?"
,,svona (geri kross með puttunum) úr spýtum"
,,hvar fundu þeir kross?"
,,þeir smíðuðu hann örugglega bara"
,,hver kann eiginlega að smíða flugvélar og þyrlur?"
,,fólk sem hefur farið í skóla til að læra það"
,,kann pabbi að smíða svoleiðis?"
,,hann hefur aldrei farið í svoleiðis skóla"
,,hann sagði mér einu sinni að hann kunni að smíða flugvélar, kannski bara litlar flugvélar og litlar þyrlur, bara með fjórum gluggum fyrir okkur fjögur"
,,já kannski...en farðu nú að sofa"
,,voru mamma og pabbi hans jesú ekki döpur þegar hann dó?"
,,jú ábyggilega"
,,þau verða þá bara að eignast annað barn og skíra það bara jesú líka"
,,þau eignuðust held ég ekki annað barn, en þetta var fyrir svo rosalega mörgum árum síðan"
,,hvenær"
,,í gamla gamla daga"
,,hvar átti jesú heima?, í hvernig húsi?"
,,hann átti heima langt í burtu, ég man ekki hvað landið heitir"
,,átti hann heima í útlöndum?"
,,já, langt í burtu"
,,oh, ég vildi að hann átti heima á íslandi"
,,nei"
,,hvernig talaði hann þá?"
,,bara svona eitthvað arhamm arkhalamm"
,,og var hann svo bara hengdur út á snúru og varð svo rosa svangur og dó svo bara?"
,,hann var hengdur á kross, en já... farðu nú að sofa"
,,af hverju gáfu mamma hans og pabbi honum ekki bara eitthvað að borða í munninn svo hann myndi ekki deyja af því að hann var svo svangur?"
,,kannski var bara einhver að passa að hann fengi ekki að borða"
,,ef ég verð hengd á snúru vilt þú og pabbi þá gefa mér að borða í munninn?"(tár)
,,þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af því elskan mín því að þú verður aldrei hengd á snúru, þetta var bara í gamla gamla gamla daga, og svo ert þú líka svo góð"
,,var jesú ekki góður?"
,,úff... jú, það voru bara einhverjir sem héldu að hann væri vondur.... en farðu nú að sofa"
,,aumingja jesú..." (sniff)
ætli páskarnir hafi ekki verið ræddir í leikskólanum í dag.....
,,og hvað, á ég bara að henda þessu öllu í ruslið?"
,,já"
,,veistu að það er fullt af krökkum í útlöndum sem myndu fara að gráta ef þau sæju þig henda svona miklum mat í ruslið"
,,af hverju?"
,,af því að þau fá aldrei svona mikinn mat og eru oft voða svöng"
,,af hverju?"
,,af því að þau eiga ekki peninga til að kaupa mat og þá fá þau bara ekkert að borða"
,,ég trúi þér ekki"
,,ha, hvers vegna ekki?"
,,af því að þau geta bara farið í hraðbankann!"
í kveld lá ég hjá sömu fjögurra ára manneskju og var að syngja sofðu unga ástin mín. upp úr því er mér virtist þurru sá ég allt í einu glitta í sorgmæddan svip og tár í auga.
,,mamma"
,,já"
,,af hverju dó jesú?"
,,mmm... af því að það voru vondir karlar sem sögðu að hann væri vondur"
,,var hann bara hengdur út á snúru og varð svo rosalega svangur og dó svo bara?"
,,hann var hengdur á kross, en jú jú, hann dó"
,,hvað er kross?"
,,svona (geri kross með puttunum) úr spýtum"
,,hvar fundu þeir kross?"
,,þeir smíðuðu hann örugglega bara"
,,hver kann eiginlega að smíða flugvélar og þyrlur?"
,,fólk sem hefur farið í skóla til að læra það"
,,kann pabbi að smíða svoleiðis?"
,,hann hefur aldrei farið í svoleiðis skóla"
,,hann sagði mér einu sinni að hann kunni að smíða flugvélar, kannski bara litlar flugvélar og litlar þyrlur, bara með fjórum gluggum fyrir okkur fjögur"
,,já kannski...en farðu nú að sofa"
,,voru mamma og pabbi hans jesú ekki döpur þegar hann dó?"
,,jú ábyggilega"
,,þau verða þá bara að eignast annað barn og skíra það bara jesú líka"
,,þau eignuðust held ég ekki annað barn, en þetta var fyrir svo rosalega mörgum árum síðan"
,,hvenær"
,,í gamla gamla daga"
,,hvar átti jesú heima?, í hvernig húsi?"
,,hann átti heima langt í burtu, ég man ekki hvað landið heitir"
,,átti hann heima í útlöndum?"
,,já, langt í burtu"
,,oh, ég vildi að hann átti heima á íslandi"
,,nei"
,,hvernig talaði hann þá?"
,,bara svona eitthvað arhamm arkhalamm"
,,og var hann svo bara hengdur út á snúru og varð svo rosa svangur og dó svo bara?"
,,hann var hengdur á kross, en já... farðu nú að sofa"
,,af hverju gáfu mamma hans og pabbi honum ekki bara eitthvað að borða í munninn svo hann myndi ekki deyja af því að hann var svo svangur?"
,,kannski var bara einhver að passa að hann fengi ekki að borða"
,,ef ég verð hengd á snúru vilt þú og pabbi þá gefa mér að borða í munninn?"(tár)
,,þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af því elskan mín því að þú verður aldrei hengd á snúru, þetta var bara í gamla gamla gamla daga, og svo ert þú líka svo góð"
,,var jesú ekki góður?"
,,úff... jú, það voru bara einhverjir sem héldu að hann væri vondur.... en farðu nú að sofa"
,,aumingja jesú..." (sniff)
ætli páskarnir hafi ekki verið ræddir í leikskólanum í dag.....
mánudagur, apríl 09, 2007
ég man ekki hvað ég hef kysst marga karlmenn um ævina. ætli ég hafi ekki kysst þá flesta á aldursbilinu 16-18 en þá var ég samkvæmt sjálfri mér svakaleg pía, makalaus og vinnandi á bar. magnað hvað ég man lítið af þessum kossum. ég man eftir einum sem fór fram inni í einhverjum kústaskáp í hollywood, þeim blessaða skemmtistað. ætli það hafi ekki verið fb-ball. svo man ég í grófum dráttum útlínurnar á nokkrum öðrum kossum en sá sem ég man best er sá fyrsti, en hann fékk ég þegar ég var þrettán ára.
ég man hvernig við vorum skilin ein eftir inni í herbergi heima hjá strák úr skólanum okkar því það hafði verið ákveðið að við skyldum byrja saman. svo sátum við í sitthvorum endanum á rúminu og þögðum. lengi. eftir stund sem í minninguni var ábyggilega einir tveir eða þrír klukkutímar gat ég ekki meir og spurði hann ,,vilt þú það?". já sagði hann og þar með vorum við frjáls úr svefnherbergisprísundinni. svo fórum við fram að horfa á vídeó.
eftir að hafa verið kærustupar í tvo mánuði átti vinurinn fimmtán ára afmæli og við fórum saman í bíó. ég var búin að ákveða að það væri eiginlega við hæfi að ég kyssti hann í tilefni dagsins, en við höfðum varla svo mikið sem snert hvort annað fram að því. í bíóinu langaði mig til að halda í höndina á honum en fannst það eitthvað vandræðalegt. ég held að það hafi tekið mig fram að hléi og rúmlega það að mjaka litla putta í áttina að litla putta á honum, allan tímann með öndina í hálsinum og hnút í maganum af stressi og spenningi. loksins tókst mér að krækja í höndina á honum og eftir að þeim áfanga hafði verið náð með svo mikilli fyrirhöfn tímdi ég sko ekki að sleppa. gott ef við héldumst ekki í hendur alla leið í strætó upp í breiðholt og frá strætóskýlinu að þeim stað þar sem leiðir skildu, enda bjuggum við í sitthvorum enda hverfisins.
þarna stóðum við í malbikaðri brekku undir ljósastaur og vissum bæði að nú myndum við kyssast. hvorugt þorði að taka af skarið svo að eins og í bíóinu varð þetta svakalega langt mjak í áttina þangað til eftir dúk og disk að varir okkar mættust og þá varð ekki aftur snúið. hvorugt okkar tímdi að hætta, enda hafði fyrirhöfnin verið mikil. þarna kysstumst við ábyggilega í fjörutíu og fimm mínútur, eða þangað til að við vorum bæði komin með sviða í hökuna af núningi og dofa í varirnar.
að lokum fór ég heim, einu skrefinu nær því að verða fullorðin og rosalega ánægð. svo hætti ég með honum nokkrum dögum síðar, enda spennan farin...
síðan þá hef ég fundið magnaða kossa en þessi mun samt alltaf standa uppúr í minningunni, enda sá fyrsti.
ég man hvernig við vorum skilin ein eftir inni í herbergi heima hjá strák úr skólanum okkar því það hafði verið ákveðið að við skyldum byrja saman. svo sátum við í sitthvorum endanum á rúminu og þögðum. lengi. eftir stund sem í minninguni var ábyggilega einir tveir eða þrír klukkutímar gat ég ekki meir og spurði hann ,,vilt þú það?". já sagði hann og þar með vorum við frjáls úr svefnherbergisprísundinni. svo fórum við fram að horfa á vídeó.
eftir að hafa verið kærustupar í tvo mánuði átti vinurinn fimmtán ára afmæli og við fórum saman í bíó. ég var búin að ákveða að það væri eiginlega við hæfi að ég kyssti hann í tilefni dagsins, en við höfðum varla svo mikið sem snert hvort annað fram að því. í bíóinu langaði mig til að halda í höndina á honum en fannst það eitthvað vandræðalegt. ég held að það hafi tekið mig fram að hléi og rúmlega það að mjaka litla putta í áttina að litla putta á honum, allan tímann með öndina í hálsinum og hnút í maganum af stressi og spenningi. loksins tókst mér að krækja í höndina á honum og eftir að þeim áfanga hafði verið náð með svo mikilli fyrirhöfn tímdi ég sko ekki að sleppa. gott ef við héldumst ekki í hendur alla leið í strætó upp í breiðholt og frá strætóskýlinu að þeim stað þar sem leiðir skildu, enda bjuggum við í sitthvorum enda hverfisins.
þarna stóðum við í malbikaðri brekku undir ljósastaur og vissum bæði að nú myndum við kyssast. hvorugt þorði að taka af skarið svo að eins og í bíóinu varð þetta svakalega langt mjak í áttina þangað til eftir dúk og disk að varir okkar mættust og þá varð ekki aftur snúið. hvorugt okkar tímdi að hætta, enda hafði fyrirhöfnin verið mikil. þarna kysstumst við ábyggilega í fjörutíu og fimm mínútur, eða þangað til að við vorum bæði komin með sviða í hökuna af núningi og dofa í varirnar.
að lokum fór ég heim, einu skrefinu nær því að verða fullorðin og rosalega ánægð. svo hætti ég með honum nokkrum dögum síðar, enda spennan farin...
síðan þá hef ég fundið magnaða kossa en þessi mun samt alltaf standa uppúr í minningunni, enda sá fyrsti.
sunnudagur, apríl 08, 2007
gleðilegos páskos.
það er heilmikil vinna sem liggur að baki afslöppun.
síðan ég lenti í fríi einstæð móðir einsömul hef ég þurft að gera eftirfarandi yfir páskana:
fara í bónus. troða okkur í tvö matarboð. ryksuga. þurrka af. brjóta saman fjall af þvotti. þvo þvottinn fyrst. vaska upp. nokkrum sinnum. skipta á rúmum. fara í sund. tvisvar. fara á róló í pollagalla. fjórum sinnum. elda kvöldmat. tvisvar. þrisvar ef ég tel morgundaginn með. útbúa morgunmat. fjórum sinnum. fimm ef ég tel morgundaginn með. útbúa annarskonar matartíma. oft. vera í heimsóknum. spila. skafa súkkulaði upp af gólfinu/borðum/rúmum/börnum. fara í bakaríið. horfa á sjónvarp. svolítið. lesa bækur. tvær. og sofa.
eins og ég segi... það er lítil afslöppun í afslöppun.
á morgun sem er annar í páskum, ætla ég ekki að taka til, ekki að elda mat, ekki að þvo þvott og ekki að kaupa neitt. ætli ég sleppi ekki bara líka að klæða mig.
það er heilmikil vinna sem liggur að baki afslöppun.
síðan ég lenti í fríi einstæð móðir einsömul hef ég þurft að gera eftirfarandi yfir páskana:
fara í bónus. troða okkur í tvö matarboð. ryksuga. þurrka af. brjóta saman fjall af þvotti. þvo þvottinn fyrst. vaska upp. nokkrum sinnum. skipta á rúmum. fara í sund. tvisvar. fara á róló í pollagalla. fjórum sinnum. elda kvöldmat. tvisvar. þrisvar ef ég tel morgundaginn með. útbúa morgunmat. fjórum sinnum. fimm ef ég tel morgundaginn með. útbúa annarskonar matartíma. oft. vera í heimsóknum. spila. skafa súkkulaði upp af gólfinu/borðum/rúmum/börnum. fara í bakaríið. horfa á sjónvarp. svolítið. lesa bækur. tvær. og sofa.
eins og ég segi... það er lítil afslöppun í afslöppun.
á morgun sem er annar í páskum, ætla ég ekki að taka til, ekki að elda mat, ekki að þvo þvott og ekki að kaupa neitt. ætli ég sleppi ekki bara líka að klæða mig.
fimmtudagur, apríl 05, 2007
í dag er skyrdagur. á maður þá að borða bara skyr?, spurði síðburðurinn minn þegar ég var að útskýra fyrir henni páskana. fjögurra ára fólk er mjög skemmtilegur þjóðflokkur. ellefu ára fólk er líka skemmtilegur þjóðflokkur, en á mjög ólíkan hátt. feis!
ellefu ára fólk á til að hafa of miklar áhyggjur af því hvað fólk heldur. þess vegna geta hinir ýmsu hlutir sem áður voru einfaldir orðið óendanlega flóknir og erfiðir.
fjögurra ára fólki gæti ekki verið meira sama um hvað fólk heldur. þess vegna geta hinir einföldustu hlutir orðnir uppspretta hinna kjánalegustu aðstæðna.
dæmi... ég er með einstaklingum af báðum þjóðflokkum í grænmetiskælinum í bónus. fjögurra ára aðilinn tilkynnir mér með fullum raddstyrk (og rúmlega það) að hún þurfi að kúka. ég glotti bara, enda löngu hætt að vera ellefu ára. sá sem er það ennþá þykist vera að skoða tómata um leið og hann sendir systur sinni stingandi augnaráð og segir henni milli samanbitna tanna að hætta að tala upphátt um að þurfa að kúka. hitt eintakið hefur ekki náð þeim þroska sem þarf til að skilja svona samanbitin skilaboð og heldur áfram að spögúlera upphátt hvernig best sé að leysa kúkaþörfina sem við erum öll sammála um að hafi ekki verið vel tímasett.
það er að ég held mikið auðveldara að vera fjögurra ára en ellefu ára.
samt er líka fínt að vera þrjátíuogtveggja en þá er kúkur í grænmetiskælinum aðallega skipulagsvandamál.
ellefu ára fólk á til að hafa of miklar áhyggjur af því hvað fólk heldur. þess vegna geta hinir ýmsu hlutir sem áður voru einfaldir orðið óendanlega flóknir og erfiðir.
fjögurra ára fólki gæti ekki verið meira sama um hvað fólk heldur. þess vegna geta hinir einföldustu hlutir orðnir uppspretta hinna kjánalegustu aðstæðna.
dæmi... ég er með einstaklingum af báðum þjóðflokkum í grænmetiskælinum í bónus. fjögurra ára aðilinn tilkynnir mér með fullum raddstyrk (og rúmlega það) að hún þurfi að kúka. ég glotti bara, enda löngu hætt að vera ellefu ára. sá sem er það ennþá þykist vera að skoða tómata um leið og hann sendir systur sinni stingandi augnaráð og segir henni milli samanbitna tanna að hætta að tala upphátt um að þurfa að kúka. hitt eintakið hefur ekki náð þeim þroska sem þarf til að skilja svona samanbitin skilaboð og heldur áfram að spögúlera upphátt hvernig best sé að leysa kúkaþörfina sem við erum öll sammála um að hafi ekki verið vel tímasett.
það er að ég held mikið auðveldara að vera fjögurra ára en ellefu ára.
samt er líka fínt að vera þrjátíuogtveggja en þá er kúkur í grænmetiskælinum aðallega skipulagsvandamál.
mánudagur, apríl 02, 2007
ég veit að ég hef spögúlerað í þessu áður, en ég hef kafað enn dýpra og vangavelturnar hafa magnast. hvað er moggablogg? er þetta blogg þar sem skylda er að fjalla um fréttir? hvert er mótvægið við moggablogg? vísisblogg? er það til? hefur þetta fólk tíma til að lesa allar þessar síður sem það hefur tengla á? skiptir máli að vera með flottustu skoðunina og bestu rökin? er málið að láta vitna í sig í mogganum eða öðrum blöðum? verður maður frægur af því að moggablogga?
hvaða rosalega hæp er þetta eiginlega? er ég þá svona jaðar eða indie í blogginu?
bara að pæla...
hvaða rosalega hæp er þetta eiginlega? er ég þá svona jaðar eða indie í blogginu?
bara að pæla...
sunnudagur, apríl 01, 2007
það er ekki auðveldast í heimi að vera makalaus, foreldralaus, systralaus, tveggja barna móðir, húsmóðir, eldabuska, skúringakona, námsmey, kennslukona og pæja.
makinn hangir enn heima hjá móður sinni, foreldrarnir fóru upp í sveit til að halda kjafti, systirin er límd við blöð og frumburðurinn fékk eyrnabólgu sama dag og ég þarf að skila hugarkorti í skólanum mínum og vaska upp og ryksjúga svo að við drukknum ekki í eigin skít.
einstæðar mæður þessa heims eiga alla mína aðdáun. sérstaklega þær sem eru munaðarlausar.
makinn hangir enn heima hjá móður sinni, foreldrarnir fóru upp í sveit til að halda kjafti, systirin er límd við blöð og frumburðurinn fékk eyrnabólgu sama dag og ég þarf að skila hugarkorti í skólanum mínum og vaska upp og ryksjúga svo að við drukknum ekki í eigin skít.
einstæðar mæður þessa heims eiga alla mína aðdáun. sérstaklega þær sem eru munaðarlausar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)