þriðjudagur, ágúst 09, 2011

Nú er ég komin svo ofsalega úr þjálfun að ég gleymi síðunni. Sem er synd.
Annars er lífið bara yndislegt. Man ekki hvort ég var búin að segja það. Stanslaus fiðringur í maga yfir því sem gæti gerst og mun gerast en ég veit ekki ennþá. Sólin skín og ég er alltaf að eignast gamla vini upp á nýtt og rifja upp hver ég var og er. Stundum horfi ég bara upp í himininn eða á trén og get ekki annað en brosað yfir því hvað þetta er nú allt frábært. Það er undarlegt hvað er hægt að lifa lengi í bölvaðri þoku en líka svo magnað þegar þokunni léttir og allt í kring er gleði og fegurð. Nú hljóma ég sennilega eins og trúboði eða brjálæðingur...en ég get ekki að þessu gert. Það er svo gaman að vera til. Þess vegna skil ég ekki alveg hvers vegna ég er að drepast úr vöðvabólgu... en hey, hvað er vöðvabólga á milli vina? Ekki rassgat.

sunnudagur, júlí 24, 2011

Góðan og blessaðan daginn. Maja hér. Komin aftur eftir langa þögn til þess að skrifa út í tómið.
Margt og mikið hefur á daga mína drifið síðan ég skrifaði hér síðast. Mest og stærst er sennilega það að makinn er ekki lengur maki. Ekki minn allavega. Ætli hann verði ekki maki einhvers...
Nema hvað. Ég er fýr og flamme. Hress og kát. Hýr og rjóð. Stór og sterk.
Og ætla að fara að vera duglegri við að skrásetja hugleiðingar mínar því það getur verið svo gott að lesa þær seinna. Sérstaklega fyrir minnislausa eins og sjálfa mig.
Smá hint svona í lokin... lífið er yndislegt og spennandi og ég er stanslaust að uppgötva nýja hluti. Ýtt hefur verið á týnda takka og sumarið er tíminn...